Heimskringla - 08.02.1895, Síða 4
IIEIMSKHINGLA 8 FEBEÚAR 1895.
Winnipeg.
Herra A. I. Indriðason í Seattle er
Fylkisþingið er kallað saman til
fundar á fimtudaginn 14. Febrúar.
Sendibréf 4 skrifstofu Hkr. eiga :
Mrs. G. Olsen, Sveinn Brynjólfssou og
Sigmundur Jóhannsson.
Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm.—
Fljót og viss lækuing ; linandi, hreins-
anAi, læknandi. (2
Guðsþjónusta í Tjaldbúðinni 4
sunnudaginn kemur, 4 venjulegum tíma
kL 11 f. m. og 7 e. m.
Sagt er að tilraun hafi verið gerð
að brenna upp verksmiðjur C. P-
félagsins hér í bænum 4 laugardags-
kvöldið var.
í Tjaldbúðinni verða framvegis
haldnar guðræknissamkomur 4 hverju
miðvikudagskveldi kl. 8, auk guðs-
þjónustanna 4 sunnudagana.
Landar í Selkirk ! Þegar þið er-
uð á ferðinni niðri á Evelin Str., þá
litið inn í búð Páls Magnússonar —
beint á móti pósthúsinu.
innköllunarmaður Hki. þar í bænum
og grendinni.
Það eru kostaboð, semMr. Norris
býður nú um litinn tima. Lesið aug-
lýsingu hans á öðrum stað í blaðinu og
komið svo við í búð hans þegar þið
þurfiðað kaupa eitthvað af þvi, sem
hann hefir á boðstólum.
Jón ritstj. ólafsson
yfirgefur “Norden” prentfélagið innan
skamms, eftirþvíer hann, segir frá í
bréfi. Honum hefir boðizt og hefir hann
þegið stöðu sem bókavörður við “Field
Columbian-safnið’’ nýja og býzt við að
taka við sínu nýja starfi núna um
næstu mánaðamót, eða snemma í
Marz? Framvegis ráðgreir hann samt
að hafa áhendi ritstjórn mánaðar-
blaðsins : I ledige Timer, þótt hann
á annan hátt vinni ekki fyrir “Norden”
félagið.
í þessu sambandi er vert að geta
þess, að “Norden”-félagið gaf honum
laglega jólagjöf; það gaf honum alt sem
inn kann að koma í lausasölu fyrir mán-
aðarritið “I ledige Timer”. Getur það
með tímanum orðíð upphæð sem um
Nýja íslands-póstvagninn (ofnhit-
aður) fer af stað héðan frá 524 Ross
Ave. 4 hverjum mánudegi kl. 10 f. h.—
Frá Selkirk íer hann undireins og aust-
urlestin er komin frá Winnipeg, um kl.
1 e. h.
Dánarfregn.
Frá Hallson, N. Dak-, er oss ritað
að þar hafi látist 81. Jan. þ. á., eftir
tæpa mánaðarlegu, Guðbjörg Eyj’ólfs-
dóttir, seinni kona Jóhanns Jóhanns-
sonar (föður Eggerts ritstj. Jóhanns-
sonar) frá Vindheimum í Skagafirði.
Guðbjörg sál. var um fimtugt eða
rúmlega það, þegar hun lezt. Til
Ameríku flutti hún árið 1876, bjó í
N. ísl. 4—5 ár og giftist þar seinna-
manni sínum. Til Dakota fluttu þau
hjón veturinn 1882—3 og hafa búið
þar síðan. Guðbjörg var dugleg kona,
höfðinglynd mjög og góðgerðasöm og
margur fátæklingur mun minnasthenn-
ar með þakklátu hjarta.
Eftir Sunnanfarr.
Qisli Brynjólfsson cand. mag.. hefir
nú sezt að sem læknir hér í borginni.
Vetrarveður ósvikið var hér í bæn-
.um síðari hluta vikunnar er leið og
framundir miöja þessa viku, frostið
35 til 46 stig fyrir neðan zero, á hverj-
um degi, mest 4 mánudaginn 4. þ. m.
Stovels Pocket Directory er bæði lag-
legt kver og gagnlegt. Það er 72 bls. og
fullt af allskonar fróðlegum upplýsmg-
um. Ágætur uppdráttur afbænum fylg
ir Febrúar-útgáfunni. Kostar 5 cents.
í byrjun f. m. myndaði séra Haf-
steinn Pétursson unglingafélag í Tjald-
búðarsöfnuði (Winnipeg Tabernacle
Young Peoples Society). Þetta er fyrsta
kyrkjulega unglingafélagið, sem stofnað
hefir verið meðal íslendinga.
Bakararnir flestir í bænum hafa
sett niður aftur brauðverðið og gefa nú
20 brauð fyrir dollar, eða 5 cents eitt
brauð. Umtíma seldu þeir 18 brauð
fyrir dollar, og ef eitt brauð einungis
var keypt þá 10 cents.
Eldiviðarsalar hér í bænum hafa
komið sér saman um að hækka verð-
ið. Hafa þeir ákveðið að smásalar
fái ekki tamarak fyrir minna en $4.25
og pine $3.75 cordið. Þetta stafar af
því sumir höfðu selt tamarak heimflutt
fyrir $4.25.
Eimreiðin—nýtt tímarit—á að koma
út í Khöfn með vorinu, undir ritstjórn
dr. phil. Valtýs Guðmundssonar. Á
það að flytja skáldskap—sögur og
kvæði, ritdóma, greinar um landsmál,
einkum um skólamál, heilbrygðismál,
atvinnuvegi og samgöngur og fræðandi
og skemtandi greinar ýmislegs efnis.
Flutning pólitiskra mála ætlar Eimreið-
in að eftirláta öðrum blöðum. Svo er
tilætdast að ritið komi út í 5 arka-heft-
um, að minnsta kosti tvisvar á ári.
Hvert hefti á að kosta á íslandi 1 kr., í
Ameríku 40 cents. Nálægt 30 menn eru
nafngreindir, sem þegar hafa lofað að
sendailEimreiðinni” ritgerðir og má af
því marka að efnið verði fjölbreytt, en
helzt til takmarkaður virðist oss
ritvöllurinn fyrir jafn álítlegan flokk
manna. En gangi vel, ma auðvitað
græða hann ut. Boðsbrefið er til s) nis á
skrifstofu Hkr.
munar.
Iludson Bay jdrnbrautin. Um hana
er nú talað á ný og þykir það benda
á, að ent muni loforðin þau í haust
er leið, að nú eru nokkrir stór-con-
tractors hér í bænum í óða önn að
taka út járnbrautarbönd, fyrir eigin
reikning að vísu, en ekki hklegt að
þeir mundu leggja fé í það, ef þeir
hefðu ekki ljósari hugmynd um ástæð-
urnar en almenningur hefir. Blaðið
“Nor-Wester,” sem fastast mælir með
þeirri braut, lætur nú í ljósi óþolin-
mæði yfir því, að dominionstjórnin
skuli ekki enn hafa gefið afgerandi
svar, og mælir með að önnur nefnd
sé send austur til Ottawa nú, til að
herja á stjórnina.
Þeir sem vilja gerast kaupendur
að mánaðarritinu : I Ledigb Timer,
sem Jón Ólafsson ritstj. er nýfarinn
að gefa út í Chicago, geta snúið sér
til mín og annast ég um sending pen-
inganna áskrifendum að kostnaðarlausu.
— Af því eru nú út komin tvöhefti,
og þarf naumast að taka það fram,
að ritið er prýðis vel úr garði 'gert,
efnið bæði fræðandi og skemtandi. —
I Ledige Timer kostar að eins 50 cts.
um árið, 12 hefti í stóru broti, og ættu
allir íslendingar hér, sem geta lesið
norsku eða dönsku, að eignast það.
M. PÉTURSSON,
Heimskringla Office,
eða 601 Ross Ave.
Sunnanfari (3 blöð saman — Nóv.
Des. og Jan.) kom núna í vikunni.
í honum eru myndir og æfiágrip
Benedikts Gröndals, Páls Pálssonar,
amtsskrifara, Sigríðar Magnúsdóttur,
konu Ólafs stiftamtmanns Stefánsson-
ar. Kvæði eru í bl. eftir Matth.
Jochumson, B. Gröndal, Gr. Thomson,
o. fl. Meðal ritgerða i því því má
nefna: “Náttúrufræðin og Vestur-
heimsprestarnir,” eftir Helga Péturs-
son, “Vísindi og trú,” eftir Þorst.
Gíslason, “íslendingar í tveimur dönsk
um leikritum,” eítir Ól. Daviðsso. Auk
þess fjöldi af fræðigreinum og stutt
skáldsaga eftir “Þorgils Gjallanda,” er
heitir “Fölskvi.” Var þessi saga sæmd
verðlaunum þeim, er Sunnanfari hét
bezt ritaðri sögu um íslenzkt efni.
Anders Vigfússon frá Vestmanna-
eyjum, sem kom hingað fyrst til lækn-
inga og hefir dvalið hér um all-mörg ár,
er orðinn tollþjónnvið “Fríhöfnina” hér
í borginni.
íslenzkirmynd miðir. Stephán Eir-
íksson Austfirðingur varð fullnuma hér
síðastliðið ár í tréskurðarlist (útskurði).
Einar Jónsson úr Hrunamannahreppi
er að læra hér í borginni myndasmíði
(líkneskjasmíði) og Skúli Skúlason frá
Akureyri, sem hingað kom í sumar eð
var og fékk styrk af þinginu 1893. hefir
nú um stund tamið sér útskurð, en ráð-
gerir að snúa sér að líkneskjasmíði.
Saga frá Winnipeg.
HVERNIG TVEIR MERKIR MENN
í SLÉTTU BORGINNI KOM-
UST TIL HEILSU.
Annar þjáðist af meltingarleysi og hinn
af taugaveiklan. Saga þessi er
skráð af fregnrita blaðsins Tri-
une.
Tekið eftir Winnipeg Tribune.
Nú á tímum eru menn mjög van-
trúaðir á kraft þeirra meðala sem
auglýst eru, og oft heyrist sagt að
það sé að eins einstaka sinnum að
heyrist getið um að þau komi að haldi.
Þrátt fyrir þetta vildi það til fyrir
skömmu síðan að fregnriti blaðsins
Tribune heyrði getið um að einn af
íbúum Winnipeg-bæjar hefði gert til-
raun með Dr. Williams’ Pink Pills, af
þessu leiddi að hann för að grenslast
nákvæmar eftir afleiðíngunum og varð
hafin þess vís, að nokkrir merkir íbúar
Winnipeg-bæjar hefðu í seinnitíð brúk-
að þetta meðal sér til mikjlla bóta,
Einn af þessum mönnum var W. A.
Charlesworth, hinn alþekti “contractor”
sem hefir síðan hann settist að í
Winnipeg átt mikinn þátt í að reisa
margar af byggingum þeim sem nú
skreyta þessa sléttuborg. Það er ekki
nema eðlilegt þó það sem jafn vel
þektur maður sem Mr. Charlesworth
segir, vokji eftirtekt, enda var fregn-
ritanum falið á hendur að komast
nákvæmlega eftir öflu sem Mr. Charles-
worth hefði að segja. Fregnritinn hitti
hann að máli á hinu skrautlega heim-
ili hans á Wifliam Ave. fyrir fáum
dögum, og bað hann að segja sér
hvernig alt hefði gengið til frá byrjun-
Mr. Charlesworth var í fyrstu ófús
4 að láta gera sig að umtalsefni, en
lét þó tilleiðast að segja sögu sína
vegna hinna mörgu sem kynnu að
hafa not af því. Þegar Mr. Charles-
worth fyrir hér um bil þrettán árum
átti heima nálægt Cairo í Suður-Illinois
veiktist hann af hitasótt, sem dró úr
honum þrótt og dug og veiklaði svo
allan líkamann að hann þjáðist stöð-
ugt í tíu ár af melringarleysi. Hann
kom hingað norður í þeim tilgangi
að lækna sig af þessari vesæld en
breytingingin kom að litlu gagni. Að
vísu hefir hann aldrei verið eins slæmur
síðan hann kom hingað norður en
hann hefir samt orðið að hafa góðar
gætur á sér og brúka heilmikið af
“quinine” á hverju hausti til að verj-
ast hitasóttinni sem alt af vildi ásækja
hann. Það bar og á gallsýki í honum
við og við sem var mjög til þrauta,
og meltingarleysið var viðvarandi.
Haustið 1891 afréð hann að gera greini-
lega lækningatilraun á sér, svo hann
fékk sér Dr. Williams Pink Pills sem
hann hafði séð auglýstar í einhverju
blaði. Hann byrjaði að brúka þær í
Október mánuði, og fyrsta mánuðinn
fann hann á sér lítinn bata, en eftir
það var batinn fljótur, og breytingin
mikil. Kuldana, veturinn 1891—92 sem
flestum munu minnistæðir þoldi hann
mjög vel vegna þess hve meðalið
hafði bygt vel upp líkamann og hreins-
að blóðið. Meltingarlðysið fór rénandi
og hitasóttin hefir ekki gert vart við
sig síðan. Hann hélt áfram með pifl-
urnar þangað til um miðjan Janúar.
Að lokum sagði Mr. Charlesworth:
“Rejddu þig ekki einverðingu á minn
vitnisburð en farðu og findu Mr.
Fairchiid líka hann hefir brúkað pill-
urnar eins og ég.”
Það þarf varla að taka það fram
að þessi Mr, Fairchild er Frank Fair-
chíld eigandi hinnar langstærsta land-
véla, og vagna-verzlunar í Vestur-Can-
ada. Mr. Fairchild er svo vel þekktur
a: lesendum blaðsins Tribune að það
er ónauðsynlegt að lýsa honum nánar
fyrlr almenningi. Fregnritinn fór
einnig til hans og styrkti hans sögu-
sögn Mr. Charlesworth. Fyrír nokkru
síðan þjáðist Mr. Fairchild af tauga-
veiklun, sem var afleiðing af ofþreytu.
Hann þjáðist stöðugt af verk í hnakk-
anum og bakinu. Eftir að hann var
búinn að vera á sjúkrahúsi í Chicago
var honum ráðlagt að fá sér meðul
sem hreinsa og bæta blóðið, og eitt
og eitt af þeim meðulum sem tilnefnt
var voru Pills. Hann byrjaði með að
brúka meðal í uppleystu ástandi en
þar eð honum þótti óþægilegt að flytja
það með sér afréð hann að gera til-
raun með pillurnar að ráði Mr • Charl-
esworth. Honum heppnaðist tilraunin
vel og hélt áfram að brúka þær þang-
að til hann var kominn til heilsu.
Hann mælir sterklega með þeim sem
blóðhreinsandí meðali.
Dr. Williams Pink Pifls fást hjá
öllum lyfsölum eða með pósti frá Dr.
Wifliams’ Medicine Co. Brockville, Ont,
og Schenectady N. Y. fyrir 50 cts. askj-
an eða 6 öskjur fyrir $2.50.
Sveitarlíiið og
Reykjavíkurlífið,
fyrirlestur eftir mennta og gáíukonuna
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, konu Valdi-
mars ritstj. Ásmundssonar.
Fyrirlesturínn er 56 bls. að lengd
og er skarplega dregin pennamynd af
lífi manna á íslandi. Er hann fróðleg-
ur fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir þá,
sem yfirgáfu ættjörðu sína á unga aldri
Fáein eintök fást keýpt á afgreiðslu
stofu Hkr.
Eintaliid 20 cents.
Kostaboð.
Á þessum hörðu tímum ættu menn
að nota sér það kostaboð, sem ég vil
gera fólki, með því að selja gott smjör
fyrir 15 cts. pundið, eða 12 cent ef
tekin er heil fata.
T. Finl»elstein,
Broadway Hóuse.
$ i-75
Það tilkynnist hér með vorum
heiðruðu viðskiftamönnum, að í
næstu tvo mánuði,
til 28. Februar,
að þcim degi meðtöldum, tökum vér
$ 1.75 sem fult andvirði
IX. árgangs Heimskringlu og
III. árg. Aldarinnar.
Lengur stendur það boð vort ekki og
þýðingarlaust að fara fram á frest.
En fjarlægum viðskiftamönnum til
hægðarauka tökum vér gilt, að þeir
sendi peningana áleiðis til vor síð-
asta dag Fcbrúar, svo framarlega sem
á póstmerkinu 4 umslagi bréfsins
stendur: 28. Febr. 1895.
Frá þessari reglu víkjum vér
ekki og óskum þess vegna að enginn
fari fram á það.
Þessi afsláttur fæst þvi að eins,
að peningarnir verði sendir oss alveg
kostnaðarlaust. Ef ávísanir verða
sendar, verða þeir, er það gera, að
greiða hin nauðsynlegu víxil-laun.
Innheimtumenn vorir fá heldur eng-
in laun fyrir að senda oss þetta nið-
ursetta gjald og mælumst vér því til
að kaupendurnir fari ekki fram á að
þeir takist ómök og kostnað á hendur
í því sambandi.
Þetta boð gildir að eins að því
er snertir fyrirfram borgun fyrir IX.
árg. (1895). Þeir sem skulda oss nú,
fyrir einn eða fleiri árganga blaðsins,
geta því að eins orðið þessa kostaboðs
aðnjótandi, að þeir jafnframt borgun-
inni fyrir 1895 sendialla upphæðina,
sem þeir skulda nú, samkvæmt reikn-
ingi á blaðinu.
Öllum skuldlausum viðslcifta-
mönnum vorum er innanhandar að
hagnýta sér þetta tækifæri, að fá
blaðið með niðursettu verði, og von-
um vér nú að þeir bregði við og sýni
viðloitni að þægjast oss, sérstaklega
þar sem sú þága vorerþeirra hagur.
í harðæri, eins og nú, álítum vér
fjöldanum betra—og mikiu Ixitra, að
fá 25 centa afslátt á blaðverðinu, en
borga $2,00 og fá einhverja “pre-
miu” með, sem efasamt verðgildi
heíir, enda þótt sú aðferðin kynni að
verða prentfélaginu kostnaðarminni.
Þetta vonum vér að kaupendur blaðs
ins samsinni og láti oss njóta þess>
að vér reynum að hugsa um þeirra
hag ekki síður en hag félagsins.
Minnist þess að boðið stendur til
28. Febrúar
og ekki lengur.
Felagsnefndin.
— í —
MERKI: BLA STJARNA.
434 MAIN STR.
VÉR ÞURFUM —
$ 1.000
i peningum
fyrir 19. þessa mán.
•••• IOO ••••
karlmanna alfatnaðir
dollara 9.50 hver.
•••• IOO ••••
— yfirhafnir —
dollara 5.00 hver.
The Blue Store,
MEEKI: BLÁ STJARNA.
434 Main Str.
A. Chevrier.
138 Valdimar munkur.
svaraði leiðsögumaðurinn og lét á róm sínum
skilja, að hann væri gramur yfir ófærðinni.
“Jæja, ha’.tu þá áfram”, sagði Rúrik.
Aftur hélt leiðs igumaðurinn af stað og Rú-
rik á eftir. Stígur þessi varkrókóttur mjög ekki
síður en illfær vegna snjóþynesla, og var það oft-
ar en einusinni, að byssusmiðurinn hafði löngvn
tii að snúa aftur. Hann var eiginlega ekki
hræddur, g'at ekki séð að hann hefði ástæðu til
þess, en honum geðjaðist illa að þessu ferðalagi.
Og að hann var svona grunsamur kom til af því,
að honum var kunnugtorðið um tilraunirnar við
greifann. Efþað hefði ekki verið fyrir þær til-
raunir. befði honum engin svikráð í hug komið
En þegar hann hugsaði um allar ástæðurnar,
virtist honum ekki ótrúlegt, að tilraun ætti að
gera að leíða sig í einhverja gildru. Hann var
að velta þessu fyrir sér, þegar leiðsögumaður-
inn kom að þverstræti, eða stíg, sem var enda
mjórri en sá, er þeir voru í og út á þann stí g
lagði leiðsögumaðurinn.
“Bíddu nú svo lítið, herra minn”, sagði þá
Rúrik óþolinmóður. “Kailarðu þennan stíg
stræti ?”
•‘Já, herra minn”, svaraði hinn, “og við
þetta stræti munum við finna manninn, sem við
erum að leita að. Þaðan sem hann er, er ekki
nema örstuttur stígur yfir að hótelinu þar sem
hesturinn þÍDn er í geymslu. Þaraf leiðandi
þarftu ekki að fara þessa leið til baka aftur. Og
við erum nú nærri komnir að húsinu”.
Valdimar munkur. 143
þú getur ! Þú ert nógu fyrirhafnarsamur eins
og er. Eigum við.......”.
Meira sagði skálkur þessi ekki, en í því var
annari snóru kastað yfir höfuð Rúriks og hand-
leggirnir nm olnboga stað fjötraðir við síðurnar.
Var hann nú gersamlega ósjálfbjarga og veltu
þeir honum nú á ýmsar hliðar á kjallaragólfinu á
meðan þeir voru að binda hann. Að því búnu
skipuðu þeir honum að standa á fætur og gerði
hann það, því hann hefði enga löngun til að
liggja þarna á köldu gólfinu.
“Nú skal ég fylgja þér til herbergja þinna,
Rúrik Nevel!”, sagði fyrirliðinn reigingslegur, af
því björninn var unninn.
“Hvað á þetta að þýða ? Hvemig stendur á
því, að þið sitjið fyrir meinlausum manni, sem
engum ykkar hefir gert minnstá mein?” spurði
Rúrik nærri því yfirkominn af bræði og undrun
“Hvers verkfæri eruð þið ?”
“Kærðu þig ekkert um það, svona í bráð-
bráðina, en láttu þér nægja, að þú ert hér kom-
inn og verður í vissra manna umsjón um stund”
svaraði fyrirliðinn, Ijósberinn sem áður var.
“En viltu ekki segja mér hvemig þessu ölla
víkur við. Hér býr þó eitthvað undir?”
“Já, víst, — en komdu me* mér og við skul-
um sjá til 1”
Tók svo fyrirliðinn upp lukt sína á ný og
gekk af stað, en aðstoðarmenn hans fylgdu hon-
um á eftir med Rúrik á milli sín, sem nú var
ekki til neins að þrjózkast og gekk svo áfram ó-
142 Valdimar munkur.
Skýrt skohijóð var það að vísu ekki, en líkara
þruski, og leit hann um öxl sér til að sjá hvað
það var. í þv£ fékk bann höíuðhögg svo mikið,
að hann kiknaði við og mundi það liafa riðið
hverjum meðalmanni að fullu. Hann rétti sig
bráðlega við, en áður en hann gæti snúið sér við,
að vegendunum, fékk hann annað höggið og
þeim mun meira en hið fyrra, að hann féll, en
fór þó ekki nema á hnén. I sömu svipan réðust
allir fjórir mennirnir á hann og sá hann að þeir
höfðu reipi til að binda hann með. Neytti liann
þá alls síns afls ogtókzt líka að hrinda tveimnr
frá sér. Þrátt fyrir að tveir voru p& eftir og
héldu honum niðri, var hann langt kominn að
rísa á fætur, þ?gar reipi var slangrað yfir höfuð
honum og dregið saman um hálsinn. Sá, sem
hélt í snúruna, herti svo að hálsinum, aðRúrik
lá við köfnun og hneig því niður aflvana.
‘ Ef þú gerir frekari tilraunir, skulum við
kyrkja þig. svo sannarlega sem ég held i snör-
una”, sagði sá sem áður bar ljósið, en sem nú
var tekinn við taumhaldinu. Jafnframt vöfðu
þeir hann reipum um handleggina og hertu svo
á að marðist hold og taugar.
“Gefið limum mínum bara lausn”, sagði þá
Rúrik, “ogsvomegið þið læsa dyrunum. Það
er ekki n.ema sanngjarnt og þið eruð fjórir um
einn”.
“Nei, lieilla-karlinn minn !” svaraði Ijósber-
inn fyrrverandi, “við erum búnir að reyna hvað
Valdimar munkur, 139
“En mér lízt ekkert á þetta ferðalag”, gat
Rúrik ekki stilt sig um að segja.
"Jú. en hamingjan góða”. sagði leiðsögumað-
urinn, “það er ekki nema fá skref frá húsinu til
hótelsÍDS og því ekkert vit að snúa aftur nú”.
“Jæja, áfram þá”, sagði Rúrik.
Áfram héldu þeir nú aftur og versnaði svo
vegurinn. Annan sprettinn hrökluðust þeir á
hálum ís, annan sprettinn voru þeir i meira en
hné-djúpum snjó og stundum ráku þeir tsérnar
í háa hnjóta, eða sukku niður í gjótur. Um síð-
ir nam leiðsögnmaðurínn staðar og lauk upp
litlu hliði á háum og þykkum mvírvegg. Og aft-
ur liikaði Rúrik. Hann var þarna algerlega
verjn- cg vopnlaus. Ef hann hefði haft þó ekki
belði verið nema sverð eða skamæbyssa, befði
hann verið óhræddur, en þarna var hann alis-
laus. í þetta skifti lét hann samt leiðsögumann-
inn ekki vita neitt um efa sinn. Hurðin laukst
upp hægt og seint og marraði háttí harðfrosnum
hjörunum. Um liliðið sá Rúrik, þó skuggsýnt
væri orðið, að autt svæði all-mikið var fyrir inn-
an vegginn og lengst í burtu mótaði fyrir húsi
nokkru,
“Þaðer ekki aðsjá að um þetta hús sé geng-
ið til muna”, sagðiRúrik. er hann sá ótroðiun
snjóinn í garðinum—ekki nema lítilfjörlega slóð
eftir einn eða tvo menn frá hliðinu > ð húsinu.
“Já, eininitt! Hvað annars sagðirðu? Eg
tók ekki eftir því”, svaraði leiðsögumaðnrinn.
•‘Ég var að segja að það liti ekki út fyrir að
/