Heimskringla - 19.04.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.04.1895, Blaðsíða 1
•9A-V «1^13 689 56 UBf U08IO '9 'IUJV IX. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 19. APRÍL 1895 NR. 16. FRÉTTIR. DAGrBÓK. FÖSTUDAG 12. APRÍL. Ontario-stjórnin hefir veitt $3,000 á míluna fyrir 45 mílur meira af Rainy River-járnbrautinni, sem er að smá þumlungast vestur þangad frá Port Ar- thur. Steinolía er að hœkka í verði við olíu- brunnana í Bandaríkjum. Steig upp svo nam 30 cents tunnan í gær. c Fjárglæframaðurinn og blaðastjór- inn í Quebec, Ernst Pacaud, var í gær dæmdur til að greiða Hon. Mr. Angers akuryrkjumálaráðherranum í Canada $5000 skaðabætur fyrir að hafa flutt um hann ýmsar meiðandi greinar í blaði sínu “Le Electuer.” LAUGARDAG 13. APRÍL. Tillaga hefir verið borin fram á Illi- nois-ríkisþingi þess efnis, að Cook co- unty, sem bærinn Chicago er í, sé skilið frá ríkinu og veitt ríkisréttindi. Skub almenningur fella þessa tillögu eða sam- þykkja við næstu almennar ríkiskosn- ingar. Ástæðan tií þessarar tillögu er hinn ógn-hraði vöxtur borgarinnar og það, að þarfir hennar eru oft andvígar þörfum ríkisheildarinnar. Friðarsamningur Japaníta og Kín- verja er að sögn um það fullgerður. Dað eru enn ekki fengnar greinilegar fregnir um það, hvernig samningunum er háttað, en sagt að Japanítar hafi slakað til fyrir þrábeiðni Kínverja. Er sagt að tilslökunin rnuni einkum innifal- in í þvi, að minkuð sé upphæðin er Jap- anítar heimta sem skaðabætur og að það fé megi greiða í silfri, en upphaflega vildu Japanítar hafa gull. — Samtímis koma hótanír frá Pétursborg þess efnis, að leyfi Englendingar Japanítum að ná ráðum yfir Kóreu og Manchuria, skuli Rússar gera Japanítum örðugt aö verja landamæri sín að norðan. Yfirherforingi Frakka lét í haf í gær frá Marseilles til að taka við herstjórn á Madagaskar-eyju. Nautaket er óðum að hækka í verði á stórmörkuðunum öllum í Bandaríkj- om. Ástæðan er sögð sú, að nautgripir hafa fækkað mjög á síðastl. ári og þar afleiðandi þurð í búi hjá ketniðursuðu- fólögunum. MÁNUDAG 15. APRÍL. Eldur kom upp í Illinois-þinghúss- kyggingunni, í Springfield, á laugar- úagskvöldið og varð ekki slöktur fyrren kann hafði valdið eignatjóni er nemur —2 milj. Konungleg auglýsing með falsaðri Undirskrift kínverska keisarans hefir verið fest upp víða í borgum Kínlands °S vekur óeirðir miklar. Segir auglýs- ingin að keisaraveldið sé ekki lengur til, s-ú keisarinn ráði ekkert við sína kyn- tnörgu þegna. Leynifélögum er kerit þessa fals-útgáfu. Fregn frá Tacoma í Wash. segir að 1 morgun hafi sézt greinilegur reykjar- stólpi upp úr hinu mikla fjalli Rainier; hafi mökkurinn stundum verið kolsvart- nr, en stundum Ijósleitur, likari gufu- mekki. Skeyti frá Cuba í dag segir að upp- reistarmenn þar séu algerlega yfirunnir. ÞRIÐJUDÁG 16. APRÍL. Friðarsamningur Jápaníta og Kín- Verja var samþyktur í gær, að því er skeyti til “Times” i Lundúnum segir. Skilmálar eru sagðir þessir : 1,) Kórea er sjálfstætt ríki ; 2) Japan skal halda herteknum köstulum ; 3) Japan heldur fandspildu fyrir austan fljótið Liao ; 4) i-yjan Formosa skal verða æfinleg eign Japaníta; 5) Kínverjar skulu greiða Japanítum 100 milj. dollars í peningum; G) Japanítar og Kínverjar skulu ganga í sóknar og varnar-samband. Alberta-húar heimta að sambands- stjórn sjálfsforræði algert og inngöngu í sambandið sem fylki og í tilefni af því hefir nú sambandsstjórn skipað varðlið- ®u vestra að taka þar manntal, er lokið skuli 9. Mai næstk., svo að bænin verði veitt á þessu þingi, ef héraðið er nógu mannmargt. Jarðskjálfti olli miklu lifs og eigna- tjóni á sunnudaginn var á Ítalíu og Austurríki sunnanverðu. A yfirstandandi fjárh. ári, til Marz foka, er útfluftur varningur úr Banda- rikjum $87 milj. minni en á sama tíma 1 fyrra, en aðfluttur varningur $55 milj. meiri, að verðhæð. — Á 9 mánuðunum sem þá voru af fjárh.árinu komu 153,177 innflytjendur til Bandaríkja — 65,547 íterri en á sama tíma í fyrra. {{Drengir# ; • sjúíð • f 5 SHETLAKD- ! HESTIffl. J %••••%%%« Waísh’s Glothing House 515 og 517 Main Street. • íí • • • • ••••%%%« • Skoðið vandlega •Yerðlauaa- t fötin. £ • f f • C%%%««M%V%< • 0 * IIKIL VERDLAUN FYRIR GODA AGIZKUN! Hver sem kaupir hjá oss drengjafatnað frá þessum degi til liins 25. Maí, hefir tækifæri til að fá Shetlandhest eða alfatnað af hesta tagi fyrir ekkert. I Yerfllaunaliestr f alslís “ Tilbod Walsh’s. © • } * t Lessicl ! Lesid I Vér bjóðum þessi tvenn verðiaun þe sem fara næst um þyngd hestsins. ím Engin verd- breyting. 1 • Þó vér hjóðum þessi ágætis verð- © laun, breytum vér ekkert verði á @ vörum í búðinni. Vér ábyrgjumst J að allar vörur eru 10 til 30% ódýrri • en annarstaöar. Stuttbuxur fyr- ® ir drengi 35 c., 40 c. og 50 c. — • Drengja “Sailor”-föt 90c., $1,25 til • $2,00, Vaðmálsföt handa drengj- • um $1,50 t.il $3,50. Svört Worsted * föt fyrir drengi $2,50 til $4,00. • Drengja og barna hattar og húf- • ur 25cts. og yfir. « 515 OG 517 MAIN STREET Andspænis City Hall. T. M. Walsh. ÖNNUR VERÐLAUN FALLEG FÖT. Setjið nú upp spádómsgrímuna, drengir og farið að vinna. Shetland-hesturinn og alfatn- aðurinn er til sýnis í búðarglugganum. Far- ið inn og sjáið gripinn og hugsið ykkur hvað hann vegur. Sá sem fer næst um þyngd hestsins, fær hann að gjöf. Sá sem verður næst-beztur fær alfatnaðinn. Þetta nær til allra sem kaupa drengja-altatnað hjá oss. Eyðublöð til að skrifa tilgáturnar á, er til taks í búðinni. Tilgáturnar byrjuðu kl. 8 f. m. laugard. 6. April, og enda 25. Maí, kl. 11 e. m. — Undir eins og tíminn er liðinn, verð- ur hesturinn veginn opinberlega og þeim sem næst hafa farið um þyngd hans, verða afhent verðlaunin kl. 10 næsta mánudagsmorgun og nöfn þeirra auglýst í mánudags-morgun og kveldblaðinu. 0 t * * \ * * } * 4 Kjorkaup $ á karlmannafötum og • vor-yfirhöfnum. | Hattar! Hattar ! ® Takið eftir hattadeildinni. Að • eins á laugardaginn verða hattar • seldir fyrir hálfvirði. Vér höfum f aldrei áður haft jafnmikið af hött- á um sem nú. — Vór höfum allar 1 tegundir af höttum, með hvaða lagi sem er. — Hvernig sem höfuð þitt er lagað, þá getum vér selt þér hatt sem passar. — Vér stær- um oss af hattabyrgðum vorum, og það er þess vert. * \ . 0*80 51 © -%>• •%»•••-%■• ® O C - ■••••- .••••- >•••• MIÐVIKUDAG 17. APRÍL. Bretar eiga í stríði — orða-stríði, við Nicaraguastjórn. Síðastl. sumar hrakti Nicaragua-stjórn brezkan erind- reka úr landi og gerði önnur glappaskot, sem Bretum féll illa. Heimtuðu þeir þá $75,000 skaðahætur fyrir, en Nicaragua- menn þráast við að borga. Bandaríkja- stjórn hefir tekið í streng með Nicara gua-mönnum og telur aðfarir Breta brot gegn Monroe-reglunni. Bretar halda sínu fram eftir sem áður og hóta að heimta skuldina með valdi, ef hún verði ekki tafarlaust greidd. FIMTUDAG 18. APRÍL. Dominion þingið kemur saman í dag, Jarðskjálfta vart í gær i ýmsum stöðum í suðausturhluta Quebec-fylkis. Evrópu-þjóðir óánægðar með Jap- an-Kína samninginn. Fjórar Dominion auka-kosningar fóru fram í gær. Unnu conservatives i tueimur en liberals í tveimur. Mest voru ósköpin í Haldimand, Ont., þar sem einn ráðhefranna leitaði eftir endur- kosning. Hann vann með 646 atkv. um- fram gagnsækjanda. Stjórn Breta hefir leizt 2 stærstu og ferðmestu gufuskipin á Atlantshafi, “Lucania” og “Campania,” sem viðlaga herskip, hvenær sem á þarf að halda. Voða-glæpur. Aðfaranótt laugardagsins fyrir páska var gerð tilraun til að kveikja í íbúðar- húsi á Ross Ave., rétt fyrir austan Isa- bel Str., hér í bænum, og hefðu áreiðan- lega farist 5 manns í eldinum, koná og 4 börn, hefði eldurinn kviknað. Steinolíu hafði verið helt á húsgólfið hér og þar, í stigann upp á loftið og á dyraþrepin. Maður konunnar og faðir barnanna, vélastjóri hjá C. P. R. fólaginu, William Farr að nafni, var grunaður um að hafa gert tilraun þessa, og var hann tekinn fastur á laugardaginn. Aðfaranótt páskadagsins slapp hann ur fangelsinu, hafði brotið gluggann á klefanum og heygt járngrindurnar þangað til hann komst út á milli þcirra. Fór hann þá heim til sín, fann könu sína og lofaði henni að gefast upp og sanna sakleysi sitt fyrir réttinum, eftir að hafa aiiokið litlu erindi. Hann skifti um búning og rauk svo út í myrkrið og hefir ekki sézt síðan. þegar þotta er skrifað (miðvikud.) Er sagt, að hann muni hafa stolist burt með vagnlest, er fór úr bænum vestur í land kl 3 um nóttina. Ástæðan til þessa voða-verks virðist hafa verið sú, að liann hefir haft hjákonu í 5 ár og altaf tekist að telja henni trú um að hann væri ógiftur, en væri fyrirvinna hjá ekkju bróður síns. Stúlkan hafði upp á síðkastið gengið ríkt eftir að hann kvongaðist sér og hafði hanu lofað því, að sögn, eftir mánaðartíma. Það er og sagt að rótt nýlega hafi hann keypt $10- 000 lífsábyrgð á konu sína og aukið um helming eldsábyrgð á innanhússmunum sínum. Só það satt, bendir það til, að alt þetta hafi verið með ráði gert. . Sparsamar mæður geta klætt börnin sín hreinlega fyrir lítið. Sparsamar mæður kaupa sjaldan ný föt handa hörnum sinum, en þrátt fyrir það geta þau verið laglega klædd í skólum og kyrkjum. Þetta er afleið- ingin af að brúka Diamond Dye, sem gefur alla mögalega liti með lítilli fyrir- höfn. Drengjaföt og treyjur og blússur litlu stúlknanna, sem hafa upplitast, má á litlum tíma gera nýlega að útliti með Diamond Dye. Þessir fráhæru lit- ir kosta að eins 10 cents pakkinn. Þeir eru auðveldir í meðförum og nærri því hvert barnið getur litað úr þeim svo vel fari. Diamond litir eru sterkir og á- sjálegir og að mörgu lepti betri en þeir litir, sem eru brúkaðir í stórum litunar- húsum. Þegar þú kanpir lit fyrir heimilið þá vertu viss um að fá Dia- mond Dye. — Eftirstælingar og ódýrir litir eyðileggja það sem litast á og auka fyrirhöfnina: Tryggúr á taðhaug. Annab brép. Motto : Þú ert fól ei fyrnist það, fær þér hól ei nokkur : skörnugt tól við skeinisblað skamma-spólurokkur. Rétt er það sem mælt er, að það er bágt eða seint, að kenna gömlum hundi að sitja. Það sér ekki á, að yður hafi farið mikið fram, við “sendibréfið” er ég bað Heimskringlu að flytja yður um daginn. Þér hafið aftur farið að “moka,” í 14. nr. L.b., alveg sama saurnum og fyi'ri. Minnist ekki hálf- yrði á málefni það, er þér reiddust ut af, í Þjóðólfi, og gerið engum lesanda L.b. kunnugt, hvað ég hafi sagt — bara andskotist eins og hlótneyti á mér, fyrir að hafa sagt nokkuð. Bezti vegurinn fyrír yður var, — úr því þér voruð orðlaust skauð — að reyna að fá einhvern klíku-iindil til að senna við um rndlrfnið. 1 ’á gátu lesend- ur blaðanna séð, að lokum, hver fór með rétt mál og hver það var, sem prjónaði lyga-loddann. Að dylja lesendurna hins sanna, er fölsk og sviksamleg ritstjórn. Ég sé á þessu 14. nr. L.b., að þér á- lítið skyldu réttvísinnar, að hegna “morðingjum, þjðfum. ræningjum,” etc. og ætlist til að almenningur fái þá skoð- un á yður, að þér talið þannig af tómri sannleiksást. En, þorri íslendinga læt- ur ekki sig véla. Þegar menn fletta upp á tilhneigingar-tilraunum yðar í Sifton- sveitar þjófnaðarmálinn, verða menn varir við úlfinn í lambsgærunni. Og allir vita, að það c,r skylda réttvísinnar að hegna ölluni bófum, að þvx leiti ma viðurkenna, að “oft ratast kjöftugum satt af munni.” Því eins heíi ég nokkrum sinnum ixxinnst á framkomu L.b.inga, að það er hjartans sannfæring mín, að mönnum beri að gera öll verkleg og andleg hrekkjabrögð opinbrr. Ég stend einnig þótt með þeim, er óslca itinilega, að t. d. fylkisráðið og rakkar þess, fengju lag- lega á baukinn fyrir stelvisi og þjófnað- aryfirhilmingu. Þá er nú að minnast á hitt. Þér setjið í taðhaug yðar, að ég gangi undir “stolnu” lávárðsnafni. Það mun náttúrlega vera nafnið “Eldon” sem þér bendið til V Þér munuð síður kalla nafnið “Jón” “stolið,” af því að lúterskur klerltur sotti það á mig. Þór hafið lengi ætlast til, að fólk teldi yður heiðvirðan, af því þér nuddið yður upp við alt hið kyrkjulega. O, jæja. Mér þykir nú við eiga, að gera þeim kunnugt, sem ‘ ‘Hkr.” lesa og ekki vissu áður hvei'nig nafnið -‘Eldon” ertilorðið; þetta nafn, sem yður er svo óþægt Sigtr. sæll og sem þér og fyrri ritarar L.-klíkunnar hafa verið að reyna að gera skiljanlegt, að tekið væri upp, eftir að ég kom hér í land og svo — “stolið.’ Þctta geri óg mest til, að vara menn við forhertum L.b.-lygurum, sem aldrei, að eilifu, vilja aðliyllast neinn mnnleika. Ég var samtíða dreng á 4. ári, mörg- um árum áður en ég fór af Islandi. Ég var af heimafólki, venjulega ávarpaður með föðurnafni. En litli drengurinn, sem ég unni mikið, gat ekkinefntskýrt: Erlendson, heldur varð það “Eldon.” Hérumbil annarhvor stafur úr föður- nafninu. Svo fór fólkið á bænum, að hafa þetta eftir og ég kunni nafninu vel, sérstakl. af því, að það var geíið af þess- um unga, saklausa vini. Drengurinn er dáinn, en ég ber nafnið er hann gaf mér, sem mjög kærar menjar, á meðan ég lifi, og ekkert er líklegra, en að það gangi að erfðum langt fram í aldir. Faðir litla, dána drengsins, er góður bóndi, vestur í Argyle, Andrés Andrés- son að nafni, og þar eru fleiri nánir ætt- ingjar nafngefanda míns, er ég var sam- tíða, og hljóta að skoða yður sem stað- lausann lygara að því, að ég gangi undir “stolnu” nat’ni! Hvað sjálfan mig snertir. skoða ég yður ekkert meiri eða skaðlegri lygara að þessu, heldur en hverju einasta orði öðru er þér hafiö sagt eða segja kunnið. Að sönnu svertið þór annan meira en mig með þessari snotru útgáfu. Það var nl. litli, dáni drengurinn, sem gaf mér nafnið. Yiljið þér segja, að hunn væri þjófur að því'? Eða, þó einhver dirfðist að taka sér kenningarnafn. — svona einhverntíma á æfinni — væri hann endilega þjófur að því ? Var t. d. Páll Sigurgeirsson, samfélagi yðar þjóf- ur að nafnina “Bardal,” sem hann tók sór, sem kjörnafn, eftir að hann komhór í land ? Og hafa svo systkyni lians far- ið stelandi hendi eftir sama nafni: Öll kalla þau sig “Bardal”? Eða dettur yður í hug, að kalla Jón Jónsson, yega- hótastúf*, sem gengur undir nafninu “Július” — getur gjarnan verið skírnar- nafn (?) — nafnþjóf, þótt hann kallist eins og rómvevskur keisari ? Og eru þá öll systkyni hans nafn-þjófsnautar. Öll kallast: “Július”? Þá er eitt enn. Svíf- ist þér að drótta nafn-þýfi eða þjófsneyti að hinum framhðna, lieiðraða tengda- föður yðar vitandi fullvel, að fyrsti “Briem” dró það nafn af bænum Jírjdnnlæk. en. var ekki prestnefndur svo? í einu orði: þér œtluð, að minnsta kosti, að vita svo mikið, að það er altítt frá alda öðli að taka npp kenningarnöfn, sem hver vill kjósa og eins hitt: að þyggia þau. í þessum fræði-pósti, ættuð þér að geta orðið bænarfær næst. En við sjá- um nú til samt. Á öðrum stað kemur uppúr taðhaug yðar, að ég eigi að hafa þá “ónáttúru,” að ljúga upp á íslendinga, vestan hafs. Hverjaþá?! Yerið ekki sú bleiða, að þora eigi að segja það! Eða því hefir ekki, L b. ráðið, fyrr né siðar, rekið neina “lygi” ofan í mig og er þó alla tíð að dylgja í líka átt ogþér? Aumingja vesahngarnir ! Þið getið ekki meira, en þið hafið gect, bara að ausa mig níðs- yrðum. Þið vitið fullvel, að ég hefi alt- af sagt lireinan og heinan sannleika um yður, þótt svartur hafi verið á stundum. Og ég skal nú gera tilraun að hjálpa yður út úr rógs- og mannorðs-þýfisklíp- unum : Takið nú þann veg, að segja al- menningi, það seoi er, og það sem stað- haft verður nl. þetta : að ég hafi endur og eins, talað nokkuð ófagurt, sérstakl. um L.b.inga, en að það standi allt ólirakið þann dagídag; að ég hafi,— þótt ég fyrirlíti dálítinn slatta af þeim— ætíð talað við þá með fyllstu einurð og kurteisi, enda þó ég hafi orðið að láta á mér skilja, að þeir væru fiestu fólki, hér *) Siðan Jón valt úr Heimskringlu fél. inn í Lögb., hafa kátir strakar stundum einkennt hann svona. Það kemur til af því, held ég, að Jóner æfin- lega látinn hlaupa í vegagerð, áður en þingkosningar fara fram í N.“ Islandi. En oft eru vegabæturnar stuttir stúfar. J. E. E. vestan hafs, til niðurdreps bölvunar; að mér hafi ofboðið, að sjá fjölda jingra og ósjálfstæðra sálna. beygja kné fyrir klíkunnar kúgunarveldi og fylgja ‘ ‘klikkungum,” gegnum þykkt og þunnt, út um alla helviska glapstiga, en brenni- merkja sig jafnharðan með hlóðdropum Krists og bleyta sig eins og skinnsokka í kyrkjunnar sakramentum; að ég hafi, eins og flestir vitrir menn, stórskömm á öðru eins blaði og Lögberg er, sem nær því eingöngu innihindur þetta tvennt: Argasta mann-níð og lygar um mót- parta sína eða hina hlægilegustu mann- dýrkun um eigin sauði, hversu maLalaus siðferðisþrot sem þeir eru. Þetta er satt og þessu megið þér gjarnan flíka heimsendanna á milli. í bráðina synojum við þá útgöngu- vessið : “Ég verdþveginn,” japlaði Tryggur, “ég skal vcra Lygbelgi dyggur — svo stend ég í söfnuði líka. Sæl og blessuð toöfalda klika”! J. E. Ei.don. VKíTT HÆSTU VBUÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNJ. IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.