Heimskringla - 12.01.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.01.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR WINNIPEG, MAN., 12. JANÚAR 1895. WINNIPEG Bus/ness College. Vcrið viðbúin að nota ykkur kveld- skólann, sem haldinn verður í sam- bandi við Winnipeg Business Coliege og Shorthand-slcólann, 482 Main Str. E>ar verður kennt, þeim sem vilja, ensku-lestur, réttritun, málfræði, reikn- ingur og skript. — Skólinn byrjar snemma í Nóvember. Viðvíkjandi kennsluskilmálum snú- ið ykkur bréflega eða munnlega til kennaranna. C. A. Fleming & Co. Línan. Lausleg þýðing úr ensku. I bókinni sálarlaust blaða ég vann, Það blikaði á kantinnsvo gullfágaðaun. Mér birtist ein hending,ein lina—ei löng, Semljóða mér ávalt þann himneskasöng. Hve yndælt og blítt hljóðar setningin sú: "Jlcesadt vceriað Ufu, hefðir eiskað miy þú". En aldrei var byrði nein erviðari en sú, Hin eilífa vissa, að mér tapaðist þú. Þessi lína, svo einföld og orðin svo fá ; En, O, hversu mikið þau hjartanu tjá, Hve hörð er þá sagan, er hermir svo bist, Hinar helgustu vonir og lífsgleðin mist. Hveyndælt og blitt hljóðar setningin sú ’‘Hve sælt væri’ að lifa hefðir elskað mig þú”. Það hörmunga-gap ekkihylur nein brú, Þá helund neitt græðir, að tapaðist þú. Það skeður svo þrávalt i skáldanna óð, Að skerast lífs þræðir og negg springa af móð. Það lif, sem er alvara, leið sína fer, I logandi hjartsárin tíminn smyrsl ber. Hveyndælt og blítt hljóðar setningin sú “Hve sælt væri að lifa hefðir elskað mig þú”. Mín æfl er fullslétt, en hve yndæl mætti sú, Ef ástar þinnar Ijósi hana blessað hefð- ir þú. En áfram alt líður í lífstíðar straum, Og líkist svo vakandi, hverfandidraum. En straumurinn bólgnar og ber upp að strönd Hinar barnslegu vonir frá þreyjandi önd. Hveyndæltog blítt hljóðar setningin sú: ‘Hve sælt væri að lifa’ hefðir elskað mig þú”. Það eitt sinn gat verið.það ei verður nú, Uin eilífð ég veit að mér tapaðist þú. Maögie Benedictson. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG, 5. JAN. Minnesota Governorinn, Knútur Nelson, liefir nú auglýst, að hann sæki um að verða þjóðþings-senator. And- sækjandi hans er núverandi senator Wm. D. Washburn. Fær Nelson ákúr- nr miklar fyrir þetta af þeirri ástæðu, Rð hann hafði fyrir ári síðan lofað Washburn að sækja ekki á móti honum. Þjóðþing Bandarikja kom aftur, eftir uppihaldið um hát: flmtudaginn 8. þ. m. í neðri de þegar tekið til, “þar sem fyrr i horfið”, að ræða bankalagafrum í efri deild var Nicaragua-skuri aðal-umræðuefni. Tekjuskatts-lög Bandaríkja, er sam þykkt voru 28. Ágúst síðastl. gengu i gildi 1. Jan. þ. á Til bráðabyrgðar verða settir 63 þessir skattheimtumenn ogþeim send 300,000 eyðublöð tilút- hýtingar. Á þeim eiga væntanlegir gjaldendur að sýna upp á cent hvað tekjur þeirra voru miklar á síðastl. ári, alt framtalið, og fylgir eiður, sem þeir verða að vinna. Þjóðverjar, Austurríkismenn og Frakkar hafa sent klaganir yfir sykur- tollinum til Bandaríkjastjórnar og lofa nflegum launum, ef hann veröur ekki numinn í gildi, eða einiiverjar breyting ar gerðar þeim í vil. Nýtt frumvarp um seðil-peninga ^tgáfu var framborið á þjóðþingi ^andaríkja í dag. 200 fiskimenn er mælt að hafi farizt við strendur Bretlands í storminum, er *ddi þar um áramótin. Páfinn hefir bannað kaþólskum monnum í Bandaríkjunum að standa í teynifélögum, en þeir neita að lilýða. Einum háttstandandi manni í her- stjórn Tyrkja, Zekki Pasha að riafni, er nú kennt um öll ódáðaverkin í Armo- niu. Belgíu-stjórn liefir að sösn ákveðið að kasta eign sinni á Congo-ríkið i Afríku. Frumv. þess efnis verður lagt fyrir þingið bráðlega, og kveðst stjóru- in eiga meit'i hluta atkvæða vísan með því. Jarðskjálftar gerðu vart við sig í mörgum stöðum á Ítalíu í dag. Afleiðingin af mútumála-rannsókn- unum í Toronto í sambandi við stræta- brautamálið er sú, að dómarinn segir 8 menn seka, 3 fyrverandi bæjarráðs- menn og 3 sem nú eru ístjórninui, 1 skrif- stofuþjón bæjarstjórnarinnar og 1 hlut- liafa í strætisbrautafélaginu. 6 þessir menn hafa nú verið teknir [fastir, en 2 eru flúnir suður í Bandaríki. MÁNUDAG, 7. JAN. Á sunnudagsmorguninn brann skrautbyggingin prentsmiðja blaðsins Gloiíe í Toronto, Canada, og fóru þar allar eignir blaðsins, árgangar blaðsius allir frá upphafi, og sem að vissu -leyti er tilfinnanlegasta tjónið. Eignatjón blaðfólagsins nemur 8160,000. Aðrar byggingar í grendinni brunnu oinnig og er eignatjónið alls metið yfir íj milj. doll. Tveir eða þrír brunaliðsmenn biðu bana við eldinn. — -‘Globe”-bygg- ingin var fullgerð fyrir tveimur eða svo árum og var skrautleg mjög, 6 tasíur á hæð með 3 turnum app af. Blafið kom út á mánudagsmorguninn samt sem áður. Empire-felagið hljóp undir bagga, léði hús og áhöld. Montreal-banka-fólagið er að stofn- setja grein af banka sinum í Nýfundna- landi, og er þess þörf, þar sem 2 aðal- bankarnir á eynni eru gjaldþrota. Eftir fregnum frá Shánghai að dæma, sem borizt hafa stjórn Breta, eru litlar líkur til að sættir komist á með Japanítum og Kinverjum í bráð. Japanítar eru sannfærðir um að Kín- verjar þurfi enn meiri ráðningu áður en þeir viðurkenna sig yfirkomna. I Victoria, Brit, Col., er venð að efna til stöðugra gufuskipaferða milli Victoria og Mexico, Kyrraliafs-megin. I efri deild þjóðþings var Cleveland forseti á föstudaginn kærður fyrir vit- orð, ef ekki greinilega tilraun að hjálpa samsærismönnum í Havai til að endur- reisa konungsvaldið. Cleveland hofir nú svarað kærunni og sýnt að hann er saklaus. Steinolía er fundin í Quebec-fylki austast, nálægt Gaspó-firði. Bunan gaus 30 fet í loft upp og týndust 500 tunnur af olíu áður en við varö ráðið. Kuldar miklir og snjófall á Frakk- landi. Snjór hefir enda fallið langt suð- ur á Spáni. ÞRIÐJUDAG 8. JAN. Herstjóri Canada, Ivar John Cado- roc Herbert, yfirgefur þá stöðu sína þessa dagana og fær lítið lof fyrir frammistöðu sína. Hann sagði af sér fyrir löngu síðan vegna misklíðar útaf þvi, að hann beitti valdi sínu óróttvíslega, það svo að hermálastjór- inn tók fram fyrir höndurnar á honum og lét það ekki hafa framgang er Her- bert vildi. Nicaragua-skurðs-málið er aðal- umrroðuefni i efri deild þjóðþingsins á hverjum degi, en ekKert gengur, því jafnmargir virðast með því og móti, að Bandarikjastjórn takist verk- á hendur, eða leggi nokkuð til þess. I millitíðinni hafa enskir auðmenn boðið fram fé sem þarf til að full- gera skurðinn. Þiggja formenn félags- ins það boð, ef þjóðþingið gerir ekk- ert, en þá um leið verður skurðurinn í höndum Englendinga, eins og Suez- skurðurinn. Ef t.il vill hefir þetta áhrif á þingmenn, því þeir vilja ekki sleppa skurðinum við Englendinga, enda þó þeir vilji ekki að almantia fé só varið til að grafa hann. Þeir eru farnir að jafna sig aftur Cleveland forseti og senator D. B. Hill og á laugardagskvöldið var þáði Hill heimboð í l-hvíta-húsinu.” Af því var almennt ráðið, að þeir sóu í þann veginn að verða vinir aftur, þrátt fyrir alt undangengið. Dánarbú Jay Goulds er metiö á 873,221,517,08, að frádregnum öllum skuldum og gjöfum ánöfnuðum i erfða- slcránni til annara en lögerfingja. Jarðskjálftar á Sikiley ollu tals- verðu eignatjóni i gær. Gamli Gladstone er svo heilsugóður nú þrátt fyrir að hann er kominn á 80, árið, að hann hefir getað skemt sér annan spretinn í seinni tíð við skóiarhögg. Skemtiskip sprakk í loft upp á l.öfninni í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær og rýudu þar Hti yfir 100 manns. Bæja og sveitakosningar fóru fram hvervetna í Ontario í gær. Landsreikningar Canada, fyrir fjárh. árið síðasta, 30. Júní 1894, eru útkomnir og eru að sumuleyti alt annað en glæsilegir. Rikisskuldin jókst um $8,300,000 á árinu, en eigujr til^ að mæta þeim jukust lika um 3,798,000, og eru þar með taldar gaml- ar skuldir afborgaðar með nýju láni. Skuldaraukinn er því netto $1,502.000. — Alls voru tekjurnar $36,374,693, en gjöldin $37.585,025. Tekjulialli því $1,- 210,000. Eins og vant er varð tekju- hallirin fyrir póstflutning mikill. Tekj- urnar $2,809,301, en gjöldiu $3,517,261. Tekjuhalli í þeirri deild þessvegna $707,- 000. MIÐVIKUDAG 9. JAN. Fregn frá Ottawa segir, að leyfi heilsa stjórnarformannsins það (hann hefir verið lasinn siðan um nýár) veröi ráðaneytisfuu ’ ir haldinn í þess- ari viku og að þar verði afráðið hvert þing verður kallað. eða það verður rofið. Fregnritinn segir að formaður- inn sé helzt á að efna til kosninga og fá þannig úrskurð um það hvort alþýða só ánægð með ráð sín, er hann tókst formennsku stjórnarinnar á liendur.* Þar eð nýju kjörskrárnar verða tilbúnar í Febr. er mögulegt að hafa kosningarnar innan tveggja eða þriggja mánaða. Líkur þykja til að óstjórninni og óárinu í Nýfundnalandi lykti, bráðlega með því, að eyjan gangi í fylkjasam- band Canada. Hraðfrétt frá stjórnarsetrinu i Kóreu segir, að í gær hafi konung- urinn formlega auglýst Kóreu sjálf- stætt og óháð konungsríki. Samdæg- urs segja skeyti frá Kína, að sátt- semjarar Kínverja í .Tapan hafi ekki umboð til að ganga að nokkrnm samn- •ingunr, er fari frum A að Japairítar fai eignarrétt yfir nokkruin hluta Kína- veldis. Flóð mikil og óvanaleg á þessum tíma eru í Ohio-ánni í Ohio-ríkinu. Áin er bakkafull og að vaxa og full af ísjökum og krapa. Skaði nú þegar orðinn stórmikill. E. V. Debs fór í fangelsi í gær og er ætlast til að hann sitji þar 6 mánuði, samkvæmt dómsúrskurði, en kappsamlega er unnið aö því, að inálið verði tekið fyrir þessa dagana og sá dómur ónýttur. Debs sjálfur vonar að Cleveland forseti skerist í leikinn og gefi þeim félögum upp sakir. FIMTUDAG 10. JAN. Fjárveitingar upp á 91 milj. dollara voru samþyktar á þjóðþingi Bandaríkja í gær. Samdægurs var i einu hljóði samþykt að setja 2 Bandaríkjakonsúla í Armeníu. Samdægurs var og gengið til atkvæða um, hvort samþykt skyldi til- laga frá þingreglu-nefndinni um, að veita bankalaga frumvarpinu forsæti, og var tillagan feld ineð 130 gegn 124 atkv. Þykir það boða helför trumvarps- ins, er til kemur að samþykkja það eða fella. Repúblíkar halda fram, að nauðsyn- legt sé að hækka tollinn um 15—20% og hækka um helming, úr $1 f $2, verk- stæðistollinn á hverri tunnu af öli. Þetta segja þeir eina sýnilega ráöið til að koma í veg fyrir sívaxandi tekjuhalla stjórnarinnar. Sagt er að féhirðir Suður-Dakota stjórnarinnar sé flúinn úr landi með meginhlutann af árstekjum ríkisins. I sjóði áttu að vora $350,000, en ekki eftir nema $15.000, Féhirðirinn var í New York er síðast fréttist. Ábyrgðarmenn hans eru skyldir að borga ríkinu alt að $350,000, en sagt ómðgulegt að inn- lieimta meira en helming þeirrar upp- hæðar. Ríkið er því í vandræðum sem stendur, því skuld þess er nú þegar eins mikil og lögin leyfa hæzt. Canadamenn seldu nrerri 821 milj. virði meira af varningi á Englandi síö- astl. ár, en árið 1893, en keyptu rneir en $6 milj. virði minna af vörum þar en ár- ið áður, vegna sparneytninnar almennu i harðærinu. Laurence-fljótið er í vexti og stend- ur svo hátt i Montreal, að vatn er farið að ganga í dýpstu kjallara. C. P. R. félagið hefir rekið svo þús- undum manna skiftir úr vinnu, með- fram allri brautinni. Verzlunardeyfð og þurð vöruflutninga veldur, FÖSTUDAG, 11. Jan. Jarðskjálftavart varð á ýmsum stöí um í Ontario í fyrriuótt og gærdag. Kerskipið Blenlieim, er flutti lík Sir Jolius ThompsonS vostur .yfir hafið, létti ukkerumígær og hélt af stað ti; « Engiands. Leyndarráð Breta hefir enn ekki kon ð með úrskurð í Manitoba skóla- málinu. f dag ætla þeir Sifton og McMillan að bafa tal af dominion-ráðaneytinu og legg;a fram kröfu sína um aukatillag úr savrniandssjóði. Halda þvi fram, að nú sóu :u0,000 íbúar í Manitoba, og vilja fá $40,i'00 meira tillag en til þe'ssa heílr veiið veilt. ’ildur kom upp í Toronto í gær- kvelii, þar sem stórcldurinn um dag- iun endaði. Eignatjón af völdum þess- ara.vbrennu yfir $1 milj. Ofsaveður rneð miklu snjófalii æddi yfir Austurriki, Ítalíu og Spán í gær. Utunrð með járnbrautum bönnuð, jafi.-- el á Spáni. Fjöldi mauns týndi lífi í stórhríðinni á Italíu. Öll bréfin, sem farið hafa á milli Havai-stjórnar og Bandaríkjastjórnar, voru lögð fyrir þjóðþingið i gær. ársfundur Great Northern járnbr,- fél.igsins var v halditm í St. Paul í vær. Allir fyrverandi stjórnendur voru end- urkosnir. Suður-Dakota-stjórnin býður þeim $20'>0 verðl iun, som höndlar íéhirðir hennar, þann er strauk. Er nú sagt að li»i‘ i hafi farið með full 350,000 dollars af fó ríkisins. Norður-Dakota-þingið kom sanrnn á þnðjudaginn 8. þ. m. Minnesota-þingið kom saman á mið- vikudaginn 9. þ. m. Hvað gott framferði áorkar. Ég get með sanni sagt að minn verkahringur nær yfir allt Canada-riki nú sem stendur. Samt, sem áður var ég ráðinn af verzlunarmanni einum til að vinna í fjarlægu þorpi meðal tólki iem að elns liaföi heyrt.minnar frægðar getið. Kaupmaðurinn full- vissaði mig um að mér yrði tekið með mestu virtum. Hann sagði að tveir verkbræður mínir hefðu verið rejmdir þar, en að þeir hefðu reynst svo illa að þeir mistu atvinnuna. Ég fór með kaupmanninum sem þegar gerði mig kunnugan íólkinu, og sjáðu nú til! Ég er efstur á blaði í allri þeirri sveit. Ég er kallaður hinn val- inkunni og dyggi Diamond Dye og það vill engan annan hafa. I FRl LÖNDUM. GEYSIR P. O., MAN., 2. Jan. 1895. Gamla árið kvaddi okkur hérna með töluverðum pólitiskum vindbelg- ingi. Og þess mun varla dæmi í sögu mannkynsins, að annar eins blástur haíi orðið út af einföldum sveitakosn- ingum. Það var engu likara hér um tima, en að umsóknin væri um æðri völd, en eina lítilfjörlega oddvitastöðu og tvö smá meðráðenda-sæti; því sann- ast að segja var hér unnið eins og um sambandsþingskosningar hefði verið að ræða. En blástur þessi er búinn og komið blíðalogn. að minnsta kosti von- ar maður það. Heilsufar var hér með lakara móti í liaust. E'nkum ollu því mislingar sem geysuðu yfir vesturpart bygðar- innar, og komu óvenjulega þungt nið- ur á unglingum. Hr. Þorsteinn M. Borgfjörð misti tvær stúlkur, Oddnýu 10 mánaða gamla (dó 9. Nóv.), og Helgu Þórunni Octaviu 3 ára gamla (dó 20. Nóv.). Um sama leyti misti hr. Antoníus Jónsson Sigríði dóttur sina, 8. ára gamla, efnilegt og gott barn. Mörg börn urðu mjög þungt haldin. Nú er veiki þessi hér alger- lega útdauð. Milli jóla og nýárs var skemtun haldin við fljótið af Goodtemplurum þar; er sú samkoma álitin hreint sú bezta, sem haldin hefir verið við fljót- ið í langa tíð. Smá-sjónleikur var þar leikinn á ensku, og mun það ekki hafa verið fyr gert í nýlendu þessari. Sam- koma var og haldin á gamlárskveld í Mikleynni. Á jóladagskveld hélt hr. Stefán Sigurðsson privat samkomu í húsi sinu í Breiðuvík; var þar ágætis skemtun og bestu veitingar. Nemendur við Baldurskóla gáfu kennara sinum, J. M. Bjarnrsyni, vandað og fallegt album i jólagjöf. Mr. og Mrs. B. H. Sigurgeirsson frá Mikley dvöldu liér um jólin hjá NR. 2. cn hið lága verð á........ YFIRH0FNUM Karlmanna, Drengja, Unglinga og Barnafötum, Ullar- nærfötiun, Yfirskyrtum, Vetlingum, Glófum, Moccasins o. s. frv. — Alt verður selt án -------- tillits til verðs í - Vér höfum nýlega fengið mikið af karlmanna og drengja yfirhöfnum sem verða seldar fyrir ótrúlega lítiö. Það þarf .ekki stóra peninga- uþphæð til að kauþa sér heilmikið af fatnaði frá því í dag og út næstu viku í WALSH’S CLOTHlNG HOUSE. — Einnig höfum vér ný karlmannaföt úr fínu svörtu Worsted og skozku vaðmáli, og verðið á öllum þessum varningi er óheyrilega lágt. Þetta ár höfum vér rneira og margbreyttara upplag af drengja og barnafötum en nokkrusinni áðr. IGóðar yfirhafnir verða um tíma seldar fyrir $3.75. Ágætar vetraryfírhafnir úr Frieze og ■ Nap, með kraga og belti og fóðraðar með bezta fóðri verða se’dar á $7.50. WALSH’S Clothing House. T. M. WALSH. 515 og 517 Main Str. gegnt City HalL . M. Bjarnasyni. í orði er að Mrs. igurgeirsson kenní hér við skólann m tíma i vetur. I'regnriti Hkr. SPANISH FORK, 1. Jan. 1895. (Frá fregnrita vorum). Héðan úr umdæininu er nú sem stendur fréttalítið. Tíðin hefir mátt heita hið mesta öndvegi, það sem af er þesum vetri. Fyrsti snjór féll hér hinn 6. des., bara lítið föl sem tók upp undir- einsaftur; svo kom aftur snjór sem enn liggur á jörðu, rétt um jólin. Frost hafa einlægt verið mjög væg í vetur. Veikindi hafa gengið hér í vetur, bæði í börnum og fullorðnuin, og hafa nokkuð margir dáið, en þó engir meðal landa vorra. Pólitikinni líður allvel, hún hefir nú hvílt sig síðan i haust í bilnum góða, þegar flesta demókratana fenti. Á morg- un taka allir liinir nýkjörnu embættis- menn við embættum sinum. Árið 1891, sem kvaddi oss í gær, hefir að mörgu leyti verið söguríkt ár, hér í þessu territory, þótt lítið hafi skeð nf opinberingum, þá hefir samt margt það skeð, sem lengi mun í minnum haft fram eftir öldunum. Á þessu ári liefir verið meira lif og fjör í pólitikinni, en menn hafa átt að venjast áður. Á þessu ári leið algerlega undir lok hinn svo kall aði Leberal-flokkur, sem um mörg ár hefir valdið sundrung og gremju liér á meðal hinna “siðustu daga heilögu.” Á þessu ári kom saman hið fyrsta repú- blikanska lögejafarþing hér í Utah, og á þe°su ári komust repúblíkar fyrst til valda hér. Á þessu ári gekk i gegn á þjóðþingi voru lagafrumvarpið um inn- töku Uta'n í ríkjasambandið.sem i fjöru- tíu ár hefir að margra hyggju verið nokkurs konar þrepskjöldur á framfara- vegi Utah, að hún hefir ekki verið tekin inn. Á þessu ári voru opnaðar 6,000,000 ekra af frægasta búlandi hér til upptöku fyrir hvitt fólk ; Indíánar eiga landið og hafa búið á þvi lengi. Þetta umliðna ár hefir skilið eftir hinar bestu framtið- arhorfur, þrátt fyrir verzlunardeyfð oí atvinnuskort, sem hér hefir verið líkt og annarstaðar ; samt or oss óhætt að segja að hér hafi þó á.standið verið tiltölulega betra en í mörgum öðruin fylkjum hér í kring. Járnbrautaskrúfan mikla olli að visu töluverðu óliagræði liér eins og annaistaðar, en þó varð það minna en út leit fyrir í fyrstu. Flökkuher Coxeys og Indíánar, sem óðu hingað inn i haust frá Colorado, gerðu oss einnig talsvert ónæði, en þó gátum vér losast við þá hvorutveggja án stríðs eða blóðsúthcllinga. Hinum fátæku sem með oss búa, hefir á þessu ári drengilega verið lijálp- að af ýmsum mannvinum og mannúðar- félögum, og alment mun sú tilfinning rikja hjá fólki, að árið sem leið hafi ver- ið oss heilla og blessunarríkt ár, jafn- framt því sem það hefir verið sögu og viðburðaríkt. Hið nýa ár brosir nú við oss og spáir farsælustu framtíð. COLD SPRINGS, MAN., 5. Jan. Af því að svo sjaldan sjást fréttir héðan, dettur mér í hug að senda fáar línur. Mér þykir leiðinlegt, að enginn skuli taka sér fram með að skrifa fréttir héðan úr Álftavatnsnýlendunni, því óef- að er það, að hér ber ýmislegt til tíðinda ekki síður en í öðrum bygðarlögum. Héðan er að frétta almenna velliðan og allflestir við fremur góða heilsu, og áhugi manna með félagsskap er frekar í góðu lagi. Samkomuhús okkar, sem staðið hefir í smíðum, er nú fullgert og hafa flest allir bændur atutt að upp- komu þess mjög drengilega. Tvær sam- komur hafa verið haldnar í húsinu; fyrri samkoman var haldin í Nóvem- ber af nokkrum konum, sem gengust fyrir að safna hlutum til hlutaveltu eða tombólu og stýrði þeirri samkomu Mrs. Ingibjörg Lindal, sem er alþekt fyrir greind og dugnað. Ágóðinn af samkomunni urðu $16 og gáfu þær þá upphæð til hússins. Hin samkom- án var haldin á gamlárskveld, inn- gangur þá ókeppis. Skemtanir voru söngur og ræðuhöld og svo hlutavelta og fyrir það kom inn $8. Síðast var skemt sér með dans og hljóðfæraslætti fram á nótt. Allir fóru ánægðir heim. F. Oddson. VEITT HÆSTU VERDLAUN A HEIM8SÝNINGUNNJ BMNfi Pilfiffi IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.