Heimskringla - 01.02.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.02.1895, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 1 FEBRÚAR 1895. Winnipeg. Prentfélag Hkr. óskar að fá keypt nokkur eintök af 42. no. 8. árg. blaðs- ins, dags. 20. Okt. 1894. Dr. M. Halldórsson, Park River, kom til bæjarins á laugardaginn var og dvaldi til þess á þriðjudaginn. Fallegan og vandaðan prédikunarstól hefirherra Halldór HaUdórsson nýlega smíðað .og gefið Tjaldbúðinni. Hr. Þorsteinn Pétursson, sem um siðastl. 7—8 mán. hefir unnið að verzl- unarstörfam í West Selkirk, kom til bæjarins aftur um siðustu helgi. Á ársfundi Únítarasafnaðarins á sunnudagskvöldið var, voru þessir kosnir í stjórn safnaðarins: Fred Swanson, M. Pétursson, Wm. Ander- son, Mrs. Ó. Goodman og E. Gíslason. Landar í Selkirk ! Þegar þið er- uð á ferðinni niðri á Evelin Str., þá lítið inn í búð Páls Magnússonar — beint á móti pósthusinu. Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm. Fljót og viss lækuing ; linandi, hreins- andi, læknandi. (2 Tíðin hefir mátt heita góð allan Jan. út, yfir höfuð venjulegt vetrar- veður, en aldrei sérleg frost-grimmd, suma daga enda alt að því frostiaust. Mest mun frost hafa orðið rumar 30 gr. fyrir neðan zero. Snjór fell um og eftir miðjan márn^ sv° að nú^er æskilegt sleðafæri, entnjóþyngd engin. Ný-íslands-farar gæti þess, að hr. Kr. Sigvaldason fer með póstsleða áleiðis til Gimli og annara staða í Nýja-íslandi, frá 524 Ross Ave., á hverjum mdnudegi kl. 11 f. h. og kemur upp eftir aftur frá N. ísl. áhverjum Iaugardegi. Þetta er lang hentugasta ferðin, sem kostur er á, á meðan lesta- gangi til Selkirk er ekki breytt frá því, sem nú er. Manitoba-skólamálið er orðið brenn- and spursmál” á ný. Úrskurðurinn kom á þriðjudaginn var frá leyndarráði Breta og er þess efnis, að sambands- stjórnin í Canada hafi vald til að hlaupa undir bagga með kaþólíkum og rétta hluta þeirra. , Með þessum urskurði er nú aðal-leikvöllurinn færður austur á sambandsþing, að minnsta kosti fyrst um sinn. Bænarskrá kaþólskra um að hagnýta þetta vald tafarlaust, segir til- vonandi erkibyskup Langevin í St Boni- face að verði afhent sambandsstjórninni 15. þ. m. _______________ LEIÐRÉTTING. Herra ritstj. — Eg ætla að biðja þig að taka eftirfylgjandi leiðrétting við fregnbréfið mitt hóðan, dags. 22. Des. 1894 : í staðin fyrir 220 ekrur plægðar, á að vera 420. Sleðar eru 5 og herfi 6. Þetta bið ég menn vinsamlega að leiðrétta, því það var að eins ritvilla frá mér, en ekki ásetningur að segja skakkt frá Bardal, Man., 18/Jan. Fregnriti. Yið þekkjum þá svo vel. Látum aðra gera það sem þeim lízt Nóra mín, en við skulum jafnan brúka Diamond Dye, við kunnum svo vel að farameðþá. Við höfum brúkað þá i fimtán ár og höfum aldxei haft ástæðu til að kvarta yfir þeim. Ýmsir af ná- grönnum okkar hafa tapað fé og tima a að brúka aðra liti, en okkar hefir ávalt heppnast vel. Við skiftum ekki um, Nóra. — Það er elveg satt, sem þú seg- ir, mamma, Diamond Dyes taka öllum öðrum litum fram, og í dag heyrði ég tvo kunningja okkar fullyrða að þeir skyldu aldrei brúka aðra liti en Dia- mond liti. “Lögberg” vill ekki kannast við að4, það^hafi ikoll- siglt sig á farinu síðasta, er Greenway léði því—Sifton-fjárdráttar-málinu—og sé þess vegna ekki á kjöl, nema ef vera skyldi á kjölnum á sjálfu sér ! Samt mun nú flestum virðast að það sé á kjölnum á því “fagra fleyi”, eða i sams- konar kringumstæðum, á meðan það ekki hefir annað betra að bjóða stjórn- inni og henöar aðgerðum í Sifton-mál- inu til afsökunar, en : “leðjuhver” - “leirhver” — “asni” — “ringlaður” — “asninn að rymja’io. þvl- Séra O. V. Gíslason fór heimleiðis á .mánudaginn var. Guðsþjónustur í Tjaldbúðinn á sunnu daginn kemur kl. 11 f. h. og kl. 7 e. h. Um helgina var komu þeir til bæj- arins séra'jFr. J. Bergmann og Friðjón Friðriksson. Hafði þá skólanefnd kyrkjufél. fund með sér hér í bænum. skólasjóði munu nú vera um $2,100. Sóra Friðrik fór heimleiðis í gær og Friðjón á miðvikudaginn. Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu verður “Skugga-Sveinn” leikinn annaðkvöld (laugardag 2. Febr.). Þetta er eina tækifærið sem eftir er til að sjá þetta nafnfræga rit leikið, með þeim á gætis útbúnaði, sem ekkert meðal ís- lendinga hér vestra getur jafnast við Ef nokkrir skyldu vera, sem vonast eft ir að það verði leikið fyrir fátækra nefndina og sem hugsa sér að draga að sækja leikinn þangað til, þá má geta þess þeim til upplýsingar, að fátækra- styrktarnefndin ætlar ekki að fara fram á, að ritið verði leikið ser til arðs. Á laugardagskveldið erþess tegna, allra síð- asta takifœrið að sja leikinn og ætti því að vera húsfyllir, svo framarlega sem menn vilja meta það sem vel er gert.— Tjaldið verður undið upp kl. 7J. Vér höfum meðtekið eintak af auka útgáfu Canadian Almanaksins fyrir 1895, v litgefendur almanaksins er prentfél. Copp, Clark & Co. í Toronto, en auka útgáfu þessa kostaði félagið H. H. Warner & Co. í Lundúnuum, sem nú eru einka-eigendur patent lyfsins nafntogaða : “Warners Safe Cure.” Auka-útgáfa þessi er alveg óbreytt frá hinni og er sérlega fróð- legt rit. Meðal annars innihalds þess má nefna: tollskrá Canadastjórnar, ritgerð um þingreglur á dominionþingi, um Sault skipaskurðinn nýja (Canada megin landamæranna), pósthúsatala í Canada, um öll leynifélög í Canada m. m. o. fl. Bókin er 328 bls, í stóru 8 bl. broti og kostar 20 cents, hjá H. H. Warner & Co., Toronto, Ontario. Eiqnlegt kver er það, sem Dr. Willi- ams Medicine Co. í Brockville, Ont., hefir gefið út nýlega. Það er lýsmg hins ágæta meðals félagsins. og að auki lafdega gert dagatal fyrir 1895 og 1896, Á framsíðu kápunnar er sérlega vel gerð mynd, sem nefnd er: “Four Ge- nerations of the Royal House of Eng- land”, og sýnir Victoriu drottmngu, prinzinn af Wales, hertogann af York og son hans, ungbarnið, Edward prinz af York. Innihald bæklingsins alt er þess virði aðlesa, eins og alt, sem þetta félag sendir út í auglýsinga formi.— Kver þetta getur hver leseiula Rkr. sem er fengið ókeypis, ef hann sendir addressu sína greinilega skrifaða til fe- lagsins í Brockville. Eitt póstspjald er nægilegt til þess. Kennara vantar, í sex mánuði, frá 15. April 1895, fyrir Rothburv skólaliérað. Kennarinn verð- ur að skilja íslenzku og hafa leyfisbref frá skólastjórninni í Norðvesturland- inu (Council of Public Instruction for the Territories). — Þeir, sem bjóða sig fram, verða í umsóknarbréfinu að segja hvað mikið kaup þeir vilja hafa og hve mikla æfingu þeir hafa haft við skóla- k6DSlU- TOM. LAIDLAW, skrifari. Sinicoe Co. unclrið. HIN ÓVIÐJAFNANLEGA SAGA mrs.:;robinson frá MIDHURST. Ellefu ára sjúkdómur. Var álitinn ó- læknandi. Læknarnir þóttust ekkert geta að gert. Nú er hun hress og heilbrigð. Tekið eftir Barrie Examinator. í nánd við þorpið Midhurst, hér um bil sex mílur frá Barrie, stendur smiðja Mr. John Robinsons og ekki steinsnar á burtu stendur íveruhús hans þar sem hann býr með fjölskyldu sinni. Mr. Robinson er ekta eftirmynd af járnsmið, eins og vant er að hugsa sér þá, vöðv- arnir á hinum reykroknu handleggjum hans eru sem járnþræðir, en Mrs. Rob- inson er alt öðru visi á sig komin. Hún liefir um langan tíma þjáðst af nýrna- vatns-sýki. Skömmu eftir að hún eign- aðist síðasta barnið, (sem nú er 13 ára), fór hún að fá aðsvif og ákafan höfuð- verk, og hefir það haldið áfram siðan þrátt fyrir alla þá læknishjálp sem völ var á. í heilt ár leit ekki út fyrir ann- að en að hún mundi verða brjáluð. Hinn þungi og sífeldi höfuðverkur, slítandi þrautir í bakinu og bólga og máttleysií fótum, gerðu útlitið alt ann- að en glæsilegt. Við fregnrita blaðsins Examiner sagði Mrs. Robinson : "Það eru milli 5 og 6 ár síðan mór versnaði fyrir alvöru.og síðan höfum við eytt svo hundruðum dollara skiftir fyrir meðul og ráðleggingar. Sjúkdómseinkenni á mér voru: þungur höfuðvorkur, verkur í baki og nýrum og bólga í fótum. Mér versnaði stöðugt og í Júlímánuði síðast gáfust læknarnir algerlega upp við mig og sögðust ekki búast við að ég kæmist á fætur aftur. Ég gat ekki reist mig upp, ekki klætt mig hjálparlaust, og það þurfti að hjálpa mér við hvað sem var Nú er ég hraust] og heilbrigð og get þvegið stóran þvott án þess að þreytast Ég þjáðist einnig af niðurgangi i mörg ár, og þegar ég sagði lækninnm frá því, spgði hann, að ef hann væri stanzuður, mundi mér versna enn meir. Fyrir á- kafar bænir sonar mins, sem þá var í Manitoba, og sem sjálfur vissi til að Pink Pills höfðu reynst framúrskarandi í ýmsum tilfellum, fór ég að brúka þær. Tið brúkun pillanna hefir mér algerlega batnað. Rétt viku áður etí ég fór að brúka þær, sagði læknir mér að hann gæti ekki læknað mig, og að með vorinu mundi mér versna. Hann rannsakaði blóðið í mér og sagði að það væri í fram úrskarandi slæmu ástandi, og að sjúk- dómurinn væri nýrnavatnssýki, sem væri alveg ólæknandi. Þetta var um miðjan Janúar. Þegar þriðja askjan var búin, var bakvorkurinn liðinn frá, og ég hefi aldrei fundið til hans siðan. Ég hefi brúkað úr þrettán oða fjórtán öskjum alls, og ég á þessu undrameðali að þakka bata minn. Ég get ekki lofað Pink Pills of mikið hvernig sem ég fer að,” sagði Mrs. Robinson “Ég ráðlegg öllum að brúka þær. Þær björguðu lífi mínu, og ég finn það skyldu mína að láta aðra vita það sem þjást eins og ég.” Dr. Williams Pink Pills uppræta or- sakir sýkinnar og gera sjúklinginn liraustan og heilbrigðan. Við limafalls- sýki, riðu, mjaðmagikt, gikt, nýrna og lifrarveiki, útbrotum. kirtlaveiki o. s. frv. eru þær óyggjandi. Þær taka fram öllum öðrum læknisdómam. Þær eru einnig sérstaklega góðar við ýmsum kvennsjúkdómum, og geraútlitið fallegt og hraustlegt. Karlmenn sem hafa lagt of hart á sig, geta ekki fengiðbetra með- al. Pillurnar eru seldar hjá öllum lyf- sölum eða sendar með pósti fyrir 50 cts askjan, sex öskjur fyrir $2.50, frá Dr. Williams Medicine Co., Brookwille, Ont. og Schenectady, N. Y. Hafið gát á eft- irstælingum sem sagðar eru “alveg eins góðar.” verður leikinn í síðasta skifti — A — Laugardagskvöldið 2. Febrúar. í Unity Hall. — Byrjar kl. 7J. Aðgöngumiðar, 35 cts., hjá G. P. Thordarson, bakara. VORUR MEÐ INNKAUPS VERDI. #### Frá 30. Janúar 1895 seljum vér all- ar vörur sem vér höfum með inn- kaups verði og þar á meðal 10 kassa af klæðaefnum af eftirfylgjandi tegundum. #### New Print (Sirz) Dress Ginghams. Shirtings (Skyrtu-tau). Sheetings (línlakaefni) Table Linen (borðdúkar) Flanneletts. Factory Cottons. Bleached Cottons. Muslins. Quilts (ábreiður). Fancy Opera Flannels, &c. Kvennhattar Með því verði sem þér viljið. Kápur fyrir liálfvirði. #### Komið og skoðið vörurnar. Þér sannfærist þá um, að betri tilboð haf- ið þér aldrei fcngið. Þér þuriið vör- urnar og vér þurfum pcningana. Sýnishorn send til viðskiftavina úti á landi. John Norris & Co. Eftirmaður Preston & Norris. 452 Jlain Str. tiesjnt P. O. Hafið með yður auglýsing þessa er þér heimsækið Mr. John Norris & Co. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. IIAIIDORSSON, Park River — N. Dak. Kostaboð. Á þessum hörðu tímum ættu menn að nota sér það kostaboð, sem ég vil gera fólki, með því að selja gott smjör fyrir 15 cts. pundið, eða 12 cent ef tekin er heil fata. T. Finkclatein, Broadway House. $ 1.75 Það tilkynnist hér með vorum heiðruðu viðskiftamönnum, að í næstu tvo mánuði, til 28. Februar, að þeim degi meðtöldum, tökum vér $ 1.75 sem fult andvirði IX. árgangs Heimskringlu og III. árg. Aldarinnar. Lengur stendur það boð vort ekki og þýðingarlaust að fara fram á frest. En fjarlægum viðskiftamönnum til hægðarauka tökum vér gilt, að þeir sendi peningana áleiðis til vor síð- asta dag Febrúar, svo framarlega sem á póstmerkinu á umslagi bréfsins stendur : 28. Febr. 1895. Frá þessari reglu víkjum vér ekki og óskum þess vegna að enginn fari fram á það. Þessi afsláttur fæst þvi að eins, að peningarnir verði sendir oss alveg kostnaðarlaust. Ef ávísanir verða sendar, verða þeir, er það gera, að greiða hin nauðsynlegu víxil-laun. Innheimtumenn vorir fá heldur eng- in laun fyrir að senda oss þetta nið- ursetta gjald og mælumst vér því til að kaupendurnir fari ekki fram á að þeir takist ómök og kostnað á hendur í því sambandi. Þetta boð gildir að eins að því er snertir fyrirfram borgun fyrir IX. árg. (1895). Þeir sem skulda oss nú, fyrir einn eða fleiri árganga blaðsins, geta því að eins orðið þessa kostaboðs aðnjótandi, að þeir jafnframt borgun- inni fyrir 1895 sendi alla upphæðina, sem þeir skulda nú, samkvæmt reikn- ingi á blaðinu. Öllum skuldlausum viðskifta- mönnum vorum er innanhandar að hagnýta sér þetta tækifæri, að fá blaðið með niðursettu verði, og von- um vér nú að þeir bregði við og sýni viðleitni að þægjast oss, sérstaklega þar sem sú þága vor er þeirra hagur. I harðæri, eins og nú, álítum vér fjöldanum lætra—og miklu betra, að fá 25 centa afslátt á blaðverðinu, en borga $2,00 og fá einhverja “pre- miu” með, sem efasamt verðgildi hefir, enda þótt sú aðferðin kynni að verða prentfélaginu kostnaðarminni. Þetta vonum vér að kaupendur blaðs ins samsinni og láti oss njóta þcss, að vér reynum að hugsa um þeirra hag ekki síður en hag félagsins. Minnist þess að boðið stendurtil 28. Febrúar og ekki lengur. Felagsneendin. $5 $5 $5 i — MERKI: BLA STJARNA. 434 MAIN STR. YÉR ÞURFUM $ 1.000 i pemngum fyrir 19. þessa mán. •••• IOO e®s» karlmanna alfatnaðir dollara 9.50 liyer. •••• IOO «®®® — yfirhafnir — dollara 5.00 hver The Blue Store, MEEKI: BLÁ STJARNA. 434 Main Str. - # A. Chevrier. 180 Valdimar munkur. vakinn upp af hugsunum sínum með því, að hurðin var opnuð með hægð og inn gekk van- skapaður maður, sem hann þegar þekkti að var presturinn Savotano. “Hvererþar?” spurði fjandi sá/ er hann þóttist sjá mann sitja a rúmstokknum, en var ot' dimmt fyrir augum tii að sjá þegar í upphafi hver hann var. “Hafðu ekki hátt, greifinn sefur!“ sagði Rú- rik í hálfum hljóðum, sem strax náði sér eftir geðshræringuna, af því að sjá glæpamanninn koma inn. , “Hver talar?” spurði Savotano og færði sig nær rúminu. “Ó, það er byssusmiðurinn !” Rúrik kvað já við því oe athugaði nákvæm- lega hverja breyting og hvert tillit kroppin- baks. “Eg verð að segja, að það er undarlegt mjog, að sjá Jfig hér”, sagði presturinn, en kom sér þó ekkí að að lítá beint Iraman í byssusmiðinn, heldur gaut til hans augunum. “F.kki svona hátt, berra prestur !” sagði Rú- rik, sem vildi gjarnan komast hjá að tala við prc'stinn. Bæði var það, að hann óttaðist að greifinn kynni að vakna og svo var hann hrædd- ur um, el hann vaknaði, að hann gæti ekki stilt sig um að láta eittbvað uppafþví, sem áður hafðl appgötvast. Eu Rúrik vildi alt annað, en að fanturinn fengi vitneskju um það svona fyrst um sitin. “En því eit þú hér ?” spurði Savotano, sem Valdimar munkur. 135 riks, sem hans veiku kraftar leyfðu. “Þú verð- ur að koma til mín oft eftir þetta, því ég vona nú að ég lifni við. Og ef mér batnar, þá á ég þér líf mitt að launa. Og guð veit—sú tilfinning er nú þegar djúpt gróðurseit í lijarta mínu , að ég gKai ætinlega luuna hveruig þú bjargaðir iín mínu. Aldrei, aldrei, nekkurntíma framar skal hugur minn hvarfla til þess tima, er ég fekk þetta sár. Komdu þess vegna til mín svo oft sem þér er mögulegt, því eins og guð sér okkur er það satt, að ég nú elska þig eins og bróður. Komdu aftur, Rúrik”. “Guð blessi þig og varðveiti”, sagði Rúrik klökkur í anda og gekk svo út. Á leiðinni fram að dyrunum heyrði liann greifann flytjá samsi konar bæn fyrir sér. ogfór hann því burt frá inis- inu eins glaður í anda, eins og hann kom þang- að dapur í bragði fyrir fáum stundum, Þeir, sem ekki þekkja hugheila og lireina fyrirgefningu, þeir skilja ekki tilfinningar þess- ara tveggjamanna og þeir þekkja þáekki lield- ur hina háleitustu, helgustu tilfinningu manns- ins. Rúrik hafði skilið hest sinn og sleða eftir við hótel litið skammt í bnrtu, beindi iiann nú ferð sinni þangað og gekk greitt. Hann var rúmlega hálfnaður þangað frá húsi greifans þeg- ar bann heyrði nafn sitt nefnt fyrir aftan sig. Leit liann þá við og sá hvar maður nálgaðist.— Það var svo dimmt, að þo maðnrinn væri ínnan árra skrefa frá honum, gat Rúrik ekki séð and- 134 Valdimar munkur. honum sterkt bygggrjónaseyði, því hann mundi þyrsta. Að þéssu búnu lét læknirin sömn glösin, er hann hafði með sér til rannsóknar, uppá kom- móðuna og lét í þau meðul lík á lit og þau, er áöur voru í þeim, en bannaoi keriíngunm aó snerta þau eða taka úr þeim. Öil meðulin, sem greifmn skyldi taka framvegis, var henni sagt áð hafa undir sinni hendi fram í eldhúsi og sjá um að hann fengi engin önnur lyf. Svo var henni lagt á hjarta að láta vanskapaða prestinn ekki toga eitt orð úr hálsi sér áhrærandi þessa breyt- ingu á meðala reyTislunni. En svo ætlaði nú Ko- pani að gera betur—að vera alveg viss. Þegar hann hafði aflokið brýnum erindum annarsstað - ar, ætlaði bann a« koma aftur og vaka sjálfur hjá greifauum. Hann ætlaði að ábj’rgjast að kroppinbakur skyldi ekki lengur fá að reyna eitursittá hinum sjúka aðalsmanni, og fullviss- aði hann um, að liann þyrfti framvegis ekki að óttast þá, sem hjá honum yrðu á nóttunni. Það var að heita mátti komið myrkur og hafði Rúrfk ekki hugmynd um að svo framorðið væri tímans, fyrr en hann lyfti gluggatjaldinu og leit út. Dagurinn liafði liðið fljótar en liann varði og hugsaði hann því til heimferðar í fiýti. Hann gekk að rúminu, tók hönd sjúklingsins og kvaðst nú verða að fara, en ef hann mætti sagð ist hann gjarnan vilja koma aftur. “Já, gerðu það. Þú mátt til með að koma aftur”, sagði greifinn og tók svo þétt í hönd Rú- Valdimar munkur. 131 eins víst vildi komast í skilning um hvernig á- statt var, eins og Rúrik vildi dylja það. “Ég er sálusorgari þessa sjúkfings”, sagði liann, “og þykist því hafa fullan rétt til að vita hvernig á því stendur, að sá maður er hér inni, sem er í svo einkernnlegum kringumstæðum, að þvi er greifann snertir”. Rúrik hitnaði og lá nærri að hann léti bæði gremju og fyrirlitning í ljósi, en kæfði þó þá til- finningu niður. “Ég hafði heyrt, lierra prestur”, sagði hann blátt áfram, “að greifinn væri aðfram kominn, en ég vildi ekkiað hann dæi án þess að fyrirgefa mér það, sem ég hefi gert á hluta haDs”. “Og hefir hann þá gert það?” “Já,” svaraði Rúrik. “En tilhvors ertu þá að bíða hér ? Hvar er þjónustukonan?” “Hún er einhversstaðar úti”, svaraði Rúrik, “og greifinn hefir fengið hálfgert aðsvif—ein- kennilegan krampa, svo að ég óttaðist, að fengi hann annað, gæti ein kona ekki ráðið við hann”* “Einmitt það—krampa!” sagði prestur. “Já, sannarlega undarlegan, rétt eins og hjarta bans væri í klemmu, eða heilinn að brenna, soðna, og líkaminn allur titraði og teygð ist sundur og saman”. Savotano sneri sér undan, en ekki íyrr en Rúrik hafði séð gleðisvipinn á andliti hans. Það var eitt tillit einungis, en það var nóg, — full-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.