Heimskringla - 24.05.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.05.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 24. MAl 1895.. FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 17. MAT. Eftir Nýfundnalands fregnum að dæma er úti um samning eyjar- innar og Canada. Það voru 3 atriði aðal-lega, sem samningurinn strand- aði á: skuld eyjarskeggja, járnbraut- argerðir og árstillagið. Er nú eyjar- stjórnin að taka til þeirra ráða, er ákvcðin vora til reynslu. Eiga lög um það að ganga í gildi 1. Júlí næstlí. Tollur verður aukinn, afnum- inn að mestu styrkur til gufuskipa- félaga, skóla-tillagið rýrt um 30% og öll gjöld sfjórnarinnar á eyjunni, til opinberra starfa, skrifstofulauna o. s. frv., að sama skapi. — Skjöl öll á- lirærandi sameiningar tilraunina voru lögð fyrir dominion-þing í gær. Nicaragua-stjórn greiddi skaða- bætur sínar til Breta í Lundúnum í gær. Er sú þræta því á enda kljáð, en eftir er að meta til verðs miklu meiri skaðabætur, er brezkir þegnar beirnta að sömu stjúrn, en þeim úr- slitum ræður þar til kjörin nefnd. — Talað er um að Mið-Amerlku smá- ríkin geri nú eina tilraunina enn, að sameina sig í eitt lýðveldi. Fulltrúar stórveldanna, er settir Voru til að rannsaka Armeníu-hryðju- Verkin, hafa lagt fyrir soldán Tyrkja frumvarp til laga er viðtekin skuli og sem ákveða stórvægilegar stjórn- arbætur í Armeniu. Er auðsætt á frumvarpinu, að stórveldin ætla fram- vegis að hafa hönd í bagga með stjdrn þessa ánauðuga fólks. Soldán hefir tekið bendingunum vel — lík- lega af því hann sér sitt óvænna. New York-ríkísþingi var slitið í gær. Japanítar tilkyntu Bandarikja- stjóra í gær, að þeir væru komnir að viðunanlegum samningnm við Ev- rópu þjóðir áhrærandi austræna málið. LAUGAKDAG 18. MAÍ. Bær með 40,000 íbúum brann að sögrn til kaldra kola í rússneska Póllandi í gær. Yfir 30 manns fór- ust í eldinum. Yerkfræðingarnir, sem Banda- ríkjastjórn sendi til að athuga hvert tiltækilegt væri að grafa skipaskurð yfir Mið-Ameríku mnan Niearagua, komu þangað í gær tilbúnir að taka til starfa. X>r. II. F. Merrlll. Afleiðingarnar gera Yísindamenn forviða. AVCD’q s»™»- n i Ln o [.í.iiun — metlal — sem engan jafningja á Framiíukður aldekts læknis. “Ayer’s Sarsaparilla á ekki sinn jafn. ingja sem blóðhreinsandi meðal og sum- armeðal og verður ekki nægilega lofað. F.g hefi tekið eftir verkunum liennar á langvarandi sjúkdóma, þar sem önnur meðul hnfðu reynst árangurslaus, og ég hefi orðið forviða á afleiðingunum. Ekk- ert annað blóðhreinsandi meðal sem ég hefi reynt, og ég hefi reynt þau öll, er eins gagnverkandi og bætir jafnmarga sjúkdóma til fulls, eins sg Ayers Sarsa- parilla. — Dr. H. F. Meijrill. Au- gusta, Me. AYER’S ei.i'a Sarsaparilla á iieimssýningunni. AYEES PILLS fyrir lifur og innýíli. Fregn frá Kína segir að sjóflota- stjórn Kínverja sé ekki lengur til og að litil von só til að þjóðin leggi út í að kaupa herskip að útlendum þjóð- um. Sjóflotiim þótti htilsvirði er til kom og því var afráðið að uppleysa þá stjórnardeild. Nýfundnalandsstjórn er að reyna að útvega sér §2 milj. lán hjá Mont- real-bankanum, til að mæta skulcl- um, er falla í gjalddaga í Júní næstlc. Hveiti til afhendingar í Júlí í sumar komst í 70 ecnis bush. á Chi-I cago-markaði í gær. Það er hæzt verð um síðastl. 2 ár. Morðvargar og stjórnleysingjar ráða ríki í Formosa. Lízt Kínverj- um svo illa á ástandið, að þeir msela með að eyjan só gerð að lýðríki, í þeirri von að eyjarskeggjar þekkist það hetur en stjórn Japaníta. Skógareldar miklir í Washing- ton-ríki, á Kyrrahafsströnd. MÁNUDAG 20. MAÍ, Northern Paciflc-félagið er að koma fyrir sig fótunum aftur, en verður framvegis eign Great North- ern félagsins að liálfu leyti og undir stjórn þess eða J. J. Hills. Nýtt fé- lag er að komast á fót mcð íjlOO mil.j. höfuðstól og ætlar það að gefa út $200 milj. virði af skuldahréfum og fyrir það fé leysa félagið úr þeim böndum, sem nú halda því í iujndum Banda- ríkjastjórnar. Great Northern fél. ábyrgist þessi skuldabréf öll, höfuð- stól og vöxtu og fyrir það fær það fél. helming hinna nýju hlutabréfa. — Með þessu móti eignast IIill tvö- faldan sporveg frá stórvötnunum vestur að Kyrrahafl. Snjór féll í Michigan í gær og sumstaðar svo mikill, að sleðafæri var um tfma. 300,000 doll. virði af eignum eyðilagðist í eldi í Ilalifax í gær, bryggjur, vöruhús, og innfiytjenda- húsið. Alt var ábyrgðarlaust og að mestu eign dominion-stjórnarinnar. Aðfluttar vörur til Canada í síð- astl. Apríl voru meir en | milj. doll. meira virði en í sama mánuði í fyrra. Útfluttur vamingur í þeim mán. var og nær $1 milj. meira virði en í Apríl í fyrra. Það er Ijós vottur þess að verzlun er að lifna. ílið fyrsta af herskipum Banda-1 ríkja, er send verða til Eystrasalts til að sigla um skipaslcurð Þjóðverja, lagði af stað í þann leiðangur í gær frá New York. Hveiti komst í 75 cents hush. í Chicago í dag. ÞKIÐJUDAG 21. MAÍ. Tekjuskattslög Bandaríkjastjórn- ar, sem 53. þjóðþing samdi, eru ekki lengur í gildi. líæzta réttarúrskurð- urinn kom í gær og er þess efnis að lögin séu gegnstríðandi stjórnar- skránni og þarafleiðandi ólögmæt. 5 dómararnir voru sammála, en 4 neituðu að staðfesta úrskurðinn í heild sinni. — Þessi úrskurður veldur enn meiri tek,juhalla en húizt var við. Jarðhristingur olli stórmiklu eignatjóni í Florence á Ítalíu á laug- ardaginn var. Dominion stjórnin hcflr að sögn neitað að leggja fram $250,000 til fyrirhugaðrar allsherjar-sýningar í Montreal sumarið 1896. Er þvf hætt við að ekki verði meira af því fyrir- tæki og er illa farið. Eregn frá Aladagaskar segir að stríðið sé nú fyrir alvöru haflð milli Frakka og eyjarskeggja. Er það 33. stríðið sem Frakkar hafa haflð á eyj- unni síðan þeir fyrst náðu haldi þar árið 1645. Manitoba hvoitimjöl hækkaði, aftui’ í gær um 25 cts. tunnan á Mont- real markaði. Hluthafar gamla (núverandi) Northern Pacific félagsins taka ekki hinni nýju fyrirætlun með þökkum, en ætla að sækja hart fram og reyna að ná í .eitthvað af molunuin, efþeim ekki tekst að ónýta þessa tilraun Hills að svifta þá eignarréttinum. Á stöku stað í Ontario eyðilagði frostið hveiti svo algerlega, að hænd- ur eru farnir að sá akrana upp aftur. MIÐVIKUDAG 22. MAÍ. Auka-gjaldáætlun dominion-stjðrn- árinnar var lögð fyrir þingið í gær- kvöldi. Upphæðin, sem um erbeðið er alls $1,143,000. Ástæður Roseberry-stjórnarinnar á Englandi ern óvænlegar. Yflrburð- ir hennar á þingi eru að sögn að dvína; hefir nú að sögn ekki nema 9 atkv. fleira en andvígismennirnir. J. J. Hill kom heim til sin, til St. Paul, Minn., í gær, eftir Evrópu- ferð sína. Sagði hann þá, að Great Nortliern og Northern Pacific yrðu aldrei sameinaður undir eina ' stjórn, en sagði að svo þyrfti að búa um, að flutningsstríðið endaði og gjaldið yrði hærra. EIMTUDAG, 23. MAÍ. Fregn frá Cuba segir uppreist- armanna foringjann Jose Marti fall- inn. Merchants National-bankinn í Seattle, Wash., varð gjaldþrota 21. þ. m. Er það fyrsti “national” bank- inn, sem þar heflr farið um koll þó hart hafl verið ári. 5 “tonn” af nitro-“glycerine” og púðri sprungu í loft upp í gær skamt frá San Francisco. Biða þar 14 menn bana. Á Winnipeg hveitimarkaði var í gær selt hveiti fyrir $1. bush., flutt á skipfjöl í Port Arthur. 21. þ. m. gaf Kínakeisari út skip- un um að allir kjnverskir embættis- menn á Formosa skyldu yfirgefa eyna. Er það undirbúningur til þess Jap- anítar taki þar við stjórn. Frá löndum. SPANISH FORK 13. MAÍ 1895. (Frá fréttaritara vorum.) Héðan er að frétta, hið inflælasta tíðarfar, á ölln þessa vori. Sáningu er nú lokið, og akrar og eingi, alt eitt blóm skrúð yfir að líta. Uppskeru horfur því hiniir álitlegustu. Heilsufar í bezta lagi. Atvinna og verzlan flanf, eins og veriö hefir að uudanförnu; ekkert sýni- legt sem hæti úr því, enn sem komið er. Hroðalegt slj’s vilfli til í kolanámu í Wyoming, rótt við takmörk Utah snemma í f. m. Það hafði kviknað í í gasi, og mistu þar 60 rnenn lífið, og 20 múlasnar. Hið allra sorglegasta við þetta slys, var, að 51 af þessum 60 sem dóu, voru gittir uienn, fútækir verka- menn. IJrðn þarafleiðandi 5t konur ekkjur, og 325 börn föðurlaus. Samskota til styrktar þessu fólki hefir verið leitað, og gengur vel. Laga þingið, The Utah Convontion. gaf eins flags kaup sitt, og nam það §500,00. "Zionx Inst shooting": nefnir “Salt Lake Trihune” það, þegar, einhver er drepinn, sem reyndar vill nú æði oft til, þó heilagt sé í Síon. Nýlega voru 3 ungir rnenn frá 18—21 árs að aldri, myrtir á leynilegan hátt, hér við Utah- vatnið, eittlivað 12 mílur frá Sp. Fork. Þeir voru þar að gefa og passa nauta- hjörð. Höfðu með sér hestapar, vagn, Hktýgi og fleira, en alt hvarf. Líkin af mönnunum hafa funflist rekin úr vatn- inu, og ályktuðu líkskoðunarrnenn, að þeir liefðu verið skotnir, helzt sofandi, og fleigt siðan í vatnið. En hestarnir og vagninn eru ófunflnir enn, og sá, eða þeir sem þetta verk hafa unnið. leika líka lausum liala, því engin veit hver það muni hafa gort. eða hvar helzt væri rnorðingjans að loita. Flokkur manna er nú að leita í vatninu með slæðum, til að finna hestana, finnist þeir þar ekki, vilia inenn ímynda sér að þeim hafi ver- ið stolið, og að morðengillinn hafi gert það, og flúið síðau burtu. Hjá löndum vorum hér, er alt titla og tíðinflalaust, aö kalla; þó urðu þau lijónin Jóhann P. Johnson og kona lians, fyrir þeirri lijartasorg að missa efuilegt barn, eitthvað tveggja ára að aldri í vikurmi sem leið. Það hafði að sögn náö í “Lye box” og beið það hana af því. Á mánudaginn var hinn 6. þessa m. lauk nú loksins hin heiðvirða Constitut- ional Convention, við lagasmiðis starf sitt, eftir sextíu og eins dags setu, og alt það staut og gtím, sem því fylgfli. Lögin í heild sinni, höfurn vérekkifeng- ið að sjá en, því það er verið að prenta þau. En bráðum kvað eiga að útbíta þeim á meðal almennings, til yfirskoð- unar, því “ekki er kálið sopið þó í aus- una sé koinið.” Á næsta hausti veröa þau borin undir atkvæði almennings, sem annaðhvort verður að samþykkja þau, eða fella, áður en þau .verða að logum; og þó ekki þar með búið, þvi eftir almenna atkvæða greiðslu, verða þau að senflast Föður Cleveland til und- irskriftar, og má þ\ú óhætt reikna npp á, að ártalið verði 1896 áður en alt er um garð gengið. Samkomulag, og samlyndihafði ver- ið allgott, á meðan á þinginu stóö; þó Var ekki fritt r'TÖ flökkadrátt, því þing- ið samanstóð af demokrötum og repúbl- íkum; demokratar voru samt í niinni hluta. Tvö málefni þvældust einna lengst fyrir þinginu, nefnilega : jafn- réttis mál kvenna við karla, (the women suffrage) og bindiudis málið, (the pro- hibition) eða algert bann gegn brúkun og sölu Bakkusar, yfir alt Territoryið. S unt fór svo, að kvermamálið gekk í gogn, sem margir halda þó áð iiaíi verið óheppileg't; enn Bakkus kavlinn verður hjá oss. til liuggunar og gleði fyrst um sinn, og er það álit allra utan sumra ofstækis presta, að það hafi verið heppi- legt. l>ing kostnaðurinn varð æði mikill. Eitthvað rúm §38,000. — §30,000 veitti Corigress til að koma þessu í verk, og það hefði líklega farið nærri, með að hvökkva, hefði ekki kvennfólkið og Bakkus, lengt starfs tíma þingsins, eins lengi, og þau gerðu. Einhver hin stærsta, og merkileg- asta gleðisamkoma, sem komið hefir fyrir í sögu þessa hæjar, var haldin hér hinn fyrsta þ. m. Tildrögin til sam- koinunnar voru, að síðastliðin vetur lét bæjarstjórnin reisa virðuglegan sam- komusal, í einum af listigörðum bæjar- ins, sem kostaði 3,500 dollara. Sam- konursalur þessi, sem nemdur er “Pavil- ion” var opnaður og vígður þennan dag, og öllum boðið þangað sem vetlingi gat valdið. Satnkoman bjT-jaði kl. 10. f. m. með því að skotið var af fallbyssu þrisvar í rennu, að því búnu sté formaður sam- koraunnar, bæjarstjórinn sjálfur, upp á ræðu pallinn, sagði samkomuna byrj- aða, og hað alla að vera velkomna. Síð- an fór vígslu athöfnin fram, og að því búnu voru ræður haldnar af ýmsum, kvæði sungin, og spilað á hljóðfæri, þar til kl. 1. e. in. að farið var heim til að fá sér líkamlega hressingu. Kl. 2.30 var byijað aftur, en það voru nú ekki silfurhæi'ðir öldungar, sem þá fóru að .skemta bæði sór og öðrum heldur á annað þúsund skólabörn frá 6—15 ára að aldri, Þeim var gefin tíðin til kl. 6. e. m. og er óþarfi að taka það fram að þau skemtu bæði sér og öðrum vel; b'.eði með ræðuin, upplestri, söngog dansi. Kl. 8 um kvöldið, byrjaði dansinn, sem stóð yfir til kl. 2 morguninn eftir, og or þaö einhver hinn stærsti, og fólks flesti dans, er ég hefi séð, og heyrt getið um, því svo telst til, að full 3,000 hafi á honum verið; err 10,000 sem sóttu gleði samkomunnar í það heila. Önnur mikils háttar gleðisamkoma, var einnig lialdin í sömu höllinni liinn 10 þ. m. Hermanna-flokkur bæjarins, stofnaði hana, og bauð svo hingað fé- lögum sínum úr öllum bæjum og bygð- arlögum í Utah. Henni fylgdi og einn- ig dans; ágætur hljóðfærasláttur, ræðu- höld, heræfing og fieira. Mesti fjöldi fólks var þá cinnig viðstaddur. Oocenwr Wert og alt hans ráðaneyti, og ótal tíeiri stórhöfðingjar og hefðar frúr. Aðgatig- ur að þessari gleði kostaði 75 cts. Hin var frí. íslands-fréttir. Eftir Austra. Seyðisfirði, 18. April. Stórkaupaverzlun Otto Wathnes á Seyðisíirði- Þanu 9. þ. m. kom guf nskip stóv- kaupmanns Otto Wathnes “Egill”, skip stjóri Olsen, frá útlöndum, alhlaðin upp undir þiljur aí allskonar vörum til stórkanpaverzlunarinnar. O. Wathne kom nú sjálfur upp með Agli og svo viciconsúl I. M. Hnnsen, er gengið hafði O. W. til annarar handar við inn- kaupin erlendis, sem voru gerð í Stav- anger í Noregi, hér og þar á Englandi, í Hamborg á Þýzkalandi, eínstaka vara frá Kaupmannahöfn og vrðar að. Vörurnar eru sagðar valdar að gæð um. Þessir eru stóricaupaprísar nú sem stendur á hinum lielztu vörum við þessa fyrstu stórverzlun hór heima á íslandi : Kúgur 200 pund kr. 10,00 Rúgmjöl — — — 10,50 Bankabygg þundið — 0,00 Hrísgrjón (heil) — — 0,10 Hálfgrjón — — 0,09 Baunir (heilar) — — 0,10 — (klofnar) — — 0,11 Kaíii — — 0,96 NR. 21. Er vafalaust að vér seljum með lægra verði en aðrir. Það sést á því hve mikið menn kaupa hjá oss. Ef þig langar til að nota þér þessi góðu tækifæri, þá komdu strax og veldu það sem þú vilt hafa. -Hik. -<»4. Yér græðum ekki á því! Vörurnar verða að seljast! Hinn mikli afslattur á Karlmanna, Drengja, Unglinga og Barna-fötum. gerir verzlun vora fjörugri en nokkur önnur verzlun í hænum. Það hefir gengið svo vel hjá oss, að vér bjuggumst ekki við öðru eins. Síðan við byrjuðum, hefir fóllc úr öllum pörtum bæjarins komið til okkar. Ibúat norðurbæjarins komu og fóru heim ánægðir. íbúar vesturbæjarins komu og voru hissa á hve ódýrt alt var. Margir hafa komið til okkar utan af landi, og ýmsir hafa sent skriflegar pantanir, hæði stórar og smáar ; vér afgreiðum hinar smærri eins fljótt og hin- ar stærri. Við setjum okkur það mark og mið, að uppfylla það sem við lofurn og halda við það sem við auglýsum. Við vitum að allir sem eiga viðskifti við okkur viðurkenna, að vörurnar séu eins góðar eins og þær eru sagðar, að þær sóu ódýrar og að þær séu “móðins.” Karlmannaföt. Vér höfum ekki rúm til að segja mikið um þessi föt. Vér höfum hér um bil 3000 alfatnaði úr kanadisku vaðmáli, rúðóttu, röndóttu og marglrtu. Einnig Worsteds og Cheviots tvíhneft og ein hneft á §3,30, §4,50, §5,50, §6,50, §7,75 og §8,75. Hvert af þessum fötum er ágætt og sá sem á annað borð vill fá sér föt, sleppir ekki þessu tækifæri. WALSTFS drengja og barna-föt Vér höfum sérlega mikið af drengjaföt- um af öllum tegundum. Drengjaföt með löngum buxum, skólaföt og sunnu- dagaföt. Stuttbuxur á 35, 40 og 50 cts. Sailorföt 90c. §1,25 og §2,00. Vaðmáls- föt §1,50 tii §3,50. Svört Worsted-föt §2,50 til §4,50. Drengja og barna hatt- ar og húfur 25c. og yfir. ITattar! Hattar ! Stórkostleg kjörkaup. Mikið að skoða í hattadeildinni, Vór höfum aldtei áður haft jafnmikið af hött- um eins og nú. Allir með nýjasta lagi. Þér getið fengið livers konar hatt sem þér viljið. §1.00hattar nú á 50c., §1,50 hattar nú á, 75c., S2,00 hattar að eins §1,00, §2,50 hattar á §1,75, $3,00 hattar á §2,00 og §4,00 hattar á §2,75. Skyrtur og annað þess konar fyrir drengi og full- i orðna með afarlágu verði. Flannelette yfirskyrtur að eins 20c.. axlabönd 10c., hvítar skvrtur að eins 65c. Karlmanna- hanzkar ’75c., kostuðu §1.50. Hálsbindi á 5, 10 og 15c., kosta helmingi meira. Vér verðum að minka fatabyrgðirn- ar og á meðan á því stendur lokum vér augunum fyrir hinu rétta verði vörunn- ar og seljum hana fyrir það sem fæst fyrir hana alt fram að 25. Maí. Á með- s n á þessu stendur verður það regluleet flóð af fatnaði sem fer út úr búð Walshs á aðalstrætinu. WALSH’S fatasolubud 515 og 517 Main Str. — — — — Gegnt City Hall. Kafíibætir (“ísf.”) Munntóbak Rjóltóbak Hvítasikur í topp- um) Hvrtsykur (högg- inn í kössum) Kandis Púðursyltur Rúsinur Sveskjur Hveiti (Flormel) — (ágætt) Sagogrjón Skæðask. (húðir) Brennivínspotturinn — 0,40 — 1.45 — 1,15 — 0,22 — 0,23 — 0,27 — 0,20 — 0.18 — 0,16 — 0,00 — 1,10 — 0,15 — 1,80 — 0.6o Þcssir voru prísar þeir, er Austur- Skaftfellingar fengu nú á helztu vörurn þeim er sendimenn þeirra hér Þorleifur hreppstjóri Jónsson í Hólum og Einar bóndi Stefánsson frá Árnanesi fengu á hinum útteknu vörum lijá O. W. Mun Skaftfellingum nýnæmi á þvílíkum verzlunarkjörum, og eigi verður annað sagt en að O. Wathne hafi nú fyllilega bundið enda á loforð sín í auglýsingu sinni í Austra í haust um hina fyrirhug- uðu stórverzlun, þvi fágæt munu þvílík "kostakjör” á útlendri vöru hér á landi. Svo flytur O.W. allar vörurnar fyr- ir Austur-Skaftfellinga með “Vaagen” suður á Hornafjarðarós fyrir að eins 50 aura tunnuna. Alklæðnaður (karlmanns) fæst i stórverzluninni fyrir 15—50 kr. svo og slitföt, og allra inesta ógryuni af klæð- um, kjólatauuúi, sjölum, léreftum, borðbúnaði úr leir, “fajance”, pg margt annað til nytsemdar og hýbýlaprýöi, scrn oflangt yröi hér u]>p að telja ; alt uieð góðu vevði og vönduð vara. Stórverzlanin er rekin í hinu stóra og rúmgóða “saltaríi” O. W. á Búðar- eyri, í fjölda lierbergja, bæði uppi og niðri, og er vörunum skipað niður í hor bergin eftir því sem bezt á við, og er mikið gaman að sjá alt það fyrirkomn- lag, er óþekkt mun vera hór á landi áður. Ilalís er nú töluverður út af Aust- urlandi og snjóhraglandi í gær; en und- anfarandi daga lieiir hór verið blíðviðri. Snjöþyngsli töluverð á úthóraði og surnstaðar hérí fjörðunurn. fshúnn í Seyðisfirði, Mjóafirði og Norðfirði, eru nú fullordin af ís og ráð- gjörð bygging á frosthúsunum, er timb- ur kemur frá útlöndum. "Fgill” konr hér snöggvast við á páskadagsmorguninn, til að byrgja sig moð fæði handa skipbrotsmönnum, Komingur vor heíir veitt skólastjóra Jóni Þorkelssyni lausní náð frá rektors embættinu við latínuskólann og sæmt hann um leið heiðursmerki dannebrogs- manna, en áður var hann r. af dbr. Héraðslæknir Guðmundur Gnð- mundsson í Laugardælum hefir og feng- ið lausn í náð frá embætti sínu fyrir heilsulasleika sakir. 29. April. Uppskipunarhdt mjög hentugann í Lagarfljótsós er O. Wathne nú kominn meö hingað. ' fs töluverður úti fyrir og inni á fjörðum. Veövr blítt. Stórlcaupavcrzlunin selur mikið og Þykir mönnum þar kostakjör á mörcu, og er sumt þar uppgengið. VKITT HAÍSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNJNG t'NN IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vinberja Cream of Turtas Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl ofni. 40 ára reynzlu,.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.