Heimskringla - 07.06.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.06.1895, Blaðsíða 4
4 IIEIMHKRINGLA 7. JÚNÍ 181*5. Til kaupenda DAGSBRUNAR. Hér eftir verður bladið Dagsbrún gefið út af hinum ísl. Únítarasðfnuði í Winnipeg. Kaupendur eru því vinsam- legast beðnir að senda allar borganir fyrir yfirstandandi árgang (frá 1. Jan. ’95 til 31. Des. ’95) til Mr. Vrtd. Swamon 649 Elgin Ave. Winnipeg. (Borgun fyrir eldri árganga gangi til G. M. Thompson Gimli, Man.) Blaðið verður nú vandaðra að papp- ir og frágangi en áður; einnig fjölbreytt- ara að efni, og vonumst vér til að kaup- ehdur sjái þá endurbót við oss með því að senda, þó ekki væri nema helming andvirðisins sem allra fyrst til Fred. Swansoíí 649 Elgin Ave. Winnipeg. Útgáfunefndin. E. Ólafsson (skrifari.) Winnipeg. As many good things are likely to. Bnt you are safe in running the risk if you keep a bottle of Ptrry Davis' PAIN KILLER at hand. It’s a never-failing antidote for pains of all sorts. Sold by all Druggirts. Doaa,—On* teupooafal ln a half il«— of wmter or mlUc (wtrm tf oonvenlentj fT /A IVE YP’ 11 ungmenni voru fermd íTjaldbúð- inni hvitasunnudag 2. þ. m. Til þess að halda skattinum innan 2 centa á dollarinn þarf bæjarstjórnin að lækka gjalda áætlun sína um $30,000. 21. afmælishátíð reglunnar ætla meðlimir reglunnar Independent Order of Foresters að halda hátíðlega i River Park annan fimtudag, 20. þ. m. Vonað að allir fél. menn í bænum verði með. Öldin (Júní númerið) fylgir þessu blaði. Gott hús nærri nýtt fæst leigt gegn vægu afgjaldi. Ritstj. Hkr. ávísar. Mrs. Astríður Guðmundsdóttir sendibréf á skrif6tofu Hkr. Hra. J. P. Sólmundarson kom til bæjarins í vikunni er leið, frá Gimli, og dvaldi hér um rikutíma. Þriðja tekju-hæzta pósthúsið í Can- ada var Winnipeg á síðastl. ári — gekk næst Toronto og Montreal. Hra. St. B. Johnson er ulfluttur til bæjarins i bráð og verður utanáskrift hans fyrst um |sinn 732 Pacific Ave. Paul Olson, 522 Notre Dame Ave., hefir útsölu á “Svövu” — hinu nýja sögusafni G. M. Thompson’s. Wpg. & Great Northern contractar- arnir eru væntanlegir til bæjarins þessa dagana. Það er og vænt að grunnbygg- ingin verði hafin í næstu viku, hvað sem reyndin verður. Þann 1. dag þ. m. voru i húsi herra Þorsteins Þorkelssonar, Aikins Str. gef- in í hjónaband af séra Magn. J. Skapta- son Mr. Matthias Bergsson og Miss Ing' unn Sigurðardóttir. Oifting. Föstudaginn 31. f. m. gaf séra Hafsteinn Pétursson saman í hjónaband hér í bænum Mr. Bjarna Tómasson og Miss Önnu Jóhannsdóttir, bæði frá Westbourne, Man. Nokkrir menn eru á ferðinni norður á Blackey í Winnipeg-vatni til að leita eftir gulli. Er það þakkað góðum vitn- isburði þeirra manna, er þar hafa unnið að málmtekju síðan i fyrra sumar. Thonxaa A. John«. Algengur sjúkdómur. Læknast til fulls með Snrsa- illa. AYER’S SAGA ÖKUMANNSINS. Ég þjáðist í átta ár af útbrotum. Á þeim tíma reyndi ég mörg meðöl sem höfðu fengið orð á sig, en mér batnaði ekkert við þau. Að lokum var mér ráð- lagt að reyna Ayer’s Sarsaparilla, og var mér sagt að ég þyrfti að minsta kosti sex flöskur og að ég yrði að brúka meðalið samkvæmt forskriftum. Églétundan, keypti sex flöskur og brúkaði úr þremur þeirra án þess að ég findi til bata. Áður en ég var .búinn úr fjórðu flöskunni, voru hendurnar á mér orðnar útbrotalausar eins og þær voru áður. Vinna min, sem er keyrsla. útheimtir oft að ég sé úti í kulda og vosi vetlingalaus, en samt hefir sjúkdómurinn ekkert gert vart við sig af nýju.— Thomas A. Jones, Stratford, Ont. VIÐRKEND Á HEIMSSÝNIGUNNI. Ayers Pills hreinsa innyflin. Sölvi Sölvason, skraddari er nú fluttur til 218 James Str. West, beint á móti “Police Court” og vonar hann að landar heimsæki sig þar. Leikur mikill, sem 200 börn taka þátt í, fer fram í Exhibition Park í lok næstu viku, munaðarieysingja stofnun- inni til'arðs. Heitir “Fairyland.” ÞURFUM AÐSTOÐAR áreiðanlegra manna í öllum pörtum landsins (búsett- um eðaumfarandi) til að selja ný-upp- fundið meðal og til að festa upp auglýs- ingar á tré, girðingar og brýr i bæjum og sveitum. Vinnan er stöðug. Kaup: prócentur, eða $65 um mánuðinn og ferðakostnaður; peningarnir lagðir inn á hvaða banka sem vill undireins og byrjað verður. Frekari upplýsingar fást hjá The World Med. Electric Co. P. O. Box 221. London, Ont., Canada. Þeir sem eiga bækur hjá Kristjáni Jocobsen eru beðnir að vitja þeirra og greiða fyrir aðgerðir á þeim. Kr. Jacobsen, Lydia Str. Á fimtudaginn kemur, kemur fylk- isþingið saman aftur. Er því spáð að það sitji ekki lengi, en að það verði rof- ið og efnt til nýrra kosninga með sem minstum undirbúningi. Heilbrygði og glaðlyndi fara jafnan saman; að minsta kosti er ekki að búast við glaðlyndi þar sem heilsuna vantar. Til þess að líkaminn sé heilbrigður þarf blóðið að vera hreint og heilbrigt; til þess er Ayer’s Sarsaparilla óviðjafnan- leg- _______________________ Hósta má vanalega lækna á fáein- um klukkutímum, eða í lengsta lagi á fáeinum dögum með Ayer’s Cherry Pectoral, Með svona sterkt og fljót- verkandi meðali við hendina er ónauð- synlegt að láta það dragast í vikur og mánuði að lækna sig. Hafið þetta með- al við hendina. Fundarboð. A fundi hins íslenzka verkamanna fél. í Winnipeg, sem haldinn var þann 27. f. m. var samþykt að haldnir yrðu aukafundir fyrir alla islenzka daglauna- menn í þessum bæ laugardagskvöldin þann 4. og 18 Maf og 1., 15. og 29. Júní næstk., til að ræða um ýmisleg nauð- synjamál, sem beinlinis snertir verka- menn. Og er vonandi að sem flestir sæki þessa fyrirhuguðu fundi vel og rækilega. Fundirnir byrja kl. 8. e. m. í Verkamannafél. húsinu á Elgin Ave. Winnipeg 1. Maí 1895. Jónas J. Danielsson ritari. Wm. AnderNon 118 Lydia Str. Winnipeg. Hinn eini ísl. agent fyrir allskonar hljóðfærum og Music. Abyrgist að útvega löndum sinum hljóð færi fyrir lægra verð enn þeir geta feng- ið hjá öðrum í bsenum. Gömul hljcðfæri tekin sem borgun upp i ný. Komið og kaupið. Peningar lánaðir til að byggja fyrir heimil og til að uppborga með gamlar veðskuldir. Globe Saving & Loan Co. E. W. DAY, Manager, 383 Main Str. Verðlaunaskrá Winnipeg Industrial- sýningarinnar, semhaldin verður 15 til 20. Júlí næstk., útkominn og fær hana hver sem æskir ókeypis með því að rita forstöðumanninum, Mr. F. W. Henback, eða biðja um hana á skrifstofu hans í City Hall-byggingunni. Sýningamun- um verður veitt móttaka til 5. Júlí en lengur ekki. Verðlaun alls $15,000, eins og að undanförnu. Hr. Jörundur Ólafsson »r nýkominn til bæjarins vestan úr Qu’Appelle-dals- nýlendu íslendinga og segir liðan manna mr góða og uppskeruvonir hinar beztu. Tvisvar sinnum hafði þó frost skemt hveitistangar fjöðrina, en þó ekki svo að skaði hlytist af. Þrátt fyrir þessa töf af völdum frostsins virtist honum hveiti-akrar þar vera komnir alt eins langt á veg eins og á sléttunum um- hverfls Portage La Prairie. 16 kornhlöður, sem hver tekur 40,- 000, bush. er Lake of The Woodsmylnu- félagið að byggja í Manitoba í sumar og að auki 4 vöruhús til korngeymslu, er taka frá 6,000 til 10,000 bush. — Ogilvie fél. er og að byggja 11 kornhlöður á ýmsum stöðum vestra, er hver tekur 40,000 bush. og hér í bænum er sagt það muni hafa í hug að byggja feyki- lega stóra kornhlöðu og aðrar stórar byggingar í sambandi við mylnu sina. Herra Gísli Sveinsson frá Gimli heilsaði upp á oss núna í vikunni. Hafði komið til bæjarins í vikunni er leið. Kornsáning bændanna umhverfis Gimli var afstaðin stuttu fvrir Maímán. lok. f þetta fyrst;j skifti hafa þeir orðið fremur seint fyrir í samanburði við bændur almennt í fylkinu, en ekki þarf uppskerubrestur að verða þess vegna, því ekki hafði verið sáð öðru en byggi og höfrum i þetta sinn, endaheppilegast á meðan jörðin er ekki sem bezt undir- búin, Grasspretta var ekki sem væn- legust og er langvarandi þurki kennt um, en siðan hr. Sveinson fór að neim- an hefir fallið svo mikið regn, að horf- urnar í því efni eru að vændum breytt- ar til batnaðar. <>unnar Mveinsson 181 Higgins Str. hefir til sölu i stórum og smáum skömtum, upp- kveikju-efni. mjög ódýrt og þægilegt. Efni þetta endist langan tíma alveg umbótalaust. Nansen á norðurskautinu ! Fregn þessefnis, að Friðþjófur Nan- sen væri búinn að finna norðurheims- skautið, sem væri á þurru landi, og þar búinn að festa upp fána Norðmanna, flaug, eins og hvalsaga eftir íslenzkum sveitum á vordegi, um heim allan snemma í Apríl. Og fjölda margir virð- ast hafa trúað sögunni, enda var fregn- in flutt athugasemdalaust, sem hver önnur alvarleg fréttagrein í flestum blöðunum. Smámsaman fóru menn samt að átta sig á því, að það væri und- arlegt að fregnin skyldi komin, en “Fram” Nansens ókomin til manna- bygða og enginn veit hvar niðurkom- inn. Þá fóru menn að athuga dagsetn- ing fyrstufregnarinnarogkom mönnum ásamt um, að fyrsta skeytið hafi komið frá Rómaborg (líklegasta staðnum, eða þá hitt heldur) til blaða í París á sunnu- dagskvöldið 31. Marz, þ. e., fregnin var send svo snemma að hún kæmi út í blaðinu að morgni 1. Apríl og þá er gát- an ráðin. Ef ekki útgefeudur blaðanna þá samt lesendur þeirra voru látnir “hlaupa Apríl” og allir vita hvað það þýðir. Önnur útgáfa af þessari sögu er á þessa leið, og tekin eftir "Berliner Tage- blatt”: “Á sunnudagskvöldið 31. Marz var fundur haldinn í vísindafélaginu : “Verein ur Erdkunde” og skýrði forset- inn frá því, að hann hefði fengið tele- grafsskeyti frá Vardöhus (nyrzt á Nor- egi) þess efnis, að för sú til norðurheim skautsins,sem útgerð var af þeim herrum F, Schynlank i Berlin og Sven heitnum Foyn í Tunsberg (í Noregi), og sem far- in var á hvalfangaraskipinu “Ægir, hefði gengið vel og að norðurfararnir hefðu náð til heimskautsins og væru nú á heimleið. Förin sem byrjuð var 6. Maí 1894 var gerð algerlega leynilega og vissi enginn um það nema forsetinn í landafræðisfélaginu. Ýmsir þýzkir visindamenn voru með í förinni ásamt hinum norska jarðfræðing, Dr. Snorre. Skipstjórinn var hinn alþekti [norski sjógarpur Ilaraldur hárfagri (!!) “Æg- ir”gekk vel i gegnum lagísinn til Franz Jósepsland. Þeir mjökuðu sér inn í gegnum norðurpart Austria-sundsins sem skiftir Franz Josepslandi í tvent. Frá loftfari, sem þeir félagar höfðu með sér, sást hinumeginn við ísinn auður sjór. Velútbúinn aluminium-bátur var nú settur á flot og menn settir i. en “Ægir” lagðist við stjóra á Akkersfirði. Báturinn náði heimsskautinu. Hrað- skeytið segir svo : “Eftir langa ferð um auðan sjó hittum við klettahrygg úr holóttu grjóti, sem lá frá austri til vesturs og var þakinn miljónum sjó- fugla. Að vestan lá klauf inn í fjalls- brygg þennan og luktust hamrarnir sem næst að ofan. Upp úr þessari gjá lagði sraámsaman sterka rafmagnsljósa birtu. Eftir að hafa róið eftir kleyfinni um hrið komum við aftur í opin sjó og var þar sægur af allskonar fiskum, rétt eins og þarna væri klakstöð allra hafa heimsins. Kleyf þessi er álitin af við- stöddum íræðimönnum að vera upp spretta norðurljósanna. Hið holótta grjót í hlíðum kleyfarinnar er einskonar leiðari rafmagnsljóssins, á sinn mátá eins og kolefnið sem brúkað er við bogaljósin. Frásögimni var tekið með óskapa fagnaðarlátum og allir reyndu að nálg- ast herra Schönlank til að samfagna honum. Hans eina sorgarefni var, að hans burtkallaði vinur, herra Sven Foyn, var nú fjarri góðu gamni og gat ekki samglaðzt honum yfir þessum ó- viðjafnanlega árangri”. Þessi fregn ber það með sér ekki síður en hin, að tilgangurinn er að les- endurnir sem flestir “hlaupi Apríl” Báðar eru soðnar saman 81. Marz og þeim dreift meðal blaðanna aðfaranótt narrdagsins mikla—1. Apríl. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að þvi að T. & B. tinmerh sé á plijtunni. Tilbúið af Tiie Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. íslendingar og Robinsons- félagið. Hr. ritstj. Hkr. Fyrir hönd þeirra manna, er ásamt mér eiga hlut að máli, finn ég mér skylt aðskrifa yður, til birtingar i yðar heiðraða blaði, nokkur orð um aðalat riði og úrslit þess rnáls, er vér (nokkrir íslendingar) höfðuðum síðastl. sumar gegn Robinsons-fiskiveiðafélaginu hér 1 Selkirk. í sem fæstum orðum er saga máls- ins á þessa leið : Vér réðum8t all-margir íslendingar til fiskveiða hjá áðurnefndu félagi norð- ur A Winnipeg vatn i fyrravor ||upp á á- kveðið mánaðarkaup auk fæðis. En ef vér færum úr vinnuni (óreknir) innan 3 mán. frá því vér byrjuðum að vinna, þá skyldi hver einn borga til fél. 85 (skaðabætur) fyrir hvern mánuð er tiI vantaði að vér hefðum unnið 8 mán. Þegar vér svo hðfðum unnið hjá fél. hálfan annan mánuð, þá voru tólf af oss, án gefinna fulluægjandi ástæðna og fyrirvaralaust, reknir úr vinnuuni og fluttir til Selkirk. Gerðum við þá kröfu til (er að því kom að vér tækjum á móti kaupinu) að fél. greiddi oss fullt kaup fsrir 2 mánuði í það minsta, lea á- rangurslaust að því sinni. En með því að oss fannst að vér vera sárt leiknir, þá réðumst vér í, fyr- ir áeggjan og aðstoð G. E. Dalmans og fleiri góðra drengja, að höfða mál út af þessu móti félaginu, þrátt fyrir það að vér sáum þá í svipina engin ráð til að kljúfa þann kostnað, þar sem ver flestir stóðum fiú uppi atvinnulausir og peningalitlir. En þá vildi oss það liapp til, að Mr. Einar Ólafsson (Vopnfirðiug- ur) eínn af þeim 12 veðsetti alia fast- eign sína fyrir peningalóni til máls- kostnoðarins. Og vér játum það, að oss er ekki vel ljóst hver annar hefði komið oss jafn vel og dredgilega til hjálpar, eins og þá á stóð, og þó met- um vér mikils og þökkum alla þá að- stoð og hluttekning, er landar vorir hafa auðsýnt oss á ýmsan hátt í þessu máli. Meðal þeirra V’ljum vér nefna Mr. Benedikt austmann einna fremst- an, er ótilkvaddur lánaði oss talsverða jæninga upphæð til mál málshöfðunar. Oss íslendingum til sæmdar og gleði er nu fullnaðardómur fallin i máli þessu fyrir ötula frammistöðu Mr. N. F. Hagels lögmanns, fyrir oklcur, og O Reilly felaga hans, Félagið var dæmt til að greiða oss öllum 3 mánaða um- samið kaup að fullu og fæðíspeninga og ferðakostnað o. þvl., og höfum vér nú allir móttekið hver sinn hlut, hrósandi frægum sigri. West Selkirk, 1. Maí 1895. Fyrir hönd hlutaðeigenda. Björn Gudmundsson (póstur). Curcs Rhcumatism, Gout, Sciatica, Neuralgia, Scrofula, Sores, and all Eruptions. Cures Liver, Stomach and Kidney Troublcs, and Cleanses the Blood of all Impurities. Cures Old Chronic Cases where all other remedies fa.il. Be sure and ask your Druggist for Undrasag.a frá Carleton Co. KEMST TIL HEILSU EFTIR MARGRA ÁRA ÞJÁNINGAR. Lét aðósk vina sinna og fékk fyrir það hsilsuna, sem þrír lækkar ekki gátu gefið honum. Tekið eftsr The Ottawa Journal. Mr. George Argue er einn af hinum alkunnustu bændum i nágrenninu víð North Gower. Hann hefir liðið sárar þrautir og eftirtektaverðar, og sagan um það, sem sögð var fregnrita ofanrit- aðs blaðs nýlega er þess verð að hún sé opinberuð. “Ég er fæddur í Carleton Co.”, sagði Mr. Argue, “og hefi búið alla æfi innan 20 milna frá Ottawa. Af þeim hafa 10 ár verið sjúkdómsog þján inga ár, svo að lífið hefir verið mér þungbyrði. Fyrir ellefu Arum fékk eg kvef, sem snerist uþp i lungnahimnu- bólgu og lungnabólgu. Þessi veiki olli svo ýmsum öðrum kvillum og lá ég upp úr því rúmfastur i 5 Ar. Læknirinn sem stundaði mig sagði að ástæðan fyr- ir þvi að ég gæti ekki hreyft mig væri samdráttur vöðvann i handleggum og fótum, sem orsakast hefði af langri legu. ThU 1» A PlCIURt 0r Trt£ TAM0U5 OtllE ro* 8CIATIC PAINS. Ég gat dálítið rölt við hækjur, en að öðru leyti var ég ósjálfbjarga. Um þetta leyti var annar læknir fengin í viðbót og sagði hann að sjúkdómurinn væri í mænunni. Þrátt fjTÍr alla að- hjúkrun og meðul fór mér alt af versn- andi og flestir álitu mig ólæknandi. Ég var nú þannig ástígs, að ég gat með engu móti farið á fætur. Ég hafði samt fastsett mér að reyna alt setn hægt væri áður en gofist væri upp, svo ég sendi eftir einum hinum bezta lækni, sem til var í Ottawa, og stundaði hann mig í þrjú ár. Hann brendi mig á bak- inu aðrahverja viku og reyndi alt sem honum kom til hugar, en það varð á- rangurslaust. Mér hríðversnaði og ég var sjálfur kominn á þá skoðun, ar alt hlyti bráðum að taka enda. Um þetta leyti lagði einn af Ikunningjum mínum fast að mér með að reyna Dr. Williams Pink Pills, og lét óg loks undan, og þegar ég hafði hrúkað upp úr sex öskj- um fann ég á mér mikinn bata mun. Eg brúkaði alls þrjátíu öskjur og hafa þær komið meir til leiðar en tíu Ara tilraun- ir læknanna. Þökk só þessu frábæra meðmæli. Ég er nú fær um að sinna öllum verkum og er eins hraustur eins og vanalega gerist. Kg brúka enn Dr. Williams Pink Pills, þær eru meðnl sem mór líkar og eins lengi eins og ég lifi brúka ég ekki annað moðal. Ef óg hefði byrjað á þessum pillum fyrir tíu árum, þá hefði ég ekki liðið þær þrautir sem ég hefi liðið, það er ég viss um, og þar að auki hefði ég sparað mér að borga læknum nokkur hundruð doll- ara. Að eins þeir sem hafa reynt það sem óg hefi reynt hafa fulla hugmynd um ógæti Dr. Williams Pink Pills”. Það sem Mr. Argue hefir reynt ætti að sannfæra jafnvel þá sem eru vantrú- aðir á að Dr. Williams Pink Pills sóu öðrum meðuluin framar, og sé ein hin merkasta uppfinding þessara tíma. Eng in af þeim sjúkdómum sem orsakast »f slæmu blóði eða veikluðu taugakerii er svo áfjáður að hann láti ekki undan Dr. Williams Pink Pills, og í mjög mörguin tilfeUum Jiefir sjúklingum batnað af þeim eftir að læknar voru alveg orðnir vonlausir um þá og höfðu gefið sinn síð- asta tirskurð .' “ólæknandi”. Pillurnar eru seldar af öUum lyfsölum og sendar með pósti fyrir 50 cts. askjan, eða sex öskjur fyrir 82,50, frá Dr. Williams Medicine Co., Brockville, Ont., eða Schenectady, N. Y. Takið ekki eftir- stælingar og látið ekki telja ykkur til að taka hvað ,sem er. gamkepnin harðnar Tln BIöe Stare MERKI : BLÁ STJARNA 434 Main Street. Selur ætíð með lægsta verði. Hið ágæta upplag vort af nýjum vor- fatnaði, sem vér seljum með óumræði- lega lágu verði, kemur illa við keppi- nauta vora, og þeir vita það lika. FYRIR 9 3,50 fást góð vinnuföt fyrir karl- menn sem kosta $6,50. 9 4,50 fást lagleg mórauð og gri Cheviot-föt $7,50 virði. 9 5,00 fást góð karhnannaföt úr ensku vaðmáli, sem seld eru fyrir $8,50. 9 7,5O fást aluUar karlmannaföt með nýjasta sniði, $12,50 virði. 9 8,50 fást föt úr Indigó bláu Serge, sem seld eru vanalega á $13,50 910,00 fást alullar karlmannföt úr bláu irsku Serge, $16,50 virðiL 9134,50 fást karlmnnnaföt af ágæt- ustu gerð, vanaverð $18,50. 915,00 fást fín karlmannaföt með öUum nýjustu sniðum, sem seljast vanalega á $25,00. Fáheyrð kjörkaup hjá oss á Drengja og Barnafötum. FYRIR 9 1,50 fAst drengjaföt, $3,00 virði. 9 8,50 fást drengjaföt, vanaverð $4. 9 3,50 fást fín drengja alullarföt vanaverð $5,00. 9 4,50 fást alullarföt úr kanadisku vaðmáli fyrir unga meni frá 14 til 19 ára, sem engin ennur búð í bænum petur selt fyrir minna en $8,50. Kjörkaup á höttum. Buxur í þúsundatali. Drengjabuxur vel vandftðar fyrir 50c, Þú sparar peninga með því »ð kaupa hjá oss. Vér efnnm það sem vér lofum. BLUE STORE Merki—Blá stjarna. 434 MAIN STREET. A. Chevrier. YKKUR sjálfum fyrir beztu að koma í buðina á horninu á Notre Dame og Young Str. • • • Karlmanna skór frá $1.00 til $2.50. — Ljómandi fallegir og nettir kvennskór frá 65 cts. til $2.50. — Barnaskór frá 25 cts. til $1,25. — Rubber-skór smáir og stórir frá 25 til 75 cts. Komið og sjáið hvað til er £ litlu búðinni. 660 YOUNG STREET. * Látið ckki tælast. Ivaupið Elgin úr. Af þvf Elgin- 9 f n VÁlf.íiAW o úrin eru bezt hjl 'J> —\ allra Amerík- *___M CO ” anskra úra og — flWflPVvTTl 'ti standa sig bct ..iLTm tl "r en ódýr , . j&stmw Svissnesk úr. Hiðmikla úra einveldi er nú hrotið á bak aftur, og vér _ getum nú selt » E lg i n úr ó- dýrra en áður < Verzlun vor íer hin elzta Zgullstássverzl D im sem nú hef- ir viðskifti við yður, og vér mælumst til, að dður en j».r nr pantið úr hjá öðrum klippið þór þessa aug- lýsingu úv blaðinu og sendið oss, ásamt nafni yðar og utanáskrift. Ef þér gerið það, sendum véryður frítt, tilskoðunar, úr með 14 k. "Gold filled”urngerð fa.ll- ega skreyttri með útskurði (áreiðanlega hin fallegasta umgerð sem boðin hefir verið fyrir það verðj, og ineð ekta ElGIN verki, gerðu af The Elgin Nationai. Watch Co., sem gengur i mörgum steinum og hefir allar nýustu umbætur: dregið upp og fært með höldunni. Ef þér viljið hafa úrið, þá getið þér borgað express-agentinum, sem það verður sent til, heildsöluverð vort á því, $9,50; ef yður likar það ekki, þáborpið þór ekkert. Þér leggið ekkert í hsettu. 20 dra skrifleg ábyrgð ýylgir hverju úri. Ef 50 cts. auk úrverðsins eru send með röntuninni.geta menn fengið $3.00 gnllplataða festi, eða efþérsendið $9.50 fyrir úrið, fáið þér festina frítt. Pantið þessi úr og sann- færist. Segið hvort þér viljið karlmans eía kvenmans-úr. i FRITT ! — Ef þér kaupið eða fáið kunningja yðar til að kaujia G úr, fáið þér eitt fritt. Það má græða á þessum úrum ; ýmsir selja þan fyrir $25 til $40. RED STAR WATCH CO. Dopt. (Löggilt.) 191 E. Vau Buieu St., - - Chicago, 111.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.