Heimskringla - 19.07.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.07.1895, Blaðsíða 1
NR. 29. iS\’ uö'YA ,os\0 <Vó9 •a IX. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 19. JtJLl 1895. Hin komandi sókn — Og — menta-mennirnir. Eftir B. Q. Skulason, B. A. [Eftirfylgjandi rœðu (sem, fyrir góðvild höfundarins, birtist hér í laus- legri þýðingu) flutti hr. Barði G. Skúla- son, að loknu burtfararprófi á Grand Forks-háskólanum. Ræðan var flutt í áheyrn fjölda hæjarmanna i “Metro- politan” leikhúsinu í Grand Forks 13. Júní síðastl. og þótti mikið til hennar koma. sérstaklega af því, að hún var helzt eina ræðan við það tækifæri, er höndlaði um þau hin þýðingarmiklu mál, sem um undanfarinn tíma heflr verið og sem framvegis verða aðal-um- hugsunar og umræðuefni alls fjölda manna í Bandaríkjunum.] “Éinusinni enn erum vér að nálgast þann tíma, er forseta-kosningar fara fram. Snerti maður slagæð þjóðarinn- ar, gefur hún til kynna að innri hitinn er að aukast. Að ári liðnu slær hún fast og títt og að haustnóttum 1896 verður öll þjóðin að herjast við síðustu skorpu hita-sóttarinnar, sem heimsækir hana fjórða hvert ár. Forsetakosninga-sókn í Bandaríkj- unum er ætíð tilkomumikil mynd. Það fylgir ef til vill vali konunga og keisara í öðrum löndum margt það, sem fyrir augað er aðdáunarvert og fyrir eyrað unaðsfult. Skraut og glit fylgir þar sjálfsagt í mörgum myndum, en samt, glitmikil eins og sú mynd er, getur sú athöfn ekki jafnast á viðhinamikilfeng- legu almennu hreyfingu, sem heiminum er sýnd í landi voru einu sinni á hvor- um fjórum árum. Kosning vors æðsta valdsmanns er svo mikilsvert atriði, hefir í för með sér svo miklar hreyfingar og sýnir áhrif sin í svo óendanlega mörgum myndum, að manni má virð- ast hann horfi á haráttu frumaflanna. Áhrifamikill eins og þessi leikur ætíð hefir verið og ætíð hlýtur að verða, þar sem aðrir eins leikendur taka þátt í honum og á öðru eins leiksviði, er öll von til að sá sem næst verður framhor- inn verði eftirtektaverðari en nokkur slíkur leikur hefir verið á sfðastliðnum mannsaldri. Það styður alt þá tilgátu. Breidd og dýpt málanna, sem fyrir liggja; hin mikla þýðing úrslitanna; og hin innilega hluttekning fólksins — alt þetta virðist benda á, að næsta sóknin verði ein hin stórfeldasta af öllum for- setakosningasóknum í sögu vorri. í pólitiskum málum hefir Banda- ríkja þjóðin til þessa æfinlega raðað sér í tvær andstæðar fylkingar; það hafa ætíð verið tveir aðal-flokkar, sem sózt hafa á í hverri kosningasókn. Á út- jöðrum orustusviðsins hafa að vísu stundum verið smáflokkar, sem barizt hafa fyrir einhverju sérstöku prinsípi, en til þeirra hefir lítið heyrst sökum vopnaglamurs á vígveflinum þar sem meginherinn sótti og varði. Eins og aðal-flokkarnir hafa ætið verið tveir eins víst er það, að við for- seta kosningar hefir grundvallaratriðið sem um hefir verið togast, æfinlega ver- ið bara eitt. Viðurkenning þess sann- leika leiðir oss til að spyrja: Hvað Verður aðal-málið í næstu sókn ? Verðr Það tollmálið, eða gjaldeyris-ráðgátan? Hugsandi menn virðast álíta að tollmál- ið vorði lagt til siðu, í bráðina að minsta kosti, en að gjaldeyris-spursmálið verði aðal-málið. Ef svo verður, og ef þræt- an verður um það hvaða afstöðu silfur á að hafa á peninga-markaði vorum, hljóta tveir mikilhæfir flokkar að mynd ast,—gull og silfur-flokkar. Og þar sem vinir silfursins eru stöðugt að reyna að útvega því jafnrétti við gull, má að likum réttilega nefna flokkana Bimetall- ic flokk og Monometallic-flokk.* Setji maður svo, að megin-flokkarn- ir berjist undir merkjum gulls og silf- urs, veröur fróðlegt að vita hvert garala keppikeflið, tollmálið, í sínum mörgu myndum, sem svo lengi hefir aðskilið repúblika og demókrata, hverfur alveg af leiksviðinu. Nokkrir kunna að vand- ræðast út af framtíð populistanna. Verða flokkarnir algerlega endurskap- aðir samkvæmt kröfum grnndvallar-at- nðanna í gjaldeyris-málinu? Eða mun annarhvor hinna gömlu flokka inni- binda i sinni stefnuskrá kröfur þeirra, er vilja ótakmarkaða silfursláttu og kref jast að það hafi fullkomið lögeyris- gildi ? Ef óyggjandi svar upp á þessar spurningar er fáanlegt, hlýtur maður að leita að því, að nokkru leyti í tilfinn- lng t'jóðarinnar eins og hún birtist í speglum alþýðu-skoðananna — frétta- blöðunum, og að nokkru leyti í sögu vorri og lyndiseinkunnum þjóðarinnar. *) Bimetallist þýðir bókstaflega út- lagt: tví-málmsmaður, þ. e. sá maður, s?.lp heldur þvi fram að bæði gull og sufur hafi jafnræði, en monometallist, einmalmsmaður, er sá aftur á móti.sem v,, a<] gull sé “standard” (verð-miðilí) afls gjaldeyris. Ritstj. Það má virðast bíræfni að geta nokkurs til um það hver verði einkenni komandi sóknar, hverjir gangi af hólmi sigri hrósandi og hverjir niðurdregnir og yfirunnir. Þó heyra menn spádóma um þetta úr öllum áttum. Sú skoðun virðist almenn, að sá flokkur, nýr eða gamall, en yngdur upp, sem gerir frí- sláttu silfurs að herópi sínu, og sem krefst að því sé gefið það nafnverð, að það verði jafningi gullsins, — að sá flokkur sem þetta gerir, hann fljóti upp á[ veldisstólinn á bárufaldi almennrar velþóknunar. Þegar vér athugum hve óánægju tilfinningin er almenn, i tilliti til ástandsins sem er, og að þessi óá- nægja á rót sina að rekja til ýmigusts- ins sem menn hafa á hinu svokallaða auðvaldi, auðsafni sem að því er mönn- virðist hefir bygt um sig kastala, sem ekki verða unnir með nokkrum vopn- um hagfræðinnar — nema ótakmörkuðu silfur peningaflóði; þegar vér athugum þá meir og minna almennu hugmynd, að harðærið, sé bein afleiðing af gjald- eyris-löggjöfinni, og sem hefir verið and- víg silfrinu; og, að síðustu, þegar vér hljótum að úrskurða, að populista- flokkurinn allur, og heilar sveitir úr liði demókrata og repúblika, eru líkleg- ar til að fylkja sér undir merkjum silf- ur-íta, — þegar alt þetta er athugað, þá rnáske förum vér að sjá og skiljá, að afstaðan er alvarleg. Og það er líka heppilegast að menn skilji, afstöðuna ; þá geta menn hagað sér samkvæmt því. Vestur og suðurrikin eru talin að yera silfur-megin og það með stórum atkv. mun. Jafnvel í hinum hægfara austur- ríkjum sézt votta fyrir tilhnoigingu að halla sér að hinni nýju kenningu. Það er hvorki stund né staður hér til að ræða þetta gjaldeyrismál, eða halda fram nokkurri sérstakri skoðun. Það er nóg að leiða athygli manna að því, að á aðra hönd eru mjög svo misraun- andi skoðanir að því er þetta mál snertir, og á hina, helzt engar fast ákveðnar skoðanir. Á aðra hönd eru þeir, sem benda á þann lærdóm sem reynslan hefir veitt, og sem segja frí- sláttu silfurs og jafnræði beggja málm- peninganna löngu úr gildi gengnar hug- sjónir og lokleysu, en halda því fram að bimetallism þýði ekki annað en út- bolun gulls og einræði silfurpening- anna. Það aftur hefði í för með sér fljótvirka peninga-rýrð og ægilegt iðn- aðar og verzlana-hrun. Aftur halda aðrir því fram, að silfur-takmörkunar- lögin 1873 séu orsök vöruverðsrýrnun- arinnar og af því stafi þrengingar og bágindi verkalýðsins. Þeir halda því fram, ennfremur, að auðmenn og félög hafi algert vald yfir gullinu, hinum al- menna gjaldmiðli, geti að eigin vild takmarkað magn þess í veltu og geti þarafleiðandi tekið til sín allan arðinn af vorum stórfeldu iðnaðar-stofnunum. Þeir halda því einnig fram, að þetta sama auðvald ráði yfir fulltrúa-þingum vorum og enda dómstólunum og sé óð- fl'iga að grafa grunnmúra alla undan vorri frjálsu lýðvaldsstjórn. Þetta eru alvarlegar kærur hjá báð- um málspörtum og verðskulda að þær séu rannsakaðar. Það á ekki við, að hér sé sezt á rök- stóla og sannleiksgildi þeii ra vegið og metið. En það eru þrjú atriði í þessu máli, sem sérstaklega verðskulda at- hygli vora : 1. Hið eiginlega gildi spursmálsins ; 2. hin almenna vanþekking á mál- inu; og 3. ábyrgðin sem þarafleiðandi hvílir á hinum mentuðu þegnum lýðveld- isins. Fyrst er þá um gildi spursmálsins. Öll reynsla heimilar oss að halda því fram, að ekkert sé skaðlegra fyrir vel- megun þjóðar, en peningar, sem hafa kvikult, breytilegt verðgildi. Leiti maður í fínans-sögu þjóðanna fær mað- ur fullnægjandi sannanir fyrir þessu. Lítum á Holland áður en Amsterdam- bankinu fékk peningaútgáfuna bundna föstum skorðum. Afleiðingar frönsku byltinganna voru hræðilegar, en óvíst er að nokkuð hafi tafið eins mikið fyrir viðreisn almennrar velmegunar eins og hinir óvissu, reikulu peningar, sem þá voru i gildi. Á Englandi má fá sams- konar sannanir, sé litið á ástandið áður en Peels-lögin voru samþykkt (1844). Sama er og líti maður til Þýzkalands áður en reformationin í peningaútgáfu komst á (1875). En svo þurfum vér nú ekki að líta austur yfir hafið til þess að sannfærast um að velmegun þjóðanna byggist á gjaldeyris-löggjöfinni. Sá hluti sögu vorrar, er höndlar með ný- lendu-tímabilið og tímabil hinna sér- stöku rikja, hefir að geyma margan sannleika, sem sánnar framburð vom. Og er það ekki augljóst, að þar sem heimsmarkaðurinn er svo viðkvæmur, að ótrú á gjaldgengi gjaldeyrisins, valdi viðskiftalegum vandræðum ? Ef það er satt að gullið sem verðmiðill gerir fá- eina menn ríka á kostnað fjöldans; ef það er satt að gullið eitt, sem verðmiðill, veldur því, að ýmsir hrúga saman milj- ónum með þvi að koma öðrum á vonar völ; ef monometallism styrkir auðvald- ið en bimetallism eyðileggur það, þá fyrir alla muni heimtum frísláttu silfurs — “peninga fólksins,” Ef á hinn bóg- inn þessar kröfur um hlutfallið 16 móti 1 er afvegaleiðandi, þá gjöldum varhuga við þeim og reynum að útrýma þeim. Hvort sem önnur, báðar, eða hvor- ug af þessum skoðunuin er rétt. hljót- um vér að viðurkenna að vér stöndum hér andspænis einu hinu þýðingarmesta spursmáli tímans. Það er þýðingar- meira svar kjósenda í Bandaríkjunum uppá þetta gjaldeyris-spursmál, heldur en nokkurt svar þeirra nokkurntima liefir vérið uppá nokkurt spursmál við- komandi tollmálum. Því toll-lög eru ekki annað en skammvinnar takmarlc- anir á verzlun og viðskiftum vorum, en gjaldeyririnn er h'fsafl þeirra. Þetta leiðir oss til að íhuga hið ann- að atriðið, — vanþekking manna að því er þetta mál snertir. Vér hljótum að viðurkenna að allur fjöldi manna í Bandaríkjunum, þó fremri að greind en nokkur önnur þjóð i heimi, hefir hvorki þær upplýsingar né þá æfingu, sem útheimtist til að útkljá svo vel sé liinar flóknu vísindalegu ráð- gátur, sem hvað oftir annuð er erheimt- að af þeim að leysa. Málið, sem nú liggur fyrir, hefir lengi verið þrætuefni lærðustu hagfræðinga og skörpustu fín- ans-fræðinga. Og eftir alt saman er því nú vísað fj-rir almannadóm til úr- skurðar. Viðurkenni maður nú þessa almennu vanþekkingu og hin langvar- andi áhrif til ills eða góðs, til tjóns eða hagnaðar, sem úrlausn þessa máls hefir í för með sér, liljótum vér að athuga hið þriðja atriðið,—umábyrgðinasem hvílir á hinum mentuðu meðborgurum vorum. “Bræður vorir eru þegar komnir af stað, því stöndum vér aðgerðalausir ?” Vér sjáum þá jafnvel sem ekki eru nema misjafnlega, búnir til að standa í •stórræðum vinna af kappi allsstaðar um-hverfis. Og þó þeir gangimáskeekki til verks samkvæmt vísindalegum fyrir- mælurn, vitum vér samt að þeir leita sannleikans með ástundun og að tilraun- ir þeirra að leysa þessa gátu eru sprottn- ar af einlægum þjóðræktarhvötum. Hve miklu þjóðræknari er ekki hinn fátróði verkamaður, sem þaunig vinnur, heldur en mentaði maðurinn, sem kæruleysi eða leti hindrar frá lduttöku í því sem framfer áhinu pólitiska starfssviði þjóð- arinnar! Því verður ekki neitað að viljaleysi, er stundum virðist vera hrein og bein óbeit á pólitiskum málum, á sér stað meðal hinna mentuðu manna. Það eru til þeir menn, sem, af því þeir hér og þar sjá eigin hag metinn meir en hinn opinbera, úrskurða. að fyrirkomu- lagið alt sé fúið og rotið og að allar til- raunir til umbóta séu eins árangurs- lausar eins og þær eru óskemtilegar viðfangs. Þeir álíta því heppilegast að hugsa um sín oigin störf einungis, en láta þá halda stjórntaumum, sem eftir þeirra skoðun eru liklegir til þegar minst varir að steypa landi og þjóð í afgrunn fyiirlitningarinnar og glötunarinnar! Ef hinn mentaði borgari þykisthafa fullkomnari þekkingu og betur grund- vallaðar skoðanir á öllu því, er snertir þjóðfræði og hagfræði, hvernig ferliann þá að réttlæta þögn sína og aðgerða- leysi? Hafi hann ekki þessa lækkingu, hvað meiri sannana þörfnumst vér þá um það, að alþýðumentastofnanir vorar sem vér stærum oss af, eru ófullkomn- ar? Ef æðriskólar vorir og háskólar kenna ekki námsmönnum og meyjum fyrstu grundvallai atriðin í þeim fræð- um sem nýtum borgara eru nauðsynleg og kenna þeim ekki hvernig á að hagnýta þann lærdóm ; ef, i stað þess að senda frá sér “sjáandi og skiljandi, lipra, fjölhæfa, fullveðja” menn og kon- ur, þessar mentastofnanir senda frá sér “staurslega, hálfbakaða kenjaklápa” bóka-béusa sem sitja og dreyma, sem altaf ættu að vera inniluktir hjá sínum steingjörfingslegu bókaskræðum, er liafa ranghvei'ft skoðunum þeirra og kipt úr þeim heilsusamlegum þroska og gert þá gagnslausa meðlimi ívorustarf- andi, heilsusamlega þjóðfélagi; ef, eins og sumir halda fram, árangurinn af vorri æðri skóla-mentun er svona skað- legur,þáætti að svifta þær stofnanir öll- uin cpinberum styrk og læsa dyrum þeirra um allan aldur. Enda þótt kærur samkvæmar þessu og gogn þessum mentastofnunum vor- um væru óréttlátar, verður því ekki neitað að margir mentaðir menn og konur vinna þegnskyldur sínar ærið slælega. Þá hina sömu vildum vér minna á hina helgu skyldu þeirra gagn- vart föðurlandi þeirra og gagnvart með- bræðrunum. Látum oss kenna með- borgurum vorum, að göfugra starf er ekki til en það, að vinna af alhug í þarf- ir föðurlandsins. Látum þá ætíð standa tilbúna aðberjast af alefii gegn öllu þvi, sem miðar þjóð»og landi til óhagnaðar. Hreinleiki sá, eða dygða-ríki, sem ekki má koma nálægt jafn vanhelgum hlut- um eins og pólitisk mál eru, er ekki hrein'eiki eða dygð, heldur uppgerð. Sá sem segir að lieiðurstilfinning öll og dygð sé burtnumín úr stjórnmálastefnu vorri, fer með meiðyrði um Bandarikja- menn og auglýsir jafnframt sina brjóst- umkennanlegu þröngsýni. Og sá sem hefir þá skoðun að hætta og neyð sé framundan, en neitar samt að hreyfa hönd til að stýra stjórn-farinu fram hjá skerjunum og grynningunum, hann er sjálfum sér ógagnlegur, óskyldu-rækinn við meðbræður sína og svikull föður- landinu. Er nokkur maður svo lærður að hann þessvegna hafi rétt til að van- rækja þegnskyldur sinar ? Er nokkur svo hreinn, að það saurgi hann að taka þátt í þeim skyldustörfum ? Er nokk- ur svo mikill að slík störf sóu of lítil- fjörleg fyrir hans stóru sál ? Ef svo er, þá þurfum vér líka að fá fyrirmyndirn- ar, af föðurlandsvinum og þjóðskörung- ana, endurnýjaðar og í breyttri mynd. Foreldrar vorir og kennarar hafa kent oss að skoða þann mann spakastan, göf- ugastann, mestann, sem með mestri skvldurækni hefir þjónað föðurlandinu. Slíka menn hefir oss verið kent aðheiðra og elska. Oss hefir veíið bent á Frank- lin, spekinginn, sem tvær heimsálfur heiðruðu, og sem varði öllu sínu vit; föðurlandinu til hags og nota ; oss hefir verið bent á Hale og Lincoln og heila herskara af öðrum sem án eftirmæla allra og af frjálsum vilja fórnuðu blóði sínu á altari föðurlandsins ; og oss hefir með afsakanlegu stolti verið bent á Washington, er fann ærinn verkahring fyrir sina miklu hæfileika innan tak- marka borgaralegs félagsskapar í Bandaríkjum. Þetta hefir verið álit manna að undanförnu. Er ekki til- tækilegt að gera það vort álit líka? At- hugi maður sögu Bandaríkja kemst maðnr að raun um að enginn einn dag- ur hefir liðið svo, að ekki hafi verið eft- irsókn eftir mentaða manninum, mann- inum með góðar gáfur og óskerta rétt- lætistilfinning. Satt er það, að brezk kúgun hvílir ekki eins og farg á oss lengur, og samsæri til að rjúfa banda- lagið ógnar ekki lengur lífi lýðveldisins. Er þá þessvegna ekkert lengur að gera fyrir mentaða borgarann ? Geta ekki aðrir óvinir verið á ferðinni, óvinirengu síður hættulegir af þvi þeir læðast að manni að óvöru ? Er ekki hætta á að fjöldinn, vegna oftrúar á ýmiskonar hugmyndir og grillur slægra manna, kasti skugga á aUaalþýðustjórn ? Þegar vér livervetna verðum varir við óþreyju og óánægju; þegar almenningur virðist tilbúinn að hlýðaá aUskonar uppásturig- ur og breyta eftir þeim, hversu fjar- stæðar sem þær eru ; þegar hvervetna er ið hejua þenn.an urganda meðal lýðs- ins, eins og þyt þann í lofti, er æfinlega boðar stórviðri, hver þorir þá að segja að mentaði borgarinn hafi ekkert og eigi ekkert að gera? Hver viU segja, að sá maður, sem í þeim kringumstæð- um er aðgerðalaus og kærulaus, sé nokkuð annað en bleyða og föðurlands- svikari ? Látum oss þá aUa leggja til orustu og látum einkunnar-orð vor vera: Flekklaus stjórnmál; jafnrétti fyrir alla, en sérstök hlunnindi fj-rir engan einn ; heiður og velferð þjóðarinnar ! Og lát- um oss, ef á þarf að halda, til þess að geta framfylgt þessum grundvallaratr- iðum, rista af oss flokksfjötra alla, en sameina alt vort afl til þjónustu föður- landinu, til þjónustu meðbræðrunum”. FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG, 12. JÚLÍ. Uppskeru áætlun Bandaríkjastjórn- ar segir væntanlega meir en meðal upp- skeru af hveitií Bandaríkjum í ár.. Er það vor-hveitinu að þakka, því haust- hveiti er sagt að líti mjög illa út ]í heild sinni. Önnur þverbraut frá Atlantshafi til Kyrrahafs er komin — á pappírinn, í Canada. Félagi með $20 milj. höfuð- stól var í gær gefið leyfi til að byggja járnbraut frá Quebec vestur að Winni- peg-vatni, þaðan vestur um Edmonton og um Gulhöfðaskarð til Kyrrahafs og kvíslfrá Winnipegvatninorður að Hud sons-flóa. Hvenær skjddi þessi braut komast lengra ? Ekki þykir ólíklegt að lýðstjórnin á Havai-eyjunum verði skammlif. En þaðber til þess, að fyrverandi drottn- ing Liliuhuluni ætlar að sögn að gift- ast japaniskum greifa, seiri vald á að hafa jdir Japanítum öllum á eyjunum, en þeir eru þar um 30,000. Nóg guU í Rússlandi. Það er ný- lega upp komið, að fj'rir 2 árum bauð Alexander III. Rússakeisari Banda- ríkjastjórn að lána henni alt það gull sem hún þyrfti til að viðhalda gullsjóðn um, eins og lögin ákveða. LAUGARDAG, 18. JÚLÍ. Orange-menn voru uppi til lianda og fóta um þvert og endilangt Canada- ríki i gær. Manitoba-skólamálið var hvervetna aðal-umræðuefnið, og hver- vetna voru ályktanirnar þær sömu, að ekki mætti þoka hársbreidd fyrir kaþ- ólíkum. Á ný eru útbreiddar þær fréttir, að alvarlegt stríð miili Peru- og Boliviu- manna (i Suður-Ameríku) só óumfiýjan legt. Herstyrkur beggja er líkur, og því valt að sjá hverjir sigur munu úr býtum bera. Aldina-uppskera öll í California í ár er áætluð $50 milj. virði, en það er að þakka liinu óvanalega háa verði á ald- inum öUum, er stafar af frostinu mikla í Florida síðastl. vetur. Rúmlega hálfri 6. milj. doll. var varið til umbóta á Mississippi-fljóti, og flóðgarðabygginga meðfram því, á síð- astl. fjárhagsári Bandarikja. Hjá bændum í Louisiana, er rækta sykureyr og sykurbetur og búa tfl síróp, liggja nú síðan í fyrra óseldir um 100 milj. pottar af sírópi, sem þeir eru ráða- lausir með. Verðid er svo lágt að það svarar ekki kostnaði að senda það burtu, en ílátin verða þeir að tæma inn- 2 mánaða. Ofsa-skógareldar í Michigan. Smá- ’ ?orp mörg og bændabýU eru lögð í rúst- ir, en ekki hefir heyrzt um manntjón enn. MANUDAG 15. JÚLÍ. Fvrsta kosninga-kviðan á Englandi átti sér stað á laugardaginn og fór þá svo að 36 voru kjörnir án gagnsóknar, þar af 30 Sslisbury-sinnar. Gufuskipið “Mexico,” fermt lifandi peningi, hveitimjöli, osti og smjöri, frá Montreal til Bristol á Englandi strand- aði við nyrðsta oddann á Nýfundna- landi. Skipverjum öllum varð bjargað, en farmurinn allur fórst $300,000 virði, og skipið sjálft $175,000 virði, taliðalveg ónýtt. Bandaríkjastjórn hefir ákveðið að endurreisa ekki hermannaskálann í Pembina, N. Dak., sem brann fyrir skömmu,—“Fort Pembina” er því fall- ið úr sögunni. I dag eru llðin rétt 25 ár síðan Ma- nitoba'gekk í fylkjasamband Canada. Uppreistarmenn gegn Tyrkjaveldi eru óðum að fjölga í Masedóníu. Fellibylur oUi miklu lífs og eígna- tjóni í útjöðrum New York-borgar á laugardaginn. Þýzkalands keisari er nú að leika sér umhverfis strendur Noregs og Svía- ríkis. Fagnaðarfundur mikill með hon- um og Óskar konungi núna um helg- ina. Fjöldi af börnum meiddist og beið bana í Toronto á laugardaginn. Voru á leiðinni til skemtistaðar 7 mílur út úr bænum með rafmagns-vagnlest þegar önnur lest rakzt á hana ; kom frá skemtigarðinum og var á fijúgandi ferð niður bratta brekku. ÞRIÐJUDAG, 16. JÚLÍ. I gær gerði Laurier tilraun til að fella sambandsstjórnina, en tókzt ekki. Tillaga hans var feld með 114 gegn 70 atkv. Sex franskir flokksmenn stjórnarinnar greiddu atkv. móti henni. Hiti og langvarandi þurkar eru að skemma alla hveitiakra á stóru svæði í Suður-Dakota og á vesturjaðri Minue- sota-ríkisi Þar hefir ekki rignt síðan seint í Júní. Á sunnudaginn var var reynt að safna skrílnum í austurhluta Lundúna borgar saman til guðsþjónustu, með því að auglýsa, að reyktóbaki yrði út- býtt gefins til safnaðarins til að reykja meðan guðsþjónustan stæði yfir. Til- raunin gafst vel. Það koin fjöldi manna og hver fullorðinn karlmaður fékk 2 pípu-skamta af tóbaki. Farþegjaskipið “Cibola", er gengur um Ontario-vatn milli Toronto og Nia- garafoss, brann ofan að vatnsborði að- faranótt liins 15. þ. m. i Lewiston, við vatnsbotninn. Eignatjón $225,000.— Þriðji vélastjórinn fórzt í eldinum, en aðrir skipverjar komust af, en skaðaðir flestir. 7000 japaniskir hermenn fóru af stað til Formosa i gær. Búizt við or- ustu mikilli á eynni um næstu helgi. MIÐVIKUDAG, 17, JÚLÍ. I ritstjórnargrein í gær lætur Times í Lundúnum í ljósi ótta fyrir, að Ca- nada-sambandið sé í veði vegna þjóð- flokka- og trúarstriðs út af skólamál- inu. Á mánudagskvöldið seint var M. Stambuloff, fyrverandi stjórnarfor- manni í Búlgaríu, veitt banatilræði í Sofia, höfuðstað rikisins. Fjórir menn réðust á hann, stungu hann og skutu. Lík tveggja barna fundust i kjaU- ara í auðu húsi f Toronto í gær. Morð- inginn er í haldi i Philadelphia fyrir að Tt&U/t Winnipeg Business College and Shorthand Institute. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUNAR-LÖGUM, BRÉFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Flf.ming G. W. Donald President. Secretary. reyna að svíkja fé út af • lífsábjnrgðarfé- lögum. I þeim tilgangi hefir hann og mjrrt 4 menn aðra. Stórrigningar hafa ollað stórtjóni í Texas. brotið brýr og stöðvað lestagang á járnbrautum. í gærkveldi var búið að kjósa í 292 kjördæmum á Englandi og eru kjörnir : Salisburjr-sinnar og miðlunarmenn 231, andvígismenn allir 61. FIMTUDAG, 18. JÚLÍ. Telegraf-skeyti til C. P. R. fél. í gær frá 90 fregnritum þess í Manitoba og Norðvesturhóruðunum, er öllum ber saman um að uppskoru-horfur só hver- vetna hinar vænstu og að uppskera muni byrja talsvert fyrr en venjulegt er, ef að eins þurkur oghitihelzt. Fransk-canadiski bankinn “Ban- que du Peuple” (fólks-bankinn) í Mont- real hefir hætt störfum um 8 mánaða tíma. Er sem næst þvf að vera gjald- þrota, en tekur sér þessa hvíld til að at- lmga hvað gertlegt er. Innborgaður höfuðstóll bankans er $1,200,000. Fylgi Dalton McCarthys á Domini- on-þingi virðist fremur rýrt. I gær ætlaði hann að sýna valdsitt meðþví að fella stjórnina, i sambandi við skóla- málið, en er til kom fengust heil tvö at- kvæði með uppástungu hans—hans eig- ið, að sjálfsögðu, og annars manns.— Þetta eru ófarir. The Doll-Bride. Nýju pappirsdúkkurnar sem búnar eru til af J. C. Ayer Co., Lowell Mass., eru reglulega faUegar. Fallegu andlitin þeirra og margbreytti klæðnaðurinn sem þeim fylgir gera þær velkomnar í allan dúkku-félagsskap. Fjrir 12 cts. i frímerkjum verður dúkka send til allra þeirra sem æskja. Hvernig Canada er stjórnað heitir bók ein einkar merkileg og öUum. mönnum í ríkinu gagnleg, er Copp, Clark félagið í Toronto er að gefa út. Höf- undur bókarinnar er hinn nafntogaði fræðimaður Dr. J. G. Bourinot, Domin- ion þingritari i Ottawa og er nafn haus fuUkomnasta trygging fj-rir gildi bókar- innar. öllu stjórnarfarinu er þar ná- kvæmlega lýst og sýnt hvernig það hefir framleiðst, alt frá æðstu stjórnardeUd- inni til sveitastjórnanna og þeirra fyTÍr- komulags. Réttarfari öllu í ríkinu verður og stuttlega lýst í bókinni, sem verður með myndum og sórlega vönduð að öUum frágangi. Þessa bók ættu aU- ir að eignast, sem kynnast vilja stjórn og réttarfari í fósturlandi sínu, og það vilja væntanlega flestir. Hér gefst þeim kostur að nema höfuð-lærdóma þessarar fræðigreinar, samandregna í eina litla og aðgengilega heild. VEITT HÆSTU VKRÐLAUN A HBlMSSfNINQUNN ‘ÐFL* ■ CRE4MB BAKSN0 ■ViTÆ!) IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.