Heimskringla


Heimskringla - 20.09.1895, Qupperneq 2

Heimskringla - 20.09.1895, Qupperneq 2
2 HEIMSKRINGLA 20. SEPTEMBER 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The lieimskrÍDgla Frtg. & I’ubl. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til Islands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. Ó. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg ad eins teknar með afföllum. •• •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Box »05. Skólamálið. Getgáturnar um hvað til stæði hafa' verið margar í sumar, Hafi ein bilað, hefir önnur ný alt af verið handbær. Um tíma átti Sir John Schultz að vera i aðsigi með að reka Greenway frá •völdum vegna þess hann ekki vildi þoka til. ekki bjóða kaþólikum nokkrar réttarbætur, Þegar það féll um sjálft sig átti Sir McKenzie Bowell að vera kominn vestur hingað aðallega i þeim erindum, að komast að samningum við Greenway. Fundur um það eíni var sjálfsagður í Winnipeg áður en Bowell færi austur aftur. Sérstakleg sönnun fyrir gildi þeirrar tilgátu var það, að fyrir hálfum mánuði siðan fór N. Clark Wallace, sem er foringi Orangemanna í Canada, vestur um land. Þegar það fréttist var auðvitað að hann var ekki hingað kominn í öðrum erindagerðum en þeim, að gera einhvern gang í skóla- málinu og hjálpa formanni sínum Sir McKenzie Bowell á fundinum. Allar þessar tilgátur, auk ótal ann- ara, hafa reynzt hugarburður. Wallace nam ekki staðar í Winnipeg, hitti ekki Boweli, en hélt áfram ferð sinni vestur að hafi. Sir McKenzie var 2 daga í Winnipeg, fann ekki Greenway að máli nema á hlaupum, sem maður segir, og enginn varð fundurinn til að komast að samningi um skóla málið. Hann er nú kominn heim til sín aftur, til Ottawa, og að því er fram- ast verður séð stendur skólamálið í sama stað, og hvor stjórn situr við sinn keip, að því er kunnugt er. Hver endirinn verður er sama ráð- gátan enn. Sambandsstjórnin hefir laga valdið til að veita réttarbæturnar og hún skákar í þvi valdi. Greenway- stjórnin aftur skákar í því valdinu, að sambandsstjórnin þori ekki að gera þetta, af þvi meirihluti kjósendanna í Manitoba neiti að slaka til eða breyta núgildandi lögum á nokkurn hátt. í því valdi skákar Greenway og vill þess vegna engar réttarbætur veita. Alger- lega verzlega skóla, þar sem guðrækn- isiðkanir allar eru útilokaðar, má ekki nefna á nafn ; þá yrðu skólarnir heið- ingja skólar! Tvískift fyrirkomulag, líkt þvi í Ontario, þykir ekki tilhugs. andi, enda er þar ekki um fyrirmynd að gera, ef trúa má sögum, sem borizt hafa frá Ottawa. eftir rannsóknina(V) þar fyrir skömmu. Þar við situr. Aðra millivegi dettur engum í hug að nefna, og eru þeir þó til. Skólafyrirkomulag- ið í Nýja Sjálandi sýnist þess vert að gefa þvi gaum. Eins og i Ástraliu eru skólarnir í Nýja Sjálandi verzlegir skól- ar, engar ritningargreinar lesnar og ængar bænir fluttar. En til þess að þókn- ust klerkalýðnum, sem heimtar guð- ræknisiðkanir í skólunum.er svo ákveð- ið í lögunum, að á ákveðnum klukku- tíma á einum ákveðnum degi vikunnar megi allir prestar sem vilja veita börn- um safnaðarlima sinna á skólunum til- sögn í guðfræði. Til guðræknisiðkana >er þannig varið einni klukkustund af skólatímanum í hverri viku. Ef endi- lega þarf að þóknast prestunum, sýnist þetta ákjósanlegasta fyrirkomulag. Með því er öllum aðal-trúflokkunum að minnsta kosti gert jafnt undir höfði og fyrirbygt að nokkuð sé kennt, sem kem ur í bága við skoðun þessara eða hinna foreldranna. Gyðingurinn hefir þá sama rétt til að sitja hjá sinu eina barna þessa klukkustund í skólanum og kenna því, eins og kaþólíkinn eða protestantinn hefir til að kenna öllum hinum. Þetta er jafnréiti fyrir protest- ana. Hér fær enginn presbyteriani, me- thodisti eða byskupakyrkjumaður að ráða einvaldur og segja, að þetta skuli kennt og ekkert annað, hvort sem aðrir trúflokkar geta felt sig við það eða ekki. Að því er séð verður eru allir klerk- ar hæst ánægðir með þetta fyrirkomu- lag. Kaþólíkar að minsta kosti eru á- nægðir með það, ef dæmt er Qftir orð- um erkibyskupsins Croker á Irlandi, sem var byskup í Nýja Sjálandi um nokkur ár. í ritgerð um hann i Sept- ember-hefti tímaritsins “Review of Reviews” er getið um samtal hans og ritstj. W, T. Stead, þar sem Nýja Sjá- land og skólafyrirkomulagið þar bar á góma. Og það verðut ekki greint. að hann hafi út á það að setja i einu ein- asta atriði, heldur þvert á móti. I Manitoba að minsta kosti eru kaþólík- ar taldir marvandari, hvað skólafyrir- komulagið snertir, en nokkrir af stétt- arbræðrum þeirra í flokki prótestanta. Sé svo og séu þeir hæst ánægðir með Nýja Sjálands fyrirkomulagið, þá sýn- ist undarlegt að bjóða þeim ekki fyrir- komulaglikt þessu hér, sérstaklega þar sem lítil von er til að þeir nokkurntima hætti að krefjast bóta fyrr en þeir fá þær, Fyrst þeir gengu að þeim kost- um í Nýja Sjálandi mundu þeir ganga að þeim hér, og þá er óliklegt að próte- stanta-prestarnir andæfðu. Þeir færu tæpast að koma fram sem þröngsýnni menn en þeir sem þeir ár og sið álasa fyrir þröngsýni, drottnunargirni m, m. slíku. Manitobamenn hafa lögleitt hjá sér eina af Ástralíu-uppfindingunum—Tor- rens-landlögin, og hún gefst svo vel, að fáir ef nokkrir vildu fella þau lög úr gildi nú. Þvi þá ekki taka Ný-Sjálend- inga til fyrirmyndar í þessu skólamáli og umsteypa óheilla-lögunum, sem nú eru í gildi ? Með því væri að líkum bundinn endi á allar deilurnar, óánægj- una og sundrungina, sem nú ríkir og sem hlýtur að rikjahjá þeim, sem svift- ir hafa verið rétti sinum (svo gott sem sviftir bæði eignum og atkvæðisrétti), að úrskurði æðsta dómstólsins í ríki Breta. Þeir sem liafa haldið því fram og sem halda því fram enn, að biblíulestur og bænagerðir eigi ekki að eiga sér stað í skólunum, myndu hiklaust samþykka lög lík þessum Nýja Sjálands lögum, ef það væri í þeirra verkahring, ekki af þvi, að þeir viðurkendu sína eigin kenn- ingu um algerlega verslega skóla ranga, heldur af þvi að þeir mettu meir sátt og samlyndi en sína eigin skoðun. Aðhafa mælt með verslegum skólum, er ein af stórsyndum Hkr., ein sú syndin, er ekk- ert heiðarlegt blað mundi gera sig sekt i. í tilefni af því setjum vér hér út- drátt úr ritgerð í blaðinu “The Week” í Toronto, eftir merkan höfund (J. H. Long). Hún sýnir svo Ijóslega á hverju sú skoðun er bygð, að skólarnir eigi að vera verslegir eingöngu, aðvér setjum hér útdrátt úr henni, Hkr, til réttlæt- ingar í augum f jöldans : “Grundvöllurinn, sem meðmælis- menn versleg’ra alþýðuskóla standa á, er sá, að það sé ómögulegt að viðhafa guðræknisiðkanir i skólunum, nema fram komi flokkaskoðun og óréttlæti. Vér segjum að Ontario-skólarnir séu lausir við alt flokka-krit, séu að eins kristnir skólar, en það, þegar til álls kemur, þýðir trúflokkaskóla. Ontario er kristið hérað í þeim skilningi einum, að meginhluti fólksius er, virkilega eða að nafninu tU, kristið fólk. Þeir sem ekki eru kristnir kallaðir, eru þar mannmargir, og innibinda Gyðinga agnóstika og aðra. Auk þeirra er urm- ull af fólki, sem kyrkjurnar ekki viður- kenua kristna, þ. e., Únítararnir. En kristinn maður hefir hér engan pólitisk- an rétt eða annan rétt fram yfir Mahú- meds-trúarmenn, Búddha-trúarmenn, Confuciusartrúarmenn, Stafirnir “F. D.” á málmpeningum vorum þýða, að ríkisstjórnari Breta verji þeirra trú öldungiseins og trú þeirra kristnu. Vér stærum oss af þvíaðhérsé engin ríkiskyrkja....., en vér höfum þá ríkistrúbrögð, og viðurkennum þau í skólum vorum. En þetta er órétt gagnvart þeim, sem að eigin játningu, eða fyrir úrskurð ráðandi kyrknanna, eru ekki kristnir. Það er órétt að þvinga þá til að styðja þá trúbragða- kenningu, sem þeir ekki trúa, Þetta er eitt af því sem vér hðfum á móti trúarbrögðum í skólunum. Það er jafnréttis skerðing... Það er ekki í verksviði ríkisins að veita tilsögn í trúfræði. Það er þess skylda að kenna siðalærdóma og alt sem lýtur að því að gera menn nýta borgara. Það er ekki þess skylda að kenna að til sé einn guð, eða þrír guðir, að til sé himnaríki, eða ekki o. s. frv, Ekkert af þessu er skylduverk ríkisins, að því er vér íram- ast skiljumskylduverk þess. I skólun- um eiga ungmennin að læra landa- og ríkjafræði, reikning o. s. frv. Það er einkennilegt, að fólki gengur svo vel að sjá þennan sannleika. að því er snertir allar mentastofnanir aðrar en alþýðuskólana. Meðal þjóðeignanna erv listaskólar. og engin trúbrögð kend þar; lagaskólar, og engin trúbrögð kennd þar, læknaskólar.log engin trú- brögð þar. Hvernig stendur á því? Þannig, að þar er sannleikinn viður- kendur, að nemendurnir eru þar til að færa listir, lög og læknisfræði, en ekki trúfræði ..... Þetta er enginu vansi fyrir trúfræðina eða ritninguna. Það er engin vansæmd fyrir trúfræðina að réttarhald er hafið án guðsþjónustu, eða vansæmd fyrir biblíuna, að bílíu- mottó-um er ekki stráð um sölubúðir. Þar er að eins viðurkent að til sé stað- ur og stund fyrir alla hluti, að skólarn- ir séu helgaðir verslegu námi eingöngu. Athugum hverju andvígismenn vorir halda fram: Að foreldrið ráði hvað og hvað ekki skuli kent bömum sínum. Falleg setning, þetta......en, setjum svo að faðir neiti að senda barn sitt á skóla, segist þurfa hjalp þess við heimilið. Fer rikið eftir því? Alls ekki. Það segir að barnið skuli ekki alast upp í fáfræði, liagur þjóðheildar- innar leyfi það ekki....Ekki þar með búið. Ríkið segir ennfremur, að þetta, en ekki hitt, skuli barnið læra. Það verður að læra reikning, en ekki spænsku, til dæmis, það enda þó það ætti að flytja þangað, sem það hefði gagn af spænskri tungu. Því þá þetta? Af þvi ríkinu er ómögulegt að láta kenna alla hluti. Það kýs þessvegna þær greinar, sem það álítur öllum fjöld- anum gagnlegastar. Þar fyrir baanar ekki ríkið foreldrunum að kenna ba>rn- inu þau trúarbrögð, er þeim sýnist. Það segir aðeins : Ef þú sendir son þinn á vora skóla verður þú að hlýða reglum vorum. Viljirðu heldur senda hann Á annan skóla, “prívat”-skólla, máttu það, en fyrir það verður þú að borga, og vér getum ekki létt af þér skattinum bara af því þú vilt ekki hag- nýta þá skóla sem vér bjóðum. Það er þinn skaði. önnur ástæða andvígismanna vorra er, að sé allar guðræknisiðkanir bannaðar, vaxi barnið upp algerlega ó- frótt um öll trúarbrögð. Þessa ástæðu álít ég léttvæga. Hvað lærir barn- ið í trúfræði þó það heyri bæn lesna og kafla úr biblíunni? Þó það með at- hygli hlýddi á, gæti það samt ekki feng- ið nokkra verulega þekkingu á biblíuuni og kristnum fræðum........Uppfrræðsl- an sem þau fá þannig er svo lítil, að hún er helzt einskisvirði. En svo er þvi haldið fram, að án biblíu-lesturs fái börnin enga hugmyDd um siðferðislær- dóma. Þessi ástæða einnig er léttvæg. .....Það eru til miljónir siðferðisgóðra manna, sem aldrei hafa lesið biblíuna. Mohameðs-trúarmenn, Japanítar, o. fl. o. fl. hafa aldrei lesið bibliuna, en geta allir verið og margir þeirra eru siðferð- isgóðir menn......Sé kennarinn blátt- áfram, heiðarlegur, drenglyndur maður, hefir hann áhrif sem ætíð koma í ljós. Siðferði alt lærist miklu fremur þannig, af eftirdæmi, en fyrir þulur um siðferði úr textabókum. Það er eins og ls*r- dómurinn að tala. Tali kennarinn rétt og hreint mál, læra börnin það af hon- um fremur en lexíunum í málfræðis- bókinni. Þá er það ein ástæðan, að guðrækn- isiðkanirnar auki lotningu fyrir trúar- brögðunum. Það má vera að sannteiks korn sé í þessu....en það verd ég að segja að mín reynsla sannar ekki þetta. Ég held óhætt sé að segja, að í flestum tilfellum sé litið á þessar guðræknisiðk- anir sem athöfn til málamynda, líkt eins og guðsþjónustur í æðri skólum — nokkuð sem sjálfsagt sé að sleppa við ef kostur er. í mörgum æðri skólum hefir þessvegna verið hætt við þær guðsþjón- ustur, af þvf menn ráku sig á að þær gerðu ekkert gagn. Ég er líka sann- færður um að slfelt biblíu-lesturs og bænastagl eyðir í mörgum tilfellum lotningunni fyrir trúarbrögðunum, en eykur hana ekki. Mannlegu viti er ofvaxið að ákveða þá tilsögn í guðfræði, sem ekki hnekkir rétti einhverra. Ef nýjatestamentið er lesið, eru gyðingar meiddir; ef það gamla, margir orþodox trúmenn; ef nokkur hluti bibliunnar agnostíkar og aðrir ; ef Douay-biklían, eru prótestant- ar meiddir; ef almenna útgáfa biblíunn- ar eru það kaþólíkar, sem meiddir eru. — Það er sagt að allir geti komið sér saman um fjall-ræðuna, en það eru margir sem álíta fjallræðuna fátæklega heimspeki, og margir sem ekki trúa öll- um boðoiðunum. Það má segja að þessir menn fari vilt, en þeir eru frjálsir borgarar, sem gjalda sína skatta og Hafa öldungis eins mikinn rétt til að heimta að sín skoðun sé tekin til greina, eins og hinir. Látum kyrkjuna, sunnudagaskól- ann heimilið, veita uppfræðslu alla í trúfræði, en látum alþýðuskólana og æðri skóla og háskóla alla vera frjálsa til að uppfræða nemendurna í versleg- um fræðum einungis. Það er þeirra rótti verkahringur. Heimilið, kyrkjan, sunnudagaskól- inn ætti að nægja. Fái ungmennin ekki nægilega uppfræðslu í þeim efnum á þann hátt, þá er það skuld kyrkjunn- ar, og hinn litli timi, sem á skólanum er varið til biblíu-lesturs og bænahalds, reynist ónógur til að bæta upp ónóga uppfræðslu kyrkjunnar. Eini vegurinn er : alger skilnaður ríkis og kyrkju. Sá skilnaður kemur báðum að gagni — kemur kyrkjunni að gagni á þann hátt, að hún losnar þá við þau ámæli, að hún geti ekki staðið ein. Með algerðum skilnaði er líka ver- ið að framfylgja þessum orðum Krists: “Gjaldið keisaranum livað keisarans er, og guði hvað guðs er.” Enda Lögberg mundi ekki dyrfast að nefna “The Week” saurblað né öðr- slíkum nöfnum og þó flytur það blað greinina, sem þetta brot er úr, og sem Hkr. er algerlega samdóma. En eins og stendur, á meðan prestaríkið er jafn mikið og það er í Mamitoba enn, þá er líklega tilgangslaust að halda þeirri skoðun fram, eða svt> virðist það vera til þessa. En þá ætti ekki að vera ó- sanngjarnt aðmæla með breytingu nú- gildandi skólalaga í þad horf sem Nýja Sjálands skólalögin haóa og sem að vott- orði kaþólika hafa reynst svo vel. Sverðið er tví-eggjað ! Af því vér um daginn svöruðum drifunni í Lögbergi með meir en fáum orðum, þykir því það söannn fyrir að sú grein sín hafi verið "full af »annleika." Sú staðhæfing nægir máske höfundin- um, en heldur ekki öðrum á meðan hann ber ekki við með einu einasta orði að sanna þrælslegustu kæmrnar, sem hann ber á Hkr., og hann sannarlega varast að færa sönnur á þ«er í dellu sinni 12. þ. m. En sleppura því í bráð. En sé nú svo, að orðmergðin í Hkr. út af síðasta áhlaupi Lögbergs sé óræk sönnun fyrir sannleika þess er Lögberg sagði, hvað skal þá segja um samskon- ar sannleiksvott í Lögbergi. Eins dálks langt svar í Hkr. og minna og það á hálfsmánaðar og þriggja vikna fresti hefir reynst nóg til að kúffiylla Lögberg viku eftir viku, frá því fyrst það varð að umskiftingi. Taki maðúr gilda þessa úrlausn ritstjórans, þá er þarmeð sann- að að hin fáu orð Hkr. á undanförnum tíma hafa verið “full af minnleika, þó hann ef til vill hafi verið beiskur.” Orð- mergð þess og illyrðabuna er sönnunin, eftir úrskurði ritstj. Lögbergs. Ef hann er ánægður aaeð þessa úr- lausn sina, þá er það ekki klögunarefni fyrir oss. En hún nær ekki tilgangi sínum hvað Hkr. snertior, á meðan hann verður ekki við áskorun vorri og sann- ar orð sín. Vér leyfium oss að minna hann á að Hkr. er til frá upphafi og þessvegna auðgert fyrir hann að leita uppi sannanirnar, sem hann byggir orð sin á. íslands-fréttir. Eftir Stefni- Akureyri, 13. Júlí 1895. Tíðmfar að jafnaði mjög gott. Gras spretta i betra lagi. AJti talsverður utarlega á firðinum. Hákarlsafli á þiljuskipinyfirleitt góður. Grím»eyjarbrauð veitt séra Matthi- asi á Helgastöðum, Laura kom að sunnan 9. þ. m., með henni fjöldi farþegja, Hingað komu séra Matt. Jochumson, Þingvallafund- ar fulltrúar sýslunnar o. fl, Herra Dr. phil. Þorv. Thoroddsen kom hingað með “Lauru”. Ætlar að ferðast um Þing- eyjarsýslu i sumar. Amtmaður P. Briem kom með frú sinni hingað til bæjarins 7. þ. m. , 29. Júlí. Slys. 21. þ. m. vildi það slys til á Látraströnd, að drengur 17 ára gamall drukknaði í sjó skammt frá landi. Þetta vildi þannig til, að 2 drengir frá Hringsdal og 1 frá Svínárnesi voru að baða sig í sjó, en af því þeir voru ekki syndir, nema einn þeirra lítið eitt, og höfðu farið ógætilega og of langt frá landi, gátu þeir ekki náð landi aftur nema 2 af þeim. Ofurlitil ólga var af hafi, en allstaðar út með Látraströnd er mjög sterkt útsog, sem svo er kallað. Var það mikil heppni, að þeir eigi drukknuðu allir, og bendir þetta meðal annars til, að menn ættu að kunna sund, því “margur drukknar nærri landi.” Drengnum varð eigi náð fyrri en eftir alt að klukkutíma, og reyndust þá allar lífgunartilraunir árangurs- lausar, sem þó voru viðhafðar, eftir þvi seni menn höfðu vit á. Drengur þessi hét Sigursteinn Einarsson, sérlega efni legur og vel látinn. Dáín er Margrét Hallgrímsdóttir, kona Davíðs Ketilssonar á Grund í Eyjafirði. Þjóðviljinn ungi. ísafirði, 3. Ágúst 1895. Tiðarfar. Frá 11. f. m. hélzt stöð- ug þurrviðratíð fram undir siðustu mán aðamót, en síðastl. viku hefir verið regn öðru hvoru. Maður hvarf. Hinn 28. f. m. lá þiljubáturinn “Hrólfur” áBolungarvík. og voru skipverjar allir í landi ; síðari hluta dagsins fór formaðurinn, Jens Hjaltason, til heimilis í Bolungarvík, fram í skipið. og ætlaði að bíða þar eft- ir fiski, sem von var á úr landi, en þeg" ar skipverjar komu nokkru síðar um borð, var skipstjórinn horfinn, en skór hans, og eitthvað af fötum, fundust í skipinu, og leit hel/.t út fyrir, að hann befði gengið fáklæddur úr rekkju sinni. Er gizkað á, að hann muni hafa fallið útbyrðis, en annars örðugt að leiða get- ur að því. hvernig á hvarfi þessu muni standa, Fundið viðarskip. Hvalveiðabátur frá Hesteyri i Jökulfjörðum fann mannlaust viðarskip á hafi úti 29. f. m. og fór með það í land á HestejTÍ. Skip- ið heitir ‘Vikingsted”'og er frá Mandal í Noregi. Skipið og farmurinn verður selt við uppboð 12. þ. m. Gufuskipið “Anna”. skipstjóri J. L. Thorsen, kom hingað 18. f. m. eftir fisk til kaupfélags Isfirðinga; það lagði aft- ur af stað 30. f. m. með rúm 2000 skip- pund af fiski. Eftir Þjóðólfi. Reykjavík, 16. Ágúst 1895. ALÞING3. IX. Þingsályktunartillagan í st jór nar- skrárm ilinu var til umræðu i neðri deild í fyrra dag og i gær. Fyrri daginn héldu að eins þeir BenedSkt Sveinsson og GuðL Guðmundsson ræður um 1J kl. st. hvor, en síðari daginn töluðu auk þeirra : Einar Jónsson, iPétr Jónsson, Þórh. Bjarnarson, Jens PSlsson, Sighv. Árnason, Jón í Múla, Þórður Thorodd- sen, Jón Þórarinsson, Sigurður Gunn- arsson, dk. Valtýr, Jón próí. Jónsson og Þórður Guðmundsson, og voru þar all- harðar rimmur á ýmsavegu. Sókn og «'örn millum þeirra Benedikts og Guð- laugs var og allsnörp, og þótt Benedikt sé hartnær sjötugur, þá kemur enn í ljós sama fjörið og sama mælskan, sem fyrr á hinum yngri árum hans, og verður Wnum yngri mönnum erfitt að hrökkva við honum enn í ræðuhöldum, þótt sumir séu allleiknir i því að reyna að vincla sig úr klípunni naeð viðsjálum orðaleik og undirstöðulausum yfirvarps ástæðum. Benedikt gat þess einnig að þingsályktunartillagan væri “hál sem lax og viðsjál sem Lo-ki”, en Guð- laugur andæfði þvi vitanlega, og taldi tillöguna hið mesta þing^ og lýsti því beinlinis yfir, að ef stjórnin tæki ekki tillit hennar, þá yrði það til þess, að herða enn meir á sjálfstjórnarkröfum þjóðarinnar, yrði til þess að skerpa baráttu hennar gagnvarb stjórninni, en alls ekiti til þess að d.-jaga úr henni. Auðvitað er þetta spádémur út í loftið, er enginn getur fullyrt að rætist, ea það rétt, að láta þessairar yfirlýsingar getið nú þegar..... Eimskipskaup. Sarakvæmt tillögu nefndarinnar í því máli i efri deild mun frumvarpið þar verða samþykt í þeirri mynd, að landssjóð’iu: taki á leigu eim- skipfyrst um sinn tfltveggja ára. Sé skipið 400—600 smálestir netto að stærð og hafi farþegjarúm fyrir 40—60 manna í æðra farrúmi, en fyrir 30—40 í hinu ó- æðra. Alt sé skipið yfirbygt, traust og vel útbúið, og hafi 10—12 mílna hraða á sjöttungi sólarhrings. Til leigugj lda fyrir skipið svo og til nauðsynlegs kostnaðar við útgeJð þess m. fl. má verja alt að 150,000 kr. hvort árið. En fáist ekki slíkt skip til leigu með að>- gengilegum kostum, skal kaupa eim- skip á kostnuð landssjóðs ásamt litlum- eimbáti, og má til þess verja ah að 350,000 kr.—Aðalbreytingin á frum- varpinu frá neðri deild er fólgin í þessu, að þar sem neðri deild vildi beinlínis láta kaupa skipið, vill efri deild láta leigja það, en kaupin að eins til vara, og er það sýnu betra og áhættu- minna, enda enginn vafi á þvi, að fylg- ismenn skipskaupanna í neðri deild samþykki frumvarpið þannig lagað, og slaki til að þessu leyti. Annars er einn- ig hætt við, að mál þetta fari alveg í mola í þetta skifti. Búseta fastakaugmanna, Það frum- varp var felt i efri deiid við 3. umræðu með 8 atkv. gegn 5. Þeir sem greiddu atkv. á móti málinu voru : Hallgrímur sveinsson, L. E. Sveinbjörnsson, Jón A. Hjaltalín, Þorkell Bjarnason, Sig- urður Jensson og Jón Jakobsson. Það virðist nokkuð undarlegt að drepa frum varp þetta við siðustu umr. þess á þing- inu. Þeirri aðferð er naumast bót mælandi í jafn mikilvægu máli. E yðing sela. Það mál var sett í nefnd í neðri deild og í hana kosnir : Guðjón Guðlaugsson, Eiríkur Gíslason, Björn Sigfússon. Tr, Gunnarsson og Þórður Guðmundsson. Eru þvi engar líkur til að, að það mál komist fram á þessu þingi, þá er svo skamt er eftir þingtímans. * Yfigskoðunarmaður landsreikninganna er valinn í efri deild Sigurður prófastur Jensson. Framkvœmdarstjóri söfnunarsjóðsins valinn í sameinuðu þingi í gær sera Eirikur Briem með öllum atkv. (35). Verðlaunanefnd (til úthlutanar verð launum af “Gjöf Jóns Sigurðssonar”) var valin í sameinuðu þingi í gær og hlutu kosningu : Eiríkur Briem, Stein- grímur Thorsteinson og dr. Björn Ól- sen. 21. Ágúst. ALÞINGI. X, Fjárlögin hafa tekið miklum breyt- ingum í efri deild samkvæmt tillögnm nefndarinnar, er gelið var um í síðasta blaði, en þar eð þan munu breytast enn þykír óþarft að geta þeirra breytinga að sinni. Það hefir skilizt á ræðum landshöfðingja, að fjárlögunum mundi ef til vill verða synjnð staðfestingar, ef fjárveitingarnar ti2 Skúla Thorodd- sen yrðu samþyktar, og er harla und- arlegt, ef þingmenn lát* hræða sig með þeirri grýlu. Og kvað> er þá orðið af fjárveitingarvaldi alþingis, ef stjórnin leyfir sér að beita slíkui gerræði fyrir smámani eina ? Það er þi jafngott þótt það sjáist, hvað hún dirfist að ganga nærri réttindum vorum. Baráttan milli hennar og þjóðarinnar verður varla mýkri við þá aðferð. Jiannsóknarnefndin í Skúla-málinu hefir nú lokið störfum sinum, og er nefndarálitið mjög langt og itarlegt. Verður þess getið nánar i næsta blaði. Sérstakur erindsreki. Skúli Thorodd* sen ber npp tillögu til þingsályktunar um, að neðri deild skipi 5 manna nefnd til að íhnga, hvort ekki sé- gerlegt að skipaður verði sérstakur erindsreki, er flytji íslenzk löggjafarmál fýrir stjórn íslands sérstöku mála i lEaupmanna- höfn á meðan stjórnarfyrirkomulag það helzt, sem nú’er. PrestaköU. í neðri deild hefir verið fellt að sameina Eyvindárhóla- og Holtsprestakall undir Eyjafjöllum, og sömuleiðis að Kálfafell á Síðu verði gert að sérstöku prestakalli- Ný lög samþykkt frá þinginu, auk þeirra er áður er getið : 20. Um afnám dómsvalds hæstaréttar sem æzta dóms i íslenzkum málum (landsyfirrétturinn aukinn msð 2 dómendum, er hafi 8500 kr. arslaun hvor). 21. Um breyting á lögum 18. Jan. 1882 um borgun til hreppstjóra og annara sem gera réttar- verk (að launin úr landssjóði séu 50 aurar fyrir hvern innanhrejoj^smann, er býr á jörðeða jarðarhluta, sem ekki er metinn minna en 5 hndr. eftir gildandi jarðamati, og enn fremur 50 aura fyrir hvern innanhreppsmann, er á haust- þingi telur til tiundar eigi minna en J lausafjárhundrað. Þóknun til hrepp- stjóra má aldrei vera minni en 24 kr.). 22. Um breyting á lögum um útflutn- ingsgjald (af heilagfiski 5 aurar og af kola 3 aurar á hver 100 pd). 23. Um nýja frímerkjagerð (ný frimerki skal leiða í gildi 1. Jan. 1897. er gildi að eiris þaðár, og svo önnur þeim frábrugð in 1. Jan. 1898. 24. Um að landssjóð- ur kaupi bændahlutann í Brjámslæk. 25. Umundirbúning verðliagsskráa (að 3 menn semji skrárnar í sameiningu). 26. Viðauki við útflutningalögin 1876. Pöstskipið Laura kom hingað að morgiai 17. þ. m. og meði því hinnný- skipaði rektor lærða skólans dr. Björn M. Ollsen, Ólafur Benediktsson (sýslum. Sveinssonar) og allmargir enskir ferða- menn. gtórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & B. tinnierh sé á plötunni. Tilbúið af Tiie Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.