Heimskringla - 15.12.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.12.1894, Blaðsíða 1
VIII. ÁR. NR. 50. WINNIPEGr, MAN., 15. DESEMBER 1894. D ÁI N X Sir John Thompson, stj órnarformaður í Canada. Um hádegi á miðvikudaginn 12. þ. m. flaug síi ótrúlega og sorg- lega fregn yflr haflð, að þá samstund- is hefði Sir John Thompson orðið hráðkvaddur í Windsor kastalanum á Eiiglandi. Sir John var að ytra á- liti hraustur og trúðu þess vegna margir ekki fyrstu fregninni, gátu ekki trúað að honum hefði verið kipt hurtu svona snögglega og á hezta aldri (hann var rétt fimtugur), og sendu svo fyrirspurn til Sir Charles Tuppers í Lundúnum, sem þegar sendi skýlaust svar, að hann væri virltilega dáinn. Á þriðjudag var hann boðaður frá Lundúnum vestur til Windsor, til að vera næturgestur hjá Vjctoríu drottningu og til þess þar að vinna embættiseiðinn sem meðlimur leynd- arráðsins hrezka á miðvikudagsmorg- uninn, og það gerði hann líka. Fund- ur í ráðinu var haldinn undir eins á eftir, og mætti hann þar og flutti stutta ræðu, en kvartaði um, að hann væri ekki vel frískur og hað þess vegna meðrácendur sína að afsaka, þó hann segði minna en vænta mætti. Að fundinum loknum, rétt um hádeg^ Júlí s. á., er hann var kjörinn yfir- réttardómari. Þremur árum síðar var hann beðinn að fyllalið Sir John A. Macdonalds á dominion-þingi, því karl þóttist liðfár til að mæta vænt- anlegum áhlaupum Edwards Blake, eftir Riels uppreistina norðvestra. Sagði Sir John Thompson þá af sér dómaracmbættinu 25. Sept. 1885 og var kjörinn dómsmálastjói’i í Domini- on ráðaneytinu og þeirri stöðu hélt hann tii dauðadags. Yorið 1891, þegar Sir John A. Macdonald dó, varð hann forvígismaður stjórnar- innar í neðri deild á þingi og í raun og veru stjórnarformaðurinn, þó Sir John Ahbott héldi nafninu þangað til hann sagði af sér 25. Nóv. 1892. Árið 1888 var hann sæmdur riddara- nafnbótinni Sir fyrir framkomu hans í flskiveiðaþrætunni við Bandaríkin. 0g nú var liann sæmdur þeim mikla heiðri, að vera kjörihn meðlimur dómsmáladeildarinnar í leyndarráði Breta, hæzta ráði veldisins, fyrir sína frægu framkomu í Bæringssunds-mál- inu í París í fyrra. í eðli sínu var Sir John Thomp- son miklu hneigðari fyrir rósamt ið, gekk hann ásamt öðrum til snæð- ings, og meðan þeir sátu undir borð- um, hneig liann niður örendur. Gerð- ist það svo fljótt, að þegar læknirinn kom að, og sem ekki þurfti ncma ganga úr einu herbergi í annað, var ekkert lífsmarlc með honum. Um undanfarinn tíma hafði hann oft kvartað um slappleik við vini sína, er kendu því um, að hann væri alt of bundinn á skrifstofunni og hefði of litla hreyfingu. En, sem sagt, var ekki af ytra áliti hægt að sjá, að nokkuð gengi að honum. Yið lík- skoðunina var sannað að hjartveiki varð banamein hans. SIR .10HN SPARROW DAVID THOMPSON var fæddur í Ilalifax, Nova Scotia, 10. Nóv. 1844. Hann var af írskum ættum; faðir hans, John Sparrow Thompson, flutti til Nova Scotia frá Waterford á írlandi og varð þar inn- an skamms prentstofustjóri hins opin- bera. Eftir að hafa lokið alþýðu- skólanámi gckk Sir John á “Frí- kyrkju academy,” svo nefnt, í Hali- fax, og nam þar lög. Útskrifaðist hann þaðan og fékk leyfi til að sækja mál og verja í Júlí 1865. Leyfi til að sækja mál'og verja íyrir yfirretti fylkisins fékk hann árið 1869. Árið 1878 var hann kjörinn dómsmála- stjóri í Nova Scotia og 1882 tók hann við formensku fylkisstjórnarinnar, 25. Maí um vorið, en sagði af sér 25. heimilislíf, en byltingarnar og brask- ið, sem fylgir opinberri stöðu. Hann var seinn að lofa, enda viðurkent af andvígismönnum ekki síður en hin- um, að ádráttur hjá honum væri betri en loforð hjá mörgum öðrum. Rétt- lætistilfinning hans var svo rík, að einn af andvígismönnum hans á þingi sagði eitt sinn í samtali um ákveðið mál á þingi, að ef Sir John áliti það rétt, þá væri það búið, en ef hann á- liti það rangt, gæti ekki allur þing- hcimur knúð hann til að ljá því lið sitt. Mælskur var hann ágætlega, en allar'ræður hans lýstu fyrst og fremst skarpskygni og festu, en höfðu minna að geyma af fimbulfambinu, sem fjöldinn dáist að. Það er enda ekki langt síðan einn af atkvæðamestu andvfgismönnum hans á þingi sagði um hann, “að Sir John liugsaði skarp- ara og væri hlífðarlausari vandlætari en nokkur annar maður á þingi.” Hvað svo sem segja má um suma af flokksbræðrum Jians, þá er það eitt víst, að enginn getur með sönnu til- einkað honum nokkra vansæmandi athöfn. Hans hendur eru lireinar. Sir John lætur eftir eftir sig 6 börn, 3 syni, hinn elsti 18 ára og ný- útskriftiður frá Lundúnabáskólanum, og 3 dætur, hin elzta þeirra upp komin og er nú á söngskóla í París. Lík Sir Johns var flutt til Lund- úna á fimtudaginn og stóð þar uppi í kaþólskri kyrkju þangað til á fóstu- dag. Verðurþað síðar flutt yfir haf- ið til Halifax á brezku herskipi. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG 8. DES. Ferdinand greifl De Lesseps, hinn alkunni verkfræðingur, lézt í Parísar- borg í gærkveldi, 89 ára gamall. var fæddur í Versailles á Prakklandi 19. Nóv. 1805. Hann varð heimsfrægur fyrir þrekvirki sitt, er liann á fám árum gerði Suez-skurðinn mikla, frá 1857 til 1869. Nafni sínu hélt hann og á lofti sem heimsins frægasti verk- fræðingur, fyrir tilraunirnar að grafa skurð um Pananraeiðið, tilruunir, sem lröfðu svo sorglegan endir fyrir gam- almennið og skyldfólk hans. Fregn frá Armeníu til blaðs f Vin- arborg, segir að heill hópur kvenna hafl íleygt sér fram af háum klettum og ofan á grjótið niðri fyrir, heldur en lenda í klóm Tyrkja, er sóttu að þeim og umkringdu þær. Áætlað er að yfir 12 milj. bush. af hveiti hafl verið flutt út úr Manitoba austur til hafnstaða með gufuskipum á stórvötnunum. Þar af fóru rúm- lega ein milj. buslr til Duluth og það- an austur. MwNUDAG 10. DES. Stjórnarflokkur Roseberry’s á Eng- landi er hræddur um sig nú, af því flokksinenn lians verða undir hver um annan þveran í aukakosningum. Er talað um að kalla saman ráðaneytið og ræða um hvort ekki muni heppi- legra að breyta stefnunni að einhverju leyti. Kona var myrt til fjár í Minne- apolis nú nýlega og er nú upp komið, að 3 eða 4 menn voru valdir að. Hún var í lífsábyrgð upp á §10 000, hafði fengið peninga til láns hjá einum morð- ingjanum og gaf honum lifsábyrgðina sem veð. Tyrkjastjórn ætlar að senda rann- sóknarnefnd til Armeníu, og mun fyr- irætlun hennar að gefa út skýrslu, er lýsi allar voðasögur þaðan meira og minna ósannar. En nú er svo komið að Bandaríkjaforseti hefir orðið við á- skorun Englendinga og lofað að senda Bandaríkjamann, ltonsúl í Tyrklandi, með nefndinni. ÞRIÐJUDAG 11. DES. Verzlana-hrun stórvægileg eiga sér stað í Nýfundnalandi. Montreal-sýningarfélagið hefir á- kveðið að hjálpa til að koma þar á fót heims-sýningu, sumarið 1896, For- stöðumaður félagsins er tekst í fangað koma upp allsherjarsýningu er Englend ingur, oinn af umboðsmönnum Breta á lieimssýningunni í Chicago og síðar forví-ösmaður félagsins, er kom á fót miðsvetrar-sýningunni í San Francisco. Árs]iing verkmannafélagsins : “Ame- rican Federation of Labor” stendur yfir í Denver, Colorado. Heiðursgestur þar er John Burns, þingmaður verkalýðs- ins brezka. Austurríkis keisari staðfesti í gær frumvarpið um einog sömu hjónavígslu lög í Austurriki, Tvenn önnur alþýð- leg endurbótalög staðfesti hann og sam’ dægur og er almennur fögnuður y’fir því í ríkinu. Umþessi lög var greini- legar getið í Hkr. 13. Okt. síðastl. MIÐVIKUDAG, 12. DES. Fellibylur olli miklu lífs og eigna tjóni í suður-Bandaríkjum í gær. Skarpar ræður í gær í efri deild congressins um að Bandaríkjastjórn tæki að sér að grafa Nicaragua-skipa- skurðinn. Áætlaður kostnaður $65 milj. Þar af nú búið að eyða $1 milj. Járnbrauta-skýrslur framlagðar á congressi sýna, að í allri Amerílcu (Norður og Suður) eru nú fullgerðar 218,8711 mílur af járnbrautum ; í Evr- ópu allri 141.359, í Asíu 23,2191, í Afríku 7‘212j og í Ástralíu 12,685 mílur. FIMTUDAG, 13. DES. Goodridge-stjórnin í Nýfundnalandi sagði af sér í gær, hafði verið fús til að gera það fyrr, er hún sá hve stórvægi- lega hún var í minni liluta, en govern- orinn vildi ekki undan láta fyrr en í fulla hnefana.—Ovanalega gróf verzl- analirun eru í Nýfundnalandi. Bank- ar og vorzlanir falla hver um aðra þvera og alt stendur fast, Maður að nafni Charles Foward, bóndi 12 mílur frá Langenburg í Þing- vallanýlendunni, reyndi að myrða bróð- ur sinn, William, á þriðjudaginn, hjó hann og saxaði, helti yfir hann steinolíu og kveikti svo í. Flúði hann svo, en William tókzt að slöklcva eldinn með því að velta sér í snjónum, og var hon- um litlu síðar bjargað, I gær fannst svo Charles frosinn til dauðs í kofa sín- um í hafði kveikt eld i kjallaranum og ætlað honum að brenna húsið og sig með. en eldurinn gerði engan skaða. Strætisvagnalestir rákust saman í göngunum undir Chicago-ánni á Was- hington Street í Chicago í gærkveldi; meiddust þar 12 menn og er einn þefrra siðan dáinn. Fregnbréf öll til Bandaríkja-stjórn- ar áhrærandi Armeniu-níðingsverkin, voru lögð fyrir congress í gær. FÖSTUDAG, 14. DES. - McKenzie Bowell var í gær kosinn til að mynda nýtt dominion ráðaneyti og verður því næsti stjórnarformaður, til bráðabyrgða að minnsta kosti. Nýfundnalands-stjórnin sendi á- skorun til Bretastjórnar um hjálp, þeg- ar verzlanahrunið dundi yfir eyjarnar, en fékk nei. Skýrslur lagðar fy-rir congress sýna, að tilraunir Bandarikjastjórnar að kenna Indíáhum hermennsku, eru til einskis. Þeir verða ekki notaðir tilþess. Mount Rainier að breytast, Fyrir skömmu breiddist sú fregn út, að eldsumbrot væru í hinu mikla fjalli Rainier (öðru nafni “Tacoma”) í Washiugton-ríki. Að morgni hins 21. Nóv. höfðu ýmsir átt að sjá reykjarstrók mikinn standa upp úr fjallinu. Aðra stundina átti reykurinn að hverfa, eða því sem næst, en aðra stundina gaus hann liátt í loft upp. Enginn eldur fylgdi og hefir ekki orð- ið vart við hann síðan, en fjallið hul- ið í skýjamekki þangað til 1. Des. Þá rofaði til og gamli Rainier skaut skjalllivítum skalla upp úr kólgunni. “Innan stundar,” segir “Post-Intelli- gencer” í Seattle. varð loftið hreint og klárt og sást hnjúkurinn einkar greini- lega.” Fjallið er um 70 mílur í suður frá Seattle, en þá sjaldan það sézt mundi enginn ætla það meir en 20—30 mílur í burtu. í þetta skifti ruku allir til að skoða það með stælckun- arglerum og kom öllum saman um, að talsverð breyting væri orðin á fjalls-toppinum. Eins og til stóð voru að vísu 3 gnípur á hnjúknum, en nú voru þær nærri jafuar á hæð, þar S3ia ein þeirra var fyrrum lang-hæzt. Er það ætluu manna að snjó-fláki mikill af þessari hæstu hyrnu hafi losnað og hlaupið niður hinar bröttu hliðar, að þannig hafi gnýpan lækkað, og, að af skriðuhlaupinu hafi mynd- azt gufustrókur, sem blandinn leir og sandi, liafi til að sjá verið eins og svartur reykur. Þó sást hvergi í ber- an klett eftir, eða ekki fremur en verið hafði, því hér og þar sjást æfin- lega svartar bjarghyrnur út úr gadd- inum. Það hafði líka gengið snjó- veður mikið og liríðar fiá því skrið- an liljóp ('?), svo kinn nýfallni snjór eðlilega huldi alt fjallið og hannaði mönnum að gizka á hvað skriðan var mikil. Bati að loknm. SAGA STÚLKU EINNAR FRÁ LONDESBORO. Leið þungar kvalir og var gjarnt að fá svima. Blóðjð var oröið vatnslitt. Gat ekki gengið upp stiga.—Hvern- ig hún náði heilsu. Tekið eftir Clinton News Era. Miss Kato Longman er ung stúlka 22 ára gömul og býr hjá móður sinni i snotru þorpi, sem kallað er Londesboro sex milur frá Clinton. Þær eru báðar vel þekktar og njóta hylli nágranna sinna. Blaðið “New Era” hafði komist að þvi, að Miss Longman hefði um langan tíma vérið veik og svo komið til heilsu aftur fyrir brúkun meðals, sem nú er orðið mjög algengt. Blaöið sendi því fregnrita sinn til þess að fá frekari upplýsingar þessu viðvíkjandi. Við fre .’nritann sagði Miss Longman, að ef frásaga sín gæti komið einhverjum að gagni, þá væri hún ásátt með að láta opinbera hana í blaði. Húnsagði: “Ég var lengi mjög autn, ég var máttlítil, og horuð og leið stundunwaf óbærileg- uin kvölum í bakinu. Blóðið var eins og vatn, og ég fékk af og til svo vond aðsvif, að ég gat ekki gengið upp stiga hjálparlaust. Ég reyndi ýmsa lækna og læknisdóma, en það varð árangurs- laust. Að lokum eftir að ég hafði marg- sinnis séð í blaðinu “New Era” sögur um að ýmsir hefðu læknast með Dr. William’s Pink Pills, afréð ég að reyna þær einnig. og afleiðingin varð sú, aö ..en hið lága verð á. YFIRH0FNUM KaiTmanna, Drengja, TJnglinga og Barnafötum, TJllar- nærfötum, Yfirskyrtum, Vetlingum, Glófum, Moccasins o. s. frv. — Alt verður selt án -------- tillits til verðs í - Vér höfum nýlega fengið mikið af karlmanna og drengja yfirhöfnum sem verða seldar fyrir ótrúlega lítið. Það þarf elcki stóra peninga- uþphæð til að kauþa sér heilmikið af fatnaði frá því í dag og út næstu viku í WALSH’S CLOTHING HOUSE. — Einnig höfum vér ný karlmannaföt út fínu svörtu Worsted og skozku vaðmáli, og verðið á öllum þessum varningi er óheyrilega lágt. Þetta ár höfum vér meira og margbreyttara upplag af drengja og barnafötum en nokkrusinni áðr. IGóðar yfirhafnir verða um tíma seldar fy-rir $3.75. Ágætar vetraryfirhafnir úr Erieze og ■ Nap, með kragaog belti og fóðraðar með bezta fóðri verða se’dar á $7.50. WALSH’S Clothing House. T. M. WALSH. 515 og 517 Main Str. gcgnt City Hall. mér fór þegar að batna. Kvalirnar linuðust og ég fór að styrkjast og náði að lokum fullri heilsu aftur”. Þegar þarna var komið sögunni, kom Mrs. Longman inn, ogþegarhenni var sagt í hvaða erindagerðum að komumaður- inn var, sagði hún: “Dr. Williams Pink Pills er hið mesta lyf sem þekkt er, og þær hafa læknað stúlkuna svo aö hún hefir ekkert fundið til veikinda sinna, síðan hún brúkaði þær. Miss Longman er nú hin blómlegasta og þakkar það alt Dr, William’s Pink Pills “The New Era” veit um marga, sem á sama hátt bafa læknað sig með þessu framúrskarandi meðali. Dr. William’s Pink Pills eru óygi'j- andi við öllum sjukdómum, sem koma af slæmu blóði og taugaveiklun svo sem riðu. giut, limafallssýki, mjaðma- gigt, iníluenza. matarólyst. höfuðverk, svima, langvarandi útbrotum o. s. frv. Þær eru einnig óbrygðular við sjúk- dómum, sem eru einkennilegir tyrir kvennfólk, svo sem óreglulegar og of litlar tíðir og allskonar líkamsveiklun. Þær hæta blóðið og útlitið. Þær lækna einnig afleiðingar af ofþreytu og óhófi af hvaða tegund sem er. Dr. William’s Pink Pillseru tilbún- ar af Dr. William’s Medicine Co., Brock ville, Ont.,'og Schenectady., N. Y., og eru seldar í öskjum (aldrei lausar í tylfta eða hundraðavís) á 50 cents askj- an eða 6 öskjur á 82,50 og fást hjá öll- um lyfsölum eða með pósti frá IL'. Wil- liams Medicine Co., frá báðum hinum ofangreindu stöbum. Varið yður á eft- irstælingum, sem seldar eru í tylfta og hundratali. Qrðabelgurinn. KVEÐJA til Miss Christinar Thordarson, skóla- kennara við Þingvallanýlenduskóla, frá skólabörnunum síðasta skóladag 1894. Við nú hér söfnumst saman hinn siðsta skóladag og hér sé gnægð og gaman, og gleði syngjum lag til heiðurs hefðar svanna, sem hefir kept o!s margt, og vísað veginn sanna, sem verður öllum þarft. Við höfum margan morgun hér myndað bræðralag, en þín var öll umsorgun þá oss í sannan hag ; I liegðan allri og oröi gafst eftirdæmin trú, er háði og hrekkjum forði, þess helzt við minnumst nú. Hún Christíu fróöleik fræddi, já, i'ylgdi nokkuð meir : hún elsku í oss glæddi sem aldrei burtu deyr; í sannri öll við eining þá eina höfum þrá, það er vor mærust meining þig mættum aftur sjá. Þú kendir okkur öflum að elska frið og spekt, þú varðir veika föllum, en vondu galztu sekt, þú leiddir oss í eining, að einni menta-lind, það var þín vörmust meining, að verðum fögur mynd. Þú okkar æskuhjörtu svo óspillt, lirein og tær, liér lýstir ljósi björtu. sem logar, elsku mær , og þó að frá oss fýsi, sem finst oss mesta þraut, að óskum ljós það lýsi á lífs ókomna braut. En þig ei frá oss fýsir það finnum við í raun, og harðar huldudísir hér hafast við á laun, þær okkur löngum leiða um lífsins króka stig, en veg þinn guð mun greiða og gæta og vernda þig. Og þú,, vor rpæra móðir, þú ffiannst um öll þín hörn, þú veiet um veikan bróðir, sém var hér dag sérhvern, þú veist aö sár það svíður og særir hjörtun hrein og sá á bágt, sem bíður, ef bregst að læknist mein. í sönnum fer þú friði, oss fyrst ei auðnast má; oss lengur sért að liði, senn löngun vor og þrá. Ó þú vor móðir mærust, sem ment og heiður ber, þín minning mun oss kærust á meðan lifum hér. I. L. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNIXGUNÍJl IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, aunnonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.