Heimskringla - 30.08.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.08.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 23. ÁGÚST 1895. Heimskringla * PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Pulil. Co. •• •• Verð blaðsins í Cancla og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgaðj Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. 0. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aSöllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• OfFICE : Corner Ross Ave & Nena Str. 1» O. Bos 305. Uppskeran. í heild sinni hefir tíðin verið hin hagstæðasta fyrir uppskerustörf alt til þessa, enda uppskera furðu vel á veg komin svo snemma á tíma. Eft- ir seinustu fregnum að dæma verður kornslætti öllum þvi sem næst lokið í Manitoba í lok þessarar viku. Slættin- um er sumstaðar lokið nú þegar og þresking byrjuð og hið nýja hveiti þeg- ar komið til markaðar. Keewatin- mylnufélagið keypti fyrsta vagnhlassið, sem á boðstólum var, og sendi það 22. Ágúst austur til mylnu sinnar við Skógavatn. Vogesturinn mikli, nætur- frostið, hefir að vísu gert vart við sig í eitt einasta skifti, en að því er framast verður séð af fregnum úr öllum áttum hefir það ekki komið nema á einstaka stað og þá svo lítið, að flestir segja það engan skaða hafa gert. I einstöku stað hefir það samt 'ollað tjóni þannig, að kornið verður ekki eins útlits fallegt, þó það í sjálfu sér sé jafngott eftír sem áður til mölunar og manneldis. Það er ekki enn búið að hirða og enginn aftur kominn að segja hvernig hirðingin kann að ganga. Votviðri geta komið og tafið fyrir þreskinguntri og skemmt hveitið í stökkunum,ef þeim er flýtislega hrófað upp, eins og stundum vill verða, þegar uppskeran er mikil og alt kailar að í senn. En þó nú hirðing- in sé ekki um garð gengin enn, þá er samt afsakandi þó maður athugi ástæð- urnar og geri sér ofuvlitla grein fyrir hvað þessi mikla uppskera þýðir. Þeg- ar annað eins kapp er lagt á að sýna fram á að hér sé ekki lifandi og um að gera að komast heim til Islands, þá er því fremur ástæða til að lita ofan í kjölinn—að athuga hvað svo og svo margarmilj. bush. af kornmat virki- lega þýða. Eins og getið var um í síðasta blaði er það áætlun fylkisstjórnarinnar, að korntegundauppskeran öll í fylkinu verði í ár nærri því 60 milj. bush. Að dæma eftir almennu áliti þeirra manna allra, er viðskifta sinna vegna ár eftir Ar ferðast um fylkið til að meta upp- skeruna til verðs á meðan kornið er að v-axa, að dæma eftir áliti þeirra, má gera ráð fyrir að uppskeran í heild sinni verði að minsta kosti t—5 milj. bush. tneiri en stjórnin ætiast á. En sfjórn- iráætlunin er áreiðanlegust aðþvíle.yti, aðekki þarf að óttast að uppskeran reynist minni, en hún gerir ráð fyrir, og þess vegna höldum vér oss við hana nina. Bændur á sveitajörðum í Manitoba voru síðastl. vor um 22.000 talsins. Pjölda margir þeirra stunda enga korn rækt, en griparækt eingöngu. En skífti maður nú þessum áætluðu 57,861, »21 bush. jafnt á milli þeirra allra (22 hús. bænda) kemur í hvers hlut heldur meira en 2,030 bush. Þessi uppskera er afurð 1.887,796 ekra af landi og verð- ur þá afurðin að meðaltali heldur meir en 30\ bush. af hverri einni ekru.Mundi ísland Þykja lélegt land og Íítt byggi- legt, eins og þetta land á að vera hjá mörgum heima og enda hjá sumiim sem hér eru, ef hver og einn einasti bóndi á íslandi gæti í hagsældarári framleitt rúmlega 7J tunnu kornmat- ar á hverri dagsláttu stærð af ábýlis- jörð sinni, og ef hver þeirra að meðaltali fengi 657£ tunnu kornmatar upp úr landi sínu á einu ári ? Þetta, sem sagt, er hlutur sveitabændanna allra í Mani- toba í sumar. Að frádregnum öllum þeim korn- mat, er fylkisbúar sjálfir þarfnast til annars hausts, til þess önnur uppskera er fengin—til útsæðis, manneldis og til gripafóðurs, verða í afgangi, til útflutn ings um eða yfir 40 milj, bush., eða um 1 milj, og 35,000 tons. Það þarf nokk- uð til, til að koma því korni öllu burtu. Það er ætlast á að til þess þurfi um 300 járnbrautarvagna á hverjum sólarhring í 200 daga samfleytt. Það kannast all- flestir íslendingar við pósskipin dönsku Laura og 'Phyra. Setji maður svo, að allur þessi kornbingur væri samankom- inn á einni höfn á íslandi og setji mað- ur svo, að þessi tvö skip ættu að flytja hann til Danmerkur og ekkert annað að gera. Setji maður svo enn fremur, að þau færu 26 ferðir fram og aftur á ári og flyttu í hverri ferð 600 tons, sem ekkierfjarri lagi.þáyrðu tvö þessi miklu “dampskip” íslands að fara 880 ferðir hvort. Með öðrum orðum yrðu þau að bisa við burtflutninginn meir en 33— segi og skrifa þrjátíu og þrjú ár, eða til að hafa það nákvæmlega rétt—þrjá- tíu og þrjú ár, níu vikur og fimm daga og sex klukkustundir! Þetta er eins árs kornuppskera umfram allar heimil- isþarfir allra stétta manna í landi, eða öllu heldur héraði, sem á að vera svo fá- tækt, að gustuk sé fyrir landssjóð ís- lands að hlaupa undir bagga og hjálpa Islendingunum, sem hér eru búsettir, til að komast heim aftur til Islands! Og þessi uppskera er framleiðsla lítið meir en helmingi fleiri sveitabænda en þeirra sem nú eru á íslándi. Það er óhægra að segja hvað bænd- ur fá fyrir þennan kornmat sinn. Þegar athugað er að fyrirliggjandi birgðir af hveiti frá fyrra ári hafa ekki verið jafnlitlar um mörg undanfarin ár eins og þær eru sagðar nú, og þegar athug- að er, að eltir síðustu allsherjarskýrsl- um er áætlunin að þessa árs heimsupp- skeran af hveiti sé frá 200 til 300 milj. bush. minni en í fyrra, þá sýnist ekki ólíklegt að bændur fengju frá 50 til 60 cents fyrir hveiti sitt að jafnaði. En til þess að vera ekki öfgafyllri í áætl- uninni um verðið, en stjórnin er í sinni um uppskerumagnið, gerum vér ráð fyrir 45 cents sem meðalverði, er bónd- inn fær fyrir hveiti-bush., 25fyrir hafra bush., 30 fyrir bygg og 75 cents fyrir bush. af hörfræi (rúgi ogbaunum slepp- um vér algerlega úr reikningnum, af því þar er um svo litið að gera, að eins 87,060 bush. til samans). Þessi áætlun um verðið getur ekki heitið óhófleg, þegar á alt er litið, að minnsta kosti ekki hófleysislega há ; vonandi miklu fremur að hún reynist fram úr hófi lág. Það er almenn áætlun þeirra, er vit hafa á að meta slíkt, að þegar búið er að draga frá það sem þarf til heimilis- þarfa í fylkinu, verði eftir til útflutn- inga af hveiti.............. 26 milj. bush. „ höfrum............... 10 1( u u hyggi................. 3 u u u hörfræi .............. 1 u •u Alis 40 milj. bush. Þetta er miðað við stjórnaráætlun- ina um uppskerumagnið og því má telja sjálfsagt að ekki verði minna en 40 milj. bush. í aflögum. En bindi mað ur sig við þessa áætlun sem hina réttu og geri ráð fyrir því meðalverði, sem áður hefir verið tiigreint, fá bændurnir fyrir útflutt hveiti (á 45 cents) $11,700,000 hafia (á 25 cents) 2.500,000 bygg (á 30 cents) 900,000 hörfræ (á 75 cents) 750.000 Alls $15.850,000 Þetta er fyrir kornmat einungis og þó er ótalinn allur kornmaturinn, sem bændur vitaskuld selja 70—80 manns, er í bæjunum búa í fylkinu og sem verða að kaupa alla kornvöru. Hér er að eins talið það sem selt er til útflutn- ings úrfylkinu. Hvað mikið af öðrum vörum bændur selja til útflutnings er ekki hægt að segja, en eftir áætlun gætinna og glöggsýnna stórkaupmanna koma inn í fylkið að minnsta kosti 2 milj. dollars fyrir allan annan bænda- varning í ár : kvikfé, ost, smjör m. m. o. fl. Vér stígum þess vegna ekki til muna, ef nokkuð, út yfir almenn áætl- unar takmörk þegar vér gerum ráð fyr- ir að inn komi í fylkið fyrir þessa árs framleiðslu bændanna $18 milj. Sé þeirri upphæð jafnað niður á 22,000 sveitabændur koma i hvers hlut $818, eða nokkuð yfir 3000 kr. Oss er nær að halda að það þætti alveg frábært velti- ár á íslandi, ef tekjur bændalýðsins á einu ári, fyrir varning fluttan út úr landinu, að eins ef þær jöfnuðu sig upp í 1000 kr. á hvern búanda, með öðrum orðum næðu þriðjungi af meðaltekjum Manitoba-bændanna í hagsældar korn- sprettu-ári fyrir þeirra útflutta varning að eins. , Þetta yfirstandandi ár er auðvitað veltiár að því er kornsprettu snertir. Menn geta ekki búizt við svona hag- stæðri tíð ár eftir ár samfleytt. En þessa árs uppskera sýnir og sannar hvaða frjófgunarkraftur er í jörðinni. Af því getur svo hver skynjandi maður dæmt hvort landið er óbyggilegt og hvert líklegt er að margir menn hér bú- settir bíði ferðbúnir til íslandsfarar, ef Wathne og landssjóður hjálpar. Fleiri brautir. Það birtist hraðfrétt frá Duluth 19. þ. m., þar sem skýrt er frá að C. P. R. félagið (sem þar gengur undir nafninu : Minneapolis & Sault St. Marie Ry. Co.) flytji hveiti frá Minneapolis til hafn- staða við Atlantshaf fyrir 12 cents 100 pundin. í tilefni af því flytur “Tri- bune” sanngjarnlega ritaða grein um þorfina á fleiri járnbrautum í áttina til heimsmarkaðarins. Blaðinu lízt svo á þessa fregn að hún auki ekki ánægju bændanna hér, sem neyðast til að borga C. P. R. eða Northern Pacific (sama er verðið hjá báðum) 17 cents fyrir hver 100 puncl af hveiti austur til Superior- vatns, sem er minna en þriðjungur af þeirri leið, er C. P. R. nú flytur hveiti frá Minneapolis fyrir 12 cents. Það er heldur ekki á þessa frétt að lítast. Það sýnist harðleikið af sama félaginu að setja Minnesota og Dakota-mönnum 12 cents fyrir flutning á 100 pundum af hveiti 1400—1500 mílur, en setja Mani- toba mönnum 17 cents fyrir að flytja 100 pundin aðeins 430 mílur. Vitaskuid er ekki þetta gjald venjulegt né viðtekið til að gilda nokkurn ákveðinn tíma, en, “er á meðan er,” og svo er líka venju- lega gjaldið á þeirri braut miklu lægra en hér — af því keppibrautirnar þar eru svo margar. “Tribune” viðurkennir að Northern Pacific brautin sé ekki einhlýt, þó hún hafi komið að nokkrum notum og held- ur því fram að menn megi ekl^ hætta fyrri, en önnur braut er fengin austur að Superior-vatni. annaðhvort til Dul- uth eða Eort William. Það sé eini veg- urinn í bráð, því ekki sé að búazt við Hudsons Bay brautinni fyrst um sinn, þó einhverntíma kunni hún að koma. Það hefði verið stórra þakkavert ef blaðið hefði þannig tekið í málið í fyrra vor og sumar, þegar margir merkustu verzlunarmenn bæjarins voru að biðja og marg-biðja Greenway og skora á hann að veita Suðausturbrautinni um- beðinn styrk. Hefði Tribune þá metið þörf alþýðu meira en þarfir flokksins, eða réttar sagt, meir en vilja Green- ways, hefði máske eitthvað verið gert, en þá mat það vilja Greenways meir en þörf alþýðu. Meðmæli blaðsins koma því meir en ári á eftir tímanum, enda eru þau ef til vill fremur ætluð til gera greiðari veg stjórnarinnar á næsta þingi. Það er enganveginn ólíklegt að tækifærið sé gripið þegar kornflutning- ur er í byrjun, að minna menn á þörf- ina á fleiri járnbrautum, í þeirri von að menn þá með þvi meiri fögnuði taki hugsanlegu tilboði stjórnarinnar á næsta þingi um að útvega nýtt járn- brautarfélag. Að þetta sé tilgangur- inn, engu síður en löngun til að full- nægja þörfum almennings, er ekki ótrúlegt þegar athugað er að fylkis- þingskosningar fara að vændum fram næstkomandi sumar. Það er ekki víst að skólamálið verði í því horfi þá, að ugglaust sé að reiða sig á það, og þess- vegna forsjállegra að hafa ginnandi járnbrautarboðskap handbæran. Það er lítill efi á því að í haust hefði verið til þriðja járnbrautin frá Winnipeg austur að Superior-vatni, ef stjórnin hefði sýnt vilja til að mæta kröfum fjöldans, og veita sanngjarnan styrk þegar um hann var beðið í Marz 1891. Það hafa verið unnin önnur eins þrekvirki hér vestra eins og þó bygðar hefðu verið rúmlega 200 mílur af járn- braut á 2 sumrum, og það er alt sem útheimtist til þess fengin sé þriðja brautin austur að Superior-vatni, braut sem liggur til kornmarkaðanna tveggja: Fort William og Duluth. En af neitun Greenways að eiga nokkuð við það fó- lag drekka Manitoba-bændur nú og Manitoba-menn allir. Suðausturbraut- arfél. bauðst til að flytja, og fá flutt með samvinnubraut sinni væntanlegri, hveiti til Fort William fyrir 12á cents 100 pundin, 4£ centi minna en C. P. R. fél. setur fyrir sömu vegalengd. Mis- munurinn sýnist lítill, en þessi 4| cents draga sig saman í all-laglega upphæð, draga sig saraan í sem næst $1 milj. á kornuppskerunni, sem í haust og vetur þarf að fara til markaðar. Þetta tap er Greenway að kenna og engum öðrum, því, sem sagt, honum var innanhandar að fá þetta brautarsamband fullgert í tíma fyrir þessa árs uppskeru. En “hann vildi ekki.” / Um Islenrlingadaginn flytur Lögberg eina þessa makalausu ágætis grein, sem auðkenna það blað í seinni tíð. I þessari grein er því haldið fram, að ekkert liggi á að ákveða var- anlegan hátíðisdag, og í henni er ekki með einu orði minnst á Yínlandsdag- inn, sem það fyrir nokkru hélt fram. I þess stað vill það nú að málið sé rætt miklu lengur, og helzt fá að “heyra raddir í gegn um blöðin á Islandi um það, hvort menn þar vilji taka upp sameiginlegan árlegan hátíðisdag ásamt oss Vestur-Islendingum, eða ekki”. Af því nú Lögberg hefir tekið þessa stefnu finst því “ótímabær” uppástunga vor um almenna atkv.greiðslu. Það má vera að menn þokuðust nær vilja fjöldans með því að fá mál þetta rætt í blöðunum á íslandi, en víst er það ekki, og eins og samgöngUr á Islandi nú eru og eins og samkomu- fjörið þar er, þá er lítt hugsandi að þar verði almennt hátíðarhald fyrst um sinn, nema [máske í kaupstöðunum. Vitaskuld væri skemtilegast ef það há- tíðarhald gæti orðið almennt sama dag- inn á öllu Islandi og hér, og þess vegna héldum vér því framí Hkr., að hátíðisdag vorn ætti fremur að miða við eitthvert mikilsvert vegamerki í sögu þjóðarinnar, en við landnámsdag vornhér. Eigi að sídur datt oss ekki í hug þá og dettur ekki í hug enn, að menn almennt heima héldu nokkurn slíkan dag hátíðlegan fyrr en eftir fleiri ár, fyrr en vestrænt f jör og framsókn- arandi er búinn að gagntaka alþýðu manna á Islandi betur en enn er orðið. Vér sjáum heldur ekki hvernig vilji manna almennt getur sýnt sig betur en með almennri atkvæðagreiðslu. Þeir sem um það mál rita munu flestir rita fremur frá sínu eigin sjónarmiði en frá sjónarmiði fjöldans, og þeir sem um það rita verða aldrei nema tiltölu- iega fáir. Aftur á móti geta allir látið til sín heyra á kjörseðlinum, svo fram- arlega sem þeir vilja láta til sín heyra. I þessari grein ætlar ritstj. Lögb. að fara að verða fyndinn ,og tekzt það ámóta og skáldskapurinn í Argyle-ferðinni í sumar þegar hann leið í hestunum vestur þangað [þ. e. fólksflutningsvögn unum]! Hann minnist þess að Hkr. hafi hér um árið stungið upp á að Is- lendingar hættu að biðja um stjórnar- skrárbreytingu, en hættu að viðurkenna hin dönsku yfirvöld og stofnuðu þar lýð- veldi á ný [nokkuð sem vér álítum enn að þeim væri miklu sæmra, en þetta ei- lífa hringl með stjórnarskrána]. Hann segir: “Ef eitthvert annað blað en Hkr. hefði flutt aðra eins ráðleggingu, þá hefði það verið gert upptækt á ís- landi og i Danmörku” [já, og líklega hengt, skorið og hálsbrotið í ofanálag!] “en af því það var í Heimskr. tók eng- inn mark á þessu rugli, heklur hlógu allir dátt að því”. Ja, því ekki það! En þá lieíir þó sú grein vor komið að nokkru liði, því hlátur er tallinnómiss andi fyrir heilsuna ekki síður en sólskin ið. En, 'hvað skyldi þá bíða þeirra manna heima, sem í slðastl. Júní leyfðu sér að bera fram uppástungu um að- skilnað Islands og Danmerkur, á Þing- vallafundinum ? Þeir eiga víst von á góðu, og fundarmenn helzt allir, þar sem enginn andmælti uppástungunni, en afréðu að eins að reyna einu sinni að fá stjóanarskrána samþykta. Og á hinn bóginn, ef hlægilegt er að stinga upp á skilnaðinum á þann hátt sem vér gerðum, með því að neita að viður- kenna dönsku yfirvöldin, hvað skal þá segja um uppástungu um að fá þann skilnað lagalega? Ef Danir neita að gefa Islendingum það sjálfsforræði, sem þeir fara fram á í stjórnarskránni, er þá líklegt, er þá hugsanlegt að þeir mundu heldur samþykkja lög er ákveða algerðan aðskilnað landanna ? Öclæðisverkin í Kína. Það hafa ýmsir spáð því, að þjóð- flokkahatrið í Kína, sem nú hefir aukist að mun vegna hrakfaranna í stríðinu við Japaníta, verði ekki bugað, né er- lendum mönnum óhoett að búa þar fyrr en Kínaveldi er sundurliðað og því skift á milli stórveldanna. Ætla margir að fyrri en svo er komið verði austræna þrætan ekki útkljáð. Það er ekki sagt að stórveldin hafi þessa hugmynd á bak við eyrað, sem maður segír, en víst er það að aldrei hafa Bretar gengið jafn- hart að Kínverjum eins og einmitt nú, í tilefni af manndrápunum í sumar. Að undanförnu hefir stjórnin í Kína all- oftast látið þá afskiftalausa, sem upp- hlaupunum réðu, þó hún hafi mátt greiða manngjöld fyrir þá sem drepnir voru og bæta þeim eignamissir, er fyrir honum urðu. Og sé það manndráps og sektaregistur rakið, þá er það orðið æði- langt. Stór-upphlaupin, sem stórveldin hafa krafist bóta fyrir, eru 14 talsins á síðastl. 25 árum. I þeim flokki er fyrst að telja upphlaupið í Tien Tsien árið 1870, er myrtir voru 22 franskir þegnar, karlar, konur og börn, Hin stór-upp- hlaupin voru að Yang Chow 1871; að Hangkow og að Shanghai 1872; að Shanghai 1874; að Foo Chow 1875 og 1876; að Canton 1885; og á ýmsum stöðum 1888, 1888, 1889 og 1890; í þrem- ur eða fjórum stöðum 1891; og svo í mörgum stöðum í sumar, alt frá því í Maí í vor. Til þessa hafa Kínverjar, sem sagt, sloppið úr þessum málarekstri öllum með því»að greiða ákveðna fjár- upphæð, en það er auðsætt, að Kin- verjar læra ekki af því að hegða sér að siðaðra manna háttum, og er því mál komið að þeir læri fleiri lexíur í því sam- bandi. Og þá lexiu eru þeir nú lika að læra núna. Flestir af þeim, sem þar hafa verið drepnir í sumar, hafa verið brezkir þegnar og þessvegna varð iilut- skifti Englendinga að byrja og sækja fastastfram. Það hafa þeir líka gert, svo að nú er réttur settur til að rann- saka málið og dæma þá sem sekir eru fundnir. Það réttarhald hefði orðið á- rangurslítið, ef Norðurálfumenn hefðu ekki fengið að vera viðstaddir, en það fengu þeir ekki nema fyrir öfluga sókn stórveldanna. I þessu atriðinu eru því Kínar komnir á kné einusinni enn, eru nú nauðbeygðir að viðhafa afgerandi og svikalaust réttarhald. Arangurinn er líka sá, að þegar þetta er ritað hafa 6 upphlaupsmennirnir verið fundnir dauða sekir og altaf eru nýir og fleiri menn teknir fastir og kærðir fyrir hlut- töku í upphlaupunum. Það eru því horfur á að þessi síðasta atrenna Kín- verja, að herja á verjulavst fólk, verði þeim hin dýrkeyptasta. Þannig þyrfti að fara með Tyrki og þeirra morðvarga. Armeniu-menn- irnir, sem drepnir hafa verið í hrönnum voru menn öldungis eins og þeir sem drepnir voru í Kína, og þó þeir að nafn- inu til væru þegnar Tyrkja, þá gerir það engan mun. Það yrði ef til vill á- hrifamesta meðalið, ef Tyrkir mættu greiða Armeníu-mönnum full mann- gjöld fyrir þá sem drepnir voru, bæta að fullu alt eignatjónið og ef þeir svo að auki, eins og Kínverjar nú, mættu skipa rannsóknarrétt og taka af líft morðvarga sína svo hundruðum skiftir. Ef þetta er rétt í Kina þá er það rétt í Tyrklandi og sú aðferð þyrfti i engu að breyta stefnu stórveldanna að því er snertir framtíðarstjórn í Armeníu, frem- ur en hún breytir henni að því er snert- ir framtið stjórnarinnar í KínaveJdi. Þolinmóðir hafaBandarikjamenn verið við Frakka um undanfarinn tíma, og það svo, að dæmalaust þykii. En nú loksins virð- ist þolinmæði þeirra að þrotum komm, enda tími til kominn. Þannig er mál með vexti, að fyrr- um var maður að nafni J. L. Waller konsúll Bandaríkja í Tamatave á Ma- dagaskar. Þegar embættisár hans voru liðin tók hann sér bólfestu á eynni, keypti land mikiðog gerðist þar bóndi mikill. Þegar Frakkar byrjuðu að herja á eyjarskeggja í vetur er leið, fengu þeir grun á að Waller væri hlynt- ur eyjarskeggjum og væri jafnvel að útvega þeim herbúnað og fé til herkostn aðar. Án nokkurrar rannsóknar, nokk urra sannana. hneptu þeir hann í fang- elsi og gerðu eignir hans upptækar. Á sínum tíma sendu þeir hann til Frakk- lands og á þeirri ferð sunnan fyrir Afríku var að sögn farið svo illa með hann, að hann misti heilsuna, en var heilsutæpur áður—tæringarveikur. Síð- an hefir staðið yfir rannsókn í máli hans og enn eru engar sannanir fengn- ar að hann sé sekur og ekki neitt útlit fyrir að þær séu til. Samt sem áður situr hann alt af í fangelsei og þver- neitar stjórn Frakka að láta hann laus- ann, þrátt fyrir að lögmenn hans hafa krafizt lausnar hans livað eftir annað, þar sem stjórnin getur ekkert sannað, en líf hans í veði í loftlitlum klefa. Stjórn Bandaríkja hefir skrifað stjórn Frakklands um þetta mál, en ekki gengið ríkt eftir að maðurinn sé látinn laus, og er því um kent, að til þessa hafa blöð Bandaríkja ekki skift sér neitt af þessu máli. En nú loksins eru þau farin að vakna, af því einn þessi úrskurður frönsku stjórnarinnar er ný- kominn, sá, að Walier verði enn að bíða og af því líka, að ný nýlega reidd- ust Frakkar Bandarikjamönnum af því eitt herskip þeirra við Madagaskar heilsaði ekki frönskum hermönnum í virki einu á eynni. Bandaríkjastjórn skýrði frá ástæðunum svo viðunandi var, þannlg, að höfnin var ekki viður- kendur aðsetursstaður Frakka. Þetta nægði Frökkum samt ekki, en krefjast afsakana og bóta fyrir fyrirlitninguna er sér hafi verið sýnd. Þetta hvort- tveg8'ja vakti blöðin og krefjast þau nú að Bandaríkjastjórn láti eldd lengur dragast að hjálpa Waller úr nauðum og lækka ofstopa Frakka. Hvernig stendar á þessari þolin- mæði er ekki auð séð'. En nokkurn- veginn sýnist það víst, að ef Englend- ingar hefðu átt hlut að máli, hefðu þeir tekið Waller og farið þannig með hann, þá hefði verið annað hljóð í strokknum, og Waller þá fyrir löngu laus og hon- um bætt alt tjónið. Einmitt á meðan þannig hefir verið farið með Banda- rikjaþegn hafa Bandaríkja-blöðin ölB. látið sem ær væru af því að Bretar inn heimtu hlífðarlaust manngjöld og skaða bætur frá Nicaragua-stjórn, og af því þeir síðar tóku að hagnýta eign sína, nakinn kletthólma í Suður-Atlantshafi, með því að leggja þar upp kol. Þetta hvorttveggja möttu blöðin meir en móga ástæðu til þess Bandaríkjastjórn skærist í leikinn og léti Breta lækka seglinn. En samtímis er þeirra eigin meðboi^ari aj^vesiast upgií fangelsi á Frakklandi, sviftúr eignum sínum og mannréttindum, án þess nokkur rök sé» sýnileg, en um það hafa þau ekkert að að segja. Þetta sýnist vera að gera sér mannamun. olæknandi- Ákafur hósti. Engin hvíld dag eða nótt... Læknarnir gefast upp. Lífinu bjargað Með því að brúka CHERRY n I Lsl U PECTORAI. “Fyrir nokkrum árum fékk ég á- kaflega slæmt kvef með mjög slæmuro hósta, svo að ég haföi engan frið dag eða nótt. Þegar læknarnir voru búnir að gera alt við mig sem þeir gátu.sögðu þeir að ég væri ólæknandi og hættu við mig alveg. Kunningi minn, sem hafði heyrt getið um kringumstæður mínar, sendi mér flösku af Ayers Cherry Pec- toral, sem ég fór þegar að brúka, og sem þegar frá byrjun gerði mér mikið gott. Þegar ég var búinn með úr flösk- unni var ég orðinn alheill. Eg hefi ald- rei haft mikinn hósta síðan og hefi þá skoðun, að Ayer’s Cherry Pectoral hafi lækneð mig. — W. PI. Ward, 8 Quimby Ave., Lowell, Mass. Hœstu verdlaun a heims- syning’unni. Ayers Pills hið besta hreinsuiiarmi'ðnl *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.