Heimskringla - 04.10.1895, Síða 1
IX. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 4. OKTÓBER 1895.
NR. 40.
Til kaupenda.
Af því búast má við að kaupendur
“Heimskringlu” fari nú almennt að
hafa nokkur peningaráð eftir því sem
líður á haustið, þykir oss ekki illa til-
fallið að minna menn nú á að hcfrga oss
biaðið sem fyrst og sem greiðast. Vér
höfum mikið útistandandi og höfum
beðið vel og lengi með þolinmseði eftir
batnandi árferði. Það mun nú loksms
komið, og vonum vér að kaupendur
vorir sýni oss þess óræk merki áður
langt líður. Látið ekki dragast að
senda peningana ef þið getið; vér þurf-
um þeirra við.
Huggun.
Óðum skýrist sálarsjón,
Sjást nú merkin láða ;
Biblíuna og Brúar-Jón
Bezt er að láta ráða.
Nú skal okkar ekkert flón
Eitra verkin dáða,
Ekki gera trúnni tjón,
Traðka’ ei fræið sáða.
Látum okkar líknartraust
Lífsblæ hafa nógann,
Vetur, sumar, vor og haust
Vellum altaf spóann.
Sendum okkar andansraust
Austnorður um flóann;
Yrkjum, vöktum endalaust
Akur lífsins frjóann.
Stöndum allir eins og bjarg
í okkar heillamálum.
Það skal verða fjandlegt faí'g
Eortöpuðum sálum.
Aldrei hepnast versta varg
Veiði’ í næstu álum ;
Meðan leifir sagl og sarg
Svolítið á skálum.
Kr. Stefansson.
Kvæði
Flutt á samkomu isl. verkamannafé-
lagsins í Winnipeg.
Veljum nú framsóknar beinustu braut,
Þá braut sem til hagsældar leiðir,
Þó vitum á leiðinni liggi mörg þraut,
Lengur ei dugar neitt hálfvelgju staut
Æfi sem tímanum eiðir.
Þér mynduðuð félag í framsóknar átt
Og fullkomin þörf var á slíku ;
En það hefir unnið svo frámuna fátt, —
Félagið vantaði efni og mátt
Að reyna að verjast þeim riku.
Sú er þó félagsins meinsemdin mesc
Að megnum svo lhið að vinna;
Vort áhugaleysi á allmörgu sést;
í íslenzku þjóðinni liggur sú pest,
Að vilja ei samtökum sinna.
Vér eigum að sýna það auðvaldsins þjóð
— Á endanum m'un hún þó trúa —
Að vorum í æðum er vikingablóð
Á vellinum orustu forðum sem stóð,
Og lét ekki lengi sig kúga.
Vér vitum það allflestir í þessum rann
— Og efalaust geymist það lengi —
Að það var þó Leifur fyrstur sem fann
Þetta frón, sem að vill engan kúgaðann
En elskar þá dáðriku drengi. [mann,
Heyrðu það fjölmenna, fátæka stétt,
Sem framleiðslu verkanna hefir :
Þú verður að halda þinn helgasta rétt
Sem hefir þér drottinn frá öndverðu sett,
Og samtaka sjálfsagðra krefur.
Bindum því félag vort bróðernis hug
Á bölinu sigur að vinna ;
Sýnum í þrautunum dáðríkan dug,
Deifðinni’ og kjarkleysi vikjum á bug,
En reynum það rétta að finna.
Þá kemur sá timi að kúgun er dauð,
En kærleiki lögunum ræður.
Þá verður ei barist um völd eða auð
Þvi viljinn,hann rækir það herrann
bauð :
Að byrtast sem skildgetnir bræður.
Ég veit að þér hugsið að langt muni’ i
Að ljómi sá kærleikans dagur. [land
En vér skulum hnýta vort bróðernis
band,
Berjast af alhug og hopa’ ekki grand,
Svo kemur sigurinn fagur.
SlQURÐUR JÓHANNSSON.
O. STEPHENSEN, M. D.
Jafnan að hitta á skrifstofu sinni
(Isabel Str., aðrar dyr fyrir norðan Col-
cleugh’s lyfjabúð) dag hvern kl. 9—li f.
m.,2—4 og 7—9 e. m. Telephone 34*.
Næturbjalla er á hurðinni.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
FÖSTUDAG, 27. SEPT.
Sléttueldar hafa ollað stórtjóni i
suðvesturhluta Manitoba-fylkis. Marg-
ir bændur misstu alla uppskeru sína í
ár og sumir enda hús sín.
Skógareldar hafa ollað eignatjóni
míklu í Quebec-fylki. Fjöldi fólks er
húsviltur og þarf fylkisstjórnin að rétta
því hjálparhönd. ,
Hinn nafnkunni enski skáldsagna-
höfundur Hall Caine er að ferðast um
Ameríku. Er sem stendur í austur-
fylkjum Canada.
Brú mikil yfir Danube-fljótið, inn-
an landamæra Rúmeniu var vígð í gær.
Er það mikilfenglegt mannvirki og
kostaði 44 milj. franka = 9 miljónir
dollars.
Almennar fylkiskosningar fara fram
í New Brunswick 16. Október. Þingið
var uppleyst í dag.
Yísi-konsúll Bandaríkja á Cuba, er
þar heflr verið búsettur í 12 ár, var ný-
lega á ferð til Washington í erindum,
sem engin veit hver eru, en álitið að
stjórnin hafi sent eftir honum í þeim
tilgangi, að fá nákvæmar fregnir af á-
stæðunum, með fram vegna þess, að
hún fær sifeldar áskoranir um að viður-
kenna uppreistarmenn og þeirra bráða-
byrgðarstjórn, sem til er að nafninu.
Konsúllinn segir efalaust að eyjar-
skeggjar beri sigur úr býtum um síðir;
segir að Spánarstjórn þoli ekki mátið
mikið lengur vegna féleysis, og að her-
menn hennar reynist gagnslitlir á
eynni.
LAUGARDAG, 28. SEPT.
Bláfátækur daglaunamaður með
þunga ljölskyldu fram að færa í Bramp-
ton í Ontario fékk í gær tilkynningu
þess efnis, að hans biði erfðasjóður í
Lundúnum $250,000 virðí. Ekki þarf
hann [að þræla framar, ef hann kann
með efni að fara.
Dominion-linu skipið “Mariposa”
strandaði í Belle-hólmasundi norðvest-
ur af Nýfundnalandi í vikunni, fermt
farþegjum og varningi á Evrópu leið.
Allan-linu skip kom að austan og tók
farþegjana, en hætta er á að skipið og
varningurin mestur fari. Þetta er 3.
skipið, sem í sumar hefir farizt á Law-
rence-flóanum.
Fregnir frá Englandi segja, að Sa-
lisbury-stjórnin muni hafa í hug að
gera talsverðar byltingar í lávarðadeild
inni, í sömu átt og Roseberry-stjórnin
hafði ákveðið. Er hugmyndin sögð, að
lávarðarnir skuli á einhvern hátt kjörn-
ir, og að þeim sem vilja verði gefio
heimild til að afsala sér erfðasætinu þar
en gerast þingmenn í fulltrúadeild
þingsins.
Desiré Girouard, Dominion-þingm.
frá Jacques Cartier kjördæminu í Que-
bec hefir verið kjörinn hæstaréttarmeð-
dómari í stað T, Fourniers, er sagði af
sér um daginn.
MÁNUDAG, 30. SEPT.
Bakteríu-fræðingurinn nafntogaði,
prófessor Louis Pasteur, lezt úr slagi
aðheimili sínu Garchea í útjöðrum Par-
isar á laugardagskvöldið 28. September,
tæpra 73 ára gamall—fæddur 27. Des-
ember 1822. Hann varð snemma fræg-
ur fyrir efnafræðislegar rannsóknir og
hlaut mörg heiðurseinkenni fyrir. en
kunnastur alþýðu hvervetna varð hann
fyrir uppfindinguna um bólusetning við
vatnsfælni, og er stofnun hans í Paris :
"Institut Pasteur” til að lækna þess
kyns æði nafnfræg mjög.
Annar hæstaréttardómari í Canada
er á förum, J. W. Gwynne, er hefir á-
kveðið að segja af sér. I hans stað er
talað um að setja A. C. Killam yfirrétt-'
ardómara í Manitoba.
Norðvesturhéraða þinginu i Regina
var slitið í dag.
Peary norðurskautsfari kveðst of
gamall til að leggja upp i aðra ferð
norður og kveðst ætla að nokkur tími
líði til þess nokkur annar vilji gera
sömu tilraunir og hann, sérstaklega
þegar þær misheppnuðust svo alger-
lega.
Bretar hafa að sögn sent Kínastjórn
boðskap þess efnis, að ef hún ekki inn-
an hálfsmánaðar svifti undirkonung
völdum, þann er réði kristniboðamorð-
inu, verði herskipum Breta eystra boðið
að taka til starfa.
Minnisvarði Carnots Frakklands
forseta, er myrtur var i fyrra, var af-
hjúpaður í Paris í dag,
ÞRIÐJUDAG, 1, OKT.
Frost í Kentucky hafa ollað stór-
tjóni iá tóbaksuppskerunni. Frostið
varð mest aðfaranótt 30. Sept. og var
þá svo mikið, að is á pollum varð nær
þumlungi á þykt.
Skeyti frá Kina segir auglýst í
stjórnartiðindum Kínverja, aðvisikong-
urinn, sem kristniboðsmorðinu réði sé
sviftur öllum völdum og nafnbótum.
Ibúar Toronto-borgar (aðal-bæjar-
ins) eru nú taldir 176,858 og skattgild-
ar eignir i bænum metnar á $142,464,
140.
Ofviðri mikið á stórvötnunum eystra
á sunnudaginn var. Sagt að 18 skip á
allri stærð hafi þá strandað.
Tveir mannmargir fundir voru
haldnir í Chicago í gærkveldi, til að
ræða um Cuba-stríðið og skora á Banda
ríkjastjórn að viðurkenna uppreistar-
mennina. Allir fundarmenn á báðum
stöðum voru eindregnir fylgismenn
uppreistarmanna.
Hertoginn af Marlborough á Eng-
landi er að ferðast um Ameríku og dvel-
ur til 14. Nóvember. Þá gengur hann
að eiga Consula Vanderbilt, dóttur
Wm. K. Vanderbilts. Með henni fær
hann 15 milj. doll.
Tekjuafgangur Bandaríkjastjórnar
i September nam $175 000. Er það í
fyrsta skifti um marga, marga mánuði,
að tekjurnar hafa mátt betur en gjöldin.
MIÐVIKUDAG, 2. OKT.
Spænskt herskip fórzt fyrir strönd-
um Cuba um síðustu helgi. Mönnum
öllum varð bjargað. — Um sömu mund-
ir fórzt þýzkt póstskip skamt undan
Rio de Janeiro í Braziliu, en þar einn-
varð mönnum öllum bjargað. Skipið
var á austurleið.
Frakkar hafa ákveðið að leggja
nýjan hafþráð vestur yfir Atlantshaf,
beina leið frá Brest til New York.
Suður-Carolina er eina ríkið í Banda-
rikjunum, sem ekki leyfir hjónaskilnað
innan sinna takmarka. Um þaðmál
varð hörð rimma í gær á fundinum,sem
situr við að endurbæta grundvallarlög-
in, en tillaga um það að veita hjóna-
skilnað var að lokum feld með 86 gegn
49 atkv. Þau ákvæði fylgdu. aðí rlk-
inu yrði ekki viðurkendur hjónaskiln-
aður sem fenginn væri i öðrum ríkjum.
Texas-governorinn vill ekki láta
viðgangast, að þeir J. J. Corbett og
Robt. Fitzsimmons berjist í ríkinn, og
til að afstýra því kallaði hann saman
auka-þing, er banni það meðlögum.
Kom þingið saman i gær.
FIMTUDAG 8. OKT.
Á næstu 3 mánuðum verðurBanda-
ríkjastjórn að innleysa $8i milj. virði af
skuldabréfum Union Pacific félagsins
og þess fél. samvinnu brauta.
Ofviðri i Evrópu. Fjöldi af smá-
skipum fórst vlð England í gær og sam-
dægurs rússneskt póstgufuskip á
Svartahafi.
Ekki fá þeir Corbett og Fitzsimm-
ons að berjast í Texas. Lög sem banna
það voru í gær samþykt með 110 gegn
5 atkv.
F. S. Christianson, vísi-konsúll
Dana um 20 ár i Minnesota, fyrirfór sér
í gær að heimili sínu, Rush City, Minn.
Hann var einn af liðsmönnum Dana
gegn Þjóðverjum árið 1865 og flutti til
Bandaríkja 1868.
íslands-fréttir.
Eftir Austra.
Seyðisfirði, 10. Ágúst 1895.
Brúin á JökvUá. Páll vegfraiðing-
ur JónsSon hefir skýrt pss frá því að
kamparnir undir brúnniséu að bila og
þurfi bráðrar aðgerðar við, og er það
miðlungi traustur frágangur af stein-
höggvara llald, er gerði við þá fyrir
fám árum.
Síld er nú loks farin að aflast hér i
net á fjörðunum, en sú er enn fæst i
þau er flest mögur og eigi hæf til út-
flutnings, en allgóð til beitu, og fylla
útvegsbændur nú íshúsið á Brimnesi
með síldarforða. En hingað til hefir
O. Wathne reynzt sjómönnum mikill
bjargvættur i sumar með að útvega
þeim beituna, sem er hreint og beint
skiíyrði fyrir aflanum.
Fiskiafli hefir nú mátt heita góður
siðustu vikurnar.
Fyrir nokkrum dögum dró gufu-
bátur O. W. fiskibát frá honum út af
Breiðuvík, er fiskaði nálægt 5 skp. á
eitt “kast,” í 8 tima.
Tiðarfar hefir verið fremur óstillt
og vætusamt að undanfömu, svo bænd-
ur haftv ívngið fremur illaa þurk á töðu
og sjóbændur ekki getað þurkað fisk
sinn.
Thyra kom hingað 7. þ. m. og fór
héðan samdægurs.
Með skipinu voru þeir læknir Sig-
urður Hjörleifsson, cand. theol. Magn-
ús Jónsson frá Chicago, og cand. theol.
Sigurður Sivertsen frá Kaupmh. há-
skóla, nýútskrifaður með 1. einkunn;
7 kvennmenn frá Ameriku, þar á meðal
kona Isaks Jónssonar með sy-ni þeirra.
Með skipinu voru 2 háskólakennar-
ar frá Lundúnum og verkfræðingur
frá Ameríku, Hanson að nafni, er ætlar
að fara fótgangandi frá Akureyri til
Reykjavikur til að rannsaka, hvar bezt
megi leggja telefón þar i milli.
20. Ágúst.
Frikyrkjan. Núpsveitungar hafa
allir, að undanteknum 2 bæjum, og
nokkrir Sléttungar — sagt sig úr þjóð-
kyrkjunni, og biðja nú um séra Þorleif
Jónsson fyrir frikyrkjuprest, þó svo, að
hann megi þjóna framvegis Skinnastaða-
og Garðs-sóknum. En fáist það eigi,
munu Axfirðingar og Keldhverfingar
hafa fastráðið, að ganga líka úr þjóð-
kyrkjunni, og fór séra Þorl. Jónsson
nú suður með “Tliyra” til biskups í
þeim erindum.
Það hefir samizt svo með fríkyrkju-
söfnuðinum í Reyðarfirði og séra Lár-
usi Halldórssyni, að hann haldi áfram
að vera fríkyrkjuprestur þar.
Tíðarfar hefir alt til þessa verið
mjög votviðrasamt, svo töður hafa víða
stórum skemmzt, og lítið sem ekkert
ennþá náðst inn af útheyi.
Fiskiafli hefir verið ágætur nú í
langan tíma á öllum Austfjörðum og
sumstaðar mátt heita landburður og
fískurinn gengið alveg inn i fjarðar-
botna. Þannig hafa menn dregið væn-
an fisk hér á höfninni og tvílilaðið.
SUdaraflmn nú aftur minni.
Enskt fjdrkavpaskip “Anglia,” kom
hingað 15. þ. m. og fór héðan norður
um land til Reykjavikur, en ætlaði að
koma við á Akureyri og ísafirði. Með
skipinu fóru héðan sem hafnsögumenn(í)
þeir kaupmaður Sigurður Jónsson og
skósmiður Andrés Rasmussen til Akur-
eyrar.
Með skipinu var kaupmaður Thor-
dahl, er stendur fyrir sauðakaupunum,
fiskikaupmaður og ullarkaupmaður, og
málfærslumaður frá Lundúnum, er ætl-
ar að tala við landshöfðingjann um
leggingu fréttafleygja frá Skotlandi til
íslands. Vill hann að vér íslendingar
leggjum 30,000 kr. til fyrirtækisins
fyrsta tiu ára tímabilið. Og virðist það
ei áhorfsmál. Ýmsir erlendir auðmenn
vilja styðja fyrirtækið, og jafnvel gefa
til þess talsvert fé. Þannig hefir rit-
stjóri New York Herald, Gordon Benn-
ett, lofað að gefa 5000 pund sterling =
90,000 kr.
27. Ágúst.
Tíðarfar hefir verið allgott siðustu
viku og hafa flestir náð saraan töðum
sínum, er hröktust í rigningunum um
daginn.
Orða-belgurinn.
Ofurlítil athugasemd.
í 37. nr. Lögbergs er dálítill grein-
arstúfur með undirskriftinni ‘Nágranni
Bosans.’ Greinin byrjar á því að hæla
ritstj. Lögbergs fyrír það, hvað svar
hans til “Hnausa-Bosans” og hinna 35
hafi verið vel úr garði gert, en í næstu
setningu fer hann þó að setja ofan i við
hann fyrir það, að hann hafi ekki tekið
til yfirvegunar viss atriði úr grein hinna
85. Fyrra atriðið, sem höf. þótti nauö-
synlegt að tekið væri til íhugunar. er
um það, hverjum bæri skylda til að gera
í stand veg á því landi, sem búið er að
gefa almenningi til notkunar sem veg-
stæði, og sem þar af leiðandi er orðið að
opinberri eign. Hann hefir auðsjáan-
lega haldið að ritstjórinn mundi ekki
vita meira en hann sjálfur hverjum bæri
að vinna það verk.
Wlth a cough, coM or
!»ore throat. tNe a
retnedv thot. rdicven
from the «tart, smxlies
pS»í!3 ttihl íiooIk thc iníiameU
* tÍMsuea of tlu* larytix or
i.ronciiittl tuliCK.
PYNY-PECTORAL
it< a crrtuiu rMnedr tiaMC'’! on a ctcar kno$v-
le<-KC of tl.c diavttttcv if. was created to
cur*».
LARdr. BOTP.E 25 .ENTi.
Þessi sannleikselskandi nágranni
ber það fram, að landspilda sú, sem lögð
var til undir veg að bryggjunni, sé ó-
hreinsuð og ófær yfirferðar mönnum og
skepnum. Auðvitað mundi nú landið
undir veginn að bryggjunni hafa verið
tekið gilt, þó það hefði verið eins og ná-
granninn segir frá, en eigi að síður veit
hann það vel, að hann fer þar með ó-
sannindi, Hann veit það vel, að nú á
þessum tíma eru þar fleiri tugir manna,
sem horfa á ofangreinda landspildu á
hverjum degi, og geta borið vitni um
það, að hún er öll hreinsuð, að undan-
teknum trjárótunum. Einnig er óhætt
að taka ábyrgð á nágrannanum fyrir
því, að hann sökkvi ekki of djúpt í for-
æðin, sem hann segir að séu á vegstæð-
inu, en það eru líka þau einu foræði,
sem hægt er að taka ábyrgð á honum
fyrir.
En hvað hið annaðatriði snertir, úr
grein hinna 35, þá þarf ég ekki að vera
margorður um það, þó höf. finnist þörf
að taka það til íhugunar. En öll sú á-
lyktun. sem hann getur dregið út úr
því. er sú, að landið kring um bryggj-
una muni með timanum komast í of
hátt verð og þar af leiðandi að eigendur
þess hafi helzt til mikinn hag af því.
Einstaklega vel hugsað þetta ! Og til
þess að árétta með, segir hann : “en
bæði hann sjálfur (landeigandinn) og
fylgjendur hans, liafa gefið í skyn, að
hann muni selja þeim einum, sem hann
álíti aðekki verði sér tilbölvunar.” Hvað
það snertir.að fylgjendur laíideigandans
hafi gefið nokkuð líkt þessu i skyn, þá-
er það áreiðanlega einn hlekkurinn úr
ósannindakeðju grannans. En hvað
hin önnur atriði í grein hans snertir, þá
læt ég þau afskiftalaus, svo sem tilgát-
ur hans um það, hverjir mestann hag
hafi af bryggjunni, tilgang Ottawa-
stjórnarinnar með að byggja hana og
svo framvegis.
Þegar Nágranninn skrifar næst.
væri gott að hann setti nafnið sitt undir
svo að almenningur fengi að vita, hvers
nágranni hann er af þeim sem bera nafn
ið “Bos.” Á Hnausum eru nú til dæm-
is 5 menn. sem eru víðsvegar að, og sem
bera nafnið “Bos.” 3 af þeim eru um-
sjónarmenn grjótflutningsins og 2 um-
sjónarmenn bryggjubyggingarinnar.
Að auki bera þeir Sigurðssynir það nafn
þegar þeir halda menn tilað^jnna fyrir
sig, þvi þeir segja oftast fyrir verkum
sjálfir. Einn af 35.
Ráða-bálkur.
Eftir Gunnar Gísuason.
UM DOÐASÓTT í KÚM OG RÁÐ
VIÐ HENNI.
Doðasótt i kúm kemuroft og tíðum
fram hjá bændum og gerir mikinn
skaða; hún drepur stundum fjTÍr manni
beztu kýrnar í fjósinu, og margur fátæk
ur líður nauð fyrir það. Sýki þessi
kemur venjulegast fram í tveimur
myndum; önnur tegund hennar kemur
oftast í ljós 2 eða 3 dögum eftir burð-
inn og stundum ekki fyrr en eftir einar
tvær vikur. Hún kemur fyrst þannig í
ljós, að kýrin hefir ekki lyst á að éta
fóður sitt; hún hættir að jórtra, verður
andstutt og lífæðin slær hart og ótt;
stundum deyfðarleg og magnlaus að
sjá. Saurindin eru hörð. Stundum er
stálmi og bólga í júfrinu svo mjólkin
næst ekki; stundum er það lint eins og
sletta. Sýki þessi varir sjaldan lengur
en fáa daga og endsr oftast með því að
kýrin deyr, ef ekki er að gert. Við sjúk-
dómi þessum er bezt að taka kúnni blóð
á hálsinum og láta blæða 2 til 3 potta,
gefa henni lítið að éta og hræra stór-
malað rúgmjöl saman við vatnið, sem
hún á að drekka; jafnvel skal gefa henni
glábersalt, 12—16 lóð, og saltpétur 1—2
lóð; skal leysa þetta upp í 1 mörk af
vatni; slikan skamt skal gefa þrisvará
2 dægrum. Þess skal nákvæmlega
gæta. að enginn kuldi komi að kúnni,
og að mjólka hana iðulega.
Önnur tegund doðasóttar kemur
fram oftast 2 til 4 dögum eftir burð.
Kýrin liggur þá oftast og er sýnilegt,
að hún er mjög máttfarin og augun
döpur og sljó. Lífæðin slær lint; kýrin
hvorki étur né jórtrar; andardráttur-
inn er hægur og stynjandi; hylgdirnar
losna sjald.m; skepnan verður magn-
laus í apturpartinum svo hún getur
ekki reist sig. Ef henni batnar ekki,
þá lifir hún sjaldan lengur en 8—4daga.
Þegar sýkin er þannig, þá gefur maður
5 lóð af glabersalti, J loðs af uppsölu-
vínsteini. lj lóð kalmusrót og 3 lóðs
Althearót—ræturnar eiga að vera muld
ar í dupt. Þessu öllu er blandað sam-
an og gefið í 4 potti af vatni, þrisvar á
2 dægrum. Fari svo, að það hlaupi á
kúna, þá gefur maður inn vitriol 1|
lóðs, gentianrót 11 lóðs og piparmyntu
blöð 2 lóð. Þetta skal alt vera mulið í
duftog blandað saman í 1 pott af vatni;
skal gefa einn slíkan skamt þrisvar á
dag. Við afleysinu má reyna að nugga
terpintinu-spiritus um lendarnar og of-
antil um lærin. Þessi meðul eru höfð
þegar sýkin er búin að gagntaka skepn-
una, en á hinu riður mest, að reyna að
varun því að kýri» sýkist, og til þess
Charle• JI. TTutchingt.
Vondur liöfuðverkur
algerlega læknaður með
Ayers’ Pills
“Ég þjáðist af slæmum höfuðverk,
og fylgdi honum vanalega ákafar þraut-
ir framan i höfðinu, sárindi í augunum,
og slæmt bragð í munninum. Tunean
var óhrein og fætui;nir kaldir, og fylgdi
því ætíð ógleði. Ég reyndi ýms meðul,
sem ráðlögð eru við þessum sjúkdóm, en
það var ekki fyr en ég
Fór að brúka
Ayer’s Pills.
að mér fór fyrir alvöru að batna. Mér
batnaði af einni öskju af pillum og er ég
nú alvegheilbrigður.—C. H. Hutchings,
East Auburn, Me.
Ayer’s Pills
tóku verðlaun á hcimssýningunni.
Ayer’s SarsaparUla, hin besta
varðar mestu hvernig farið er með hana
fyrir bui ðinn. Nokkra daga fyrir burð-
inn á að draga heyið við hana svo hún
fái ekki mikið að éta, en jafnframt að
mjólka hana iðuglega. Ef maður óttast
að sýkin muni taka hana eftir burð, þá
er gott að taka henni blóð tveim til þrem
dögum á undan burði, og láta blæða 2 til
8 potta. Það ver oft sýkinni og skaðar
aldrei gripinn. Það er -jrott að gefa_
henni dálítið af súru drýkkjarvatni, t.
d. 1 pela af ediki eða sem þvi svarar af
góðri sýru í 10—12 potta af vatni, næstu
daga fyrir burð.
RÁÐ VIÐ MILTISBÓLGU.
Menn hafa þóttst taka eftir þvi, þar
sem kýr hafa fengið miltisbólgu eða
miltisbrand, að gripir þeir, sem hafa
staðið upp við kalkaða veggi að aftan-
verðu, hafa ekki fengið sýkina, þó aðrir
gripir i sömu fjósunum fengju hana, er
þeir höfðu ekki kalkveggi i kring i bás-
unum. Þess vegna hafa menn reynt að
kalka veggi í fjósum, eða þá að hafa
kalk eða krít svo nærri, að skepnurnar
nái til að sleikja það.
RÁÐ VIÐ KÝR SEM EKKl VILJA
SELJA.
Við kýr, sem ekki vilja selja mjólk-
ina, hafa mjólkurkonur á Skotlandi það
ráð, að láta til þeirra i básinn úttroðinn
kálfsbelg. En í Ameríku er þeim gefin
súr mjólk að drekka, og það þykir ó-
brigðult, að þegar þær hafa drukkið
skamt sinn (t. d. 3—4 potta) af súru
mjólkinni, þá selja þær fúslega til sein-
asta dropa það sem þær hafa til.
AÐ ÞÝÐA FROSIN EGG.
Ef egg frjósa, er bezt að taka ferskt
brunnvatn, láta í það nokkuð af salti
og láta hín freðnu egg þar ofan í. Þetta
dregur úr þeim alt frostið og þau verða
eins góð og áður.
VÖRN GEGN FLUGUM.
Til að fæla flugur frá skepnum.hefir
það ráð reynst vel, að blauda saman
þriðjung af steinolíu og tveim pörtum
af bómolíu og bera þessa blöndu á þá
staði á skepnunni, sem flugur sækja
helst að. Flugur setjast aldrei á þessa
staði meðan olían er ekki alveg þornuð.
Þennan áburð þarf að geyma í tilluktu
íláti, því annars tapar hann lykt og
krafti.
VEITT
HÆSTU VERDLAUN A HEIMS8ÝNINQUNN
DR
bahiing
POWMR
IÐ BEZT TILBÚNA
Óblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.