Heimskringla - 23.08.1895, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.08.1895, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 23. ÁGÚST 1895. 3 Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin. Eftir Jules Verne. “Þú segir nei, bróðir ! En hvernig stendur á ]pví, að þú breytir þannig, ef hún er í borginni enn?” “Hvernig stendur á því, spyr þú, Nadía! Það er af sömu ástseðum sprottið og þnð, að ég kom fram sem bleyða, þegar fanturinn-----”. Meira gat hann ekki sagt, og bann talaði öll þessi orðí svo undarlega breyttum róin, að Nadíu varð hverft við. “Sbppum þessu þá, bróðir”, sagði Nadía blíðlega. “Ég veit það eitt, og það nægirmér, að framkoma þ'm er bygð á skyldu—skyldu, sem er jafnvel helgari, ef það er unt, en skyldubö'idin, sem tengja saman móður og son”. Svo ffill talið niður, en upp frá þ\í forðaðist Nadiaað hefja máls á nokkru, er snert gæti kringumstæður ferðabróð- ur hennar. llverjar sem ástæður hans voru, var henni skylt aðbera virðingu fyrir þeim, og það gerði húnlíka. Klukkan 3 morguninn eftir, 25. Júlí, náðu þau til póst- stöðva 120 verst fyrir austan Ishim-fijótið, Strogoff lót hafa hestaskifti í flýti, en hér í fyrsta skifti var ökumaður ragur að fara af stað. Sagði Tartara-flokka hvervetna á sléttunni ogaðduglegir hestar, vagn og ferðamenn væru eftirsóknar- vert herfang. Það var með ríflegri fyrirfram borgun einung is, að Strogoff gat unnið svig á ökumanninum, því enn vildi hann ekki sýna vegabréfið. Eerðabannið frá Moskva var öllum kunnugt, hafði verið telegraferað, og þess vegna mundi sá maður hafa v aldið almennu umtali, er sýnt gat sérstaka löjdega tindanþágu frá áhrifum ferðabannsins. Og um fram alt þnrfti sendiboði keisarans að forðast eftirtekt. Hvað ökumanninn snerti, þá var ekki nema tvent til um tregðu hans. Annaðhvort hafði hann gilda ástæðu til að óttast áhlaup, eða haun hagnýtti sér löngun Stregoífs til að koma-t áfram. sem féþúfu. Þó komst Strogoff af stað um síðir og gekk þa svo greitt ferðin, að klukkau 3 um daginn var hann búinn að fara 80 verst lengra austur, til þorpsins Koulatsinskoé, og einni klukkustund síðar nam vagninn stað ar á vesturbakka Irtich-elfunr.ar. Er það all-mikið fljót, eitt hið merkasta, er íellur norður um Siberíu. Upptök þess eru t Atai-flöll unum og fellur það þaðan norðnorðvestur til þess þaðeftir 7 000 verst-ferð sameinast stórfljótinu Obi, Um þet>a leyti árs er ætíð vöxtur i Srberíu straumvctnnm og er •Irtich engin undantekning í því. Þar sem venjulega var hægur og þungur straumur, varnú freyðandi röst og þess vegna óalitlegt mjög að leggja út á ferjuna, því það var auð- séð hættnspil og einskis manns færi var að ieggja vít í fijótið 1 þeim tilgangi að synda yfir það, Það hefði enginn maður dregið yfir á austurbakkaun. En það var hvorrttveggja að nú voru ekki eftir nema 20 verst til Omsk, og hitt, að hversu ihikilsem hættan var aftraði hún lrvorki Strogoff eða Nadíu að leita til áfram- halds. Þeim kom því ekki í hug að hræðast vatnsmagnið i Irt’ch. Þó leizt Strogoff flóðið svo ískyggilegt, að hann stakk upp á að fara fyrst einsamall með hestana og vagninn, því hann óttaðist þyngslin á “prammanum”. Eftir að hafa komið flutningnum yflr skvldi lianu svo koma aftur og vitja m eyjarinnar. En Nadia þverneitaði því, það tæki frá þeim klukkustundarferð eða meir og sér dytti ekki í hug að tefja ferð hans þannig. Það varð því úr að bæði ætluðu í senn og var nú farið að skipa fram hestunum og vagninum, en gekk seint, því ferjan komst ekki upp að þurru landi, svo hátt upp eftir bökkunum steig flóðið. Eftir hálfra stundar þjark var því verki þó lokið og Nádía, Strogoff og ökumaðurinn komin út á ferjuna, er þegar lagði út í strauminn og gekk alt vel um stund, því tangi mikill skarst fram í fljótið nokkru ofar og fyrír neðan hann var straumlitill hylur, er ferjan fór fljótt og beint yfir. Eerjan var “prammi” all-mikill. er ferjumennirn- ir (tvoir) knúðu áfram með löngum spírum, er þeir stungu niður í árbotninn. Handlóku þeir þassar árar sérlega fim- lega, ea svo var vatnsinagnið mikið nú, að þegar þeir nálg- uðust miðbik árinnar veitti lítið af að stungurnar nœðu niðri Þ ið stóð ekki meira en fet upp úr, og var þá vandræðaverk að stjaka prammanum áfram, hversu vel sem haldið var á þeim. Strogoll og Nadía sátu aftur á og tóku ekki augun af ferjumönnunum og leizt svo á að seint geugi að komast yfir um. “Varaðu þig !” hrópaði annar ferjnmaðurinn til hins, er þá bar út í þyngstu straumröstina, og var ástæða til þess, því straumkastið beindi nú ferjunni fremur beint undan straumnum, en yfir hann. Þó gátu f erjumennirnir haldið henni nokkurnveginn í horfinu, með því að hleypa stjökun- um inn i gróp mörg á útrönd borðstokksins, er héldu þeim nokkurnveginn í skorðum. En svo hralcti þá mikið, þrátt fyrir alla viðleitnina, að þeir gerðu ekki ráð fyrir að ná landi hinumegin fyrr en 6 verst fyrir neðan þjóðveginn, en það gerði nú ekkert til. Allstaðar mátti lenda, og þar sem ferjumennirnir áttu von á tvöföldum ferjulaunum, kærðu þeir sig ekki. Það var um að gera að ná eystri bakkanum einhversstaðar, og það voru þeir vongóðir með að gera, en þeir tóku ekki alla hugsanlega farartálma með í reikninginn, enda naumast við því að búazt. Þeirra afsökun var fullgild, sú, að þeir gerðu alt sem tveir menn gátu gert. Ferjan var nú rótt á miðju fljótinu og hrakti niður eftir þvi svo nam‘2 verst á klukkustund. Alt í einu spratt Stro- goff á fætur og starði uppeftir fljótinu á fjölda af bátum, er fjölda-margar árarhjálpuðu straumunum til að hrinda áfram með fleygiu sferð. Strogoff hleypti brúnum og hrutu hon- um orð af vörum, svoaðNadía, sem ekki hafði litið af ferjumönnunum, spurðihvaðaðgengi. Aður en hann gæti svarað Kenni höfðu ferjumennirnir einnig komið auga á báta- flotann og æptu nú óttaslegnir : “Tartararnir, Tartararn- ir !” Þeir sögðu satt, Bátarnir voru fullir af Tartara her- mönnum og bar þá svo hart að, að engin von var til að ferjan svo þnnghlaðin kæmist undan. Eerjumennirnir urðu svo hræddii að þeir fleygðu stjökunum á þilfarið og létu reka. " V’erið hugrakkir^ vinir”, sagði Strogoff. “Eimmtíu rúblur skuluð þið fá, ef þið náið bakkanum áður en Tartar- arnir fara framhjá!” Svo höfðinglegt boð kveikti nýjan kjark hjá ferjumönn- unum og brutust þeir nú hart nm. en þaðvarð fljótt augsýni legt að einskis mannsorka gæti dregið undan barbörunum. dafn Hstæðulítið var að vona að fjandasægur þessi færi framhjá án þess aðherja á ferjuna. Aðrir eins ræningjar mundu ekki sleppa sliku tækifæri. “Vertu hughraust, Nadía”, sagði Strogoff, “en rertu við öllu búin!” "Ég er óhrædd og er tilbúin !” “Ertu jafnvel tilbúin að fleygja þér í fljótið?” “H.venær sem þú gefur mér bendingu”. “Roiddu þig á mig. Nadía !” “F.g geri það afdráttarlatist”. Turtavi. bátarnir áttu nú ekki eftir meir enn 20 faðma að fcrjvmni og sást rui að þeir flutt.u Bokhara-hermenn, sem udir voru til njósna í grend við Omsk. Nú voru heldur ekki eftir nema tvær ferjulengdir upp að bakkanum og gerðu ferjumennirnir því harðari hviðu og Strogoff sjálfur var nú farinn að hjálpa þeim, hafði þrifið stjaka mikinn og dró ekki af sér, er hann stakk honum í botninn. Ef hann að eins gætikomizt á land með hestana og vagninn, var hann að líkum sloppinn, þvi Tartararnir höfðu enga hesta meðferðis. Allar þessar tilrannir voru árangurslausar. “Saryna kitchou !” glumdi nú við frá öllum bátunum og kannaðist Strogoff þar við heróp Tartaranna, sem venjulega er svarað m eð því að kasta sér flötum. En nú hlýddi hvorki hann eða ferjumennirnir, endalaustþá á skothríð mikilli á augnabhki Eéllu þá báðir liestar Strogoffs dauðir. í sömu andránni hi’ikti í viðum ferjunnar. Bátarpir fremtu höfðu rekist á hana. “Komdu Nadía!” sagði Strogoff tilbúinn að kasta sér í fljótið. Hún var í þann veginn að fleygja sér útbyrðis með hon- um, þegar högg mikið kom á höfuð honum og feykti honum út í strauminn, sem þegar bar hann burt. Eitfc augnabíik rétti hann aðra hendina upp yfir röstina, en svo hvarf hún og hann allur í dýpið. Nadía rak upp hljóð, en áður en hún hefði ráðrúm til að fleygja sér út á eftir honum, var hún gripin og dregin niður í einn Tartarabátinn. Innan fárra mínútna höfðu ferjumennirnir verið drepnir, en ferjan látin fljóta mannlaus undan straumnum. Svo héldu Tartararnir áfram niður eftir fljótinu. 14. KAPÍTULI. Móðir og sonur. Omsk er stjórnarsetrið í Vestur-Síberíu, en er þó ekki merkasti bærinn í því umJæmi. Tomsk er stærri bær og fólksfleiri, en Omskhefir það fram yfir að þar býr Governor- inn yfir öllum vesturhelmingi Síberíu. Eiginlega er Omsk tvö aðskilin þorp. I öðru býr Governorinn og embættis- menn allir, en í hinu verzlunar- og iðnaðarmenn, þó ekki geti hærinn heitið neinn verulegur verzlunarstaður. Ibúar bæjarins eru 12—13000 og umhverfis hann eru víggarðar með mörgum skotturnum á. En viggirðingar allar eru úr torfi og leir einungis, og það vissu Tartarar, sem hugsuðu sér að taka bæinn með meginafli og tókst það lika eftir nokk- urra daga umsát. Stöðuherinn í bænum varðist vel og drengilega, en smám saman, fet fyrir fet, varð hann aðhopa undan og að lyktum hlaut hann að flýja upp í efri bæinn, þar sem Governorinn og embættismenn allir höfðu búið um sig sem bezt mátti verða. Eftir að hafa búið afla húsa- og kyrkjuveggi svo að ókleifir voru, voru þeir þar innan veggja þessarar litlu “kreml”, eins og í nokkurskonar kastala. Og um tíma stóðzt “kastali” þeirra áhlaupin, en daufleg varð framtíðar- vonin um sigur, enda fengu Tartararnir nýjan herstyrk með hverjum degi, því áfram hélt bátastaumurinn niður eftir Ir- tich. En þó tók það út yfir, að foringi Tartaranna var Norðurálfumaður. föðurlandssvikari, en mikill maður, slæg- ur og framgjarn vel. • Þessi maður var óbersti Ivan Ogareff. Ogareff var menntaður og herlærður vel, en að öðru leyti jafningi Tartaranna hvað grimd og hörku snerti. Móðir hans var af Mongóla kyni og fekk hann því ýmsa Asíu-þjóða eiginleika í arf frá henni, þar á meðal slægvizku og löngun til að búa út fyrirsát og áhlaup úr óvæntum áttum ; sveifst hann einskis, ef hann þurfti að búa út gildru eða komast að einhverju leyndarmáli. Undirförufl og hrekkjóttur að nátt- úrufari beitti hann öllum brögðum þegar á þurfti að halda, laug og sveik eftir því sem þörfin krafði og tók á sig allskon- ar gervi og birtist svo í öflum myndum. Sem sagt var hann einnig grimmlundaður mjög og hafði enda gegnt böðulsstörf- um. Eeófar Kan átti því öflugan og ósvífinn lautenant þar sem Ogareff var; er ekki hikaði við að fullnægja öllum boðum barbarans í þessari blóðugu barbara styrjöld. Þegar Strogoff kom á vesturbakka Irtich-fljótsins var Ogareff búinn að taka Omsk. Sat hann þá um efri bæinn og vildi gjarnan vinna hann á sem stytztri stund, því honum lá á að komast til Tomsk, en þar var megin-her Tartara saman- komin, og þar var Feófar Kan sjálfur. Satt að segja var Tomsk þá komin í hendur Tartaranna og þaðan átti svo all- ur herinn að hefja gönguna austur um Síberíu til Irkutsk. Vestur-Sibería var þannig í höndum barbaranna nú, og kæm nst þeir fyrirhafnarlaust austur og næðu Irkutsk, var Síber- ía öll í höndum þeirra. Ög hvað sem Törturunum leið, þá var Irkutsk aðal-tak- mark Ogareffs. Ætlun hans var að koma sér í mjúkinn hjá stórhertoganum undir fölsku nafni, veiða upp úr honum öfl hans leyndarmál áln ærandi vörn bæjarins og svíkja svo bæ- inn í hendur Tartara, og—stórhertogann með. Tækist hon- um þetta, gat hann leikið lausum hala í Síberíu, Eins og kunnugt er, var Rússa keisara kunn þessi fyrir- ætlun, og í því skyni að koma í veg fyrir framkvæmdir henn ar sendi hann Strogoff í þessa svaðilför, ,til að færa stórher- toganum þessa þýðingarmiklu fregn. Þess vegna var sendi- boðanum lagt svo líkt á hjarta, að fara í dularbúningi og undir fölsuðu nafni. Til þessa hafði sú tilraun tekizt vel, en mnndi Strogoff eins og nú var komið fyrir honum, nokk- urntíma geta lokið erindinu? Höfuðhögg Strogoffs var ekki banvænt. Með því að synda í kafi, svo ekkert hærði á honum, náði hann bakkan- um. skreiddist upp i runna, en féll þar svo niður máttþrota og meðvitundarlaus. Þegar hann raknaði úr rotinu var hann i bónda-kofa. Hafði bóndinn fundið hann og hjúkrað honum. Honum átti Strogoff líf sitt að launa. Hvað lengi hafði hann verið gest- ur þessa góða, lítilmótlega hónda ? Hann gat ekki getið neins til um það. Þegar hann fyrst opnaði augun, laut blíðlegt, viðkvæmt, alskeggjað andlit ofan að honum. Hann var í þann veginn að spjrrja hvar hann væri, með meiru, en bóndinn varð fyrri til að segja : “Ekki eitt orð, litli faðir! Þú mátt ekki tala. Þú ert of veikur til þess enn þá. En ég skal segja þér hvar þú ert og alt sem gerzt hefir síðan ég flutti þig í kofa minn”. Og svo sagði karlinn honum frá öllu, er hann hafði verið sjónar- vottur að: áhlaupinu á ferjubátinn, ráninn úr vagninum og morði ferjumannanna. Strogoff hlustaði ekki lengur á söguna, en stakk hendi í barm sér og þreifaði eftir bréfi keisarans; hægðist honum er hann fann það þar, en svo datt honum fleira í hug. “Það var ung stúlka með mér”, sagði hann þrátt fyrir boð og bann. “Þeir drápu hana ekki”, flýtti karl sér að segja, til þess aðafstýra allri hugraun sjúklingsins. “Þeir fóru með hana á bátum sínum, og þeir héldu áfram niður fljótið. Það er þá að eins einum fanga fleira í hópnum, sem þeir eru með á leiðinni til Tomsk. Strogoff gat ekki svarað, en studdi hendinni á hjartað, eins og vildi hann stilla slög þess, sem voru hörð og tið. Þrátt fyrir kringumstæðurnar allar mátti samt skyldurækn- in meira en hugraunin, og eftir nokkra stund stundi hann upp : “Hvar er ég ?” “Á austurbakka Irtychfljótsins, fimm verst frá Omsk”, svaraði bóndinn. Framhald. #- I # I # Fluttur i # ............ i I Eg hefi nýlega flutt skrautgripa og úrverzl- # un mína á Norð-vestur # # hornið á Main St. 02; Port.sAve. Jt ^ Um leið og ég flutti búð mína, keypti ég mikið # af nýjum ágætum gull og silfurgripum, og einnig | byrgðir af allskonar ágætis úrum og klukkum, og sel ég nú ailar þessar vörur ódýrri en nokkrusinni | áður. Komið og skoðið vörurnar. G. THQMAS, * Manuf. Jeweller. # # #-#-#—#-# # # #-# # I #-# ########################## # # # # # # # # # # m # i # HLUTIR sem eru í sjálfu sér vandaðir og aldrei breytast nema til batnaðar, verða óhjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum. # m m m m m i Látið ekki tælast. Kaupið Elgin úr. Af því Elgin- úrin eru bezt allra Amerík- -- anskra úra og standa sig bet ur en ódýr Svissnesk úr. Hiðmikla úra einveldi er nú brotið á bak aftur, og vér getum nú selfc E lg i n úr ó- dýrra en áður < Verzlun vor £ er hin elzta Z gullstássverzl □ un sem núhef- ir viðskif ti við yður, og vér mælumst til, að áður en þer pantið úr hjd öðrum klippið þér þessa aug- lýsingu úr blaðinu og sendið oss, ásamfc nafni yðar og utanáskrift. Ef þér gerið það, sendum véryður frítt, til skoðunar, úr með 14 k. “Gold filled” umgerð fall- ega skreyttri með útskurði (áreiðanlega hin fallegasta umgerð sem boðin hefir verið fyrir það verð), og með ekta Elgin verki, gerðu af The Elgin National Watch Co., sem gengur í mörgum steinum og hefir allar nýustu umbætur: dregið upp og fært með höldunni. Ef þér viljið hafa úrið, þá getið þér borgað express-agentinum, sem það verður sent til, heildsöluverð vort á því, $9,50; ef yður líkar það ekki, þá borgið þér ekkert. Þér leggið ekkert í hættu. 20 ára skrifleg ábyrgð lylgir Iveerju úri. Ef 50 cts. auk úrverðsins eru sendmeð pöntuninni.geta menn fengið $3.00 gullplataða festi, eða efþérsendið $9.50 fyrir úrið, fáið þér festina frítt. Pantið þessi úr og sann- færist. Segið hvort þér viljið karlmans eða kvenmans-úr. FRITT ! — Ef þér kaupið eða fáið kunningja yðar til að kaupa 6 úr, fáið þér eitt frítt. Það má græða á þessum úrum; ýmsir selja þau fyrir $25 til $40. RED STAR WATCH CO. Dept. (Löggilt.) 194 E. Van Buren St., - - Chicago, IU. ########################## # # N orthern Paciíic RAILROAD TIME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. ----- 131 Higgin Street ---------- gefur hverjum sem hafa vill _T_T_ _sem sannað getur að mjöl, gripafóður og eldivið «7 ^ CiÁi\.Cl U }lann gejjj ekk; dýr ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. \ Wateriown Marb/e & Granite Works. I.. “................ Selur mannara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar, blómpotta, Etc., Legsteinarnir kosta $12,00 til $300,00. Ejögra — fimm feta háir legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum ^ af umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verð] eftir stærð og írágangi. Aðal-umboðsmaður fólagsins er ÍSL. V. LEIFUR, Glasston, N. Dak. North B’und STATIONS. Soouth Bund Freight iNo." 153. Daily St. Paul Ex. 1 No.l07Daily. 8t. Paul Ex„ No.lOÖDaily. Freight No. 154 Daily. j 1.20p| 3.15p .. Winnipeg.. 12.15þl 5.30a 1.05p 3.03p *Portage Junc 12.27p 5.47a 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07a 12.22p 2.38p *. .Cartier.... 12.52p 6.25a 11.54a 2.22p *.St. Agathe.. l.lOp 6.51a 11 31a 2.13p *Union Point. 1.17p 7.02a 11.07a 2.02p *Silver Plains 1.28p 7.19a 10.31a 1.40p .. .Morris .... 1.45p 7.45a 10.03a l.i2p .. .St. Jean... 1.58þ 8.25a 9.23a 12.59p . .Letellier ... 2.17p 9.18a 8.00a 12.30p .. Emerson .. 2.35p 10.15a 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 2.50p 11.15a 11.05p 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.25p 1.3Öp 4.55a .Wpg. Junc.. lO.lOp 1.25p 3.45p Duluth 7.25a 8.40p Minneapolis 6.30a 8.00p ... St. Paul... 7.10h 10.30p ... Chicago .. 9.35p MORRIS-BKANDON BRANCH East Bound STATION8. W. Bound. œpí 03 . 2 ö clI ♦a CQ '3)5 CQ g Dominion of Canada. Ábylisjarflir oLeyPis fyrir milionir manna. 200,000,000 ekra £ hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóriunum i Canada ókeypisfyrir landnema. Djúpr ogfrábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. ‘ I inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti landi—innvíðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmnámaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landl; eldiviðr því tryggr um allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhaf í Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eflir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norðr og ver og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. Heilnæmt loftslag. Loftslagið i Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame ríku. Hreinviðri og þurviðri vetr o g sumar; vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þoka og súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yíir 18 ára gömlum og hvexjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu og yrk það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfstæðr í efnalegu tilliti. íslenzkar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stœrst er NÝJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr írá Nýja íslandi, í 30—25 mílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðnm þessum nýlendum erimikið af o- humdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260 mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBERTA-NÝLENIÞ AN uin 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. síðast töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætn akr- og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því. að skrifa um það: I. 20p 3.15j ( Winnipeg .. 112.15p 5.30p 7.50p 1.30p .. .Morris .... 1.50p 8.00a 6.53p 1.07p * Lowe Farm 2.15p 8.44a 5.49p 12.42p *... Myrtle... 2.4lp 9.81a 5.28p 12.32p ...Roland. . 2.53p 9.50a 4.39p 12.14p * Rosebank.. 8.10p 10.28a 3.58p 11.59a ... Miami.... 3.25p 10.64a 3.14p 11.38a * Deerwood.. 3.48p 11.44a 21 p 11.27a * Altamont .. 4.01p 12.10p 25 p U.09a . .Somerset... 4.20p 12.51p 17p 10.55a *Swan Lake.. 4.36p 1.22p 19p 10.40a * Ind. Springs 4.51p 1.54p 2.57p l0.30a *Mariapolls .. 5.02p 2.18p 2.27p 10.15a * Greenway .. Ö.18p 2.52p 1.57a lO.OOa ... Baidur.... 5.34p 3.25p II, 12a 9.38a . .Belmont.... 5.57p 4 15p 10.37a 9.21a *.. Hilton.... 6.17p 4.G3p l0.13a 9.05a *.. Ashdown.. 6.34p ö.23p 9.49a 8.58a Wawanesa.. 6.42p 5.47p 9.39a 8.49a * Elliotts 6.53p 6.04p 9.05a 8 35a Ronnthwaite 7.05p 6.37p 8.28a 8.18a *Martinville.. 7.25p 7.18p 7.50a 8.00a .. Brandon... 7.45p 8.00p West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Except Sunday. STATION8. East Bound Mixed No. 144 Every Day Except Sunday. 5.45 p.m. .. Winnipeg.. U.15a.m. 5.58 p.m. *Port Juncth n 11 00 a.m. 6.14 p.m. *St. Charles.. iO 35 a.m. C.19 p.m. * Headingly.. 10.28 a.m. 6.42 p.m. * White Plains 10.05 a.m. 7.06p.m. *Gr Pit Spur 9.42 a.m. 7.13p.m. *LaSalleTank 9.34 a.m. 7.25 p.m. *.. Eustace.. 9.22 a.m. 7.47 a.m. *.. Oakville.. 9.00 a.m. 8.00 a.m. *. . .Curtis. . . 8.49 a.m: 8 30 a.m. Port.la Prairie 8.30 a.m. Coiniiiissioner of Dominion Lands. Eða 13. Hi. Baldwinson, ísl. umboðsm. Winnipeg‘ - Canada. Stations marked —*— have no agent Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have through Pullman Vestibuled Drawing Room Sleep ing Cars between Winnipeg, St. Paul and Minneapolis. Also Palace DinÍDg Cars Close connection at Chicago with eastern lines. Connection at Winnipeg Junction with trains to and from the Pacific coats For rates and full information con- cerning connection with other lines, etc., apply to any agent of the company, or CHAS. S. FEE. H. SWINFORD, G.P.&.T.A., St.Prul. G'mi Agt Wpg CITY OFFICE 486 Maiu Str., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.