Heimskringla - 08.12.1894, Page 2

Heimskringla - 08.12.1894, Page 2
o IIEIMSKRINGLA 8. DESEMBER 1894. komr út á Laugard5gum. I iie Heimskringla Ptg. & Publ. Co. útgefendr. [Publishers.] Rit«t.jórinn geymir ekki greiuar, sem eigi raröá uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr- sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um bréfum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu, Nafnlausum bréfum er enginn gaumr gefiun. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltek. «iík« merki. Uppsögnógiid að lög.im,uema kaup- andi sé alveg skuldlaus við biaWð. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Bnsin. Manager): EINAR ÓLAFSSON._________ OFFICE : Cor. Ross Ave. & Nena Sti\ J-. <> KOX 305. Akuryrkja í skólunum. Eftir allmikið stapp og árlangan ■umhugsunartíina, er nú svo langt kom- ið, að j arðyrkja og landbúnaðnr er viðtekinn sem almenn námsgrein í alþýðuskólum í Manitoba. A síðasta fundi kennslumálaráðs- ins. 30. Nóv\, var samþykt tillagan um að fyrirskipa þá tilsögn í öllum álþýðu- skólunum. Er svo til ætlast, að í vet- ur og á næsta suinri veitist kennur- unum icostur á að stúdéra þessa nýju námsgiein og húa sig undir að kenna hana. Til að byrja með verður þess vegna námsgreinin kend á kennara- skólunum, en þsirrar tilsagnar geta ekki notið nema þeir kennarar, sem hafa skólafri i það og það skiftj. En svo er ætlast til, að kennarafélagið veiti þeim kennurum hina nauðsyn- legu tilsögn, sem í vetur og vor ekki geta gengið á kennaraskólann sökum annríkis. Að undanförnu hefir kenn- arafélagið haft nokkra fundi á ýms- um stöðum út um fylkið til að ræða um kennslumál við kennarana og á þann hátt greiða götu þeirra kennara sem sjaldan eða aldrei geta sótt kenn- araskóla. í sumar komandi er ætlast til að þessum íundum verði fjölgað og að A þeim verði öll áherzlan lögð á upplýsingar i þessari nýju náms- grein. Jafnframt ákvað ráðið, að stjórn- in skyldi tafarlaust gefa út bækling, þar sem þessi námsgrein verður út- skýrð, og verður það kver viðtekið sem textabók í skólunum, að því er þessa fræðigrein snertir. Námsvrein þessari verður skipt í tvo aðalflokka, en þeim aftur í margar deildir. Ekki byrja börnin að nema jarðyrkjufræð- ina, eða undirstööuatriði hennar, fyr en þau eru komin í þriðju skólabók. Þau, seni í þeirri bók eru, eiga að læra þær lexíur, sem mynda I. flokk, en þau, sem eru í fjórðu bókínni, læra lexíurnar sem mynda II. flokkinn. í I. flokki verða þetta lexiurnar : 1. Um jurtalífið í Manitoba. •2. Um blóm ðg blómreiti. 3. Um það hvernig á að taka upp jurtir eða plöntur og varðveita frá skemdum. 4. Um það hvernig þekkja má eina blómtegund frá annari. ö. Upptalning þrjátíu algengustu jurta og plöntunartegunda og lýs- ing þeirra. 6. Um tíu illgresistegundir og hvern- ig má uppræta þær. 7. Um vilta ávexti í Manitoba. 8. Um trjátegundir í Manitoba. 9. Um trjáplöntunardaginn og þýðing hans. í II. flokki verða þetta lexíurnar : 1. Þrjátiu einfaldar efnafræðislegar tilraunir við : lopt, vatn, trjá- tegundir, kol, jarðarleir (clay), sand, ösku, salt, alún, burís, og blátt og grænt vitriól. Til þess tiLrauninnar geti átt sér stað, er ákveðið að hverju skólahúsi fylgi kassi nægilega stór og það ann. að, sem nauðsynlegt or. Auka- kostnaður sá er metinn Si.00 fyrir hvern skóla. 2. Um jarðveg og áhrif loptslagsins. 8. Um ræktun jarðar, undirbúning landsins og plægingu, herfing, og um hvíld lands árlangt eftir að það er plægt. i. Uni framskurð votlendis og vega- gerð. 5. Um að sá ekki alt af sömu kom- tegund í sama blett. G. Um áburð á land. 7. Um korn og grastegundir, hveiti, bygg, hafra, o. fi., o. fl. 8. Um rótarávexti allskonar. 9. Um sjúkdóma í korntegundum og öðrum sáðtegundum, orraa, • eyðslujurtir (parasites), sem vaxa samhliða því, er sáð er og draga úr því þróttinn, o. fl. 10. Um lifándi pening allskonar. 11. Um stjórn á bújörð að því er snertir meöhöndlun lifandi pen- ings og smjör og ostagerð. 12. Um húsaskipun á bújörð, girð- ingar, trjárækt o. fl. Þrjár seinustu lexíurnar (10., 11. og 12.) er fyrirskipað að útskýra fyr- ir nemendunum með uppdráttum, þar eð orðmyndin. ein mundi reynast ónóg. Ef þessar greinar allar verða vel kenndar ætti þessi nýbreytni að reyn- ast bændalýðnum gagnleg mjög þegar fram líða stundir og mikilvæg undir- stöðuþekking fyrir hvern einn, sem síðar vildi fullkomna sig á búnaðar- skóla. Armeníu-þjóðin, sein svo mjög er talað um í seinni tíð, vegna hinna hræðilegu níðings- verka Tyrkja, er gömul, mannmörg og merkileg þjóð, þó nú sé hún og fyrir löngu síðan brytjuð í smátt sera þjóðarlieild og skift á inilli nágranna þjóðauna, Rússa, Persa og Tyrkja. A fyrri öldum var Armenia (sem á tungumáli Armeniu-manna beitir Hni/atdani eða Haikh) voldugt ríki og voru þá takmörk þess: að austan Caspía-haf, að sunnan Kurdistan-fjöll, að vestan Litla-Asía og að norðan Kákasus-fjöll. Hérað )>etta alt er há- lent mjög, meginhluti þess um 7000 fet fyrir ofan sjávarmál og er Ararat- hnjúkurinn hæzta fjallið. Margar merkar ár hafa upptök sín í þessu fjalllendi, meðal þeirra Ephrat og Tígris. I heild sinni er héraðið “fagurt og frítt” og að auki sérlega frjósamt land og framleiðir mikið af kornmat, baðmull, tóbaki og vinberum, þrátt fyrir að akuryrkja er þar og hefir verið á lágu stigi. Samkvæmt þeirra eigin þjóðsög- um eru Armeníu-menn afkomendur Haiks, sonar Togarmah, sonar-sonar J'afets Nóasonar (Arkar Nóa). Haik þessi var neyddur til að flýja úr Assyríu undan harðstjórn Belusar, er þar var konungur og nam þá land í þessu héraði, er síðan ber nafn hans — Haikh. Þeir eiga þjóðsögusafn, er nafngreinir konunga þeirra og segir frá þeirra sífeldu styxjöldum mjög langt aftur í timann. Er þar meðal annars greinileg frásögn af viðtireign þeirra við Alexander mikla og hvern- ig hann yfirbugaði þá og lagði að velli hinn síðasta ríkiserfingja í merkri konungaætt árið 328 f. K. En ekki háru þeir Macedóníu-okið, sem þá var lagt á þá nema 11 ár. Brutust þá undan því og kusu sér nýjan konung, en við andlát hans, ,33 árum síðar gerðust þeir skjólstæðingar Sýrlands konungs. Voru þeir svo Sýrlending- um háðír til þess 190 f, K. að Anti- ochus mikli varð undir í orustu við Rómverja. Það tækifæri tók þáver- andi jarl Armeníu-manna, Artaxias að nafni, og auglýsti Armeniu sjálf- stætt ríki. Um 40 árum síðar fengu þeir merkan konung, Valarsaces að nafni, er gerði miklar tilraunir að mennta þjóðina, hyggði borgir, samdi lög og launaði öllum, sem á einhvern hátt sköruðu fram úr fjöldanum. Þótt skrikkjótt gengi stjórnin og þó ríkið væri um tíma aðallega í hendi Róm- verja, hélzt þessi konunga ætt á stóln- um til þess árið 30 f. K., að Antoníus hinn rómverski tók konunginn og ílutti til Alexandríu á Egyftalandi. Var hann þar hálshögginn að boði Kleópötru drottningar. Frá þeim tíma til 232 e. K. skiptist þar á harðstjórn Rómverja og alaert stjórnleysi. Það ár náðu Persar fyrst haldi á ríkinu, en með hjálp Rómverja náði róttur í íkiserfingi haldi á stjórninni árip 259 og máttu Persar fiýja. Hann komst að því að ýmsir af þegnum hans höfðvv tekið kristna trú og tók hann þegar að ofsækja þá og alla trúboða. Þó stóð það ekki lengi. Hann lækn- aðist af liættulegri veiki, að honum virtist á yfirnáttújlegan hátt og þakk- aði það einum trúboðanum, er hann þá liélt í dýflissu. Tók hann þá kristna trú sjálfur og innan skatnms flestir þegnar hans. Að því geðjaðist ekki Persum og hófst þá trúarstríð ægi- legt, er hélzt við til þess Persar að lokum unnu sigur árið 428. Stýrðu þeir ríkinu frá þeim tíma til þess 632 og héldu uppi látlausri ofsókn gegn hinu kristna fólki. Þegar þar kom vildu fleiri en Persar eignast héraðið. Grikkir og Múhameðs-menn ásældust það og margfaldaðist þá styrjöldin, er að var sótt á alla vegu. Þó héldu Armeníu-menn sinni póli- tízku tilveru sem þjóðarheild með meira og minna sjálfræði þangað til 1004, að Persar lögðu ríkið í rústir og tóku herskildi um 40,000 manns, er þeir fluttu austur í Persíu og bú- settu þar. Sú kviða varð rothögg ríkisins. Skiptu þeir Persar og Tyrkir því á milli sín og fóru með fólkið ver en þræla og gera það enn. Jafn- vel Rússum ofbauð meðferðin og árið 1827 tóku þeir frá Persum spildu mikla af þeirra ldnta ríkisins. Er svo sagt að aldrei fyrri en þeir urðu þegnar Rússa hafi Armeníu-menn vit- að hvað friður og velsæld er. Má af því marka hvað æfi þeirra er undir stjórn iiinna ríkjanna, er þeir skoða Rússland sem Paradís. Að loknu Rússa-Tyrkja stríðinu var öflug tilraun gerð í Berlínarsamn- ingnum 1878, að bæta kjör þessara veslinga í Tyrkjaveldi. Tyrkinn auð- vitað lofaði öllu fögru, .en ekkert at- riði í þeim samningi hefir hann rofið jafn hlífðarlaust írá upphafi til enda, þó þetta síðasta níðingsverk hans taki öllum öðrum frain. En svo hefir eng- inn skift sér af því nema helzt Eng- iendingar. Þeir hafa hvað eftir ann- að, síðitn 1880, farið þess á leit við stórveldin, að þau tækju sig saman og lieimtuðu að samningnum væri framfylit, en til þessa hafa stórveld- in neitað að vekja upp það mál. Á meðan svo er, þykjast Englendingar ekki geta að gert; sér einum sé of- vaxið að skakka leikinn. Heiskáir eins og Armeníumenn voru fyrrum, eru þeir nú orðnir sér- lega friðelskandi, enda óhugsandi ann- að en mörg hundruð ára kúgun sé búin að beygja þá og lama. Síðan Berlínarsamningurinn var gerður, og af því þeir telja sér víst fylgi Eng- lendinga og Rússa, en sjá að Tyrkir láta sig engu varða um samninginn, eru þeir þó ofurlítið að vakna. Eru þeir nú altaf smámsaman að efna til félagsskapar, er hefir fyrir markmið að brjótast undan yfirráðum Tyrkja. með öruggri hjálp stórveldanna. Jafn- harðan hafa Tyrkir komist að þess- ari hreyfingu og gengið milli bols og höfuðs á henni, en samt lifir í glóð- unum enn. Eðlilega veldur þessi hreyf- ing því, að kjör þeirra fara versnandi ár frá ári. Ura smjör og ostagerð. Grein um það efni flytjum vér ; þessu blaði, eftir danskan fræðimann í þeirri grein búnaðarins, iierra C. Marker, einn af formönnunum á fyrir- myndarbúinu í Ottawa. Eins og grein- in her með sér, er hún að eins upp- haf málsins, en vér vonum að geta fiutt mörinum framhaldið smámsaman. íslendingum flestum er áhótavant í þessari grein búnaðarins, enda ekki nema náttúrlegt, því þeir hafa fæstir átt kost á að sjá aðferðina við smjör og ostagerð samkvæmt nýjustu reglum. Yerzlunarskýrslur og rit sýna hve áríðandi er að þessi grein hún- aðarins taki stöðugum framförum, því viðskiftamenn vorir í Evrópu heimta æ hetur og hetur tilbúið smjör og tilbúinn ost. Að því er þennan varning snertir er Canada-ríki í fremstu röð í áliti manna á Evrópu- markaði og er í raun og veru ekki eftirbátur nokkurs ríkis, nema ef vera kynni Danmerkur, og þá fremur í tilliti til smjörgerðar. Ef ríkið á að halda þeirri stöðu, sem það nú hefir náð, útheimtist að bændurnir hvor í sínu lagi keppi við að ná sem hæztu stigi þekkingar í þessari grein húnaðarins. Til þess ættn þeir og að vera fúsir, því hag- urinn er þeirra. Þess betri vöru sem þeir bjóða, þess meira fá þeir fyrir lianá. Þessvegna vonum vér að þeir lesi með athygli þær greinar, sem Hkr. vonar að fiytja um þetta rnálefni, eftir herra Markor. Þær eru ritaðar í þeim tilgangi að menn hafi gagn af þeim, ef þeir vilja færa sér kenn- ingu þeirra í njTt. Þó groinarnar séu eftir cana- diskan mann, koma þær löndum vor- um í Bandaríkjunum alt að einu að notum, ef þeir vilja. Því kennsluað- ferð á fyrirmjTndarbúum og búnaðar- skólum í Bandarikjunum og Canada er, hvað smjör og ostagerð snertir að minnsta kosti, nákvæmlega ein og hin sama. Um smjör og ostagerð. Eftir C. Mahker. Smjör og ostagerð stendur tU að verða aðal-tekjugrein ríkisins. Fyrst og fremt verður sú atvinna auðvitað bændalýðsins öruggasta tekjugrein, en á henni standa líka fjöldi annara stofnana og verður hún á þaun hátt markverð tekjugrein ríkisheildarinnar. Ef landbúnaðurinn á að verða arðsamur er nauðsynlegt að iæra hann og hugsa um hann með sömu árvekni og eftirtekt, eins og nauðsynleg er við hvaða helzt verzlunar eða við- skifta störf sem menn vinna, Markaðsverðið á kornmat bendir til þess, að bóndinn megi til með að taka eitthvað annað fyrir en kornyrkju, ef hann á að geta fætt og klætt sig og sitt lieimilisfólk. Þessvegna er áríðandi að bændur al- mennt leggi sig fram til að afia sér upplýsinga um öll atriði landbúnað- arins, að stúdora út í j-ztu æsar alt sem lýtur að því, sem almennt er kailað “Mixed Farming,” þ. e., að búa til ost og sir.jör, ala sláturfé, bæði sauði, svín og naut, að ala upp fugla til slátrúnar ng til að leggja eggjuin, m. m. o. il., auk korn og garðyrkju. Til þess að geta leyst öll þessi störf vel af hendi, svo að alt beri ávöxt meir en kostnaði nemur, þarf hóndinn að bera skynbragð á hvernig hægt er að ala gripina kost- naðarminnst, hvernig fóður kýrnar þurfa til þess þær gefi bæði mikla mjólk og kostagóða, hvernig fóður þarf handa geldneytum, sem á að slátra, hvernig fóður svínin þurfa, o. s. frv. Þá þarf hann og að vita hvernig þarf að fara með mjólkina til þess að hafa hennar full not. Enn fremur þarf hann að vita hvernig hægast og bezt er að umhverfa mjólkinni í arð- sama verzlunarvöru. Ég ætla að gera tilraun með að benda á undirstöðu atriðin í smjör ostagerð, að því er snertir efnasam- setning í mjólkinni, hina sérlegu eig- inlegleika þessara efna og hvernig á að fara með þan. Ilvað er mjólk ? Þeirri spurningu svarar Dr. Babcock þannig: “Mjólk er blendingur af smjörefni, vatni, eggjahvítuefni, ostefni, mjólkursykri og málmefni.” A að geta innihalda hver 100 pund af mjólk að meðaltali 87J pund af vatni og 12J pund af föstum efn- um, þannig : Vatn...........................871 pd. Smjör-efni eða fita............ 3J pd. Ostefni........................ 3£ pd. Eggjahvítuefni.................. ^ pd. Mjólkursykur og málmefni....... 5 pd. Alls. 100 pd. Smjörefnið er mismunandi að vöxt- um í mjólkinni, frá til 8 pund í 100 pundum af mjólk. Er það verð- mesta efnið í mjólkinni og það efni sem allir bændur kappkosta að að- skilja sem allra bezt frá hinum efnum mjólkurinnar, ýmist með verkum þyngdarlögmálssins eins, er knýr smjörefnið (rjómann) til yfirborðsins, þegar mjólkin stendur til lengdar í trogi, eða með tilhjálp miðflótta-afls- ins í smjörgerðar-vélinni cream aepar- ator. Smjar-efnið kemur fyrir í mjólk- inni í örsináum ögnum, sem ekki eru sjáanlegar nema í sterkum stækkun- arglerum. Stærð þessara agna er mismunandi, eftir því af hvaða kyni kýrin er, og stundum einnig mis- munandi mjóik úr kúm af sama kyni. Tíl samanhurðar er eftirfylgjandi kafli um eðlisþyngd mjólkur. Eðlisþjmgd mjóikur er þunúi hennar í saman- hurði við jafnan mælir af vatni. Til dæmis þegar viss ínælir af vatni veg- ur 1000 pund, þá vegur nýmjólk á hitastiginu GOFahr. 1.032 pd. undanrenning “ “ “ 1.036 pd. smjörefni “ “ “ 936 Af jressu leiðir að “rjóminn sezt ofaná ’ ef að mjólkin stendnr í íláti (eðlisþurigi), eða við snúningshrejTf- ingu í cream separator. Oslrfmð í mjólkinni kemar fyrir að nokkru leyti í upploystu ástandi og að nokkru leyti í smá-ögnum. Þess meir sem kýrin geldist, þess meira kemur fyrir af ostefninu í smá-ögnum (suspen- sion). Af þessu leiðir, eins og auðsóð er, að rjóminn aðskilst ekki eins vel á vanalegan hátt (með því að standa í í- láti) frá mjólk úr kúm, sem eru orðnar nærri geldar. Eggjahrítuefnið er í upplej’stu á- standi í mjólkinni, líkt og er í blóðinu. Þetta efni er hægt að aðskilja frá mjólk inni rneð því, að sjóða hana. Allir hafa að líkindum tekið eftir skáninni sem myndast ofan á mjólk, þegar að því er komið að hún sjóði. Skán sú er megin- lega eggjahvítuefni. Mjólkn.rsykur er i uppleystu ástandi í mjólkinni, en honum má ná úr henni með því að láta önnur efni hennar gufa upp. Mjólkursykur blandaður vissri bakteríu-tegund {micro organúm) breyt- ist í mjólkursýru og gerir mjólkina eðn rjómann súrann. Þannig inniheldur nýmjólk og rjómi meira syltur en súr mjólk eða súr rjómi. Mdlmejni í mjólkinni eru margs- konar og er mjög lítið af þeim, liór um hil 5%. Eitt af þeim efnum, sem ný- lega hafa fundizt í mjólk, er Fibrin, tægju-efuí. sem samkvæfnt rannsókn- um Dr. Babcocks myndast í mjólkinni, eftir að búið er að mjólka og gerir örð- ugt að ná smjörefninu úr mjólkinni. Eftir að hafa stuttlega farið j-fiv efnasamsetning mjólkurinnar, skulum vér næst íliuga hið hversdagslega starf og aðferðir við að hagnýta hana. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orðí belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fuliu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun- umþeim, sem koma fram í þessumbálki]- Svar til “margra kjósenda.” Einhver blessaður skýjaglópur— ég geri ráð fyrir að einn hafi ritað þótt margir hafi samþykt — hefir farið á stað í Lögbergi 27. f. m..meðreidda exi yfir höfði Stefáns í Breiðuvík. Það er sem ætli lianu að mola i honum hvert bein, og svo lýsir sér í grein- inni svo innileg ást á dúsu Greenway- stjórnarinnar, svoákaft hatur til bryggj- unnar á Hnausum, svo hjartanleg ást- til oddvitans gamla, sem launaður var af sveitarfé, og svo skringileg umhyggja fyrir velferð nýlendunnar. Iiann her á örmum sér gamla oddvitann, sem bændum var farið að 1 eiðast að launa, af því að hann gerði ekkert, rétt eins og annan reifastranga. Hann fleygir stranganum á borðið, leysir frá reif- unum og secir : sjáið, hér er nú ung- inn minn ! í öllum hænum takið þið hann fjnrir oddvita, liann kann að sjúga og þið getið verið vissir um að hann týnir ekki spenanum ! Spyrjið Col- cleugh gamla að því hvort ég segi ekki satt, hann getur sagt uin það, síðan hann var á ferðinni með vegapening- ana. En þið verðið að leggja honnrn fé til að kaupa dúsuna, og það getið þið best með því að gera hann að oddvita. Svo getið þið hefnt ykkar með því, að þið getið veríð vissir um að hann berst á móti því að nokkurn- tíma komi bryggja í nýlenduna. Það er annars skrítið, að það sem Stefáni er einna mest lagt til lýta, er það, að hann hefir barist fyrir bryggju í nýlendunni. Það er auðséð, að með því á að æsa suðurhúa nýlendunnar upp á móti honum. Höf. slær því fram, að Stefán með bryggjuna í Hnaus- um só þröskuldur i vegi fjTÍr bryggj- unni á Gimli. Til þess að fá hryggju á Gimli þurfi menn því fyrst af öllu að drepa Stefán og brjTggju hans; þetta er hugsunin hjá honum. En ;ef að menw vilja líta á málið réttum augum, þá sjá menn að hér er öllu snúið öfugt við. Það er auðséð að maður þessi er ein- göngu að berjast fyrir sjálfan sig og svo ætlar hann að villa s.iónir ; fyrír mönn- um. Hann hirðir ekkert um hag ný- lendunnar, hann hirðir ekkert um nein- ar bryggjur, því að þegar hann telur það Stefáni til óhelgi, að hann hafi hald- ið fram bryggju að Hnausum, þá er hann sjálfur, þessi greinarhöf,, einmitt að berjast á móti hryggjunum og vill fá fleiri til þess að ganga í flokk sinn og berjast á móti þeim líka. Því að einmitt með því að vinna f.yrir brj-gej- una á Hnausum liefir Stefán verið að vinna fyrir bryggjuna á Gimli. Bryggj- gerðin var og er öll komin undir skýrsl- um verkfræðingsins, sem skoðaði og mældi bryggjustæðin. Iíann sagöi að á Hngiusum væri aödýpi meira en á Gimlí, brjTggja þyrfti þar styttri og þar af leiðandi kostnaðarminni ; það væri sjálfsagt að re.yna’ að byggja hrj-ggjuna fyrst á þeim stað þar sem það væri léttara. Ef hún svo dj gði þar, þá mundi strax byrjað á Gimli- bryggjunni. En væri ísinn svo þung- ur á bryggjunum, að þær stæðu hann ekki, þá væri ekkert vit að eyða íleiri þúsundum í það en þjTfti. Eg vil nu spyrja alla þá kjósendur, sem hlut eiga að máli, hvern fjTrir sig, iivort þeir hefðu ekki farið alveg eins að. Ef að þeir hefðu átt að leggja fram þessa peninga og verkfræðingur hefði sagt þeim að þessi tilraun þeirra kost- aði $5000 á öðrum staðnum en $10,000 á einum, ætli þeir hefðu ekki heldur kosið að hætta fyr $5000 en $10,000? Þvi enginn veit hvort hryggjan getur staðið eða ekki, fyr en reynt er. Þeg- ar þá verið er að áfella Stefán fyrir þetta, þá er maður sá sem það ger- ir einmitt að bcrjast á móti bryggj- unum, og þeir sem fjdgja flokki lians, berjast á moti þeim líka, eins gegn hryggju á Gimli eins og gegn bryggju á Hnausum. Enda liafa sumir verið að geta þess til, að greinarhöfundur- inn væri nóskildur manninum, sem einu sinni vildi enga bryggjrf hafa á Gimli, sagði að það gagnaði ekkert hygðinni þótt brj-ggja kæmi þar. Og só svo, þá er ekki furða þótt hann sé á móti þeim nú. Það er og annað sem athugavert er við grein þessa, en það er það, að greinarhöfundurinn segir það skýlaust að fylkisstjórnin, Greenway-stjórnin góða, /uji neitað sveitarnefndinni um styrk lU oeganna, einmitt af þeirri ástæðu, að Stefán var að vinna fyrir aö fá hryggju. Þetta er ijómandi skynsam- legt og ljómandi réttlátt ! t>að er eins og stjornin lialdi að Ný-íslendingum muni vegna of vel ef þeir fái hæði bryggjur og styrk til vega, og grein- arhöfundurinn er óefað á sama máli. Hann samþj'kkir þetta svo hjartan- lega, hann er svo hjartanlega ánægð- ur með þctta, ánægður með það, að | fjdkisstjórnin neiti þeim um vegastjrk- inn, ánægður með það að fylkisstjórn- in svíki skyldu sína, því fylkisstjórnin er skjddug tii að gera við vegina í Nýja íslandi, hvað sem öllum flokk- um líður, hvað sem skoðunum manna liður, og það er gamii kúgaði hugs- unarhátturinn íslendinga, að hugsa að þeir þurfi endilega að sleikja upp stjórn- ina til þess að hún geri það fjrir þó sem hún er skyldug að gera. Það er bleyði af þeim að krefjast þess ekki sem róttar, og þeir gera sig auðvirði- lega, ef þeir fara að koma fram fyr- ir stjórnina berhöfðaðir, skríðandi á knjánum, þar sem þeir geta krafist rettar sins. Menn geta ekki borið virðingu fyrir þeim, þeir tapa virðing unni fj-rir sjálfum sér, og stjórnin —-þið getið verið vissir um, að hún metur þá sem skrælingja. En að greinarhöf. heldur þessu fram sem rettu og sjálfsögðu, sýnir einmitt að hann er á sama máli og stjórnin, hann hefir sömu hugmyndir um rettlæti og sanngirni sem hún; honum er ekki um bryggjurnar fremur en Manitoba-stjórninni ; það er ein- hver önnur kaka. sein hann þarf að skara eldinn að. Svo er annað í þessu. Það sýnir sig svo ljóslega í allri greininni. Hún leggur vilja Greenuay-stjórnamnnar til grundvallar fyrir því hverja kjósa skuli í sveitarnefnd. En er nokkur meining í öðru eins? Ég held að slíkt sé varla bjóðandi öðrum en Ný-íslendingum. Á Greenway-stjórnin virkilega að fara að ráða sveitarkosningum í Nýja íslandi ? Því þá ekki einsað stjórna búum hænda Þvi þá ekki eins ráða hverjar konur festa sér, hvaða mat þær skamta eða hvernig þær mjalta kussur sinar ? Er það virkilega svo, að Ný-íslendingar ætli að taka það með þökkum, með undirgefni og auðmjúkri hlýðrii, að fara að gegna ]>ví, þó að fjdkisstjórnin skipi þeitn að kjósa þennan eða hinn? Til livers voru þeir þá að fá sveitarstjórn, því létu þeir ekki stjórnina ráða öllum þeirra málum ? Stjórnin launar Police Magistrate hjá þeim, sem allir vita. Getur hann ekki nægilega haft hendur í höfði þeirra ? Þarf liann virkilega að fá oddvita og sveitarnefnd, sem hjálp- armann við þessi blessuð islenzku börn ? ! Af þessu, fem að framan er sagt, geta menn séð hvort það sé fyrir yel- ferð nýlendunnar eða heiður nýlendu- manna eða einhverju öðru, sera grein- höf. er að berjast. Það iiggur nærri að ætla, að hann hafi álitið að skjólstæð- ingur sinn, hið nýja oddvitaefni mundi ekki þurfa alla spenana kussunnar Greenway-sku og gæti hann skotist að einum sjálfur þegar hann væri þyrstur ! En vonandi er að nýlendumenn sjái hvort hann ætlar að visa þeim og geri við í tíma, áður en hann er búinn að beizla þá til fulls. Hann vill láta menn kjósa mann, sem gjarnan getur verið hezti ;drengur, en som hefir verið kunnur að því að gera sáralítið fyrir nýlenduna, sem að minnsta kosti kostar nýlenduna þeim mun meira sem oddvitalaunin nema og sem nýlendan er tvisvar búin að láta i ljósi álit sitt um, með því að hafna honum scm oddvita. Aftur A móli vill iiann hafna Stef- Ani, manni, scmenginn, hvort lieidur vinur eða óvinur getur neitað um framúrskarandi dugnað, og ] að er þó sannarlega nýtt, efaðmennættu ekki að meta meira dugnað og framkvæmd í sveitarstjórn sem öðru, heldur en að- gerðalej’si. N ý-Islendixgur. * «a *

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.