Heimskringla - 05.01.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.01.1895, Blaðsíða 4
TTF.TMHKRTNGLA 5 JAXÍ AX 1V95. Winnipeg. Rétt 1200 mál voru dæmd í lögreglu- rétti bæjarins á síðastl. ári. Á morgun verða guðsþjónustur Tjaldbúðinni kl. 11 f. h. o.g kl. 7. e. h. Herra Árni 'Thordarson hefir selt aldina-verzlun sina í Horth West Hall byggingunni lierra Hans Einarssyni. Herra Jón Júiius lofar athuga- semd í næsta blaði við það, sem sagt var í síðasta blaði um ferð hans til Nýa Islands. Málaflutningsmaður Magnús Brynj- ólfsson frá Cavalior, N. Dak. kom til bæjarins fyrra föstudag og dvaldi til þess á nýársdag. í lok ársins 1894 voru 5,150 nem- endur á alþýðu skólum bæjarins. Tekjur skólastjórnarinnar voru á ár- inu alls $114,277.67, en öll gjöld $174,- 692.85. Á fimtudagskveldið var hélt Tjald búðarsöfnuður ársfund sinn. Fulltrúar kosnir þessir : Ólafur Ólafsson, Stefán Þórðarson, Jóhann Pálsson, Beggþór Kjartansson og Loftur Jörundsson. Ut nefndir djáknar Mrs. J. Sigfusson og Mrs. S. Hermannsson. Rev. Louis Philip Adelard Langevin prestur í Maríu-kyrkjunnihér í bænum hefir verið veitt erkibyskups-embættið stað byskups Tache, er iézt síðastliðið sumar. Rev. Mr. Langevin er 39 ára gamall', fæddur í St. Isidore, Quebec og er náskildur gamla Sir Hector Lan gevin. Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm.— Fljót og viss.lækuing ; linandi, hreins andi, læknandi. (2 Á ársfundi prentfél. Hkr. voru þessir kosnir í stjórnarnefnd fyrir ný byrjað ár : J. W. Finney, B. L. Bald- winson, M. Brynjólfsson, Einar Olafs- son, Jón Stephansson, Fred. Swanson, M. B. Halldórsson. Blaðið “Tribune” flutti þá kæru ný lega, að áríðandi grein hafi verið numin úr aukalögunum um leyfi strætisbrauta- félagsins til að leggja sporvegi um bæ inn. Málaflutningsmaður bæjarins, Mr. Isaac Campbell, heimtar nú að bæjar- stjórnin hefji lögmæta rannsókn í þessu máli, því hafi nokkur numið grein þessa úr samningnum, þá hljóti sú skuld að skella á sér. Mál þetta verður rætt á þæjarstjórnarfundi á mánudagskvölkið kemur. Hjónavígslur: 23. Des, síðastl. gaf séra Jón Bjarnason saman í hjóna- band Jóhannes Jósepsson og Katríni Friðriksson, bæði til heimilis í bænum. Á jóladagínn gaf séra Hafst. Péturs- son í hjónaband Ingimar Magnússon, frá Brandon, og Ágústu Jóhannes- dóttur, héðan úr bænum. Á nýárs- dag gaf sér.r Magn. J. Skaptason í hjónaband Ólaf Sigurðsson, frá Gimli, og Salbjörgu Jakobínu Jóhannsdóttur. Um Guðmund Mattníasson, er fyrir nokkru drukknaði í Seattle, Wash., skrifar hr. Jón J. Nesdal oss, sem fylgir: “Hann var úr Barðastrand- arsýslu, ólst upp hjá f^reldrum sínum á Bakka í Tálknafirði. Foreldrar hans og systkyni, 3, eru að því er ég bezt veit á lífi og eru sár-fátæk. Ekki veit ég til að hann eigi ættingja hér megin hafsins. Faðir Guðmundar lieit- ir Matthías Jafetsson og mundi hon- um koma vel að fá eigur Guðmundar. ef nokkrar eru.” Listfengir myndasmiðir. Nokkrir bæjir í Canada geta stært sig af góðum myndasmiðum, seni’geta fyllilega borið sig saman við iðnbræð ur sína hvar sem er heimi, hvað feg urð og frágang myndanna snertir Eðlilega er aðsókn mikil að þessum mönnum, sérstaklega af þeim sem sækj- ast eftir vönduðum myndum, og borga þó ekki meira fyrir þær en aðrar •myndir. Á hverjum degi eykst tala þeirra stórum sem; brúka Diamond Dyes heima húsum. Þeir eru seldir fyrir 10 cts. pakkinn, og úr þeim má lita meira efni heldur en öðrum litum, og lita það svo vel að ánægja sé að. Litirnir eru ekki daufir; efnið skemm- ist ekki. Það gengur litill tími til þess, og þú getur ætíð mælt með þeim meðal kunningja þinna. Nokkrir fylgismenn Gilroy’s við bæjarstjórnarkosningaruar voru svo ó- ánægðir með úrslitin, að þeir heimtuðu að County-dómari teldi upp atkvæðin aftur. Var byrjað á því á gamlársdag og lokið við það að morgni 2. þ. m. Urðu þá úrslitin þau, að Gilroy var 8 á undan, en ekki 2 á eftir, eins og í fyrstu var dæmt af kjörstjórunum. I einum kassanum t. d. höfðu fundizt 5 atkv Gilroy’s, sem ekki komu fram í tölu kjörstjórans. Kl. 12 á hádegi á mið- vikudaginn aflagði því Thotnas Gilroy einbættiseiðinn ásamt bæjarráðsmönn- Sjaldan er nema hálfsögð sagan, þegar einn segir frá. Hr. Eggert Jóhannsson, ritstjóri Heimskringlu. Blað yðar dags. 29. þ. m. (nr. 52. 1894) flytur lesendum sínum langa fréttagrein dags. Icelandic River, 19. Des. 1894, viðvíkjandi fundi er þar var haldinn 15. s. m., og í sama blaði er heillöng ritstjórnar grein á öptustu síðu blaðsins með fyrirsögn : “Sveita kosningarnar í N. Isl.” Með því “fregnritari” yðar hefir verið svo hugull, að látast gefa les- endum yðar inntak ræðu minnar á fundinum við ísl.fljót, og með því þér hafið’ verið svo vænn, að bendla nafn mitt svo kurteislega inn í athuga- semdir yðar, sem ritstjóri, viðvíkjandi sveitarstjórnar kosningunum í N. Isl. — en hvorugum ykkar tekizt að segja satt og hlutdrægnislaust frá, — þá ieyfi ég mér að gera fáeinar atliuga' semdir við hvorutveggja, í þeirri von að þér séuð þó sá drengur, að taka þessar linur í blað yðar, þó þær komi dálítið í bága við uppástönd “fregn- ritans” yðar og yðar sjálfs. Ég ætla ekki að vera langorður um "fregnritann,” sem ég veit vel hver er, því ég^sá hann vera að “klóra á skinnbótina” sína á meðan ég hélt tölu mína í skólahúsinu við íslend- ingafljót. En ég ætla að taka það fram í byrjun, að hann er alræmdur afturhaldsliði. Hann virðist þar að auki hafa komist á “ranga hillu” í lífinu, því eftir fréttagreininni hans að dæma hefði hann átt að vera mis- sýningamaður (fakir) í staðinn fyrir að vera fregnriti, því varla mun sá hæfi- legleiki heyra til hjá fregnritum blaðs yðar ? í þetta sinn fer ég ekki mikið út í einstök atíiði í grein “fregnritans,” en leyfi mér að láta þá meiningu i ljósi, að enginn fregnriti fyrir heið- arlegt blað, sem gefið er út á ensku máli, hefði leyffc sér að faraeins'með málefnið, og hann hefir gert. Til dæinis le.yfi ég mér að benda á, að “fregnritinn” fullyrðir, að ég hafi ekki minnst á bryggjumálið. Þetta er lielber ósannindi. Ég minnt- ist á það eins og það átti skilið — sem gamalt og nýtt agn og kosn- ingabrellur af hálfu afturhaldsflokks- ins — en gat þess náttúrlega um leið, að það væri ekki enn þá hægt að telja þessa bryggju afturhaldsiiokkn- um til ínntektar, því að hún væri, enn sem komið er, ekkert nerna loforð, og að menn væru búnir að reyna kosninga loforð afturhaldsflokksins svo oft, að ekki væri nein ástæða til að legnja mikið upp úr þessu bryggju loforði. . Svo getur þessi blessaður “fregn- riti átt sig. því “ekki ætla ég að sverja úr honum h........lýgina,” eins og frænka hans sagði fyrir rétti forð- um. Þá leyfi ég mór að snúa mér að grein yðar sjálfs eða athugasemdum við sveitarkosningarnar í N. Isl. Ég skal þegar í byrjun taka það fram, að ég býzt við að þér hefðuð ekki ritað eins ógætilega um þetta mál og þér hafið gert, ef þér hefðuð liaft annað fyrir yður en sögusögn hlutdrægra flokksmanna Stefáns Sig- urðssonar, þrátt fýrir það að ég veit, að þér sjálfur eruð stækur flokks- maður Stefáns og afturhaldsklikunn- ar. — Þér talið til dæmis um atkvæða- greiðsluna í Mikley. Eg veit nú að þér voruð þar ekki sjálfur og hvergi í N. ísl. við þessar síðustu kosning- ar, þó þér hafið áður verið við sveit- arstjórnar kosningar kenndur þar nyrðra. — Það sem þér því segið er bara eftir sögusögn annara — eða til- gáta yðar sjálfs — og þessvegna ekk- ert á að byggja. Eins og þér ofboð vel vitið — ef þér vitið eða viljið vita nokkuð rétt og satt í þessu máli — þá hafði Jóhannes Magnússon umboðs mann fyrir sig við kosningarnar : Mikley eins og Stefán Sigurðsson. Þér vitið þá oinnig, að það var um boðsmaður Jóliannesar sem heimtaði að þessi bóndi er þér minnist á, af- legði eið um, að hann hefði unnið þegnskildu eið,” en ekki kjörstjóri. Þér vitið ennfremur að slíkt er al- mennt við kosningar, enda veitir ekki af, því ýmsir reyna að koma að ólög- mætum atkvæðum, eins og til dæmis flokksmaður yðar Chamberlain, sem nú situr í "tugthúsinu” fyrir þess- háttar brall. Einn Stefáns sinni sór á kjörstaðnum við Isl. fljót, við þess ar kosningar, að hann væri sá sem stóð á kjörskránni (þó kom hvorki nafn né bústaður hans heim og sam an við kjörskrána) og greiddi atkvæði en á það minnist þér ekki, og þó Tietir hér að likindum verið framinn glæpur — (meinsæri). Þér segið að kjörstjóri hafi vel vitað, hvaða mann þessi bóndi í Mikley hafi viljað hafa oddvita sætinu, og því gert honum þessa háðung að heimta eið af hon- um. Hvernig vitið þér þetta, og hvaða háðung er í því þó slikur eiður sé heimtaður, ef maðurinn gat unnið iiann án þess að gera sig sekan í meinsæri ? Þér vitið að kjörstjóri má ekki neita að taka eiða af þeim kjós- endum, sem umboðsmaður annars- hvors sækjanda heimtar að vinni eið. Þar næst veltið þér yður yfir Green- waystjórnina með hrakyrðum og ofsa, fyrir það sem bér kallið afskifti hennar af sveitarstjórnarkosningunni í N. Isl., og og gefið í skyn, aðMr.McDonnell,Jón Júlíus og ég höfum verið verkfæri henn- ar til að rífa Stefán bola frá — bola Stef- án ríf (reeve) frá oddvitastöðunni— ætl- aði ég að segja. Út af þessu segi ég blátt áfram, að hvað mig snertir, þá fór ég til N.-ísl. eftir áskorun forstöðu- manna rslenzks félags.sem þar vor stofn- að í hHust er leið, og nefnist “Liberal Association” (eins og ég líka tók fram í ræðunni), en ekki fyrir tilstilli Green- waystjórnarinnar. Ég veit með vissu, að hvorki Mr. Greenway né neinn ráð- lierra hans vissu um ferð mína, enda þurfti ég ekki að sækja um leyfi til þeirra. Hefi stundum fárið til N.-ísl áður án vilja þeirra og vitundar. Þar að auki hefi ég verið gjaldandi og kjós- andi í N. ísl. siðan sveitarstjórn komst þar á, og vissi ekki annað en að ég væri á kjörskrá þar nú eins og áður, þangað til að ég uppgötvaði að ég og ýmsir aðr ir menn tilheyrandi frjálslynda flokkn um, höfðum ólöglega verið strykaðir ú af kjörskrá síðastl. ár. á stjórnartíð þessa blessaða Stefáns. Ég hefi ennfrem ur oft að undanförnu notað kosningar rétt minn og barist fyrir því, að vissi meon kæinust i bæjarstjórn, bæði hér Winnipeg og Selkirk, eins og ýmsir aðr ir menn, án þess að Hcimskringla eða önnur blöð hafi sprungið í loft upp út af því. Svo veit ég ekki heldur til, að þér eöa Hkr., Stefán eða afturhaldsflokkur inn, hafi neitt einkaleyfi til að vasast sveitarstjórnarmálum í N. IsL, né að þessar stórmaktir hafi nokkurt veðband á samviskum kjósenda þar, þó sagt sé að Stefán hafi leitt ýmsa þar á skulda klafanum að kosningaborðinu. Þér segið, að þessi verkfæri Green ways (McDonell. J. Júl. og ég) hafi skift sór þannig, að Jón hafi verið á Gimli McDoneil í Mikley og ég við íslendinga,- fljót, og gefið með því í skyn, að við höf um skift okkur þannig til að hafa ábrif á kosningarnar. I þessu sambandi vil ég benda á, að McDonell fór til N. ísl til að yfirlíta verk, sem var verið að gera og menn hafa óskað að láta gera þar á ýmsum stöðum, eins og hann hefir ferð- ast um annarstaðar í fylkinu rétt á und- an og eftir i sömu erindagerðum, og þó hann kæmi til Mikleyar, þá fór hann ekki þangað fyr en kosningadaginn og fann enga kjósendur fyr en kosningar voru um garð gengnar. Þetta er mér alt kunnugt um, því að ég varð McD samferða báðar leiðir frá Selkirk og sam- náttaði| honum altaf nema eina nótt, þá er hanil var í Mikley. Ég vissi ekki til, að hann skifti sér hið minsta af kosning- unum, þó hann náttúrlega “interesser- aði” sig fyrir niðurstöðunni, eins og fleiri, af því að þessi kosning var gerð að flokksspursmáli. Hvað Jón Júlíus snertir, þá er mér ekki eins kunnugt um aðgerðir lians, enda mun hann svara fyrir sig sjálfur Og hvað mig sjálfan snertir, þá dett- ur mér ekki í hug að neita, að ég hafi hlynt að því alt hvað ég gat, að Jóhann- es Magnússon, vinur .ninn og hæfari maður en Stefán, næði kosningu, enda þykist ég fult eins frjáls að því og þér voruð, er þér voruð að vasast þar í sveitakosningum og sveitamálum af hálfu afturhaldsmanna. Það sem þér segið uin afskifti Green- waystjórnarinnar, #r helbert rugl, og hafa sögumenn eða flugumenn yðar komið illri flugu í munn yðar í þessu máli, og þér uppgötvað “mares nest,” eins og oftar. Þeir hafa líka gleymt að segja yður það, flugumennirnir, að fiskiveiðaflugu- maður afturhaldsstjórnarinnar í Otta- wa (yðar elskulegu fóstru) var á em- bættisferð norður um vatn rétt fyrir kosningarnar, til þess, eftir því sem sagt var, að fá fiskimenn til að trúa á Stefán píslarvott, og aka þeim á kosn- inga-bálið. Að endingu skal ég leyfa mér að taka það fram, að eftir því sem ég komist næst, voru svo mikil ólög höfð í frammj við kosningarnar á Stefáns hlið, að ef hann hefði fengið meiri hluta atkvæða, þá hefði mátt ónýta kosningu hans, og segja menn þar nyrðra, að hið sama hafi á11. sér stað i fyrra i engu minni stíl. Það er kanske ekki “sóða- verk” að þvo allan óþverran af flokk yðar, því vonandi eruð þér ekki svo “staurblindur” (sic!) sjálfur, að þér ekki sjáið hann! Það má þó sjá minna grand í mat sínum. En sumum er svo varið, að þeir sía mýfluguna vandlega frá, en gleypa úflaldann ! Winnrpeg, á gamlársdag, 1894. SlGTR. JÓNASSON. ATH. — Án þess að vefenvja sögu Mr. Jónassonar að því er-snertir er indi hans til nýja íslands um daginn getum vér ekki að því gert að oss þykir einkennilegt, að það blað, sem hann er svo nátengdur — Lögberg, og sem að sjálfsögðu mun vilja aðstoða og efla “Liberal Association” ei N. Isl. eins og annarstaðar, skyld ekki með einu orði minnast á það félaginu til frægðar, að það hefði út vegað Mr. Jónasson til að prédika um pólitiska trúfræði norður við íslend ingafljót. Önnur eins framsókn við skilningsræktun fólksins er þó þess virði, að félagsbræðurnir sjálfir haldi henni á lofti, öðrum til eftirdæmis. Hvað ferð Mr. McDonells snertir, þá er það vitanlegt, að hann er aldrei vandræðuin með að búa sér til erindi en þar fyrir er enginn maður í Nýja Islandi svo skyni skroppinn, að hann viti ekki í hvaða tilgangi erindið er flutt þegar eins stendur á eins og nú Því ljósari er tilgangurinn með ferð hans þegar athugað er, að hnnn hefir oftar en einu sinni sagt mönnum nýlendunni, að sveitarstjórnin fengi enga gagnlega uppliæð fjár til vega bóta úr fylkissjóði á meðan Stefán Sigurðsson væri oddviti sveitarstjórn- arinnar. Með því er sýnt, að fylkis- stjórnin leggur kapp á að koma á- kveðnum mönnum í sveitarstjórn Nýja íslandi, og þá er alt fengið. Það gerir minna til, hvaða menn hún sendir, eða hvort hún sendir einum eða öðrum beina skipun um að fara nú af stað og vinna. Það er vel gert al Mr. Jónasson að rninnast á Chamberlain atkvæða- falsara. Það er aldrei of oft né of greinilega fram tekið, að mannorðs- eyðilegging og fangelsi er sjálfsagt hlut- skifti þeirra, sem falsa atkvæði eða á einn eða annan veg hafa Olögleg dhrif d kosningar. Að Chamberlain er nú fangelsi, er “afturhaldsflokknum” (sem “liberal” gæðingarnir hafa svo barna- lega ánægju af að kalla viðhaldsflokk- inn) til heiðurs. Það sýnir, að hann hneppir þá flokksmenn sína alla hlífð- arlaust í fangelsi, sem uppvísir verða að skálkapörum. Þeir “liberölu” eiga eftir að gera betur, gera eins vel. Það er aðgætandi, að tilverknaðurinn er sá sami, hvort sem eitt atkvæði eða tultugu hafa verið fölsuð, því lcomið getur fyrir, að á því eina atkv. fleyti umsækjandinn sér i þingsalinn og þá er tilganginum náð. Þessi sanníndi verða aldrei of vel brýnd fyrir kjós- endum. Að ritstj. Hkr. hafa “vasast” í kosningamálum í Nýja íslandi, er bara hlægileg tilgáta, því þó hann hafi verið þar til heimilis tvi vegis nokkurn hluta vetrar, þá hefir líklega enginn skift sér minna af sveita kosninga málum en hann. Það er nokkuð, sem almenningi í nýlendunni er ofboð Ijóst. Ritstj. Hkr. Fundarboð. Þann 11- Janúar næstk. (föstud.) heldur hið Islenzka Verzlunarfélag árs- fund sinn í Verkamannafélagshúsinu Elgin Ave. (Jemima Str,); byrjar kl. 8. e. h. Allir félagsmenn beðnir að sækja fundinn sem geta mögulega, þar áríðandi mál liggja fyrir fundinum. I umboði fél. JÓN STEI’áNSSON. Peningar ! Peningar ! Peningar ! csesauae© VER ÞURFUM $3000.00 fyrir 1. Janúar í Blue Store. MEIÍKI: BLÁ STJARNA. 434 Main Str. Hvað sem það kostar Þá þurfum vér að fá það Vér verðum að fá þessa pen- ingaupphæð með einhverju móti fyrir nyár.. Blíðviðrin sem gengið hafa nú um tíma, hafa skemt fyrir oss verzlanina og þess vegna verðum við nú að reyna að bæta það upp fyrir nýár. Vér vörum alla við að eyða pening- um sínum fyrir föt, þangað til þeir hafa reynt hvað þeir geta fengið fyrír þá í BLUE STORE. Takid eftir ! Buxur............... |i.oo Fallegar vaðmálsbuxur $1.50 Buxur, $6.50 virði.... $3.50 Alfatnaðir, með alls- konar litum, $9.50 virði $6.00 Alfatnaðir með tví- hneftum treyjum..... $8.00 Alfatnaðir úr skozku vaðmáli, $17.00 virði, $10.00 Karlmanna-kragar úr bezta efni.......... $2.00 og yfir öll föt pössuð á í búðinni. Tle Bliie Stii'í, * MERKJ: BLA STJARNA. 434 MAIN STR. A. Chevrier. 98 Valdimar munkur. ég halda að það væri gott. Þá gat hann um ó- samþykki út af einvígi D imanoffs gretfa og Rú- riks, en ég hélt að það hefði engu sundurþyirki o!lað, því áfram héldi hertoginn að keimsækja keisarann. Þá sagði liann mér. að hann hefði gjálfur séð einvígið háð”. Sagði þá Zenobie Rósalind allaeinvígis-söguna, eins og mukur- inn sagði henni, og sem har Rúrik söguna að minnsta kossi eins vel og réttlátt vár. Það var umtalsefai, sem Rósallnd þótti vert að lilýða á, enda gerði hún það með athygli. Eftir að hafa lokið við frásögu munksins bætti hún sínnm eig- in athugasemdum við, er allar voru í þá áttina, að Rúrik væri í öllu fyrirmynd þess, hvernig karlmaður ætti að vera, tilþessað eiga heimt- ing á ást kvennfólksins. Þessum fyrirlestri fékk Rósalind ekki tæki- færi tii að svara, því alt í einu lukust upp dyrn- ar og hinn aldraði hertogi gekk inn. Hann brosti hlýlega til Rósalindar og hnegði sig með mestu kurteisi, og veifaði annari hendinni til merkis um að Zenobie skyldi ganga út. Undir- eins og hún var farin, tók hann sér sæti á sófan- um bja Rósalind, sem þegar leit upp á hann og póttist getagreint merki þess, að hann bæri eitt- livað úvanalega mikið fyrir brjóstinu. Það fór um liaua lirollur—lnín gat ekki að því gert. Það vareitthvaðí svip inannsins, íjtilliti hans og enda orðum, sem hana hrylti við, þó ekki gætj hún greint hvað það var, því enn var alt, sem hann hafði niðri fyrir, rækilega hulið. Það var Valdimar munkur. 103 “ Við sameinum eignirnar auðvitað”, svaraði hertoginn. “Nei, nei”, svaraði Rósalind, þú gerir ekki þetta. Þú forðar mér heldur frá slikum afdrif- um”. “Forða þér, forða þér, stúlka ! Forða þér frá að verða kona eins valdmesta og ha*t-stan,l- andi aðalsmanns í Rússlandi ! Ertu gengin af vitinu”. “Ég sé að þetta er misskilningur minn!’, sagðí þá Rósaliud og iiorfði framan i hertogann. “Þú ert að þessu til þess að reyna mig. Þegar þú veizt svo vel að slíkt band gerði mig ógæfu- sama alla œli, veizt að eg með því móti gæti aldrei glaðan dag séð, og að nllur friður, allar vonir liyrfu úr lijaita mínu, þá veit ég að þetta er ekki alvara þín, en einungis raun, sem þú leggur fyrir mig”. “Ég segi að þetta sé fastur ásetningur minn, Rósalind Valdai, fustur ásetningur minn, að kvongast þér. Og þeir sem þekkja Mhrtogann af Tula viðurkenna, að hann sé allra manna ólík- legastur til að hætta við fastákveðna fyrirætlun aína. Þetta vona ég að þú misskiljir ekki”. Eósalind sá nú að hér var ekkert undanfæri. Hún hafði í fyrstn gert sér hugmynd um, að hann mundi ekki ganga lengra ennð fregna livort hún væri viljug eða ekki að giftast lionum. Hún sat um stundmeð hnegðc höfði og hugsaði alvar- lega um forlög síu. “Htrrft painp”, sagði húa að lyktum, leit 102 Valdimar munkur. míniim engan til að gleðja mig og lffga. Ég æskti eftir alt öðru hlutskifti en þessu. Um síðir opnuðust augu mín, svo að ég eá livaða öfl voru að yfirbugá sál mína. Þegar ég leit þig, sá ég, vissi ég, að þar liafði ég fundið konu, sem gæti glatt mína lireldu sál. Rósalind ! Eg elska þig innilega, af alliuga og ég vildi mega taka þig mér fyrir konu Nú trúi ég ekki öðru eu þú skiljir mig”. Rósalind varð náföl, en lierti upp hueann og horfði hvössum augum á fjáihaldsmann sinn. “Þefta getur ómögulega verið alvara—það”, sagði liún efiir litla þögn, en komst ekki lengra, pví liertoginn greip fram i, “Hægt!” sagði liann Jiúlf-bistur. ‘ Ég er ekki að fara með neitt spaug. Ekki eiuungis er mér þetta alvara, lieldur er þetta fastur ásetning- ur minn, sem ég ekki vík frá. Þegar faðir þinn fékk mér þig til umsjónar, þá sagði hann að ég hefði full föðurráð yfir þér og mætti breyta við þig eins og mér sýndist. Nú vil ég taka þig mér fyrir kon.u Damanoff greifi varð fyrstur manna til rtð biðja þín og hefði bann verið ákjósanlegur maður og hefðir þú liaft álit á lionum, þá hefði ég ekki kemið með minnstu mótbáru. En þú hafðir ekkert álit á lionum og svo er úttalað um það atriði. Nú geri ég tilkall til þín og legg hæði auðæfi mín og nafnbætur við fætur þína”. “Og hvað verður um eiguir mín3r”? spurði Rósalind, því á augnablikinu flaug henni margt i hug þetta mál áhrærandí. Valdimar munkur, 99 innri meðvitundin, sem beindi lienni braut og sýndi lienni lirottuna, áður en hin ytri skyln- ingsfæri þó gátu greint nokkra liættu. Hún var ekki lengi í efa um hvaö um var að vera. Hinn voudi var laus, liafði slitið af sér alla hlekki, hafði ákveðið herfang sitt og var óðum að flækja það í neti sínu. “Það er álit sumra læknanna, Rósalind”, sngði hertoginn og gerði sérfar um að segja þaðléttilega og blátt áfram, en gat ó- mögulega hulið, að honum var þungt fyrir bjart- anu. "Það er álit sumra læknanna, að Damanoff greifi muni eins vel lifna við”. ‘Ó, það þykir mér vænt að lieyra”, svaraði Rósalind með fögnuði. “Það þykist ég vita”, svaraði liertoginn seinlega. “En þú liefir þó ekkert sérlegt álit á lionum, eða hvað?” “Hvað, á hoinim ” “Já. Ég var að tala unt bann”. “Nei, mér er ekki annara um hann en aðra, sem ég veit að þuifa að bæta ráð sitt áður en þeir deyja”. “Já, einmitt!” sagði hertoginn og beit á vör- ina, því samvizkan sagði honum svo greinilega, að liann væri einn i þeirra flokki. “En það sem ég eiginlega átti við v»r það”, hélt liann áfram, ‘*að því hefðir aldrei haftástá lionum”. “Nei, herrahertogi”, svaraði mærin og leit hvessum og spyrjandi augum á hinn voiduga að- alsmann. ‘,Það var það, asm ég hclt, það var það sem

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.