Heimskringla - 13.09.1895, Síða 1

Heimskringla - 13.09.1895, Síða 1
IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 13. SEPTEMBER 1895. NR. 37. Gröf Mozarts Sem betur fer hefir heimurinn farið með fáa jafn-illa og tón-skáldið fræga Mozart. Meistaraverkin hans voru ekki á þeim dögum metin eins og þau eru nú metin. Alla sína daga barðist hann við fátækt og skort og dó öreigi. Æfidagarnir hans seinustu voru sorglega dimmir og kaldir. Það var haustið 1791. Hann bjó þá með konu sinni í hrörlegu- hreysi við eitt hinna lítil£jörlegri stræta í Vínarborg . Hann var héilsulaus og kona hans eins, eignir engar, en veturinn aðfaraíhönd, og þó var hann í sömu andránni að vinna sinn stærsta sigur íheimitón-skáldanna Vínarborg öll dáðis#að og undraðist yf- ir söngleikurum hans : “töfra-flautan”, en samt lét Vínarborg höfundinn líða neyð, heilsulausann í skjóllitlu hreysi. Seint í Nóvember sýktist hann alger- lega og skoraði þá á vin sinn, hótel-eig- anda í grendinni, að koma tafarlaust, eins og hann hefði lofað, til að gera sér glaða eina kvöld-stund og drekka með sér gómsætt vín, því veturinn væri þegar kominn og hann þyrfti að fara að vinna sér fyrir eldivið. En þegar vinur hans kom var hann lagstur í rúmið, og sagði þá Mozart brosandi: “Þessi dagur er helgaður læknum og lyfsölum, en ekki sönglistinni”. Því “vínið”, sem Mozart talaði um í fyrstu, var hljóðfærasláttur húsi sínu til fram- færslur Kona hans lagðist nú líka, og lágu bæði þaunig þar til hann dó kl. 1 að- faranótt 5. Desember 1791. Eignir hans voru virtar þannig : Bækur og hand- rit á 33 florins (!) og allar aðrar eignir á 40 florins ; að öllu samtöldu rúmlega 30 dollars! Vinur hans, Van Swietin, er sá um útförina, áleit því skyldu sína að viðhafa alla mögulega sparsemi. Jarð- arförin fór fram 6. Desember frá St. Stephanusar-kyrkjunni. Var þá snjó- burður mikifl og kuldaveður og fóru fáir af vinum hins látna áleiðis til kyrkjugarðsins og alla leið fóru ekki nema þeir sem afhentu kyrkjugarðs- verðinum líkið. Þannig stóð þá á, að ekki einn einasti af vinum hans fylgdi honum til grafar og sá hvar hann var lagður. Þegar ekkjan löngu seinna komst á fætur og dróg út í St. Markús- ar-kyrkjugarðinn til að leita eftir leiði mannsins síns, var fyrrverandi kyrkju- garðsvörður dáinn og annar nýr tekinn við, Hann hafði ekki hugmynd um hvar gröfin var, því fyrirrennari hans hafði ekki gert eins og til var ætlast, að reisa litinn trékross með nafninu Mo- zart yfir leiðinu. Það er haft fyrir satt, að til þess að rýra útfararkostnaðinn sem mest, hafi gröfin verið tekin í þeim hluta kyrkjugarðsins sem ætlaður var öllum og engum. Bein þeirra, sem þar voru grafnir, fengu sern sé ekki að hvíla í friði meir en 10 ár. Þá voru þær grafir rifnar upp og auðnuleysingjum holað þar niður á ný. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að finna gröf þessa mikla manns, en árangurslaust. Vín- arborg mat hann svo mikils þá, að hann fekk ekki gröf til að hvíla í út af fyrir sig. Út af þessu risu skarpar deilur í fæðingarstað hans, Salzburg, þegar hon um var helguð 100 ára minningarhátíð i Austurríki 1891. En þær deilur voru árangurslausar eins og leitin að gröf- inni áður. Það hefir engina hugmynd um hvar gröf hans er, ekki einu sinni í hvaða hluta kyrkjugarðsins. En nú ætla Vínarmenn um síðir að fara að bæta fyrir ójöfnuð feðra sinna að svo miklu leyti sem þeir geta. Það á nú að reisa honum mikinn og fagran minnisvarða í Vínarborg og verður fyrsta sporið í þá áttina stigið í Nóv- ember í haust með sönghátíð mikilli þar í borginni og víðar, í hans minn- ingu. Peningar lánaðir til að byggja kaupa eða endurbæta heimili manna, og til að hefja gamlar áhvílandi veðskuldir. Tveggja til fimmtán ára tími gefinn til afborgunar. Afborganir mán- aðarlega, sem er vanalegasti borgunarmátinn. Upplýsingar um skilmála vora fást kostnað- arlaust. Globe Saving & Loan Co. E. W. DAY Manager, 383 Main Str. FRETTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG, .5 SEPT: Kaþólskur prestaskóli var vígður í útjaðri St. Paul borgar, Minnesota, í gær. Kostaði hann með landinu og framfærslusjóðnum milj., sem alt er gjöf J, J. Hills, forseta Great Northern brautar félagsins. Kólera er að aukast í Kína og Japan. Frakkar og Rússar ætla að . sögn í sameiningu að hjálpa Japanítum til að fl.ytja herlíð sitt burt af Liao-Tung skag- anum, ef þeir ekki hraða sér ótilknúðir. Rikiskona í New York, Mrs. Flem- ing að nafni, er kærð fýrir að hafa myrt móður sína, sem arfleiddi hana að $300,000 virði af eignum. Þrætur eru í vændum út af landa- merkjalinunni milli Canada og Banda- ríkja á Skógavatni. Sprettur það af fiskiveiða þrætum. Ætlað er að brezkt gufuskip frá Belfast, “Lord Downshire”, hafi farizt með 36 mönnum á. Til þessa hefir ekki spurzt síðan í Maí í vor var þá austur austur af Brazihuströndum. FÖSTUDAG, 6. SEPT. Þingi Breta var frestað í gær til 18. Nóv. næstk. Bólusótt er uppkomin í austurhluta Lundúna, og er að sögn all-útbreidd orðin. Anarkistar á Frakklandi eru á* reitnir við gamla Rothchilds ríka. Fyr- ir fáum dögum var honum sjálfum veitt banatilræði og í gær var gerð til- raun til að sprengja banka hans í loft upp. Var maður að kveikja á sprengi- kúlu þegar varðmaður bankans sá hann oghandsamaði hann með hjálp lögreglu- þjóna í grendinni. 70 milj. franka eru Frakkar nú búnir að verja til að striða við Mada- gaskar-búa, og enn er endirinn ekki sýnilegur. Fregn frá Ottawa segir að H. H. Smith, sem verið hefir Land Commis- sioner dominionstjórnarinnar i Winni- peg síðau 1885, hafi verið kjörinn vara- maður akuryrkjumálaráðgjafans í Ottawa. í Smiths stað, sem Land Commissioner, er sagt að komi W. B. Scarth. Önnur mannskæð orusta var háð á Cuba 81. Agúst og báru uppreistar- menn enn sigur úr býtum. Eftir því er næst verður komist féllu um eða yfir 600 manns af liði Spánverja. Roseberry lávarður er væntanlegur til Canada innan skamms, til að kynna sér landið og fólkið. LAUGARDAG, 7. SEPT. $5,655 var stolið úr registéruðum bréfum úr pósthúsinu í Frederickton, New Brunswick, núna í vikunni. Þjófurinn er ófundin enn. Stjórnarráðsmenn Breta tala um að útríkin öll leggi eitthvað af mörk- um til viðhalds sjóflotanum brezka og hafi svo hönd í bagga með stjórn hans. Allsherjar ársfundur verkmanna í Canada hefir staðið yfir í London, Ont., undanfarna daga og var lokið i gær. Á fundinum var samþykt ályktun þess efnis, að afnema skuli landstjóra og fylkisstjóra embættin. Fundurinn lýsti því yfir, að hann væri hlyntur ein- skatts hugmyndinni. Unglingsmaður í Lundyville, á austurströnd Manitoba-vatns, réði sér bana 3. þ. m., án þess nokkur ástæða væri sýnileg. Uppreistarmenn á Cuba klaga spænzku hermennina fyrir glæpaverk og spillvirki allskonar, samskonar og Japanítar voru kærðir fyrir eftir orust- una að Port Arthur í fyrra. Þeir kvað myrða konur og börn og misþyrma á allar lundir. Kappsiglinguna fyrstu þreyttu þær Valkyrja III. og Defender úti fyrir New York höfn i dag; sigldu 30 mílna sprett 15 út og 15 heim aftur og vann Defender. Var nærri 9 mínútum á und- an á heimleiðinni. Vindur var lítill, og fólksfjöldi að horfa á óvanalega mikill. Svo mikið er viðhaft í þetta skifti, að hafþráður er lagður frain þangað sem stöð jaktanna er og hann sameinaður hafþráðunum austur yfir liaf. Hinn endi hans er á þilfarinu á þar til kjörnu skipi og þaðan eru svo fregnirnar send- ar í allar áttir í hvert skifti sem nokkur breyting verður á afstöðunni. MÁNUDAG 9. SEPT. 8 verzlunarmenn í Montreal hafa verið teknir fastir, kærðir fyrir tilraun- ir að brenna hús — verzlunarbúðir og vörúhús. Heræfingar Þjóðverja standa nú yfir í grend við Stettin. Eru þar sam- an í einum hóp 120,000 hermenn. Spánverjar halda áfram liðsöfnuði enn. Eru nú að safna og æfa 20,000 hermenn sem eiga að verða ferðbúnir til Cuba 1. Nóv., ef þöif gerist. Blaðið “Journal des Debats” í París segir fengnar sannanir um samsæri Bandaríkjamannsins Waflér og Mada- gaskarbúa, og að öll viðleitni hans að fá lausn verði nú til einskis. Suður-ríkjalegt er að tarna. Bólu- veikur maður, C. Norman að nafni, var á laugardaginn rekinn út yfir takmörk Arkansas-ríkis þar sem hann átti heima bara af því hann var bóluveikur. Ætl- aði hann þá að leita sér hælis í Missis- sippi-rikinu, en var skotinn til dauðs, er hann var að fara yfir landamerkja línuna. Canadiski “Soo” skipaskurðurinn var vígður á laugardaginn 7. þ. m. 27 menn týndu lífi í gær (sunnudag) við námaslys í norður-Michigan. ÞRIÐJUDAG, 10, SEPT. Kólera er að aukæt í Rússlandi og Austurríki. Baldwin gufumagnsmíðisfélagið í Philadelphia og Westinghouse-rafmagns félagið í Pittsburg hafa í hyggju að smiða rafvagn og reyna hann við lesta- drátt á brattri járnbraut í Peru í Suður Ameríku. Enskt félag á brautina og hefir formaður þess, Sir Henry T\'ler, fyrrum formaður Grand Trunk félags- ins í Canada, verið að semja við félögin um undanfarinn tíma. Erindrekar fé- laganna fóru af stað í suðurferðina í gær ásamt Sir Henry Tyler. Skozki sósíalistinn og einn þingm. Breta, James Keir Hardie, er sem stendur í Chicago, og flutti þar ræðu á methodista-presta íundi í gær, er var svo gífurlega stíluð, að hann var hróp- aðar niður, og varö að flýja úr fundar- salnum. Uppihaldslaus straumur af skipum urn canadiska “Soo”-skurðinn síðan hann var opnaður. Lokunum er lyft meðrafmagni, sem aldrei hefir verið gert áður, og gengur það ágætlega. Bæði fargjald og vöruflutningsgjald yfir Atlantshaf er búizt við að hækki að mun 1. Október næstk. Auka-þingkosning fór fram á Ir- landi fyrir helgina og skyldi þar til skarar skríða milli þeirra McCarthy- sinna og fylgismanna Tim. Healys, sem óþarfastur hefir verið Irum svo lengi. Lauk svo að McCarthy-sinnar unnu, og er nú vænt að afl Healys sé lamað. Lundúna-fregn segir að í heilan mannsaldur hafi ekki verið jafn al- mennt æði á mönnum á Englandi eins og nú er, með að leggja fé í óviss gróða fyrirtæki, einkum í námahlutafélög í Afríku og vestur-Át tralíu. Er sá nefndur Barney Barnato, sem mestur er í að ginna fólk þannig; sagt hann hafi í* sumar dregið um $150 milj. á þennan veg úr greipum almennings, og meginhlutinn af hans fyrirtækjum er eins víst ekkert nema svikamylna. \ MIÐVIKUDAG 11. SEPT. Valkyrja III. vann annan sprettinn í kappsiglingunni á New York höfn í gær, en munurinn var litifl, að eins 1 mín. og 49 sekúndur. Spretturinn 30 mílur. Enskur Asiu-ferðamað*ir, Harry De Windt, ætlar í liaust að fara norður um Alaska, yfir Beringssund á ís og um endilanga Asíu vestur til Rússlands og koma heim aftur til Lundúna snemma 1898. Hefir hann þá farið 22,000 mílur. Fádæma rigningar hafa gengið í Kansas og eru nú stórir flákar af landi vatni flotnir. Vatnsaginn er sumstað- ar svo mikill að umferð á járnbrautum er bönnuð. Toronto-bæjarstjórn hefir ákveðið að grafa jaíðgöng undir höfnina og út á vatn (Ontario-vatn) þar sem dýpi er mikið og leiða þaðan neyzluvatn til borgarinnar. Til þessa hefir hún haft pípur miklar á vatnsbotni til vatnsveit- inga, en þær biluðu um daginn og eru bæjarmenn nú i vandræðum vegna vatnsleysis. í síðustu ferð sinni vestur yfir hafið fór Thingvalla línu skipið “Hekla” frá Christiansand í Noregi til New York á 11 dögum og 9 kl. stundum. Er það sögð mest ferð á þeirri leið. Japanítar, sem eru siglingamenn miklir, hafa nú í hug að smíða jakt og senda austur hingað til að keppa við Bandaríkjamenn og hverja aðra sem bjóðast, um bikarimi mikla “America’s Cup.” Kólera hefir gert vart við sig í Al- zir í Afríku. — Staðhæft er að kólera drepi 2000 manns á dag i Peking i Kína. Uppskeru áætlun Bandaríkjastjórn- ar segir hveiti-uppskeru ríkjanna í heild sinni rýrari en í fyrra, þó hún í norð- vesturríkjunum flestum sé miklu meiri en þá og miklu meiri en í meðallagi. FIMTUDAG, 12. SEPT. Þess var getið fyrir skömmu, að tvær vagnlestir á Englaudi hefðu farið: önnur 540 mílur á 535 mínútum, en hin 527 milur á 520 mínútum. Bandaríkja- járnbrautamenn langaði til að reyna hvort ekki væri hægt að gera betur, og var ákveðið að reyna hlaupið á New York Central-brautinni mílli New Yorlc og BufEalo. Eftir hálfsmánaðar undir- búning var ferðin hafin ll.þ. m.ogfór lestin 436 mílurnar á 407 míuútum. Á þriðjud. morguninn þegar kapp- siglingin byrjaði rákust jaktirnar sam- an og toppurinn á Defendér lnskaðist. Útaf þessu klöguðu eigendur hennar svo á eftir og helguðu sér en ekki Val- kyrju vinninginn, því Valk. var kent um áreksturinn og jakt-fél. nefndin í New York dæmdi svo Defender sigur- inn. Skilnaður. Fánýta líf, þú litbreytinga straumur, þitt ljós er glys, þinn virkileiki er draumur; þin sæla er kvöl, þitt blóm er visið blað, þitt bros er sorg, og þú átt engan stað. Þú ert þó takmark; endar þar þú hefst, þú ert og dauðinn, breytinga þú krefst. í morgun ertu blóm og sól, svo björt, en breytt að aftni, föl og auðog svört, Þú ólánssami undur litli maður, sem ert að morgni frjáls og nýr oír glaður; um miðjan dag þér blæða sorga sár og svo að kvöjdi ertu bleikur nár. En hvað er það, sem frjófgar lífsins land og leggur á oss þetta sterka band, sem bindur oss við bölogheim og kifið og blindar oss svo til að elsku. lífið? Ekki er það auðlegð (allir fæðast snauðir og ekkert flytja þeir með sér burtu dauðir), né tign og völd, því einn með öðrumbýr hinn æðri og lægri, þá til moldar snýr. Nei, þaðerást, sem bindur böndum þeim. sem bindur oss við þennan töfra heim, sem oss til lífsins löngun sterka vekur, en löngun til að deyja frá oss tekur. Lítið á móður l^?t á dauða beð, af litlu börnunum getur hún ekki séð; hún er svo þreytt og hlýtur hvíld að taka, en hún vill þómeð sínum börnum vaka. Hún elskar börnin, berst við dauðann hart, til baráttunnar knýr hana ekki margt; með heljar-afli bindur hún börn og mann unz brestur hjartað — dauðinn sigur vann. Ó, skilnaðar stund ! þú sárust allrasára þú sorgar orsök, móðir dýrra tára ; þú mannleg hjörtu særir sundur slítur, þú sólar myrkvi, er lífsins þráðinn brýtur. Er ástar sólin skín svo skært og blítt og skín á heiminn, gerir altsvo frítt, svo lífið sýnist vafið vorsins unað og vináttunnar fjötrað sælum munað. Þá formyrkvarðu þessa þýðu sól, svo þá er ekki framar ljós né skjól; þinn kaldur andi nakið brjóstum næðir; við návist þína hverju hjarta blæðir. Ó, skilnaður—það óttalega orð—, það ógnar, hryllir, líkt og vínar morð. Það augnablik, sem vin frávini skilur er voðalegra en d'immur grafar bylur. Já, þegar vinir haldast höndí hönd og hrygðin særir vonarlausa önd, og saknaðs-tárin væta bleika brá og bresta orð, en hjartað fult af þrá. Og skilnaðar-stundin — litið augnblik eitt það ógna Jiaf, —sem brúar ekki neitt— Hin síðsta athöfn, heilagt ástar hnoss, er hjörtun brenna, það er vinar koss. Burt, eitthvað burt, er atvik tímans kalla, og “aldrei framar” tímans lúðrar gjalla; það haf, sem verður milli þin og mín, mér mælist drýgra, er sæki ég til þíu. Ó, falska líf! svo fögrum rósum glitað, er falslaus ástin getur veg ginn litað, þú átt til sælu, er ótal skuggar hylja, en átt til mest af því að—verða að skilja, S. B. Benedictsson. Hjóna-djöfQllinn. Smásaga eftir J. Magnús Bjarnason. Niðurlag. I fyrstu varð Albert eins og hálf- viti sem sér eitthvað nýstárlegt. — Hann glápti svo einkennilega hérvill- ingslega á Pál. Svo leit hann niður fyrir sig og þagði eins og ístöðulítið barn, sem hlýðir á reiðan föður. En þegar hann heyrði Pál segjast hafa heyrt á tal þeirra Kristínar og hans, kvöldið fyrir, þá kipptist hann við. eins og hann hefði verið bitinn af nöðru; liann þrútnaði allur í framan og voða- legur glampi kom í augu hans. Hann spratt snarlega á fætur og sló til Páls eftir ameríkönskum hnefaleiks-reglum, en höggið varð ekki eins kraftmikið og það var hátt reitt. Páll hrökklaðist dálítið aftur á bak. en náði sér strax aftur, hljóp svo an honum, greip hann hryggspennu og kreisti hann að sér méð svo miklu heljarafli, að augun sýndust alveg ætla út úr höfðinu á Albert; en samt fór hann ekki af fótunum því hann var fimur mjög og vanur áflogum. Þannig áttust þeir við um hríð, og tóku á öllu því afli og karlmensku sem til var í þeim, og sem þéir gátu við komið, eins og hér væri um lífið eitt að tefla. Þeir bárust þegjandi fram og aftur um bakk- ann, ýmist fram á blábrúnina og stund- um nokkuð frá. Það marraði í vöðvun- um á þeim, og andardrátturinn varð smátt og smátt þyngri og erfiðari, eins og þeir væru í þann veginn að springa af mæði; en þeir töluðu ekki orð — það var dauðaþögn. Sigríður hafði hlaupið spölkorn frá þegar viðureign þeirra byrjaði, og þar stóð hún nú og horfði á þennan ískyggi- lega leik. Hún vildi sjá hvernig þetta færi á endanum. Hún þóttist annað veifið viss um, að Albert mundi bera sigurinn úr býtum, því hún tók eftir því, að Páll var að verða yfirkominn af mæði, þó liann væri auðsjáanlega mikið sterkari. En alt í einu sá hún, að þeir bárust fremst fram á bakann, og út af brúninni steyptust þeir niður — niður í æðandi öldurnar. Þá fyrst sleptu þeir tökum hver á öðrum, og hvor um sig hugsaði nú eingöngu um að bjarga lífi sinu og ná í bakkann. Albert var dável syndur, og náði þvi strax í bakkaun og komst upp; og svo hljóp hann níJRn hjá Sigríði, eins hart oghann mögulega gat, í áttina til borgarinnar. Rétt í því að Sigríður ætlaði að hlaupa til næstu húsa í því skyni að fá hjálp til að bjarga Páli, sá hún tvo menn á bát koma norðan með landi; þeir gættu strax að honum, náðu í hann, báru hann síðan uppá bakkann og lífguðu hann við, því hann var kom- inn fast að því að drukkna. Svo fór Sigriður heim til sín og bjó sig til að fara daginn eftir austur yfir fjöllin, og hún hróðaði happi yfir því að hafa i tíma getað komizt að því hvaða mann Albert hafði að geyma, og óskaði af öllu hjarta að hún þyrfti aldrei að verða á vegí hans framar. — Ósk hennar rættist. III, Daginn eftir viðureign þeirra Páls og Alberts sat Kristín ein í hrörlega húsinu afskekta, studdi hönd undir kinn og horfði út í bláinn. Kæruleysis- svipurinn var horfinn af andliti hennar, og nú lýsti það engu öðru en algerðu ráðaleysi og örvænting. Hún þóttist alveg viss um að Albert væri farinn frá henni fyrir fult og alt, af því hann hafði ekki komið heim um nóttina, og þó hún vissi vel, að betra var fyrir hana að vera laus við hann, þá fann hún til saknaðar, og söknuðurinn blandaðist svo ofboðslegri afbrýðissemi, þvi hún þóttist vita að hann hefði yfirgefið hana til að geta því betur notið ástar annar- ar, og sú hugsun varð henni alveg ó- bærileg. Svo fór hún að hugsa upp ýms ráð til að geta þá að minnsta kosti hefnt sín á honum með einliverju móti, en alt ráðabrugg hennar varð af sjálfu sér að engu, þvi hún fann að lokum, að hún gat ekki neitt—hún var peninga- laus og allslaus. Og þegar hún var að hug»a um þetta, voru dyraar á húsinu hennar opnaðar opnaðar ofur hægt og maður gekk inn á gólfið—og það var maðurign hennar, hann Páll. Hún þekti hann strax, þó hann væri nokkuð torkennilegur, og henni varð bylt við i fyrstu. Til livers var liann þangað kominn? Ætlaði hann kanske að gora henni eitthvert mein—draga hana fyrir lög og dóm? Nei, hún hugsaði til þess að hann var að eðlisfari einstakt góð- menni, og hún þurfti því ekkert að ótt- ast. Hann heiísaði henni ekki. Hann settist bara þegjandi á stól, sem stóð á miðju gólfi, horfði fyrst á hina fátæk- legu muni, sem voru i húsinu, og svo á Kristínu sjálfa, og honum rann til rifja að sjá hversu aumingjaleg hún var nú oröin. Hann fór svo formálalaust að segja henni með mestu hægð til hvers hann hefði komið vestur, og svo sagði hann henni frá því öflu, sem fyrir hann hefði komið þar i borginni, og síðan bauð hann henni að styrkja liana til að kom- ast burt frá Seattle, livert svo helzt sem hún vildi fara, að hún gæti upp frá því verið sem frjáls og óháð, og hann skyldi aldrei framar verða þrepskjöldur á vegi hennar. Hún gat í fyrstu engu svarað, en horfði í gaupnir sér um stund. Svo leit hún framan í mann sinn og henni hafði aldiei sýnst hann eins myndarlegur og karlmannlegur og nú, en í andliti hans varð hún þó vör við eitthvað, sem lýsti ógurlegri ein- beitni og strangleik, sem hún mundi ekki eftir að hafa séð þar fyrr. Hún í- hugaði svo nákvæmlega orð hans, *og liún fann hversu það var göfuglegt og drengilegt að bjóða þá kosti, sem hann bauð henni, eftir alt það sem hún hafði brotið móti honum. Og i huga hennar kviknaði alt í einu einhver þrá—brenn- andi þrá—að mega hverfa til hans aftur og fá tækifæri til að bæta fyrir misgjörð sína með því að reynast honum góð og elskuleg kona alt'til æfiloka. “Æ, geturðu fyrirgefið mér?” sagði hún loksins. “Já, ég'fyrirgef þér”, svaraði hann “Láttu mig þá fara með þér austur aftur”. “Já, það máttu gjarnan, en við skiljum fyrir fult og alt þegar þangað kemur”. “Æ, segðu það ekjci ; taktu mig í fulla sátt við þig aftur, og þú skalt fá að sjá að ég muni reyna yð bæta fyrir misgjörðir mínar”. “Nei, það getur ekki látið sig gera. Eg hefi afráðið að þú skulir ekki fram- ar vera konan min, — en ég fyrirgef þér og vil bæta kjör þín”. “Þú fyrirgefur mér ekki á annan hátt, en að taka mig í fulla sátt við þig. Æ, hrintu mér ekki frá þér !” Svo stóð hún upp, gekk þangað sem hann sat, lagði hendurnar um hálsinn á honum, grúfði andlit sitt upp við barm hans og grét—grét brennheitum tárum iðrunar og tvoga. I fyrstunni ætlaði Páll að ýta henni frá sér með hægð, en hann gát það ekki —hafði ekki hj^rta til þess. Þetta var þó eftir alt saman konan lians, sem að sönnu hafði brotið á móti honum, en var nú að biðja hann fyrirgefningar, og lofaði grátandi að verða honum góð og elskuleg alt til æfiloka. Var þá rétt af honum að loka hjarta sínu fyrir henni ? Var ekki mannlegra að t -''ra hana aftur í fulla sátt, og það undireins? Jú, hann fann að það var í alla staði samboðið veglyndu hjarta. Hann vafði því arma sína utan um hana, þrýsti henni ástúð- lega að brjósti sínu og kyssti hana. Og stór tár féllu niður kinnar hans ofan á andlit hennar. — Stríðinu var lokið, og hið göfuga og viðkvæma í manneðlinu hafði unnið sigur. Daginn eftir bar hraðlestin þau austur um Klettafjöllin. Kristín sat föl, en róleg, við hliðina á manninum sínum. og hvíldi höfuð sitt upp við öxlina á honum. Yfir Páli hvíldi einnig svipur ánægju og rósemi, en í gegnum þá ánægju og rósemi mátti sjá mæðu-örin og æfisögu hans ritaða í fáeinum línum á enninu hans. ThomaM A. JohttSm Algengur sjúkdómur. Læknast til fulls með AVFD’Q M I LMi O pnitílln. SAGA ÖKUMANNSINS. Ég þjáðist í átta ár af útbrotum. Á þeim tíma reyndi ég mörg meðöl sem höfðu fengið orð á sig, en mér batnaði ekkert við þau. Að lokum var mér ráð- lagt að reyna Ayer’s Sarsaparilla, og var mér sagt að ég þyrfti að minsta kosti sex flöskur og að ég yrði að brúka meðalið samkvremt forskriftum. Ég lét undan, keypti sex flöskur og brúkaði úr þremur þeirra án þess að ég findi til bata. Áður en ég var búinn úr fjórðu flöskunni, voru hendurnar á mér orðnar útbrotalausar eins og þær voru áður. Vinna mín, sem er keyrsla. útheimtir oft að ég só úti í kulda og vosi vetlingalaus, en samt hefir sjúkdómurinn ekkert gert vart við sig af nýju.— Thomas A. Jones. Stratford, Ont. VIÐRKEND Á HEIMSSÝNIGUNNI. Ayers Pills hreinsa innj’flin.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.