Heimskringla - 22.12.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.12.1894, Blaðsíða 4
I 22 DSSEXHEK 1894. HEIMSKRINGLA Printing & Publishing Co. heldur ársfund sinn á skiifstofu blaðsirs, comer Koss Ave. & Nena St., laugardagskveldið 29. þ. m., kl. 8. Þar verða þá framlagðir reikn- ingar félagsins, kosnir menn í stjórn- arnefnd þess fyrir komiindi ár og annað það fyrir tekið er nauðsyn kann til að bera. "Winnipeg, 7. Dec. 1894. The Hkr. Prtg. &. Pdbl. Co. J. W. FINNEY, forseti. Winnipeg. Lesið auglýsing -,Heklu” á öðrum stað í blaðinu. Hveitikaupmenn bæjarins vona nú að hveiti komist í 65 cts. bush. áður en veturinn er liðinn. Miss Bena Eyford, dóttir Jakobs Eyford, bónda að Eyford, N. Dak., gift- ist uýlega ,Mr. T, R. Shaw, lyfsala í Pembina, N. Dak. Hinir mörgu vinir Mrs. Shaw, hér í Winnipeg, árna henni allra heilla. Sama blíðviðrið enn ; á föstudags- kvöld stórregn og krapi, er kom fram á nóttina. í dag (föstud. um hádegi) norð- anrok, 3n frostvægt. Bæjarkosninga-úrslítin urðu þau, að Alex. McMicken var kjörinn ‘mayor,’ •fékk 2 atkv. fleiri en Gilroy, sem ekki gerði minnstu tilraun til að útvega sér atkv. Feld var uppástungan um að taka $225,000 til láns til vatnsveit- inga. Hið nýja hæjarráð verður sem fylgir : Mayor — Alexander McMicken. Meðráðendur : Utanáskrift til Jóns Ólafssonar ritstjóra er nú : Norden Office, 284 Grand Ave. Chicago, 111. Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm.— Fljót ogjviss.lækuing ; linandi, hrcins- andi, læknandi. (2 Herra ísleifur Guðjónsson, hóndi f Álftavatnsnýlendu, heilsaði upp á oss núna í vikunni. Hr. Kristinundur Sæmundsson fór á miðvikudaginn í kynnisför út í Grunnavatnsnýlendu, til bróður síns, Bjarnar S. Lindals. Þeir bræður Bogi og Julius Eyford, og Sigurður Sigurðsson frá N. Dak., heilsuðu upp á oss á föstudagínn. Komu til bæjarins á fimtudag. Lesið “Blue Store” anglýsinguna í þessu blaði. Þ.ið eru virkileg kjör- kaup sem Mr. Chevrier býður við- skiftamönnum sínum, um jólin. Séra Magnús J. Skaftason er vænt- anlegur heim úr Nýja íslands ferð sinni í dag. Guðsþjónusta fer því fram í Únítarakyrkjunni nnnaðkveld (sunnu- dag), á venjulegum tíma. The Pope Manufacturing Co. í Hartford, Conn.. heflr sent oss ljóm- andi fallegt dagatal fyrir komandi ár, 1805. Hver sem vill senda félaginu 5 tveggja-centa frímerki (Bandaríkja) fær dagatalið með næsta pósti. Sendi einhver 4 cts. í frímerkjum að auki, fær liann verðskrá fél. yfir reiðhjólin : Columbia Bicycle, m. m. Á laugardaginn 15. þ. m. lézt hér i hænum, ekkjan Anna Margrét Thorgrímsen, 53 ára gömul, eftir lang- vinnan sjúkdóm. Hún kom hingaö til lands (til Winnipeg) frá Reykjavík fyrir 11 eða 12 árum síðan. Útför hennar fór fram frá fyrstu lút. kyrkj- unni á fimtudaginn var. Yfírréttardómararnir allir (3) komu saman á laugardaginn 15. þ. m. og gáfu sameiginlegan úrskurð (full court judg- ement) í máli Earls þess, er fyrir skömmu var dæmdur til 23 mán. fang- elsisvinnu fyrir tilraun að nauðga ís- lenzkri stúlku. Neituðu þeir að ónýta þann dóm og má hann þvi sitja í fang- elsi liinn ákveðna tíma. Fyrir Ward 1. E. Richards, C. W. N. Kennedy. Fyrir Ward 2. I. M. Ross, A. J. Andrews. Fyrir Ward 3. W. F. McCreary, B. E. Chafféy. Fyrir Ward 4, Geo. Craig, W. Jam- ieson. Fyrir Ward 5. J. C. Sproule, E. F. Hutchings. Fyrir Ward 6. W. Bannerman, H. Wilson. Skólastjórn : Fyrir Ward 1. D. W. Bole, D. A. Ross. Fyrir Ward 2. F.C. Wade, J. Porter Fyrir Ward 3. J. O’Donohue, A. N. McPherson. Fyrir Ward 4. : Dr. E. Benson, J. Scott. Fyrir Ward 5. : J. Stuart, A. Brown. Fyrir Ward 6.: J. H. Dobson, J. Carman. Mér hafa verið afhentar bækur. 30 No. að að tölu, sem er gjöf frá Islands- dætrafélaginu í Winnipeg til Lestrarfé lagsins H v ö t. Fyrir hönd félagsins votta ég gefendunum innilegt þakklæti fyrir þessa fögru gjöf. Otto P. O., 12. Desember 1894. Björn Þorsteimsson. Eins og til stóð vígði séra Hafst. Pétursson hiua nýju ísl. lúterskukyrkju lér í bænum, Tjaldbúðina, á sunnu- laginn var, með aðstoð þeirra séra Jóns Jjarnasonar og séra Jónasar A. Sig- irðssonar, og í viðurvist inesta fjölda ólks. Á eftir prédikuninni las for- naður safnaðarins, Jos. Polson, sögu- igrip safnaðarins, og gat þess að kyrkj- in kostaði nær $3000. ' STOFN-HATID. •••• Good-Tempiara stúkan HEKLA held- ur S. afmæli sitt hátíðlegt með sérlega vandaðri skemtisamkomu í NORTHWEST HALL . . . á . . . fiistndaginii 28. Dewinlier. •••• Glymjandi söngur og hljóðfærasláttur, fjörugar ræður, upplestur, o. s. frv. Auk þessara almennu skemtana ætlar stúkan að hafa glæsilegt Jolatrje á pallinum, og er öllum heimilt að senda á það gjafir til ættingja og vina. Gleðj- ið börnin með gjöf af jólatré HEKLU. Gjöfunum á tréð veita móttöku : Mrs. S. Olson, 522 Notre Dame Ave. og Guðm. kaupm. Johnson, Cor. Ross & Isabel Str. Aðgangur að samkomunni 15 cts. lyrir fullorðna og 10 cts. fyrir börn. Salurinn opinn kl. 1 e. h. á föstu- dag. Samkoman byrjar kl. 8. e. h. Hafði orm í maganum. DRAKK OFAN í SIG ORM I MYRKRI. • Peningar ! Peningar ! Peningar ! Mrs. Westfall þjáðist óumræðilega. — Taugakerfið veiklaðist og dauðinn virtist að vera hið eina hjálp ræði. Tekið eftir Trenton Courier. Þegar ritstjóri blaðsins Courier heyrði getið um hinn einkennilega sjúkdóm Mrs. Simon Westfall gerði 'nann fyrirspurn um það, og fékk eftirfylgjandi upplýsingar : Mrs West- fall sagði að fyrir hér um bil þremur árum fór hún einusinni út að brunni og náði sér vatni til að drekka. t’eg- ar hún var að drekka fanst henni eitthvað hfandi fara ofan í sig, og sagði hún móðir sinni frá því þegar í stað. Hún hafði þá litla hugmynd um þær þjáningar sem hún átti í vændum. Hún hafði drukkið ofan i sig orm (Lizard) er akslaðist í innyfl- unum. Eftir nokkurn tíma fékk hún svo mikinn viðbjóð á mjólk að hún mátti ekki sjá hana, og ágerðist það altaf meir og meir. Hún misti mat- arlystina, en neyddist þó til, vegna hinna kynlegu kvala í maganum að éta, brauðskorpur og hafragrjónasúpu til að lina þjáningarnar. Hún brúk- aði meðal við meltingarleysi, og með- ul sem áttu við alla mögulega maga- kvilla, en það kom alt fyrir ekkert. Hýn skifti um lækna og komst þá hinn nýji læknir aö þvi að hún hefði orma (Lizards) í maganum, og gaf hann henni meðul til að eyða þeim. I þrjú ár þjáðist vesalings konan bæði andlega og likamlega. Allur lík- aminn, nýrun, lifrin og maginn voru úr lagi gengin. Hjartslátturinn var tíður og veikur, og henni fanst hún ætla að kafna annað slagið. Minnið var því nær farið og taugakerfið var svo veiklað að lítilfjörlegasta viðvik olli veikindakasti á augabili. Hvort sem hún sat eða stóð hafði hún svima og leit aumingjalega út. Eftir að búið var að ná ormunum ráðlagði lækn- irinn Dr. Williams Pink Pills og brúkaði liún því þrjáröskjur af þeim en þar eð lienni fanst sér ekki batna af þeim hætti hún við þær. Um þetta leyti lagði Mrs. Haiglit, sem hafði sjálf nýlega læknast af influenza fyrir brúkun á Pink Pills, — gekk mjög fast að Mrs. Wostfall að fara að brúka þær aftur. Hún fór að ráðum Mrs. Haights, og afleiðingarnar komu bráð- lega í ljós. Matarlystin fór vaxandi, heilsan batnaði og styrkurinn óx. Nú getur hún unnið öll sin húsverk sjálf og er eins hress eins og hún hefir nokkru sinni verið. Hún segist ekki geta mælt eins sterklega með Pink Pills eins og þær eiga skilið, og þakk- ar hún þeim algerlega bata sinn. Mrs. Haight, sem áður er getið um er mjög glöð yfir bata sínum, enda er hún eins hress eins og hún hefir nokkru einni verið, og um lcið staðfestir hún vitnisburð Mrs. West- fall. Þessar pillur eru óyggjandi við öllum sjúkdómum sem stafa af skemdu blóði og lömuðu taugakerfi. Eru seld- ar hjá öllum lyfsölum, og fást með pósti frá Dr. Williams’ Medicine Co. Brockville, Ont. og Schenectady, N. Y. fyrir 50 cts. öskjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. VER ÞURFUM $3000.00 fyrir 1. Janúar í Blue Store. MERKI: BLÁ STJARNA 434 Main Str. Hvað sem það kostar Þá þurfum vér að fá það Vér verðum að fá þessa pen- ingaupphæð með einhverju móti fyrir nyár. Blíðviðrin sem gengið hafa nú um tíma, hafa skemt fyrir oss verzlanina og þess vegna verðum við nú að reyna að bæta það upp fyrir nýár. Vér vörum alla við að eyða pening- um sinum fyrir föt, þangað til þeir hafa reynt hvað þeir geta fengið fyrír þá í BLUE STORE. Takid eftir ! Buxur............... $1.00 Fallegar vaðmálsbuxur $1.50 Buxur, $G.50 virði.... $3.50 Alfatnaðir, með alls- konarlitum, $9.50 virði $6.00 Alfatnaðir með tví- hneftum treyjum..... $8.00 Alfatnaðir úr skozku vaðmáli, $17.00 virði, $10.00 Karlmanna-kragar úr bezta efni.......... $2.00 og yfir Öll föt pössuð á í búðinni. MERKI: BLA STJARNA. 434 MAIN STR. A. Chevrier. Sveitarlíflð og Reykjavíkurlíflð, fyrirlestur eftir mennta og gáfukonuna Bríet Bjarnhéðinsdóttir, koflu Valdi- mars ritstj. Ásmundssonar. Fyrirlesturínn er 56 bls. að lengd og er skarplega dregin pennamynd af lífi manna á Islandi. Er hann fróðleg- ur fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir þá, sem yfirgáfu ættjörðu sína á unga aldri Fáein eintök fást keypt á afgreiðslu stofu Hkr. Eintakid 20 eents. Bústaðar-skifti. Hér með læt ég landa mína vita, að ég er fluttr frá Cavalier til Hamilton og er reiðubúinn tilað selja ykkur greiða þegar þið komið hingað, móti borgun útíhönd. Eg ereinsvel undirbúinn að mæta ykkur nú eins og ég hefi verið nokkurn tíma áður. Með virðingu. RUNÓLFUR SIGURÐSSON. STEINOLÍA á 20, 25 og 30 cts. gallonið. Flutt borgunarlaust til allra staða í borginni. Pantanir sem lagðar eru inn hjá undirskrifuðum verða afgreidd- ar fljótt og vel : Thorbj. Guðmundsson 519 Nellie Ave, Ólafur Ólafsson 216 Nena Str. Jacob Thorsteinsson 124 Lydia Str. eða J. S. BAI\ EIGANDA. Toronto Str. THE FERGTJSON CO. 403 Main Str. Bækur á ensku og íslenzku, íslenzk- ar sálmabækur. Ritáhöld ódýrusta í borginni. Fatasnið af öllurn stærðum. Til rentu eru herbergi á Broadway House, bæði fyrir fjölskildu og lausafólk, mjög þægi- leg fyrir veturinn. Þess skal getið að brunnur er við húsið með ágætu vatni. Komið og skoðið herbergin og spyrjið um leiguskilmála hjá T. FinkelNtein, Broadway House. íslendingar! Þér fáíð hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents. . . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. ÍSLENZKR LÆKNIR m. M. IIÁIIDORSSON, Park River — N. Dak. Dominion ofCanada. AOylisj aröir oleyPis fynr milionir manna. WOfiOOfiOO ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypis fyrir landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 busheí, ef vel er umbúið. t ■ inu /rjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—innvíðáttumesti fláki í heimi af líttbygðu landi. Málmnámaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi; eldiviðr því tryggr um allan aldr. Járnbraut frá hafi til Jia/s. Canada-Kyrraliafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar rnynda óslitna jámbraut frá öllum hafnstöðum við Atianzhafí Ca- nada til Kyrraliafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- lönguogum hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrlieiins. Heitnœmt lo/tslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðrkent ið lieilnœmasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar: vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaogsúld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. S'ambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur a/ Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu og vrk það. A þann liatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábÝlis jarðarog sjálfstæðr í efnalegu tilliti. y Íslenzkar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nu þegar stofnaðar í 6 stöðum Þeirra stœrst er NYJA ISLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr frá Nýja Islandi, í 30—25 inílna fiarlævð er aLITA’Y ATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er.mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær liöfuðstað fvlkisins en nnkkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur snðvestr frá Winnipég- ÞING- VALLA-NYLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN um 20 mílur súðr frá Þingvalla-nýlendu, og ALBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgarv, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. í síðasttöldum 3 nýlendunuin er niikið af óbvgðu, ágætu akr-og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með þv’í að skrifa um það: Eða II• I-i« Baldwinson, ísl. umboðsm. Winnipeg, - - - - Canada. 82 Valdimar munkur. mönnum að hlaupa upp í vígskörðin að Izium, eða svo sögðu gömlu skeytin frá vígvelliuum”. “Það er rétt, lierra”, svaraði læknirinn. “Veslings Nevel féll fyrir skotum Tyrkja, er hann leiddi sinn litla flokk móti heilum herskara. En Valdai kom heim og fékk óbersta nafubótog laun”. “Og síðarmeir aðalsmanns nafnbót?” sagði Pétur spyrjandi. “Já, lierra”. • Svoþessi byssusmiður er sonur kapteins- íns”, hélt Pérur áfram. “Já, herra”. “Mig minnir að Valdai léti eftir sig eitt barn”. “Já, herra—dóttur, sem uú er bjá Olga. Ilann er fjárhaldsmaður hennar”. “Einmitt, einmitt. Og greifinn gekk á hó!m við Nevel hinn yngra og mátti miður, er ekki svo ?” Lengra varð ekki samtalið, því inn gekk þjónn og sagði, að Olga hertogi af Tulu æskti viðtals við hans liútign. Pétur sagði aö senda hann inn, og innan skamms gekk hinn dramb- láti hertogi í salinn. Hann var bæði liár og dig- ur, með ijóst hár og blá augu og á að geta hálf- fertugur að aldri. Svipur hans og látbragð bar vott um meir en lítið dramb, en nú var liann þó að myndast við að beygja svírann og sýna keisaranum vitðingu. “Iltrra!” sagði Olga, eftir að hafa heilsad Valdimar munkur. 87 “Nei, herra”, svaraði Rúrik. “Pétur Rússa- keisari er ekki maður, tem ástæða er til að ótt- ast, svo framarlega sem menn elska haun og virða”. “Ósvífni !” tók hertoginn fram í. Pétur leit framan í hann og hélt þá hertog- inn áfram : “Nú, herra, sjáið þér sjálfur hvernig liann er innrættur”. “Já, svaraði keisarinn, “ég sé það. Lyndis- einkunnir lians eru yfirgengilegar, og ég vissi ekki að á meðal liandverksmanna vorra væru til svona einarðir menn”. Hertoginn vissi ekki hvernig hann átti að sxilja þetta og færði sig svo skrefi fjær, án þess að segja meira. “Segið mér þá, herra minn”. sagði keisarinn v:ð Rúrik, “hvernig á því stóð, aö þér dirfðust að slást upp á rússneskann aðalsmann?” “Það gerði ég ekki, iierra. Konráð Daman- offkom í smiðju mína og færði mér skjal, sem ég var beðinn—nei, sem mér varskipað—að skrifa undir, eri inniliald þess var. aö ég afsalaði mér öllu tilkaili til meyjar— “Herra”, tók hertoginn fram í, “liann segir ekki rétt frá”. “Sleppum þessu”, svaraði Pétur og veifaði hægri hendinni óþolinmæðislega. “Oss varðar ekkert um þessi kvennamál hér. En hvers \ egna slóguð þér greifann ?” “Af því, herra, að hana sió rnig fyrst. Hana 86 Valdimar munkur. og sló hann flatann, eftir að hafa barið hann í andlitið. Ég man ekki hvaða ixéizt hótanir smiðurinn þá liafðt í frammi, en þær voru liræði- legar”. “En hvað nm einvígið?” spurði keisarinn. Urzen íór þá til og sagði söguna, som liann hafði búið til um það, livað gerzt liafði á vígvell- inum. Var sú frásaga að sama tkapi sönn eins og sú um fundinn í smiðjunni; nieð öðrum orð- um, aðallega öfug við sannleikann. Hann sór jafnvel og sárt við lagði, að greifinn liefði gert ítrekaðar tilraunir að stilia til friðar, eftir að or- ustan var byrjuð og beðið Nevel að gæta sín, en að liann blúðþyrstur, óður og ær, liefði engu til- boði sinnt, en lagt alt knpp á að úthella lijarta- blóði greifaus. Þegar her var komið sögunni, sendi keisar- inn, án þess nokkur vissi af, eftir Rúrik og Ala- rik, lauteaant við Klútagerod lierstöðina, er hann hafði frétt að verið lieföi hólingóngnvoltur. Alarik kom fyrst og var fyrir ísalhum, þegar Rúrik kom inn. Og nú stóð Rúrik fyrir keisaranum. Pétur horfði á hann um stnnd og sagði síðan: “Þér eruð djarfmanniegur, herra minn ! ” “Hví skyldi ég ekki vera það”, svaraði Rú- rik, “þigar ég stend frammi fyrir lierra mínum, sem ég elska, en óttast ekki”. Þetta sagði Rúrik einaiðlega, en undireins hæversklega. "Óttist ekki ?’’ tók Pétur upp spyrjandi eg hvessti augun. Valdimar munkur, 83 Pétri. “Ég er hér kominn til að heimta réttlæti af yðar Jiendi. Minn ungi vinur. Damauoff greifi, liefir verið þrælslega inyrtur !” “Hvað ! Segið þér það Olga?” “Já, lierra”. “Hvernig var því varið?” “Þannig, herra: í fyrra dag sendi ég greif- ann með boðskap til Rúriks nokkurs Nevels, sem er byssusmiður í Slobodia. Hann gerði sem ég bað, en á meðan hann var í smiðjunni réðist byssBsmiðurinp, sem er lieljarmenni, á iiann og feldi að jörðu. Auðvitað reiddist greif- inn, og þar sem dóninn hótaði að ráðast á hann aftur, og þar eð hann enn freir ur smánaði í orð- um tiginborna frú, sem greifanum er sérlega kær, þá gat liann ekki annaðgert en skorað hann á hólm. Smiðurinn tóx áskoruninni cg með bleyðilegustu brögðum hefir lionum tekizt að veita greifanum banvænan áverka”. “Þetta er alvarlegt málefni”, svarnði keisar- iun, er hafði tekið eftir því, hve steinhissa lækn- irinn varð á þessari ræðu. “Alvarlegt í hæsta mátn, herra. Auðvitað verður fantur þessi strax tekinn af’. “Sögðuð þór ekki að greirinn hefði skorað hann á hólm?” spjrði Pétur. “Jú, lierra, það gerði ég víst, en þér verðið að gæta þess, að það er tíginbornum mönnum eðlilegust áhrif til að verja sjálfa sig. Hitter líka víst, að fantnr sá hefði myrt greifann, ef hann hefði ekki tekið þetta til bragða”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.