Heimskringla - 22.12.1894, Page 1
NR. 51
VIII. ÁR.
WINNIPEGr, MAN., 22. DESEMBER 1894.
WINNIPEG
Business College.
Verið viðbúin að nota ykkur kveld-
skólann, sem haldinn verður í sam-
bandi við Winnipeg Business College
og Shorthand-skólann, 482 Main Str.
Þar verður kennt, þeim sem vilja,
ensku-lestur, réttritun, málfræði, reikn-
ingur og skript. — Skólinn byrjar
snemma í Nóvember.
Viðvíkjandi kennsluskilmálum snú-
ið ykkur bréflega eða munnlega til
kennaranna.
C. A. Fleming & Co.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
LAUGARDAG, 15. DES.
Það er ákveðið, að lík Sir Johns
Thompsons verði ekki flutt til Ottawa,
eins og fyrst var ætlað. Herskipið
“Blenheim”, sem flytur það yfir hafið,
lendir í Halifax og þar fer jarðarförin
fram. Sir John dó bláfátækur og hefir
nú sambandsstjórnin gert uppástungu
þess efnis, að almenningur skjóti fé
saman og stofni minningarsjóð ekkju
hans og börnum til afnota. Hefir upp-
ástunga þessi fengið ágætar undirtektir
hvervetna og er þegar farið að safna. A
fyrsta deginum til dæmis komu saman
yfir §10,000 í Montreal. Aðal-féhirðir
og ábyrgðarmaður er Hon. George E.
i’oster. fjármálastjóri dominion-stjórn-
arinnar.
Eugene V. Debs, formaður félags-
ins American Railway Union, var í gær
dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir for-
mennsku sína í Pullman-vinnustríðinu
í sumar er leið. Aðstoðarmenn hans, 7
talsins, fengu einnig fangelsi, 3 mánuði
hver.
Jarðskjálftar liafa gert vart við sig
á Sikiley nálega á hverjum degi um
undanfarinn hálfsmánaðar tíma.
MÁNUDAG, 17. DES.
Um undanfarinn tima hefir Sir Wm
V. Harcourt verið yfirmanni sinum.
Roseberry lávarði, andvigur mjög út af
fyrirætlun Roseberry’s áhrærandi lá-
varða-málið. Af því leiddi sundrung
mikla í flokknum og lá við liruni. Nú
hafa þeir haft sáttafund, og fór þar svo,
að Roseberry gekk að breytingum Har-
courts. Mcðal þeirra eru þau ákvæði,
að þegar lávarðarnir fella eittlivert
frumvarp, verður það samt að lögum,
ef I neðrideildar þingmanna samþykkja
það á eftir. Geri flokkur beggja sig á-
naegðan með ])ossa tilslökun Roseberrys
fer Haroourt karlinn að vinna undir-
eins eftir nýárið, en síðan þingi var slit-
ið hefir hann aldrei lagt Istjórninni liðs-
yrði.
A síðastl, 5 mánuðum voru verzl-
unarviðskifti Canada við útlönd alls
S107,730.477, on á sama tíma í fyrra
$117,265,072, ;Þó verzlunardeyfðin sé
mikil enn, þá sýna samt verzlunar-
skýrslur 2 siðustu mánaðanna, Okt. og
Nóv., að viðskiftin eru að aukast, þó
liægt fari. í Nóv. t. d. var útflutti
varningurinn að heita mátti 81 milj.
meiri on í sama mán. i fyrra.
Tillaga er fj’rir .þingnefnd þeirri i
Washington, er höndlar með akuryrkju-
mál, um að bændum sé borguð 10% úr
ríkissjóði fyrir hvert dollarsvirði af
bænda varningi, afrakstri lands og
kvikfénaðar, sem fluttur er til útlanda
frá Bandaríkjum.
ÞRIÐJUDAG, 18. DES,
Fregnbréf frá Samoa-eyjunum seg-
ir, að þar hafi látist 8. Des. hinn nafn-
kunni skáldsagnahöfundur Robert Lou-
es Stevenson, 44 ára gamall, fæddur í
Edínborg á Skotlandi. Einkennilegust
og að ýmsu leyti merkust af sögum
hans þótti sagan “Dr. Jekyll and Mr.
Hyde”.
Nýlátinn er í St. Paul, Minn., James
GilfiUan, yfirdómari við yfirrétt ríkis-
ins, 65 ára gamall, fæddur á Skotlandi.
Ufsóknar og manndrápssögur ber-
ftst enn frá Armeníu, og i siðustu bréf-
uin þaðan er látið í ljósi að 10,000
jnanna muni nú fallnir fyrir morðliníf-
nm Tyrkja.
Aðal-umræðuefni þjóðþingsins í
Washington, alla þessa viku, verður
baokalagafrumvarpið nýja.
iiIIDVIlCUDAG, 19, DBS.
Mackenzie Bowell, hinn nýkjörni
stjómariormaður í Canada, hefir nú
lokið við að mynda ráðaneyti sitt og
eru þessir í því með honum : Foster,
fjármálastjóri, Sir Ch. Hibbard Tupper,
dómsmálastjóri, Sir Adolpho Caron,
póstmálastjóri, Dal.y, innanríkisstjóri,
Haggart járnbrautamálastj., Patterson
hermálastj., Costigan, sjómálastjóri,
Oumet, ráðherra opinberra stgrfa, Ives
akuryrkjumálastjóri, Angers, verzlun-
armálastjóri, A. K. Dicky, rikisritari;
auk þess eru í ráðaneytinu J. F. Wood,
C. N. Wallace, Sir Frank Smith, Sena-
tor Donald Ferguson, frá Prince Edw.
Island, J. C. Kenny, frá Halifax og Dr.
Montague.
Herskipið “Blenheim,” sem á að
flytja lík Sir Johns Thompsons til
Halifax, kom til Englands í gær frá
Gibraltar. Er það eitt af stærstu og
hraðskreiðustu herskipum Breta, ber
10,000 tons, hefir 20.000 hestaafl og
getur gengið 25 sjómílur á kl.stund. A
því eru 600 hermenn og hásetar. Áð-
ur en það fer af stað með líkið, verð-
ur það málað svart fyrir ofan sjó.
Á þjóðþingi Bandaríkja i gær kom
fram tillaga urn, að heppilegast væri
fyrir málsaðila, að Bandaríkin og Can-
ada væru sameinuð í eina ríkisheild.
Uppástuugunni var vísað til þeirrar
nefndar, er höndlar með málefni áhrær-
andi útlönd.
I gær var gullfo’rðinn í fjárhirzlu
Bandaríkja milj. minni en lögin
heimta, þrátt fyrir $50 milj. lánið um
daginn. Af þeirri upphæð er nú 251
milj. komin burtu aftur, og meginhluti
af því til Evrópu.
A verkamannaþinginu í Denver,
var feld uppástunga um að þvinga
vinnuveitendur með lögum til að setja
þrætumál í gerð undir eins og þau
koma upp.
FIMTUDAG 20. DES.
Það eru daufar vonir til að banka-
lagafrumvarpið þokist eins fljótt áfram
eins og höfundar þess vonuðu og ætl-
uðust til. Mótspyrna gegn því ris nú
upp hvervetna og fínanzfræöingar, þeir
í New York sérstaklega, heimta að í
stað þess komi annað frumvarp, snið-
ið eftir Canadiskum bankalögum, er
hafa reynst svt) ágætlega.
Bretar, Frakkar og Rússar liafa
ákveðiö að senda sinn manninn hvor
til Armeníu, til að rannsaku mál Arm-
eníumanna. Fylgja þeir rannsóknar-
nefnd Tyrkja, sem þá getur síður flutt
falskan vitnisburð.
Eftir fregnum að austan að dæma
lialda Japanar enn áfram herferðum
sínum og sigurvinningum. Er nú fyr-
irætlun þeirra sögð að senda 3. stór-
deild hersins suður með landi, lierja á
Shanghai og reyna að komast upp
Yang-fljótið til Nanking. Ef þeir reyna
það, er fullyrt, að Englendingar og
Rússar sóu tilbúnir að mæta þeim við
ármynnið, því 8anghai og Nanking
eru fremur verzlunarstaðir Norður-
álfumanna en Kínverja.
Hveitimjöl hækkaði í verði 25 cts.
tunnan (200 pund) í Montreal í gær.
Liklega þokast það þá bráðlega enn
meir upp hór vestra. Astæðan er sögð
sú, að ómalað hveiti hefir lítillega
hfekkífb í verði.
FÖSTUDAG, 21. DES.
Fregnriti hérlendra blaða í herbúð-
um Japaníta sendir langa og greiuilega
lýsingu af orustunni að Port Arthur
þegar sá kastali var tckinn. Segir hann
að að sigrinum fengnum hafi Japanítar
haldið áfram í 3 sólarhringa að myrða
verjulaust fólk og ræna og vlnna alls-
konar hryðjuverk.
Stormur mikill æddi um Kyrrahafs-
ströndina nýlega, einþum sunnan til.
Eru 14 strandskip ókomin til Sau Fran-
cisoo, sem þangað áttu að vera komin
fyrir viku síðan. Óttast að þau só fariu.
VJEITT
HÆSTU VERÐI.AUN A HEIMSSÝNINGUNNI
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vinberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.
FRÁ LÖNDUM.
Icelandic Rivee, Man., 10. Des. ’94.
Nú er pöntunar fél. okkar hér
tekið til starfa, með 30 meðlimi. Það
sendi nú til markaðar um 4,000 pund
af vörum, til að byrja með. Það er
liðlegt spor þetta. en það tók líka
heilt ár til að stíga það. Monn sjá
þörfina á slíkum félagsskap og því
hafa menn nú ráðist í þetta, en þó
eru sumir hálf smeikir, að hagurinn
verði ekki mikill í þetta sinn, en vona
eftir meiru með framtíðinni. Aftur
eru aðrir, sem hafa rétt öfuga skoð-
un, ætla að hagurinn verði mestur
fyrst en minni síðar.
7. þ. m. var haldinn almennur
fundur að Lundi, til útbreiðslu Good-
Templar-stúkunni hér við fljótið.
Fundurinn var all-fjölmennur, en lítið
heid ég stúkan hafi grætt á honum
í bráð. Milli jóla og nýjárs á að hafa
stóra og góða gróðasamkomu fyrir
stúkuna.
Fregnriti.
Islenzkur maður
Guðmundur Matthiasson að nafni,
drukknaði í Puget-firði framundan
Seattle í Washington spemma í þ. m.
Blaðið “Post Intelligencer” í Seattle
getur þess 10 þ. m., að á laugar-
dagsmorguninn 8. Des. hafi lík manns
eins fundist fljótandi í sjónum fram
af Union-stræti og hafi síðar upp-
götvast að það var lík Guðmundar
nokkurs Matthíassonar, að hann hafi
engin skyldmenni átt í bænum, en
hati átt heima á sjávar-bakkanum í
North-Seattle.
Síðan hefir hr. A. I. Indriðason
skrifað oss nokkuð greinilegar um
þetta, og setjum vór liér kafla úr
bréfi hans....“Þessi maður var Guð-
mundur Matthíasson, sem átt hefir
heimili hér í bænum síðastl. 2, 3 ár.
Hann hvarf héðan 21. Nóv. og var
litillega leitað að honum, en kom fyr-
ir ekki, því enginn hafði orðið hans
var. Frá heimili sínu á’ morgnanana
<’g lil þess aftur á kvöldin var hann
vanur að ganga eftir járnbrautarbrú,
sem liggur yfir sjónum strandlengis
alt að norður takmörkum bæjarins.
Þegar hann fór heim til sín var venju-
lega myrkt orðið og kom mönnum
því í hug að hann hetði dottið útaf
brúnni í sjóinn. Sú tilgáta reyndist
rótt, því á laugardagsmorguninn 8.
þ. m., fannst lik hans fljótandi fram-
an við bryggjurnar, undan miðjum
bænum. Á líkhúsinu skoðuðu læknar
hann nákvá>ndeea og gátu ekki fund-
ið nokkurt merki þess, að liann hefði
verið myrtur eða að liann af rnanna-
völdum hefði farið i sjóinn. Hann
var jarðaður á mánudnginn 10. þ. m.
Guðmundur sál. var tæplega meö-
ulmaður á laæð. en þéttvaxinn, dökk-
ur á hár og dökkur í an'dliti, á að
geta 28—30 ára gamall. Hann var
hæglátur maöur og vel látinn af þeim
sem þekktu hann. Enginn hér í Se-
attle veit livaðan af íslandi hann var,
en eftir því sem ég hefi komist næst
mun hann einusinni liafa verið vinnu-
maður hjá kaupmanni á Isafirði og
unnið að sjósókn ou siglingum. Heyrt
hefi ég að liann eigi Sæði foreldra á
lífi og systkini á Islandi og enda eitt-
hvað af skyldfólki í Nýja-íslandi í
Manitoba. Það eru 6 ár síðan hann
flutti til þessa lands og eitthvað af
þeim tíma mun hann hafa vorið i
Winnipeg.”
Orða-belgurinn.
J. P. ísdal og séra E. Jónsson.
í 42. tölubf. Hkr, þ, á. stendur
greinarkorn með yfirskriftinni : “Einar
prestur Jónsson og útflutnings-frum-
vörpin”, undirrituð af J". P. ísdal.
Jafnvel þótt greinin sýnist bera það
með sér, að hún sé samin í þeim til-
gangi að rýra álit eðameiða tílfinningar
Einars prests Jónssonar, fremur en af
sannleiksást, ætla ég ekki að taka svari
hans og bera af honum ámæli J. P. í.
Framkoma séra Einars í þjóðlífinu og
daglega lifinu hefir sannaö og mun
sanna það, að sóra Einar er maður laus
við tvöfeldni; kúgun og fl., sem J. P.
brigzlar honum með,—heldur ætla ég,
með fáum orðum, að sýna, hvers séra
Einar hefði fremur átt að meiga vænta
frá J. P. Þogar séra Einar var prestur
aðFelli í Sléttuhlið, tók hann J. P. að
sér, þá ungling—vart einfærann um að
vinna fyrir sór. og ekki einungis fæddi
hann og klæddi, heldur lót honum í té
alla þá uppfræðslu, sem honum var
möguleg, með þeirri einstöku alúð og
lempni, sem séra Einari var svo lagin
við kennarastörf. J. P. mun þannig
um nokkur ár hafa verið sóra Einari á-
hangandi, svo að hefði hann fært sér í
nyt þá menntun, sem hann átti kost á
hjá séra Einari og farið eftir hans góðu
íáðleggingum, þáer enginn efi á því að
J. P. hefði nú verið maður í góðri stöðu
hcima á sinni ,kæru fóstnrjörðu’, eins og
hann sjálfur kemst að orði. Þetti ætti
að vera nóg til að sýna, að ef J. P, ein-
hvern tíma yröi aðhugsa til sóra Ein-
ars, þá ætti það að vera þakklætis end-
urminning, en ekki brigzli og ónot.—
Hafi séra Eingr stuðlað að því að J. P.
flutti hingað vestur, þá hefir hann óef-
að álitið að hann væri að vinna þjóð
sinni og sjálfum sér gagn, svo J.P. ætti
ekki að brýgsla honnm með sinni tvö-
feldni fyrir það. — Ég ætla að endingu
að ráðleggja J. P. að senda séra Einari
og öðrum mennta og framfara mönnum
heima á Islandi sem minnst af |aðfinn-
ingum viðvikjandi gerðum þeirra á al-
þingi, því ég álít að það þyrfti að vera
maður langt fyrir ofan J. P. í mennta-
legu tilliti, Eg aumka hann mjög fyrir
framhleypnina í þessari grein. Og um-
fram alt, ef honum yrðiþað á að hlægja
kuldahlátur! aftúr, þá að láta sem
fæsta heyra til sín, meðan hann á
heima í Selkirk, því hætt er við að hæg
yrðu þar heimatökin, ef þvilík ósköp
kæmu yfir hann aftur, og yrðu almenn-
ingi opinber.
18.
HANN TRÚÐI EIGI FYRR EN
HANN TÓK Á.
Þetta var sagt um Tómas postula
Krists, en óvíst er að allir trúi því held-
ur en ýmsu öðru í biblíunni. En það
hefir hent fleiri en Tómas að trúa ekki
strax, og þar er ég einn með. Sérstak-
lega var það cftir að séra Magnús J,
Skaptason flutti ræðuna, sem nefndlief-
ir verið “hin stóra”, af því að með
henni liyrjaði hann að neita eilífri út-
skúfun, að dómar manna um hann og
það málefni urðu býsna mismuuandi.
Nokkrir—og þar með ég—voru á líkri
skoðun um það, að guð mundi ekki á
svo óttalegan hátt, fem prédikað hefir
verið, tortina sinum börnum, som ég er
þó viss um að hann elskar. Þá gafst
hka mönnum færi á að heyra fyrirlest-
ur, sem séra Magnús hafði samið gegn
guðlegum innblæstri ritningarinuar; þá
var óg líka á sömu skoðun og hafði
le'ngi verið, jafnvel um bæði þessi at-
íiði. En mótstöðumenn sóra Magnús-
ar héldu því fram, að eilíf útskúfun
myndi fullkomlega eiga sér stað. Þeir
sðgðu líka að það væri guölast nð rýra
gildi ritningnrinnar á nokkurn hátt, því
ef nokkur bók væri innblásin, þá væri
það hún. Þá fóru líka surnir af þessum
að segja, að séra Magnús væri að gcr-
ast Unitari, því það væri þeirra máti að
læðast þannig jút á hálkuna. Þessu
trúði ég eKKi. Samt færði.ég þettaí tal
við séra Magnús, en ltann fullvissaði
mig um, að hann færi ekki feti lengra
en hann nú væri kominn, nefr.il., að
neita eilífri útskúfun og innblæstri bibl-
íunnar. Þetta lét ég mér vel lynda og
kvaddi prest jafn vingjarnlega og vani
minn var. En þegar hinir “rétttrú-
uðu” fréttu þetta, sögðu þeir það eng-
um vafu bundið, að sóra Magnús færi
víst mikiö lengra, ef honum entist ald-
ur til. Enn trúði ég ekki ályktun þeirra
því ég trúði prestinuiu. Því ekki það?
Mór var innrætt það á barnsaldri að
trúa því sem presturinn sagði. En nú
er óg orðinn viss um að mótstöðumenn
sóra Magnúsar hafa verið miklu vitrari
en ég, þvi nú hefir hann veitt þeim þá
ánægju aö láta spá þeirra rætast, en
mér og sjálfsagt fleirum, sem honum
voru þá hlyfltir, hetír hann unnið þá
mótgerð, sem eigi er víst hversu fljótt
yfir fyrnist, moð þvd hann gerir sór nú
talsvert far um að þagga niður allmarg-
ar hátttalandi raddir í kyrkju Krists,
en vill í þeirra stað láta vísindin vera
“ljós á voruin vegum e,c.”. Ég spyr
hann því i bróðerni : Er sú aðferð, er
hann nú brúkar, greiðasti vegurinn til
að auka kærleikann meðal manna, sem
hanu áminnti menu þráfaldlega um ir.eð
an mér gafzt færi á að heyra til hans ?
Getur hann ímyndað sér að vísinda-
kyrkjan, þegar liún er fullbygð orðin,
hræri fleiri hjörtu til meðaumkuuar en
kenningin um Jesú Krist og hann kross
festann hefir gert ?
Enn er það eftir, sem lengi er búið
að neyða mig til að taka pennann. Ekki
er það að tvíla, dável farast sóra M.
orð í ritgerð sínni, 1. árg.Db.l38.bls.,sér
ílagi þar sem liann talar um húsbrun-
ann og manninn, sem Jfór inn í eldinn
og náði barninu lifandi, og segir síðan :
“Getur nokkur maður neitað því, að
slík verk sem að gefa lif sitt út fyrir
aðra, eins og Kristur gerði, séu guði
velþóknanleg ?” En i öðrum árg. nr. 3
er annað hljóð í klukkunni, þar seni
presturinn vill telja oss trú um, að
Kristur hafi ekki dáið á krossinum og
þar af leiðandi hafi fregnin um uppris-
una verið ósönn. Hvernig lízt mönn-
um nú á ? Þetta eru þó ekki mótsagn-
ir biblíunnar. Og til stuðnings þessari
merkilegu ályktun sinni, vill hann kalla
það ómögulegt, að líkaminn hafi verið
dauður fyrst blóð rann úr síðusárinu.—
Ekki heldur lætur hann sér skiljast, að
það hafi [þó riðið lífinu að fullu að lík-
aminn var lagður í gegn, inn í hjarta.
Séra Maguús hefir líklega aldrei vitað
en hið lága verð á
YFIRH0FNUM
Karlmanna, Drengja, Unglinga og Barnafötum, Ullar-
nærfötum, Yfii’skyrtum, Vetlingum, Glófum,
Moccasins o. s. frv. — Alt verðrn’ selt án
-------- tillits til verðs í -
Vér liöfum nýlega fengið mikið af karlmanna og drengja yfirhöfnum
sem verða seldar fyrir ótrúlega litið. Það þarf ekki stóra peninga-
uþphæð til að kauþa sér heilmikið af fatnaði frá því í dag og út næstu
viku í WALSH’S CLOTIIING HOUSE. — Einnig liöfum vér ný
karlmannaföt úr fínu svörtu Worsted og skozku vaðmáli, og verðið á
öllum þessum varningi er óheyrilega lágt. Þetta ár höfum vér meira
og margbreyttara upplag af drengja og barnafötuin en nokkrusinni áðr.
IGóðar yfirhafnir verða um tima seldar fyrir
$3.75. Ágætar vetraryfirliafnir úr Friozo og
i Nap, með kragaog belti og fóðraðar með bezta
fóðri verða se’dar á $7.50.
WALSH’S Glothing House.
T. 1*1. WALSU.
515 og 517 Main Str. gegnt City Hall.
nýdauða sauðkind skorna,, til að láta
blóðið fara v'tr kroppnum ; en ]>etta hefi
ég séð gert og heflr dugað, einkum hafi
—som sagt—skepnan verið nýdauð, likt
og þar stóð á með herrann Krist. Af
því som nú er sagt og sýnt og ótal
mörgu, sem ég minnist ekki á, þykir
mér presturinu eklci efna vel loforðið :
“Ég fer ekki feti lnegra”. En þó hann
hafi eigi frumsmíðað þetta dýrindis-
djásn (!), sem ber til baka freguina um
dauða og upprisu Jesú, þá er það alveg
hið sama, því ekki ber liann á borð fyr-
ir landa sína annað en það sem honum
sjálfum þykir gott og þeim fullboðlegt.
—Þegar ég var í Nýja íslandi studdi
séra Magnús mjög að því, að sunnu-
dagaskólar væru haldnir. Það gerði
hann vel, því hv-ernig átti hann að kom-
ast yfir að uppfræða og búa undir ferm-
ingu öll ungmenni um alt Nýja Island
svo viðunanlegt gæti heitið ? ogvartar
hann þó livorki dugnað ué vilja. En í
2 nr. 2. árg. af Dagsbrún má sjá livað
hann ritar um sunnudagaskólana; því-
líkar fjarstæður myndi hann opinbera,
ef þær væru í biblíunni, og þá þær eftir
einn maun. Eg tala það satt, að “ég
vil heldur á Krist minn trúa”, en að
hlaupa eftir þeim fjarmálum, sem
Dagsbr. er helzt of rik af, enda kaupi
óg hana ekki lengur. Mér þykir
ekki gott að sjá eða heyra borna af
Kristi þá æru og vegsemd, sem ég þyk-
ist viss um að hann eigi með réttu.—
Samt er óg ekki með þeim, sem kalla
hann fullkominn guð og föðurnum jafn-
ann; það er margt sem mótmælir því.
En hann var maður “máttugur í orð-
um og verkum”, gæddur meiri guð-
dómskrafti en nokkur annar, sem vér
höfurn sögur af (Sainanb. Postg. 2. 22.,
Postg. 10. 38. og margt fl.). Ég trúi
því að Jesús hafi “látið sitt líf til lausn-
argjalds fyrir marga”, að fyrir hans líf,
kenningar, þjáningar og dauða, fái ég
að koma þangað sem hann er.
En mér þykir ekki gott að vera
neyddur til að rita línur þessar gegn
vini mínum.en mér líggur þetta mál svo
nærri hjarta, að óg get vart orða bund-
izt, einkum vegna Krists, og að nokkru
leyti vegna séra Magnúsar. Þegar ég
var í Nýja Islandi, var mér það full-
kunnugt, að hann var laus við ýmsa
galla, sem sumum prestum eru bornir á
brýn; laus við stolt, laus við ágirnd,
laus við illindi, mjög ö tull að gegna
sínu kalli, og eftir því sem óg heyrði oft-
ar til hans messugerð, líkaði mér það æ
betur og betur. Ég hefði þá ekki vilj-
að láta hann fyrir alla hina vestur-ís-
lenzku prestana. En hvornig hann er
nú orðinn, get ég eigi né vil gert neina
ágizkun um. Einungis vil ég óska þess
af hjarta, að alt sem hann hefzt að til
orða og verka, þéni honum til góðs.
Með þessari tilfinningu kveð ég svo
nafna minn’Skaptason, en sjálfur er ég
Einarsson.
Eg hefi lensi dregið að rita línur
þessar, hefi ætíð verið að vona, að ein-
hver pennafær maður léti til sín heyra,
en allirjþegja. Ekki svo vel að prest-
arnir segi nokkurt orð. Þeir samsinna
alt með þögninni, samsinna annaðhvort
að þeir hafl ekki góðan mólstað, eða að
þeir séu ónýtir, 'en þykjast þó hafa
nægan lífsstraum til að senda lieim til
íslands. Hvað sagði Hallgerður ?
M. Einarsson.
HF.R MEÐ TILKYNNIST, að nú-
verandi landstjóri hefir samkvæmt
24. grein laga frá 57.-58. ríkisstjórnar-
árum Victoriu drottningar, vald til að
fjalla um og útbýta verðlaunum meðal
þeirra, sem tóku þátt í uppreistinni í
Norðvesturlandinu 1885, og sem sam-
kvæmt loforðum eiga heimtingu á þess-
konar verðlaunum og ekki hafa þegar
meðtekið þau.
Þar eð timinn til að rannsaka rétt-
mæti þeirra krafa, sem kunna að verða
gerðar er á enda, samkvæmt lögum, 1.
Janúar 1896, þá er nauðsynlegt að allar
kröfur sé þegar sendar inn. svo hægt
verði að rannsaka þær til hlýtar áður
en hinn tiltekni tími er útrunninn.
Samkvæmt skipun
JOHN R. HALL,
Secretary.
Department of the Interior,
Ottawa, 6. Desember 1894.
þu gleymir aldrei!
Ef þú kemur einusinni við í ketsölubúðinni á horninu á
Isabell og Elgin Ave.. sérðu hið besta ket sem hægt er nð
fá, alt af ungum, öldum gripum. Það er öpruvísi en það
sem hingað til hefir verið á boðstólum. — Við höfum lika
ágæt PORK PIES- Reynið þau,
Watt & Rands.
Corner Isabell & Elgin Ave. BUTCHERS.