Heimskringla - 31.05.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.05.1895, Blaðsíða 1
3 ringia ix. Ar. WINNIPEG, MAN., 31. MAl 1895. NR. 22. J Dagatal $ | Heimskringlu. | ) , 1895 - - JUNI 1895 f |s. M. Þ. M. Fi. Fö. l.; 1 2 3 4 5 « 7 '4 io 11 18 13 14 Zi 29 J " Á i 1<$ 17 18 10 20 21 83 84 85 8« 27 88 30 - - - - -S24- ^ FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 24. MAÍ. Afinælisdagur Victoriu Breta drotningar í dag, er þíi 70 ára gömu- og hefir ríkt (20. Jftní næstk.) 58 ár, talsvert lengur en nokkur núlifandi konungur eða keisari. Fellibyljir hafa valdið stórtjóni í Texas, brotið hús og skip og eyðilagt uppskeru. Rússar eru ekki ánægðir við Jap- aníta enn; viija nú að þeir dragi alt setulið sitt burt af Kóreu-skaga. Leó páfi er mjög veikur altaf og búist við andláti lians þá og þegar ; hann er fullra 85 ára gamali. Full- trúi hans liér í Ameríku, Mgr. Satolli hefir nú opinberað nokkuð af um- burðarbréfi páfans til hinna kaþólsku presta, og sýnir það, að hann er enn að skora á kyrkjumenn alla að sam- eina sig í eina lieild, livar í heimin- um sem er. I gær fóru fram aukakosningar í Warwick á Englandi, kjördæmi fyrverandi þingforseta Peel. Rose- berry-sinnar töpuðu kjördæminu; Vnionisti náði kosningu. LAUGARDAG 25. MAÍ. Cunardlínuskipið “Lucania’,kom í gær til Queenstown á íriandi frá New York, eftir rúmra 5 sólarhringa ferð. Meðal-ferð skipsins yfir hafið var rúmlega 24 mílur á kl.stundinni. Næsthröðust ferð yfir liafið var farin í Júní í fyrra. Fyrirtæki J. J. Hills um að ná tangarhaldi á Northern Pacific-braut- inni er nú sagt orðið að engu og er þvi að þakka, eða kenna, að aðferðin var opinberuð fyrri en allir samning- ar voru gerðir. Núverandi hluthaf- ar félagsins, með Brayton Ives ; broddi fyikingar, ruku til og gerðu fullnaðarsamhinga ómögulega, eftir því sem fregn frá Chicago segir. Skógareldar miklir í Wisconsin og Michigan-ríkjum. Smáþorp mörg í Wisconsin eru algerlega umkringd af eldinum og er óttast að lífs og eigna tjón verði þar engu minna en I Minnesota síðastl. haust, ef stórrign- ingar koma ekki því fyrri. Standmynd mikil og vegleg af Sir John A. Macdonald verður af- bjúpuð í Montreal á fimtudaginn í næstu viku (6. Júní). Jarðhristingur olli eignatjóni miklu í Tyrklandi í gær; 50 manns biðu bana og 150 meiddust. MÁNUDAG 27. MAÍ. Ekki minka austrænu vandræðin nú. Formosa-menn hafa nú auglýst eyna lýðveldi og kjörið kínverska governorinn forseta — Chang Ling Sung að nafni. Fána hafa þeir og valið sér, gulan dreka á bláum grunni. Þetta hefir stórveldunum ölium verið tilkynt, og fylgir sú ósk, að þetta nýja lýðríki verði viðurkent. Nú er eftir að vita hvað Japanítar segja sem voru rétt um það að taka við þessari nýju eign sinni. Japanítar eru og margir á eynni og því liætt við róstum. Á laugardaginn var nefnd manna send til fundar við Roseberry lávarð- ar til að fregna um fyrirætlanir Breta- stjórnar um styrk til að leggja frétta þráð frá Yancouver í Brit. Col. til Ástralíu. Hann tók vel í málið, en sagði óráðið hvað gert yrði. Styrk- urinn, sem Bretar eru beðnir að leggja fram, er $350,000 á ári. “Times” i Lundúnum segir fyrirtækið vert þess að stjórnin leggi til $ 4 milj. á ári Sáluhjálparherinn, í Ontario að minsta kosti, er að detta í mola og er um kent harðstjórn yfirí'oringjans í Canada, Booths yngra, sonar höfund arins. Almennar þingkosningar fóru fram á Italíu í gær (mánudag) og var venjufremur lítið um óeirðir. Þing mennirnir eru 508 alls og er sagt að úrslitin liafi orðið þau, að stjórnar- sinnar hafi náð 300—350 kjördæmuin Crispi stjómarformaður náði kjöri í 9 kjördæmum. Sir W. C. Van Horne, forseti C. P. Ii. félagsins spáir á ný að nálgist sú stund að liveiti komist í $2 bush. — Hann vill hafa eitthvað handa braut sinni að ílytja, sem ekki er lá- andi. í morgun snemma brunnu her- mannaskálarnir allir í Pembina, N. Dak., er stóðu á Rauðárbakkanum skamt fyrir sunnan bæinn. Púður geymsluliús með J tonni af púðri í var innan girðingarinnar, en sú bygging var öll úr steini og þoldi eldbaðið. Mannskaði varð enginn Eignatjónið er metið á $20,000. ÞRIÐJUDAG 28. MAÍ. Mið-Ameríku lýðveldin litlu hafa að. siígn gengið í sóknar og vaniar samband. Það hafa þau komist næst algerðri sameining. Walter Quinley Gresham, for- maðr utanrikis stjórnardeildar Banda ríkja, lézt í nótt er leið að heimili sínu í Washington, eftir lánga legu. Gresham var mikilsvirður stjórnfræð- ingur ; yfirgaf dómarastfiðu fyrir nokkrum árum til að gefa sig við stjórnmálum. Ilann var 03 ára gam- all; fæddur 17. Marz 1832, I Harri- son county, Indiana. Brezku herskipi nýju, “Terrible,” var hleypt af stokkunum í gær ná lægt Glasgow á Skotlandi. Skipið er sagt hið traustasta og stærsta, er Bretar eiga. Það ber 14,200 tons, vélarnar liafa 25,000 hestaaíi og á það að geta gengið f'ullar 24 mílur á kl.stund. Alls verða 900 menn á skipinu. Rosebery lávarður hefir !agt fyr- ir þing Breta frumvarp, er heimilar hæztaréttardómurum í Canada og Ástralíu að sitja sem fullveðja dóm arar í dómsmáladeild leyndarráðsins brezka. En skyld eru útríkin að borga þeim laun í þeirri stöðu. Blöð öll á Englandi gera góðan róm að fyrirætlun þessari. Hæztiréttur Bandaríkja hefir úr- skurðað lögin gild og góð, sem banna innflutning Kínverja í Bandaríkin. Einn dómarinn var andvígur þessum úrskurði. MIÐVIKUDAG, 29. MAÍ. Franskt gufuskip, “Dom Pedro”, á leiðinni til Buenos Ayres í Argen- tina, hljóp ásker norðvestur at Spáni í gær og sökk. Skipverjar flestir og farþegjar fórast—yfir 100 manns alls. ^cratcbQs Spraiqs, and all pains, extemal or intemal, are instant- ly rclicvcd by PERRY DAVIS* PalnKilIer. Thls old remedy Is known, used I Rnd sold evcrywhero. Gct It and j Xieep it by you. Langevin erkibiskup í St. Boni- face, Man., sem um tíma dvelur í Montreal sagði þar á opinlieram fundi í gær, að neituðu hiutaðeigandi stjórnir í Canada að rétta hluta kaþ- ólskra í Manitoba, skyldi hann fara til Englands og flytja mál sitt fyrir Victoriu drottningu sjálfri. Talað er um að vegna fjárhags- vandræða stjórnarinnar muni Cleve- forseti kalla saman aukaþing í byrj- un Októbermán. í haust. Stjórn Breta, bankastjórar og stórkaupmenn flestir í Lundúnum eru samtaka í að verja gullið sem hinn eina aðal-lögeyrir þjóðanna. Áfundi bankastjóra og verzlunarmanna í Lundúnum í gær var ákveðið að mynda félag til varnar gullinu gegn árásum silfuríta allra. FIMTUDAG, 30. MAÍ. Strandferðaskipið “Colina” á leið frá San Francisco til Panama og ann ara hafna syðra fórzt vestur af Mexi- co 27. þ. m. Á skipinu voru 182 menn og er ekki víst að fieiri en 19 af þeim hafi komizt lífs af—komust til lands á smábátum. Ilerskip Japaníta og Frakka sögð tilbúin að leggja til orustu úti fyrir Formosa. Einnig óttast að Rússar séu nálægir. Almennur ótti að ófriðurinn sé um það hafinn á ný. Eignatjónið af eldsvöldum í Pembina, N. Dak., um daginn er metið á $55,000—tjón Bandaríkja- stjórnar $50,000 og hermannanna $5000. Einn hermann vantar og er lialdið að hann hafi farizt í eldinum. Frá löndum. ARGYLE-NÝLENDU, 22. MAÍ 1895. (Úr vesturbygðinni). Sáning er nú öll utn garð gengin hér um bil mánuði fyrrá tíma en í fyrra og þrátt fyrir verðleysi hveitis síðastl. 2—3 ár hafa bændur aldrei fyr dreift korntegundmn sinuní yfir eins mikla víðáttu lauds og nú. Tíðarfarið hefir verið á ýmsum breytistigum síðan sáninglbyrjaði ; fyrst lengi þurkar og svalir vindar með mold- ryki, síðan itagfeld rigningaskúr, svo snerist veðrið til kulda og frosta á nótt- um, þar til aðfaranótt hins 19. þ. m., að snjóaði all-mikið, og urðu bændur þá hræddir um hveitiplönturnar sínar. Snjóinti tók mestmegnis næsta dag, og mun hveitið ekki bafa sakað, en í görð- um hefir skemzt, því flestir voru búnir að sá í þá.. — Utlit yfirleitt er nú tneð lang-bezta móti, sem verið hefir í fleiri ár. Bændur eru með glaðasta móti með framtíðarvonir sínar í búskapnum. Verzlun er enn þá dauf. Verzlun- armenn eru ekki farnir að lána enn þá, enda reyna bændur að sneiða sig hjá að taka lán. Smjör er 10 cents pd , en vorzlunarmenn vilja helzt ekki sjá það; egg eru 6 cents ; hveiti 70 cents, en ekk- ert til af því. Búferlaflutningur er héðan norður í Islendingabygðina á vesturströnd Manitoba-vatns. Mr. Stefán Kristjánsson misti 40 tons (um $200 virði) af heyi í eld 1. Ap- ríl síðastl. Gleðiefni þykir rnönnum það, ef framkvæmd verður á bygging W. & Gr. N. brautinni, því svo framarlega sem hún kemst norður að ílóanum er það þýðingarmikið hér, en verra er það vegna íslenzku bygðanna vestan og austan við Manitobavatn, að horfið hef- ir verið frá hinu fyrra áformi um legu hennar. Íslendingadags-hátíð ætlar fólk hór að halda i sumar. Nefnd hefir verið kosin til að íhuga málefnið og kom hún satn&n á fund 20. þ. m. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að hátíðin skyldi haldin 16. Júlí (þá kvað vera liðin 20 ár frá því ísleudingar fyrst komu tilMaui- toba). Enn fremttr, að hver karltnaður eldri art 16 ára skuli borga 10 cents fyr- ir að mega vera Iviðstaddur, en kvenn- fólk hafi frían aðgang, og er það nokk- uð einkennilegt. Fjórar starfandi nefnd ir voru gerðar úr þessari fyrstu nefnd, til framkvæmda hinna ýmsu deilda- starfa. Það er eitt sem er athugandi i sambandi við hátíðahald þetta, íslend- ingadaginn, setn óefað er praktiskt í sjálfu sér, og það er sem só það, að dag- ur sá á að bera upp á sama dag hjá öll- um Islendingum í landinu, það ætti jafnvel að bera upp á sama dag ár hvert, þótt það hafi minni þýðing. Sem þjóðdagur (National holiday eða Nati- onal celebration) er það mjög ósmekk- legt, að hafa liana rétt af handahófi, sinn dagirtn máske í hverj um stað út um bæi og bygðir íslondinga. Búnaðarrit (herlent Islenzkt) er eitt af því nauðsynlegasta, sem yfírleitt allir islensku lesendur hér í landi þyrftu að halda. En hvenær skyldi það korna? 3t. Mnrz síðastl. andaðist hér (varð bráðkvödd) ekkjan Rannveig Jósefs- dóttir, að heimili sonar síns, hr. Jóseps Davíðssonar, um 70 ára að aldri. Hún var ættuð úr Axarfirði í Þingeyjarsýslu og upp alin þar. Rannveig sál, var greind kona og vel látin. Bréf frá Islandi. HÓLUM, LAXÁRDAL, ÞINGEYJ- ARSÝSLU, í APRÍL, 1895. Tíðarf&r, nkepnuhöUl, heygkapur : Síðan ég kom má heita að hafa.verið hin bezta tíð, er elztu menn muna eftir. Sein- asta btyskaparmánuðinn beztu þurkar, svo heý urðu með mesta og bezta móti. Alt Jiáustið hélzt sama blíðviðri svo varla kom dropi úr lofti. Nálægt vet- urnóttum fór dálítið að snjóa og um jólaföstu byrjun voru töluverðar hríðar og svo seint á jólaföstuuni leit út fyrir jarðleysi í uppsveitum hér í Þingcyjar- sýslu, en lá komu hlákur er nálega tóku upp allan snjó oghélzt svo siuó lítið til 27. Desember að kvöldi; '#rást þá í ógurlega snöggan byl. Var hann svo hvass að varla var unt að koma kindum í liús, þótt þær væru rétt við húsveggina, hvað þá ef lengra var í burtu. Urðu af þvi skaðar á skepnum hór í ntorsveituuum. Á Brekknakoti í Reykjáh verfi fórust um 20 kindur, í Baldursheimi við Mývatn um 20 og á Grímsstöðum á fjöllum um 80 fjár, mest af þessu voru lömb og ær. Mann skaði varð ekki að þessum byl það ég til veit. Bylur þossi stóð sólarhring hér í döhinum, en lengur á Fjöllum og heiðum, — Eftir að kom fram í Janúar fóru að koina hlákur á eftir b^prju hríð arkasti og frostdegi og á þorAnum komu vikuhlákur og aldrei man óg eft ir jafn'neitu sólskini að vetrarlagi en einmitt riúna á þorranum. Skepnur nú suinstaðar búnar að liggja úti 2 vikur og ef til vill sloppnar á ufrótt sumar. Verzlun : Hér í Þiugeyjarsýslu verzla'- hávaði tnanna í Kaupféláginu og e\ nú í miklum uppgangi. Fcng- ust um 17 kr. fyrir sauði til jafnadar. Margir fengu um 24 kr. fyrir ;sina þyngstu sauði. — Verð á útlendum vör um var lágt, en hér er ekki rúnt til að sýna skrá yfir það. Reikningsglöggum mönnum reiknast svo til, að þeir sem verzla við Húsavíkur-vorzlun tapi alt að 100 af 100 í samanburði við það að verzla við Kaupfélagið, enda er það nú altaf að ná meiri og meiri festu og þroska, en Húsavíkur selstöðuverzlun- in að rýrna og ganga saman. Yfir höf- uð er óhætt að fullyrða að nú sé ár- gæzka til lands og sjáfar. Félagslíf, fundahöld og danssam- komur. Það er með Kaupfélagið hór eins og kyrkjufélagið fyrir vestan, að það er aðalfélagið sem nokkuð kveður að. I því eru margir er starfa og hugsa mikið og deildarfundir þess eru hinir einu fundir sem teljandi er að haldnir séu í sveitum, og svo er aðalfundur í Janúar ár hvert (eins og kyrkjufélagið), þar koma saman kosnir fulltrúar úr öll- um deildum félagsins. Lestrarfélög ertt í flestum hreppum, en í þeim er lít- iö líf. Merkast álít eg hið nýja félag, sem er nokkurskonar menningarfélag. Það kaupir tómar danskar bækur, eða skandinavisltar, eftir Brandes, Ibsen, Björnson. P. Jakobsen og svo útlagð- ar bækur eftir Mill, Spencer, Skophen- hauser o. fl. o. fl. Það er lítið um póli- tiska fundi en sem komið er, ,en búið að boða til þeirra, svo þá fara menn nú sjálfsagt að rumskast, enda veitir ekki af því. — Skemtifélög eru her ekki mörg, en það lítur út fj-rir að nú gangi yfir landið dansöld tnikil og voldug. Þykir nú engum ógiftum iíkur til að hann geti náð í kvonfang nema hann kunni þolanlega að dansa. — Kappræð- ur eru menn ekki að leggja fyrir sig hér. Kyrkjulklagslif er fremur dauft hér um slóðir; tvisvar eða þrisvar búið að messa síðan ég kom hér í Laxárdal. Þar stendur kyrkjan þögul og kyrlát. Vegg ir hennar bergmála nú ekki lengur ann- anhvern sunnudag stnjaðurssöngva og bænir til hins írayndaða Jehóva á himn um. Prestar eru af flestum hér álitnir reglulegir ómagar, alveg þýðingarlaus- ir og gagnslausir milligöngumenn milli guðs og manna. Flestum er farið að skiljast, að guð muni taka því alt eins vel þó þeir framberi bænir sínar sjálfir, Eitt er víst, að í loftiuu liggur broyting á skoðunum, þrá eftirmeira ljósi, meira Kfi og meira samræmi i kenningutn og breytni. Ileilsufar. Munnalát: Heilsufar Það kcmur öllum við scm vilja fá sem mest fyrir sína peninga. Það sem hér er sagt er áreiðanlegt. Það er ekkert raup, heldur blátt áfram sann- leikur. Þessi auglýsing minnir að eins á, að það borgi sig að verzla í Walsh’s Big Glothing House. ••ðsvttscteti BUXUR. 1300 þör. 1000 af þeim verða seldar á 85 cent hverjar. 200 góðar vaðmáls- buxur á $1.25, vanaverð $2.50 250 fínar enskar vaðmálsbuxur á $2,75, og um 5r0 af fínu skotzku vaðmáli, einn- inWest of England and Worsted bux- ur, á $2,50 og $2,75. Enn fremur mesta upþlag af skradd- ara-sniðnum buxtun með gjafverði. SÉRSTAKIR JAKKAR. $1,50, $1,75, $2, $2,50 og $3. SÉRSTÖK VESTI. 50c. 75c. og $1. ALKLÆÐN AÐUR. Um 1100. Um 100 stakir vaðmáls- fatnaðir verða seldir á fataefnis verð- inu $3,50. Um 125 canadiskir alullar vaðmáls- fatnaðir með ýmsu sniði frá $7,50 til $10 verða nú seldir fyrir $4,75. Um 50 Serge klæðnaðir, á öllum stærð- utn, $3,85. Cm 250 góðir canadiskir vaðmálsklæðn- aðir, /lökkir iog ljósir, með ýmsum sniðum og allri stærð, á $5,75, tæp- lega hálfvirði Og um 500 Worsted og skozkir vaðmáls-klæðnaðir, skraddara suiðin föt fyrir $7,50, $9,50 og $10,50. UNGLINGA GG DRENGJA FÖT. Miklar birgðir, nálega 3000 fatnaðir. Drengja 'Sailor’-föt, 90 c. til $1.75. Drengja vaðmálsföt $1.25 til $4.50. Drengja Worsted-föt $2.50 til $5.00. Drengja Silki-föt. Drengja Serge föt. Drengja Cord-föt. Drengja Jerseyföt. STUTTBUXUR FYRIR DRENGI. 35c., 40c. og 50c. STAKIR DRENGJAJAKKAR. $1.00, $1.25 og $1.50. STÖK DRENGJAVESTI. Að eins 25 cents. MACKINTOSHES, RITBBER OG VATNSHELDAR KÁPUR. Allar tegundir af Melissa, Rigby, Par- amatta, Tweed, Rubber við gjafverði. NÝJAR VORYFIR-HAFNIR. Af öllum litum og nýjustu gerð. seldar við hálfvirði, $3.75, $4.50, $5.00, $6.00, $7.50, $8.50. HATTAR ! HATTAR! UNDRAVERÐ KJÖRKAUP. Hattadeild vor er víðfræg. Vér höf- um aldrei áður haft jafn fullkomnar hattabirgðir. Til þess að grinna svo lítið á þeim, seljum vér í þrjá daga að eins $1 hatta fyrir 50 cts. $1.50 hatta fyrir 75c., $2 fyrir $1. $2.50 fyrir $1.75 $3 fyrir $2, $3.50 fyrir $2.50 og $4.00 hatta fyrir $2.75. Drengjahúfur 15 c. og 25 c, Drengja- hattar 25c., 85c. og 50c. Karlmanna og drengja hálsbúnaður við innkaupsverði. WALSH’S BIG CLDTHING HOUSE. — — — — Gegnt City Hall. 515 og 517 Main Str. hefir vertð mjög gott þennan címa, þc hafa þrír menn látist, tvær Jkonur í Mývatnssveit, er getið nefir verið um í blöðunutn, nefnil., Dýrleif Sveinsdóttir kona séra Arna Jónssonar, og Þóra Jónsdóttir, kona alþm. Péturs Jóns- sonar á Gautl., og Helgi Jónssoná Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, góður bóndiog ljúfmenni, þó minna sé hans minnst en sumra aintmanna eða presta. er þeir falla frá. JÓH. SlGURÐSSON. íslands-fréttir. Eftir Þjóðólfi. Reykjavík, 2. Apríl 1895. Lagii.iynjanir koma nú enn tvær frá stjórninni í ofanálag á þessar sex 10. Nóv. f. á. Þau tvö frutnv., sem nú hef- ir verið synjað staðfestingar, eru einna merkustu frumvörpin, er aukaþingið í fyrra samþykti, auk botnvörpuveiða- frumv. Er annað þeirra frumv. unt breytingu á gjöldum þeim, er hvíla á jafnaðarsjóðnum | (að kostnaður við kennslu heyrnar- og málleysingja m. fl.. bólusetningarkostnaður og sáttamála- kostnaður, sem nú hvílir á jafnaðar- sjóðuum, verði greiddur úr landssjóði). Hitt frumv.um búsetu fastakaupmanna er þó öllu þýðingarmeira. Islenzkir (danskir ?) kaupmenn, sent á veturna sitja hópum saman við kjötkatlana i Kaupmannahöfu og eyða þar arðinttm af verzlun þeirra hér, höfðu róið að því öllum árum, að fá stjórnina til að synja þessum lögum staðfestingar, og það ltefir tekizt vel í þetta skifti, enda mun það ekki hafa verið syo harðsótt, því að það er vatn á mylnu Dana, að vetr- arsetuberbúðir islenzkra kaupmanna í Höfu verði setn fjölskipaðastar, og að arður íslenzkrar verzlunar lendi að mestu leyti hjá Dönum, en ekki hjá Is- londingum. Hér má að eins vera sel- staða. Aflabröffð. Næstl. laugard. (30. f. m.) reri almenningur lxér utn pláss og aflaði vel, um 10—30 í hlut að jafnaði. Einn (MagDÚs bóndi í Mclkcti) fékk 48 í lilut, mestmegnis þorsk. Virðist því að fiskur sé hór nægur fyrir, og getur ver- tíð hér orðið hin bezta, enda mundi þess full þörf. í gær voru lögð þorska- net, en fregnir um afla í þau ekki enn vissar. Á Eyrarbakka aflaðist mæta- vol næstl. viku. Manntjón og mannbjörgun. Hinn 10. f. m. barut á skipi úr SeJvogi og drukknaði einn maður. Hinn 9. s. m. drukknuðu tveir menn af bát í Vest- mannaeyjum, en 5 af öðrum bát varð bjargað. Annar þeirra, sent drukkn- aði, var Lárus Jónsson hreppstjóriá Búastöðum, merkisbóndi. Hinn 25. s. m. drukknuðu 2 menn af skipi í Þykkva bæ í Holtum, eins og minnst var á í síð- asta blaði. Það skip náði þó sinni lend ingu, en önnur tvö, er þaðan höfðu ró- ið, hins vegar ekki, og rak þau undan landi um nóttina. Daginn eftir tókst Gísla bónda áLoptsstöðum og Jóni syni hans með mikilli lífshættu fyrir sjálfa þá, að bjarga báðum skipshöfn- unum, en skipin urðu þeir að skilja eft- ir og hafa þau farizt. 10. April. Hinn 17. Janúar næstl. andaðist að Hvítárósi í Andakíl Guöjón Fjeldsteð skólapiltur (sonur Daníels bónda Fjeld- steð) á 19. ári (f. 25. Apríl 1876), efni- legur piltur til náms og drengur góður. Drukknun. Einn skiptapinn enn hefir orðið á ísafjarðardjúpi 4. f. m., hvolfdi báti á siglingu jundir Óshlíð og drukknuðu 3 menn, en 1 komst lifs af ; skolaði honum á land með bátnum. Sjálfsmorð. 12. f. m. réð sér bana á Akureyri aldraður maður, Jónas Páls- son að nafni. AJlabröffð hór við flóann eru enn sárlitil, og að kalla má engin nú síð- ustu dagana, svo að hin&r góðu vonir manna um afla hafa mjðg brugðizt, Niðurlag á 4. bls. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of T&rtar Powder. Ekkert álún, ammonia eða ðnnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.