Heimskringla - 21.06.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.06.1895, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 21. JÚNÍ 1895. Heimskringia { PUBLISHED BY Tie Heimskringla I’rtg. k PubL Co. • •• o« Verð blaðsins i Canda og Bandar.: J $2 um árið [fyrirfram borgað] • Sent til Islands [fyrirfram borgað « af kaupendum bl. hér] 81. A ©e»® % Uppdögn ógild að lögum nema 9 kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • • ••• • Peningar sendist i P. O. Money • Order, Kegistered Letter eða Ex- • press Money Order. Bankaávis- « anir 4 aðra banka en í Winnipeg • að eins teknar með afföllum. • •• ea EGGERTJOHANNSSON • EDITOR. • EINAR OLAFSSON J BUSISESS MANAGER. • • 0 •• J Office : • Corner Ross Ave & Nena Str. • P <». Box 305. •••••••••••••••••••••••• / Islenzki froskurinn. Það er nú svo sem fleira íslenzkt, en það, sem á heima á Islandi, og eitt af því er froskurinn. Það er skrítið dýr, mórautt eða gulgrænt á litinn, í löguninni næstum eins og maður og lifir í drullu-pollum og foræðum eins og Lögbergs-keldunni. Dæmisaga segir svo frá einum froski, að hann hafi ætlað að sýna liversu stórt það dýr væri, sem naut er kallað, eða bos á latínu, eins og Lögl). segir frá, en við þá tilraun hafi hann þanið sig Svo gassalega, að gekk i sundur á honum kviðurinn. Islenzki I froskurinn héma vestra er aftur á móti svo vambmikill, að honum gengur miklu betur að vera “bos” en honum frænda hans gekk það í fyrndinni. Kemur það af daglegri iðkun í þvi, að steyta sig upp á vindi eða votu sulli, eftir því, sem fyrir-fellur í Seymour, þangað til alt “brúsar” og belgistupp, svo að búkurinn fær nautsdigurð, eins og á Glámi gamla forðum daga. Krafsar hann þá svo mikið um sigíkeldunni sinni, að hann kallast af því öðru nafni “digri ritstjórinn”, og á þó illa við að öllu, r.ema stærðinni. Einna mest vandkvæði þykja það á íslenzka frosk- inum hve illa hann temst, jafnvel hversu gott uppeldi, sem hann hefir fengið. Til þe.ss er ekki að taka þótt æskunám hans lenti mest í því, að æfa sig við að dingla rófunni, eða aftasta parti bakhlutans. eins og hver annar “pollywog” þarf að gera, en hitt er verra, hve miklu ver hann er að sér en aðrir froskar, síðan hann kom til full- orðins áranna. Úr flestum froskakeld- um heyrist garg aðeins örstuttan tíma að voririu,,rétt ámeðan riðtíminn'stend- ur yfir, en íslenzki froskurinn vill alt af mega garga, og gefur sig svo lítið við öðru, að Öii hans egg verða að fúleggj- um. Horfir það til stórra vandræða fyrir tilveru komandi kynslóðar, íjþrútt fyrir alla æxlunar-fýsnina. Annars ber íslenzki froskurinn sig svo til sem aðrir froskar, í því, að hann festir eggjakei fi sín við ílustráin í keldunni. Eru þau, sem egg annara froska,ístór- um kolsvörtum fl^-ksum og fyrirtaks- viðbjóðsleg. Þá sjaldan nokkuð þorn- ar til óþverrinn í keldunni, ber mést á því hve andstyggileg þau eru, og verða þau þá slepjuleg og glitrandi eins og maurildi eða inarglittan, sem fjandinn hrækti úr sér forðum, en þá glampa- dýrð virðir froskurinn sjálfur ftieira en stjörnuslyn á heiðskírri nóttu, og hefir Steingr. kveðið um þann hugsunarhátt. Sérstök virðing er það fyrir alla froska, hversu merkilega þýðingu þeir hafa haft fyrir segulaflsrannsóknir og liffærafræði, vegna kviklátra áhrifa, sem ýms æsandi meðöl hafa á vöðvana í vissum pörtum af líkama þeirra, og hefir íslenzki froskurinn viðurkendan rétt til hluttekningar í þeim virðingu, þar eð hann sé fullkomlega sama eðlis í þeim efnum. Mikið af vindinum, sem íslenzki froskuriun hefir fram yfir aðra frændur sína, kom í hann við tilfelli, sem fáir aðrir froskar hafa orðið fyrir. Hann varð uppnuminn úr keldunni sinni, og skeði það eins og hér segir frá : Tvær gæsir voru eitt sinn á flugi með glumrugangi og illum látum ; var önnur þeirra forustugæs og vestan úr kjördæmi Greenways, en hin frá Vest- ur-Selkirk. Þegar þær bar yfir Lög- bergs-kelduna, létu froskinum hljóð þeirra betur í eyrum, en annara fugla, og hélt þær væru svanir. Girntist hann þá mjög, að lyftast úr dýkinu mikla. og bað gæsirnar ásjár ; en þær brugðust vel við, og skildi froskurinn að það var frjálsiyndi. Gripu þær kvist einn og höfðu sterkan, því froskurinn var þung ur, stupgu sin hvorum enda í munn sér, en froskurinn gapti utan um miðj- úna, og flaug svo hersingin af stað, Margir, sem á horfðu, furðuðu sig stór- um á þessari nýjungu, og spurðu hver annan hver upp hefði fundið þessa meistaralegu flugvél handa froskum, þar sem mennirnir voru þó almennt án sh’kra nauðsynja. Varð þá froskinum það á, af andlegu vambleysi eða heimsku, að hann opnaði ginið, og gargar upp : “Það var ég”; en við þeim ára höfðu gæsirnar ekki búist, og fengu ekkert að gert, að íslenzki frosk- urinn skall niður í veituna, S’un hann var dreginn upp úr. Hafði hann tútn- að svo 4 fluginu, að hann komst ekki í samt lag aftur, og varð honum það síðar meir að góðu, eins og sjá má af þvi, sem næst kom fyrir. Félag eitt, sem komizt hafði upp á það vegna frjálslyndis, að mega mjólka einn spenann á kúnni stjórnarinnar, safnaði nytinni í könnu, sem kölluð var “ritstofa”, og var kúskinum upp á lagt, að drýgja í henni þegar færi byð- ist. Jós hann eitt sinn í hana úr froska- keldunni, sem öðrum pollum, en við það skvampaðist íslenzki froskurinn upp í “ritstofuna”. Var hann óvanur mjólkinni, og brá fyrir sig ýmsum leikjum í kæti sinni, því að honum þótti gaman að sullinu og gott að skekja mjólkina með fótunum. Kom honum þá vindurinn í belgnum að svo góðum notum sökum flotkraftarins, að hann fekk gefið sig allan við fótaspark- inu, og með því, að hún er kostagóð mjólkin úr stjórnarkunni, og skilur sig, ef vel er strokkað, þá sat hann á stór. eflis sköku í mjólkinni, næst þegar að var gætt, og var höfðinglegur. En kúskurinn hélt hann liefði orpið smjör- inu, og vildi fyrir engan mun af hon- um missa, svo að til þess að froskurinn geti verið í sínu “elementi”, er hann látinn standa í horninu á Lögbergs-keld- unni, skammt frá Seymour. Er nú froskurinn sjálfur kominn á þá t.rú, að hann geti orpið smjöri, og sparkar pví af alefli um alla “ritstofuna”, en alt af heyrist gargið, sem hann lærði í æsk- unni, og ekki breytast svörtu flyksurn- ar, sem frá honum koma, í neitt annað bjartara. Mjólkurfélagið hefir samt lýst velþóknun sinni yfir veru hans í könnunni, og býst nú stöðugt við að bráðum verði óþverrinn að smjöri, svo að auk þess, sem “digri ritstjórinn” þarf alt af að halda sér við með gargið, æfir hann sig nú hlífðarlaust í að sparka sparka, alt at að sparka. “Soo”-skurðurinn. Eins og menn vita dregur Efra- vatnið (Lake Superior) nafn sitt af því, að það stendur hærra, en Huron-vatnið sem næst því iiggur. Til þess að skip gætu gengið á milli þessara vatna þurfti því skurð með þeim útbúnaði, sem flytur skipin af einúm vatnsfleti á annan, sem ekki hggur jafn-hátt eða lágt. Sá útbúnaður er viðhafður í öll- um þeim skurðum, sem grafnir eru nið- ur eftir brekkum og kannast all-margir lesendur blaðsins við, hvernig honum er varið. A þeim stað í skurðinum, sem lientugastur þykir, er bygð afar- sterk kví, með hleypiloku að framan, og má þannig tæma hana og fylla á víxl, með vatninu, sem eftir skurðinum rennur. Þegar t. d. skip kemur frá því vatninu, sem lægra er í, verður kvíin að hafa jafnlágan vatnsflöt, sem sá partur skurðarins, er skipið kemur eft- ir. Þegar það er komið inn í kvíarnar, er Ioku hleypt fyrir hliðið að framan, og byrjar þá það vatn, sem fram rennur úr efri hluta skurðarins, að safnast fyr- ir í kvínni, og lyfta skipinu, unz flötur- inn undir því er jafn-hár vatninu, sem að ofan rennur. Heldur það þá áfram forð sinni inn eftir skurðinum, en kví- in gæti nú tekið við öðru skipi, og smálækkað það, um leið og vatninu er hleypt út úr kvínni, þangað til það er orðið jafnlágt því, sem var í fyrstu, og gengur svo koll af kolli. Það segir sig sjálft, að önnur eins mannvirki og þetta, mega ekki vera af vanefnum gerð, ef ekkert slys á að geta hlotizt af, endahefir hinn svonefndi “Soo”-skurð ur fram úr Efravatninu kostað 4 millí- ónir dollars. Skurður þessi var vígður fyrra fimtudag, en skipaferðir hafaverið eft- ir honum áður, með þvi að hann var að mestu fullgjör á síðastliðnu hausti. Eftir skýrslu um hann sést, að aðal-skurðurinn er 3,500 feta langur, en með báðum hálsum yfir 18.000 feta. Breiddin við vatrisborð er 152 fet, í botninn 145 fet, og vatnsdýpið er talið um 20 fet. Kvíin er 900 feta löng, og 60 feta breið, með 60feta viðum hliðum. Stíflugarðarnir eru 20 feta þykkir að neðan, en 11 feta að ofan, með 25 feta þykkum bryddingum alt í kring um hliðin. Sum þeirra skipa, sem eru í flutn- ingum á vötnunum gætu borið í einni ferð kornhleðsluna af sjö eða átta flutn- ingslestum, þótt- 30 vagnar væru í hverri, og 600 bush. í hverjum vagni, og í gegn um 20 feta djúpan skurð geta þau komist milli vatnanria, og flutt með sér í einu lagi hveiti-upp- skeruna af 15,000 ekrum. “Soo”-skurð- urinn [á að koma þessu til leiðar, enda er kvíin hin næst-stærsta, sem •til er, og gegn um hana liggur vatna- leið, sem er 2,384 mílna löng, innan endimarka Canadaveldis. Kviksetning. Það hefir vakið sérstaka eftirtekt, að nýlega hafa þrjár manneskjur veríð kviksettar, sín á hverjum stað á Frakk- landi. Ein þeirra náðist lifandi úrgröf- inni, en hinar höfðu látist eftir sýnileg umbrot. I Bandaríkjunum er félag eitt, sem nefnist Amorican Humane Education Society, og gerir það sér mikið far um, að koma því í gang, að stjórnir hinna ýmsu ríkja taki þetta þýðingarmikla mannfélags-spursmál til íhugunar. Meðal þoirra, sem eftirtektaverðar raddir hafa komið frá í þessu efni, er féhirðirinn fyrir Duluth-mannúðarfél- agið. Hann segir að skýrsla hafi verið gefin yfir flutning á líkum frá einum grafreit til annars, og hafi þá fundist 50 lík, sem ýmist láu á grúfu eða voru með höndurnar í hárinu. Viðvíkjandi andláti níu af hverjum tíu þessara manna segir hann að hafi verið gefin læknisvottorð, og sýni það ljóslega vanþekkingu læknastéttarinnar á mar- traðar-ástandinu, þegar hjartað virðist hætt að slá, blóðið að renna, og lungun að framleiða andardráttinn. Hið eina vissa dauðamerki, álítur hann að sé rotnun, og sé því óumflýjanlegt, aðláta lík standa uppi í nægum hita, þangað til glögglega sjáist merki hennar. Lögmaður einn í Boston heftr sömu- leiðis tilgreint riokkur tilfelli, þar sem að þvi var liomið, að fólk það yrði graf- ið lifandi, sem vissi glöggt af því sjálft, hvað fram fór í kring um það. I eitt slíkt skifti höfðu tjórtán lœknar lýst yfir því, að manneskjan væri dáin. Það hefir talsvert verið um það tal- að, hvernig komist yrði í veg fyrir slík- an voða. og hafa menn einkum lagt það til, að byggingar séu reistar til lík- geymslu um lengri tíma en við verður ]vomið í heimahúsum. Einnig hefir ver- ið stungið upp á því, að setja höndurn- ar á jörðuðum líkum í samband við raf- magns-bjöllur, svo að ef nokkur mann- eskja, sem álitin væri önduð, skyldi aftur vakna til þessa lifs í gröfinni, fraipleiddi hún þegar í stað merki með hreyfingum sínum, og aðstoðgætiþann- ig komið í tima. Fái sú skoðun rutt sór til rúms, að einh ver slík endurbót á núverandi greftr- unaraðferð hinna siðuðu þjóða sé nauð- synleg, til þess að afstýra hryllilegum, óafvitanlegum mannsmorðum, er ekki ólíklegt, að það verði til þess að flýta duglega fyrir þeirri hreyfingu meðalnú- tíðarmanna, sem miðar til þess að fá komið á líkbrenzlu, sem liinni viðkunn- anlegustu, og í alla staði æskilegustu aðferð til þess að verða af með hinar sýnilegu leyfar vina sinna og vanda- manna. Þeir sem liugsa kynnu um þetta efni, mega engan veginn blanda slikri brennslu saman við alvanalegbál. og bendum vór í þvi efni 4 fyrirlestur Dr. M. Halldórssonar, sem birtur var í Febrúar-blaði Aldarinnar síðastliðið ár. _tjof ff[e P^eumati^rl) [d JWugcular úng agairje!^ Whyijot /kl riyrK,S«L.| entijol Plagfer, \j wife_gof me me. ifcured For a long time I suíTered with Rheumatismin the Back ho téverely íhafc I could not even sifc stroight. My wite advised a D. & L. Menthol Plast er. 1 tried ifc and was soon going aboot all right. Ö. C. Huktbh, öweefc’s Corners. Prico 25c> Kennarakaup. Free Press getur þess, að einn af bæjarráðsmönnum, sem voru að ræða um niðurfegrslu á skrifstofukostnaði bæjarins, hafi fengist talsvert um það, að kennarar fengju of hátt kaup fyrir tæpra sex stunda verk á dag, yfir fimm daga í viku. Um þetta efni farast svo blaðinu þannig orð: Það hlýtur að hafa orðið hlægilegt í augum emhættismanna—sérstaklega þeirra, sem áður hafa verið kennarar, og yfirgefið þá stöðu, vegna annarar hægari, frjálsari, og arðsamari—að lesa hina þyrkingslegu lýsingu McCreary’s, bæjarráðsmanns, á kennarastörfum. Á öllum öðrum stöðum, á öllum öðrum öldum, sem Free Fress hefir nokkurn tíma heyrt um getið, hefir kennara- staðan almennt þótt verst borguð af öllum embættum; og hversu fáir kenn- arar, einkum karlmenn, stnnda þá at- vinnu lengi, sýnir bezt, að þeir, sem allra kunnugastir eru starfinu og end- urgjaldinu, leggja ekkert sérlegt upp úr kennarastöðvjnni. Samanburður á þeirri stöðu við önnur embætti sýnir glöggast hver munurinn er. Menn skoða það svo í það minnsta, að góðir kennarar séu fæddir góðir, en ekki upp- fóstraðir til þess að vera það, og samt má sá, sem þetta er meðskapað, stunda nám sitt af alefli í mörgár, og síðan fá margra ára æfingu, áður en hann nær sínu hæsta stigi. Þegar svo þar er komið, finnur hann að það er eiginlega ekkert upplífgandi, að hafa áhyggju- fullt starf, fá lágt kaup, öðlast þá á- nægju, að meðtaka athugasemdir frá jafnmörgum íoreldrum, sem börnin eru í bekknum hans, og seinast að horfa fram á það, að einhvor skólanefndar- maður eða ráðsmaður afli sér frægðar í árbókum landsins. með því, að murka niður svo sem 20 til 40 hundruðustu- partana af kaupinu hans. Hann fer þá frá kennslunni, og leitar fyrir sér i annari grein, ef til vill helzt á lögfræði.* Á meðan hann er að stunda það nám, ávinnur hann sér þó nægilega mikið til þess að gleyma því ekki alveg hvernig peningar líta út, og er það meira en sá fær orkað, sem er að búa sig undir kennarapróf. Þótt börnin hefðu hvild nokkuð af deginum þegar hann var við kensluna, mátti hann gera sitt ítrasta frá þvi kl. níu á morgnana til fjögur á daginn. og oftar en hitt varð hann að verja tíma til skólaverkanna eftir lokunartíma skólans. Við hitt starfið hafði hann reyndar eins margar eða, jafnvel fleiri vinnu- stundir, en þótt hann verði fimm tím- um af niu til þess að gaspra við menn úti á gatiíamótum, án þess það væri endilega til þess að að úfcvega viðskifta- menn, eða hagræddi í pípunni sinni og sæti niðursokkinn í loftkastalabygging- um, eða þá að eins enduiTÍtaðieitthvað, þá var alt slíkt talið partur af dags- verki hans. í hinni stöðunni var strit og slit á taugunum á hverri dagskrá, í þessari að eins stöku sinnum. í þeirri fyrri gat hann að eins með erfiðn mán- aðarverki áunnið sér 830 til $100 eftir því hvernig hann var settur.í þeirri síð- ari ávannst honum stundum seinni upp- hæðin fyrir fárratíma vinnu, sem að mestu var afrekað af skrifa, eða fyrir að gefa upplýsingar, sem kunna og kunna líka ekki að hafa orðið spyrjand- anum að notum........Enginn maður nöldrar um það, þótt lögmaðurinn lifi af heiðarlega áunnum tekjum; og það er ekki heldur neinn,—ef liann vill mannfélaginu vel, vill láta ríkra manna hörn og fátækra njóta sömu uppfræð- ingar, — sem vildi koma til leiðar þeim hreytingum, er setur fræðslumálí það horf, að færustu mennirnir yrðu að flýja kennarastöðuna. Ef nokkur skatt- gjaldandi skyldi vera stífur á því, að kennsla sé hægt verk, yrði sjálfsagt margur sá, sem er kennari yfir 50—60 óþekkum krökkum, fús á að lofa hon- um að afla sér eigin reynsiu í því efni; með þvi móti samt, að hann vildi á- byrgjast það, að enginn hausinn brotn- aði. Grundvallaratriðið er vitanlega það, að námsstarfi er ekki ’gengt eftir klukkan fjögur, ekki á laugardögum, og ekki um hitatímann, af þe;rri 4- stæðu hlátt áfram. að hvorki nemendur né kennarar hafa andlegan og líkamleg- an þrótt til þess að leysa viðunanlegt verk af liendi yfir lengri tíma. *) McCreary hæjarráðsmaður er lög- fræðingur. Núliiö. (Dálitil smásaga frá Winnippg.) Eftir N. N. I. A lwminu. “Hvert ætlar þú að halda?” spurði óg Þorbjörn Geirsson, þegar ég hitD hann hér austur á strætinu um daginn. “Ég er nú ekki alveg sjúr 4 því enn þá”, anzaði hann, “en líkast til fer ég oná hornið gamla, eins og aðrir bomm- arar, sem ekki fá neitt til að starfa”, “Við eigum þá samleið fyrst um sinn”, svaraði óg, því ég var einmitt á leið vestur á Aðalstræti í vissum er- indagerðum. Eftir nokkrar mínútur vorum við svo komnir á “hornið” svo nefnda: norð vesturhornið á Aðalstrætinu og Portage Avenue, sem er nokkurkonar samkomu. staður verkalýðsins þegar lítið er við að vinna, mjög þægilegur staður til að “drepa tímann”, eins og það er kallaðá Winnipeg-íslenzku. “Þá erum við nú hér komnir” mælti ég,^ “en hvert ætlar þú svo að halda? Eg fyrir mittleyti hefi hér ekk- ert við bundið og ætla því ekki að tefja lengi”, “Og kærðu þig ekki demm, landi!” svaraði Þorbjörn. “Þú ert olræt þó þú stanzir hór dálítið; ég að minsta kosti ætla að bíða hér solitið og vita, ef ég gæti ketsað bosann minn, því ég þarf að draga peninga út úr þeim sönn ovva gönn, ef hann hefir þá nokkurt cent, því ég er heldur stuttur af dollurum núna, sérðu”. “Við skiljum þá hér”, mælti ég, og og bjóst til að halda áfram ferð minni. “Well”, mælti Þorbj,, “kondu hér i kring þegar þú kemur til baka. Við getum þá gengiðsaman, ef ég verð ekki farinnáður. Só long !” “Hélt ég svo leiðar minnar. Eftir hér um bil 1J klukkutíma kom ég á hornið aftur að afloknu erindi mínu. Var þar þá mannmargt eins og oftast er á þolanlegum Marz-degi. Reyndar var veðrið nokkuð kalt eftir því sem það lýsingarorð þýðir heima á Fróni, en sem Manitoba-veður var það all- þægilegt, frostið ein 50 stig á Fahrenh. (*>: 18 stig undir Zero=22 2/9Reaumur). Ég litaðist um í mannþrönginni eftir Þorbirni, en sá hann þar eigi, en all- margir Islendingar fóru þar þó um eða stóðu þar til að bíða eftir mönnum, sem þeir höfðu unnið hjá, leitandi eftir vinnu, eða til að ná ógreiddum vinnu- launum sínum. Nokkrir biðu eftir því að félagar þeirra lykju einhverjum er- indum, eða þeir voru þar til að sýna sig og sjá aðra. Nokkrir vora að tala við kunningja sína um ýms vanaleg mál- efni, einkanlega um trúmál, vantrúar- mál og sumir um pólitilí. Enn aðrir voru að hnýta við náunganum hver við annan og hver fyrir annan ; sár-fáir tóku svari fjarveranda. Flestir voru ákafmæltir og oft var minnst á frelsi í ýmsu sambandi. Mest var þar talað af máli þvi, er Winnipeg-íslenzka er kall- að, og mæltu það furðu vel ýmsir þeir, sem ekki höfðu veríð nema stutta hríð í landinu. Mig furðaði hve óhikað marg ir landar gripu til ýmsra enskra eða hálf-enskra orða, þótt þeir gætu alls ekki “fleytt sér” á enskri tungu, þegar það mál átti að tala. Og þegar ég átti tal við nokkra þeirra, og mælti mína gömlu Austur-íslenzku, þá spurðu þeir mig ósjaldan hvort ég “meinti áð segja” þetta eða hitt, um leið og þeir þýddu á Winnipeg-íslenzku það er ég hafði sagt. Þegar ég hafði beðið þarna litla stund, kom Grímur úr Eyjunum (eins og iiann er almennt kallaður) til mín. Ég þekki hann dálítið síðan við vorum samferða að heimanfyrir 4 árum. Hann er stór maður og hvatlegur, skrafhreif- ur og eigi laus við að íinnast- dálítið til sín. Yrti hann á mig að fyrra bragði. því hann er maður sem ekki felur sig fyrir fólki, sem í nánd er. “Góðan daginn, Mister ! Hvernig líður þér? Þetta er fagurt veður, finst þér ekki ?” Ég tók kveðju hans, og kannaðist við að veðrið væri bjart og hreint en ekki gat ég dázt mjög að hitanum. “Well,” mælti hann, það er nú ekki að bera veðrið hérna saman við loftslag- ið í gámla landinu, þar sem altaf er kalt; hér er veturinn ekki útaf eins langur, og því væri ekki ósanngjarnt að taka það ísí, þótt fáir dagar séu nokkuð svalir. Það er líka nokkuð hreinna loftslagið hérna, þar sem varla sézt nokkurn tima ský á lofti. Það er nú líka það, sem veslingsLandarþurfa: þeir þurfa að herða upp vöðva sína með hreinum og refrigerandi loftstraumum; og það er sízt í andlegri merkingu að þeim líðst að vaða hér til lengdar í suddalofti og næðingum. Þeirra prins- íp þurfa að klínast út, hugsjónirnar og hugmyndalifið, — ég vil segja félags og hversdagslífið þarf að verða minna neka- tív en það var í gamla landinu; þeir þurfa í einu orði að segja að verða, sérðu, nýjir og betri menn eins og Drummond segir; það er alt sern það er !” ^ Eg gaf fátt út á þessa ræðu hans, og vildi s»tt að segja sneiða hjá að segja nokkuð það, er lengt gæti samtal þetta að mun, ég braut því upp á öðru efni og spurði Grím hvort hann hefði ekki orðið var við Þorbjörn þar á horninu. Jú, hann var ekki fjarri því ! “Hann er í all hressu skapi nú, greyjið,” svaraði hann; “hann situr hérna inn 4 mersjant hotellinu með fieiri fjörugum piltum. Eg þáði þar af honum góðan trit rétt nuna, en af því ég er maður óhneigður til áfengis, þá dvaldi ég þar ekki mjög langi.” Og þetta er hann, Good Templar- inn sjálfur, sem hefir svarið við dreng- skap sinn og æru að bragða eigi vín neina eftir læknisráði, eða naumast það; og þegar óg varð honum samferða hing- að áhorniðí dag, þá hafði hann orðá þvi við mig, að hann sæi naumast hvernig hann gæti framfieytt lífi sínu og fjölskyldu sinnar þangað tileitthvað breyttist um atvinuu horfur- Samt sem áður getur hann fengið af sér að kasta ut fe fyrir vin handa sér og öðrum, sem að líkum mætti þó eins vel vera látið ógjört,” mælti ég alvarlega (því mér ógnar oft hvað margir eru fúsir til að hanga í þessum og öðrum félagsskap, emungis til að gefa af sór misjöfn eftir- dæmi, og án þess aðíhugahvortbreytni þeirra vinnur málefninu í hag eða ó- hag). “Það eru nú fieiri en ein hlið á þessu máli eins og öðrum málum”, mælti Grímur, og var nú rómurinn alt i einu orðinn alvarlegri; “Þorbjörn er, serðu, einn af þes?um evvör kómísku mönnum, Sem þjóð vor á svo endanlega fátt af, og þegar hann er kominn í hóp með kunningjum sínum, þeim er hann finnur að liafa dálitla interest í liinum mest brennandi lífsspurnsmálum þjóð- flokks vors í þessu landi, þá er hann ekki svo leiðitamur að hann láti eggjast af óvitrum afturhaldsmönnum, sem kanske 'eru jafnvel nýkomnir í þetta frjálsa land, skiljandi ekki hvað það er í raun og veru að vera liberal í anda og sannleika, Ég fyrir mitt leyti get ekki bleimað hann fyrir það, þótt hann sé svo praktiskur i sinum hugsunarhætti, að finna hvað absörd það væri að sneiða hjá þeim tækifærum, sem gera hans líf og hans lífsstefnu léttara og heillaríkari í þjóðiegu samlifi, enda er ég alveg sjúr á því, að Þorhjörn trítar hvorki mér né öðrum i illum tilgangi, og þú að likindum ekki neitar því, að tilgangurinn helgar meðalið, gerirðu ?” Það var komið all-mikið kapp í Grím, og sáég að betra myndi að vera ekki of stífur á móti, samt gat ég ekki látið talið detta niður svo snögglega. Ég gat þess hve undarlegt mér virtist það, að þó maður léti sér standa á sama hvað aðrir segðu um þá í það og það sinnið, þá skyldi hann metaað vett- ugi sjálfs síns ákvæði: loforðið að við- lögðum drengskap og œru, Um að bragða ekki áfengi, og að þvi er tilgang verkn- aðarins snerti, gæti ég enga afsökun sóð, því flestir mundu láta alveg óhugs- að samband hans (verknaðarins) við nokkurn tilgang. Ég fyrir mitt leyti kvaðst vera þeim mönnum miklu þakk- látari, sem aldrei gengju í neitt fólags- bindindi, en hinum, sem leiddir eða ó- leiddir gengju í einhverja “Stúku” og bindust hinu fagra heitinu að standast freistingarnar og vinna af alhuga að út breiðslu bindindisins, en tækju sér svo í staupinu þegar fyrsta tækifæri gæfist, eða—jafnvel gerðu sér ferð að heiman til að leita að slíkum tækifærum ! Það leyndi sér ekki á svip Gríms, að |ég myndi hafa sagt nógu mikið, enda bjóst ég ekki við að verja þetta mál frekar. En auðvitað var honum í mun að geta átt síðasta orðið, eins og oftast er regla Vestur-íslenzkra mælsku manna, þeirra sem nokkuð vilja láta til sín taka. * “Ekki ugði mig það, fóstri, segi ég, eins og fornmenn endur fyrir löngu”, mælti hann, “að jafn-skynsamur mað- ur sem þú er”—því með þessum og lík- um gullhömrum er oft siður manna í Winnipeg að reyna að slá þann af lag- inu, sem ræðúmaður álitur í svip- inn nógu grunnhygginn til að hrekjast svo liðugt af skoðun sinni—“vildir mo- listera þau betrandi álirif, sem það hef- ir, að minnsta kosti á ungdóminn, að sem liestir verði meðlimir Good-Templ- ara-orðunnar, og það ætti þó sérstak- lega að vera fagurt af einum familíu- föður að vera nokkurskonar “semper- paratus” til betra og fegra lífs; og ef það megnar ekki að framleiða Jivintess- ið í mannlíftnu, ja, ])á veit ég ekki ráð til þess. En að fara ætíð eftir því sem aðrir myndu segja um þetta; eða hitt, hygg ég að mætti flestu fremur með sanni kaflast vanitas vanitatum, gerir það ekki ? Ég vona nú að þú akseftir þetta, sem þann fakt, sem er eins rétt og korrekt hugsaðr eins ognokkuðþað, sem nútíðar hugsun í gjörfrjálsu landi getur dísædað”. — Þegar hér var kom- ið sögunni, vildi svo vel til, að þar bar að anna.n knnningja Grims, sem tók hanu tali. Varð óg feginn að losast við þjark þetta og bjóst til heimferðar í skyndi. Ég fann vel að ég var ekki vax- inn þvf, aö keppa um málefni við neinn þann, sem eigi gat varist að tala næst- um annaöhvort orð latínskt eða að minnsta kosti óíslenzkt. Reyndar vissi ég að Grímur myndi ekki rista djúpt í tungumálum heldur, en eigi leyndi það sér, að hann Var einn þeirra mörgu Winnipeg-íslendinga, sem eru einkar næmir á að hafaeftir og slá um sig með ýmsum vöndum orðum, sem ef til vill gætu komiö andmælanda i skilnings- þrot. og gert hann hlægilegann, með því að honum yrði annaðtveggja að misskilja orðin, eða, sem neyðarlegra væri, að spyrja um þýðiugu þeirra, og opinhera ])annig fávizku sína, en menntunar yfirburðiþess, er þau mælti. Framhald.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.