Heimskringla - 05.01.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.01.1895, Blaðsíða 2
«» HEIMSKRINGLA 5. JANÚAR 1895. kumr út á LaugardOiruin. 1,10 Heimskringla Ptg. k Publ.Co. útgefendr. [Publisliers.] Verð lilaðsins í Canada O"; b da TÍkjunuiu er : 1 árgangur 12 mánuðir $2.00. J ------ 6 -------- $1.00. P.itstjórinn geyxnir ekki greinar, sem etgi verða uppteknar, og eudrsendir þær eigi nema Iríinerki fyrir endr- 3ending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brðfum ritstjórn viðkomandi, neina í blaðinu. Nafnlausuin brófum er enginu gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir inerki eða bókstöf- um, ef höf. tiltek. “líkt merki. Uppsögnógild að iög.im, nemakaup- andi só alveg sknldlaus við blaltið. Ritsjóri (Editor): EGGEKT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Munager): EINAR ÓLAFSSON. Peningar sendist i P. O. Money Or- der, Regis'ered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg. eru að ein- teknar með nffölluni. OFFICE: • Cor. Ross.Ave. & Nena Str. I. <>. KOX 305. N O T I Ö E. Mr. Jon Olafsson, Norden Ofíice, 281 Grand Ave., Chicago, is ouv only authorized Advertising Agontin Chicago The Ilkr. Prtg. tf Puhl. Co. $ i-75 Það tilkynnist hér með vorum heiðruðu viðskií'tamönnum, að í Bæstu tvo mánuði, 111 28. Februar, nð þeim degi meðtöldum, tökum vér $ 1 75 Stím fult andvirði IX. árgangs Heimskringlu og III. órg. Aldarinnar. Ijeng-ur stendur það boð vort ekki og þýðing'arlaust að fara fram á frest. En fjarlægxun viðskifkamönnum til hægðarauka tökum vér g-ilt, að þeir *endi peningana áleiðis til vor síð- asta dag Febrúar, svo framarlega sem i póstmerkinu á umslagi bréfsins •tendur: 28. Febr. 1895. * Frá þessari reglu víkjum vér ekki og óskum þess vegna að enginn fári fram á það. Þessi afsláttur fæst þvi að eins, að peningarnir verði sendir oss alveg kostnaðarlaust. Ef ávísanir verða ■endar, verða þeir, er það gera, að greiða hin nauðsynlegu víxil-laun. Innheimtumenn vorir fá heldur eng- In laun fyrir að senda oss þetta nið- orsetta gjald og mælumst vér því til að kaupendurnir fari ekki fram á að þeir takist ómök og kostnað á liendur í því sambandi. Þetta boð gildir að eins að því er snertir fyrirfram borgun fyrar IX. 4rg. (1895). Þeir sem skulda oss nú, fyrir einn eða fieiri árganga blaðsins, geta því að eins orðið þessa kostaboðs aðnjótandi, að þeir jafnframt borgun- inni fyrir 1895 sendialla uppliæðina, sem þeir skulda nú, samkvæmt reikn- Ingi á blaðinu. Öllum skuldlausum viðskifta- mönnum vorum er innanhandar að hagnýta sér þetta tækifæri, að fá blaðið með niðursettu verði, og von- am vér nú að þeir bregði við og sýni viðleitni að þægjast oss, sérstoklega þar scm sú þága vorerþcirra hagur. í harðxri, cins og nú, álítum vér /jöldanum lx:tra—og miklu betra, að lá 25 centa afslátt á blaðverðinu, en borga 82,00 og fá einhverja “pre- miu” með, sem efasamt verðgildi hefir, enda þótt sú aðferðin kynni að verða prentfélaginu kostnaðarminni. Þetta vonum vér að kaupendur blaðs iifs samsinni og láti oss njóta þess, að vér reynum að liugsa um þcirra hag ekki síður cn hag félagsir.s. Minnist þess að boðið stendurtii 28. Febrúar og ekki lcngur. FeíjAGSNEFXDIX. Xýbyrjaða rrið óskum vér og vonum að reynist fjöldanum at fólki voru hér vestra arðsamara, en það umliðna. Að því er aðgerðir náttúrunnar út af fyrir sig snertir, var hið liðna ár hið á- kjós inlegasta, alt til enda. Fyrstu mánuðir þess voru ekki meira en í meðallagi kaldir, vortíðin framan af umhleypingasöm, en sumartíðin svo hagstæð, að grasspretta og öll upp- skera varð í heild sinni fyllilega í meðallagi og nýting öll með lang bezta móti. Ilausttíðin öll var og sér- lega hagstæð, og fjöldi af bændum þar af leiðandi betur og miklu lietur búinn undir vorvinnuna næst, en í fyrra. Hvað vetrartíðina snertir, alt til síðustu stundar ársins, þá var hún svo æskileg sem framast mátti verða. Hið eina sem að henni var# fundið var snjóleysi, er gerði örð- ugra fvrir með vinnu í skógi, að- drátt bændavöru o. íi. þvl. í öllu þessu var þá hið liðna ár reglulegt hagsældarár, en þá eru líka kostir þess taldir. Verzlunar- deyfðin, atvinnuskorturinn, pen- ineaeklan og þar af leiðandi verð- leysi á allri vöru tramleiðandans umhverfði árinu í harðæristíð, þrátt fyrir viðvarandi veðurblíðu og til- tölulega góða uppskeru. Ilvernig liið nýbyrjaða ár kann að reynast, er ekki gott að segja, en vist er það almenn von manna. á hve góðum rökum sem hún kann að vera bygð, að rýmra verði urn bönd- inn í.peningapyngjum auðmannanna og acf úr þcim hrjóti fleiri og stærri peningar, heldur en raun varð á á hinu liðna ári. Það er engum efa undirorpið, að járnbrautirnar eru nákvæmustu fjárhagsmæliranir í landinu öllu. í lok ársins 1893 heyrðist engin uppástunga um járn- brautalagning, enda hefir ekki lengi verið jafnlítið um bygging jámbrauta í allri Norður-Amerfku, eins ogásíð- astliðnu ári. Það er fásinna að trúa öllum sögum, sem híyrast, um járn- brautalagning, að minnsta kosti væri fásinna að trúa því, að þær verði lagðar á umtöluðu tímabili, en þeg- ar mikið er talað um járnbrautalagn- ing, þá rná þó æflnlega eiga víst, ’að eitthvað talsvert af því tali lyktar mcð verklegum framkvæmdum. Um síðastl, 4—5 ár hefir ekki verið tal- að eins mikið um járnbrauta-Iagning eins og um undantarna 3 — 4 mán- uði. Það eru yflr 30 þýðingarmikl- ar jámbrautir. sem nú er búið að ráðgera að byggja innan Banda- ríkja á nýbyrjuðu ári. Þó ekki yrði nema einn flmti hluti bygður, þá reyndist það stórmikil atvinna og mikilfengleg framíör yfir síðastl. ár. Að eins eina af öllum þessum fyrir- huguðu brautum viijum vér nefna, það er Duluth & Iron Range braut- in frá Duluth norðvestur í jámnáma- héraðin. Eigendur hennar eru stein- olíu “kongarnir” — Rockefellers, er nú vilja ná í hveitiflutning ekki síður en jám. Ætla þeir sér nú að sögn að leggja braut þessa vestur til Grand Forks og þaðan í tveimur að- alkvíslum, vestur um Dakota og hina norður til Winnipeg og norðvestur þaðan í Saskatche wan - da 1 i n n. Að þetta verði gert með tímanum er ekki ótrúlegt, en efasamt er að miklu verði afkastað að sumri. Hvað Manitoba snertir, þá er ekki ólíklegt að tekið verði til starfa við að byggja járnbraut vestur íDifup- hin-hérað. Þegar kringumstæðurn- ar eru athugaðar, þá er enda ótrú- legt, að það verði ekki gert. Suð- austurbrautin er líka á prjónunum enn og verður það, eins og fyrr, kom ið undir fylkisstjórninni hvort sú braut verður bygð án frekari undan* dráttar eða ekki. Stjórnin hefir þeg ar fengið tilkynningu um, að ný fjárveitinga bæn til styrktar þeirri braut verði ílutt á næsta þingi, sem tekur til starfa 24. þ. m. Af því er auðsætt, að enn er tækifæri að út- vega fylkinu þessa áríðandi braut í áttina til stórvatnanna. Það má gera ráð fyrir að þetta brauta-mál verði sótt jafn knálega nú, eins og í sumar cr leið og er ekki nema senni- legt að saman gangi þá um síðir með félaginu og stjórninni. Hvað sem öðrum brautum líður er þess vegna ckki neitt ólíklegt, að þessar tvær brautir verði bygðar að sumri, að einhverju eða ðllu leyti, Dauphin- brautin og Suðausturbrautin. Ef | þær báðar yrðu bygðar sama sumar- ið, myndaðisí af því meiri atvinna en hér hefir verið á boðstólum um langan tima. llvað skyldi þá segja, ef stórbrautin, sem ; vesturlandinu öllu er allra brauta nauðsynlegust— Iludsonsfióa-brautin, kæmist á skrið? Það hefir verið og ]er enn tíðrætt um að bygging hennar sé í nánd, en af þvi svo oft er búið að kvelkja fals- vonir hiá mönnum, að því er liana snertir, þá trúa líklcga fáir að bygg- ing hennar sé fyrir hendi—fyrr en tekið er til starfa. Eitthvað af þessu verður eflaust framkvæmt, og þess vegna von til að liið nýbyrjaða ár verði verkalýðn- um arðsamara en hið síðástliðna. Hvað búskap snertir, þá er það ljós vottur um framfaravonir, að gætnir menn og framsýnir hafa þeg- ar ákvarðað að byggja 30 kornlilöð- ur í Manitoba á komandi surnri, er til samans taka talsvert yfir 1 inilj. bush. Ogilvie fél. byggir 13, Skóga- vatnsfél. 6, og Northem rdevator-fél. hér í Winnipeg 11 kornhlöður, þar af eina hér í bænum, er tekur 250,- 000 bush. Þeir menn, sem fyrir þessu standa, eru engir “loftkastala”- menn, og engin mirinsta ástæöa til að ætla, að þeir ráðist í stór fyrir- tæki að ástæðulausu. Þeir trúa á- reíðanlega að þetta nýbyrjaða ár verði vetra en liið liðna. IIví skyldu ekki fleiri vera þeim jafn trúaðir ? Réttlátur dórrnír. þykir það ekki, sem um daginn var kveðinn upp yflr Eugene V. Debs, eft ir því sem ýms blöð úr Bandaríkjum láta í Ijósi. Það er líka sannast, að það virðist einkcnnilegt að Dcbs og 6 aðrir formenn félagsins skuli dæmd ir til fangelsisvistar fyrir að hafa gert það, sem þriggja manna nefnd Clevelands forseta hafði skömmu áð- ur sagt leyfilegt. Þó sú nefnd færi þungum orðum um sumt er gerðist í vinnustriðinu og þó hún léti í Ijósi þá skoðun, að allsherjar vinnustríð ættu helzt ekki að eiga sér stað, þá gat liún ekki annað álitið, en að verkamenn hefðu óefaðan rétt til að sameina sig og gcra uppihald á vinnu, ef annar væri ekki kostur til að ÍVi kjör sin bætt. Samt sem áður leyfir dómari einn í Chicago sér að senda Debs í (i mánaða fangelsi fyrir formennsku sína I stríðinu. Vita- skuld var hann ekki dæmdur fyrir formennsku sína beinlínis. Það sem feldi hann, var kæran, að hann hefði ekki hlýtt “forboði” dóinstólanna. Þessi “forboð” (Injunctionu) eru ó- viðkomandi þrepskjöldur í réttar- ganginum, semaðallega sýnist upp- fundinn til að villa mönnum sjónir og teyma þá óafvitandi út frá aðal- málinu. En þau eru undir eins “hnappheidan sem heldur”, þvi hvað sem málinu sjálfu líður, hlaupa menn til að athuga og barma stir yflr þeirri smán, sem dómstólnum heflr verið sýnd, ef “forboðinu” var ekki hlýtt. Þetta var það sem feldi Debs og félaga lians. Hinar ýmsu jám- brautir, er hann átti í erjum við, létu dómstólana fyrirbjóða honum að snerta nokkra þcirra eign eða gera tilraun til að hindra lestaferðir. Þessu boði hlýddi hann ekki, af þeirri góðu og gildu ástæðu, eins og liann lika bcnti á undireins og honum var birt þetta bann, að honum var ó- mögulegt að ráða við félagsmenn sína mörg hundruð og þúsund mílur burtu frá Chicago. Þrátt fyrir þetta var hann í auguin laganna sekur. Dómstólarnir fyrirbuðu honum sem fyrirliða A. R. U. félagsins að snerta eignir járnbrautarfélaganna, en hann hlýddi ekki og gerði með því dóm- stólunum skömm mikla. Fyrir það var hann dæmdur í fangelsi. Þegar ómögulegleikinn að ldýða er tekinn til greina, og þegar jafnframt er at- hugað nefndarálitið um rétt .verka- manna til að gera uppihald á vinnu, þá virðist nokkuð hæpið að þetta sé réttlátur dómur. Dómstólarnir mættu nokkurn vegin eins vel ætlast til, að Debs gæti flogið til tunglsins eins og til þess, að hann, staddur í Chicago, gæti liindrað ærðan höp af félags- mönnum sínum vestur í Colorado eða vestur á Kyrrahafsströnd frá að stöðva lestagang á einhverri járn- brautinni. Þó virðist réttvísin minni þcgar athugað cr, að brautarfélagið, er knálegast sótti þetta mál móti Debs, (Atcheson, Topeka & Santa Fé brautin) er ekki síður sekt en hann í að luifa fótum troðið forboð dómstól- anna. Samkvæmt Inter-State verzl- unarlögunum er öllum járnbrautum forboðið að gefa nokkrum viðskifta- mönnum sínum sérstaka ívilnun. Þeir eiga allir að gjalda sömu upp- hæð fyrir sömu vörutegund á jafnri vegalengd, með hvaða járnbraut sem er. En fyrir réttinum komst upp, að Santa Fé félagið hefir á ákveðnu timabili endursent viðskiftamönnum sínum fullar S7 milj. af flutnings- gjaldi því, er þeir voru skyldir að borga samkvæmt lögunum. Af þcssu sést hve stórkostlega félagið heflr brotið þetta “forboð” dómstólanna. Til þess að hafa flutning af öðrum fé- lögum, endursendi það viðskifta- mönnum sinum svo mikinn liluta flutningsverðsins, eftir að hafa inn- heimt fult gjí>ld samkvæmt lögunum. Á þetta mintist dómarinn ekki einu orði, sá ekki eða lést ekki sjá, að tfé- lagið hefði smánað dómstólana í miklu stærri stíl en Debs, og afleið- ingin er, að Debs fær 6 mán. fang- elsi, en félagið sieppur. Tóbaks-ciiiveltlið. Blaðið World f Ncw York berst hreystilega gegn öllum einveldisfé- lögum, tekur eitt þeirra eftir annað fyrir og leiðirí Ijós allar þeirra athafn- ir og vinnuaðferð, en sem félögin ætl- ast til að séu í skugganum. Félagið sem það sérstaklega er að elta ólar við nú sem stendur, er tóbaks-ein-' veldið. Varð það til þess, að New Jersey-stjórnin hefir nú hafið mál gegn félagi þessu, því undir lögum þess ríkis fékk það tilveru sína. Að- allega er sú sðkn hafin til að rann- saka bókhald og al!a verzlunarað ferð félagsins, en líkindi eru til að fieira gagnlegt standi af rekstri þess-’ um. Þannig heflr komizt upp, að einveldi þetta samanstendur nú af 11 stór-félögum, tóbaksgerðarfélög- um, og að sameiginlcgur höfuðstóll þess er $35 milj. Það hefir og verið sýnt, scm “World” hélt fram, að vald þessa félags er svo mikið, að stórkaupmenn þora ekki annað en kaupa að þvi. Ef þeir reyna að kaupa af smáfélögum, sem enn eru ekki drcgin inn í einveldið, kemur einvcldið til sögunnar og sér um að þeir geti ekkert fengið, kaupir held- ur alt sem til er á því og því tíma- bili sjálft. Með þessu móti er ein- veldið vel á veg komið að eyðileggja öll sjálfstæð tóbaksgerðarfélög. Þetta, að kúga verzlunarmennina til að skifta við eina stofnun einungis, álít- ur blaðið sönnun fyrir að félagið hafl ekld heimild til að starfa, að sú verzlunarstofnun sé ólögleg tilvera, sem leggur kapp á að takmarka við- skifti og verzlun í stað þess að út- breiða hvorttveggja, eins og lögin ætlast til, þegar félaginu í byrjun er veitt lagavernd og lagaleg tilvera. Félagsskapur, sem starfar í al- veg sömu átt og þessi, fer sívaxandi hér í landi, bæði í Bandaríkjunum og Canada, og er skaðræði. Þess vegna er óskandi að “World” vinni sigur í ;þessu máli, fullkomnari og méiri sigur en andvigismenn slíki'a félaga enn hafa unnið á öðrum stöð- um í Bandaríkjunum. Yrði það einusinni sýnt hvenær einveldi byrj- ar að takmarka viðskifti og þar af leiðandi vcrðskuldar lagalega upp- leysing, þá yrði úr því vandalaust fyrir aðrar þjóðir að taka fyrir kverkarnar á slíkum félögum. 200 ára afmæli sitt hélt “heimsbankinn” svo kallaði, réttu nafni, Englands-bankinn, 1. Jan. þ. m. Það var 1. Jan. 1695 að hann tók algerlega til starfa sem banki, þó formenn hans fengjn leyB til aðlána Vilhjáími konuúgi III. 6 milj, dollars gegn 8% afgjaldi, til að halda uppi ó- friðnum við Frakka, 27. Júlí 1694.— Fyrsta nafn stofnunarinnar var “The Governor and Company of the Bank of England”. Höfundur bankans, eða fé- lagsins, var skozkur verzlunarmaður, William Patterson að nafni, og kom hann með þá tillögu sína, að stofna fé- lagið, 1692. í byrjun var félaginu gefin heimild til að halda reikuinga alla yíir ríkisskuldir, gjalda ullar afborganir og gefa út skuldabréf fyrir stjórnina, og fékk fyrir þann starfa $20,000 þóknun áári. Upphaflega var bankinn þunnig verkfæri stjórnarinnar og heíir ávalt síðan verið þjónn stjórnarinnar að meir eða minna leyti, þó stöðugt séu þau hönd að rofna i seinní tíð, en meira hugsað. um viðskifti prívat manna. Það eru nú full 160 ár síðan bank- inn var fluttur á eign sina sem nú er, en sem síðan hefir verið aukin ár frá ári þangað til strætin umhverfis bannu meirí útfærslu, enda þekur nú banka- byggingin meir en 3J ekru aflandi Strætin, sem liggja að bankanum eru : að sunnan Threadneedle Str. (er þar að- alinngangurinn), að vestan Princess Str., að norðan Lothbury Str. og að austan BartKolomew Lane. Byggingin er mikilfengleg og ramger, en ekki nema ein tasia á hæð og er því einkenni- leg ’mjög. Ókunnugur ínaður mætti ætla, að banki þessi væri takmark allra í Lundúnum, því að honum safnast lát- laus straumur aðkomenda úr öllum átt- um og eru eilíf hróp. og köll að heyra umhverfis liann, þar ökumenn eru að troðast að eða frá með hesta sína og farþegja. Einkennilog eiris og bygg- ingin er utan áð sjá, er þó búningur þjónanna, þegar inn er komið, enn ein- konnilegri, Háir og lágir eru þeir— mega allir til með að vera—eins klædd- ir. Þeir eru allir með háan, gljáandi silkihatt í rauðbleikum frakka síðum og hárauðu vesti, en svörtum buxum. Auk heldur sendiboðarnir, smádrengir, sem fara með skeyti aftur og fram um borgina, eru skyldir til að vera í þessum einkennilega einkennis búningi. Bankinn byrjaði með 6 milj. doll. höfuðstól, en tveimur árum síðar var hann aukinn um helming eða því sem næst, var þá $11 milj. Árið 1710 var höfuðstóllinn enn aukinn, færður upp í 27Jt milj. dolk og stóð hann þannig til þess árið 1816, að innborgaður höfuð- stóll var meir en tvöfaldaður, færður upp í S72J milj., eða því sem næst, og er það höfuðslóll bankans nú. Hlutabréf bankans eru nú sem stendur um $1700 virði hvert, enda eru þau arðberandi eign. Á síðastl. 20 érum hefir meðal- vöxtur stofnfjárins verið 10% á ári hverju. Á öllu tímabilinu hefir vöxtur- inn orðið minnst 4J%, á tímabilinu 1753 til 63, en mestur hefir hann orðið 27J%, árið 1697. Fyrstu seðilpeningar er bankinn gaf út, giltu 20 pund sterl., gefnir út 1695. Arið 1759 gaf hann út 10 punda seðla, og 1793 5 punda seðla. Snemma á þessari öld gaf hann út bæði 1 og 2 pd. seðla, en 1814 voru þeir allir innleystir og ekki gefnir út síðan. Smærsti seðil- peningur bankans er nú 5 pund og hinn stærsti 1000 pund sterling. Þessir seð- ilpeningar eru viðurkendir verðmestir seðilpeningar í heimi, ganga alstaðar mótmælalaust með fullu nafnverði. Eng- an seðil sinn gefur bankinn út tvisvar, en innleysir hvern einn með gulli hve- nær sem hann kemur til bankans. Er þá hinn innleysti seðill merktur svo, að ekki verður á honum villst og hann lát- inn út úr bankanum aftur. Eftir að seðlarnir eru þannig innleystir og merkt- ir, eru þeir geymdir í þar til ætlaðri hirzlu i 10 ár, og að þeim tíma liðnum eyðilagðir. Oft hefir banki þessi hinn mikli ver- ið nær gjaldþrota, einkum á fyrstu ár- um æfinnar. Árið 1825, þegar 770 bank- ar urðu gjaldþrota á Englandi, var hann æði hætt kominn, en stóðst þó. Við byrjun ársins var gullsjóðyr hans nærri 71 milj. doll., en í lok ársins var ekki eftir nema ein einasta milj. í gulli. Oft hefir hann mætt ofsókn bæði leynt og Ijóst, og árið 1780 var gerður aðsúgur að byggingunni og átti að eyða henni. Frá þeim tíma hefir bankinn 30 vopnaða her- menn á verði á hverri nóttu í húsinu, frá kl. 7 á kveldi til kl. 7 að morgni. Eru herhúðir þeirra, vopnabúr o. s. frv. niðri í kjallaranum, samhliða gull og silfur hvelfingúnum, þar sem málmur allur, sleginn og ósleginn, er geymdur á nótt- unni í svo djúpu vatni, að 6 fet er ofan að haugunum eða hlöðunum. Það er þess vegna ekki auðgert fyrir þjófa að bera burtu gull eða silfur, þó maður setti sem svo, að þeim tækist ftð komast gegn um hervörðinn og niður í kjallara, því þar fyrir neðan aftur eru gull og silfurhvelfíngarnar, barmafullar af vatni. Mesta upphæðin sem hankinn hefir átt hjá stjórn Breta, er 74 milj. doll., ár- ið 1816. Síðan 1860 hefir skuld stjórnar- innar stöðugt verið frá 50 til 60 milj. doll. og er sem stendur um 55 milj. Af því fé geldur hún að éins 23%. Að með- altali nema öll viðskifti bankans um 30 milj. doll. á dag. Viðskifti Englands- lianka eru,meðöðrum orðum, álíka mik- il á hvcrjum degi, eins og eru viðskifti allra bankanna í Winnipeg til samans á 5 mánuðum. Á bankanum vinna alls 1050 manns og nema samlögð árslaun þeirra 7 milj. dollara. I fólagsstjórninni eru 24 menn, er hver um sig veröur að eiga 10,000 doll. virði af hlutum félagsins, ella kom- ast þeir ekki í stjórnarnefndina. Laun hvers nofndarmanns fyrir að mæta á fundum eru $2,500. Hæztlaunaðir eru þeir : ráðsmaður bankans og gjaldkeri. Arslaun hvers um sig eru $5000. Orða-belgurinn. FRÁ MONTANA. Fyrir rúmum 7 mánuðum siðan fór ég vestur hingað til að reyna að fá bót á heilsu rninni, sem hafði þann árangur, að ég er heldur betri og vona að verði á- framhald á því. Helzt er ég að hugsa um aö liverfa aftur til baka til kuuningja minna í Argyle, enda þó að ég heyri sagt að þeir hafifækkaðsíðan égfór—“Útiervinskap- urinn, þá af er könnunni”—, með því að það er orðið töluvert liart að fá hér heimilisróttarlönd, nema þá eitt og eitt hingað og þangað, en ég hefði heldur kosið að ná þar landi, senj fleiri íslend- ingar gætu tekið lönd. í tilefni af lín- um þessum vildi ég geta þess, að það er í orði að opnað veröi í vor töluvert stórt landspláss (Reserve) fyrir heimilisrétt, eitthvað 150 milur suðvestur héðan, er eftir sögn liggur báðumegin við landa- iriærin á Idaho og Washington og kvað vera. frá 30—50 mílur frá járnbraut.— Eg liefi talað við menn, sem hafa farið 1 gegnum þetta land. og ber öllum sam- an um. að það só eitthvert það ágæt- asta land, og að menn geti valið um lönd, hvort heldur er til akuryrkju eða kvikfjárræktar. Þetta er dalur með fjöllum umhverfis og rennur á eftir dalnum og er þar nægur skógur. Eg hefi talaö við mjög marga, sem ætla að reyna að ná þar landi, þegar það verð- ur opnað, hvenær ’svo sem það verður. Það er svo sem ekki neitt vist, að það verði í vor; það er að eins tilgáta enn sem komið er, því þó stjórnin hafi það nú á prjónunum, þá er óvíst hvenær hún fellir af, því reynslan hefir sýnt, »ð samkynja mál hafa dagað uppi svo ár- um skiftir. öpnist þettá land áður en ég kem norður, þá hkast reyni ég til að fara og skoða það; auðvitað er það seint að skoða það eftir að það er ðpn- að, ef maður ætlar sér að ná þar landi, því óðar en svona lönd opnast, eru þau upptekin.—Ef einhverjir vildu leita sér frekari upplýsinga um land þetta, þá þurfa þeir ei- ki annað eu að skrifa agent í St. Paul, scpi hefir auglýst að hann . skuli senda aflar nauðsynleHar upplýe- ingar og landabréf ókeypis hverjum sem óskar úr norðvesturríkjunum. Addre.ss hanser: P. B. Groat, Gen’l Imi- gration Agent, St. Paul, Minn. Það er annars iperkilegl, að ís- lendingar skuli ekki hafa álpast ofan á neitt landsvæði^ hér í þessum yndislegu fjalllöndum, Eg er viss urn að það hefði átt betur við þá, heldur en slétt- lendið og þó ekki sízt, þá tekið er tillit til tíðarfarsins. Síðan ég kom hér hefir verið sú bezta tíð, sem ég hefi lifað.— Það þarf ekki að segja |um þetta land eins og sagt var um Manitoba: “leikur jafnan svalur andi um Manitoba-slétt- urnar”, þvi meiri partinn af tímanum er logn, og þá vindur er, er hannhægur. Heita mátti að væri frostlaust nótt og dag til 1, Desember, en síðan hefir fallið lítfll snjór og er hægt frost og bezta veður. Hveitirækt er hér lítil, en hafra- rækt meiri, Garð- og griparækt er mikið stunduð ; margir hafa keypt 5— 10 ekrur af landi í grend við bæinn og geta fjölskyldumenn lifað á þeim góðu lífi; þeir hafa flestir 1—3 kýr, en þurfa þó að kaupa hey handa þeim, sem er dýrt—frá $7—10 tonnið, því alt hey verður að rækta, en sumarhaga hafa þeir nægann í fjalllendinu, sem er alt ótekið land og verður aldrei tekið, því menii hér eiga ekki á hættu að rækta nokkuð án þess að geta hleypt vatni á, enda eru allstaðar vatnsveitirigaskurð- ir, sem flestir tilheyra sérstökum félög- um, og þarf að borga þeim fyrir brúkun vatnsskurðanna.—Mér sýnist að þeir vinna hægt og rólega við þennan garð- ræktarbúskap sinn og þeir segjast græða á honum. en ég hefi enn ekki getað komið því í mitt höfuð. Ekki eru þeir skuldugir svo miklunemi, né heldur bændur út um landið, en þeir kvarta samt mjög yfir hörðum tímum, en ég sé þá ekki hér og held að þeir viti ekkf hvað harðir tímar eru. Ég hefi lesið af og til 3 ensk blöð hór og ekki séð eina einustu auglýsingu um, að eigi að selja pantsettar vörur eða gripi né lönd. Fjárrækt er hér víða í stórum stíl, og segja þeir að hún borgi sig betur en nokkuð annað,—Kaupgjald var hér í sumar $2 á dag, en atvinna heldur lítil, eftir því sem vant er,— Vinna við skógarhögg er hér ætið nægi- leg vetur og sumar og goldin 90 cents til $1,25 á cord hvert; viður allur er hór sagaður og klofinn með fleigum, axir einungis brúkaðar til að höggva af lim; undirviður s^gt hér ekki. Viðartegund- iv eru mest, Pine, nokkuð af Tamrac, en harðviður enginn. Þorstbinn Antoniusson. Missoula, Montana, 15. Des. 1891.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.