Heimskringla - 31.05.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.05.1895, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 31. MAÍ 1895. 9 «* Heimskringia PUBLISHED BY The Heiaiskringla Prtg. & Publ. Co. 09 09 « • Verd blaðsins í Canda og Bandar.: ^ S2 um Arið [fyrirfram borgað] ® Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • C99 Peningar sendist í P. O. Money Order, Beiristered Letter eða Ex- o o press Money Order. Bankaávis- © anir á aðra banka en í Winnipeg g að eins teknar með afföUum. ®a Q9 EGGERTJOHANNSSON o I3DITOR. EINAR OLAFSSON BUSIXESS MANAGEU. •• •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. 1». «. 2iox 305. o « » e> 00989900 OQfSO 990» 0009 fS*QS> Nýfundnaland heflr að öllu loknu afráðið að hýma lítið lengur úti fyrir dyrum Canada-sam- bandsins og er það líklega meiri skaði, í bráð að minsta kosti, fyrir eyjarskeggja en Canadamenn. Ef ekki er á annað en jieningalogan hagnað litið gæti mað- ur enda sagt að Canada-mcnn séu 10— 15 milj. do!l. ríkari nú, en ef eyjarmenn hefðu gongið að boðinu, þ. e. Canada- menn eru í þeim mun minni skuld, en annars hefði orðið. Canadast jórn bauðst til að taka að sér áfallna skuld eyjarskeggja, $8,350,- 000, og að auki 82 milj., sem kallað var að Nýfundnaland legði í búið og fengi af þeirri uppliæð 5% vöxtu, eða 8100,000 Alls bauðst því Canadast jórn til að taka að sér 810,350,000 skuld. Nýfundna- landsmenn vildu að hún tæki að sér alls Að ekki gekk saman í þetta skifti er að sumra áliti sök Bretastjórnar. Hún lét sér og lætur sér enn ant um að losast við Nýfundnaland, en sér ekki annan veg til þess en inngöngu eyjar- innar í Canadasambandið. Til þessa hafa Englendingar lánað alt féð tiljárn- brautarinnar á eyjunni og því stakk Canadastjórn upp á að stjórn Breta tæki að sér ábyrgðina á þeirri skuld allri og útvegaði féð til að fullgera brautina. Að því er séð verður neituðu Bretar þossu, en buðu þó $2 milj. tilfyr- irtækisins, ef Nýfundnalands-menn með lögum vildu binda enda á landeigna þrætu Frakka, svo hvorki Bretar né Canadamenn lentu í vandræðum út af því máli síðarmeir. Að þessu gátu Ný- fundnalandsmenn ekki heldur gengið af því ekki voru framboðnar $5,489,831 — hin væntanlega slculd sem járnbrautin fullgerð hefir í för með sér. En þó nú ekki gengi saman í þetta sinn höfðu Nýfundnalandsmenn samt hag af umtalinu — ekki varanlegan j samt, af þvf þeir svðruðu með neii. Öll j útistandandi skuldabréf eyjarstjórnar- j innar hækkuðu í verði frá 9 til 15% á meðan sameiningin var væntanleg. Sutnt af skuldabréfum eyjarinnar komst þá í 107 hvert dollarsvirði, nokkuð sem aldrei hafði komið fyrir áður. Þessi verðhækkun hófst á Lundúna-markaði undireins daginn eftir að sendimenn eyjarmanna lögðu af stað til Canada til að útbúa inngöngu-samninginn. Eitt helzta fíuans-blaðið í Lundúnum, ‘ The Economist” sagði líka hvað eftir annað í þessu sambandi, á meðan von var um sameiningu, að verðhækkunin væri liessari von að þákka og að það liði ekki langt til þess Nýfundnalandsskuldabréf öll næðu sama, eftirsóknarverða stiginu á heim.smarkaðinum, eins og Canada- skuldabréfín þogar hafa og halda. En svo kom heimtufrekja eyjarrqanna til s.öguunar og siðan leita skuldabréf þeirra niður á bóginn aftur, i sitt forna íar. Vei kaskifting. $15,839,834 skuld, en það er áætluð upp- hæð (að meðtöldu hinu imyndaða inn- leggi í búið) skuldarinnar, þegar full- gerð verður járnbrautin frá St. Johns til Port aux Barque. syðstu hafnar á eynni (þaðan 60 mílur til meginlands). Canadastjórn bauð alls $105,000 tillag á ári, þannig: löggjafarkostnað §50,000; 80 cents á hvern mann til þess ibúar verða 400,000 (eru nú 207,000 og gerir því $105,000 á ári); gjald fyrir stjórnar- land, málm og skógland $150,000 ári; 5% á $2 milj. innlegg $100,000 á ári. Síðar var þes3i upphæð öll aukin um §35,000 og gerði milj. á ári alls. Nýfundna- landsmenn vildu fá 3050,000 tillag á ári. Sem sagt vildu Nf.menn að stjórnin tæki að sér brautargerðina og skuldina eem henni tilheyrir, en Canadastjórn bauð að leggja tU 86,000 fyrir hverja mílu, sem enn er óbygð. Þegar stjórnin athugaði reikning- ana og hvað kostaði að viðhalda skipa- ferðuin eins og um var samið og vinna hin ýmsu skylduverk dominion stjórn- ar á eynni, sá hún að kostnaðurinn mundi alls verða nær $800,000 á ári og og að auki afgjald áfallinna skulda, um 850,000 á ári. Kostnaðurinn alls þvi uin eða yfir §1,100,000 á ári. Til að vega móti þessu voru ekki vissar tekjurnema tollur á vörum. Upphæð hans hjá eyj- arstjórninni á síðastl. árivaralls$1,620,- 000, en að minsta kosti Si milj. af þeirri upphæð hvildi á vörum fiuttum til eyj- arinnar frá Canada og hyrfi því úr sög- unni um leið og eyjan gengi í samband- ið. Það var því vel i lagt að vissar tekjur stjórnarinnar frá eyjarskeggjuai yrðu §1.100,000, eða jöfn upphæð og árs- kostnaðurinn. Það matti auk heldur búazt við að tekjurnar yrðu minni en gjöldin, því Canadamenn hafa til miklu fleiri vörutegundir sem eyjarskeggjar þarfnast, en sem nú eru seldar þar. Miklu meira, mundi og seljast þar af þeim vörum, sem nu fara þangað, þar þær vitanlega yrðu tollfriar, en tollaðar framvegis eins og nú, ef þær koma fra öðrum löndurn. Skoðað frá fjárhagslegu sjónarmiði eingöngu missir Canada einskis í þó ekki yrði meira af samn- ingnum í bráð. Það er afstaðan frem- ur en nokkuð annað, eins og vér gátum um fyrir nokkru síðan, sem gerir eyj- una eftirsóknarverða, auk þess sem það lítur svo einkennilega út, að sjá þennan litla hólma — framdyra lykilinn að Canada, sem Sir John A. McDonald, einusinni kallaði eyna — halda sig fyrir utan ríkisheildina sem nú er orðin úr eignum Breta í Norður-Ameríku. Það er ein af nútíðarkröfum verka- mannalýðsins, að bæja og sveitarstjórn- ir hætti alveg, eða að svo miklu leyti sem framast verður, við að selja einum manni eða fleirum í félagi ákveðið verk í hendur fyrir ákveðið verð. Krafan sýirist vera róttlát og ekki máske á- stæðulausar sumar ágizkanir verka- manna, að conirakturarnir og embættis- menn bæjanna séu helzt um of sam- rýndir. Þvi er heldur ekki að neita, að séu embættismenniruir sérplægnir, þá skortir þá naumast ráð til að búa svo um. að contractarinn geti “þægt” þeim eitthvað fyrir að “rétta sér hjálpar- hönd.” svo að hann nái í verkið. Margt fleira mætti tilnefna, sem contrökturum er fundið til foráttu, en því sleppum vér í þetta sinn. Fyrir skömmu afróði bæjarstjórnin í Lundúnum að standa fyrir ákveðnum opinberum verkum sjálf, skipa verk- stjóra og ráða sjálf alla verkamennina. Nú nýlega er framkomin skýrsla frá henni, sem sýnir, að þessi aðferðin hefir ekki reynst bæjarheildinni happasæl. Eitt ákveðið verk kostaði $15,000 meira, en áætlað var og þegar óviðkomandi menn og verkfróðir fóru að athuga á'- ætlunina, þótt' þeim hún vera hærri miklu en nauðsyn krafði. Annað á- kveðið verk — húsabygging — kostaði 20% meira að þvi er vinnulaun snertir en áætlað var. Vinnulaunin námu bolmingi verðsins, en áætlað var, aðþau yrðu ekki yfir 40% af öllu verði bygg- inganna. Þegar farið var að athuga hvernig þessu var varið, þá kom svo mikið í ljós, að blátt' áfram daglauna- menn unnu sinn hlut verksins vel og rækilega, en að handverksmennirnir augsælega gerðu hvorttveggja í senn : unnu sem allra minst á degi hvorum, en heimtuðu hæzta kaup fáanlegt. Þegar 8vo Þessi för voru rakin enn lengra, sást að fyrir og um kosningaleytið kepptust bæjarráðsmannaefnin hvor um annan þveran að koma sér í mjúkinn hjá verkalýðnum, það er, þeim hluta hans er teljast handverksmenn, fyrst og fremst, og yfir höfuð þeim, sem til- lieyrðu einhverju verkamannafélagi. Þegar á þetta alt er litið, er óséð hvert bæjarheildinni verður happa- drýgra contrakt eða daglaunavinna undir umsjón bæjarstjórnarinnar sjálfr- ar. Þegar litið er ofan í kjölinn er auð- sætt, að óráðvandur embættismaður bæjarins er sömu freistingunni undir- orpinn, hvor aðferðin sem er viðhöfð. Taki hann fé eða fémæti frá contrakt- ara til að vera honum hliðhollur, erjhætt við að hann sjái hvað þessum eða hinum bæjarráðsmanninum keinur og hagi á- ætlun o. s. frv. eftir því. Geri hann það ekki er st»ða lians í veði. Ef daglauna-fju irkomulagið gengur illa, ef til vill Verencontrakta-fyrLomu- lagið er eins víst það sé sprottið af því, að verkskiftingin sé enn ekki nóg. Hér í landi er það nokkurskonar málsháttur hjá vissum flokki manna, að það sé ‘ ‘eng- in synd að stela frá stjórninni.” Það má líka æfinlega gera ráð fyrir því, að þar sem stórhópur manna er að vinnu, grípur þessi hvert tækifæri sem býðst til að hægja á sér, þó annar haldi áfram jafnt hvort sem yfirmaðurinn sór til eða ekki. Þegar vinnan þá er margvísleg en ekki nema einn maður yfir öllum hópnum, hann opinber starfsmaður líka og ekki æíinlega eins verkíróður eða hirðusamur og skyldi, þá er ekki við öðru að búazt, en verkið í heild sinni verði kostbærara, cn ef það er undir umsjón manns sem býður skaða ef ekki verður svo mikið ágengt á hverjumdegn hverri kl. stund. • Ef contraktararnir eiga að hverfa úr sögu biejarstjóruanna sýndist réttað reyna nákvæmari verkskifting en nú á sér stað og skipa einn úr hvorum flokki verkamanna ábyrgðarfullan verkstjóra yfir sinni deild verksins og yfir sínum hóp manna. Hann ábyrgðist annað- tveggja að íyrir ákveðin laun skyldi ■ þessi liluti verksins unnin, eða, að hann skyldi unnin á ákveðnu tímabili með á- kveðnum vinnuafla. Með því móti yrði það mikilvægur vinningur fyrir hvern þennan verkstjóra að geta lokið sínu á- kveðna verki á tilsettum tíma og því siður hætta á I>eim stuldi (tímans) frá stjórninni, sem alt of margir annars á- lita sjálfsagðan þegar alt liðið er undir stjórn eins yfirmanns, sem ef til vill er alt annað en fær um að standa í þeirri stöðu. Bataraerki er það meðal annars, hvað árferðið snertir, þegar verkstæðisfélög ótilkvödd hækka laun vinnumanna sinna. Því það er engum efa undirorpið að þau draga þesskyns róttarbætur eins lengi og unt er og gera ekki þau góðverk nema þau óttist uppihald vinnunnar. Vinnumenn slíkra fólaga fara nokkuð 4 . nærri um ástæðurnar; þeir vita máske ekki verðið á þessari vörunni eða hinni, en þeir vita livað mikið er selt og bíða þvi búnir að gera “skrúfu” þegar heppi- legt tækifæri býðst. Til þess að afstýra sliku auglýsa þá félögin á 11. stund að launin skulu hækkuð og vinna þannig á yfirborðinu góðverk mikið. En hvað sem nú því líður, þá er þessi launa- hækkun svo augljóst batamerki, að því er viðskiftalífið snertir, að menn hljóta að viðurkenna það. Eftir þvi sem blaðið “Times” í New York segir, hafa 240 verkstæðisfélög í Bandaríkjum þannig hækkað laun vinnumanna sinna á síð- astl. 2 mánuðum, en launahækkunin er á ýmsu stigi, frá 2J til 15%. Fólagið sem seinast hækkaði launin var Carnegie járnsmiðisfélagið í Pittsburg og Phila- delphia. Hækkaði þá laun manna sinna flestra um 10% en vinnumenn þess eru alt talið um 15,000. Slik launa- hækkun hefir eigi alllitla þýðingu fyrir verzlun og viðskifti. Hér í Winnipeg eru batamerkin ekki sem greinilegust fyrir augum fjöldans en þó eru þau til. Banka-viðskiftin eru hér greinilegasti og nákvæmasti kvarð- inn. í síðastl. viku voru þau 8215,000 meiri en í sömu viku í fyrra og á 4 vik- unum, frá 23. Apríl til 23. Maí voru þau yfir $1 milj. meiri en á sama tímabili í fyrra. Sykur-sigðin. Aðal-vopn uppreistarmannanna á Cuba og yfir höfuð allra manna á Cuba, er sykur-sigðin og það vopn óttast Sjián verjar meira en nokkurt skotvopn. Sigð þessi, sem Cuba-búar nefna “Machete”. er sveðja mikil úr stáli, þykk og þung, og venjulega hár-beitt. Sveðja þessi er gerð í 3 stærðum, er blað hinnar stærstu 28 þuml. langt og er hún efnis- mest og þyngst og borin í skeiðum eða hulstri úr leðri, er hangir á beltinu. Miðlungs-stærðin er um 2 fet á lengd, en efnisminni miklu og lóttari, og minsta sveðjan er 16—20 þuml. iöng.— Báðar minni sveðjurnar eru bornar skeiðalausar, hanga naktar,þóhárbeitt- ar séu, á beltinu. Þær eru ólíkar sverði í því einu, að þær eru mikla efnismeiri og þyngri. Á friðartíma er þessi sveðja sem sagt, brúkuð sem sykur-sigð, þ. e. a. s., sigð til að höggva sykur-reyrinn með við uppskeruna, en svo þénar hún einnig sem skógarexi og er mörg braut höggin með henni um hina þéttu skóga, er enginn maður kemst um brautar- laust. Með henni er og höggin mais, og rúgur og aðrar kornstangir slegnar með henni; hún er og brúkuð til að höggva með brenni og í einu orði til alls sem exi verður hagnýtt við, hnífur eða annað eggjárn. Þessa sveðju ber hver einasti karl- maður á Cuba og byrja það strax á barnsaldri. Það er óhætt að segja, að íslenzkur sveitadrengur státar ekki meira af fyrsta vasahnífnum, sem hann eignast, en Cuba-drengurinn státar af sinni fyrstu “Machete”; þá fyrst er hann kominn i manna-röð. En það er ekki nóg að eiga sveðjuna. Strax á unga aldri eru drengirnir æfðir í að vinna alt sem unnið getur orðið með þessu vopni og keppir þá hver viö ann- an í að verða sem fimastur og snarast- ur við aðbeitasveðjunni. Hún geturþví með róttu tali.st þjóðvopniðá Cuba, enda hlýtur hún að vera það, því Spánverjar hafa fyrir löngu bannað að fly tja þang- að byssur og skotfæri til sölu. Það er líka sem næst sanni, að einn maður af hundraði og ekki meir kunui að brúka byssu. Þess vegna er það líka almennt í orustum, að þe>r fáu Cuba-menn, sem byssur liafa og sem kunna að fara með þær, fleygja þeim þegar hriðin harðnar, en grípa til sveðjunnar og beita lienni einni. Og þeir hafa líka unnið rnarga orustu við Spánverja, þó þeir hafi ekki haft annað vopna, og þó Spánverjar hafi verið búnir út með beztu rifla nútíðar- innar. Þó Spánverjar óttist þetta vopn og vildu gjarnan banna flutning þess til eyjarinnar, geta þeir ekkert að gert. Ef þeir bönnuðu sveðju-kaupin eins og þeir hafa bannað kaup skotvopna, eyði- legðu þeir alla aðal-atvinnu eyjar- skeggja, því eiuhverja þunga og beitta sveðju þurfa þeir til höggva sykur-reir- inn með. Hið eina úrræði Spánverja er því, að taka ujip þetta vopn handa hermönnum sínnm á eynni. Sveðjur þessar eru flestar búnar til í Bandaríkj- um og þar pantaði Spúnarstjórn síðan sveöju handa hverjum sínum hermaimi og eru þeir síðan einn eftir annan að læra þennan nýja vopnaburð. En á tveimur mánuðum eða svo geta þeir lít- ið lært til geta neytt sín í viðureign við menn, sem hafa æft þennan sveðjuburð frá barnsaldri. En svo hefir nú Spán- arstjórn komið mönnum sínum til hjálp ar að því leyti sein unt er, með því að fyrirbjóða innflutning þessara vopna neina í sínar eigin þarfir á moðan upp- reistin varir. 'Fregnriti blaðsins “World” í New York horfði nýlega á viðreign uppreist- armanna og hersveit spænskra riddara, og kvaðst hann aldrei haf.r séð hræði- legra blóöbað. liiddararnir gerðu á- hlaup á flokk uppreistarmanna og gátu því ekki beit.t öðrum vopnum, er fylk- ingar mættust, en sínum löngu riddara- sverðum. Uppreistarmenn stóðu fast fyrir, báru sveðju sína í hægri hendi, en kvislmyndaðan lurk í vinstri, og með honum tóku þeir á móti sverðs- högginu, en reiddu um leið sveðjuna með hægri hendi og hneig þar ætíð riddari, er hún náði til. Segir fregnrit- inn að hún hafi ekki ósjaldan bútað riddarann í tvont í fyrsta höggi. Sami fregnriti horfði á Cuba-mann kljúfa höfuð á fullornum uxa rétt fyrir aftan hornin. Sem vottur um stilling og hörku sveðjublaðsins er til byssu- hlaup á gripasafni í Madi-id á Spáni, er höggið var í tvent með “Machete” og svo slétt sárið, að ætla mátti hlaupið gert úr osti. Það er þjóðtrú á Cuba, að eyjafi verði aldrei gersamlega unnin é, meðan karlar allir kunni að bera sykur-sveðj- una og beita henni sem vopni í orustu. Og þeir som hafa sóð því vopni beitt, þykir það enganvegin ástæðulaus trú. Ljósmyndir orka miklu. Meðal Ijósmynda, er fregnriti blaðs- ins “Graphic” í Lundúnum sendi heim af Japan-Kina-stríðinu, var ein af or- ustunni að Wei-Hai-Wei. A myndinni var garður af brezkum brynskipum næst áhorfendunum, en f fjarlægð og undir seglum sázt bóla á nokkrum þýzkum herskipuin. Um það leyti er myndin kom út í blaðinu var verið að ræða um fjárveiting til herskipasmíða á ríkisþingi Þjóðverja og voru undirtekt- irnar dauflegar, en Vilhjálmi keisara á- hugamál að fá féð veitt. Meðal annara blaða, sem honum bárust var “Graphic” með þessari mynd og hugkvæmdist honum að hér væri of góð veiði til að láta ónotaða. Hann keypti þvi fjölda af blöðunum með myndinni í, ritaði á spássiuna á hverju blaði: ‘•‘Welch ein Hohn liegt darin,” * og lét svo útbýta blöðunum meðal þingmanna á meðan þeir sátu á þingi. Og hvert sem það var nú myndinni eingöngu að þakka eða ekki, þá varð sú breyting á frá þeim degi, að öll mótspyrna hætti og fjárveit- ingin fékkst án vandræða eða fyrir- hafnar. Eftir að þetta var um garð gengið gerði "Graphic” mynd af þessari útgáfu sinni og lét þar sjást orðin á spássíunni með handriti Vilhjálms keisara. í grein semfylgdi þakkaði það svo myndinni að fjárveitingin fékkst svo greiðlega og sýndi fram á hve miklu þannig gerðar myndir gætu orkað, að engin lýsing af *) Hvílík háðmynd! viðureign þessari, hversu vel og greini- lega sem hún liefði verið rituð Iieffi get- að haft þaú áhrif, sem þessi eina mynd hafði og það þó hún liefði verið útskýr- ingalaus. Og undir kringumstæðunum er blaðinu sízt láandi þó það stæri sig af sinni “mynda pólitík,” sem það kallar. Það hefir margt blað státað afjminni á- hrifum en þessum. 0rða-bel2:urinii. CJ Eikin. Skáld þér kváðu undra-orð,— afl þitt náðu róma; þú sem áður stóðst á storð strjáluð fjáðum blóma. Nú við stríðir storminn veik, snauð af tíðar gæðum ; falla að síðu blöðin bleik, björk þá skríðist klæðum. Stökur. Kvalin fjóla krafti nær köld þó gjóla þjóti; foldar-bólin brosa skær bliki sólar móti. Skýja-gnoð upp skörum hlóð, skein á boða fjarðar ; aftanroðans giiti glóð grænar voðir jarðar. Hulda. MINNEOTA, MINN., 19. MAT 1895. Þann 28. Marz þ. á. andaðist ekkj- an Guðrún Eyjólfsdóttir á Grund í Fljótsbygð í Nýja íslandi 93 ára gömul. Hún var fædd á Bakka á Norðurströnd í Norður-Múlasýslu árið 1802. JÓIst hún þar uþþ, þar til um fermingu, fór bún þá til séra Jóns Guðmundssonar, er þá var prestur á Skeggjastöðum og fór með honum og konu lians að Hjaltastaö í Hjaltastaðaþinghá. Um þrítugt gift- ist hún Guðmundi Isleifssyni í llauðs- holti, í sömu sveit, og lífðu þau í hjóna- bandi 53 ár. Þeim varð 12 barna auð- ið; 4 þeirra dóu ung, 5 náðu tvítugs- aldri, en 3 lifa enn, og eru þau: Friðrik bóndi (í Minnesota, Márgrét og Sujó- laug, jbáðar í Nýja Islandi. Guðrún sál. fluttist til Ameríku með Friðriki syni sínum, en settist að hjá dætrum sfnum í Nýja íslandi; hjá Margréti var liún síðustu stundir æfl sinnar. Guðrún sál. var framúrskarandi þrokmikil og heilsusterk, vinnugefin, hreinvirk, vinföst og gestrisin, og gjöf- ul við fátæklinga. Húnvar skap-kona, en sáttgjörn; trúkona var hún og fylgdi liiklaustsinni barnatrú. Svo var heilsa hennar sterk, að hún hafði sjón, heyrn og minni til dauöaúags. Því pundi, er henni var lánað, varði hún vel. Þeir, er hana þektu, munu ætíð minnast hennar með hlýjum hug. “Heljar-slóðir hot fði á með hetjumóði sanna, hvílir Óðins lóð í lágt, laus við hnjóður manna”. Þessum línum vil ég biðja yður, herra ritstj. að ljá rúm í Hkr,, svo vin- um og vandamönnum hennar tilkynnist dauðsfallið.^'"--! ‘vri *' TTT Friðuik Guðmundsson. Kveðja til vestur-íslendinga. Ég hafði lofað að senda yður opin- berlega kveðju mína, Én það hefir alt af dregist þar til nú, og ég skal vera stutt- orður. Ég skildi við yður í því ástandi, að prestar yðar sungu helgar tlðir og átu drottinn sinn á sínu allrahelgasta áttunda kyrkjuþingi íslendinga i Vest- urheimi. Heilög tignar-ró lýsti af enni liins mikla páfa, er hann söng tíðir og útbýtti Jesú Krists likama og blóði meðal hinna útvöldu kardinála og le- gáta. Þar heyrðist engin vantrúar- rödd; bænir og söngur hljómuðu hver- vetna. Það v»r sem vantrúin lægi í roti, sundurkramin og inarin af hæluin hinna miklu guðs þjóna, er þar voru saman komnir ; engar stunur, engin andvörp frá vörum hinna lömuðu van- trúarmanna, en þó var sem einhvers- staðar leyndist líf, Það var sem hinum helgu mönnum findist sársaukinn í líf- inu enn þá töluverður, en sá sársaulci er eftir þeirra kenningum ekkert annað en það, að geta ekki knúið alla til að krjúpa á kné fyrir ölturum og prestum, yfir því, að geta ekki knúið alla til að hugsa eins. Allir yðar prestar hafa vel lært þennan einkennilega emjandi sult- arróno, sem lætur svo illa í eyrum mín- um. Ég hefi oft hugsað um, hvort rómurinn í Jehóva muni nokkuð líkjast þessu, eða hvort þeir ætlist til að menn ímynduðu ser ;það eða tryðu þvi. En sem sagt, 6g kveð yðar einjandi og væl- andi presta, yðar ýmist betlandi eða hótandi kyrkjufélag, yðar 25 centa kvennfélags-samkomur með kökuskurði og köku-áti, yðar sí-dansandi, fjöruga, unga fólk, yðar linotabit og rifrildi, hlátur og hrygð. En i alvöru að tala ; ég kveð yður alla Vestur-íslendinga með þeirri ósk og von, að yður fari íram í öllu góðu, í umburðarlyndi og menntun, ekki í því að byggja hof og hörga fyrir Jehóva, eða trúa prestum, heldur í því að vera sjálfstæðir, hugsandi menn, er leitast við að létta byrði hvors annars, svo þór verðið nýtir borgarar i því landi sem þið lifið í. Ef yður fer fram í þessu, þá er alveg sama hvort þið trúið á Jehóva Gyðinga, hinn þrieina guð hinna kristnu, guð kaþólskra, methodista, guð sóra Magnúsar, eða Lárusar, eða þá alls engan. Friður og fögnuður sé með yður. Yðar, Jóhannes Sigurðsson. JUrs. May Johnson. Ayer’s PiHs Mig langar til að bæta mínum vitn- isburði við vitnisburð annara, sem hafa brúkað Ayers Pills og get ég sagt ’að ég hefi brúkað þær í mörg ár, og ætíð gef- ist vel VIÐ MAGA og lifrarveiki og við höfuðverk, sem or- sakast af bilun þeirra líífæra, eru Ayers Pills óviðjafnanlegar. Þegar kunningj- ar mínir spyrja mig að því, hvórt sé hið bezta meðal við ólagi á LIFRINNI og MAG ANUM, þá ráðlegg ég ætíð Ayers Pills. Ef þær eru brúkaðar í tíma lækna þær kvef, verja influenzu eða hita hitasótt og lag- færa meltingarfæriu. Þær eru aðgengi- logar og oru hið bezta fainilíulyf yfir höfuð, sem óg liefi þekt. Mrs. Mary Johnson, 368 Kider Ave, New York. AYERS m fengu hceatu vcrðlaun á hcirmeíjningunni. AYERS SARSAPARiLLA fyrir blóðið. Nærri yíirnáttúrlegt. SAGA SÖGÐ AF ALKUNNUM BERLÍNAR KAUPMANNI. Hvernig dóttir hans var læknuð afriðu. Sjúkdómur hennar hinn veisti af þeirri tegund. Er nú við góða heilsu. . Tekið eftir Tlie Berlin (Ont.) News. Lesendur blaðsins News hafa við og við lieyrt getið uin ágæti Dr. Williams Pink Pills for Pale Peojile í blaðinu sjálfu, og þó lyfsalar segi að ýmsir j grendinni hafi þegar brúkað þær sér til mikilla bata, þá höfum vér ekki fjrrr en nýlega heyrt getið um að þær hafi verið brúkaðar til að lækna sjúkling einn í Berlin. Það er nauniast nokkur karl eða kona í Berlin eða Waterloo Couuty sem ekki þekkir Mr. Martin Simpson, sem gefur út giftingaleyfisbréf og heldur búð á King St., Berlin. Orð Mr. Simp- sons er ætið óhætt að taka góð og gild. Fyrir tveimur dögum töluðum vér við hann viðvíkjandi Helén dóttur lians, setn er fjórtáu ára gömul, og hefir tvö síðustu árin þjáðst af riðu. Hann seg- ist aldrei hafa séð þann sjúkdóm jafn magnaðan. Stúlkan gat ekki sofið í lengri tíma, og þjáðist óbærilega. Hún var algerlega ósjálfbjarga, og gathvorki étið eða drukkið án aðstoðar. Hún liafði hina beztu læknishjálp, en það kom fyr- ir ekkert. Henni versnaði stöðugt og þegar hún fékk verstu köstin froðufelti hún, og varð eins og æðisgengin, svo foreldrar hennar liéldu að hún mundi vera að verða vitskert. Jafnvel þó hún gæti ekki gengið kom það þó oft fyrir þegar hún fékk verstu flogin að húrt stökk upp úr legubekknuin áður en mann varði. Þannig yar hún ástigs þegar Mr. Simpson í vandræðum sínum fór að reyna við hana Pinlc Pills. Hann staðhæfði við okkur að eftir 36 klukku- tíma hafi heuni verið farið að vægja. Eftir viku var veikin svo rénuð að hún gat sofið, og hafði aukist styrkur að mun. Nokkrum mánuðum eftir að hætt var að brúka pillurnar fékk hún aðkenn- ingu af veikinni aftur, en við fáeinar inntökur af pillunum batnaði hennj alveg, og síðan heíir ekkert borið áveiki þó síðan sé 8 mánuðir. Þessi ej'ðileggj- andi og hræðilegi sjúkdómur er nú sýni- lega upprættur þrátt fyrir hið slæma útlit í byrjuninni, og foreldrar stúlk- unnar lofa mjög meðulið, sem bjargaði dóttur þeirra úr dauðans greipum. Þessi atburður er vel kunnur öllum skyldmennum þessara lijóna, og melri útskýring á þessu atriðier ónauðsynleg. Þegar jafn áreiðanlegar sögur um ágæti Pink Pills koma fram þá er lítil furða þó þær sé í afhaldi hjá öllu fólki sem til þeirra þeklcja. Þær eru óyggj- andi við limafallssýki, riðu, mjaðma- gigt. gigt, taugagigt, höfuðverk, eftir- stöðvum af influenza, hjartveiki, tauga- veiklun og öllum sjúkdómum sem stafa af slæmu blóði, svo sem kirtlaveiki og langvarandi heimakomu etc. Þær eru einnig óyggjandi við sjúkdómum sqm eru sérstakir fyrir kveunfólk svo sein óregla á tíðum og öðru þess háttar. Á karlinönnum lækna þær sjúkdóma sem orsakast af ofmikilli áreynslu eða óhófi af hvaða tagi sem er. Þessar pillur eru búnar til af Dr. Williams Medicine Co., Brockville, eða Schenectady, N. Y., og eru seldar i öskjum (aldrei sérstakar í tj’lfta eða hundraðatali og almenningur er varað- ur við eftirstælingum, sem þannig eru seldar) fvrir 50 cents askjan, eða sex öskjur fyrir $2,50, og fást hjá lyfsölum, eða með pósti, frá Dr. Williams Modi' cine Co. á báðum ofan greindum stöð- nm.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.