Heimskringla - 19.04.1895, Síða 2

Heimskringla - 19.04.1895, Síða 2
HEIMSKRINGLA 19. APRÍL 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskpingla Prtg. & Publ. Co. o 9 90 99 Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $■2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. 9999 Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. 9999 Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. 90 «9 EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAOER. • * ©d S • Office : • Corncr Ross Ave & Nena Str. • • & © P. O. Btox 305. Tekju-skatts-lögin fasteigna og húsaeign í Bandaríkjum öllum sé 39,544J milj. dollars virði, að undanskildum hús og landeignum hins opinbera. Það er og áætlað að leigulið- ar búi á fullum helmingi þessara eigna, eða, að leiguliðar megi gjalda land og húsaleigu af tuttugu þúsund milj. doll- ars, á hverju ári. Sé ætlast á að meðal- verð leigunnar sé 5% á ári og það er full-lágt, gefa 20,000 milj. af sór 1 þús. milj. doll. á ári. Sé þá ætlast á að ein- ungis fjórðungur þeirrar leigu verði þessu skattgjaldi háður, gefur sú upp- hæð stjórninni $5 milj. tekjur á ári(upp- hæðin $250 milj. og skatturinn 2%). Þá er ætlast á að leigurnar sem rikja, bæja, sveita og skólastjórnir mega greiða af skuldafé sínu á ári hverju nemi $900J milj. Ef gert er ráð fyrir að einungis fjórði hluti þeirrar upphæðar yrði skatt- gyldur, nemur sú tekjuup])hæð stjórn- arinnar $4,530,000, Þetta er áætlun þeirra, sem mest börðust fyrir að fá þessi tekjuskattslög samþykkt, en svo er það ekki nema ó- nákvæm áætlun, en ætlast til að hún sé heldur innan við en fyrir utan hin réttu takmörk. Sé þessi áætlun nærri lagi sviftir þessi úrslcurður stjórnina $9,530,- 000 tekjum á ári, en svo eru aðrir, sem halda fram, að upphæðin sem stjórnin þannig er svift, nemi að minsta kosti $20 milj. ár hvert. í Bandaríkjum (frá 15. Ag. 1894) fengu illa útreið hjá hæstarétti Bandaríkja um daginn, eins og stuttlega var getið um í síðasta blaði Hkr. Úrskurðurinn og álit hæstaréttar þykir nokkuð flókinn, en þó greinilegur að því leyti, að alrík- isstjórnin á ekki að hafa vald til að leggja skatt á tekjur manna. sem fast- eign gefur af sér í þeirri mynd, sem köll- uð er húsaleiga eða landskuld. Ekki heldur má leggja skatt á þær tekjur manns, sem koma frá ríkis, bæja eða sveitastjórnum sem afgjald af lánsfé. Með öðrum orðum, stórfélögin og stór- ríku einstaklingarnir, sem mest græða á því að leigja bújarðir, hús og lóðir í bæjum, og sem kaupa skuldabréf ríkja, bæja og sveitastjórna og taka svo hátt gjald fyrir sem fæst, — þessir menn allir sleppa og alríkisstjórninni er óleyfi- legt að heimta tekjuskatt af þeim. Hæstiréttur byggir þennan úrskurð sinn á því, að congress hafi ekki heimild til að leggja beinan skatt (direct tax) á þegnana, nema óvanalegar kringurn- stæður krefjist þess, þ. e., nema strfð eða óviðráðanlegt hallæri, eða eitthvað þvílíkt beri að höndum. í 6. dómsatr- iðinu segir hæstiréttur að höfundar grundvallarlaganna hafi auðsælega ætl- ast til og skilið ákvæði sín þannig, að alríkisstjórnin legði ekki beinan skatt á þegna sína nema sérstök nauðsynkrefði, enda hafi þeirri ætlun rækilega verið framfylgt þangað til þessi tekju-skatts- lög voru staðfest. Að þetta sé þannig, er áht fremur en úrskurður hæstarétt- ar, en úrskurður hreinn og beinn er það, að eins og lögin eru nú verði skatt- ur ekki lagður á fasteigna eða skulda- bréfa-tekjur. Þessi meðferð á tekjuskattslögunum hefir gefið Bandaríkjablöðum stórvægi- legt umtals-efni. Af ummælum sumra demokrata-blaða og annara slíkra, er berjast gegn tollálögum, er að ráða að þessi úrskurður hæstaréttar eigi rót sína. að rekja til pólitiskrar hlutdrægni, að rétturinn sé að hjálpa tollverndar- mönnum með því að álíta ólöglegt fyrir alríkisstjórnina að leggja beinan skatt á þegnana, og, þess fyrr sem skift sé um dómara þess heppilegar fyrir þjóð- ina. Vitaskuld eru það ekki nema ofsa- full flokksblöð, sem halda slíku fram enda er að líkum engin kæra öllu ósann- gjarnari. Að minsta kosti ætlast allir til þess, að hæsti réttur hvers ríkis sem er, sé hafinn hátt yfir alla flokka-póli- tik. Sé hann það ekki, þá er gildi hans lítið orðið. Til þessa heíir hæstiróttur Bandaríkja verið metinn meira en svo, að nokkur hafi þorað að kæra hann fyr- ir hlutdrægni fyrr en ef það er nú. En vitaskuld er það rétt álit, að séu hin einstöku ríki einvöld í því, að leggja beina skatta á ibúana, þá er ekki um annað að gera en fá saman fé alríkis- stjórninni til viðlialds með tollum á verzlunarvarningi, eða á einhvern þann hátt, að ekki verði sýnt að ákveðin gjald-hæð komi niður á nokkurn einn mann. Og sé nú þetta andi, ef ekki bókstafur, stjórnarskrárinnar sýnist sanngirni nær, að heimta breytingu a þvi atriði hennar, heldur en heimta þennan eða hinn dómarann settan af og einhvern annan skipaðann í staðinn. Það er nokkuð óvíst hve miklu fó stjórnin tapar fyrir þennan úrskurð, en álitið það sé að minnsta kosti $9—10 milj. á ári. Það er áætlað að sameinuð Eins og getið var um i fróttunum um daginn álíta sumir hæstaréttardóm- ararnir að öll þessi lagahefidsóólögmæt, en það er enginn úrskurður og heldur þvi stjórnin áfram að heimta skattinn. Eins og stendur segir Olney dómsmála- stjóri að allir verði að greiða skattinn, en geti að því búnu höfðað mál gegn hinu opinbera og heimtað féð endur- borgað. Þetta ætla líka margir að gera og málafærslumenn margir í Washing- ton þegar teknir til að undirbúa þess- kyns mál. Horfarnar ekki óálitlegar. F yrir skömmu gátum vér um tvær greinar í tveimur mánaðarritúm Banda ríkja, sem sýndu fram á að bændalýð- urinn, sérstaklega í Bandaríkjunum, væri aðumhverfast í eignalausa leiguhða. Jafnframt létum vér í ljósi, að mýndin, sem þeir menn drógu upp, væri hóf- leysislega svört. í öðru þessu riti “The Am. Maga- zine of Civics” í Marzmán. útgáfunni, er pessimistanum svarað, sem i það blað hafði skrifað sína hörmungagrein. Höfundur svarsins er Hon. Gilbert L. Eberhart og er hans skoðun á sama máh eins glóbjört, eins og skoðun hins er svört. Jafnvel skýrslumar, sem Col- lins framsetti sínu máli til sönnunar, segir Ebeiliart sönnun fyrir hinu gagn- stæða, sönnun fyrir því, að alt sé á gteiðum framfaravegi. Honurn þykir það ekki undravert þó margir séu leigu- liðar í jafn-mannmörgu og voldugu ríki, en sem ekki er nema lítið yfir 100 ára gamalt, undir núverandi stjórnarfyrir- komulagi, sízt að undra þótt leiguliðar þar séu tiltölulega fleiri en í rikjum, sem séu 1—2000 ára gömul orðin. Ópið um landsdrottnamergðina seg- ir hann eins ástæðulaust eins og það só heimskulegt, og bendir í því sambandi á landeignabyltinguna, sem sífelt eigi sér stað. “Fyrir einum 40—50 árum”, seg- ir hann, “var almennt að menn í hinum fyrstu 13 ríkjum, sem í bændalagið gengu áttu svo þúsundum ekra skifti af landi. Nú eru þau umskifti orðin, að öll þessi land- eign er komin í annara hendur, ekki ein ekra eftir í höndum þessara stóru landsdrottna. Landspildan öll, hvort heldur eitt, fimm eða tíu þúsund ekrur að stærð, er umhverfð í smá bújarðir, eða bæjarlóðir og orðin eign hundrað, jafnvel þúsund manna. Margir, sem fyrir 20—30 árum síðan áttu bújarðir á allri stærð í grend við einhvern bæinn, eru nú komnir mitt inn í húsaþorpið, eign þeirra umhverfð í bæjarlóðir, en þeir, sjálfir eigendurnir, í stað þess að búabúisínu, eru nú orðnir leiguliðar í borginni, eða búa á einni lítilli lóð, sem þeir hafa ekki selt. Bújörðin er að vísu töpuð, en verð hennar í ávaxtastórum sjóði, er færir eigandanum allar nauð- synjar ekki síður en bújörðin hafði gert. Það, að heimilin eru færri að til- tölu við fólksfjöldann 1890, heldur en 1880, þj kir Eberhart ekki nema eðlilegt, þfegar litið er á hinn mikla innflytj- andastraum á því tímabili, og þar af leiðandi sívaxandi lausamannafjölda, er í svipjnn hafi ekkert með heimili að gera, en séu á sífeldri ferð fram og aftur. Veðskuldamergðin, sem Cofiins of býður, þykir Eberhart ljós vottur um framför, þær séu stiginn, sem leiði að sjálfstæðistakmarkinu. “Mr. Collins”, segir hann, “virðist ekki vita með hvaða ráðum fátækur maður, jafnvel maður sem nokkur efni hefir, — allur þorri manna—eignast heimih. Það verð- ur ekki séð að honum sé kunnugt, að tugir, já, hundruð þúsund manna gætu aldrei eignast heimili, væri það ekki fyrir veðskuldafyrirkomulagið, sem i gildi er....Þessu til styrktar má geta þess, að í Philadelphia voru 100,000 heimili bygð fyrir fátæklinga á 25 ára tímabili, með tilstyrk “building and loan associations” (húsbygginga og lán- fólaga), og þau félög, eru greinileg veð- skuldafélög. Þannig eruþúsundir heim- ila veðsett og það eru litlar líkur á að svo mikið sem eitt heimili af hverjum 500 lendi í klær félagsins. Mánaðar- gjaldið er lítið ef nokkuð hærra en leig- an yrði fyrir sama hús. í þessari mynd er veðskuldin blessun fátæklinganna, því eftir nokkur ár fær hann eignar- bréf fyrir húsi sínu og landi—aha eign- ina endurgoldna, Ef til vill kann sumum að virðast Eberhart óhóflega vongóður, en hvort hann er fjær meðalhófinu en Collins er ósagt. Rikis kanslari Rússa. í það embætti hefir nú verið skip- aður Alexander prinz Lobanoff Rost- ovski, í stað finnska stjórnfræðings- ins N. C. de Giers, og eru ekki tveir menn fáanlegir, sem öhu ólíkari eru, enda búizt við töluverðum umskift- um í þeirri stjórnardeild Rússa. Á seinustu árunum, sem hann stjórnaði þeirri deild, var Gortschakoff svo hehsulaus að hann var neyddur til að eftirláta undir-mönnum sínum öll ráðin, þó hann héldi nafninu. Var það de Giers, er þá róði öhu, en vegna þess að hann var ekki algerlega sjálf- ráður vandist hann á að láta keisar- ann hafa hönd í bagga og enda úr- skurða hvað gera skyldi. Þetta varð að vana fyrir honum og hélt hann honu.n að miklu leyti öll sín stjórn- arár. Hann var eins fjarri þvi að vera ráðríkur eins og hann var hví- vetna ráðagóður. Eftirmaður hans er honum mjög svo ólíkur að því leyti, að hann er stórlyndur maður og ráð- ríkur. Hann er af n tignum ættum og rekur þær enda lengra aftur í tímann, en ættir keisarans verða raktar, enda telur hann sig að minnsta kosti eins ættstóran. En stórlyndur, ráðríkur og dramblátur eins og hann er, er hann þó langt frá því að vera bráð- lyndur og reiðigjarn. Hann er að því jeyti sagður óhkur flestum landsmönn- um sínum, að hann láti aldrei sjá hvert honum þykir eða ekki. Hann er æfinlega eins, viðmótsþýður og þægi- legur, en undireins svo ósveigjanlegur, að þýðingarlaust er að leggja honum ráð. Af þvi er ráðið, að hann muni meir fara eftir sínu liöfði en þvi, hvað Nicholas II. kann að vilja, að því er utanríkis mál snertir, og að keisarinn hafi þar tiltölulega eins htil áhrif eins og faðir hans hafði þau mikil. Sem dæmi upp á dramb og stór- mennsku hins nýja kanslara er þess getið, að einu sinni þegar hann var ráðherra Rússa í Vínarborg fékk hann skeyti frá stórhertoganum Nicholas, föðurbróður Alexanders III. Þar sem Lobanoff prinz var slcipað að mæta stórhertoganum á járnbrautarstöð í borginni á ákveðnum degi og stuntfu. Það varð ekki greint að honum féhi þetta skorinorða skeyti nokkuð illa, en í stað þess að hlýða skipuninni sendi hann einn af aðstoðarmönnum sínum til að mæta stórhertoganum og þau boð með, að sór yrði kært að heilsa honum í ráðherrasetrinu (hoima hjá sér). Með því gaf hann til kynna að hann ætlaði ekki að heimsækja stór-liertogann á hótehnu, eða annar- staðar, heldur ætti stórhertoginn að heimsækja sig. Stórhertoginn sá ekki annað vænna en lækka seglin og gerði sér gott af að heimsækja hinn dramb" láta ráðherra, sem ekki fór lengra til að taka á móti honum, en að dyra- þrepi skrifstofu sinnar. Þar heilsaði hann honum eins alúðlega eins og hverjum öðrum gesti, háum eða lág- um, en ekkert fremur. Á skeyti stór- hertogans minntist hann ekki, því síður að hann bæri fram nokkra afsökun. í þess stáð hafði hann breitt úr bréf- inu með skipun stórhertogans á skrif- borði sínu, þannig, að höfundur þess gat ekki annað en séð það og þá um leið, að það hafði komið til skila. í stað þess að ávíta hann hafði stór- hertoginn aldrei lagt sig eins fram að hæla Lobanoff eins og einmitt á þess- um fundi. Nokkru síðar frétti ráð- herrann það frá Pétursborg að Alex- ander III. hafði þótt mikið gaman að hvernig drembilæti föðurbróður síns einusinni varð yfirbugað. Nokkrar athngasemdir. I síðasta bl. áfellir Lögberg and- vígismenn fylkisstjórnarinnar á þingi fyrir aðgerðaleysi. Oss tekur það ekki sárt, því þeir voru aðgerðalitlir, enda fyrirhðalausir og mun aðgerðaleysið stafaafþvi. En, sem sagt, oss dettur ekki í hug að bera það fram sem afsök- un. I því sambandi vill svo Lögberg draga dár að Hkr. fyrir það sem hún mintist á íylkisreikningana. Fylkis- reikningarnir eru skaðræðis vopn, sem Lögberg ætti sem sjaldnast að hand- leika, því það getur auðveldlega snúist í hendi þess og veitt sumum aðstandend um biaðsins óþægilega skeinu. Hkr. mintist ekki á annað, sem athugavert í þeim reikningum, en upphæðina sem varið var til íslenzkra innflutnings- starfa. Og vér höfum ekki enn séð á- stæðu til að breyta þeirri skoðun vorri, að það sé æði-gífurlegt að verja $5000 til þess að fá 140 manns inn í fylkið og sem hefðu komið öldungis eins þó upp- hæðin hefði verið helmingi minni, þó hún hefði ekki verið nema $1458,33— upphæðin sem veitt var Lögbergi. í sama skiftið segir Lögberg, að liðið hafi “5—6 vikur frá því að þingið fékk skjölin” (áhrærandi Sifton-sveitar- stuldinn) “í því máli í hendur”, þangað til O’Malley bar fram uppástungu sína. Ef til vill er þetta ekki fjær sannleik- anum en margt annaðsem Lögberg seg- ir, en samt er það ekki satt. Skjöl þessi voru lögð fyrir þing seinnipart þriðju- dagsins 12. Marz. Á fimtudaginn (14. Marz) hjálpuðust þeir dómsmálastjóri og þingforseti að fyrirbyggja umræður í því máli af því fyrirvari hafði ekkí verið gefinn. Síðan leið heil vika (5. þingsetudagar) þangað til O’Mailey (á föstud. 22. Marz) kunngerði þinginu, að á þriðjudaginn (26. Marz) bæri hann upp til atkv. uppástungu sina í málinu. Það gerði hann og. Þannig liðu þá 2 vikur (10 þingsetudagar), en ekki 5—6 vikur, frá því skjölin voru framlögð og þangað til stjórnin með atkv. greiðslu neitaði að leggja fram nauðsynleg skír- teini. Málshátturinn segir að “fáir ljúgi meir en helming.” Lögberg er heiðarleg undantekning í þeirri grein. í þessu sama blaði dregur ritstj. Lögbergs efa á, í annað skifti, að vér höfum komist ráðvandlega að bréfinu frá honum. Vér getum fullvissað hann og aðra um að vér erum vel að því komnir. Vér erum einnig sannfærðir um, að sá sem oss gaf bréfið er einnig, vel að því kominn, því hann er ekki síð- ur heiðarlegur maður en ritstj. Lög- bergs. Kæru hans í því sambandi, að vór beitum ritstj. Lögbergs "svívirðileg- um vopnum” getum vér engan veginn svarað fyrr en hann sýnir hver þau vopn eru. Vér minnumst ekki að liafa beitt hann öðrum vopnum, en þessu hans eigin brófi, en óhugsandi að hann kalliþað svívirðilegt. Og hvað snertir glósur hans um gamlar og nýjar sögur og bréf, sem ekki séu Hkr. mönnum xil sóma, þá er honum velkomið að birta þær og þau, ef þaðáeinn eða annan hátt styður málefni hans. Það leynir sér ekki að honum fellur illa að bréf hans var birt, en um það má hann kenna.sjálfum sér en ekki oss. Að ástæðulausu, eftir margra ára þögn, framsetur hann tvívegis þær kærur að Hkr. hafi sagt Lögberg stofnað í þeim tilgangi að drepa hana (Hkr). Vitur maður hefði þagað um þær gömlu slúð- ursögur og þá hefði ljóta bréfið aldrei komið á prent. , Áhrif “Skandinava” á heiminn. Eftir Rasmus B. Anderson. Niðurlag, Nú hafa sumir menn af Bergen- ættinni í landi þessu ætlað það, að þeir væru komnir af barúna-ætt einni í Evr- ópu, er Bergensætt nefnist, og heíir löngunm eftir að vera af aðalsættum komnir dregið þá til þess. En eins og Tennis Bergen segir, mun þeim óhætt | að lækka seglin og sætta sig við að vera af almúga ættum. Bergenarnir og Carstenarnir voru eins og allur þorr- inn af hinum upprunalegu nýlendu- mönnum í landi þessu, af lægri stéttum þjóðfélagsins, og komu til Ameríku í þeim tilgangi, að bæta kjör sín. Það ætti því að vera nóg fyrir afkomendur þeirra, að vita það, að hinir norrænu forfeður þeirra komu frá landi því, er lénsherravaldið þektist ekki. Þeir eru afkomendur vikinga þeirra, er lögðu grundvöllinn að Rússaveldi, stofnuðu ríki á Frakklandi og annað á Ítalíu, sem lögðu undir sig England og fluttu þangað lög sín og venjur. Þeir geta með réttu þótzt af því, að forfeður þeirra fundu Ameríku fimm hundruð árum á undan Columbusi, en slept því, að stæra sig af því, að vera af aðli komnir. Þessu næst kemur nýlenda Svía við Delaware, er stofnuð var 1638. Flest- um lesandi mönnum mun það kunnugt, og óg vil að eins bæta þvi við, að svensk t unga var töluð í kyrkju einni í Phila- delphia alt fram að 1823. En um leið vil ég leiða athygli manna að því, sem að líkindum er ekki eins kunnugt, að einn af þeim, er rituðu undir “Decla- ration of Independence” (frelsisskrána) var John Morton, þingmaður, ötull vel. Var hann fæddur í Ridby, Pa., árið 1724 og var afkomandi Svíanna, er sett- ust að við Delaware. RoberfAnderson, sem svo hraust- lega varði Sumter-kastala, er fyrst tók á móti hvellunum og kúlunum frá upp- reistarmönnum (í þrælastríðinu), var einnig afkomandi Svíanna við Dela- ware. Ég vil hér taka upp orð W. W. Thomas hins yngra, er hann segir : “Ást til frelsisins og föðurlandsins, stjórnvizka og hreysti kom til Ameriku, ekki einungis á skipinu Mayflower, held ur einnig á svenska skipinu Kalmar Nyckel. Hinir ’fyrstu Svíar komu á skipinu Kalmar Nyckel og jagtinni V ogel Grip árið 1638. Sem einn af hinum framúrskarandi fulltrúum hins sænsk-ameríkanska flokks getum vér einnig minnst á hinn víðfræga vara-admiral Bandarikjaflot- ans, JoHn A. Dahlgreen (fæddur í Phi- ladelphia árið 1809). í stríðinu síðasta lamdi hann á Sumter-kastala og fékk “Monitor” trygga legu innan við Char- leston-rifið, og gat þannig komið í veg fyrir hergarðabrot sunnanskipanna, er áður höfðu tíðkast og lukkast vel. Nafn hans er þvi tengt nafni hins heimsfræga Jóns Eirikssouar, er fann upp og smið- aði Monitor, og svo á floti vor auk þess Dahlgreen mikið að þakka fyrir um- bætur, som gerðar hafa verið á stór- skotabyssum síðan 1840. Þáer fyrr- verandi stjórnarskrifari, en nú sendi- herra á Englandi, Thomas F, Bayard, stoltur af því, að vera kominn í móður- ætt frá Svíunum við Ðelaware. En nú komum vér til frelsisstríðs- ins og sjáum þá, að margir Skandinav- ar hafa verið í sjóflotaliðinu, og vafa- laust í landhernum líka. Julius E. 01- son prófessor við háskóla í Wisconsin hefir vakið othygli mitt á því, að hinn alkunni “Paul Jones” öðru nafni Thomas Johnson, hafi verið sonur hafn- sögumanns frá Mandal. “Paul Jones” er mörgum kunnur úr sögum Coopers. —Og víst er um það, að Skandinavar börðust fyrir frelsinu þegar fylkin los- uðu sig undan Englandi, og í uppreist- arófriði Sunnanmanna vættu þúsundir þeirra ameríkanskan jarðveg hjarta- blóði sínu. Ég hefi sjálfur þekt Norð- menn jundir forustu Scotts hershöfð- ingja í Mexico-ófriðnum. Kg hefi þeg- ar minnst á John Morton og Capt. Jón Eiriksson. og óg hefði næglega getað haldið áfram og talið upp (marga aðra af Skandinava ættum, sem hafa áunnið sér varanlegan orðstír í annálum Ame- riku. Að telja þá alla upp hér, mundi verða alt of langt mál og menn kynnu að saka mig um hlutdrægni, ef að ég færi að velja úr þeim. Hvern sem fýsir að þekkja þá, getur hæglega fund- ið nöfn þeirra meðal embættismanna ríkisins, meðal yfirmanna hersins, eða flotans, meðal rithöfunda vorra, lista- manna, lögmanna, prófessóra, prédik- ara. blaðamanna, meðal hinna helztu kaupmanna, og hafa margir þeirra átt eigi all-lítin þátt í sögu lands vors. Ftn svo mikið er þó víst, að ekki er mögulegt að rita fullkomna sögu Ame- ríku, án þess að geta þess, hvað Skan- dinavar hafa unnið að fundi og fram- förum þessa lands. í þessari fljótu lýsingu á Skandin- övum í sögu Evrópu og Ameríku hefi ég, að því er sumum kann að virðast, stundum tekið djarft í strenginn. Eru það þó einkum þeir, sem ekki hafa tíma eða tækifæri til þsss, að rannsaka söguna sjálfir og sjá, hvort ég hafi haft sannanir fyrir mór, eða ekki, en til styrkjingar sögu minni ætla ég að leyfa mér að kema með orð merkis rithöfund- ar, sem ekki er hægt að drótta að hlut- drægni fyrir þjóðernis eður ættar for- dóma. Þegar hinn mikli franski visinda- maður H. A. Taine, er sjálfur var læri- sveinn Guizots sagnameistara hins mentaða heims, talar um Sigurð Fofn- isbana, þá segir hann : “Þetta er hetju- hugmynd, sem skapast hjá hinum teif- tónsku flokkum í barnæsku þeirra.— Er það ekki undarlegt, að hina mestu sælu sína skuli þeir hafa fundið í orust- um, og hina æðstu fegurð í dauðanum ? Er til nokkur önnur þjóð, Hindúar, Persar, Grikkir, Gaflar, er hafi haft jafn sorglegar hugmyndir um lífið? Hefir nokkur önnur þjóð fylt sinn barnslega huga með^ jafn-skuggalegum draumum ? Hefir nokkur önnur þjóð eins gersamlega rekið burt sætleikann frá gleðinni ? Orða-belgurinn. Til Jóhannesar Sigurðsonar (kaupmanns að Hnausum.) Flutt í samkvæmi að Hnausum í Nóv. 1894. Stálvöðvum búinn með sterka sál, Þú stendur í tímans-róti; Og mannlífsins ís þig ei bugar nó bál; Þú breytir ei stefnu þó leiðin só hál, Og óveðrin æði þér móti. Þú ferð ekki geyst um hið flughála svið, En fastar og þéttar þú stígur ; Þér hyggindin kenndu að hafa það mið : Að hrasa’ ei um ráð fram, ei stjaldra þó við. — “Hann sigrar er síðastur hnígur.” Þá þrek-starf skal vinna, og þrautin er kökl, Ei þarf þig til framsóknar hvetja; Og borið ef hefðir þú brand og skjöld í byltingahríðum á fyrri öld, Þá hefðir þú kallast hetja. Því kjarki ertu gæddur og karlmennsku- ró, Og kappanna fylgdirðu dæmi, Er suður þú stefndir til Chicago, Að sjá þau stórvirki er menningin bjó, Og skerpa þinn skilning og næmi. Þú þekkingu hefir þeim höfundum frá, Sem háfleygir eru og réttir. Og trúar-þref fjöldans þig trufla ei má, Því teig þú fékkst drjúgan Mímir hjá, Þó augað að veði’ ekiri settir. Og stálvöðvum búinn þú stendur fast, Og stríðir i tímans róti. Þig bugar ei mannlífsins bylja-kast; Og brynjan er sterk, og sverðið er hvasst, Sem beitirðu böl-tröllum móti. J. Magnús Bjarnason. Úti í skógi. Hvað hárma betur styttir scund og styrkir veikan mátt, en ganga ein í laufgan lund, þá liðin er svefnlaus nátt ? Þá jarðar beði blómin frá sinn breiða faðm mót sól, er geislum þerrar grátna brá, sem gríma nætur fól. Þín sefast hrygð við sætan óm, þar sérð þú ekkert tál; Af gullnum ritum glóa blóm, það guðs er hulins mál. Því veikt laufblað er bók útskýrð þess blíða alfögnuðs; hvað lýsii meiri mildi og dýrð hins miskunsama guðs ? Þar hrossist veik af sorgum sál, þar svar þín spurning fær, þar talast eilíft ásta mál, þar andar friði blær. Hulda. Barna-agi Biblíunnar og Sameiningarinnar. I aðfinningargreininni: “Nýtt upp- eldisrit” í Septemberbl. Sameiningarinn- ar 1894, bls. 106, standa þessi orð um nýútkomið rit á íslandi, sem nefnist “Foreldrar og Börn.” “Á bls. 12 er fundið að þvi, hve rækilega fylgt hafi verið á íslandi á- minningunni hans Salomons að spara ekki vöndinn og í þess stað ráðið til þess að fara vel að barninu og sýna þvi kær- leika. Þetta er ekki heppilegt. Rétt eins' og áminningar þær í bibliunni, sem hér er átt við, sé nú orðnar úrelt- ar, dugi nú ekki lengur, og rétt eins og ekki gæti neinn sannur kærleikur stað- ið á bak við þann aga, sem hér er um að ræða”. — Það mun efalaust vera rótt að loiða hjá sér orðafjölda um þessa ályktun Sam., en eftirláta ölluin ó- brjáluðum tilfinningum betri manna á vorum dögum að bera saman og skoða hvort muni vera “heppilegra” fyrir for- eldralega samvizku og fyrir tilfinning- ar barnanna, liin blíða leiðbeinandi hönd kærleikans, eða vandarbarsmíði Salomons. i

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.