Heimskringla


Heimskringla - 13.09.1895, Qupperneq 3

Heimskringla - 13.09.1895, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 13. SEPTEMBER 1895. 3 Mikael Strogoff, eða Síberíu- íorin. Eftir Jules V?rne. til eða í mesta lagi tvær klukkustundir, en svo hélt hann af stad aftur út á hina óendanlegu Irkutsk-braut. Sama daginn, klukkan fjögur síðdegis, kom Strogoff þorpsins Eiamsk; voru þá farnar 30 verst af flóanum, en eftir voru 270, og hesturinn var nú svo uppgefinn orðinn að ekki var til hugsandi að halda lengra um daginn. Það var hér sem annarsstaðar fyrir austan Omsk, að hestur eða vagn var ófáanlegur, fyrir þá góðu og gildu ástæðu, að hvorugt var til. Tartararnir höfðu enn ekki gert vart við sig í Eiamsk, en þó var þetta litla þorp nærri mannlaust orðið. Það var sera sé berskjaldað fyrir áhiaupi úr suðurátt og þess vegna vildu þorpsbúar ekkert eiga á hættu, einkum af því nærri ó- mögulegt má heita fyrir hjálparlið að nálgast þorpið að norð- an, tóku sig þvi upp og flúðu með alt sem hreyfanlegt var. Póstmeistarinn meðsitt hvis og sín reiðfæri öll og hesta var fiúinn, svovar og lögiegluliðið og svo héradshöfðinginn með sínu föruneyti, er nú hafði tekið sér bústað í þorpinu Kamsk mitt í Baraba-flóanum. Þangað voru þorpsbúar flestir frá Elamsk komnir. Afþví, sem sagt, að hestur Strogoffs var uppgefinn, bjóst hann nú til nætursetu í Elamsk, til að hvila hestinn sem svaraði tólf klukkustundum. Hann var með þeirri dvöl að hlýða því er fyrir hann var lagt i Moskva : að fara austur um Síberíu í dularbúningi, að nema ekki ataðar fyrr enn til Irkutsk ksemi, en fara heldur hægt og með hvíldum, en eiga nokkuð á hættu. Eins og nú stóð reið honum þess vegna öllu fremur á að fara liægt og gætilega, en ofreyna ekki þrótt eina hestsins, sem hann nú átti, og eina hestinn sýnilega á allri þessari leið. Morguninn eftir hélt hann af stsð rétt í því er njósnarar bæjarmanna komu með þá fregn, að flokkur Tartara væri sýnilegur tíu verst fyrir vestan flóann og væru á hraðri ferð eftir þjóðveginum i>ð honum og austur um hann. Penin tóku við strax fyrir austan þorpið, en þó var brautin tiltölu lega betri og greiðfærari um stund, en óheyrilega krókótt. Strogofl’ þokaðist því tiltölalega lítið fifram, þó leiðin sem hann fór á hverri klukkustund væri löng. Hann vildi.gjarn- an geta beygt út af benni og lialdið við strikið, en til þess var ekki að hugsa; tjarnirnar og fenin, stargresið, sefið og tágaviðurinn, var hvervetna ókleifur garður utan brautar- innar. Nei, krókana mfitti bann til með að þræða. Daginn næsta á eftir, 1. Agúst rétt um hfidegisbilið, kom Strogofftil þorpsins Spaskoé, um 130 verst frá Elamsk, og var þá kominn tuilar 160 verst austur í dæld þessa hina miklu. Hestur hans varsem næst örinagna á ný, en þó hélt hann áfram fáum verst lengra, til klukkan 2 síðdegis. Þá var hann staddur í þorpinu Pokrowskoé og hesturinn þá svo máttfarinn. að ekki var til hugsandi að fara fótmáli lengra. Það var snemmt að setjast að klukkan 2, en um annað var ekki að gera. Hestinn mátti hann til með að hvila og hon- um veitti ekkert af seinni liluta dagsins og nóttunni. Mörguninn eftir hélt hann af stað snemma, og enn var brautin þolanlega greiðfær, en svo var hún blaut að heita mátti vatni flotin. Nú var 2. Ágúst og klukkan 4 síðdegis var hann búin að fara 75 verst l'rá því um morguninn. Var þá kominn til þorpsins Kamsk, þar sem Elamsk-búar ugt um þær slóðir, sá liann fáa og fáir sáu hann. Hann var þreyttur sjáltur ekki siður enn reiðhesturinn svo hann gekk suemma til rekkju í því skyni að sofa vel og lengi, eftir að hafa litið eftir því, að hesturinn fengi alt það fóður sem hann þurfti fyrir nóttina. En honum gekk ekki vel að sofnavært. Alt sem hann hafði séðog alt sem hann iiafði frétt síðan bann fór frá Moskva, rann nú upp fyrir hugsjón lians og út frá því leiddist bann ósjálfrátt til að hugsa um h ve áríðandi var aðferð lians gengi fljótt og slysa' lau st. Byltingin var miklu meiri en stjórnin í Moskva hafði gert sér hugmynd um og Ogareffsvikarinn var skaðræðis- maður, sem ekki var auðgert að yfirbuga. Og þegar svo hann í anda leit keisara-bréfið, sem enn var óhult á brjósti lians og sem óefað hafði að innihaldi þau ráð er mundu hrífa þá fyltist hann brennandi þrá til að stökkva af stað og taka enga hvíld fyrr en í Irkutsk. Hann vildi þá gjarnan vera orðinn ari, svo hann gæti svifið hátt í lofti fyrir ofan allar tor færur á veginum og haldið beinu stryki alla leið;—vildi gjarnan vera orðínn fellibylur, svo hann gæti ætt um geim inn með 100 verst liraða á hverri klukkustund og án þess að staðnæmast fyrr en liaun stæði frammi fyrir stórhertoganum og gæti ávarpað hann þannig : “Hér, háæruverði herra bréf frá hans hátign, keisaranum!” Klukkar. 6 morguninn eftir hélt Strogoff af stað aftur með þeim ásetningi að komast um daginn 80 verst áleiðis til þorpsins Oubinsk. Eftir 10 versta ferð á þnrrlendi—á Kamsk-eynni—kom hann aftur í flóann mikla, og var hann þar svo blautur að ekki sást jarðvegurinn—ekkert nema vatnsagi, sumstaðar um fet á dýpt. Þar varð hann að fara hægt og athuga hvert fótmál með gaumgæfni, enda vandi að þekkja sumstaðaa brautina sjálfa frá keldnnum, er lágu allar áttir. Þó fór hann aldrei út af veginnm og varð ekki fyrir nokkru slysi eða töf, en náði takmarkinu og tók sér par næturgisting, þó enn væri tími til að halda lengra. En það var hvorttveggja að hesturinn þurfti hvíld og það, að daginn eftír ætlaði Strogoff sér að komastlOO verst áleiðis, til þorpsins Ikoulskoé, og á þeirri leið allri vildi hann hvergi nema staðar. Hann lagði af stað í dagrenning morguninn eftir, enda veitti ekki af, því hvergi er Barnba-flóitin rótverri en á þeim kafla, sem nú varframundan. Á þessum 100 verst lábrautin um enn dýpri slakka, þar sem regnvatnið var saman safnað eins og í undirskál og fékk livergi framrás. Það var á löng- um kafla, að virtist óslitin tjörn í bvaða átt sem litið var og í einum stað er tjörn svo stór, að hún liefir verið skírð stöðuvatn—Tchang-vatnið—og er hún vel að því kínverska nafni komin. Var brautin lögð eftir bökkum þess umhverfis víkur og vogí á 20 versta vegalengd, og liér var færðin svo ill, að ferðin tafðist að mun, þrátt íyrir alla viðleitni Strogoffs að komast áfram. Hann var heppinn, er hann hætti við vagnaksupin í Kamsk, því hér hefði hann strand að, þó hesturinn lans stiklaði ydrófærurnar. Þrátt fyrir allar tafirnar og ófærðina náði þó Strogoff til Ikoulskoé um kvöldið klukkan 9 og var þannig takmarkinu náð, en þá var líka hestinum þörf á hressingu og hvíld. þessu fjarlæga útúrskotna flóa-þorpi var lítið um fréttir af styrjöldinni. Þær voru helzt engar fáanlegar, þyí flóabygð- in öll var enn undanþegin árásum Tartaranna, er til þessa héldu sig á liarði ellinu bæði vestra—um Omsk, og eystra um Tomsk. Torfærurnar, sem nattúran lagði á veg Strogoffs, voru nú bráðum á enda. Ef vel gengi vonaði hann að komast austur úr fióanum skömmu eftir hádegi næsta dag. Frá þessum gististað hans voru 125 verst til Kolyvan, og kæmist hann þangað slysalaust, þá átti hann von á góðum vegi þaðan Þegar til Kolyvan kæmi voru eftir aðrar 125 verst, eða um það bil, til Tomsk, sem nú var að sögn í liöndum sjálfs Tartara-höfðingjans—Feofars Khan. í Kolyvan fitti hann líka von á að fá áreiðanlegar fregnir um uppreistina, svo á- reiðanlegar, að vandræðalaust yrði að ákveða hvert ferðinni skyldi heitið um Tomsk, eða langt frá þeim bæ. Flóinn var hættulegur, en var ekki nokkurnveginn vís-t að hættan ykist ura helming og meir þegar austur kæmi á liarðvellið og aust- flestir saman komnir. Umhverfis þetta þotp var landslagið Ur ^ r'r Ohi-fljótið, þar sem Tartaranna var von hópum sam- all-ólíkt þvi bæði austar og vestar. Þorpið stóð á hárri byggilegti eyju, mitt í þessu ógna liafi af fenum og forum og var loftslag þar tiltölulega heilsnsamlegt, Þoip þetta er sem næst miðjunni á Baraba-flóa frá austri til vesturs, og þar bugðu menn liættulítið að dvelja og voru því fáir enn lagðir á flótta þaðau. Þeir vissu að stórum flokki Tartara an á hverri verst. Það var enginn efi á því, að hættan í fló anum var sem ekkert í samanburöi við hættuna, sem honum var búin af mannavöldum. Strogoff reyndi ekki að dylja sig þess sannleika, en svo óttaðist hann ekki þær hættur, en bjost við, ef á þyrfti að halda, að yfirgefa alla mannavegu, en gera sér sjálfur veg alt austur til Irkutsk. Gerði Iiann það var örðugt að sækja að þeim þar, og að nógur tími var var'iætfan helzta sú, að fóður fyrir menn og skepnur yrði ó- halda af stað þegar til þeirra fréttist í grendinni. Ófærurnar hianlegt, því leið hans þá mundi liggja um óbygðir að mestu 'kgHj- ■ ~ - • ---- 1 leyti. Iivert sem hann sneri, sá hann einhverja hættu samt var ekki að iiika, ekki eitt augnablik. Klukkaa rúmlega 3 síðdegis, daginn eftir, var Strogoff um síðir kominn yfir um þennan ægilega Barabaflóa og var allstaðar nmhverfis var þeirra öruggasta hlíf. Strogoff langaði eftir fréttum af uppreistinni, en græddi lítið þó liann spyrði um þetta og hitt. Þó þorpið væri miðbiki uppreistarstöðvanna var það vegna flóans svo gott sem utan við heiminn. Þorpsbúar vissu því harla lítið um þá h'uti er gerðust umhverfis—um uppreistarherinn. sem var óðum að lama alla vestur-Siberíu. Strogoff vissi miklu meir en þeirum ferðir Tartara, og mundi héraðsstjórinn nm- hugsunarlaust hafa spurt liann frétta og eiida rétt honum hiálparhönd, ef hann hefði grunað liver maðurinn var. En Strogofl var ekki á því að fræða bæjarmenn um sig eðaTart- ara. Hann fór ekki á mannamót nema sem allra minnst. Iieynslan hafði sýnt honum, að árvekni og varúð var lífs spursmál. Héðan af var aldrei hægt að segja hver það var sem liann sá eða talaði við. Ilonum þótti nú ekki lengur nóg, þó hgnnyrði að gera sér það að góðu, að geta sneitt hjá athygli og eftirtekt, hann langaði til að vera ósýnilegur, en hann átti engan hulinshjálm. Það eina sem liann gat var aðdraga sig í hlé, lialda kyrru fyrir á gestgjafahúsinu, en ganga ekkert út í bæinn og það ráð tók liann líka. Hér hefði verið hægðarleikur fyrir Strogoff að skifta um hest, að fá sér jafnvel tvo eða þrjá hesta og duglegann vagn, en skilja eftir hestinn, sem svo dyggilega hafði borið hann yfir allar torfærur vestan frá Omsk. Um þetta hugsaði hann líka, eli komst svo að þeirri niðurstöðu, að þaðgæti mfiske vakið grunsemi bæjarmanna ogollað umtali, en þó ekki væri ólíklegt að sér tækist að smjúga gegn um Tartara-vörðinn sem nú var búinn að skilta Sílieríu í tvo lielminga, þá vildi hann ekki fyrir nokkurn mun leiða sérstakt atbygli eins eða annars að sér með liesta og vagna kaupum. Það mátti líka búast við því, að þar sem nærri var ófær vegur fyrir hnakk- hest í flóanum, gæti hann orðið vita-ófær fyrir þrjá hesta samsíða fyrir vagni, Auk þess gat líka sú liættustund kom- ið fyrir mitt í flóanum, að nauðsynlegt væri að beygja út af brautinni fyrir fjandmannaher og fara einhvernveginn gegn um sef og tágafiækjuna. Ef til þess kæmi var heldur von til að komast áfram með hnakkliest, en vagn þá ekki til neins. Síðar meir, fyrir austanTomsk, eða Krasneiarsk, eða í ein liverjum liinum stærri þorpum i Mið-Síberíu. var heldur að reyna að hafa liestaskifti. Hvað þennan hest snerti, þá var það sannast, að Stro goff vildi ekki skifta honum fyrir annan hest—til reilíar. Þeir voru orðnir1 samvanir, skildu hvor annan, og Strogoff Iiafði nsiklar mætur á lionum, svo ötull og ólatur var hesturinn • hann vissi upp á sínar tíu fingur hvað hann mfitti ætla hon- um. Hann hafði verið heppinn í valinu í Omsk, og það, að hann fekk svona góðan hest, var karlinum, lífgjafa hans að þakka, því það var hann, sem vísaði lionum á eigandánn. Auk þess sem Strogofl'þannig þótti svo vænt um hestinn sýndi liesturinu sjálfur að liann var alt af að veujast ófærð- inni og þreytunni, svo að hver dagleið tók ekki eins inikið á hann eins og fyrstu dagana. Fengi hann sæmilega hvíld á hverjum sólarhring hafði Strogoff von með að liann gæti bor- ið sig slysalaust austur fyrir allan hergarð Tartara, Strogoff afréði því að vera ekkert á ferli, og af því gest- gjafahúsið, sem hann var í, var í útjaðri þorpsins og fáferð- lionurr fagnaðarefni að heyra hófadunur á liarðvellisgruud- um Síberíu, eftir jaínliarða ornstu við fen ogflóa. Hann hafði farið frá Moskva 15. .lúlí, en nú var 5. Ágúst. Það voru því liðnir 20 dagar síðan hanh fór að heimin, og þrfittfyrir 3 daga töf við Irtych og 12 klukkustunda töfíls- him, var hann þó kominn fimm þúsund og fimm hundruð verst áleiðis frá Moskva. En eftir voru fimtán hundruð verst til Irkutsk. 10. KAPÍTULI. Ilurð nærri hælum. Strogoff varð þess skjótt var eftir að á harðvellið kom, að það var eki ástæðulaust að óttast Tartara í grend við Obi. Sléttan öll var troðin og sporuð eftir hesta-fjölda barbaranna, og var þegjandi vottur þess að þar hafði be>-fylking mikil farið um. Það má segja með sanni um Tartara ekki siður en tim Tyrki, að það grói ekkert gras á slóðum Tyrkja. Það leyndi sér ekki fyrir Strogoff, að hér þurfti maður að vera vakajdi og hafa gfit á sér. í fjarlægðinni og enda 1 grendinui, hvervetna umhverfis, mátti sjá stærri og smærri reykjarstrokur þvrlastí loft upp, er var vottur þess að húsog kúsaþorp voru að b;enna. Höfðu fyrirrennarar megínhers- ins kveikt í kúsunum, eða var meginherinn kotnin fram hjá og liafði skilið eftir þessa brunaröst til endurminningar 7 Var Feofar Kllan máske kominn austur yfir laodamæri héraðsins kominn austur í Yeneseisk umdsémið? Fyrr en hann fengi afgerandi svar upp á þessar spurningar gat Strogoff ekki af- ráðið neitt um stefnu sína. Var bygðin virkilega svo ger- samlega rúin, að ekki findist einn einasti Síberíumaður til að segja fréttirnar? Strogoff leit nákvæmlega eftir inannabýi- um til beggja handa, en tvær verst hafði hann farið án þe-s að verða var við nokkra lifandi veru. Þá sá hann kofa einn, sem oðuin var að brenna í skógar- belii nokkru framundan. Þegar hann nálgaðist sá liann mann fáa faðma frá kofanum og utan um hann voru nokknr börn í hvirfingu og öll að gráta. Skammt frá þeim kraup kona, ungleg að sjá, móðir barnanna, og liorfði með tfir- þrnngnum augum á aleigu sína leggjast í rúst. í fanginn bar hún fárra mánaða gamalt b irn, er hugsýkislaust var að sjúga næringarlítil brjóst móðurinnar. Innan skammp átti það nú ekki kost á fæðu þaðan neina því fyrr kæmi einhver óvæut hjálp. Eyð legging og dauði var hvervetna um- hverfis. Strogoff beygði út af hrautinni til að tala við gamla manninn. “Viltu svara mér upp á nokkrar spurningar ?-1 hann. Framhald. Fred Swanson, MÁLARI. Eikarmálar, Betrekkir, Kalsominar. Býr einnig til Blyskeyttar rudur (Leaded Lights) úr allskonar skrautgleri, og hefir til sölu gler með alls konar litum og áferð, töluvert ódýrara en annarstaðar í bæn- um. Verkstæði Heimili : 320^ Main Str. 649 Elgin Ave. Ljósmyndarinn John McCarthy mælist til að þér gangið ekki framhjá sér. Hjá honum fást myndir í fullri líkamsstærð; myndir af húsum teknar þegar um er beðið gamlar myndir end- urnýjaðar og stækkaðar eftir vild. Alt verk vel leyst af hendi. JliRon N. Dak. Bjór °S Porter um hitatímann: BASS & COY’S HVÍTÖL GUINESSSTOUÍ SCHLITZ ÖL PABST ÖL DAVIFS TORONTO ÖL LABATT LONDON OL DREWRY’S ÖL PORTER & BUCKBJÓR Etc.Etc Fljót afgreiðsla hjá H. L. CHABOT Gegnt City Hall--513 Main Str. Telephone 241. 8agði # m m # m m m m m m m m m m HLUTIR vandaðir nema til sem eru í sjálfu sér og aldrei breytast batnaðar, verða óhjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum. m m m m m m m m m m m m m m mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm w. ----- 131 Higgin Street gefur hverjum sem hafa vill mjöl, gripafóður og eldivið ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. ■pTTVlT* sem sannaðgetur að íy 111 eKKerD hannekkíódýr • - $ Wateriown Marble & Granlte Works. ] Selur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar, blómpotta, Etc., Legsteinarnir kosta $12,00 til $300.00. Fjögra — fimm feta háir legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir i kyrkjugarðinum; af umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verðj eftir stærð og frágangi. Aðal-umboðsmaður félagsirs er ISL. V. LEIFUR, Glasston, N. Dak. 5 Dominion of Canada. ÁMlisiarto okevPis firir milioiir manna. 200,000,000 ekra hvetiog beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypis fyrir landnema. Djúpr ogfrábærlegafrjósamr jarðvegr, nægðafvatni og skógi' oe meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 busheí ef vel er umbúið. " í inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- ;--di aléttlendi eru feikna-miklir flákarafágætasta akrlendi, engi ov beiti- innvíðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmnámaland, Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi;eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnbraut frá haji til liafs. Canada-Kyrraliafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jáTnbraut frá öllum liafnstöðum við Atlanzhafí Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignariegu fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. Heilncemt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilncemasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar: vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjnm karlmanni yfir 18 ára gömlum og hveTjum kvennmanni, sem heflr íyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ó-keypis. Hinir einu skilinálar eru, að landnemi búi á landinu ogvrk það. A þann batt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfetæðr í efnalegu tilliti. % J tslenzkar uýlendur í Manitoba og eanadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stœrst er NYJA ISLAND. liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnineg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr trá Nýja íslandi, í 30—25 mílna fiarlæeð er aLFTAVATNS-NYLENDAN. I baðum þessum nýlendum er mtkið afó- numdu landi og baðar þessarnýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. AR)t1 TiE-N 1 LEÍsDATs er 110 mílur sudvestr frá Winnipelr• Þ>ING- VALLA-NYLF.NDAN, 2ö0mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN_um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ALBERTA-NÝLEND- AN nm 70 mílur norðr fra Calgary. en um 900 mílur vestr frá Winnipeg siðast toldum 3 nýlendunum er n.ikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því sknfa um það: Eða 1?. I- að l’oiiiin isMÍoner of Domin ion LhihN. Bsxld'vvinsoni, ísl. umboðsm. Winnipeg - Canada. CAN I OBTAIN A PATENT f For a SroMS,‘yn^„efl&Vb'í1iT„dfcírf^ formaUön concernine Palents and hoir to ob- tain Lhem eent free. Also a catAlogue of mAnhan. ical and sciontiflc books sent free. __i’atents taken^tbrough Munn & Co. reoeire cpecial noticein the Soientiflc Amerionn. and thufl are brought widely before the public wttb- oot cont to the inventor. Thi« Bnlendid paper. issued weekly, elegantly illufltrated, has by far the largest oiroulation of anr gcientiflc work in tho worid. 83 a year. Sample oopiofl gent free. Bullding KdWon^monthly, M.50a year. Slngle copies, ‘25 cents. Kvery number contalns beau- tifnl plates, in coIotb, and photographs of new houses. with pians, enabllng buildera to ahow the latest dealgns and secure oontracto. * * * 'iíc^ ------------- — - MUttN < CO- Nkw York, 301 Bhojjuwat. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALLD0RSS0N, Park River — N. Dak. THE PERFECT TEA THI CIN£«T Tr* N THC WORLD FROM THE TEA PLANT TO THE TEA CUF IN IT3 ^ATIVE PURITY. “ Monsoon '* Tca is packcd nnder the superrisíon of the Tea gfrowers, and i« ad vertisid and sold by them ns a sarnpteof the best qualitiesof Indian and Ceylon Teas. For that reason thev see that none but the vcry fresh leaves go into Monsoon packages. That i* why “ Monsoon.’ the perfect Tca, can be so!d at the same price as infcrior tea. It is put up in sealed caddics of \4 lb., x lh. ar.4 5 Ibs , and sold in three flavours at 40C., 50C. and 6oc. If your gr 'crr dors not keep it, tetl himto write to STEEL. HAYTER & CO., 11 and 13 Frnnt St. East, Toronto N orthern Pacific RAILROAD TIME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. North B’und _ QS Tff) . ®2 * r-i Sn Oð O ♦j 0 08» 8TATION8. 1.20p| 3.15p .. Winnlpeg.. l.Oöp 3.03p ♦Portage Junc 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.22p 2.38p *. Cartier.... 11.54a 2.22p *.St. Agathe.. 11 31a 2.13p *Union Point. 11.07a 2.02p *Silver Plains 10.31a 1 40p .. .Morris.... 10.03a l.i2p .. .St. Jean... 9.23a 12.59p . .Letellier ... 8.00a 12.30pj.. Emerson ..I 7.00a 12.20p .. Pembina. .. ll.Oöp 8.35a Grand Forks.. 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. 3.45p Duluth 8.40p Minneapolis 8.00p ...St. Paul... 10.30p ... Chicago ., Soouth Bund k z? P® ♦á Ö árj? Cð ® 2 12.1hþl 12.27p 12.40p 12.52p l.lOp 1.17p 1.28p 1.45p 1.58p 2.17p 2.35P 2.50p 6.30p lO.lOp 7.25a 6.80a 7.10» 9.35p 5.30a 5.47a 6.07a 6.25» 6.51» 7.02» 7.19» 7.45» 8.25» 9.18» 10.15» 11.15» 8.25p 1.25p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound S-o 3* r* 0 ®oa c - s| iE 3 aTATIONS. s_________ .20p[ 3.15pv W. Bound. II m 3 a Winnipeg ..|12.15p •Sio £h fe Oí 8.0( 8.44 9.81 9.5( 10.2f 10.64 11.44 12.1C 12.51 7.50p 1.30p .. .Morris .... 6.58p 1.07p * Lowe Farm 5.49p 12.42p *... M}-rtle... 5.23p 12.82p ...Roland. 4.39p 12.14p * Rosebank.. 3.58p 11.59a ... Miami.... 3.14p ll,38a * Deerwood.. 21 p U.27a * Altamont.. 25 p U.09a . .8omerset... 17p 10.55a *8wan Lake.. 19p 10.40a * Ind. 8prings 2.57p (0.30a *Mariapolis .. 2.27p 10.15a * Greenway . ,1.57^ lO.OOa ... Baldur.... 1.12a 9.38a ..Belmont... J0.37a 9.21a *.. Hllton.... 10.13a 9.05a *.. Ashdown.. 9.49a 8.58a Wawanesa.. 9.39a 8.49a * Elliotts 9.05a 8 35a Ronnthwaite 8.28a 8.18a *Martinville.. 7.50a 8.00a .. Brandon... ___ West-bound passenger tralns stop Baldur for meals. 1.50p 2.15p 2.4 Ip 2.53p 3.10p 8.25p 3.48p 4.0lp 4.20p 4.36p 4.51 p 5.02p 5.18p 5.34p 5.57p 6.17p 6.34p 6.42p 6.53p 7.05p 7.25p 7.45p 2.5 4.G PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Except Sunday. STATION8. East Bound Mixed No. 144 Everv Day Except Sunday. 5.45 p.m. 5.58 p.m 6.14 p.m. 6.19 p.m. 6.42 p.m. 7.06p.m. 7.18p.m. 7 25 p.m. 7.47 a.m. 8.00 a.m. 8 30 a.m. .. Winnipeg.. ♦Port Junction *St. Charles.. * Headingly. * White Plains *Gr Pit 8pur *LaSalle Tank *.. Eustace... *.. Oakville.. *.. .Curtis. .. Port.la Prairie ll.15a.in. 1 i 00 a.m. 10 35 a.m. 10.28 a.m. 10.05 a.m. 9.42a.m. 9.84 a.m. 9 22a.m. 9 00 a.m. 8.49 a.m. 8.30 a.m. . , — W-----—w------have no a Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have thr I ullman Vestibuled Drawing Room í ing Cars between Winnipeg, 8t.. Pan Minneapolis. Also Paiace Dining Close connection at Chicago with ea lines. Connection at Winnipeg Jun with trains to and from the Pacific c For rates and full information cerning conuection with other iines apply to any agent of the company.’i CIIA8.8. FEE. H. 8WINFOJ1 G.P.&.T.A., St.Psnl. G >n Aet 1 CITY OFFICE 486 Main Str., Winnip,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.