Heimskringla - 05.07.1895, Síða 1

Heimskringla - 05.07.1895, Síða 1
ix. ÁR. WTNNIPEGr, MAN., 5. JtJLl 1895. NR. 27. Hann vék ekki. Drifhjólin velta fram æðislega’ ótt, öllu því boðandi helkomunótt stöðugt tilbúna, sem forðist ei frá, flýti sér lífinu borgið að sjá, flýi þau, viki úr vegi. Varðmaður e'mn, er af vagninum sér veginn hvar geltandi hundskepna fer, lúðurinn þeytti’, unz í loftinu kvað, líknar hinn veinandi hundsrómur bað; En flýði’ ekki, vék ekki’ úr vegi. Hann kyrrðist og framar sig hrærði’ ekki hót, hann herti sig geltandi vagninum mót. Sí og æ fram valt hið hraðfara hjói, og höfuðið emjandi í smáagnir mól. Það flýði’ ekki, vék ekki’ úr vegi. Vagninn á stöðinni’ er stöðvaður var, sem steinlostnir sáu menn óðara hvar aftan á vagninum fest hafði flík, fór einn til baka, kom aftur með lík. Það hafði ekki vikið úr vegi. Barnið, er svaf þar hinn síðasta blund, sést hafði fara um veginn með hund. Sem bezt hann gat. reyndi’ hann því bjargir að fá, svo beið hann þess sjálfur, sem fyrir því lá. Hann flýði’ ekki, vék ekki’ úr vegi. En þar skyldi með þeim, því hundslífið livarf, en himnanna sælu tók barnið sem arf — Mörg skepna sálugædd beygir af braut, ef bera skal einhverja náungans þraut. Hundurinn vék ekki’ úr vegi. J. 8. FRÉTTIR. DAGrBÓK. PÖSTUDAG, 28. JÚNÍ. Eldsvoði mikill í San Francisco, California, í gærkveldi—mostur bruni í 30 ár. Eignatjón metið á $2 milj. Útlit fyrir stríð milli Japaníta og Rússa og spáð það verði á skollið innan 3 mánaða, — ú; af Kóreu-skaganum, er Rússar vilja liafa uf Japanitum. Jap- anitar segjast óhræddir í vopnaviðskift- um við Rússa, en segja jafnframt að þeir leggi ekki út í annað stríðið svona undireins, nema þeir séu neyddir tij þess. Nokkrir merkir Japanítar láta á sér skilja, að heimurinn þurfi ekki að verða hissa, þó japaniskir hermenn sæ- ust komnir vestur alt til Pétursborgar innan 2 ára. Sannfrótt er frá Argentínu, að að- míráll Saldanah Da Gama, foringi Bra- zilíu-uppreistarmanna, hafi nýlega fyr- irfarið sér, eftir að hafa séð ómögulegt að hafa fram fyrirætlun sína. — Ætt hans er ein hin göfugasta í Portugal. Salisbwry lávarður, stjórnarformað ur Breta auglýsti á þingi í dag, að hann vænti eftir að uppleysa þingið á mánu- daginn 8. Júlí. Smá-orustur sifeldar á Cuba og gengur ýmsum betur. 1500 manns voru i stærstu orastunni, sem háð hefir verið nýlega. Mannfall mikið, LAUGARDAG, 29. JÚNÍ. Herstjóri Spánverja á Cuba hefir beðið Spánarstjórn um 14,000 hermenn til. Má af því marka að uppreistin sé með mikilfengasta móti, enda vona nú uppreistarmenn fastlega eftir sigri. Irar senda áskoranir um þvera og endilanga Ameríku um samskot í kosn- ingasjóðinn, því nú liggi á þar sem fóndur íra séu nú á veldisstól Breta.— Edw. Blake hefir gefið $5000 f sjóðinn og mælist það hjá flestum vel fyrirf— Meginhluti íra hefir ákveðið að fylgja Gladstone-sinnum að sókn, enda þótt þeir séu ekki sem ánægðastir með fram- komu þess flokks á meðan Roseberry hélt stjórnartaumunum. Sex menn biðu bana við húsbruna í Minneapolis í gær. Eignatján $100.000 Fyrir all-löngum tíma sendu stór- veldin öll í Norðurálfu róttarbóta-frum- varp fyrir Armeníumenn til Tyrkja- soldáns, en hafa siðan ekkert svar fengið frá honuin. Svari hann ekki þessa dagana fær hann annað sameigin- 'legt ávarp og verður þar gefinn ákveð- inn dagafjöldi til að gefa afgerandi svar. Óánægja mikil er á Nýfundnalandi yfirfjárveitinga-niðurfærslu stjórnarinn ar, þýkir illa hafa verið á haldið. Em- bættismanna laun hafa helzt ekki verið snert og embættismönnum ekki fækkað þó gerlegt þætti, og það að nokkrum mun, en veitingar til alþýðuskóla gerð- ar ótækilega litlar, svo og fjárveitingar til vegagerðar og annara nauðsynja verka. Aftur liefir stjórnin ákveðið að lækka laun þingmanna, en þeir tska því illa og lítur nú út fyrir að stjórnin byltist þeirrar óánægju vegna. MÁNUDAG. 1. JÚLÍ. Hinn nafnfrægi enski vísindamaður og af/nostic, Thomas H. Huxley, lézt að heimili sinu í útjöðrum Lundúnaborg- ar nálægt Eastbourne á laugardaginn 29 Júní, 80 ára gamall. Hann hafði verið heilsulítill og annan sprettinn veikur síðan með byrjun Marzmánaðar í vetur. Fyrir háifum máuuði sló hon- um niður aftur, og reis hann ekki úr rúminu framar. Hann lætur eftir sig ekkju og 2 uppkomin börn, son og dótt- ir. — Þessa merkismanns verður nánar getið í næsta blaði Aldarinnar. Af liinu nýmyndaða ráðaneyti Sa- lisbury’s ráða írar, að þeir þurfi ekki að vonast nema hins versta af hendi stjórnarinnar. Minnismerki Maisonneuves þcss, er fyrstur bygði hús og ákvað bæjarstæði á eynni sem Montreal nú skipar, var f dag afhjúpað þar í borginni. Kostaði $25,000; altprivat samskot bæjarmanna. 255,327 innflytjendur komu til Bandarikjanna á síðastl. ári (til Júní- loka), en það er rúmlega 30,000 færra en næstaár á undan. 2,500 fengu ekki landgöngu ,vegna fátæktar. ÞRIÐJUDAG 2. JÚLÍ. Bæjarráðsoddvitinn í Havana, Cuba, kom til Nevv York í gær og segir Bandarikja-menn að«l-orsökina í upp- reistinni og ófriðnum á eynni, semhann segir að komi að engu haldi, Spánar- stjórn hljóti að sigra um síðir, en því trúir hann að ófriðurinn endist eitt eða tvö ár enn. Evrópu-menn á Formosa eru í hættu mikilli, þyí ekkert hlé er áófriðn- um þar, en nú er felli-veðra-tíminn að nálgast og hafa öll herskip við eyna þessvegna fengið skipun um að hafa sig burt þaðan í bráð. í gær jók Jón gamli boli (Bretar) útibú sitt í Afríku með landspildu sem er 1 milj. ferhyrnings mílur að flatar- máli. Keypti þessa sneið að brezka Austur-Afriku-félaginu fyrir $250,000, eða 25 cents hverja ferh. mílu. Um þetta land á hin fyrirhugaða járnbraut til Yictoria Nyanza-vatns að liggja. Tekjuhalli Bandaríkja stjórnar á fjárhagsárinu, er endaði 30. Júní þ. á., er um eða yfir $431 milj. — Gullsjóður stjórnarinnar í lok mánaðarins varkom- inn upp í $107J milj. Norskt gufuskip, “Oskar II.”, er nýkominn til Tacoma, Wash., frá Vladi- vostok f Síberíu og segir skijistjórinn alt útlit á að Rússar séu að búa sig í herferð til Japan. í Vladivostok segir hann nú 80,000 hermenn og altaf að fjölga. MIÐVIKUDAG 3. JÚLÍ. Þingi Breta verður slitið á laugar- daginn kemur og það uppleyst á mánu- daginn; innan 3 vikna eiga s\’o kosniug- ar að verða afstaðnar,—Á fundimiklum í Lundúnum í gærkvöldi sagði Roseberry lávarður að aðal-kappsmál síns flokks í kosningunum yrði takmörkun valdsins í lávarðadeildinni. J. W. Foster, fyrverandi utanríkis- stjóri Bandarfkja, sem var umboðsmað- ur Kínastjórnar við Japan-Kína friðar- samninginn, kom til Vancouver, B. C., með C. P. R. skipinu “Empress of China,” á þriðjudaginn var. Ófriðlegar horfur í veldi Tyrkja. Von á upphlaupi þá og þegar í Masedón- íu og ófriður yfirvofandi milli Tyrkja og Búlgaríu-inanna. Kristni-útbreiðslufélagið “Christian Endeavor,” setur ái-sþing sitt í Boston, Mass., á þriðjudagiun kemur. Búizt er við að þar komi saman 50,000 kjörnir erindrekar félagsdeildanna úr öllum átt- um heimsins. FIMTUDAG, 4. JÚLÍ. E. B. Harper, forseti Mut. Res Fund-lffsábyrgðarfél., sem flestir Is- lendingar þelckja. lézt í New York f gær eftir 2. mán legu, 53 ára gamall. Nýfundnalandsþinginu var slitið i dag. Uppreistarmennirnir á Cuba eru að kaupa 3 torpedo-báta á Frakklandi. Orða-belgurinn. RÆÐA, flutt á skemtisamkomu Islendinga í Alberta 81. Marz 1895. Heiðraða samkoma! Það hefir ekki ósjaldan heyrzt sú á- lyktun til ýmsra manna, að samkomur og mannfundir hefðu litið gott eða nyt- samlegt að þýða ; þær eyddu tíma, en glæddu hégómaskap og stærilæti, nær væri að sitja heima, já, jafnvel liggja upp í rúmi sinu og gera ekkert, en vera að gera sig að gikk; þeir, sem væru að hvetja til þessa, gerðu það oftast i eig- ingjörnum tilgangi, til aö láta bera á sér, miklast af því ög fram eftir þeim götunum; alt sæti þó við sama eða verra, um það, setn betur ætti að fava; og svo hafa þá sumir þessara roanna eft ir á sezt á dómstólinn, til að dæraa um gerðir hinna, en nentu ekki að vera sjálfir viðstaddir til að: gera annað- tveggja: skemta öðrum, eða láta í ljósi skoðun sína á einhverju nauðsynlegu málefni og laga þannig og leiðrétta það, sem þeir—heima i rúmi sínu—sjá, eða þvkjast sjá, inega betur fara í aðgerð- um hinna. Með því að slíkur hugsun- arháttur xnun enn ekki með ðllu horfinn þá sýnist ekki fjarri réttu, að skýra fyr ir sér, livort þetta sé í raun og sann- leika svo, að samkomur manna miði til einskis góðs, eða jafnvel til ills; væri svo, myndi bezt að hafa löngu síðan lagt þær niður, eins og alt það, sem ekki heflr neina góða né göfuga þýðingu fyrir mannlífið. Hvað eru samkvæmi og samfundir? I öllu falli félagsleg samnautn, gleði, á- nægja og unaður. I hinum fagra Eden yndis og ánægju, vildum vér eflaust all- ir vera sem oftast. Allir, frá barninu, er það fyrst veit að deila hrygð frá gleði til hins ellihruma gamalmennis, kjósa heldur sælu, en vansælu, meðlæti en mótlæti, gleði, en sorg ; þetta er nátt- úrulivöt fyrst og fremst, alls þcss sem lífsanda dregur, en þó sérstaklega mann anna, vegna þess, að þeir fremur öðr- um dýrum eru þess umkomnir, að meta dýrmreti gæða lífsins, raota mismun sælu og vansælu. Þeir eru líka langt um fram önnur dýr, vaxnir því, að gera sér margt til yndis og ánægju;' þeir geta með mörgum hætti leitt ljóð gleðinnar inn í hýbýli sin, inn í hjörtu sín og annara, til þess að eyða skugga- myndum hrygðarinnar. Þaðer að vísu satt—ég veit það—, að margur á við ervið kjör að búa, að margur er sá sem bágt á með að gleðjast; enmun það ekki líka oft koma til af því, að menn horfa oftar á hina dimmu, ógeðfeldu hlið lífs- ins, og standa þannig óbeinlínis móti ÁMldnightWalk; rí I with a colicy baby or a colicy stomach < I isn’t plcasant. Either can be avoided I by keeping a bottle of Perry Davis’i ' Pain Kili.ER on tlie medicine shelf. It ; is invaluable in sudden attacks of Cramps, 1 I Cholera Morbus, Dysentery and Diarrhœa. ÍJust as valuable for all external pains. Dosk—Onetoa8i>oonful in a half glasa of water or mllk (warm,r»f'conventent). því, að geislar gleðinnar og vonarinnar fái skinið inn í hús þeirra oghjörtu, fái vermt það, sem dauft er og dapurt. Yf- ir höfuð er daglega b'finu svo varið, að öllum jafnaði, að það öllu fremilr er j samfara árpynslu og þreytu, er lýir,: eigi síður anda mannsins en likama, heldur en það lyfti honum mikið upp, eða örfi hannn til æðri og skemtilegri bugsana.aðég ekki tali um það sem fjöldi I manna verður að líða, sem sífeldlega er kafinn þrælkun og vöntun. sem varla á ráð augnrtbliksstundar, til hvíldar og hressingar sínum æðra manni. Það sýnist því yfir höfuð gott og nauðsyn- legt að gefn sér stöku sinnum tíma til að skemta sjálfum sér og öðrum og live eðlilegt er, eða sýnist. að ungir og eldri fagni því, aðhafa sjíkt tækifæri, eiga sér fría stund, er miði til að tvistra því og eyða sem hamlar svo mörgum frá að geta notið óskiftrar gleði. Er það ekki sannarleg bragðbreyting fyrir mannbf-1 ið, að koma saman stöKusinnum til að njóta gleði og skemtana af ýmsu, sem liver einstakur hefir ekki daglega kost á, svo sem leikritum, söng, dans, fim- leikum, upplestri á verkum ýmsra ágæt ismanna, ræðuhöldum, skemtilegum samræðum m. fl. Jú, sannarlega. Eg er viss um, að þær stundir, sem varið er til þessa, raargborgast hjá öllum dugandi mönnum. Vér höfum nú gert oss lítilfjörlega grein fyrir því, að sam- komur og mannfundir auki ogefli gleði og ánægju vora, nú ætlum vér að sýna fram á að almenn samkvæmi séu nauð- synleg, já ómissandi fyrir framför og vellíðun maunfélagsins. Ekkert, já, alls ekkert hnekkir meira alb i andlegri og verklegri samvinnu manna en fyrir- litning og óbeit á því að sækja mann- fundi og samkomur. Sá hugsunarhátt- ur, sem hefir ríkt og því miður ríkir enn hjá of mörgum, að alt þesskonar sé með öllu gagnslaust, sýnist á litlujn röL um bj’gður. Þess sjaldnar sem nienn konra saman, því meir fjarlægjast þelr hverir aðva í skoðunum sínum og hugs- unarhætt'; hið andlega lif verður dofið og dáðlítið og menn missa að meir og minna lej ti traust hverir til annara, fá ýmigust öllum nýmælum og tilbreyt- ingum og vilja svo helzt lifa einir sór, haldandi mikið af því, að sá hafi bezt iir býtum, sem búið getur að sínu einn. Það er : uðvitað undirorpið me:ri og minni ári ynslu og fyrirhöfn að sækja mannfun ii, eins og flest, sem vér ge,* um, en i>egar þess er réttilega gætt, hve mikl i góðu slikar samkomur geta komið t.i ieiðar, ættu mönnum ekki að miklasuíLI ...’iiOieikar, sú tímatöf. Öll samkvæmi geta miðað til einhvers góðs; það fyrsta, sem menn græða við slík tækifæri er það. að kynnast hverir öðr- um, og við það, að öðlast mannþekk- ingu, fá menn ljósari og fastari hug- mynd um, hver styrkur er að liVerjum einum í framsókn og baráttu lífsins. Fyrir viðkynningu komast menn, eða að minnsta kosti geta komist, í nánara andlegt samfélag. Með því að gera hverir öðrum skoðanir sínar kunnar og samrýma þær, að því leyti sem unnt er, fá menn vaxandi tiltrú og um leið fastari stefnu til framkvæmda, og það er eitt af aðal-skilyrðum fyrir því, að samvinna og félagsskapur gangi vel. I mannfélaginu er því svo varið, að eng inn er svo sjálfstæður, enginn svo sæll né voldugnr, að hann þurfi ekki annara ; við á einhvern hátt, ef ekki til annars, þá til að gegna kröfum og þörfum hins! almenna, og hvað er þá hentari staður ; til að sameina krafta og hugi manna, en j á opinberum mannfundum. Á samkom | um venjast meun smámsaman við að setja fram hugsanir sínar með Ijósum og 8kipulegum orðum, oger það farur og nauðsynlegur lærdómur. Þar getur snillingurinn, roentamaðurinn, orðið leiðandi maður í stórum st.ýl; þar getur hann sliýrt fyrir fjöldanum hið ýmsa toi skilda og þýðingarinikla og beint með þvi hugsuu og þekkingu manna í róttari stefnu. Margur maður, sem er gæddur góðri greind, sem hugsar margt gott og gagnlegt, kemur of seint, stund um aldrei, fram fyrir almenning með hugsun sína; honum finnst hann ekki geta það, ekki kunna lag á því, honum finnst það eitthvað svo mikið, því hann hefir ekki vanið sig við það; hann álítur að það sé að eins einstöku framúrskar- andi garpar, sem eigi að hafa “orðið.” but don’t try to patch np a linperinj cough or cold by trying experiraental romedies. Take PYNY - PECTORAL and reliof ís certain to follow. Curos the most obsf inato coughi, coldi, sore throats, in fact every form of throat, lung or bronchial inflammation in- duced by cold. . J-iirgo liottle, 25 Ceut*. Fyrir þessa sök standa svo að segja hjá stórir hópar af mönnum, sem ella gætu verið góðir liðsmenn. Hve skaðlegt þetta sé, getur ekki dulizt neinum hugs andi manni. Til að lagfærá þetta, til að fá sem flesta til að leggja fram góð- an skerf hugsana sinna sér og öðrum til gagns og sóma, eru mannfundir betur lagaðir en alt annað. Eftir því sem þau tækifæri eru fleiri, verður æfingin jafnari og mannamunurinn minni. Þá venjast menn smámsaman við að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, sem er sú bezta og farsælasta regla fyr- ir hvern mann. Ég liýzt nú við að menn hugsi og segi. að vér höfum nú samkvæmi, í hverju vér njótum mestrar og beztrar ánægju, nefnil., fjölskyldufélög vor. Já, það er víst og satt. Hversu oft er- um vér ekki sælir á heimilum vorum ■ mitt í hóp vorra nánustu, mitt á meðal þeirra, er vér unnum heitast, finnum vér hina varanlegu gleði, þar lifnar og þróast sú gleði, sem er grundvöllur allr- ar sannrar gleði og skemmtana á hin- um almennu samkomum vorum. Eða hvernig mun sá sem oftar en sjaldnar er linípinn og hnugginn á heimili sinu sem sjaldan sér þar gleðisólina skína í heiði, sem stynur og andvarpar undir virkilegum hiba og þunga heimilislífs- ins, hvernig á hann, segi óg, að geta alt í einu varpað af sór þessu fargi og komið svo fram opinberlega á mann- fundum, glaður og skemtandi. Er ekki ástæða til að halda að sú skemtun hlyti að verða blandin af hinum daglegu heimilisháttum lians. Til þess því að geta verið glaður, gagnlegur og skemt- andi á opinberum stöðum, til þess að geta sjálfur glaðzt og leitt gleðina inn í hjörtu annara, þarf heimilislífið að vera kryddað með gleði o: ánægju. Þar er staðurinn og tækifærið til að efla og gróðursetja hina sönnu varanlegu gleði, og það er sannarlega ávöxtur þeirrar gleði, sem kemur fram i þeim stýl á hinum almennu samkomum vorum. Nú kann einliver að hugsa : Ef ég hefi var anlega gleði á heimili mínu, þá þarf ég ekki að fara um langan veg á mann- fundi. ég finn þar ekki betri skemtun né gleði en heima, og hvað á ég þá að gera þangað. Þetta væri nú að miklu leyti eðlileg og rótt liugsun, ef ekki væri að ræða um annað stærra félag, en hús- félagið. Með því vér allir erum með- limir mannfélagsins, þá ber oss að taka hlutdeild í öllu því semeflir farsæld Jiess og heiður með hverjum hætti sem það er. Og þótt vér séurn svo ánægðir og glaðir, að oss þyki sem ekki só við að bæta í því tilliti, vitum vér þó fullvel að ætíð eru þeir til meðal vor, sem eru hryggir og daprir i huga, og sem því þurfa að gleðjast og uppörfast af hlut- tekningu vorri. Þannig miðaopinber samkvæmi oe mannfundir til gagns og skemtunar, til að efla og glæða andlega samvinnu og verklega framkvæmd i borgaralegu fél- agi, svo framarlega, að þeim tækifær- um sé haldið innan réttra takmarka. Það á við um sainkvæmi og mannfundi sem allt annað, að iiófið er bezt í hverj- um leik, og mér kemur ekki til hugar, að segja. að þessa só ætíð gætt, sem skyldi. Alt það, sem fram fer í sam- kvæmum manna. þarf að vera svo, að það sambjóði kurteisi og velsæmi; að þar sé haft um hönd að eins það, sem miðar til að fága vorn innra mann og losa huga vorn við hégómaskap og heimsku, en efla mannúð, kurteisi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og það mitt í þvi, að menn eru að skemta sér, í einu orði sagt : hafa þar ekkert um hönd, sem menri þurfa að minka sig fyrir, eða sjá eftir. Þannig lagaðar 'samkomur, eru nauðsynlegar, og láta ætíð eitthvað nytsamt eftirsigsemkost- andi er óinaki til. J>r. JI. F. 3Ierrill» Afleiðingarnar gera Yísmdamenn forviða. AYER’S KllI'HíI - pLI’Íllll — medal — km engan jafninoja á FRAMBURÐUR ALÞEKTS LÆliNIS. “Ayer’s Sarsaparilla á ekki sinn jafn- ingja sem blóðhreinsandi meðal og sum- ai-meðal og verður ekki nægiiega lofað. F.g hefi tekið eftir verkunum hennar á langvarandi sjúkdóma, þar sem önnur meðul höfðu reynst árangurslaus, og ég hefi orðið forviða á afleiðiugunum. Ekk- ert annað blóðhreinsandi meðal sem ég hefi reynt, og ég hefi reynt þau öll, er eins gagnverkandi og bætir jafnmarga sjúkdóma til fulls, eins sg Ayers Sarsa- parilla. — Dk. H. F. Merrill. Au- gusta, Me. AYER'3 eln. Sarsaparilla á heimssýningunni. AYERS PILLS fyrir lifur og innýfli. þakka það og gleðjast af því — í plázinu því arpa, sem sumir blessaðir dánu- mennirnir álíta þó alt annað en Paradis á vorri jörð, ég trúi öllu fremur það gagnstæða. Og því skyldi það ekki gleðja oss, sem meira er öllu hinu, góður félagsskapur, friður og samlyndi byggð- ar-manna, þrátt fyrir það, þótt hér sé okkfltt k.úgunarvald, til að þvinga oss. Það er enn eitt, kæru tilneyrendur! sem gerir oss þessa samkomu svo þýðingar- mikla, svo upplífgandi oghressandi; það eru árstíðaskifti þau, sem nú standa j-fir, og sem nú fylla huga vorn fögnuði og von. Veturinn sem nú er að kveðja oss, skilur eftir flestum innbúum þess- arar bygðar bærilega endurminningu um sig. Þótt hann væri stundum kald- ur og óbhður, þá hefir þó hagur vor framleiðzt farsællega. Giaðir og þakk- látir kveðjum vór því þenna vetur og óskum að afkomuvegur vor verði ekki lakari eftirkomandi vetra. Og hve fagnandi, hve vonglaðir, hve hugrakkir, heilsum vér ekki vorinu, þessum endurlifgunardegi náttúrunnar og alls þess sem lífsanda dregur, þessari indælu árstíð, sem leysir fóstru vora úr járnfjötrum kulda og klaka. Og hve mjög gleðjumst vér ekki í voninni um hina bliðu daga sumarsins, sem sýnaoss enn á ný náttúruna í sínum óviðjafn- anlega fagra skrúða. Jafnvel vór sjálfir, endurlífgumst, vöknum, eins og til nýs lifs, nýrrar starfsemi og áhuga með vor- inu; verðum sem nýir menn og kepp- umst við, með skj-nsamlegri fjTÍrhj-ggju og atovku, að nota oss það í tíma, sem sumarið fram reiðir fj’rir oss á nægta borði náttúrunnar. Til einnar slíkrar samkomu hefir verið stofnað hér á þossu kvöldi. Það er skemtisamkoma. Vér höfum tekið oss þessa stund, til að samgleðjast hver- ir öðrum, til að iáta liggja vel á oss, og sýna, að vér séum ekki ánauðugir þræl- ar stöðu vorrar og starfa; sýna : að táp og fjör og frísk'r menn, finnast en”með. al vor Islendinga. Vér Alberta-menn, vér Islendingar, sem liöfum tekið oss bólfestu í þessu plóssi, höfum sannar- lega gilda og góða óstæðu, til að koma saman og gloðjast; vór ernm enn ekki afskiftir af gæðum lífsins, þrátt fj’rir það, þótt plázz þetta hnfi ekki átt upp á háborðið hjá ýmsum miður sanngjörn- um mönnum; þrátt fj-rir það, þótt þeir Liafi re.V nt að sverta það svo biksvörtum litum að hver fjærverandi maður mundi snúa við því bakinu; þrátt fvrirþaðsegi ég standa þó þau ummæli óln'akin enn. að nýlenda þessi standi engu ver að vígi hvað efni og afkomuveg snertir, en eidri s.ystur hennar, þegar alt sem að þeim samanburði iýtur, er sanngjarniega til greinar tekið. Eða þá vér hinir mörgu sem ekki áttum bjargálnir, til að firra oss vergangi þegar vór komum að aust- an úr sælunni, þar sem drýpur hveitiog hunang af hverju strái; er það ekki virkilegt gleðiefni fyrir oss, að minnast þess, hvernig oss hefirliðiðíþessuplázzi, minnast þess, og viðurkonna að oss hofir liðið betur, en likur stóðu til; or það ekki þess vert, að dáðzt að því, Þannig er það margvíslegtgleðiefni, er vér höfum á þessu skemtikveldi; og vér vonum að eiga enn fyrir hendi mörg skemtandi og gleðjandi samkvæmi í bygðarlagi þessu. Með hugheilustu ósk- um um gleðilegt sumar og farsæla fram- tíð til j'ðar allra, enda ég tölu mína, sem ég bið j’öur velvirðingar á. JÓNAS J. HuNl'ORD. VKITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN DR, BAKINfi P«M»tR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Creani of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óboll efui. 40 ára reynslu.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.