Heimskringla - 15.11.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR
WINNIPEG, MAN., 15. NÓVEMBER 1895.
NR. 46.
FRETTIR.
DAGBÓK.
FÖSTUDAGr 8. NÓVEMBER.
Spánarstjórn sér nú vænlegast aö
bjóða Cuba-mönnum dálitið sjálfsfor-
ræði. Það boð kemur að líkum ofseint,
enda óbeinlínis viðurltenning þess að
Spánverjar treysti sér ekki að yfirbuga
eyjarskeggja.
Fregn frá Lundúnum segir í smið-
um lög, er banni innflutning nautpen-
ings til Englands frá Canada, nema
gripunum só slátrað á lendingarstaðn-
um tafarlaust. Búizt við að eins verði
farið með sauðfé flutt þangað.
LAUGARDAG 9. NÓV.
Gufuskip fermt með 65,000 bush. af
hveiti frá Manitoba, fórst á Efravatni.
Menn allir komust af.
losa sig úr, er nú sagt að eyiarstjórnin
muni vilja endurnýja ræður um inn-
göngu eyjarinnar í fylkjasamband Can-
ada. Von á stjórnarformanninum til
Canada núna bráðlega, en erindinu
haldið leyndu.
Morðsögur frá Armeniu koma nú á
hverjum degi og viðurkent að soldán
geti ekki stilt til friðar þó hann vildi, en
svo er hann ófús til þess. Er því talið
óumflýjanlegt að stórveldin taki af
honum ráðin.
Alaska-landamæraþrætan endar
sjálfsagt friðsamlega. Formaður
Bandaríkja mælingamannanna segir að
mismunurinn á mælingunni hjá sér og
Ogilvie, mælingamanni Canadastjórnar,
sé ein 22& fet. Lögreglubúðir Canada-
stjórnar, sem Alaskamenn ærðust útaf,
eru þess vegna í Canrda. Hin samein-
aða nefnd beggja ríkja, sem átti að
koma sér saman um línuna, býzt við að
ljúka því starfí 81. Des. næstk,
Tyrkir á heljarþröminni, algerlega
félausir og fá ekki lán og alt ríkið að
virðist í uppnámi gegn soldáni. Ofan á
það bætist svo, að Rússar hafa að sögn
ákveðið að vaða með her inn í Armeníu
innan fárra daga, ef stórveldin ekki
taka í strenginn því fyrri og stöðva
morðvarga-æði Tyrkja í Armeníu.
Hin nýja stjórn Frakka hefir rekið
úr völdum formann lánfélagsins mikla
“Credit Foncier” af því hann var við-
riðinn járnbrautafébrögðin, sem liggur
fyrir stjórninni að raunsaka. Eru nú
margir á Frakklandi hræddir af því
svona er byrjaö, en alment óttast að
stjórninni endist ekki aldur til að gera
næga landhreinsun.
MÁNUDAG 11. NÓV.
Flutningafélaga-einveldi er sagt í
myndun i Chicago. Komist það á tek-
ur það útyfir ekki aðeins allar járn-
brautir austur um land, heldur einnig
öll gufuskip á stórvötnunum, og verður
þá vörugjaldið það sama hvaða leið sem
varningurinn fer austur eða að austan
og er þá vesturlandið alt illa komið.
Stjórnarformaður Breta, Salisbury
lávarður, flutti inerka ræðu í Lundún-
um á laugardagskvöldið. Sagði að
Bretar væru til í alt, að því er kín-
versku þrætuna snertir, bæði ilt og
gott.
ÞRIÐJUDAG 12. NÓV.
Vegna vandræðanna í Nýfundna-
landi, sem stjórnin sér engin ráð til að
W. H. Ward%
Nœrri
olæknandi.
Ákafur hósti. Engin hvíld dag eða nótt.
Læknarnir gefast upp.
Lífinu bjargað
Með því að brúka
CHERRY
PECTORAL.
MIÐVIKUDAG, 13. NÓV,
Canadastjórn hefir skipað O. A.
Howland, Toronto, T. C. Keefer. Thos.
Monroe i nefnd til að athuga hvort til-
tækilegt er að gera hafskipaleið óslitna
vestur á stórvötnin. Þessi nefnd vinn-
ur með Bandaríkjanefndinni,
Þjófar náðu $20,000 ;i peningum í
gær á járnbrautarstöð í Colorado.
19. ársþing Vinnuriddaranna var
sett í Washington í gær. Þingið stend
ur yfir í 10 daga og verður haldið fyrir
luktum dyrum. Félagsmenn einir fá
aðgang.
FIMTUDAG, 14. NÓV.
Japanítar eru að láta smíða 10 her-
skip.
Bandaríkjastjórn ráðgfrir að senda
hermenn til Alaska, til að viðhalda
reglu í námaþorpi, þar sem heldur er
róstusamt.
Beaver-línan fær $25,000 styrk til
að viðhalda stöðugum gufuskipaferðum
í vetur á milli St. Johns í New Bruns-
wick og Liverpool.
íslands-fréttir.
Eftir Fjallkonunni.
Reykjavík, 17. Sept. 1595.
Sdluhjdlparherínn hefir nú keypt
‘Hótel Reykjavík’ hér í bænum fyrir
8—9000 kr. — í sumar keypti herinn
hús í Kaupmannahöfn fyrir 70,000 kr.
Dr. Þorvaldur Ttwroddsen fór i sum-
ar landfræðisrannsóknarferð um Norð-
ur-Þingeyjarsýslu; fór hann bæði um
sveitir og Fjöll, alt austur til Vopna-
fjarðar. Síðan fór hann til Akureyrar,
og ætlaði að fara þaðan alfari til Dan-
merkur. Frú hans var skömmu áður
farin héðan til Khafnar, og ætla þau
hjón að dvelja erlendis fyrst um sinn.
Ur. Þorsleinn Erlingsson er nýkom-
inn úr rannsóknarferð um Vesturland.
Hann fór alt vestur í Arnarfjörð og
rannsakaði forntóftir á ýmsum stöðum,
meðal annars í Haukadal, þar sem Eir-
íkur rauði bjó, naust Hrafna-Flóka og
fl. — Á Erpsstöðum í Dölum fann hann
eldskálatóft mikla og gróf hana upp;
fundust þar mjög ljós merki, steinlagð-
ur bálkur eftir miðju gólfi í tvennu lagi
og viðarkolalög ofan á eftir tvo lang-
elda; upphækkun var fyrir gaflinum,
þar sem þverpallur hefir verið. Einar
dyr voru á skálanum. — Annars verður
að vonum síðar í þessu blaði sagt frá
árangrinum af þessum rannsóknum
Þorsteins Erlingssonar bæði þar vestra
og í Arnessýslu, Er hann nú farinn
'þangað austur aftur til að grafa bæja-
rústir í Þjórsárdal.
“Fyrir nokkrum árum fékk ég á-
kaflega slæmt kvef með mjög slæmum
hósta, svo að ég hafði engan frið dag
eða nótt. Þegar læknarnir voru búnir
að gera alt við mig sem þeir gátu.sögðu
þeir að ég væri ólæknandi og hættu við
mig alveg. Kunningi minn, sem hafði
heyrt getið um kringumstæður mínar,
sendi mér flösku af Ayers Cherry Pec-
toral, sem ég fór þegar að brúka, og
sem þegar frá byrjun gerði mér mikið
gott. Þegar ég var búinn með úr flösk-
unni var ég orðinn alheill. Eg hefi ald-
rei haft mikinn hósta síðan og hefi þá
skoðun, aðAyer’s Cherry Pectoral hafi
lækneð mig. — W. H. Ward, 8 Quimby
Ave., Lowell, Mass.
Ayer’s Cliery Pectoral
Hœstu verdlaun a heims-
syning-unni.
Ayers Pills Jiið besta hreinsunarmeða
Helgi rétursson, stud. mag.. hefir
haldið fyrirlestur i dönsku jarðfræðis-
félagi um jarðmyndun hér á landi; er
byrjunin komin út í mánaðarritinu
‘Naturen og Mennesket’ (Júlí 1895) og
segir þar frá landslagi og jarðlagi í
Hreppum og Þjórsárdal.
28. Sept.
Iloldsveikislœknirinn dr. Ehlers, er
ferðaðist hér um land í rannsóknum
sínum, fór heimleiðis með ‘Tliyra’ af
Húsavík 8. þ. m. Fór hann fyrst úr
Reykjavík um 25. Júlí austur i Árness-
og Rangárvallasýslu og þaðan um Kal-
mannstungu norður í Húnavatnssýslu.
Dvaldi hann lengst við Eyjafjörð og fór
vestan megin f jarðarins út í Svarfaðar-
dal og Ólafsfjörð, enn að austanverðu
út í Höfðahverfi og alt að Hringsdal á
Látraströnd, þaðan um Fnjóskadal og
Ljósavatnsskarð norður að Mývatni, og
svo til Húsavíkur. í för með honum
voru læknarnir: dr. Grossmann frá
Liverpool (augnalæknir), dr. Cahnheim
frá Dresden og Eichmuller frá Paris.
Tveir hinna fyrtöldu fóru ekki lengra
enn á Akureyri, komu þaðan landveg
hingað suður, og fóru héðan með
‘Laura’ 23. f. m. Ekki hvað hafa borið
á öðru enn að þeim dr. Ehlers og félög-
um lians hafi verið vel tekið í för þeirra.
(Fann 16 nýja holdsveikis sjúklinga).
ÖYNDI.
Láðs á þreyi leyni stig;
liðnu ei ég gleymi.
Alt af beygir eitthvað mig;
ég er að deyja heimi.
Af sælu reita svalalind
sál ei neytir vífsins ;
altaf breytir minni mynd
margföld þreyta lífsins.
Glatast vinnur gleði, því
gremju finn ég stríða;
hugsun ginnist einast í
endurmínning tíða.
Framfarir: Þrír ísl. Halli Björns-
son, Jörin Björnsson og AlbertÓlafsson
keyptu í félagi í haust, eim-þreskivél.
Það er sagt þeim hafi gengið mjög vel,
og að þeim hafi boðist meiri þresking
en þeir hafi getað afkastað. Þeir eru
allir ungir og efnilegir menn. Stefán
sonur Guðmundar Péturssonar frá
Langhúsum í Fljótsdal, er nú orðinn
þreski-eimvélarstjóri, hefir lært það af
bókum tilsagnarlaust.
Kyrkjumál: Kyrkja Minneota-
safnaðar er nú þegar fullgerð að ytra
smíði; stærð hennar er, sem hér segir : 32
X42, 20 ft. stoð, kór 14x 18, 20 ft. stoð,
turnfótur 14x14 36 ft. á hæð, klukku-
port 12 ft. á hæð, turn 30 ft., járnspíra
ofan á turni 10 ft. Kyrkjan er kross-
bygð, turn við aðra hlið en kór við hina
hún er freiöur snoturt hús og Minneota
ísl. til sóma. Bjarni Runólfsson hefir
bygt hana á akkorð, og réði Pétur P.
Jökul fyrir yfirsmið-. Norðurhyggðarm.
eru að safna fé til að borga skuld þá er
hvílir á kyrkju þeirra.
Samanburdur *
# omogulegur
Ekkert þvílíkt 1 Winnipeg ! !!
Alment umtalsefni !!!
Hvað er það sem á þvílíka lýsingu ? Auðvitað
Walsh’s Mikla Gjafverds-sala.
i
Brjóst-und svíður, svifti frið
sál af blíðu tapta.
Hún er að stríða vopnlaus við
vald, er niðir krafta.
Sögnum ripta mál er mér,
meining skifta geymi.
Virðing svift ef fölskum fer
fyrir skriftast heimi.
STAKA.
Söng í klaka lækur lá’r ;
lék á frosnum nótum.
eins og karlmanns köldu tár
komin frá jökul-rótum.
II.
Frá löndum.
ICELANDIC RIVER, 3. NÓV. 1895.
“Fátt er það, sem fulltreysta má,”
og svo er um veðuráttina hér. Gegn
venju hefir síðasta vikan af Október
verið stormasöm með allhörðum frost-
um, svo rennt hefir Fljótið og vatnið
með landi fram; teppti ísinn um hríð
ferðir manna norður á vatn til fiski-
veiða, en af því veðurblíða hefir verið
siðan Nóvember byrjaði, munu núflest-
ir fnrnir á stað norður, sem ætluðu.
Það má með óhöppum telja, að Sig-
urrós laskaðist í ísnum um daginn á
leið hingað með vörur; skemmdust vör-
urnar svo, að nema mun fullum $100
skaða fyrir eigandann, Mr. Finnson, er
það því tilfinnanlegra sem hann á síö-
astliðnu sumri beið $300 skaða á sögun-
arfyrirtæki sínu, að sögn kunnugra
manna, og að hann þess utan á í smíð-
um stórt og vandað hús, eftir Ný-Is-
lenzkum mælikvarða.
Almenna ánægju hefir það aftur
vakið meðal manna hér, að þeir herrar
K, Finnson og G. Eyjólfsson eru i þann
veginn að verða eigendur sögunarmyln-
unnar hér við Fljótið; telja menn víst
að margir njóti góðs af því á komandi
tíma, eins og á síðastliðnum vetri, því
enda þótt verkalaun þyki lítil og varan
dýr, sem í þau gengur, munar þenna
hluta nýlendunnar um minna, en sem
svarar $2000, eins og vinnan hafði num-
ið siðasta vetur og vor, enda augljóst
að Mr. Finnson gat ekki gefið hærra
kaup, þar sem hann skaðaðist á fyrir-
tækinu með þessari kaup-upphæð.
13.-26.
MINNEOTA, MINN., 7. NÓV. 1895.
(Frá fréttaritara Hkr.)
Tíðarfar: Allan síðastliðinn mán-
uð var veður fremur óstilt, oft mjög á-
kafir vindar svo þresking hindraðist;
en það, sem af er þessum mánuði hafa
verið blíðviðri og stillingar.
Annir eru hér miklar enn. margir,
sem ei eru búnir með haust plægingu.
en þó flestir búnir, einnig er töluvert
eftir óþreskt. Almenningur er nú, sem
óðast að keyra afurðir sinar til mark-
aðar.
Verzlun er lík þvi er áður var,
hveiti nú, sem stendur 41 cents. Hör-
fræ 76 cents hafrar og mais frá 15—20
cents. Smjör 15 cts. hæðst, egg 12 cts.
Manndauði og veikindi: Nýdáin
er hér Sigurbjörg Hjálmarsdóttir kona
Vigfúsar Jósepssonar frá Leifsstöðum í
Vopnafirði; taugaveiki og kvef hefii*
verið hér mjög geyst á gangi nú í
haust.
Milli utansafnaðarmanna og safn-
aðarm. er nú, sem stendur, alt stór-ill-
indalaust, opinberar illhreður hurfu
allar með prestaskiftunurn.
Úr hréfi úr Árnesbygð dags. 6.
Nóv.: “Margir fengu góðan haust-
afla, en veiði-tíminn var svo stuttur og
endasleppur að hér eru fá dæmi til
sliks. Það var versta norðaustan stór-
hrið á sunnudaginn fyrsta í vetri (27.
Okt.) Þá har í vatnið svo að menn
náðu upp netum með naumindum, hér í
grendinni, en norður á SaDdy Bar liafði
orðið mikill netjaskaði. Menn hafa
verið að flytja norður á vatn í fiski-ver,
en hefir gengið illa vegna íshroða og
storma, svo að bátar mega sitja þar i
vetur, t. d. Bræðrabáturinn (Sigurðs-
son Bros.), Árnes-báturinn nýi o. fl.
En nú er ís að miklu leyti farinn af
vatninu aftur, og getur það komið að
gagni ef hagstæð veðurstaða fengist. —
I gær (5. Nóv.) var úrhellis ísingar-
rigning og er nú jörðin eins og flösku-
gler, en snjólaust er að kalla. Frost
hefir náð zero-marki einusinni, en jafn-
aðarlega er frostlítið og stundum frost-
laust á daginn. — Heilbrigði er hér víð-
ast hvar, nema hvað kvef og hósti er að
stinga sér niður vegna veður-breyting-
anna.”
Úr bréfi frá Westbourne, Man.,-
dags. 6. Nóv.: “Að því er ég framast
veit líður öllum í þessari bygð vel og
inunu flestir hafa aflað sér peninga fyr-
ir vetrarforða, við uppskeru og þresk-
ingu. — Heilsufar alment gott, og er
það þakkavert þar sem menn eiga 40
—50 mílur til læknis að sækja. — Tíð-
arfar hefir í haust verið óstöðugt, úr-
komur tajsverðar í Sept. og í Okt. einn-
ig þangað til síðustu dagana, að brá
til kulda með kafaldsbyl. Fyrsti snjór
féll hér 18. Okt. Stóð snjóburðurinn
stutta stund, en frost hélzt nokkra daga
Þó hlinaði aftur og var snjór að mestu
farinn um mánaðarlokin. Nú (5. Nóv.)
er áköf snjókoma. — Um félagslíf okk-
ar hér er lítið hægt að segja, því hér er
enn enginn félagsskapur kominn á fót,
sem strjálli bygð og óhentugri til sam-
vinnumun aðkenna -Menn finna tilþess
að þörf sé á skóla í bygðinni, en fram-
kvæmdir hafa engar verið gerðar í því
efni. En slæmt er ef þannig líður tími,
þvi skólinn er okkur bráðnauðsynlegur,
og því óskandi og vonandi að nýlendu-
menu geri rögg á sig og fari að vinna
að framkvæmdum í þessa átt. — Grein
yðar í Hkr. um fyrirhugaðan smjör-
gerðarskóla í Winnipeg í vetur hefir
valdið miklum umræðum og hefir hún
eflaust vakið margan til meðvitundar
um livað þesskyns skóli er nauðsynleg-
ur. En óvíst er að nokkur héöari sæki
þann skóla, þó ekki vanti viljann til
þess. — Nú samstundis frétti ég að
fundur liafi verið haldinn 3. þ, m. þar
sem rætt liafa verið um presta-útvegun
og hefi ég heyrt að samþykt hafi verið
að fá prest nú þegar til að gera ýms
prestsverk í nýlendunni.”
VESTFOLD P. O., MAN. 5. NÓV. ’95.
Það er ósjaldan að blöðin eru ónáð-
uð með ritgerðum af neinu tagi úr þessu
bygðarlagi. Eg má líka eins vel taka
það fram strax, að það verður eigi langt
inál er ég skrifa þessu sinni, en það
virðist við eiga að lesendur blaðs yðar
and all pains, cxternal
or intcrnal, are instant-
ly rciicvcd by
PERRY DAVIS’
Pain Killer
Thta otd remedy ts known. used
and sold everywhere. Uetitund
keep it by you.
Menn efa það ekki lengur að vér erum að selja út og ætlum að tæma
búðina. Á laugardagskvöldið var var ösin svo mikil, að fullur helmingur
þeirra er inn komu, máttu fara eins og þeir komu — gátu ekki náð í neinn af-
hendingarmann. Vér erum betur búnir undir morgundaginn :
Laugardaginn 16. Nóvember.
Höfum fengið aukamenn til afhendingar, svo að það er óhætt fyrir alla að
koma annaðkvöld. Þeim verður sint.
Hvert dollars virði á 40, 50 og 60 cents.
$20 Yfirkápa - - - á $10
$10 Yfirkápa - - - á $5
$6 Yfirkápa - - - - á $3
$2 skyrta.............$1
75c. skyrta á - - - 38c.
Allir litir.
$20 Alfatnaðir - - á $10-
$10 Alfatnaðir - - á $5
$6 Alfatnaðir - - - - á $3
$1 skyrta - - - - 50c.
50c. skyrta á - - - 25c.
Tízku snið.
rir. Joseph Skaptason vinnur í búðinni, og væri honum stór á-
nægja í að spara löndum sínum nokkra dollara, er þeir þurfa að fá sér föt eða
eitthvað er til klæðnaðar heyrir. ^Komið inn og spjallið við hann.
Búðin til leigu. - - - Hyllur og skápar til sölu.
Walsh’s Clothing House s,s»Mr.
fái að sjá línu héðan svo sem einusinni
eða tvisvar á ári.
Hér er heilsufar manna og höld fjár
í góðu lagi og allt virðist ganga hér
sinn vanalega seina gang og býst ég við
að sumum þyki við eiga að heimfæra til
okkar gamla orðtækið: “Ekki er nú
vakurt þó riðið sé.” Það er auðvitað
að hér er ekkert hveiti-“boom” eins og
víðast annarstaðar í þossu landi. Menn
þreyta sig eigi á að skrafa um hveiti-
uppskeru eða hveiti-verðið, þó án efa
að hvorttveggja sé okkur talsvert við-
komandi eins og öllum öðrum. En oft-
lúta ræður manna meira að hey-upp-
skeru, nautpeningshöldum og smjör
prís, og hvað smjör prísinn snertir þá
er hann nú upp á það bágbornasta er
menn enn hafa þekkt og fólk fer eigi að
sjá að það borgi sig að framleiða þá
vörutegund meira en til heimabrúks.
En hvað getur komið í staðinn sem
verzlunarvara er mér eigi Ijóst.
Heyskapurinn gekk seint og erfitt
síðastliðið sumar eins og um hefir verið
getið áður, vegna flóðs úr Gruonavatni.
Það má lika óhætt segja að fyrsta mál
á dagskrá er, og hefir verið um tveggja
ára timabil, framræsla þessa vatns
gegnum Posen-sveit, eða þá hvern ann-
an veg er betri þætti. Mesti fjöldi af
bænarskrám hafa verið samdar og send-
ar fylkis-stjórninni um þetta efni, en
það virðist eigi vera rétta meðalið til að
leiða athygli hennar að þörfum manna
og kröfum í þessu bygðarlagi, og með
þvi vér auðsælega verðum að halda
kröfum okkar til streitu eða “biðja og
ekki þreitast,” þá er nú í áformi að kalla
saman fundií þessarisveit(Municipality)
og bygðinni kring um Grunnavatn, til
þess, að draga saman í eina heild álit
manna á ástandinu, kjósa nefnd manna
(delegates) til að fara á fund stjórnar-
innar og gefa henni munnlega stóra
skamta af því sterkasta sem við eigum
til. Hafi það engar verkanir, sem leiði
til framkvæmda í þessu efni, virðist
mér enginn vafi á því að fleiri eða færri
neyðist til að yfirgefa bújarðir sinar,
(8—4 enskir búendur urðu að hverfa
burtu síðastliðið sumar) en undir öðrum
kringumstæðum veit ég eigi til að burt-
farar hugur sé í mönnum. því margir
hafa bygt sér myndarleg heimili og eru
nú um það bil að ná heimilisréiti á lönd-
unum. Bygð þessi, þó fámenn só, hefir
nú komið upp 2 skólum ; líka eru hér 2
pósthús og er livorttveggja fullnægj-
andi þörfum manna.
Vestfold skóla var sagt upp 31. Okt.
síðastl. og liafði þá staðið yfir í 6 mán-
uði undir forstöðu Miss Guðríðar Guð-
mundsdóttur (Lena Johnson) frá Wpg.
sérlega liprum kennara. Þann 4. þ. m.
var haldin skemtisamkoma fyrir skóla-
börnin í Vestfold-skólahúsi. Veitingar
voru þar góðar og menn héldu út við að
skemta sér, náttúrlega uppá þennan al-
genga máta, fram undir dögun. Veðr-
ið var fagurt og menn héldu heim í
glaða tunglsljósi.
Eftirfylgjandi ávarp til kennarans
flutti hr. N. Th. Snædal á samkomunni,
fyrir hönd skólanefndarinnar.
ÁVARP
til Miss Lena Johnson.
I tilefni af því að kenslutiminn er
nú úti á Vestfold skóla erum vér hér
samankomin til þess ásamt börnum
vorum að kveðja kennara vorn, Miss
Lena Johnson, sem að afloknu starfi
sínu er nú á förum heim til sin.
Við þetta tækifæri finnum vér oss
skylt að þakka henni fyrir starf sitt á
umliðnu missiri, sem hún hefir leyst af
hendi með mestu snild. Það er óhætt
að segja fyrir ástundun og lempni
hennar hefir börnunum sem engrar til-
sagnar höfðu notið áður orðið ótrúlega
mikið ágengt við námið á ekki lengri
tíma, alls 8 mánuðum, 2 í fyrra og 6 nú
á þessu ári.
Skólanefndin sem var viðstödd við
burtfararpróf barnanna og sem hefir
nokkrum sinnum heimsókt skólann
hefir ætíð fundið ástæðu til að dást að
lipurð kennarans við börnin og reglu-
semi við kennsluna.
Það er því innileg ósk vor allra að
börnin okkar, gætu sem lengst átt kost
á að njóta tilsagnar sama kennara.
Að síðustu óskum vér Miss John-
son farsællar ferðar heim til sín og
allra heilla um ókominn tíma.
VKITT
HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN
IÐ BEZT TILBÚNA
Óblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.