Heimskringla


Heimskringla - 05.07.1895, Qupperneq 3

Heimskringla - 05.07.1895, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 5. JÚLÍ 1895. 3 Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin. Eftir Jules V°rne. grísk-kaþötelcil byskupssetur, er færir með sér virðingu og stórbæja-brag. Mannflokkar margir byggja bæinn og meðal þeirra margir Tartarar, er sérstakt kapp lögðu á að vérnda austræna siðu og viðhalda þeim. Þó aðal-bærinn væri svona langt upp frá bryggjunni, var fjöldi fólks á bryggjunni, hafði safnast þangað til að fá fréttir. Governorinn í því héraði hafði geflð út sömu skipunina og sá í Nijni-Novgorod, og því var fólkið þyrst í nýungar. Þar voru Tartarar i erma- stuttum kápum, með uppmjóar barðabreiðar húfur. Þar voru aðrir í skósíðum, grófgerðum yfirhöfnum, með litlar húfur á höfði. og litu svo út til að sjá eins og pólskir Gyð- ingar. Þar var kvennfólk í marglitum útsaumuðum bolum, með nokkurskonar kórónur á höfði í líkingu við hálf-mána. Lögregluþjónar og Kósakkar með nakin vopn í hönd- um voru hvervetna, til að halda reglu og aðgæta nákvæm- lega alla sem fóru af skipinu, og sem fóru út á það. Þeir sem fóru af skipinu voru Asiu-menn, en þeir sem bættust á það voru borgarar, sem dvalið höfðu í Kasan. Strogoff athugaði alt þetta stímabrak, sem æflnlega er svo mikið á bryggjum niðri, þegar gufuskip eru á ferðinni, en ekki fór hann í land þó Kákasus ætti að dvelja klukkh stund. Það sem aftraði honum frá landgöngu var Nadia “systir” hans. Hann vildi ekki skilja hana eina eftir frammi,og hún var ekki komin á fætur enn. Fregnritamir báðir höfðu risið úr rekkju með sól, eins og góðum veiðimönnum sæmdi. Þeirfóru í land og blönd uðu sér inn í fólksfjöldann, sinn í hvoru lagi og fór hvor eftir sínu'höfði, að því erfréttaieit snerti. Englendingurinn reit niður alt sem hann heyrði og dró myndir af öllu sem honum þótti eitthvað sérlegt við. Fransmaðurinn aftur móti lét munninn ganga, reit minna í bók sína, en lagði svörin á minnið, sem hann líka mátti, því það brást hon- um aldrei. Það var almennt talað hér eystra, að uppreistin væri orð in æði umfangsmikil, og vist var það, aö flutningur og ferða- lag austur og að austan gekk mjög seint og stirðlega. Alt þetta frétti Strogoff án þess að fara í land. Nýir farþegjar sögðu svo mikið, Þessar fréttir fengu honum mikillar á- hyggju, og óskaði hann innilega að hann væri kominn aust- ur yfir Uralfjöll, svo að haun sjálfur gæti dæmt um sann- indi fregnanna og um leið búið sig betur undir ferðina. Hann var að hugsa um að ná í greinilegri fréttir hjá borgara einum í Kasan, sem kominn var fram á skipið, þegar hugur hans alt í einu var hrifinn í aðra átt. Meðal farþegjanna, sem voru að fara af Kákasus, þekkti Strogoff nokkra af trúðurunum, er hann hafði séð að leik í Nijni-Novgorod. Og þar á meðal þeirra var stóri giftinn og konan, er hann átti við um kvöldið á bekknum framundan húsinu. Með þeim, og eflaust undir þeirra stjórn, voru nú um 20 dansarar og söngmenn, konur og karlar á tvítugsaldri og þar fyrir innnan að fara í land með kápur miklar vafðar um sig, svo að ekki sást í glitbúninginn, sem nauðsynlegur er á leiksviðinu. Þó náði sólin i stöku stað að skína á lát- úns- og blikkspengurnar og skildina, og flaug þá Strogoff í hug, að þetta hefði það verið, sem glóði í náttmyrkrinu, þeg- ar eldstraumur upp úr reykháfnum lýsti upp þilfarið augna- blikísenn. “Það er au ðætt”, hugsaði Strogoff, “að giftar þessir, eftir að hafa verið undir þiljum niðri allan daginn hafa í gærkveldi farið upp á þilfarið og búið um sig fyrir nóttina með fram stýrimannshúsinu. Voru þeir virkilega að forðast eftirtekt ? Víst er það ekki siður þess þjóðflokks”. Hann efaði nú ekki lengur að orðin sem hann heyrði um nóttina, og sem svo greinilega snertu sjálfan hann, höfðu farið á milli hjúanna, er hann hafði kynnzt, stóra giftans og konunnar með Mongóla-nafninu: Sangarre. Ósjálfrátt færði hann sig nær landgöngupallinum, þegar þessi flokkur var að tínast í land alfarinn af skipinu. Þar var stóri gift- inn og var auðmýktin og undirgefnin sjálf, af ytra áliti að dæma.en sem illa varð samrýmt við siði þess flokks. Það mundi hver maður hafa álitið að hann vildi helzt að enginn tæki eft- ir sér. Gamla liattræfilinn sinn, beglaðann og götóttann, togaði hann niður á andlitið svo langt sem liann gat komið bonum. Hann gekk kengboginn og vafði sig í víðri og þungri kápu, þrátt fyrir hitann sem kominn var, þó skammt væri liðið á daginn. í þessum ræflum var óþægilegt að gera áætlun um stærð mannsins eða útlit. Nálægt honum gekk kona hans Sangarre, á þrítugsáldri að sjá, há og vel vaxin, dökk að yfirlitu.n, með ljómandi falleg augu, glóbjart kár, og bar sig vel eins og drottning væri. Margir dansararnir voru sérlega fríðir sýnum og ekki leyndi andlit þeirra hverrar ættar þeir voru. Yfir höfuð eru gifta-stúlkumar laglegar, enda er það ekki ósjaldan, að rússneskir aðalsmenn, sem ekki vilja vera langt á baki Eng- fendinga hvað sérlyndi snertir, leita sér kvonfangs í flokki giftanna. Ein dansstúlkan var að raula vers fyrir munni sér bálf-hlægjandi, er hún hoppaði af bátnum upp á bryggjuna og hvarf í mannþrönginni, Bæði rím og braga rháttur á vís- unni var sérlegur mjög, og er fylgjandi erindi sem næst réttri þýðingu : “Glóir gullið bjart I gljásvörtu lokkunum mínum; Blóðrauðir kórallar kring Um kverkar og háls á mér liðast. Eins og léttfleygur fugl Fer ég um jarðarlönd öll”. Stúlkan hélt áfram að syngja, en Strogoff hætti að klusta, enda sýndist honumekki betur en Sangarre vera að virða sig fyrir sér, rétt eins og vildi hún festa svip hans í ainni sér, Innan stundar sneri hún samt burt og fylgdi karli, manni sínum. í land. "Hún er djörf, þessi kona”, hugsaði Strogoff með sér. "Ætli það sé mögulegt að hún hafi Pekkt mig aftur frá því í fyrrakvöld ? Það er sízt fyrir að synja. Þessir grítis giftar hafa kattaraugu ! Það er vel lik- |egt að hún þekki.....hér datt honum í hug, að stökkva 1 land á eftir þeim og sjá hvað af þeim yrði, en, “nei”, hugs- aði hann svo samstundis. "Ekki tjáir það. Ekkert fljót- ræðí má eiga sér stað. Færi ég að elta þau, gæti komist UPP hver eB er- Svo er og hitt. Úr því þau fara á land hér, verð ég á undan þeim yfir landamærin, verð komin austur yfir Uralfjöll áður en þau ná landamærunum. Yitaskuld ®tla þau sér að fara beint austur um Ishim frá Kasan, en duglegir Síberíu-hestar með léttum vagni [fara líka harðara, en tvíhjóluðu gifta-kerrurnar. Vertu óhræddur, vinur Kor- panoff !” Þegar hér var komið, var Sangarre og flokkur nennar horfin sjón Strogoffs í mannfjöldanum áárbakkanum. Kasan er rettnefnt “Asíu-hliðið”, og þungamiðjan, sem að ser dregur meginhluta allrar Asíu og Síberíu verzlunar. arkoma saman tveir aðal-vegirnir austur yfir Uralfjöll, en P eiðm um Perm sé lengri, þá var hún heppilegar kjörin > rogoff, því það er aðal-þjóðvegurinn. Og frá Perm til Ek- erenborgar og Tiomen er póstvagn alt af á ferðinni og andræðalaust að fá óþreytta hesta á hverri þóststöð, sem þar eru aldir á kostnað Rúswlandsstjóauar. Sú braut og sá ferðbúnaður helzt ósl’.linn austur um Síberíu frá Ishim alt til Irkutsk. Sem sagt, er hin brautin frá Kasan beinni austur til Ishim, þvl þar koma aftur saman þjóðvegirnir. en þó hún se St'yttri, þá er hún seinfærari, af því þar er enga póst- vagna að fá. Vegnrinn er lika verri og þorpin sem hann liggur um fátækari, og þess vegna illt að fá hesta eða nokkur reiðfæri. Tilgáta Strogoffs, að hann yrði á undan giftunum austur yfir fjöllin, þrátt fyrir sveginn suður til Perm. var þvi í alla staði hin líklegasta. Klukkustund síðar blés Kákasus til brottlögu og varð þá troðningur mikill meðal gamalla og nýrra farþegja að komast fyrstir manna fram á skipið. Eldviður allur hafði verið borin fram, og nötraði nú í viðum skipsins undan gufu þrýstingunni, sem ekki fekk greiðan útgang fyrr en 'landfest- ar voru leystar. I þessu, mitt í ærslunum að komast um borð, tók Strogoff eftir þvi, að annan fréttaritarann vant- aði. Englendingurinn var kominn, en Fransmaðurinn sást hvergi, og leit út fyrir að hann mundi verða eftir. En rétt þegar verið var að leysa skipið sást Fransmaðurinn koma hlaupandi sem óður væri. Þegar hann komst á bryggju- brúnina, var Kákasus laus orðinn frá landi og var óðum að breikka vökin milli borðstokks og bryggju. Fransmaðurinn óttaðist ekki vökina og hugsaði sig ekki tvisvar um hvað gera skyldi. Hann hóf sig á loft á hlaupinu, hentist sem ör af boga yfir vökina og kom niður í mannþröngina á þilfar- inu og lenti um það í fanginu á Englendingnum, sem varð fyrst fyrir að segja: “Ég hélt að Kákasus ætlaði að skilja þig eftir”. “Það hefði þá ekki gert mikið”. svaraði Fransmaðurinn. “Ég hefði ekki verið lengi að ná ykkur, Ég hefði keypt hát fyrir peningana hennar frænku, eða pósthesta, og goldið 3o kopekka fyrir hverja verst, — eða farið á hestbaki. En það var ekki á góðu von, það er svo skolli langt frá bryggjunni upp á telegraph-stofuna!” “Fórstu þangað?” sþurði Englendingurinn og beit stint á vörina. “Já, það var einmitt það, sem tafði mig”, svaraði Frakk lendingurinn brosleitur. “Kemst skeyti til Kalyvan enn?” “Ja, það veit ég nú ekki, en ég þori að fullyrða, að skeytin ganga hiklaust frá Kasan til Parisar!” “Svo þú sendir frænku skeyti?” “Með mestu gleði!” “Svo þú hefir þá frétt-----”. “Hálft orð, “litli faðir”, eins og Rússar segja, tók Frans maðurinn fram I. “Ég er drengur góður og vil ekki dylja þig neins ! Tartarar, með Feofar Khan í broddi fylkingar, eru komnir norður fyrir Semipolatinsk og eru á ferðinni nið- ur með ánni Irtish. Gerðu þér mat úr þessu !” Hvað er þetta ! Svona mikilvægar fréttir fáanlegar og Englendingurinn að vita ekkert um þær ? Fransmaðurinn hafði augsýnilega fregnað þetta hjá einhverjum borgaranum í Kasan, og samstundis sent fréttina til Parísar-blaðanna. Lundúna-blöðin voru langt á eftir ! Englendingurinn sagði ekkert meira, en lagði hendur á bak sér og gekk aftur í stafn og settist niður, þögull og hugsandi. Klukkan 10 um rnorguninn kom Nadia út á þilfar og gekk Strogoff þegar til hennar og heilsaði henni vingjarn- lega. “Líttu á útsýnið, systir!” sagði hann og leiddi hana svo fram á skipið. Og útsýnið var þess vert að athuga það. Kákasus var þá rétt kominn að ármótunum, og í þann veg- inn að yfirgefa Volga og byrja bardagann við strauminn í Kama. Hann hafði nú gengið 400 verst undan straum og átti nú eftir 460 á móti strauminum. í grend við ármótin voru háir bakkar að Kama og hún breið og lygn. Á hinu slétta yfirborðí hennar var bátamergð mikil og blakti þar víða á lítil og drifhvít segl. Til beggja handa út frá bökk- unum risu skógi vaxnar hæðir, mest elritré og ösp, en með köflum þétt belti af gildum eikarskógi. Útsýniðog náttúrufegurðin gat samt ekki hrifið huga Nadtu fx-á verkefni hennar. Hún lét hönd sína hvila í hendi Strogoffs, horfði eitt augnablik á útsýnið og spurði svo : "Hvað erum við nú langt frá Moskva ?” “Níu hundruð versts”, svaraði Strogoff. “Níu hundruð einungis, frá sjö þúsund verst”, sagði hún mæðilega. I þessu hringdi bjallan í borðsalnum, og var það bend- ing til þeirra á fyrstu káetu að koma til morgunverðar. Gengu þau þá inn, Strogoff og Nadía, en lítið borðaði hún og keypti að eins ódýrustu fæðistegundir, því efni hennar voru naum. Strogoff lét sér þá lynda að sitja við sama borð og kaupa sama fæði og hún gerði. Svo stutta stund voru þau inni, að innan 20 mínútna voru þau komin út á þilfar aftur. Þau gengu aftur í stafn og tóku sér þar sæti Og formálalaust byrjaði hún þá strax að segja honum sögu sína í sem fæstum orðum, en talaði svo lágt að engir heyrðu, nema hann. ‘Ég er dóttir eins útlagans, “bróðir”, sagði hún “og heiti Nadía Feodór. Móðir mín dó í Riga fyrir tæpum mánuðisíðan. Og nú ætla ég til Irkutsk, föður mínum í útlegðinni til raunaléttis”. “Og ég ætla til Irkutsk”, svaraði Strogoff, “og skal ég forsjóninni þakklátur, ef mér auðnast að skila Nadiu Feódór óskemdri í hendur föður hennar” Hún þakkaði honum innilega, og svo fór hann að segja henni frá vegabréfi sínu, svo vel útbúnu, að stjórnin gæti ekki tafið för hans, þótt hún vildi. Nadiahlýddi á orð hans, en spurði einskis. Hún var sæl í þeirri hugsun, að þar sem Strogoff var, Korpanoff, sem hún hélt vera, hafði hún fund- ið örugga hlíf og ótrúlegt meðal til að komast leiðar sinnar með hraða. Sú liugsun var henni nóg. “Ég einnig hafði leyfi”, sagðihún, “til að ferðast til Irkutsk, en svo gerði skipun governorsins í Nijni-Novgorod það ónýtt, og ef ég hefði ekki fundið þig, bróðir, þá hefði ég mátt sitja kyrr í bænum og hefði líklega farist úr harðrétti”. “Og þú vogaðir að leggja á Siberíu-slóttumar einsömul, eða gora tilraun til þess ?” sagði Strogoff. “Já, það hafði nú ekkert heyrzt um Tartara-upphlaup- ið þegar ég fór frá Riga. Það var í Moskva að ég heyrði það fyrst”. “Og samt hélstu áfram ferðinni”. “Það var skylda min”. Þessi orð sýndu lyndiseinkunn meyjarinnar. Svo fór hún að tala um föður sinn, Wassili Feódór. Hann hafði verið mikilsvirtur læknir í Riga. En svo liafði þvr verið haldið fram, að hann væri meðlimur í einhverju leyni- félagi. Lauk því svo að hann fékk skipun um að flytja til Irkutsk, og jafnsnemma skipuninni komu lögregluþjónar, sem liöfðu hann burt með sér umsvifalaust. Engri vörn varð við komið, enginn frestur var fáanlegur. Með tárin í augun- um varð hann að kveðja dóttur sína og konu, sem þá var sjúk í rúminu, og sem hann þá fékk að kveðja í síðasta sinn. Svo varð hann að fara af stað, umkringdur varðliði eins og glæpamaður. Þremur missirum siðar gaf húsfrú Feódór upp andann í örmum dóttur sinnar, sem þá stóð einmana eftir, harm- þrungin og að heita mátti allslaus. Reit hún þá stjórn Rússlands og bað um leyfi til að flytja til Siberíu og eyða æf- inni hjá föður sínum í Irkutsk. Leyfið fékzt strax og hún ritaði þá föður sínum og sagðist ferðbúin. Peningarnir, sem fengust fyrir reitur hennar, voru tæplega nógir handa hóf- samasta manni til jafnlangrar ferðar, en samt lagði htin af stað. Hún ætlaði að gera alt sem i hennar valdi tóð. Guði treysti hún að ljá sér lið þegar hennar eígin orka eða útsjón þryti. Þannig var saga mej-jarinnar, og meðan hún var sögð brunaði Kákasus upp Kamafljótið án minnstu tafar. Framhald, ÍSLENZKK LÆKNIR DK. M. HALIDOESSOS, Park River — N. Dak. Látið ekki tælast. Kaupið Elgin úr. Af því Elgin o ■at úi-iri eru bezt \ allra Amerik- (0 ” anskra úra og standa sig bet ur en ódýr Svissnesk úr. Hiðmikla úra einveldi er nú brotið á bak aftur, og vér getum nú selt Elgin úr ó- dýrra en áður < Verzlun vor 5 er hin elzta Z gullstássverzl O un sem nú hef- ^ ir viðskiftivið 2* yður, og vér o mælumst til, Ifj að áður en þtr fTj pantið úr hjá öðrurn klippið þérþessa aug- lýsingu úr blaðinu og sendið oss, ásamt nafni yðar og utanáskrift. Ef þér gerið það, sendum vér yður fritt, til skoðunar, úr með 14 k. "Gold filled”umgerðfall- ega skreyttri með útskurði (áreiðanlega hin fallegasta umgerð sem boðin hefir verið fyrir það verð), og með ekta Elgin verki, gerðu af The Elgin National Watch Co., sem gengur í mörgum steinum og hefir allar nýustu umbætur: dregið upp og fært með höldunni. Ef þér viljið hafa úrið, þá getið þér borgað express-agentinum, sem það verður sent til, heildsöluverð vort á því, $9,50; ef yður likar það ekki, þá borgið þér ekkert. Þér leggið ekkert í hættu. 20 ára skrifleg ábyrgð tylgir hverju úri. Ef 50 cts. auk úrverðsins eru send með pöntuninni.geta menn fengið $3.00 gullplataða festi, eða ef þér sendið $9.50 fyrir úrið, fáið þér festina frítt. Pantið þessi úr og sann- færist. Segið hvort þér viljið karlmans eða kvenmans-úr. FRITT ! — Ef þér kaupið eða fáið kunningja yðar til að kaupa 6 úr, fáið þér eitt frítt. Það má græða á þessum úrum; ýmsir selja þau fyrir $25 til $40. RED STAR WATCH CO. Dept. (Löggilt.) 194 E. Van Buren St., - - Chicago, 111. Ég sendi varning tii ayra staða { landin. Athugið vel hvers þið þarfnist fyrir jólin og nýjárið. Sparið peninga. Að spara peninga er sama sem að innvinna sér peninga. Kaupið vindla og vín í inni alkunnu búð H. L. CHABOT Gegnt City Hall--51B Main Str. m|CAV t AI d, i nflut MARKs^ “ COPYRJGHTS.TÍ^ CAN I OBTAIN A PATENT í For a ■■ , WTlte to ffcy yetuV ílss 'cs>fl55itiai."A‘inréd^.“k'SiS: tnEfoí on ^0000™10*? F'afentM and how fco ob- Also » eatalogue of meclmn- lcal and scienfciflc books sexrt free. Patents fcaken fchrough Moon & (Vj mmiva t{in«Í1ir«0Kl3?1IkV1£^cíent*ftc Anierlcttn, and onfc^SIt tJ^tifíí beforetho publi«wtth- oufc cpst to the inventor. Tbis splendid Baner issued weeklv, elegantly illustrated, has by Iat the wífuf1 *tlon °J ***? sciantiflc work in tbe , *3 »Sampie eopies senfc fre» Building Edi fclon,inonfchly, f2.ro a year. Slnsla )Cvenr number confcains beau^ fciful plafces, in oolors, and photographs of new hSA«t8ri^Ip,anf» en»*>i*ng hullílera to show tho latest design^^nd^secure oontracta. _Addres» MUNN , . N*w YoiiK, 361 BfcUADWAT. THE PERFECT TEA Tmc riNí*T TCA IN THC WORLD FROM THE TEA PLANT TO THE TEA CUP IN ITS NATIVE PURITY. '* Monsoon ” Toa ís packoá under thc supervísíon of the Tea growers, and is advertised and sold by them as a sampleof the best qualiticsof Indian and Ceylon Tea«. For that reason they sec that none but the vcry fresh leavcs gfo into Monsoon packag-es. That Is whv “Monsoon.* the perfectTea, canbe sold at the same price as inícriur tca. It is put up in sealed cnddics of 54 i Ib. and i , and sold in three flavours at 40C., joc. and 6oc. 5 Ibs If your grocer does not keep it, tell him to write tn STEEL. HAYTER & CO., ix and 13 Front Sfc. East, Toronto. W. B ---- 131 lliggin ÍStreet gefur hverjum sem hafa vill mjöl, gripafóður og eldivið ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. -p-rv'Vi t* sem sannað getur að lyiir tíKKerU hann selji ekki ódýr Watertown Marble & Granite Works. Selur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar, blómpotta, Etc., Legsteinarnir kosta". $12,00 til $300,00. Fjögra — fimm feta háir legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum “af umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verðj eftir stærð og frágangi. Aðal-umboðsmaður félagsins er ÍSL. Y. LEIFUR, Glasston, N. Dak. Dominion of Canada. . Aliylisjarflir okeyPis iyrir milioair lanna. 200,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypis fyrir landnema. Djúpr ogfrábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. * í inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—innvíðáttumesti íláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmndmaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi; eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-jámbrantin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna járnbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhafí Ca- nada til Kyrraliafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignariegu fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. Heilnæmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetr o g sumar, vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaogsúld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yíir 18 ára gömlum og hveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogyrk það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfetæðr í efnalegu tilliti. íslenzkar uýJendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stœrst er NYJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mí lur norðr frá Winnipeg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr trá Nýja íslandi, i 30—25 mílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er .mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN^um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ALBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. í síðast töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því, að skrifa um það: forthern Paciflc jXrnbrautin.: HIN ALÞÝÐLEGA BRAUT — TIL — ST. PAUL MINNEAPOLIS CHICAGO allra staða í BANDARÍKJUN- UM og CANADA, einnig til KOOTENAY gullnámanna Og Pullman Palace Vestibuled svefnvagnar og borðvagnar með fólkslestum til Toronto, Montreal, Og allra staða í AUSTUR-CANADA St. Paul, og Chicago. Tækifæri til að fara í gegnum hin nafn- kunnu St. dair-göng. Farangur er sendur yfir línuna, án tollrannsóknar. tJTVEGUÐ FARBRÉF Og káetu pláss með öllum helztu skipa- línum frá Englandi, og öðrum stöðum í Evrópu, Kína og Japan. HIN MIKLA MEGINLANDSBRAUT TIL KYRRAHAFSSTRAND- ARINNAR. Farbréf og upplýsingar fást hjá öllum umboðsmönnum félagsins eða H. J. BELCH, Ticket Agent, 486 Main St., Winnipeg. H. SWINFORD. General Agent, Winnipeg. CHAS. S. FEE, Gen. Passenger &Ticket Ag’t. St. PauL CommiBBÍoner of Dominion Lnnds. Eða B. Hi. Baldwinson, isl. umboðsm. Winnipeg Canada N orthern Pacific AILROAD TIME CARD.—Taking effect Sundav Dec. 16. 1894. MAIN LINE. North B’und ZiJ> bc . 's;» W'3 2 >' 1.20p| 3.15p 1.05p 12.42p 12.22p 11.54a 11 31a 11.07a 10.31a 10.03a 9.23a 8.00a 7.00a 11.05p 1.30p 3.03p 2.50p 2.38p 2.22p 2.13p 2.02p 1.40p l.S2p 12.59p STATION8. .. Winnipeg.. •Portage Junc * St.Norbert.. *.. Cartier.... *.St. Agathe.. *Union Point. *Silver Plains .. .Morris .. .. .St. Jean. . .Letellier 12.30p|.. Emerson 12.20p 8.35a Grand Forks.. 4.55a 3.45p 8.40p 8.00p 10.30p . .Pembina. . .Wpg. Junc.. Duluth Minneapolis ...St. Paul... ... Ohicago .. Soouth Bund N** ■3« -*j' o 12.15þl 12.27p 12.40p 12.52p l.lOp l.l7p 1.28p 1.45p 1.58p 2.17p 2.35p 2.50p 6.30p iO.lOp 7.25a 6.45a 7 25- 9.35p 5.30» 5.47» 6.07» 6.25» 6.51» 7.02a 7.19« 7.45» 8.25» 9.18» 10.15» 11.15» 8.25p 1.25p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound & fe.o u * ® 30 O 3 2^ STATIONS. W. Bound. 11' <£> S 00 . 2 O "Sos 2h có 3p 7.50p 6.53p 5.49p 5.23p 4.39p 3.58p 3.14p 2 lp 2 5p 17p 19p 2.57p 2.27p ,1.57» 11.12» *0.37a l0.13a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a Winnipeg ,.|12.15p 1.30p ... Morris .... 1.50p 1.07p * Lowe Farm 2.15p 12.42p *... Myrtle... 2.4tp 12.32p ... Roland. . 2.53p 12.14p * Rosebank.. 3.10p 11.59a ... Miami.... 3.25p U.38a * Deerwood.. 3.48p 11.27a * Altamont.. 4.0lp U.09a . .Somerset... 4.20p 10.55a *Swan Lake.. 4.36p 10.40a * Ind. Springs 4.51p I0.30a *Mariapolis .. 5.02p 10.15a * Greenway .. 5.18p 10.00» ... Baldur.... 5.34p 9.38a . .Belmont.... 5.57p 9.21a *.. Hilton.... 6.17p 9.05» *.. Ashdown.. 6.34p 8.58a Wawanesa.. 6.42p 8.49a * Elliotts 6.53p 8 35a Ronnthwaite 7.0$p 8.18a *Martinville.. 7.25p 8.00a .. Brandon... 7.45p West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. 5.30p 8.00» 8.44» 9.31» 9.50» 10.23» 10.54» 11.44» 12.10p 12.61p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 8.26p 4 16p 4.C3p 5.28p 5.47p 6.04p ö.37p 7.18p 8.00p PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 STATION8. Every Day Except Sunday. 4.00 p.m. .. Winnipeg.. 4.15 p.m. *Port Junction 4.40 p.m. * St. Charles. . 4.46 p.m. * Headingly.. 5.10 p.m. * White Plnins 5.34p.m. *Gr Fit Spur 5.42p.m. *LaSalle Tank 5.55 p.m. *.. Eustace... 6.25 a.m. *.. Oakville.. 6.48 a.m. *. . .Curtis. . . 7.30 a.m. Port.la Prairie East Bound Mixed No. 144 Every Day Except Sunday. 12.40p.m. 12.26 p.m. 11.56 a.m. 11.47 a.m. 11.19 a.m. 10.49a.m. 10.40 a.m. 10.25 a.m. 10.00 a.m. 9.43 a.m; 9.15 a.m. no agent Stations marked —*— have Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have through Pullman Yestibuled Drawing Room Sleep ing Cars between Winnipeg, St. Paul and Minneapolis. Also Palace Dining Cars Close connection at Chicago with eastern lines. Connection at Winnipeg Junction with trains to and from tlie Pacific coats For rates and fnll information con- cerning connection with other lines, etc. apply to any agent of the company, or CHAS.8. FEE. H. SVVIhlFORD, G.P.&.T.A., St.Pml. G >n Agt. Wpg H. J BELCH, Ticket A*'ent. 486 Main Str.. Winnipee,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.