Heimskringla - 17.05.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.05.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKKINGLA 17. MAÍ 1895. • • { Heimskringla ! • PUBLISHED BY • • • • The Heimskrmgla Prtg. k I'ultl. Co. • • 5 • •• •• • • • 5 Verð blaðsins í Canda og Bandar.: J • $2 um árið [fyrirfram borgað] • • Sent til íslands [fyrirfram borgað • ... af kaupendum bl. hér] $ 1. e j •••• J • Uppsögn ógild að lögum nema H • kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • •••• j • Peningar sendist i P. O. Money • • Order, Hegistered Letter eða Ex- • • press Money Order. Bankaávis- • • anir á aðra banka en i Winnlpeg • • að eins teknar með aiföllum. • • í • •• •• • • EGGERTJOHANNSSON • ,, EUITOK. • EINAR OLAFSSON J • BUSINESS MANAGER. • • • J •• •• o • • • Office : J J Corner Ross Ave & Nena Str. J J P.O. Box 305. J ••••••••••••••••••••••••« Kosningaréttur embættis- manna. Enn einusinni er rœtt um 1 að á dominioDþingi, hvort svifta skuli kosn- ingarótti alla embættismenn og skrif- stofaþjóna fylkisstjórnanna, eða ekki. Flutningsmaður þessa máls nú sem fyrri er þingm. J. B. Mills frá Anna- polisí Nýja Skotlandi. Hingað til hefir þessari uppástungu ekki verið tekið vel á þinginu og hætt við líkum undirtekt- um nú. Ofsafúllir flokksmenn “liber- ala” sem voru mundu ef til vill kenna þann þráa þeirri ónáttúru conserva- tíva, að vilja ekki nota nema sem minnst af uppgötvunum “liberal”-af- komendanna stefnulausu. Má og vera að sú tilgáta yrði ekki svo ýkja fjarri sanni, þegar til alls kemur, en í þessu efni mun þráinn sprottinn af því og ekki öðru, að conseivatívar hafa enn ekki náð svo háu stigi á “frelsisins” og mannréttarins vegum, að þeir viður- kenni rétt að svifta þjónustumenn fylkisstjórnanna atkv.rétti, en veita hann sínum eigin embættismönuum. Sú háa hugmynd um frelsi og jafnrétti er ekki enn ríkjandi í Canada nema meðal “liberala”. Þeir einir eiga heið- urinn enn sem komið er fyrir lög, sem svifta sambandsstjórnar embættismenn kosningarétti við fylkisþingskosningar, þó þeirra embættismenn megi og séu skyldugir til ekki einungis að greiða at- kvæði, heldur einnig vinna alt sem þeir geta stjórn sinni til gagns. Þessi jafn- réttishugmynd tekur sig líklega hvergi betur út í Canada á yfírstandandi tíma heldur en hérna í Manitoba. Enginn embættismaður sambandsstj óruari nnar fær aðgreiða atkv. með eða móti fylkis- þingmannsefni, en hálaunaður embætt- ismaður fylkisstjórnarinnar fær leyfí til ef ekki beina skipun, að bjóða sig fram sem dominionþingmannsefni án þess að segja af sér embættinu, og upp á kostn- að fylkisins að ferðast sjálfur um kjör- dæmið og smala atkv. loforðum handa sjálfum sér og stjórn sinni, auk heilla herskara af dvergvaxnari pólitikusum, sem sendir eru upp á kostnað hinsopin- bera til að smala atkvæðum fyrir sama náungann, undir þvi yfirskyni að þeir séu að athuga hvort ekki sé þörf á brú yfir keldu, upphækkun vegar yfir ein- hverja kvosina, eðaframskurð einhverr- ar mýrarinnar o. s. frv. Alt þetta og meira er háttstandandi embættlingi “iiberal”-stjórnar leyfilegt—af því hann fyllir "liberal” stjórnarflokk, en alls þessa er þeim manni varnað, sem er svo óheppinn að hafa náð í atviunu hjá do- minionstjórninni, svo framarlega sem atvinnan er svo stöðug að likur séu á að hann geti framdregið lífið af laun- unum. Af því hugsandi er að hann kunni að greiða atkv. gegn "liberal” umsækjanda, þá er sjálfsagt að svifta þann skálk mannréttindum sínum að þessu leytinu—láta hann ekkert atkv. hafa. En þegar til alvörunnar kemur og þegar litið er á hve almenn þessi harð- stjóralög eru að verða hér í Canada hjá þeim stjómmálaflokki, sem hylur blygð un sína með “liberal” nafninu, þá væri það frá hlutdrægu flokka sjónarmiði skoðað, ekki nema rétt, tilaðhaldajafn- væginu, að dominionstjórnin tæki at- kvæðisréttinn frá fylkisstjórnarembætt- ismönnum á dominion-kjörþingi. Það er rétt. að eitt gangi yfir alla. Ef einn embættismaður er óverðugur til að greiða atkv., þá er annar það. Það er itlum efa undirorpið að það þætti hart, þrælslegt, ef conservatia-flokkurinn sviftifylkisstjórnar embættismenn alla atkvæðisrétti, en samt væri það ekki nema réttlát hefnd fyrir þá hina mörgu menn, sem í frjálslyndisins nafni hafa verið sviftir þpssum rétti í þeirri von, að með því megi koma núverandi domi- nionstjórn á kné. En réttlát eins og þessi hefnd væri, þá eru ósköp litlar líkur til að til þeirra úrræða verði grip- ið. Fróðlegt væri þó að vita hveraig “liberalar” á dominionþingi tækju í það mál, ef til verulegrar umræðu og atkv. kæmi. Það getur máské verið hugsanlegt að réttlátt sé að svifta embættismann einnar stjórnar atkvæðisrétti, en ekki er það vel greinilegt á hverju það er byggt. Það má vitanlega gera ráð fyr- ir að embættismennirnir og skrifstofu- þjónarnir flestir kjósi flokksmann þeirr- ar stjórnar er veitir honum atvinnu, þó vitanlega séu til inörg dæmi þess að ár eftir ár situr embættismaður í stöðu sinni, þó andvígismenn hans í pólitík ráði ríki. En svo leiðir það eðlilga af atkvæðamissinum, að þeir menn sem áður voru hálf-volgii' og hirtu ekkert um flokksmál, umhverfast í einbeitta fjandmenn þess flokks er svifti þá at- kvæðinu og vinna alt sem í þeirra valdi stendur til að sundra liði hans. Og víst er það að fullveðja borgari og hæfur maður getur unnið sínum flokki eins mikið gagn eftir að hann hefir verið sviftur atkvæðinu eins og áður. enda miklu meira, af því, sem sagt, að hann leggur sig þá betur fram. Frá sjónar- miði hlutdrægs flokkmanns er því ekki auðvelt að sjá livar ávinningurinn er. Ef hugmyndin er að undanþyggja alla embættismennina öllum pólitfskum á- hrifum, þá ná lögin ekki nógu langt og eru þarafleiðandi ekki réttlát. Því skyldi þeim mönnum, sem skipa ráða- neyti stjórnanna gert hærra undir höfði? Því ekki banna þeim einnig að' kjósa, að bjóða sig fram til þingmensku og sitja á þingi ? Þeir eru ekkert ann- að en embættismenn fremur en hinir, þó þeir séu skör ofar og ef rótt er að svifta hina óæðri embættismenn þjóð- arinnar atkvæði og kjörgengi, þá er líka rétt að svifta alla embættismenn- ina þeim réttindum. Flokkstjórn á þingi ætti að geta verið til eftir sem áður og meirihlutinn svo altaf ráðið hvaða menn hafa framkvæmd stjórn- mála á höndum. Og svo mætti alt af kjósa menn í ráðaneytið á sama hátt og kosnir eru dómarar, fylkisstjórar, o. s. frv. Væri fyrirkomulag eitthvað í þessa átt viðtekið og bókstaflega öllum embætt ismönnum þjóðarinnar, frá þeim hæzta til hins lægsta, gert jafnt undir höfði, þá væri fremur ástæða tilað viðurkenna atkvæðis-missirinn réttlátan dóm. Og ió verður það aldrei réttlátt þegar litið er á almennu kröfuna að allir þegnar rikisins hafi eitt atkvæði og enginn nema eitt. Silfur-þrætan. Batnandi árferði eru nú mörg Bandaríkja blöð farin að vona að reyn- ist ókleif torfæra á vegi silfur-ítanna, Þau þykjast jafnvel nú geta greint breytingu, sem styi'kir þau í þeirri trú. í flestum stöðum, Sef ekki öllum, hefir það verið aðal-vopnið, að silfurpeninga- skorturinn sé orsökin til harðærisins, til vinnueklunnar, hins lága kaups og lága verðs á allri bænda vöru. Þessu átti ekki að vera hugsandi að breyta til batnaðar, nema ef kjósendurnir létu til sín taka, þrýstu niður gullinu, en upp- hefðu silfrið. I stórstöðunum að minsta kosti er æfinlega auðgert að fá saman menn til að hlýða með athygli á ræður um þetta o. þvl., sérstaklega ef stjórn- inni er hallmælt, því Iþað er svo eigin- legt fjöldanum að finna að gerðum þeirra sem ráða og framkvæma. Nú eru allar vonir til að smámsaman verði örðugra að fá fjöldann til að hlýða á mærð silfur-postulanna. Það bendir alt svo greinilega á batnandi árferði, bændavaran er að hækka í verði og verkstæðisfélögin að fjölga starfsmönn- um, og þegar flestir hafa vinnu, enda þótt hún sé ekki eins vel launuð og á- kjósanlegt væri, þá letjast menn á að mæta á fundum, til að hlýða á torskilið fínanz spursmál. Þessa torfæru eru nú enda silfur-ítar farnir að sjá og óttast svo að bót verði ráðin á meinum þjóðarinnar, án þess þess þeir komist að með sinn læknisdóm. Af því leiðir svo, að þeir ólmast meir nú en nokkru sinni áður, að því leyti, að þeir hafa hærra og heimta með frekju að breyt- ingin sé gerð án frekari undandráttar. Ef vonir allar og viðskifta horfur eru ekki því svikulli, þá er nú líka annað- hvort að hrökkva eða stökkva, annað- hvort að fá 50 centa silfurdollarinn við- urkendan 100 centa virði undireins, eða draga sig í hlé og bíða eftir næsta harð- æriskafla. Ef það er rétt, að silfurpen- inga-æðið hverfi fyrir batnandi ári, og ef batnandi ár er gengið í garð, þá er líka hugsandi að árgæzkan þeyti silfur- málinu útyfir takmörk rígvallarins í forseta-kosningar sókninni næstu. Eigi að síður eru þau blöðin mörg, sem óttast, að ekkert þvílíkt brjóti silf- urítana á bak aftur; þeir séu þrautseig- ari en svo og búnir að ná svo miklu haldi á alþýðu, að málið hljóti að út- kljást að því er alþýðu snertir þegár forsetakjörmennirnir verða kosnir haustið 1896. Eru þau þessvegna al- varlega farin að athuga veðurstöðuna — athuga hvernig atkv. muni falla, fyrst og fremst á flokksþingunum, og siðan við kjörmanna kosninguna. Hvað flokksþingin snertir þá eru sum blöðin á þvi, að silfur-ítar verði yflrsterkari hjá bæði demókrötum og repúblíkum, og við áhöldum búizt að því er kjör- manna kosning snertir. Einn vonbezti andvígismaður silfurítanna gerir ráð fyrir eftirfylgjandi úrslitum við hina al- mennu atkv. greiðslu: Silfur-ítar : Alabama.... .. 11 Nebraska 8 Arkansas ... .. 8 Nevada 3 Colorado .. 4 N orth-Carolina 11 Florida .. 4 North-Dakota. 3 Georgia .. 13 South-Carolina 9 Idaho .. 8 South-Dakota.. 4 Kansas .. 10 Tennessee 12 Louisiana ... .. 8 Texas 15 Missouri .. 17 Washington.... 4 Mississippi... .. 9 Wyoming 3 Montana .... . 3 Utah 3 Alls. 165 Móti fríslátta silfurs : Connecticut... 6 New Hampshire 4 Delaware...... 8 New Jersey .... 10 Illinois...... 24 New York....... 36 Iowa...........13 Ohio............23 Kentucky......12 Pennsylvania ... 32 Maine.......... 6 Rhode Island... 4 Maryland...... 8 Vermont......... 4 Massachusetts 15 West Virginia... 6 Michigan...... 14 Wisconsin....... 12 Minnesota.... 9 ----- Alls. 242 Efasöm eru talin ríkin California, Indiaua, Oregon, Virginia, er tiisamiiis senda um 40 menn á forseta kjörþing. Nú eru 224 atkv. nauðsynleg til þess forsetaefni nái kjöri og þó silfur-ítar næðu öllum þessum 4 efasömu-rikjum eru þeir í minnihluta. Só þessi áætlun nokkuð nærri lagi sýnir hún hve náið er um áhöld flokkanna að þvi er silfur- frísláttuna snertir. Áhöldin virðast alt of mikil til þess horfurnar séu vænlegar fyrir þá alla, sem vilja forðast fjár- glæfrabrögð og voða og undireins of mikil til þess von sé til að árgæzkan sem allir vona eftir verki á einu ári svo mikla breytingu að silfurþrætan velti um sjálfa sig og verði að engu. Göfugur þjóðhöfðingi er hann óneitanlega keisarinn í Japan. Hann hefir sýnt það í hvívetna frá því fyrst hann kom til valda, að hann skil- ur nútíðarkröfurnar enda betur en margir þjóðhöfðingjar í hinum mennt- uðu "kristnu” löndum og ríkjum. í augum þjóðar sinnar, samkvæmt hefð og venju frá ómunatíð, var hann ein- valdur, en réttlátur drottinn þjóðarinn- ar frá þeim degi að hann var krýndur. Við þá dýrð og tign var honum ekki unt að bæta, enda reyndi hann ekki til þess. í þess stað svifti hann sjálfan sig valdi, gaf þjóðinni ótilkvaddur þing og þingbundna stjóru. Stjórnarfyrir- komulag, réttarfar o. þh. er þar að sumu leyti fullkomnara og betra, held- ur en hjá þeim þjóðum mörgum, sem til þessa hafa álitið Japanita svo óviðráð- anlega barbara-þjóð, að þær hafa neit- að að þýðast úrskurði Japaniskra dóm- stóla í málum þegna sinna í Japan. Sama göfuglyndið kom fram hjá honum bæði í byrjun og endir hins um- liðna stríðs við Kinverja. Striðið var hafiðí góðum og göfugum tilgangi. Japanítar áttu Kóreu-mönnum mikið að þaklta frá fofnri tíð, hafa líka verið þeim velviljaðir og viljað bæta hag þeirra í öllu, en sem ekki var hægt með an Kínverjar héldu þoim í járnviðjum sínum. Þegar menningarljósið var far- ið að skína svo skært i Japan, sá keis- arinn við ljós þess, 'að ef nokkur vegur væri til að lyfta Kóreumönnum á hærra menningarstig var óumflýjanlegt að losa þá undan oki Kínverja. Kín- verjum var svo boðið að losa böndin, en þeir sögðu nei. Stríðið var afleiðing in og verkaði hvorttveggja í senn : los- aði Koreumenn úr fjötrum fávizku og neyðar og upphóf Japaníta sjálfa í röð með fremstu þjóðum. Framvegis verða aðrar þjóðir að viðurkenna nýtt stór- veldi í heiminum, en ekki Kína, heldur Japans-eyjar. Ávarp keisarans til þjóðarinnar að stríðinu loknu er enn ein sönnun fyrir veglyndi hans. Það er ólíku saman að jafna, Þýzkalandi og Japan, þegar á menning alla er litið, en öðruvísi hefði ávarpið orðið hjá Vilhjálmi víðförla. Ef dæmt er eftir öllum ræðum og ritum þess manns, þá er lítill efi á að hann hefði tileinkað sér stærri skerf af dýrð- inni, en Japan-keisari gerði; hann hefði lagt meiri áherzlu á orðið ég og viðliaft það oftar. Japan keisarinn helgar sér ekki meira af dýrðinni en hverjum ein- um þegni sínum. Hann þakkar þeim sigurinn öllum jafnt, hvort heldur sem þeir drógu fram á vígvöllinn eða lögðu fram fé og góð ráð heima hjá sér. Og hann stærir sig og þjóðina svo lítið af jafnfrægum sigri, að ávarp hans getur verið eftirbreytnisverð fyrirmynd fyrir þjóðhöfðingja, sem þykjast af meiri mentun sinni og þegnanna. Að lyktum sýndi hann göfuglyndi sitt og löngun til að hafa frið við alla menn, þegar hann sjálfviljugur lét að orðum Itússa, Þjóðverja og Frakka og seldi Kínverjum |í hendur aftur Port Arthur kastalann og allan þann skaga, sem kastalinn stendur á. Það hefðu einhverjir, sem á hærra menntunarstigi standa, brugðist öðruvísi við þeirri á- skorun, og þá ekki sízt þegar nokkurn- veginn \ var víst fylgi Breta, Banda- ríkjamanna, Itala o. fl. En til þess að hleypa ekki allri Evrópu í bál og brand út af þessu, lét þessi “barbara”-höfð- ingi undan. Með þeirri tílhliðrun sýndi hann líka og sannaði að tilgangurinn með stríðið var eins og Japanitar alt af hafa haldið fram, enginn annar en sá, að leysa Koreumenn úr fjötrum og gefa þeiin tækifæri til að þokast á hærra stig menningar og framfara. Lífsábyrgð. Félögin sem ábyrgjast erfingjunum ákveðinn erfðasjóð fyrir ákveðið árgjald frá þeim, er ábyrgðina kaupir, eru efa- laust meðal nytsömustu stofnana nútíð- arinnar. Það leynir sér heldur ekki í ársskýrslum félaganna og í ársskýrslum stjórnanna, sem krefjast reikninga yfir lífsábyrgð, að þessi félög eru óðum að verða alþýðlegasta stofnunin sem til er. Harðæriskaflinn hér í landi er greini- legur vottur þess að fjöldi manna er farinn að meta lífsábyrgð einssjálfsagða eins og mat og drykk. Þrátt fyrir al- menna kvörtun um vandræði að draga fram lífið fjölguðu ábyrgðarkaupendur miklu meira ’94 en árið ’93 og þó f jölguðu þeir meira 1893 en 1892. Þó allar stofn- anir hafi staðið í stað á síðastl. 2 árum og margar gengið saman, þá hafa lífsá- byrgðarfélögin aldrei grætt meira á jafnlöngu tímabili — að minsta kosti aldrei grætt jafnmarga skiftavini. Þetta sýnir bezt hve mikið menn alment eru farnir að meta lífsábyrgð. En eins og þessi stofnun er góð eins er það voðalegt hvemig f jölgar skálk- um, sem misbrúka hana. Morð eru framin æði oft nú orðið í þeim tilgangi að ná í sjóðinn, sem fellur í gjalddaga samdægurs og sá deyr, sem ábyrgðina keypti. Hvað mikið af þesskyns glæp- um er framið er liklega engum unt að segja, en til að sýna hve tíðir þeir eru þarf ekki annað en líta á að hér í Can- ada, þar sem stórglæpir eru framdir til- tölulega miklu sjaldnar en í mörgum öðrum löndum, hafa á sfðastl. vetri ver- ið útkljáð 4 eða 5 mál um samsæri til að myrða ættingja og vini fyrir lífsá- byrgðina og í Ontario-fylki einu standa nú yfir 2 eða 3 þesskyns morðmáL Til þessa er það miklu oftar að konur liafa verið myrtar vegna ábyrgðarinnar og þessvegna sýnist það fyrirtæki lífsá- byrgðarfélaganna, að taka kvennfólk í ábyrgð, einna skaðvænlegast. Það er líka greinilega framkomið, að það þarf ekkiað vera giít kona, eða nokkrum sérstökum manni háð, til þess hún sé í voða ef hún hefir keypt sór lífsábyrgð. Til að sjá það þarf ekki annað en at- huga hvemjg Catherino Ging í Minnea- polis var “töluð upp í” að kaupa $9000 lífsábyrgð, til þess morðingja honnar gæfist kostur á að lána henni $2,000 gegn veði í lífsábyrgðinni. Þó er enn ein tegund lífsábyrgðar, sem er enn hræðilegri; það er lífsábyrgð barna. í síðastl. Marz mán. komu fram órækar sannanir fyrir því, á Massachu- setts þingi, þar sem verið var að mæla með og mót frumvarpi til laga, er fyrir- býður lifsábyrgð á börnum innan lOára, að í stórborgunum eru börn svo tugum þúsunda skiftir kvalin í hungri, kulda og nekt, til þess að fá saman vikugjald- ið fyrir ábyrgð þeirra. Það komu fram margir merkir menn, karlar og konur sem sögðust geta sannað að fjölda mörg börn hefðu látið h'fið eingöngu fyrir þessa hörmunga meðferð. Það kom og fram við þessa rannsókn, að barnaá- byrgðarfélögin eru meira en hörð íkröf- um. Þannig hafði fátæk ekkja, sem ekki keypti ábyrgðina í því skyni að kreista lífið úr börnum sínum og græða fé, held- ur í þeim tilgangi að útvega þeim sjóð, sem félli í gjalddaga, þegar þau næðu ákveðnum aldri, þannig hafði hún verið búin að borga 55 cents í hverri viku í rúmlega 8 ár, þegar það kom fyrir að 55 centin voru engan veginn fáanleg á hinum tiltekna degi og samstundis fékk hún tilkynningu um að ábyrgð barna hennar væri upphafin. Þarna tókst félaginu að ræna hana yfir $230.00, auk vaxta peninganna í 8 ár. Þetta sýnis- horn sýnir að ráðvanda fólkið fær þann- ig að ala önn fyrirbarnamorðingjunuin, ef það í eitt einasta skifti getur ekki int gjaldið af hendi á augnablikinu. Þessa grein lífsábyrgðarinnar sýnist gerlegt að íyrirbjóða með lögum. Lítill ferðapistill. Af því svo margir af sveitungum mínum og kunningjum báðu mig þegar ég fór heim í fyrrasumar að skrifa sér ferðasöguna, en mér fanst það útheimta helzt til mikla pappírseyðslu, pennaslit og fyrirhöfn að skrifa sem svaraði væn- um Jónsbókailestri í marga staði, þá finst mér umsvifaminnst að senda Hkr' fáeina mola og biðja hana vinsam- legast að strá þeim út á meðal þeirra allra, og láta svo þar við sitja. Um ferðina heim hefi ég mjög fátt að skrifa sem nokkurt gaman er að, því ekkert sérlega sögulegt bar við á leið- inni þótt löng sé. Eg lagði a{ stað frá Winnipeg og allri hennar dýrð 23. Júlí kl. 7 e. m. með C, P. R. lestinni og kom til Toronto kl. 1 e. m. þann 26. og varð að bíða þar til kl. 9 um kveldið eftir Montreal-lestinni. 4>angad kom ég kl. 8 að morgni þess 27. og varð að bíða þar til kvelds og notaði ég því dag- inn til að skoða bæinn. Montreal er stór og hrikalegur hær. Stórbyggingar eru þar allmargar, en mjög lítið finnst mér til um fegurð þeirra, heldur virtist mér margar þeirra bera þess merki, að þeim hefði verið klungrað upp í mesta flýti. Gangstéttir (sidewalks) eru þar flestar úr steini og strætin einnig víða steinlögð. Mikil vinna var í bænurn, en þó var fjöldi manns yðjulaus. Þar voru flækinga fylkingar mikið stærri en sézt hafa nokkurntíma í Winnipeg, og datt mér í hug, að þótt ófrið bæri að höndum og bærinn hefði ekkert ann- að sér til varnar, þá myndi hann ekki verða auðunninn meðan hann hefði slíkum “mattadórum” á að skipa. Sum- ir þeirra litu til mín alt annað en vin- gjarnlegá og 2 reyndu að svíkja mig í peningasökum, en það mistókst alger- lega. Um kveldið mátti ég kaupa keyrslu á flutningi mínum af vagnstöð- inni til skipsins, sem lá 4 mílu frá og kostaði það 25 cents fyrir stykkið. Frá kl. 8—11 um kveldið var allra þjóða fólk að streyma um borð þar til skipið var nær því fullt, og mátti heyra ó- skemtilegt arg og garg, ys og þys um alt skipið. Kl. 6 um morguninn næsta eftir fór slripid af höfninni og kom til Quebec kl. 4. Þar var skip- að fram miklu af kolum og mat fyrir slripið. Að morgni þess 29. fórum við af Quebec-höfn, Þótti mér mjög fall- egt þar með fram ströndinni. Ekki var land horfið um kveldið er við fórum að sofa, en er ég kom á fætur kl. 6 að morgni þess 30. var svarta-þoka og Amerika alveg horfin sjónum, Næstu 2 daga var gott veður, en allmikil und- iralia og urðu því margir svinkaðir af sjóveiki, að mér uudanskildum samt. 2. Ágúst mundi ég eftir því, að það var íslendingadagurinn í Winnipeg, en sá ekki til neins að hugsa til afturhvarfs, heldur gera mig ásáttan með að verða af öllum þeim skemtunurn, sem hann vanalega veitir löndum í Winnipeg. Á leiðinni yfir hafið höfðum við yfirfljót- anlegt af andlggri fæðu og líkamlegri, oftast messur tvisvar á dag. Kl. 2 þann 6. komum við til Londonderry og bið- um þar 2 tíma, voru þar flutt í land bréf og nokkrir farþegjar. Um kveldið komum við til Liverpool. Norskur maður var á skipinu, sem átti heima þar í bænum, og bauð hann mér að koma heim til sín og gista hjá sér um nóttina, þáði ég það með þökkum og hafði þar hinar beztu viðtökur. I Li- verpool má sjá mörg stórkostleg mann- virki. ef tíminn ræki ekki of hart á eft- ir, og datt mér i hug, þegar ég kom þangað, það sem kerling ein íslenzk sagði, er liún kom á höfnina við New York : “Margt er hér að sjá og mikið af þessu hlýtur nú aðvera mannaverk”. Daginn eftir, þann 7., skemti ég mér um bæinn til kl. 12 um kveldið að ég fór með lestinni til Glasgow, sem eru 260 mílur, og kom þangað kl. 7 að morgni þess 8. Þar fékk ég frítíma til kl. 4 e. m. að lestin lagði af stað til Edinborgar. Þar fekk ég lítinn tíma til að sjá mig um og hefði þó gjarnan viljað það, því Edinborg er mjög falleg- ur bær, heldur héldum áfram til Gran- ton og komum þangað kl. 8 e. m. og fór um borð í póstskipið “Laura” um kveld ið- Að morgni þess 9. fór Laura frá Granton. Veður var hið bezta og gekk ferðinvel. Þann 11. komum við til Thorshavn í Færeyjum og fóru nokkrir þar í land sér til smemtunar. Þar var fólk í óða-önn að taka saman hey og bera heim á bakinu. Morguninn eftir sigldum við þaðan áleiðis til íslands og fengum versta óveður mest af leiðinni svo oft var óstætt á þiljum uppi. Að morgni þess 14. sá ég Seæfellsjökul og fanst mér hann anda heldur kalt á móti landa sínum, því mig ;tók á andlitið. Þann 15. komum við til Ileykjavíkur og fór ég um borð í “Thyra” er þar lá, kl. 7 um kveldið. Varþar fyrir Magnús Pálsson frændi minn, á leið til Norður- lands. Ékki hafði ég séð Ileykjavík fyrri og kom þar ekki í land, heldur fanst ég vera vel ánægður með að sjá hana bara tilsýndar. Um kvöldið kom- um við í Stykkishólm, var þar skipað fram miklu af ull og æðardún. Þar var tekin mynd af “Thyra”, og hugsa ég að hún komist f verð, þvi ég veit að við Ameríkufarar sjáumst þar greinilega í öllu okkar ameríkanska skarti. Þann 18. komum við á Dýrafjörð ; kom þar inn hvalveiðaskip með hval um daginn, og var mér sagt að þeir væru búnir að veiða 110 hvali þar yfir sumarið, Það- an fórum við kl. 5 og komum um kveld- ið kl. 8 á Önundarfjörð; þar höfðu veiðzt að sögn 210 livalir um sumarið, láu skrokkarnir hér og þar um fjörurn- ar. Daginn eftir komuin við á ísafjörð komu þar margir Eyfirðingar um borð, sem verið höfðu þar vestra á fiskiskip- um Á. Ásgeirssonar, og tóku sér far heim ''með “Thyra”. 23. komum við á Sauðárkrók, fórum við Magnús þar í land og heimsóttum herra Erlend Páls- son, frænda okkar, sem verið hefir bók- haldari þar í mörg ár; fengum við þar góðar viðtökur. Á Sauðárkrók þótú mér einna fegurst pláss af öllum þeim höfnum, er ég kom á vestan með land- inu. Að morgni þess 24. komum við á Siglufjörð, en stönzuðum þar lítið, og vorum komnir kl. 1 inn hjá Hrísey á Eyjafirði, og fór ég þá að kannast við tíest er fyrir augun bar, en nákvæmlega sýndist mér alt likt því sem það var fyr ir 7 árum, þegar ég sá það seinast. Gamla Hrísey sýndist mér nauðalík því sem hún var þá og gat ég jafnvel ekki merkt að hún hefði neitt "blásið upp” í fjarveru minni. Kl. 4 e. m. komum við á Akureyrarhöfn, og get ég ekki neitað því, að mér sýndist öllu léttari svipur hvíla þar yfir, en þegar ég fór þaðan. AU-mörg hús hafa verið bygð á þessum tima og hafnarbryggjan og hinn góði vegur milli Akureyrar og Oddeyrar er mikil breyting til batnað- ar. Svo er þessi ferðapistill á enda og bið ég alla sem hann kynnu að lesa. að virða á betra veg, því ég býst varla við að nokkursstaðar finnist “gullkorn inn- anum” eins og hjá Símoni. Sveitungum mínum vestra get ég ekkert merkilegt sagt hér úr Hörgárdah Séu framfarirnar nokkrar, þá eru þær í svo smáum stíl, að óg vil helzt vera laus við að lýsa þeim. Ein er samt merkjanleg, nefnil. torfkofinn sem kall- aður var kyrkja, á Myiká, hefir verið rifin niður til grunna, svo þar stendur ekki hnaus yfir hnaus, en í staðinn er risið upp allveglegt timburhús. Áðendingu bið ég Hkr. að bera kæra kveðju til allra vina minna og kunningja þar vestra. Öxnahóli í Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu 22. Febrúar 1895. Kristjún Erlrndsson. Charlet U. Jlutchingt, Vondur höfuðverkur algerlega læknaður með Ayer’s Pills “Ég þjáðist af slæmum höfuðverk, og fylgdi honum vanalega ákafar þraut- ir framan i höfðinu, sárindi í augunum, og slæmt bragð í munninum. Tungan var óhrein og fæturnir kaldir, og fylgdi því ætíð ógleði. Eg reyndi ýms meðul, sem ráðlögð eru við þessum sjúkdóm, en það var ekki fyr en eg Fór að brúka Ayer’s Pills. að mér fór fyrir alvöru að batna. Mér batnaði af einni öskju af pillum og er ég nú alvegheilbrigður.— C. H. Hutohings, East Auburn, Me. Ayer's Pills tðku verðlaun á heimssýningunni. Ayer’s Sarsaparilla, hin besta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.