Heimskringla - 12.01.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.01.1895, Blaðsíða 2
o HEIMSKRINGLA 12. JANÚAR 1895. komr út 4 Laugardögum. f iie fleiiaskrinfflii Ptg. & Pnbl.Co. útgefendr. [Publishers.] Veið tilaösiiis í Canada og ii da ríkjunurn er : 1 árgangur 12 mánuðir S2.00. J ------- 6 --------- $1.00. Ritstjóriun geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendtr þær eigi nema frimerki fyrir endr- sendÍQg fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brót'um ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nalnlausum bréfum er enginn gaumr geflnn. En ritstj. svar- ar lröfundi undir inerki eða bókstöf- um, ef höf. tiltek. alík* merki. TJppsögnógild að lögum, nema kaup- andi sé aiveg skuldiaus við blakið. Rit.sjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager); EINAR ÓLAFSSON. Peningar sendist í P. O. Money Or- der, Regis'ered Le.tter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg eru að ein- teknar með aSðllmn. OFFICR: Cor. Ross Ave. & Nena Str. j. «. mrs. :í«í». Tribune og Lögberg. Það er margt líkt með jieim blöð- um. pau eru bteði, að uokkru leyti, eign fylkisstjórnarlnnar, ]>. e., meðlim- ir ráðaneytisisins Greenwayiska eru hluthafendur í báðum blaðfélögunum. Nauðsynlcga hafa bví bæði blöðin eina og sömu pólitiska trú—Greenway-trú. Bæði eru skyldug til að afsaka þær mis- gerðir stjórnarinnar, sem ekki verða sannaðar ósannar sakargiftir. Bæði eru skyldug til að segj.i ósatt alt sem sagt er stjórninni til vansæmdar, á með an kostur er; og bæði eru skyldug til að syngja henni lofgerðar og þakklætis sálma við öll upphugsanleg tækifæri. Fyrir þetta er þeitn launað af opinberu fé, Lögbergi svo nemur eins ceat* skatti á nef hvert í Manitoba, samkvæmt fylk isreikningunum síðustn. I þessu öllu er líkt á koiiiið með þessum blöðum báðum og það er eirmiv likt á kom'ið með þeim að því leyti, að bæði leitast við að vinna sitt ákvarðaða verk dyggi- lega. Tribune hefir enda gengið svo langt á stundum, að gerast eitraðasti fjandi alls Vesturlandsins, heldur en að Greenway-klikan gæti sagt það ótrútt sér. Þó er eitf það mál, sem Tribune hefir enn ekki treyst sér til að afsaka, en bíður eftir betri undirbúningi og hugsar sór líklega eins og Lögberg, ad taka það “til frekari yfirvegunar síðar við tækifæri”. lJetta mál er fjárdrátt- armálið í Sifton-sveit, er skýrt var frá í Hkr. nýlega. í millitíðinni hefir Tri- bune minnst á það mál og látið í ijósi þá von, að öllum, jafnt háum sem lágum, sé hegnt hlífðarlaust fyrir glæpsamleg- an tilverknað. I sama skiftið kom það með aðfinningar við stjórnina, eins greinilegar aðfinningar og við er að bú- azt í blaði, sem eins er ástatt fyrir. Að finningarnar í grein sinni endar það þannig : “Það sem vér förum fram á er, að stjórnarnefndin (Greenwav-stjórn in) opinberi fyrir idraenningi, eða að minntakosti fyrir hluthöfunum, sem eiga heimtingu á því, skýrslu þá, er yfirskoðarinn (reikninga yfirskoðari fylkisins, J. A. Smart, fyrrum í ráða- neyti Greenway’s) sendi þeim” (þ. e. fylkisstjórniniii, ler Tribune í þessari groin sinni ótilkvatt viðurkennir að sé stjórnaruefnd prcntfélagsins). hú», -cieri opiaberuð er cetiun vor, að le*endur vorir mund i *annfirra*t um, að aðfinning- ar wrar haji r.erið d (júðum ró'eum hyyð- ar". Svo mörg oru þessi orð Tribunes. Það treystir sér ekki að svo stöddu að kara þenuan kálf, svo mikið skal því sagt til heiðurs. Lögbergi er ekki eins velgjuhætt. Það hikar ekki við að renna því niður, sem Tribune gengur fra. XJm það hljóta þeir að saunfærast, sem líta á blástnr- inn í Logbéi gi 5. Jan. þ. á. Þar er öllu snúið öfugt við, prívat sakamálum(?) jafnað á móti oþinberum sakamálum og ritstjói-a Hkr. ráðlagt, “að kynna sér landslög og réttarfar hér i landi, lieldur en að skrifa rugl”(!). Ritstj. Lögbergs að ráðleggja ritstj. Hkr. að kynna sér landslög og réttarfar hér í landi! Fyrr má nú gagn gera. V itaskuld er- um vér langt frá því að vera fnllnuma í þeirn greinum, en það ætlum vér víst, að rit stj. Lð^borgs þekki mann, sínu *) Leturbreytingin er vor. Ritstj. blaði nákominn, semenda brýnni þörf hefir til að “erfiða sig” inn í þá lær- dóms grein, Lögberg segir að fylkisstjórnin liafi ekkert getað að gert. úr því svcitar- stjórnin ekki klagaði manninri, að þann- ig sé um hin sameiginlegu lög Canada búið; að þau sóu samin og sett af “aft- urhaldsflokknum” á Ottawa-þinginu, og að, ef vér séum ekki ánægðir með aðgerðir Gveenways í ]>essu máli, þá verðum vér að fá Ottawa-stjórnina til að breyta lögunum! Annaðhvort er, að þessi ummæli blaðsins “stafa af van- þekking”, eða þau eru “rituð í þeirri til- gangi að slá ryki í augun á fd/róðu fólki og móti betri vitund”. Til að sannfærast um að svo só, þarf ekki ann- aðenfletta upp á 21. kap., 72. grein í heJningarlögurn Canada, samkvæmt lögum frá 32. og 33. stjórnarári Vic- toriu, og lesa sem fylgir : *)“ VV’hosoaver, being employed in the public servico of Her Majesty, or of the Lieutenant Governor or Govcrnment of any Province of Canada, or of uny mu d- cipality, and entrusted by virtue of such employinent with the receipts, custody, management or control of any chattel, money or valuable secnri- ty. embezzles any cbattel, money or valuable secuiity entrusted to or re- ceived or takon into possession by liirn bv virtue of his employment, or any part tbereof, or in any manner fraud- ulently applies or disposes of tlie same, or any part thereof, to his own use or benofit, or for any purpose whatsoever, except for the public service, or the ser vice of such Lieutenant Governor, Go- vernment or Municipality, *hall he ileaned to hati fclonioi'sly *tolen the same fnnu Ifrr Majesty. or from stirh municip- ulity, and shall be liable to be inprison- ed in the Penetentiary, Etc. Þetta segja lögin. Að halda því fram, þrátt fyrir þessi ákvæði, að stjórnin geti ekki átt við það, af því sveitarstjórnin hafi ekki byrjað, eru auðvirðilegar vöflur. Til hverserdóms- málastjóri settur, til hvers er honum launað? Eftir að hann veit um það sem lögin svo skýrt segja að sé þjófn- aður frá hinu opinbera, á hann máske að gera sig meðsekann, eingöngu vegna þess, að meðlirnir sveitarstjórnarinnar eru áður (?) búnir að gera sig meðsoka vegtm fávizku eða hirðuleysis með að hlýða lögunum ? Til hvers þá að ala hálaunaðann sveita-umboðsmann (mu- nicipal commissioner), til að hafa strangt eftirlit. rneð sveitarstjórnum ? Til hvers þá að hafa fylkis-yfirskoðara (Provincial auditor), ef dómsmálastjór- inn hefir engin ráð með að verja hið opinbera fyrir þjófnaði, sem uppvís verður við yfirskoðun reikninga ? Ef bæði dómsmálastjóri og sveita-umboðs- maður eru ráðalausir, sjá engan veg til að knýja hlutaðeigendur, eða ein- hvern þeirra, til að hefja mál gegn þeim sem stal, þá væri sæmra að nema þau embætti bæði úr lögum og láta alt reka á reiðanum, láta alia, sem vilja, stela frá hinu opinbera, og alla, sem vilja, verða meðseka, með því að þegja yfir. Því það er aðgætandi, að þessi sömu lög segja skýrt, að titorðsmenn allir sé meðtekir þeim, er glæpinn framdi og megi dæma þá í tveggja ára langt fang- elsi. Af því sézt hvort ráðaneyti Green- ways er meðsekt eða ekki, samkvæmt lögunum, þegar athugað er, að stjórn- inni var tilkynnt þetta 24. September síðastl. Hafi sveitarstjórnin i Sifton gert samninga við féhirðirsinn um end- urborgun fjárins, er hann samkvæmt lögunum stal frá sveitinni, þá er hún vitanlega meðsek iíka. Éf ákvæðum þessara laga væri stíft framfylgt, mætti því dæma féhirðirinn í 14 ára betrunar- hússvinuu, sveitarsljórnarmeðlirnina í '2 ára fangelsi hvern og þá af ráðaneyti Greenways lílca, sem séð hafa •skýrslu yfirskoðarans og á einhvern hátt hafa haft afskifti af þessu máli. Þetta sýnir *) Sérhver sá, sem í opinberri stöðu er þjónn Hennar Hátignar, eða þjónn fylkisstjóra eða fylkisstjóraar í hverju sem er af fylkjum Cariada, eða • '.nftrerrar sreitar, og sem með þeirri stöðu er gefið vald til að taka á móti, geyma eða ráða yfir muuum, peningum eða öðru fémæti, dregur undir sig muni, penini’a, eða annað þesskonar fémæti, sem honnm hefir verið falið og hann hefir tekið á móti, sem opinber starfs- maður, eða á einhvern hátt óráðvand- lega brúkar eignirnar eða einhvern hluta þeivra, sér sjálfum til einhvers gagns eða hagnaðar, eða til nokkurs annars en í þjónustu hins opinbera, eða þjónustu fylkisstjóra, fylkisstjórnar eða sveitar, ^kal hann vera álitinn að ,’nifa ylerpsamlega stolið því fé frá Hennar ■ Hátign, eða frá þeirri sveit, sem í hlut á, og skal mega dæma hann til betrun- arhúss vistar o. s. frv. skýrsla Smarts yfirskoðara og þetta staðfesta hegningarlögin. Af þessu getur þá hver sem vill dæmt, hvort á- stæðulaust var að kalla titorðsmenn þessa “tugthúslimi í bárri stöðu”. A meðan lögunum í þessu efrii er ekki breytt og á meðan Greenway-stjórnin sýnir ekki og sannar, að skýrsla Smarts só fölsuð, segjum vér til þess fulla á- stæðu. Ef viðleitnin að bera þó ekki sé nema kálfskinnsskjöld fyrir dómsmála- stjórann, þykir ónóg sönnun fyrir því, hve vel ritstj. Lögbergs er að sér í lög- un lands þessa og réttarfari, og hve eðlilegt er að hann árninni aöra um að ná sama stigi og hann; þá er það önnur sönnun fyrir þeirri þekkingu hans, að hann jafnar saman prívat getgátum um sekt þessa eða híns og opinberum sönn- uðum glæpum. Ef Winnipeg Indu- strial sýningin væri eign bæj- arins og undir umsjón bæjarstjórnar- innar, þá væri vit í samanburðinum á ástæðunum hér og í Sifton. En nú hlýtur það að vera Lögbergi ljóst, að sýningin er undir umsjón prívat mann'i en ekki bæjarins, nema að því leyti, að 2 eða 3 bæjarráðsmenn eru í sýningar- stjórninni á ári hverju, sem fulltrúar bæjarins, er leggur til ákveðna fjárupp- hæð til verðlauna. Allur sr saman- bui'ður, og'sá er þar fer á eftir, er þess vegna sá vesallegnsti og vandræðaleg- asti þvættiugur, sem lengi hcfir komið í Lögbergi. Ttépast getur það heitið sæmilegt, að blanda löngu um garðgengnu þrætu- máli Lögbergs og Jóns Olaíssonar inn í i þetta mál, enda viðurkennum vér ekki að þar sé um nokkurn samjöfnuð að gera. Undir engum kringumstæðum er það drengilegt, né heldur megnar sú sletta að þvo allan sorann af Lög- bergi. Járnbraut í vændum. I síðasta blaði spáðum vér að til- raun mundi gerð að fá járnbraut lagða áleiðis til Lake Dauphin að sumri. Rtðum vér það af því, að almennar fylkiskosningar nálgast óðum, en lítil von um endurkosning stjórnarsinna norðvestra ef stjórnin sýnir ekki neinn lit á að efna loforð sín að því er járnbrnut snert,ir. Auk þes3 Kc,r tími til kominn að efna upp á kosriinga- sjóð. Það þarf meira I hann en það, sem Sifton-féhirðirinn og hans nótar geta látið af mörkum, og til þess að auka hann, er járnbrautafjárveiting handhægasta meðalið. Spádómur vor er nú lika orðinn að fullvissu. Sama daginn og Hkr. kom út með tilgátu þessa, birtist greinarkorn í Free Press, sem allir vita að er sameiginleg eign C. P. R. félagsins og Greenway-stjórnarinnar, síðan Luxton var sviptur eignarrétt- inum, sem segir, að á næsta fylkis- þingi verði fram borið frumvarp til laga áhrærandi járnbrautarlagning vestur í Dauphin hérað. Þess er og getið, að fyrirætlunin innibindi járn- brautarlagning suðaustur um fylkið, alt að landamærum Minnesota. Eigi brautin þar að tengjast járnbraut frá Dulutli, er Bandaríkjafélag sé tilbúið að leggja norðvestur um Minnesota í því augnamiði að mæta brautinni frá Winnipeg. Þetta er full sönnun fyrir því að eitthvað er verið að gera, og er því fregnin hin æskilegasta íyrir búendur alla í grend við. fyrirhugað brautarstæði, hvar sem það kann að vera. Til frekari sönnunar því, að þetta sé meira en vindur, segir Free Press aftur á þriðjudaginn var, að ó- nafngreindur maöur sé syðra að vinna að þessu og gott útlit sé fyrir, að hann verði sigursæll í tilraunum sín- um. Það er lítill efi á, að Bandaríkja- félagið, sem hér á hlut að máli, er steinolíu einveldið. eða Rockafeller-fé- lagið, og það er einnig full ástæða til að ætla, að þeir æruverðu, herrar Greenway og Sifton hafi sjálfir hleypt máli þessu af stokkunum. Það er eitt- hvað mánuður síðan þeir íóru burtu leynilega, sinn í hvoru lagi, og var það um tíma, að enginn vissi hvar þeir voru. Þó kom upp úr kafinu, að þeir höfðu farið til St. Paul, Minn., og enda Tribune gat ekki annað en gefið í skyu, að þeir væru þar í mark- verðum erindum. Auðvitað sögðu báð- ir, þegar þeir komu heim aftur, að þeir hefðu farið í eigin erindum, að hvorugur hefði vitað af annars ferð. En það sannar ekkert, þar sem um tvo jafnósvifna bragðarefi er að ræða og Greenway að auki viðurkendur mcira en í moðallagi ósannorðnr af sínum ötulasta flokksmanni. Þegar athug- aðar eru fyrirhuganir Rockafellers með framlenging brautar sinnar frá Duluth, ferð þeirra Greenways og Siftons og skömmu síöar auglýsingin um Banda- ríkjafélag tilbúið að byggja braut um fylkið einmitt á þeim stöðum, er Rocka- feller-félagið hafði áður hugsað sér, þá er ekki aunað sýnna, en að Tribune hafi sagt satt, er þaö sagði erindi þeirra markvert. Það er gott að fá járnbrautina, það er lífsspursmál, svo framarlega sem betur verður búið um samning- ana við það félag, heldur en forðum við Northern Pacific fólagið. En þjóð- rækna sýnir Greenway-stjórnin sig ekki í þessu máli. Það er sem sagt lífsnauðsyn, að fá fleiri járnbrautir héðan til liafnstaðanna við stórvötnin en enn eru til. En að öllu jöfnu ætti að vera sjálfsagt fyrir Canada-menn að kappkosta að etía sína eigin hafn- staði, Port Arthur eða Fort William, fremur en Duluth, auk þess, sem hægra er að hafa tangarhald á innlendu fó- lagi en útlendu. I þessu efni er nokk- uð jafnt á komið með Rockfeller-fé- laginu og canadiska félaginu, sem er að byggja braut frá Port Arthur vestur að Skógavatni. Ef nokkuð er, er líklega heldur styttra frá þeim braut- arenda til Winnipeg, heldur en frá brautarerida Rockafeller-félagsins. Það er ekkert Sýnilegt því til fyrirstöðu, að þetta canadiska-félag, i sambandi við Manitoba suðHustarbrautarfélagið, iiefði gengið að alveg sömu kjörum og þetta tilvonandi Bandaríkjafólag gengur að, ef stjórnin Iiefði farið fram á það. Ljósastur \ ittur þess, að bún iiefir ekki gert það, virðist vera sá, að Man. suðausturbr. fél. hefir aug- lýst að það ætli að gera eina tilraun- ina enn um að fá fjárstyrk til að byggja braut sina. Hafi hún ekki gert neina slíka tilraun, þá verður ekki annað sýnna, en að Greenway- stjórnin vilji draga verzlun og viðskifti úr greipum Canadamanna og efla Bandaríkja hafnstaði á kostnað þeirra í Canada. Sé það ekki vilji hennar, þó útkoman virðist benda á það, þá hlýtur ástæðan að vera sú, að vænlegri horfur Jiafi verið á aðauka kosninga- sjóðinn með samningi við Rockafeller- félagið, lieldur en með samningi við það canadiska. Þegar at’nagað er það, sem áður hefir komist upp, í mála- stappi út af Northorn Pacific samn- ingnum, þá er síðasta tilgátan hvergi nærri ósennileg. Það er heldur elcki ósennilegt, að liafi Rockafeller áður ákveðið að leggja kvisl af braut sinni til Winnipeg og norðvestur þaðan, þá verði hann viljugur að borga þeim ærleg ? umboðslaun, sem útvega hon- um þó ekki væri nema 8—400.000 dollara þóknun, ef hann byggir þá braut einu eða tveimur árum áður, en hann befði byggt hana þóknunar- laust. “Heiður 'þeim sem lieiður heyrir”. A jóladaginn síðasta reit governor S. Pennoyer í Oregon ósvífið, dónalegt skammabréf og sendi með telegraph til Clevelands forseta í Washington og bað hann þiggja sem jólagjöf frá sér. Þessi Vesturheimski Þorkell hákur hefir lengi verið orðlagður, sem tannhvass ruddi, en þó þykir mönnum almennt, að aldrei hafi honum tekizt eins vel að sýna dónaskap sinn og menntunarleysi, eins og í þetta skifti. Með því sýndi hann að hann heiðraði hvorki daginn eða hæst-standandi mann þjóðarinnar. Að Iionuni sé illa við Grover Clevcland og hafi allr löngun til að gera honum skömm og skapraun er auðséð, og út á það hefir enginn að sefja á annan hátt, on almennt gerist . En að fara þannig með forseta voldugs lýðveldis, það er alt annað mál. í þeirri stöðu á Cleve- land heiður og virðingu skilið.svo fram- arlega sem nokkur maður á hana Skilið. Ileirnti hann ekki sjálfur að sér, eða stöðtmni, só sýnd tilhlýðileg virðing og hafi ekki þegnarnir, jafnvel ekki hæst- standandi mcnn hinna ýmsu rfkja, vit á að sýna honum, eða stöðunni, tilhlýði- legan heiður ótilkvaddir, þá er greinileg skylda þjóðarinnar í lieild sinni að heimta það. Et governorinn liefði sýnt Bandarikja-fánanum samskonar óvirð- ingu.brækt á hann tildæmis 1 liáðungar skyni í viðurvist fjölda fólks, þá heíði verið gerður aðsúgur nð honum og liann álitinn skaðræðismaður og óhæfur í mannvirðingastöðu í Banilaríkjuuum. Og þó er fáninn ekki annað en dauður hlutur, tiltölulega verðlaus hlutur. Ef það er i læpur að óvirða fánann, hversu miklu meiri glæpur er þá ekki að ó- virða forsetarin, manwinn, sem þjóðin hefir kjörið til að vera sinn æðsta valds- mann, vernda heiður sinn sem þjóð- þeildar, vernda einstaklinginn og— vernda merki sitt eða fána, bæði innan ríkis og utari, á sjó og landi. Ponnoyer nýtur þess að hann er ekki svartur á húð og heimilisfastur í Suðurríkjunum. Það hefir margur svertingja-ræfill ver- ið hengdur, skotinn eða brendur fyrir minni tilverknað. Sátta-réttur. Frumvarp til laga um stofnun alls- lierjar sáttaréttar, til að miðla málum vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, er nú fyrir congress í Washington og ér umboðsmaður atvinnumálanna Caroll D. Wright, höfundur þess. Erumvarp þetta nær til allra járnbrautafélaga í Bandaríkjum, allra gufnskipafélaga og hvaða heizt annara félaga eða einstakl- inga sem er, og sem hafa á hendi al- mennafólksog verufi utninga. Alls- herjar nefnd á að inynda þennan sátta- rétt og er hún kjörin af forseta með ráði og samþykki efri deildar þingsins, og er svo ákveöið, að ekki megi vera i henni fleiri en 3 menn tiJh',yrandi nokkrum oinum pólitiskurn iiokki.— Nefndin nefir vald til að ferðast tmi og sefcja i’étt hvar í Bandaríkjunum sem er, kalla vitni og táka eiðfestan fraiu- bvtrö þeirra, Á hverju ári skal hún sonda stjórninni greinilega skýrslu yfir störf sín'á árinu og gildir sú skýrsla som óhnekjandi vitnisburður í því eða því máli fyrir hæsta rétti Bandarikja. Laun hvers nefndarmanns oru áfkveðin S7,500 um árið. Undireins og nefndin, eða einhver meðlimur hennar, fréttir um misklíð eða tilvonandi vinnustöðvun hjá ein- hverju félagi, skal hún tafarlaust gera allar nauðsynlegur sátta tilraunir. Tak- ist neíndinni ekki að koma á sættum, vísar hún málinu í gerð til endilegs úr- skurðar. A meðan á öllu þessu stappi stendur, má engínn af vinnumönnum félagsins ganga frá vinnunni nema fyrir lögmætar ástæður, nema með 30 daga fyrirvara. Gori þeir það, varðar það fangelsi. y Frumvarpi þessu var vel tekið og þykir þegar á alt er litið, eitt hið full- komnasta, er fyrir congress hefir kom- ið. Varþví vísað til þingnefndar til athugunar og vænt eftir að hún hefði lokið athugasemdum sínum um þaö er þing kom saman eftir nýárið, svo að 9 þá strax yrði tekið til að ræða það og sýna fram á agnúa þá sem i í unna að vera og þykja hvimleiðir. Verðskuldaður lieiður væri það og ekkert meira, þó sam- þykt væri uppástunga manns eins á Frakklandi. Hann vill að Suezskurð- urinn sé endurskýrður og heiti fram- vegis Lesseps-skurður. Uppástunga þessi er sem stendur alment umræðu- efni hluthafa skurðfélagsins, og segir Iimes i Lundúnum að öll von sé til að ósk uppástungumannsins, M. Gui- chard’s, verði innan skamms uppfylt. Segir Times, að í stað þess að hafa á móti uppástungunni, láti menn al- nient í ljósi undrun yfir því, að nafni skurðarins liefir ekki verið breytt fyr- ir löngu siðan. Það álit er jafnframt látið í ljósi, að hefði ekki hið sorg- lega Panama-mál komið fyrir, hefði hinn mikli maður haft þá ánægju í lifanda lífi, að sjá þrekvirki þetta bera sitt nafn. f rauninni er það undar- legt, ef ekki óþakklætislegt, að þar sem egypsku höfðingjarnir, er við skurð- málið voru riðnir í upphafi, hafa gert nöfn sín víðfræg með staðaniSfmim, þá er hvergi í Egyptalandi blettur kendur við höfund þessa stórvirkis. Þegar skurðurinn var vígður, 1869, í viðurvist keisarafrúarinnar Evgeníu, bjuggust allir við að Lesseps yrði sæmdur hertoga-nafnbót, yrði perður hcrtogi af Suez (Duc de Suez), og urðu menn hissa er harin fékk ekki annað en riddaranafn í heiðursfylkingunni. Var þó fullyrt, að Eugenía hefði haft hin nauðsynlegu skjöl með sér, til þess að gera hann að hertoga, .en enn hef- ir ekki verið skýrt frá hvers vegna liætt var við það. Eru tilgátur manna þær, að við þaö hafi verið hætt vegna þess, hve félaus Lesseps var um þær mundir. Ef hann í þeim kringum- stæðum hefði verið gerður hertogi, hefði stjórnin verið nauðbeygð til að rétta honuin lijálparhönd og sjá hon- um og eríingjmn lians borgið, íefna- legu tilliti, en andstæðingar á þingi voru þá alt of árvakrir og ákafir til þess, að slík fjárveiting væri tilhugs- andi. Aftur ætla aðrir, að þótt keis- arinn (Napóleon III.) sendi kcisara- innuna til að vigja skurðinn, hafi hon- um þótt of óvíst að hann yrði að til- ætluðum notum, til þess, að óhætt væri að sæma höfundinn hertoga-nafnbót. Alt þetta er í óvissu og uppgötvast eins víst aldrei, en hitt er víst, að full 25 ár eru liðin síðan skurðurinn var vígður, og hefir liann á þei.n tima reynst margfalt arðsamari, en nolckur hafði hugmynd um þá, svo arðsamur og svo gagnlegur, að Engleudingar ein- ir vildu sjálfsagt tví eða þriborga alt verð hans, heldur en að vera án hans. Það þykir því engan vegin meira en rettlátt, og réttlæti alt of seint við- urkent, þótt nafni skurðarins nú verði breytt og höfundinum til verðugs heið- urs verði nann látinn heita Lesseps- skurður. Chamberlain atkvæðafalsara minnisc Lögbcrg lítil- lega á í naiðvikud.-blaðinu síðasta og framsetur spurningu fyrir Hkr. í því sambandi. Spurningunni leyfum vér oss að svara með því, að leggja tvær spuruingar fyrir Lögberg, þessar : Get- ur það sannað, að ílokksmenn Cham- berlains, sem flokksheild, hafi lagt kajip á að forða honum frá verðskulduðum dómi ? Er þaö sannað, að flokksheild- in liafi lagt amuið eins kapp á að hylma yfir glæp hans, eins og flokksheild Lögbergs nú leggur á að hylma yfir glæp fiokksbróður síns, féhirðisins í Sifton ? Ef það var skuld conscrva- tíva-flokksheildarinnar, að Chamberlain kom lúnj'að vestur frá Toronto tilað falsa atkv., þá hlýtur það einnig að vera skuld ‘-liberal”-flokksheildarinnar að féhirðirinn í Sifton stal úr sjálfs síns hendi á sjöunda þúsund dollars. Hinir Indversku ölmusu- munkar. Ilinar merkilegu íþróttir og mis- sýningar, sem iökaðar eru meðal öl- musmunkanna (Fakirs) á Indlandi iipfa reiið rannsakaöar af Englendingi nokkrum, Mr. Stevens, sem heldur að hann geti nú skýrt þtor að nokkru. Sögur frá Indlandi um þessar leynd- ardómsfullu íþróttir gerðu Mr. Stevens svo forvitinn og ákafan í að leita sann- ana þeim viðvikjandi, að hann fór þeg- ar fyrir tveimur árum að koma sér í kynni við Hindúa nokkra, sern búsettir voru í Lundúnum, til að fá sér upplýs- ingar, og fyrir ári síðan ferðaðist hann til Indlands til þess að hitta sjálfur þessa kynjamenn, sem eru mjög fáir og sjaldsénir. Þeir eru allir ofsatrúar- menn, sem hafa dregið sig út úr solli og glaumi iifsins, og búa einir sér út um skóga og eyðimerkur. Meiri hluti Hin- dúa lifir á jarðrækt og býr í smá þorp- um, og í grend við hvert af þessum um þorpum er vanalega einn af þessum ölmusu-munkum, sem lifir á því sem þorpsbuar vikja lionum, en aðeins mjög fáir af þessum mönnum eru reglulegir trúðuleikarar. Mr. Stevens náði samt í einn af þeim, á Dekanskaganum og lét hann leika fyrir sér íþróttir sínar. Maður- inn var gamall og hrumur að sjá og bar ekki önnur klæði en höfuðfat og mittisskýlu, og hið síða skegg sitt, sem algerlega huldi bringuna. í Febrúarmánuði heimsótti Mr. Stevens gamla manninn og hafði með sér Ijósmyndavél til að taka með mynd- ir af leikjum karlsins, sem fram fóru á sléttum grasvelli úti í skógi. Karlinn inn var nakinn, eins og hann var vanur og Iiafði engin sjáanleg áhöld nema tvö reirprik, cinn hníf og nokkra aðra smá muni, sem Mr. Stevens fékk honum.— Tveir unglings-drengir voru annaðslag- ið notáðir til hjálpar við íþróttirnar. Með þessum útbúnaði fór nú leikarinn að sýn.a íþróttir sínar, eina eftir aðra, og jafnharðann tók Stevens myndir af þeim og ritaði hjá sér nákvæma lýsingu af liverri fyrir sig. Leikarnir stóðu yfir nærri allan daginn, og Mr. Stevens stað hæfir að sér hafi við og við tekizt að skdja aðferðir karlsins, sem virtust upp hefja hið rótta eðli hlutanna, og hefir Mr. Stevens lofað uð skýra frá því hið fyrsta. Hann segir, að þó hann geti ekki sjálfur leikið liessar íþróttir. þá heldur liann, að eftir að liann liefir gefið þær upplýsingar, sem hann geti, verði ekki langt þcss að bíða að í öðrum lönd- um vevði hinar sömu iþróttir algengar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.