Heimskringla - 15.12.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.12.1894, Blaðsíða 4
TTF7M«KT?T*GT.A ir. TJÉFEMPET? 1004. 1894, « NOVEMBER « 1894. Hefir verið ágætur mánuður fyrir okkur í Blue Store. MEÐ BLÁSTJÖRNU MERKINU. 434 MAIN STR. — SEM ER HIN — Odyrasta fatasolubud i Winnipeg. Síðan 1. Nóaember höfum við selt meira af buxum en á undanförnum þrem mánuðum, og kemur það af því að við seljum alt fyrir hálfvirði. Þeir sem rengja það, œttu að koma og sjá það sjálfir. Þetta er sýnishorn af fataverðinu : HEIMSKRINGLA Printing & Publishing Co. heldur ársfund sínn á skiifstofu blaðsirs, comer Ross Ave. & Nena St., laugardagskveldið 29. þ. m., kl. 8. Þar verða þá framlagðir reikn- ingar félagsins, kosnir menn í stjórn- arnefnd þess fyrir komandi ár og annað það fyrir tekið er pauðsyn kann til að bera. Winnipeg, 7. Dec. 1894. The Hkr. Prtg. &. Publ. Co. J. W. FINNEY, forseti. Winnipeg. Bæjarstjómin hefir ákveðið að kaupa nýja slökkvi-vél, Kostar $5,450. Utanáskrift til hr. S. B. Bene- diktssonar verður framvegis : Bardal, P. O., Manitoba. Á þriðjudaginn var byrjaði bæj- arstjórnin að gefa atvinnulausum mönnum atvinnu við uð brjóta stein til strætagerðar. 30 menn gáfu sig þegar fram. Meðlimir stúkunnar “Heklu” háfa í undirbúningi skemtisamkomu mikla,’ sem haldin verður milli jóla og nýárs— hina venjulegu afmælisveizlu stúkunn- ar. Meira í næsta blaði. Eftir langa dvöl hér efra fór hr. Gestur Oddleifsson heimleiðis á mánu- dagskveldið var. í þetta skifti er hann hættur við að sækja um með- ráðanda stöðu í sveitarstjórn Nýja íslands. Húsfyllir var á Bijou leikhúsinu á föstudagskvöldið var, Jtil að hlýða á ræður þeirra Woods og Wallace frá Ottawa. Þó margir væru andstæðing- ar þeirra á fundinum, var þeim veitt bezta áheyrn. Vegna fráfalls Sir John Thompsons verður ekkert af þvi að Sir Ch. Hibbert Tupper staðnæmist hér eða hafi fund á austurleiðinni. Hann hætti við öll störf vestra og fór af stað heim undir eins og andlátsfregnin barst vestur. Þegar þið þurfið að bregða ykkur tij Nýja íslands, þá megið þið ekki gleyma að Kristján Sigvaldason fer frá Selkirk á hverjum þriðjudagsmorgni, að hann hefir ofnhitaðann; rúmgóðann sleða, og að hann er æfinlega hárviss að ná takmarkinu á tilsettri stund. Lesið auglýsinguna um ódýra stein oliu í öðrum dálki blaðsins. Panti maður oliuna hjá löndum sinum, eru meiri líkur til að pöntunin verði fljótar afgrcidd. heldur en þegar menn eiga við hérlenda, sem reynslan hefir sýnt að hættir til að gleyma ;heimili manns og nafni. Hið ágæta vísindalega vikublað Tiie Open Court (Paul Carus ritstj.) verður selt fyrir $1 árgangurinn, frá 1. Jan, næstk., rétt helmingi minna verð en verið hefir á því. Vonast útgefend- urnir eftir að allir lesendur blaðsins geri sér að skyldu að útbreiða Open Court með þvi, að útvega því nýja kaupend- er nú, þegar varð blaðsins er svo lágt. Sendið 1 dollar í bréfi til Th» Open Court Publ, Co. Monon Bldg., Chicago, 111. Nokkrar konur í Tjaldbúðarsöfn- uðinum hafa nýlega myndað kvennfé- lag, er heitir : Kvennfélag Tjaldbúðar- safnaðar. Meðlimir Unítara-safnaðarins eru beðnir að koma saman í kyrkju sinni annaðkvöld (sunnudag) kl. 7. Árið- andi málefni verða rædd og er þess vegna nauðsynlegt að allir safnaðarlim- ir sæki fundinn. Vér leyfum oss að mæla með, að allir kjósendur í 4. kjördeild komi á fund þann í Verkmannafélagshúsinu á Jemima Str. á mánudagskveldið kemur, sem auglýstur er annarsstaðar í blað- inu. Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm.— Fljót og viss lækuing ; linandi, hreins- andi, læknandi. (2 Hr. Jón Július kom vestan frá Argyle á mánudaginn var og hafði þá fullgert skurðinn úr flóanum aust- ur í Cypress River. Er skurður sá 2^ mílur á lengd, 16 fet breiðastur og 6 íet dýpstur. Á þriðjudaginn fór hann með McDonell til Nýja-íslands til að líta eftir vegagerð og kosn- ingum. Kyrkjuvígsla. Á morgun kl. 11 f. h. verður kyrkja Tjaldbúðarsafnaðar á horninu á Sargent og Furby vígð,— Öllum íslenzku prestunum, ritstjórum íslenzku blaðanna hér í bænum og nokkrum hérlendum mönnum hefir sér- staklega verið boðiðjað vera viðstaddir. Allir Islendingar í Winnipeg eru vel komnir.—Vigslu-athöfninjbyrjar á slag- inu kl. 11. Nýr spámaður þarf sá ekki að vera, sem sér að jóla- vikan verður hin mesta anna-vika hér hjá mér. Eg veit sjálfur mikið vel, að þegar þessar nýju jólavörur koma sem ég á von á ásamt mörgu öðru af nýj- um vörum, þá fer alt í bál og brand. En mér bregður ekki viðjþó ég hafi nóg að gera, það hefir verið svo í alt haust og segi.ég því alla velkomna eins og fyrr. Akra, N. Dak. T. THORWALDSON. M. W. A. Charlesworth hefir almennan fund meðal íslenzkra kjósenda í Ward 4 d mdnudagskvöldið kemur, 17. þ. m.-, í Yerkmannafélags- húsinu á Elgin Ave. Allir íslendingar sem hafa bæjarkosningasrétt í þessari kjördeild eru beðnir að koma á fundinn. —Byrjar kl. 8. Þvættings-ritlingar. Heimurinn heldur áfram og altaf koma út nýjar og nýjar bækur. Mánuð eftir mánuð koma út nýjar og nýjar bækur með óvanalega lágu verði. Mikið af þessum bókum er bara þvættingur, ónýtur og óhafandi á heimilum. Verk margra merkra höfunda fást nú fyrir sama verð og flest af þessum ónýtu skrípa-ritum. Canadamenn eru gæddir svo mikilli skynsemi, að þeir ættu að hafa vit á hvaða bækur eru þess virði, að þær sé þess virði að þær sé hafðar á heimilum. Hinir margreyndu og vönd- uðu Diamond-litir kosta ekkert meira en ýmsir af hinum óvönduðu og sviknu litum sem alstaðar eru í boði. Diamond litir eru hinir beztu í alla staði : litur- inn er sterkur, fagur og endingargóður. Hver liturinn er þá hinn ódýrasti og bezti ? Sveitarlífið og Reykjavíkurlífið, fyrirlestur eftir mennta og gáfukonuna Bríet Bjarnhéðinsdóttir, konu Valdi- mars ritstj. Ásmundssonar. Fyrirlesturínn er 56 bls. að lengd og er skarplega dregin pennamynd af lífi manna á íslandi. Er hann fróðleg- ur fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir þá, sem yfirgáfu ættjörðu sína á unga aldri Fáein eintök fást keypt á afgreiðslu stofu Hkr. Eintakid 20 cents. Skemtisamkoma. Skemtisamkoma, með veitingum, verður höfð í Northwest Hall í kvöld til arðs fyrsta lút. söfnuðinum. Að- gangur 25 cents fyrir fullorðna og 15 cts. fyrir börn innan 12 ára. Sam- koman byrjar kl. 8 og er programmið sem fylgir: Söngur : nokkur börn. Fíólín og munnharpa : Fr. Swanson og S. Anderson. Duet: Dr. Ó. Stephensen og A. Jónsson. Lestur: Guðjón Hjaltalín. Dúet : Mrs. BlöDdal op; V. Magnússon. Solo: S. Anderson. Veitingar. Söngur : nokkur börn. Lestur : E. Hjörleifsson. Solo : Albert Jónsson. Guitar Duet: Misses Benson og Stephanson. Recitation : B. T. Björnsson. Trio : Blöndal, Benson og Johnson. TOMBOLA og daiis fyrir fólkið, verður haldin á Northwest Hall þriðju- daginn 18. þ. m. Vér viljum vekja athygli fólks á þvi, að þessi tombola verður dálítið öóruvísi en vanalega gerist. Það verða alt nýir og eigu- legir hlutir, mjög hentuglegir fyrir jólagjafir, töluvert af dýrum munum svo sem nokkur album sem kosta frá $1—$6, og ýmsir fleiri hlutir er kosta $2 og yfir. Notið tækifærið því jólin eru í nánd. Drátturinn 25 c. ásamt aðgang að danzinum. Aðgöngumiðar fást allan mánudag og þriðjudag hjá G. Johnson og Á. Thorðarson. á horninu á Ross og Isabel Str. Dansinn byrjar kl. 9 e. h. Stringbandið spilar. Bústaðar-skifti. Hér með læt ég landa mína vita, að ég er fluttr frá Cavalier til Hamilton og er reiðubúinn til að selja ykkur greiða þegar þið komið hingað, móti borgun út í hönd. Ég er eins vel undirbúinn að mæta ykkur nú eins og ég hefi verið nokkurn tíma áður. Með virðingu. RUNÓLFUR SIGURÐSSON. STEINOLÍA á 20, 25 og 30 cts. gallonið. Flutt borgunarlaust til allra staða í borginni. Pantanir sem lagðar eru inn hjá undirskrifuðum verða afgreidd- ar fljótt og vel: Thorbj. Guðmundsson 519 Nellie Ave, Ólafur Ólafsson 216 Nena Str. Jacob Thorsteinsson 124 Lydia Str. eða J. S. BAIN EIGANDA. Toronto Str. Til kjósenda - í - Ward Four. Undirskrifaður bjður ykkur vin- samlegast að veita sér fylgi og greiða atkvæði með sér við bæjarfulltrúa- kosningamar 18. Desember. Géð og hagsýn bæjarstjórn er hans mark og mið. GEORGE CRAIG. Til kjósenda - í - Ward 4. Ég er í kjöri til .bæjarstjórnar og vonast eftir fylgi yðar og at- kvæðum 18. Desember. Greiðið at- kvæði með manninum sem styður réttindi verkamanna. Yðar einlægur W. A. CHARLESWORTH. TIL KJÓSENDA í ÞRIÐJU KJÖRDEILD. Með því að ég hefl verið tilnefnd- ur sem bæjarfulltrúi þessarar kjör- deildar fyrir 1895 og 1896, þá leyfi ég mér að sækja eftir atkvæðum yð- ar. Auk þess sem ég vísa til þess orðs, er af mér fór sem bæjarfulltrúa árin 1883 og 1884, ætla ég bráðlega að boða til funda í kjördeildinni og skýra frá mínu prógrammi. Fyrst um sinn bið ég yður að lofa engu um atkvæði yðar, þangað til öll fulltrúa- efnin hafa fengið tækifæri til að láta til sín heyra. Eg ætla að finna svo marga ykkar, sem mér verður unnt, fyrir kosningardaginn. 'W'. F. McCrcary. Jolin Arbutlmot Mælist virðingarfyllst til að fá atkvæði ykkar og fylgi við bæ j ar st j órnarkosnin garn ar -í- - WARD 3. - Ward 3. — KJÓSIÐ - Jolm O’Donoliue í SKÓLASTJÓRN FYRIR WARD 3. Góðar vaðmálsbuxur...........$1.50 Áferðarfínar Worsted buxur $6.50 virði.............$3.50 Drengjabuxur.................$1.00 Hversdagsfatnaðir af ýmsum litum $9.50 virði.......$6.00 Vönduð föt $15.00 virði bezta tilboð í Winnipeg.......$8.00 THE HTJB 484 MAIN STR. Stórt upplag af -FATNAÐI — keypt inn fyrir 50 cents á dollarnum verðurselt með afarlágu verði. Munið eftir staðnum- 484 MAIN STR. S. A. Ripstein ek;am>i Mr. Jósep Skaftason vinnur í búðinni. Falleg Navy Blue föt úr írsku Serge $18.00 virði........$12.00 Ágætar yfirhafnir............$ 5.50 Loðkragar úr ýmsuin grá- vörutegundum........$ 2.00 og yfir Gáið að! Coon yfirhafnir $22.50 og yfir Islendingar! Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents. . . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Sclievings. Ég sendi varning til allra staða í landin. Athugið vel hvers þið þarfnist fyrir jólin og nýjárið. Sparið peninga. Að spara pening , er sama sem að innvinna sér peninga. Kaupið vindla og vín í inni alkunnu búð H. L. CHABOT Gegnt City Hall--513 Main Str. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. Alt verður að seljast. — Komið sem fyrst. Munið að þessi tilboð eru frá — — — — — The Blue Store 434 Main Street. 4. Chevrier. þu gleymir aldrei! Ef þú kemur einusinni við í ketsölubúðinni á horninu á Isabell og Elgin Ave.. sérðu hið besta ket sem hægt er að fá, alt af ungum, öldum gripum. Það er öQruvisi en það sem hingað til hefir verið á boðstólum. — Við höfum lika ágæt PORK PIES. Reynið þau, Watt & Rands. Corner Isabell & Elgin Ave. BUTCHERS. 74 Valdimar munkur. eins og töframaður”, sagði Alarik eftir litla þögu og lait með aðdáun á sigurvegarann. “Svei mér mér eí ég vildi ekki gefa alt sem ég á, á þessu augnabliki, og stöðuna tneð, ef ég kynm að beita sverðinu eins vel og þú”. “Já”, svaraði Rúrik, “það er satt, að ég er vopnfimur vel. En ég hefi lagt mikið á míg til að öðlast þann lærdóm”. “Já, það er nú ekki eingöngu lærdómur”, svaraði Alarik. “Afl þitt er á við heilan her- flokk út af fyrir sig”. “Og þó þekki ég miklu kraftaminni menn”, svaraði Rúrik, “sem mundu yfirbuga mig auð- veldlega, að minnsta kosti eru líkur til þess”. “Þeir eru þá ekki i þessum bæ”, svaraði lautenantinn.og hristi liöfuðið. “Þaðer rétt, Alarik. Það er ekki siður minn að raupa af atgervi mínu. en ég held mér sé ó. hætt aðsegja, að í Moskva er enginn maður yopnfimari en ég, livaða vopn sem reyna skal”. “Lautinantinn var fús á að viðnrkenna að svo væri víst, og svo hættu þeir þessu tali, en sneru sér að málefni greifans og því, hvernig liann liefði komið tram frá því fyrsta. Voru þeir enn að tala um það, er þeir komu að húsdyrum Rúfiks. Þar skildu þeir, Því Alarik vild ekki koma inn. Rúrik kvaddi hanu mcð þakklæti ftrir vinnuna og lét x ljósi þá vou, að hanii ein- hverntima gæti launað honum. Claudia sat í þægindastól við arninnog voru Valdimar munkur. 79 höllina. Getur verið að þér sleppið, en fari bölvað, ef ég vildi vera í yðar sporum”. Rúrik leizt þýðingarlaust að tala um þetta mál við menn, sem voru því allsendis ókunnug- ir og sat þe-s vegna þegjandi í sleðanum. Það var komið fast að sólsetri þegar þeir staðnæmd- ust við keisarasetrið, og var Rxírik því tafarlaus leiddur fyrir keisarann. Pétur keisari var þá staddur í einum hinum smærri gestaherbergjum í höllinni. Sat liann þarviðstórt borð, sem gullofið Qólublátt klæði iiafði verið breitt yfir.en sinn þjónn var við hvora hlið hans. Keisarinn var kornungur maður, þremur árum yngri en Rúrik, en andlit lians var þó tiltölulega ellilegt. Ilann var fremur lágur vexti, grannvaxinn, en þó krafta'.egur maður. Klæðabúningur lians vur óbrotinn og bar vott um algertkæruleysi að því er snerti snið fatanna og hvernig þaix fóru. Var því stór munur að sjá hann og þjóna hans, er stóðu þar uppfágaðir í allri sir,ni dýrð og að því skapi drambsamari en hann. Þannig var Pétur mikli Rússakeisari—barn að aldri, lítill vexti og hirðulaus um það, sem mestu varðar í gjálífri Keisara hirð—skrautbvin- ing og glys. Og þó var hann fter um að bera á herðum sínum allan stjórnmálabagga jafnmikils ríkis. Hann bafði voldugt beilabú og við- kvæmt hjarta í brjósti, og hann þyrsti ineir eft- ir að vinna þjóð sinni til gagns og góða, en ad evala liéeómleguiu fýsnum síu eða annara. 78 Valdimar munkur. •‘Vertu hæg, móðir min”, sagði Rúrik. “Það er öllu óhætt enn”. '■ “Komið strax”, sagði fyrirliðinn. “Það er er orðið framorðið og Pétur þolir illa að bíða”. “En þeir meiga ekki gera lionum neitt!” hrópaði Claudia og hélt um son sinn. “Nei, nei, móðir, vertu óhrædd. Ég kem bráðum aftur”, svaraði hann, og sagði hermöununum jafnframt að ganga af stað, hann væri feiðbúinn. “Sittu nú hérna, móðír mín, og vertu hug- hraust”, sagði svo Rúrik við móður sína [og setti hana niðtir á þægindastólÍDn. Svo gekk hann út, kastaði á sig yflrhöfninni í ganginum og skelti svo hurðinni í lás. Hermennirnir biðu hans úti og höfðu þar. skrautlegan sleða með tveimur gœðingum speDtnm fyrir lionum. Sett- ust þeir allir í hann og hleyptti svo n sprett. “Það erekki að sjá að yður finnist mikið til um að drepa einn aðalsmann Rússlands”, sagði einn af hermönnunum þegar þeir voru komnir af stað. “Er liann dauður?” spurði þá Rúrik. “Það er hann nxi reyndar ekki, en læknarnir segja hann í liættu. En það er ekki aðal-atriðið. Þér befðuð drepið hánn, ef þér hefðuð getað !” “Nei, nei. Það er ékki satt. Það veit ham- ingjan. Allir viðstaddirgeta borið vitni um, að ég reyndi aðforða lífi hans”. “Getur verið !” sagði hermaðurinn. "V.’ð fá- um nánaii fregr ir um það ettir að við komuin i Valdimar munkur, 75 hugsanir liennar alt annað en þægilegar. Hún sat með liönd undir kinn og svo taugaslök var Iiúd, að hún stökk ósjálfrátt á fætur í hvert skifti sem hún heyrði þrusk úti fyrir húsinu. Um síðir heyrði linn bjöllur lxringja og færðist hljóð ið n*r og nær. Hún heyrði að ekið var heirn að dyruuum og svo hætti bjölluliringlið. Hún var að hugsa um að standa upp og ganga tii dyra, en skorti þrek til þess, svo hún settist niður aftur. Hún laut áfram í sætinu, krefti hnefann og lilustaði. Innan stundar var hurð- inni lokið upp. Var mögulegt að nekkur annar en hann Uæmi inn án þess að berja. Hxxn stóð á fætur aftur og titraði eins og hrísla, og í þvf opnuðust dyrnar og maður gekk hvatlega inn.J ‘,Móðir mín !” “Rúrik sonur minn! Heill á liófi”. Skjálfandi færði hún sig uær honum þangað til hún gat lagt liöfuðið á brjóst kans og vafið lieudurnar um liálsinn á honum, á meðan liún grét af fögnuði og þakkaði guði fyrir verndun- ina. Smámsnman létti liouni, en samt var rauna og sorgarsvipur á andliti hennar. Rúrik sá hvað það var sem hún vildi segja og svaraði þvi spurningunni að fyrrabragði. “Greifinn er lifandi”, sagði liann. “Og ósserður?” spurði hún þú. •‘Nei. liæltulega sár”, svaraðf Rúrik, “en eg gat ekki að því gert”. Svo sagði hann henni greÍDÍletra fráallri viðreignÍDni. MOðir lians ;at hugsand; um stand eftir að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.