Heimskringla


Heimskringla - 20.09.1895, Qupperneq 3

Heimskringla - 20.09.1895, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 20. SEPTEMBER 1895. Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin. Eftir Jules Virne. “Spurðu hvers þú vilt”, svaraði karl. “Hafa Tartarar farið hér um?” “Já. Þess vegna er hús mitt að brenna”. “Yar það herdeild, eöa lítill flokkur?” “Herdeild, því eins langt og augaðeygir eru akrar allir eyðilagðir”. “Var emírinn foringinn?” “Já, víst og satt, því fljótið Obi enda er blóði roðið!” “Er Feofar Kan kominn til Tomsk?” “Það hyggégvist!” “Veiztu hvort Tartararnir hafa hertekið Kolyvan?” “Það hafa þeir ekki gert, því Kolyvan brennur ekki enn!” “Þakka þér fyrir, vinur ! Get ég nokkuð gert fyrir þig og þina ?” “Ekkert!” “Vertu ssell!” “Farðu vel!” Strogoff réttí konunni 25 rúblur í gulli, en svo var hún yfirkomin af sorg að hún gat ekki þakkað honum, enda beið hann ekki. Hann keyrði hestinn spo*um og hleypti á sprett austur sléttuna. Svo mikið vaa þá vist orðið, að ekki var tilhugsandi fyr- ir hann að fara um Tomsk. En tiltsekilegt virtist að koma við í Kolyvan, þar sem Tartararnir höfðu enn ekki komið, að því er séð varð. Já, það var sjálfsagt að reyna það; þar varð hann að reyna að byrgja sig fyrir annan langan áfanga. Eftir að yfir um Obi var komið var þess vegna ekki um annað að- gera, en leggja út af aðalveginum og sneiða al- veg hjá Tomsk. Þegar þannig var ástatt var ekki um viðstöðu að hugsa, enda hikaði Strogoff ekki eftir að hann hafði ásett sér hvaða stefnu hann sayldi taka. Hann lét hest sinn brokka og •tökkva í sífellu, því hann langaði tilað kom?ist yfir Obi sem iyrst, en þangað voru enn nm 40 vers. En hvernig gat hann búizt við að komast yfir fljótið? Yar ferjan enn við líði, eða liöfðu Tartarar eyðilagt hana ? Væri svo, var ger- legt að hleypa til sunds yfir svo mikið vatnsfall? Reiðhesturinn var nú orðinn meir en slæptur, liann var orðin uppgefinn, sem von var til. Strogoff aetlaði heldur ekki að þreyta hann mikið lengur. Hann ætlaði sér að fá ólúin hest í Kolyvan. Það hlaut nú að verða aðal-áfanga- stöð, nokkurskonar uppliafsstöð nýrrar ferðar, því þar fyrir handan var nú öll ferðaáætlun hans breytt orðin. Hingaðtil bafði hann barizt áfram um héruð í eyði, rænd og rupluð, og þar vitanlega var við allskonar vandræðum að búazt. En kæmist hann slysalaust austur fyrir Tomsk, var von til að þjóðvegurinn til Irkutsk yrði opinn fyrir honum á ný. Reyndist það svo var ferðin auðveld austur um Yeneseisk- héraðið og eftir tiltölulega fáa daga yrði liann þá kominn að takmarkinu—Irkutsk. Náttmyrkrið breiddi sig nú óðum yfir himinhvolfið og fýlgdi því indæll svali eftir hita dagsins. Á miðnætti var öll hin mikla slétta gersamlega liulin í biksvörtum voðum næt- urinnar. Yindblærinn sem lék um vanga hans um daginn hvarf algerlega um sólsetrið, svo nú var dúna-logn. Það var allsherjar þögn—ekkert að heyra nema dimman þyt undan hófum hestsins á harðri grundinni og ainstöku orð, er Stro- goff endur og sinnum ávarpaði gæðing sinn með. í þessu niða myrkri þurfti hann á al'.ri varkárni að halda. Það var auðgert að fara út af brautinni, en það hefði verið skaðræði, því hér og þar með fram henni voru nú grafningar, tjarnir og lækir, er grófu sig nm sléttuna fram í Obi. Strogoff var þess vegna neyddur til, að lina ferðina töluvert, en atlruga hvert fótmál með nákvæmni, Hann að vísu treysti hesti sínum til að sjá brautina, var búinn að reyna að það var hættulaust að treysta honum. En liaon treysti sínum eigin augum ekki síður. Einu sinni fór liann af baki til þess að fá vissu fyrir stefnu brautarinnar. Á með- an hann var að litastum virtist honum hann lieyra sveljandl suðu, en óskýra, i vesturátt. Hann lilustaði uú lengur og 'V'irtist Iionum þá aðsuðan vœri lík liófadunum margra liesta á hörðum velli. Lagðisthann þá niður og lagði eyrað ofan að brautinni og hlustaði. “Það er riddara ílokkur á leiðinni frá Omsk”, sagði liann við sjálfan sig, “Þeir fara geyst, því dunurnar verða æ greinilegri og skýrari. Eru nú þetta Rússar, eða eru það Tartarar ?” Strogoff lagðist niður og hlustaði enn. Já, þeir fóru á harða firokki, hverjir sem það voru. Innan tíu mínútna mundu þeir komnir þangað sem Strogoff var. Hestur hans var uppgefinn og mundi ekki hafa undan. Ef þetta voru Rússar, var þakkavert að fylla flokk þeirra, en væru það Tartarar var alt undir því komið að geta komist undan, svo þeir vissu ekki af. En hvernig ? Hvar var fylgsni á þess- ari nöktu sléttu ? Leit hann nú alt í kringum sig og til allr- ar hamingju gat hann greint þústu nokkraá að geta í hundr- að skrefa fjarlægð fram undan og til vinstri handar við brautina. Þústan hlaut að vera hrisrunni á sléttunni og þar var helzt að leita eftir fylgsni, þó ekki væri það vænlegt, ef þess- ir menn væru leitarmenn. Þeir mundu þá að líkum sjárunn- ann og leita þar. En ura annað hæli var nú ekki að gera. Hélt hann þvi af stað þangað og innan fárra minútna var hann mitt i runnanum, er var all hávaxinn og enda nokkur smátré í grendinni. Sá hann þá að þjóðvegurínn lá um þetta hrisbelti og því hlutu leitarmennirnir að fara þar um. Til beggja handa við runnan var sléttan mýrkend og tjörn við tjörn, svo ófært var að fara annarsstaðar en á braut- inni. Þar sem runninn var þéttastur fór hann út af braut- inni, en er hann var kominn sem svaraði 40 fetum frá henni, kom hann að læk all-miklum. Lengra komst hann þvi ekki, en hér var hann líka óhultur, nema af leitað var. Hrísið var hátt, en niðamyrkur og þess vegna engin hætta að hann sæ- ist, jafnvel úr fárra feta feta fjarlægð. Hann teymdi hest sinn fram á lækjarbakkann og batt hann við hrisið. Sjálfur sneri hann svo við, læddist upp að brautinni og lá þar i jaðri runnans, til þess að komast eftir hverskyns menn það væru, er kæmu vestan brautina. Hann hafði naumast komið sér fyrir eins og hann vildi, þegar dauflegur ljósglampi gaus upp í flokki riddaranna og rétt á eftir komu upp mörg og glóbjört ljós í flokki þeirra. Þorpararnir höfðu kveikt á blysum og beið þá Strogoff ekki boðanna í runnajaðrinum, en skreið með hægð lengra inn í hann ogfjær brautinni. Honum þótti líkast að þeir væru að lýsa eftir honum, einkum þar sem bugar voru á brautinni. Það var því afsakandi þó liann imyndaði sér að Þeir kynnu að leita hans með logandi ljósi í runnanum öllum, enda dróg hann sig fram að læknum og bjó sig til að kasta sér í hann hvenær sem þörf þætti. Þegar leitarmennirnir komu að runnanum námu þeir staðar og stigu af baki. Þeir voru þar um 50 talsins. Tíu eða tólf þeirra voru með blys, er lýstu upp sléttuna um- hverfis þá á allmiklu svæði. Strogoff athugaði hverja þeirra hreyfingu og komst von bráðar að því, sér til ósegjanlegrar gleði, að þeir ætluðu ekki að leita í runnanum, heldur ætluðu þeir aðá þarna. Þeir ætluðu að hvíla hestana og höfðu innan stundar tekið af þeim reiðfærin og slepptu þeim lausum á sléttuna. Sjálfir settust leitarmenn niður hjá brautinni, tóku upp malpoka sína og fengu sér að borða. Strogoff hafði vitið hjá sér ekki síður en hugrekkið, hvernig sem á stóð. Hann fýsti nú að sjá komumenn greinilega og ef unt væri að heyra á tal þeirra. I þvi skýni skreiðhann nú með hægð fet fyrir fet gegnum grasið í átt- ina til þeirra. Þegar hann hafði nálgast þá eins og hann framast þorði sá hann að þeir tilheyrðu liði Tartaranna er sátu í Omsk. Þeir voru tilheyrandi þeim mannflokki af Mongola-kyni, sem nefndur er Usbeck-flokkur, og sem er manmnargur í Tartara-héruðunum. Þessir menn voru vel vaxnir, heldur ineira en meðalmenn á liæð, og ásýndin gróf- gerð og soraleg. Á höfðinu báru þeir svartar sauðskinns- húfur, sem þeir nefna “talpak”, og á fótunum höfðu þeir hælahá stigvél úr ólituðu eða gulu leðri, með heljarlegri totu fram af tánum, er beygð var upp og aftur eins og skíðistá, nema hvað beygingin var meiri. Liktust því stigvél þeirra mjög iniðalda,stigvélunum almennu. I peisum voru þeir nærskornum, en stoppuðum með bómull, og með belti um mittið, lituðu svörtu, en með rauðum bryddingum. Á herð- unum báru þeir kápur skrautlitar, og á beltinu bog-myndað sverð og langa sveðju. Um öxl sér höfðu þeir pönnubyssu og við aðra hliðina skjöld. Hestar þeírra, sem voru dreifðir um sléttuna á beit, voru eins ogeigendurnír, afUsbeck-kvni. Ljósið frá kyndlunum lýsti svo upp balann, sem hestarnir voru á, að þeir sáust glögt. Það eru heldur litlir hestar, þessir Usbeck-hestar, en eru yfirgengilega kraftamiklir og þolnir. Þeir kunna helzt ekki annan gang en brokk. Riddararnir voru undir stjórn tveggja flokksforingja, yfirforingja, sem nefndist “pendja-baschi” og sem þýðir fimtugs-höfðingi, og undirforingja, sem nefndist “ deh-bas- chi”, og þýðir tiu manna foringi. Yfirmenn þessir höfðu hjálma á höfði og voru í nokkurs konar liálf-brynjum, og við hnakkboga sinn höfðu þeir bundinn ofurlítinn lúður. Þetta voru þeirra foringja einkenni. Yfirforinginn var knúður til að láta menn sína hvíl- ast, úttaugaða eftir langan og illan áfanga. Sjálfur gekk hann, ásamt undirforingja sínum, aftur og fram um slétt- una meðan menn hans láu og hvíldu sig. Reyktu þeir þá “beng” eðn lauf af hamp-plöntu, sem er aðal-efnið i “hasc- hish"-tóbakinu, er Asiumenn brúka svo mjög. Gengu þeir þá svo nærri leyni Strogoffs, að hann heyrði samtal þeirra, er fór fram á máli Tartaranna. En þó þeir færu að eins fá fótmál frá honum urðu þeir hans ekki varir. Það var fróðlegt fyrir hann að heyra samtal þeirra, enda vöktu allra fyrstu orðin, sem liann heyrði þá tala, athygli hans. Þeir voru að tala um hann og engan annan. “Það er ómögulegt að hannsé langt á undan okkur”, sagði fimtugshöfðinginn. “Og jafn ómögulegt að hann hafi farið nokkra aðra leið, en þessa, um Barabá-flóann”. “En hver veit hvort hann hefir yfirgefið Omsk?” sagði hinn. spyrjandi. “Hann er máske í felum í einhverju húsinu í borginni enn”. “Ja, þess væri sannarlega óskandi. Ogareff óbersti þyrfti þá ekki að hræðast að boðskapurinn, sem sendiboðinn er auðvitað með, nokkurntíma nái til Irkutsk”. “Þeir segja að hann sé Siberíumaður, að hann sé fæddur hér eystra”, sagði tiu manna foringinn eftir litla þögn. “Sé svo, þá hlýtur hann að vera landslaginu öllu gagn- kunnugur og þá ekki ómögulegt að hann hafi yfirgefið Ir- kutsk-brautina og ætli sér svo að koma á hana einhversstað- ar eystra”. “En þá ættum við likaað vera komnir fram fyrir hann”, svaraði fimtugshöfðinginn. “Yið fórum af stað frá Omsk innan klukkustundar á eftir honum og við höfum farið bein- ustu leið og eins hart og hestar okkar hafa komizt. Það er því ekki nema um tvent að tefla : annaðhvort hefir hann fal- ið sig í Omsk, eða við verðum fyrri enhann til Tomsk og get- um þá stemt stigu hans. Þaðerútséðum það að minnsta kosti, að hann kemst ekki til Irkutsk”. “Hún er sleip þessi gamia Síberiu-kona, sem augsýni- lega er móðir haps”, sagði tiu manna foringinn eftir litla þögn. Strogoff fékk hjartslátt, þcgar hann heyrði þessi orð, og lagði sig til að heyra meira. “Já”, sagði fimtugshöfðinginn, “hún þrætti rækilega fyrir að þessi kaupmaður, sem lézt vera, væri sonur sinn, en það var nú um seinan. Ogareff óbersti lætur ekki veiða sig þannig, og eins og hann sagði, þegar þar að kemur veit hann vel hvernig losa má um tungu kerlingar”. Hvert þetta orð fyrir sig var sem sverðstingur í hjarta Strogoffs. Nú voru féndurnir ekki lengur i efa um hver hann var. Þeir vissu að hann var sendiboði keisarans ! Riddaraflokkur á hælum hans hlaut að mega honum meira, hlaut að gera honum alla vegi ófæra. En það sem hræði- legast var, var það, að móðir haus var nú fangi hjá hin- um miskunarlausa Ogareff, sem þegar hafði lofað að pína hana til sagna. Strogoff vissi hvað það þýddi—líflát henn- ar. Hann þekti hana svo, að hún mundi fyrr láta lífið, en uppljúka sínurn munni. Strogoff hafði til þessa fundizt að hann gæti ekki hat- að Ogareff meira en liann þegar gerði, en þó brá nú svo við, að þegar hann heyrði þetta, reis upp ný og stór hat- urs-alda í brjósti hans. Niðingurinn, sem hafði svikið föð- urlandið, ásetti sér nú ekki einungis að elta liann sjálfan uppi og handsama, heldur einnig að pína h'fið úr móður hans. Það var þyngsta bölið. Tartara-foringjarnir héldu áfram tali sínu og frétti Stro- goff þannig meðal annars, að orusta var nálæg i Kolyvan eða grendinni. milli Tartara og rússneskra hermanna, sem komu norðan úr héruðunum. Var búizt við að þeir væru komnir að Obi-fljótinu, og að þér héldu áfram hvildarlítið í áttina til Tomsk. Þessir hermenn voru ekki nema um tvö þúsund talsins, og því auðsén hrakför þeirra í höndum meginhers Tartara. Þeir gátu ekki staðizt gegn því ofur- efli og afleiðingin af falli þeirra mundi verða sú, að bönnuð yrði brautin til Irkutsk. Hvað sjálfan hann snerti komst Strogoff að þvi, að fé var lagt til höfuðs honum og að almenn skipun hafði út gengið frá Ogareff um að taka hann dauðan eða lifandi. Af þessu öllu varð auðsætt hve áriðandi var fyrir Stro- goff að komast af stað fyrr en riddararnir. Það var lífs- spursmál að komast austur yfir Obi á undan lieim. En til þess að geta það varð hann að fara af stað áður en þeir færu að leggja á hesta sina. Eftir að hafa tekið þessa ákvörðun bjóst Strogoff þegar til að framfylgja henni. Það var heldur ekki til setu boðið. Það var auðvitað að yfirforinginn mundi ekki lofa mönnum sínum að hvilast nema sem styzta stund, klukkustund i mestalagi, enda þó hestar þeirra væru uppgefnir ekki síður en hestur Strogoffs. Svo var líka um að gera að hagnýta myrkrið til að komast burt úr runnanum og austur á slétt- una. Það var fullmikil vonleysa, eins og dimmt var, að leggja af stað frá fylgsni fá skref að eins frá fjandmanna- liðinu. Sem sagt, lá Strogoff á, þvi nú var ekki nema klukku- stund til aftureldingar og þá einu klukkustund var um að gera að nota sem bezt. En samt fór hann sér hægt að öllum hreyfingum. “Flas er ekki til fagnaðar”. Það var.’hyggi- Framhald. > Ljósmyndarinn John McCarthy ShoFthand Institute. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUNAR-LÖGUM BRÉFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Flemino G. W. Donald President. • Secretary. mælist til að þér gangið ekki framhjá sér. Hjá honum fást myndir í fullri líkamsstærð; myndir af liúsum teknar þegar um er beðið gamlar myndir end- urnýjaðar og stækkaðar eftir vild. Alt verk vel leyst af hendi. Milton \. I>nlt. Bjór og Porter um hitatímann: BASS & COY’S HVÍTÖL GUINESS STOUT SCHLITZ ÖL PABST ÖL DAVIFS TORONTO ÖL LABATT LONDON OL DREWRY’S ÖL PORTER & BUCKBJÓR Etc. Etc. Fljót afgreiðsla hjá H. L. CHABOT Gegnt City Hall--513 Main Str. Telephone ‘241. # * *mm*m*mm**mmmm****mmmmmm** m m * m m m m m m m m m m m HLUTIR sem eru í sjálfu sér vandaðir og aldrei breytast nema til batnaðar, verða óhjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum. m m m t « *«*•«*•««**•«•••«•*«»*«*•* ------ 131 Higgln Street ----------- gefur hverjum sem hafa vill 'N-'U-sem sannað getur að mjöl, gripafóður og eldivið -*-«/ O hann el£ki ó(jýr ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. L IVaterioivn Marble & Granite Works. Selur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, jámgirðingar, blómpotta, Etc., Legsteinarnir kosta $12,00 til $300.00. Fjögra — fimm feta háir legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum" af i umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verð eftir stærð og frágangi. Aðal-umboðsmaður félagsins er ISL. Y. LEIFUR, Glasston, N. Dak. 3 Dominion of Canada. AMlisjart oOTisjró milionir manna. 200,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypis fyrir landnema. Djúpr ogfrábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. " í inu frjósama belti í Rauðárdalnnm, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- liggjandisléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—innvíðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmnámaland, Gull. silfi, jérn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi; eldiviðr því tryggr um allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-jámbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhafí Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- löngu og um hinahrikalegu, tignarlegu Qallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. Heilnœmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar: vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familiu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogyrk það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfetæðr í efnalegu tilliti. íslenzkar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stcerst er NYJA ÍSLAND, liggjan,di 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr frá Nýja íslandi, í 30—25 mílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’ÁPPF.LJ.E-NÝ- LENDAN nm 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ALBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgary. en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. í siðast tðldum 3 nýlendunura er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því. að skrifa um það: CommÍMMÍoner of Dominion l.andti. Eða 13. L. Baldwinson, isl. umboðsm. Winnipeg - - - - Canada. 3 fPJENT$ ll CAV t AI ð, I HAUt MARKs COPYFUGHTS.^ CAN 1 OBTAIN A PATFNTt Por * tions strlctly confldential. A Handbook ot Iu- formation concerninc PatentH and bow to ob- taln them sent free. Also a catalogue of mechau- ical and scientiflo books sent free. Patents taken through Munn k Co. reoeivei special noticeinthe Hcientiflc Anicricnn. aml tbus are brought widely heforethe pubílc with- ■I —t Olrculation of any scientlflc work ln the worki. S8 a year. Sample copies sent free. Building EdWon, monthly, $2.50 a year. Single copies, ‘25 cents. Kvery number contains beau- tiful plates, in colore, and photographs of new houses, with pkms, enabling builders to show the latest deslpns and secure contracts. Address MUKN & CO., New Youk, 3Ö1 Buuadway. ÍSLENZKK LÆKNIR DR. M. HALLD0RSS0N, Park River — N. Dak. THE PERFECT TEA nOM THI TEA PLANT TO THI TEA CUP IN ITS NATIVE PUHITY. '* Monsoon ” Tea is packed 'tnder the sunervision of the Tea growers, and is aJvertiscd and stild by them .*s a sampleot the best qualitiesof Indian and Ceylon Peas. For that reason they s«*e that none but the vtry fresh leaves g:o into Monsoon packages. Thnt iswhv “Monsoon.’ the perfectTea, canbe sold at the satne price as inferior tea. It is put up in sealed cnddies of lh., i Ib. and 5 Ibs , and sold m three flavours at 40C., soc. and 6oc. If’ y-our gr 'ccr docs not keep it. tell him to write m STÉEL. HAYTER & CO„ 11 and 13 Front St. East. Toronto orthern Pacific RAILROAD TIME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. North B’und Soouth Bund *c3 wa — Q STATION8. tó W3 ié W) . •gS <a 0 Pú -H QQil ís +» 6 ■sS rH 1.20p| 3.15p .. Winnipeg.. 12.1hþ 5.30a 1.05p 3.03p *Portage Junc 12.27p 5.47a 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07a 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52p 6.25a 11.54a 2.22p *. St. Agathe.. l.lOp 6.51 a 11 31a 2.18p *Union Point. l.l7p 7.02a 11.07a 2.02p *Silver Plalns 1.28p 7.19a 10.31a 1.40p .. .Morris.... 1.45p 7.45a 10.03a l.i2p .. .St. Jean... 1.58p 8.25a 9.23a 12.59p . .Letellier ... 2.17p 9.18a 8.00a 12.30pj.. Emerson .. 2.35P 10.15a 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 2.50p 11.15» 11.05p 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.25p 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. 10.10'p 1.25p 3.45p Duluth 7 25a 8.40p Minneapolls 6.30a 8.00p ...8t. Paul... 7.10* 10.30p ... Chicago .. 9.85p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound STATION8. W. Bound. fi «2 eð OQ •ass lí tn 7.50p 1.30p ... Morris .. 6.53p 1.07p * Lowe Farm 5.49p 12.42p *... Myrtle.. 5.23p 12.32p ...Roland. 4.39p 12.14p * Rosebank. 3.58p 11.59a ... Miami... 3.14p U.38a * Deerwood.. 21 p 11.27a * Altamont , 25p U.09a . .Scmerset... 17p 10.55a *Swan Lake. 19p 10.40a * Ind. Springs 2.57p l0.30a *Mariapolis 2.27p 10.15a * Greenway .. 1.57a lO.OOa ... Baldur.... *l.l2a 9.38a . .Belmont.... l0.37a 9.21a *.. Hilton.... lO.lSa 9.05a *.. Ashdown.. 9.49a 8.58a Wawanesa.. 9.39a 8.49a * Elliotts 9.05a 8 35a Ronntliwaite 8.28a 8.18a *Martinvllle.. 7.50a 8.00a .. Brandon... West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. 5.30p 8.00a 8.44a 9.81 a 9.50a 10.28a 10.54a 11.44a 12.10p 12.51p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.25p 4 15p 4.53p 5.23p 5.47p 6.04p ö.37p 7.18p 8.00p PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound East Bound Mixed Mixed No. 143 STATIONS. No. 144 Every Day Everv Day Except Except Sunday. Sunday. 5.45 p.m. .. Winnipee.. ll.lða.m. 5.58 p.m *Port Junction 11 00 a.m. 6.14 p.m. *St. Charles.. 10.35 a.m. 6.19 p.m. * Headingly.. 10.28 a.m. 6.42 p.m. * White Plains 10.06 a.m. 7.06p.m. *Gr Pit Spur 9.42a.m. 7.18p.m. *LaSalle Tank 9.34 a.m. 7.25 p.m. *.. Eustace... 9 22a.m. 7.47 a.m. *.. Oakville.. 9.00 a.m. 8.00 a.m. *.. .Curtis . . . 8.49a.m. 8.30 a.m. Port.la Prairie 8.30 a.m. Stations marked —*— have no agent Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have through Pullman Vestibuled DrawingRoom Sleep ing Cars between Winnipeg, St.. Paul and Minneapolis. Also Palace Dining Cars Close connection at Chicago with easteru lines. Connection at Winnipeg Junction wlth trains to and from the Pacific coats For rates and full information con- cerning conuection with other lines, etc. apply to any agent of the company, or CHA8. 8. FEE. H. 8W1NFORD. G.P.&.l.A., St.Psul. G-*n Agt. Wþg CITY OFFICE 486 Maiu Str.. Winnipeg,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.