Heimskringla - 15.12.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.12.1894, Blaðsíða 2
2 HEIMSKKINGLA 15. DESEMBER 1894. komr út á Laugardðguin. íaeileimskriiigla Ptg.& Puhl.Co. útgefendr. [Publishers.] Rlt'itjófinn geymir ekki greinar, sem ■eigi Terða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema írímerki fyrir endr- •sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um bréfuir. ritstjórn viðkotnandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfmn er enginn gaumr getinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstóf- um, ef höf. tiltek. «Jík* merki. Uppsögnógiid að lögum,nema kaup- andi sð alveg skuldlaus við bbrSið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr fBusin. Martager): EINAR ÓLAFSSON. OFFICE : tCor. Ross Ave. & Nena Str. i'. o. box :í<»g. Bæjarkosningai-nar. Þegar litið er á nöfn þeirra manna, sem bjóða sig fram til formennsku bæjarstjórnarinnar, þá getur helzt engum hlandast hugur um hvern á að kjósa. Það hofði sjálfsagt mátt finna ánægjulegri inann til að gegna þeim stðrfnm en Thorn«s fíilroy, en miklu álitlegri er har.n, tieldur on Alex. McMicken. Hann er greindur maður, Asrætlega að sér f öllum bæj- arstjórnarstörfum og verðnr ekki ann- að séð, en að hann hafi reynt að vinna bænum virkilegt gagn á und- anförnum árum. Það helzta sem út. á hann er setjandi er það, að hann virðist æði framkvæmda daufur og þessvegna Astæða, til að óttast að hann verði latur á að leggja út í nokkur stórfyrirtæki. En séu með- xáðamennirnir framgjarnir. þá gætir þess ekki mikið þó hann sé ófus til framgöngu, enda er miklu heppilegra að hann sé tre'-'ur heldur en hvetjandi til útgjalda, því bærinn verður að fara varlega. Alex. McMicken mundi aftur á móti ólatur að leggja í stór- ræði, sem 1 bráðina mundu að vísu ioma sér vel, en sem jafnframt gætu reynst skaðræði. Að minnsta kosti er ekki ástæðlaust til að ætla að hann mundi ör á fé bæjarins. Hann var formaður baejarstjórnarinnar hérna um árið þegar alt var í háa lofti, þegar dollarinn sýndist ekki stærri ín 25 centin nú. Það var margt fundið að ráðsmennsku hans þá, enda ekki viðkomandi að hann næði end- urkosningu. Það má auðvitað gera ráð íyrir að hann sé nú orðinn ráð- settari en hann var þá, en þó mun flestum virðast að enn só ekki útdáið í gjálifiskolunum. Meðráðenda-efnin þekkjura vér ekki nema laklega og marga mennina alls ekkert. Að eins vildum vér því benda á, að það er spursmálslaust "heppilegast fyrir bæinn, að í stjórn hans sóu sein verkfróðastir menn. Lögmenn og fasteignasalar geta verið duglegir menn og framgjarnir, en fæst- ir þeirra skilja nægilega þau mál- efni sem mestmegnis snerta stræta- gerð, skurðagröpt o. þ. 1. Eins og nvi stendur er það einn maður og einn einungis, sem öllurn verklogum fram- kvæmdum ræður og metur kostnað- inn, en það er verkfræðingur bæjar- íns. Það er reglan að samþykkja eða fella umsvifalaust það, sem hann seg- ir um þetta eða hitt verkefnið, af þvi .sem sagt, að enginn í stjórninni er Tiógu verkfróður til að láta í ljósi eigin álit um kostnað þessa eða hins. Það getur vel verið að öllu só óhætt ineð þessu fýrirkomulagi, en þó væri miklu ánægjulegra að sem fiestir raeð- ráðendurnir gætu af eigin þekking borið um hvort kostnaðaráætlunin er nærri lagi eða ekki. í 4. kjördeildinni eru 2 meun í kjöri, W. A. Chirleaicorth og Oeo. CraUj. Þeir eru báðir duglegir menn og framkvæmdainenn. í því efni er mis- munur þeirra lielzt enginn. En Craig er verzlunar maður og að því er oss ær kunnugt ekki neitt verkfróður anaður, auk þess sem hann hefir mik- ið að gera sem forstöðumaður mik- illar verzlunar. Charlesworth er húsa- ■smiður (contractor) og er sífelt á ferð- inni fram og aftur um allan bæinn, e.uk þess sem hanri getur af eigin liekking sagt hvert rétt er metið verð þsssa eða hins, scm að trésmíð lýtur. Ef inenn þessvegna hugsa meir um liag bæjarins, en minna um að þægj- ast einstaklingnum sem býður sig fram, þá er nokkurn veginn sjálfsagt að kjósa þann rnanninn, sem verk- fróðari er og sem sifelt er á ferð um bæinn og sér hvar mest er þörfin á umbótum. Það er vandasamt að segja hvert heppilegra verður að samþykkja eða feila tillöguna um að verja $225,000 til að leiða vatn um bæinn hér og þar, til lokræsaþvottar og til þess að tryggja slökkviliðinu nægilegt vatnsmagn. Þörfin er brýn, því verð- ur ekki neitað, en livort aðferðin er hin heppilegasta, það er annað mál. Þegar vatnsveitinga fólaginu um árið var selt einveldi í hendur, þá var ætlast til að það (fél.) væri skyldugt að leggja fram nægð af vatni til allra hluta, til neyzlu í húsum, til slökkviliðsins og til lokræsaþvottar. En um langan tíma hefir íélagið full- yrt að það só ekki skyldugt að leggja til nema neyzlu-vtitn, og þessvegna þegar harðnar að, er nú stungið upp á þvi, að hærinn takist í fang vatns- veitingar til slökkviliðs og ræsaþvott- ar. Með því má virðast að bærinn viðurkenni að félagið segi satt, hvað skyldu þess áhrærir og^ sýndist því að minnsta kosti eins sanngjarut og undir eins ánægjulegra, að bærinn í þesssu heimtaði úrskurð dómstólanna, áður en hann legði út í þennan kost- nað. Leyfi féltigsins er ekki .útrunnið fyrr en eftir 7 eða 8 ár, eu þegar sá tími er liðinn er lítill efi á að bærinn ktvupir eignir þess og hefir sjálfur á liendi allar vatnsveitingar. Þessvegna mælir það með fy.-irtæki bfejarins nú, að þetta verk þurfi aö vinna hvort sem er og þegar vatns- leysi þrengi að sé sýnna að byrja A verliinu orðalaust, en standa í mála- rekstri viö félagið, se.m á meðan mundi ekkert aðhafast. Aftur á hinn bóginn þykir líklegt að væri hafið mál gegn félaginu og tilraun gerð að svifta það leyfinu, mundu dómstól- arnir álíta það búið að fyrirgera rétti síuum, svo að bærinn gæti nú þegar tekið til starfa við allsiierjar vatns- veitingar. Það er heldur ekki ósenni- legur úrskurður þegar litið er á, að félagið hefir aldrei haft nýtilegt vatn að bjóða, aldrei gert mannskapslega, tilraun að leggja vatnspípur eftir nýj- um strætum, er hefir það í för með sér að ekki meir en sjötti hluti bæj- arins hefir gagn af, og, að það neitar að leggja til nægilegt vatn handa slökkviliðinu og til ræsa-þvottar. Eélagið hefir, með öðrum orðum, aldrei frá upphafi uppfylt skyldur sínar. Dominion-kosning'arnar óttast “liberal”-blöðin stór og smá og barma sér yfir því, að þeirri ógna- hríð muni steypt yfir þjóðina óvið- búna. Eftir allan gauragang Lauriers um þvert og endilangt landið frá því þingi ,var slitið í vor er leið, og stöð- ugt í þeirn erindagerðum að búa hinn andlega jarðveg kjósendanna undir kosningar sem koma muni “eins og þjófur á nóttu,” þá er þessi kvíði og harmagrátur yfir vöntun alls und- irbúnings, ekki síður hlægilegur en hann er vesallegur. Ef Laurier með aliri sinni mælsku og með hjálp sinna mörgu lautenanta hefir ekki á síðastl. sumri og hausti tekist að undirhúa þjóðina undir kosningar, enda þótt á óvæntum tíma kynnu að að bera, hvernig ætlar hann þá að gera það, þó hann og allir vissu í dag, að al- mennar kosningar færu fram að t. d. þremur mánuðum liðnum? Þó hann fitjaði upp á nýtt, þá yrðu ræður hans og útskýringar aðallega óþreyttar frá þeim, sem hann þegar hefir flutt. Sannleikurinn virðist vera sá, að allar fregnirnar um þingrof og kosn- ingar er bara 'Tiberal” uppspuni, gerð- ur í þeim tilgangi að spana flokks- menn til sem grimmilegasta átaka í viðeign sinni við ímyndaða féndur á ímynduðu kosninga leiksviði. Með slíkum látlausum æfingum er vonast eftir að þeir verði búnir sem bezt má verða þegar hin virkilega orusta byrjar. Vitaskuld ern kosningar nærri. En áður en þær geta farið fram verður að fullgera kjör- skrárnar nýju og eftir því, sem nú er auglýst endurskoðun peirra áhrær- andi, þá verður vel haldið áfram, ef þær verða altilbúnar fyrri en um miðjan Eebrúar næstk. í fyrsta lagi. Hvað sem þá þinginu kann að líða, þá er af þessu auðsætt. að kosning- arnar geta ekki farið fram fyrri en einhverntíma í Marzmánuði. Ef nú þingið skyldi sitja um þær mundir og sem eklti er óliklegt, ef eftir vanda lætur, þá er næsta ólíklegt að það yrði uppleyst og efnt til kosninga fyrri en eftir að nauðsynleg þingmál yrðu afgreidd og mundi þá komið fram á sumarið áður en til kæmi færu fram. Alt þetta blaður um að kosníng- unum verði skellt á hina útvöldu “liberölu” óviðbúna er álíka sanngjarnt og rótt eins og þeirra marg-endur- teknu uminæli, að toll-lækkunin á á síðasta þingi liafi verið reykur og ekkert annað og komi bændalýðnum að engu haldi. Til hvers slík vitleysa er borin fram, er engum manni unnt að geta á, þsú enginn atkvæðisbær maður er svo illa að sér í reikningi, að hann trúi þvi að tollniðurfærsla úr t. d. 35% í 20% sé reykur og komi að engum notum, með öðrum orðum, að mann muni ekkert um að honum séu gefnir upp $15.00 af 35 dollara skuld. Einmitt þessu nemur tollniður- færslan, sem síðasta þing samþykkti, á þeim varningi, er bændalýðurinn kaupir mest af — akuryrkjuvélum öll- um. Á 12 til 20 öðrum varningsteg- undum, sem allar eru nauðsynjavör- ur bænda og verkalýðs nam toll-nið'- urfærslan frá 14% til 50%, og að auki var tollui’.inn alveg numinn af óhefl- uðum borðviö. Alt þetta á að vera til einskis, það rýri í engu gjaldbyrði bændalýðsins. Eftir því að dæma er það þá líklega til einskis lika, aö þessi flokkur, sem ekki er að vonast eftir nokki'ura umbótum frá! hefir á síðastl. áratug svift tolli af 189 varn- ingstegundum, er tollaðar voru undir stjórn Richards Cartwrights, rneð- al annars af kaffi, te og sykri, og léttu með því gjaldbyrði almennings svo nemur um xjö miljónum dollars á ári. Umþessa byrði fannst Cartwright ekk- ert, hægrihandarmanni Lauriers, ddnu menninu, sem á stjórnarárum sínum sagði hændum að “vinna meira og éta minna,” er þeir kvörtuðu fyrir honum. Þetta voru hans liknarorð þá, er bændur báðu um grið. Hann gntþd ekki lækkað, því síður numið burtu toll á nauðsynjavörum allra búenda. Hann getur nú lofað öllu fögru, á með- an hann er að gaspra ábyrgðarlaust, eu hann er jafnframt nógu klókur til þess, eins og höfðingi hans, Laurier, að lofa umbótum þannig, að ekki sé tilhugs- andi að herma upp á hann ákveðið lof- orð í einu einasta atriði. Engilsaxneska veldið. í mjög merkri bók, sem út kom fyr- ir 3—4 árum, spáði hinn nafnkunni rit- höfundur og ríkjafræðingur, Sir Char- les Dilke því, að eftir ákveðinn ára- fjölda yrðu öll hin enskutalandi ríki og lönd sameinuð undir eina allsherjar- stjórn. Gerði hiinn þar ráð fyrir að þá gætu ekki talist nema 3 stórveldi í heim inum, það engilsaxneska, það rúss- neska og það kinverska. Sem stendur virðast fremur horfur á, að hann verði ekki saunspár að því er snertir Kína- veldi. Eru miklu meiri líkur til, að í stað Kínaveldis mætti setja hið japan- iska keisaraveldi, svo framarlega sem Evrópu-þjóðir láta þá hlutlausa í viðr- eign sinni við ICinverja. Að því er sameining enskutalandi ríkja snertir, þá sýnist þar fremur von til að ætla að spádómurinn rætist. Nokkuð er það, að alt af eru þeir að fjölga, sem rita um og mæla rrteð sam- eining Bandaríkjanna og hins brezka veldis alls, sameining í einhverri mynd, bandalagi til sóknar og varnar, ef ekki annað. Sem stendur er líklega langt frá því að almenningur í þessum ríkjum sé sameining hlyntur, enda ekki gert ráð fyrir henni á næstu Arum og því síð- ur er gert ráð fyrir, að í nokkru sé heft löggjafarvald hinna ýmsu ríkja, að því er þeirra sérstöku þjóðmál snertir. En “dropinn holar klettinn”. Ef atkvæöa- menn meðal hinna ýmsu enskutalandi ættbálka halda áfram að prédika þetta mál og sýna og sanna hagnaðinn og frægðina, sem af samoiningunni stæði, þá má mikið vera, ef hugur fjöldans ekki hneigist að því með tíð og tíma. Um þetta mál rituðu tveir merkir menn í Nóvember-hefti tímaritsirs Noktii American Review og eru báðir einingunni meðmæltir. Annar þessara manna er Beresford lávarður á Eng- landi, en hinn er Capt. Mahan (Alfrtd T. Mahan) foringi í sjóliði Bandaríkja og viðurkendur merkur rithöfundur. Eftir hann er nýlega út lcomin sjóflota- saga, að sögn hin merkasta sem til er, enda þótti Englerdingum svo mikið til hennar koina, að háskólastjórnin í Cam- bridge sæmdi hann í sumar er leið heið- urs-náfnbótinni dohlor í Iðgnm (L. L. D. fyrir það ritverk sitt, er lmnn nefnir : “Tho Sea Power in History”. Nú, sem sagt, hefir hann ritað um sóknar og varnar samband Englands og Banda- ríkja í “N. A. Review” og segir þar ineðal annars : “Hver þjóðin fyrir sig þarf að læra að meta lengd og breidd síns eigin hagsmunar á hafinu. Þegar þær hafa gert það, lilýtur að koma i Ijós, að hagnaðurinn er sameiginlegur, að það sem er hagnaður fyrir aðra þjóð- ina, cr bagnaður fyrir hina”. Um frægðina, sem leiddí af slíkri sameiningu, segir hann : “Onnur ríki stæra sig af landseign sinni, af því hún er aðal-uppspretta allrar þeirra vel- megunar. En Bretar og Bandarikja- menn geta að auki stært sig af sæveldi sínu, ef þeir kunna og vilja réttilega meta þann part, sem þeim er úthlutað- ur til að leika á framfara 'leiksviði mannkynsins. Stjórn hafanna er í þeirra höndum,ef þeir svo vilja,en tilþess útheimtist sameinað afl beggja og sam- komulag. Með því geta þeir yfir höfuð að tala ráðið lögum og lofum á hafinu, ekki nauðsynlega með frekju og ofbeldi, heldur sem eigendur hafsins, oða aöal- flotans á því, að svo miklu lej'ti, að úr- skurðarvald þeirra hlyti að viðurkenn- réttmæt krafa”. Skvl (li: -sparisjóðui'. I tímaritinu ?-í:w Review liafa um undanfarinn tíi'utt verið ritgerðir þar sern lýst hefir vei ið bæjarstjórn í helitu bæjunum á Englandi og Skot- lanði. I Desember-heftinu er ritgerð um Manchester. Meðal annars er þar sagt frá sérstakri lífsábyrgð, er bæjar- stjórnin heimtar að vinnumenn sinir allir, háir og lágir séu í. Bæjarstjórn- iu rak sig á það, þegar vinnumenn hennar féllu frá, að allur fjöldi þeirra var ekki í nokkurri lífsábyrgð, en létu eftir allslausa fjölskylduna. Hún lenti og í vandræðum á þann hátt, að þegar þeir sem höfðu verið í þjónustu hennar fjölda mörg ár og voru orðnir of hrum- til að vinna, þá áttu þeir ekkert, enda þótt þeir hefðu haft arðsama atvinnu og launin skilvíslega goidin. Þetta varð til þess að bæjarstjórnin tókzt á hendur að stofna sparisjóð fyrir vinnumenn sína, eftir að hafa fengið vald til þess frá þingi. Yar svo um bú- ið, að bærinn hafði vald til að neyða þjóna sína til að leggja í þann sjóð.— Gengu lög þessi í gildi 1- Okt. 1892 og hafa reynzt ágætlega á þessu 2 ára tíma bili. Upphæðin sem hver og einn er skyidur til að leggja í þennan sjóð er 3J%, en þar við bætir bærinn úr sínum sjóði 1J%, svo að alls oru 5% lögð til síðu í sparisjóð af launum hvers vinnn- manns. Bæjarstjórnin geldur launin við erida hverrar viku og dregur þá af þeim sparisjóðsinnleggið, og geldur svo af því fó 4% um árið. Á meðan maður- inn er í þjónustu hæjarins getur hann hvorki dregið út þessa peninga né selt þá öðrum, noma heilsuleysi eða meiðsli hafi gert hann ófæran til vinnu, f j'rr enn hann er oröinn (55 ára gamall. Deyi hann fyrir þann tíina, íá erfingjarnir féð með öllum vöxtum viðlögðum. Upphæðin, sem hver og einn leggur í sjóðinn, er svo lítil, að hennar gætir ekki. Maður sem fær $6,50 um í kaup um vikuna, og það lætur nærri að sé meðalkaup daglaunamanna hjá bœjar- stjórninui í Manchester, hann leggur af mörkum að eins rúm 24 cent á viku hverri, þó hann með tillagi beejarins þá eignist 32J cents í sjóðnum. En þrátt fyrir það að upphæðin er lítil í viku hverri, dregst hún saman í ekki svo litla upphæð á 1, 2 eða 3 áratugum, því bæjarstjórnin í Manchester er í því sem öðru ólík bæjarstjórnunum hér, aðhún rekur engan mann úr vinnu nema fyrir glæpsamlegan tilverknað í einhverri mynd. Á síðastl. ári (frá 1. Okt. að telja) hafði bæjarstjórnin í þjónustu sinni 6837 menn og galt þeim í laun alls um $2. 250.000, eða sem næst $6,50 um vik- una hverjum manni að meðaltali. Af þessu er auðsætt, að þó tillag hvers eins só lítið, myndar heildin ekki s vo ólaglegan sjóð á ári hverju. ISAK JÓNSSON 744 Ross Ave. Tekur að sér allskonar smíðar, svo sem húsmuni, húsabj'ggingar, viðgerðir o. fl. Oröa-belgrinn. [Ollum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja oröí belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þóft ekki vilji nafngreina sig í blaöinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábj'rgð á skoðun- umþeiin, sem koma fram í þessumbálki]" Hnetubrot. Eftir G. A. Dalmann, Minneota, Minn. Annaðhvort verðið þér að ganga í lið með hinum rangláta mammonj eða berjast fyrir drengskap þjóðarinuar ; hverjum þeirra vh-ðist jðtir réttara að fylgja? Hver þeirra er það að yðar dómi sem útsígur hús ekkna og föður- lausra ? Hafið þér nákvæmlega tekið eftir veðramörkum yfirstandandi aldarfars? Hafið þér athugað hve skilmerkilega lin- an er dregin milli hinna starfandi mil- jóna og hinna fáu iðjuleysingja ? Á aðra hlið er fjöWiinn er framleiðir auðinn n^ið súrum sveita, en á hina itliðina eru þeir, sem í laganna nafni, — er þeir hafa lát- ið tilbúa fjTÍr eigin hagsmuna sakir, — draga til síri meiri hluta af ávexti starf- seminnar. Hinn aldurhnigni dómari Lj'man Trnmbull, sagði meöal annars, í ræðu er hann flutti í Chicago síðastl. surnar : “Enginn maður hefir frá licndi nátt- úrunnar rótt til að ánafna auölegð sína eftir sinn dag, hverjum er hotium sýn- ist.” Blöð auðvaldsins ui'ðu bálvond út af þessu, kölluðu hann lögleysiligja o« öllum illum nöfnum. En hann vavöi sig drengilega og sannaði ineð "Black- stone,” sem innibeldur öll undirstöðuat- riði vorra laga, að hann heföi farið með sannindi. “Að kalla Blackstone lög- leysingja,” sagði bann, “er viðlíkt vaa- sæmi, eins og að kalla Krist, guðleys- ingja eða George Washington landráöa- mann’. Siðastliðinn 4. Júlí var hátíðlegur haldinn í smábæ einuni í ríkinu Indíana Eins og siður er til, var frelsisskrá Bandaríkjanna lesin, en svo bar við, þegar lesarinn las þessar setningar : “Vér trúum að allir menn séu skapaði? jafnir og hafi hin sömu óskerðanleg rétt- indi,” að þá stökk einn af tilheyrendun- um úr sæti sínu og sagði : “Eg kom ekki hér í dag til að hlusta á bölvaða populista-lögleysu” (anarchism). Ef vér nú luigsum oss að andi hetjunnar Thom- as Jeffersons, er ritaði þessi orð, væri einhverstaðar í hinu ómælandi rúmi í þess konar ásigkomulagi. að hann gæti heyrt borgara þessa lands fella slíkan dóm yfir verk sín ; auðvitað mundi hon- um ekki lika miður, en ef hann getur vitað og skilið hversu þýðingarlaust flapur þetta mikla verk hans er nú orð- ið, ef dæma skal eftir framkomu þeirra marana, er völdin og framkv*enadirnar hafa. Þegar saga hins mikla verkfalls, sem kent er við Pullman, verður rituð af sannsögli, mun hún hljóma likt i eyrum hugsandi manna og ‘Uncle Toms Cabin’ forðum, og að öllum likindum enn við- bjóðslegri. Sú hugmynd, að auðlegð só fyrst, en drengskapur þjóðarinnar næst, að nokkur dollaramergð sé meira virði en einn einasti heiðarlegur borgari, er voðaleg fásinna, og sé þessi hugmynd að þroskast í anda þjóðarinnar, þá getur það engum mannvin duliát, að het' ning þvílíks glæps verður hræðileg. O, að slíkur dómur verði ekki með blóði ritað- ur. Hvað svo sem sagt verður um úrslit siðustu kosninga, þá virðist þó eitt at- riði, er ber meira á en öll önnur, og það er, að fjöldi af þegnum þessa lands eru grunnhyngnir. Þeir glápa aðeins á yfir- borð hlutanna, án þess að reyna að leita að þeim orsökum, er í sameining hafa hjálpað til að mynda aldarfar vorra daga. Slik fásinna er skaðleg í lýðveldi, þar sem hver einstakur er meölimur stjórnaiinnar. Gleymið ekki bræður, að með þeim borgaralegu réttindum sem yður ern veitt, að um leið eru yður þungar skyldur á herðar lagðar, er þér verðið að uppfylla, því velferð þjóðarinn- ar er í veði, ef þér vanrækið yðar þegn- skj’ldur, og yðar eigin samvizka dæmir yður sem landráðamenn. , Aldrei hefir það átt sór stað, að nokkur harðstjóri — hvort sem hann hefir verið kallaður konungur, keisari. páfi eða einhverju öðru nafni — hafi kreist meira út af þegnum sínum en hann hefir getað náð; auðvitað hafa her- menn verið brúkaðir þegar hinir undir- okuðu hafa veinað of hátt undir hinum illbæru álögum. Altað einu fer anð- valdið með oss, munurinn er sá, að hinir krýndu böðlar sögðust fá vald sitt að erfðum gegnum hið ósýnilega vald, en vorir okrarar fá sitt vald frá sjálfum okkur. Það er sannarlega viðbjóðslegt, að heyra yður vera að álasaj vorum evr- ópisku bræðrum fyrir hugleysi og bleiði- skap, að þeir skuli liggja á knjánum fyr- ir konungum og keisurum, að þeir skuli ekki brjóta af sér hlekkina er þröngvað hafa kosti þeirra um margar aldir, þeg- ar þér eruð einmitt að losa yður við yð- ar eigin frelsi og manndáð, frelsi, sem var keypt með blóði forfeðra vorra. Gætið vandlega að framkomu yðar, þér eruð enn stjórnendur í því beztulandi er sólin skín á, sem hefir þá beztu stjórnar- skrá í lieirni. ef henni er að eins fylgt. Væri það ekki reynandi að vér spyrðurn •sjálfa oss : hvað lengi er þetta lýðveldi líklegt að standa ? Hvaðlengier þessi stjórn líkleg að vera fjöldans og fyrir fjöldann ? Látum oss vera hreinskilna og rannsaka alvarlega og ráðvatiillega, hvort stjórn vor er þann dag í dag það sem vér hölduin hún sé, það sem oss hef- ir verið sagt hún væri: af alþýðu og — fyrir atþýðu. * Iðjulausir auðmenn og iðjulausir eru hvorirtveggja ómagar hinnar fram- leiðandi starfseiiii. Allur munurinn er, að hinir síðartöldu hafa margfalt færri kröfur og mikið hægri upp að fylla. Aldrei hefir nokkur harðstjóri lagt svo þungar álögur á þegna sína, að ekki hati hann og hans fylgjendur fund- ið nægar ástæður til að mæla með breyt ingunni og afsaka tilganginn, svo er það með stjórn Bandaríkjanna, sem nú er í þann veginn að bæta við htna nær því óbærilegu rentubjrgði þjóðarinnar ineð nýjum skuldabrófum. Öll hin stóru bankafélög hrópa um þvert og endilangt landið : meiri skuldabréf er það sem þjóðin þarf að hafa, og þess hærri sem renturnar eru, þvi ráðvendn- islegri eru þau. Meistari Jón segir, að djöfullinn tali um Krist, en hvað er það . í samanburði við þjóðarbankana hér, að þeir sknli vera svo blj’gðunarlausir að tala um ráðvendni. Hin siðasta bankastjóra-samkoma, er haldinn var í Baltimore, ráðleggur stjórninni aö kalla inn alla bréfpeninga hennar, einnig silfur-ávísanir, er nema að upphæð um $500 milj., og í þess stað gefa út bankaseðla, er stjórnin býr til fjrir þá ogauðvitað ábyrgist. En þvi er bankastjórninni svo annt urn þessa breyting? Af þeirri einföldu ástæðu, að hin áðurnefnda upphæð dregur enga rentui þeirra sjóð. Með öðrum orðum, ef þetta fyrirkomulag kemst á, er varla þarf að efa, þá geta þessar hlóðsugur kreist i’tt af blóðugum sveita alþýðu leigur af 500 milj. meir en þeir nú gera; auðvitað er þetta gert af einskærri elsku við dagiaunamenn, svo það séu ráðvandir peningar, sem hann fær fyrir vinnu sína ! Miklir dæmalausir bjánar hafa hlot- ið að vera í ráðaneyti stjórnarinnar, þegar þessi þingsályktun var samþykkt og undirskrifuð af gamla Washington. Enginn maður, sem beinlínis eða óbein- linis er eigandi eða á hlut eða hluti í banka eða bönkum, hvar svo sem þeir eru, skal hafa sæti á löggjafarþingi þjóðarinnar. Hvað margir bankaeig- ertdur eiga nú sæti á þingi voru ? Auð- vitað veiztu það, og enn fremur, að þessir olturkarlar eru líklegastir til að gera alþýðu alt það gagn, er hægt er eða framast má verða, en sér sjálfum ógagn, því ekki getur þér komið til hug ar, að lög, sem fylla þeirra vasa af gulli og járnbrauta farseðlum, er ekkert kosta, séu liin haganlegustu fyrir þig og þína líka. Er ekki kominn timi til að hafa auga á þessum víxlurunum. Þeir voru einu sinni reknir út úr must- erinu og kallaðir ræningjar. Avöxturinn af hinum republikanska sigri í Minnesota er farinn að sýna sig, þó lítið sé. Öll jámbrautafélög hafa sett upp burðargjald á hveíti milli Min- neapolis og Chicago, er nemur 11 centi á skeffu, en þ.ar hveitiverð er ætíð reikn að eftir Liverpool-markaði, þá fellur hveitið hór vestra um 2 cent hver 60 pd. Eélögin eru hyggnari en þú, þau vita að vinir sínir ráða lögum í rikinu- svo þeim er óhætt með hvaða óhæfu er vera skalj þau lögðu í kosningasjóðinn í haust án þess að mögla, en auðvitað verða bændur að borga það til baka með ríflegum vöxtum. En hvað fáið þið svo út úr öllu þessu ? Örbirgð og van- virðu. En ef þið að eins þektuð yðar eigin blj-gðun, þá væri vonandi að þið yrðuð ekki dregnir á tálar við næstu kosningar. Timburþjófarnir, er þegar hafa stoliö svo nemur $5 milj. frá skólasjóði rikisins, fé, sem átti að verja til að mennta börn rikisins um ókomnar ald- ir, lögðu fram all-gilda sjóði til hjálpar Knúti ríkisstjóra við síðustu kosningar. Þeir vita að en er niikið af timbri óstol- ið A skólalöndum ríkisins, enn fremur vita þeir að rikisstjórnin er skjól og skjöldur allra stórþjófa af þeirri teg- nnd. Það er tvennt, sem meira er talað um en alt annað; öll önnur andvörp þjóðarinnar eins og dej'ja og verða að engu, þegar hagfræði fjárglæframanna er velt yfir varnarlausa og fáfróða al- Þýöu, af seldri saunfæringu einstakra málaskúma og leigöum stórblöðum. Og þetta tvennt er útgáfa nýrra skulda- bréfa og að auka heraflann. Því hefir enda vet ið lireyftí Washington, að bezt væri að gefa forsetanum ótakmarkað vald viðvikjanili herauka og herstjórn yfir höfuð. Setjum svo, að forsetinn hefði dálítið af metorðagirnd og eigin- girni. Hvernig færi þá ? Lýðveldið liði undir lok og vér fongjum konung eða keisara. Þú segir að það yrði aldrei verra en nú er. Verið getur það, en er það ekki skylda þin og mín að styðja lýðveldið og halda því við svo lengi sem hægt er, en þoka landrúðamönnum skör neðar. Til rentu eru herbergi á Broadway House, bæði fyrir fjölskildu og lausafólk, mjög þægi- leg fyrir veturinn. Þess skal getið að brunnur er við húsið með ágætu vatni. Komið og skoðið herbergin og spju'jið um loiguskilmála bjá T. Finkelstein, Broadway House.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.