Heimskringla - 15.11.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.11.1895, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 15. NÓVEMBER 1895. Winnipeg. íslenzka leikfimisfélagið hafði sinn fyrsta æfingarfun d í gærkveldi. Hra. Sigurður Jónsson frá Hallson. N. Dak„ koni til bæjarins fyrir síðustu helgi, ___________________ Hra. S. Scheving í Selkirk var á ferð í bænuro seinnipart vikunnar er ieið. Til eru Moccasins saumaðir með vax-dregnu garni, á bara $1,25, hjá E. Knight & Co. Hra, S. J. Jóhannesson fór af stað í gær vestur fyrir Manitobavatn, í Is- lendingabygðina nýju. Verður burtu alt að 2 vikum. Herra Pétur Jacobsson fór alflutt- ur vestur að Manitobavatni í gær. Ad- dressa hans er: Westbourne P. 0., Man. E. Knight & Co. selja Dolge’s flóka skó og stigvél á allri stærð—fyrir ung- böm jafnt og fótstóra karlmenn. Á snnnudagskvöldið kemur (17. þ. m.) verður umræðuefni séra Hafsteins Péturssonar í Tjaldbúðinni: “Fyrir dómstólnum”. 2. Kor, 5, 10. Nú eru 3 menn fengnir, sem eru til með að verða “mayors” hér í bænum næstk. ár, D. W. Bole, R. W. Jamie- son og gamli C. R. Wilkes einu sinni enn. Miss Anna Jónsdóttir á bref á skrif- stofu Hkr.—frá Vestfjörðum á íslandi, póstmerkt að Bæ og á ísafirði. Réttur eigandi e beðin að gefa sig fram hið bráðasta. Moccasins fyrir karlmenn, hand- saumaðir með vaxdregnu garni, og reimaðir; eru í flestum buðum seldir á $2. Fást á $1,50 hjá E. Knight & Co. Herrs Einar Jónsson, einn af Min- nesota-bændunum þremur, er síðastl. vor fóru kynnisför vestur til Alberta, kom að vestan á fimtudagginn 7. þ. m, og hélt áfram ferð sinni degi síðar. Hra. A. F. Freeman, bóndi f Grunnavatnsnýlendu’ heilsaðí upp á oss núna í vikunni. Kom til bæjarins á- samt, 2 eða 3 öðrum nýleudubúum um helgina siðustu og dvaldi fram um miðja vikuna. Hra. Kr. Sigvaldason,' hinn góð- kunni vetrar-póstur milli Selkirk og íslendingafljóts, kom til bæjarins á miðvikudaginn og dvelur hér nokkra daga. Hann er í þeim erindum að fá smíðaðan vandaðan, ofnhitaðan sleða, sem hann í vetur ætlar að hafa til far- þegjaflutnings milli Selkirk og íslend- ingafljóts. í vetur hefir hann ekki póstflutning á hendi og er því engum háður nema farþegjum sínum. Hann vonar að sínir gömlu skiftavinir láti sig ekki gjalda þess, að hann ekki flytur póstinn í þetta skifti, en láti sig miklu fremur njóta gamals kunningsskapar. Sleði hans verður hlýrri miklu en póst- sleðinn, eða því lofar smiðurinn herra Bjarui Jónsson, og það má reiða sig á Bjama í því efni. Síðar verður það til kynt hvenær ferðir byrja, en í millitíð áminnast menn um að muna eftir “Chris.” og láta hann njóta þess hve vel honum hefir farizt við alla sína far- þegja á undanförnum árum. J>að kunngerist hér með hverjum sem við kemur, að hr. Oestur Oddleifsson, Geysir, Man., hefir fengið umráð yfir öllum eignum sínum, sem af honum voru teknar samkvæmt skuldakröfum, og oð hunn hi'fiv umboð tiL að innheimta allar ekaldir, er fyrverandi sögunarmylnufélag: Gestur & Mitchell á útistandandi, Winnipeg, 12. Nóv. 1895, S. A. D, Bertrand. Gott hús á Alexander Ave. með 5 herbergjum, auk viðarskurs, er til leigu fyrír $1 um mán. S. Austmann, 716 Pacific Ave., gefur nánari upplýsingar. Vér glöddumst af þvi hve margir hagnýttu tækifærið að ná í kjörkaup hjá oss á laugardaginn var. Kjörkaup in sömu enn, í búð vorri, andspænis Portage Ave,, 351 Main Str.—E.Knight & Co. Einn íslendingur hafði þann heið- urað skipa Grand Jury, til að ákveða hvaða mál skyldu koma fyrir yfirrétt- inníhaust. Þessi Grand Jury-maður íslendinga er hra. Jón Gíslason í West Selkirk. Grand Jury felti meiðyrðamál R. L. Richardsons gegn D. J, Beaton, og kemur það því ekki fyrir yfarrétt. Er Richardson vondur út af því og ber á Grand Jury-menn, að þeir skilji ekki köllun sína. Samkvæmtósk hra. J. W. Finney’s vægði lögregludómurinn þeim strákun- um 3, sem veittu Mr. Finneýáverka 31, Okt., og sektaði 2 af þeim um ein 50 cents auk réatarhaldskostnaðar og 1 um $1 auk kostnaðarins. Miss Guðrún Símonardóttir (systir G. W. Símonarsonar á Brú P. O., og hálfsystir Dr. Valtýs Guðmundssonar í Khöín) kom hingað til bæjarins vestan úr Argyle á þriðjudaginn var, og fór næsta dag áleiðis til Nýja Isl., til að taka’að sér kenslu við Arnesskóla í vet- ur. Þú getur máske að skaðlausu neytt ódýrustu fæðu, en ódýr meðöl getur enginn maður tekið og verið skaðlaus eftir. Ef þú tekur eítthvert meðal í staðin fyrir Ayers Sarsaparilla, þá tefl- ir þú á tvær hættur. Heilsan, máske enda lífið sjálft, er þá í veði. Taktu Ayers og ekkert annað. Eftirsóknin eftir Ayer’s Hair Vig- og í fjarliggjandi löndum, svo sem Suð- ur-Ameríku, Spáni, Ástralíu og a Ind- landi, er tiltölalega eins mikil og heima fyrir. Sannar það að alt þetta fólk hef ir vit á að meta góðan hlut þegar því gefzt tækifæri. Stephan kaupm. 8igurðsson frá Hnausum og .Gestur OddleifsSon frá Geysir komu til bæjarins um síðustu helgi og dvöldu fram undir miðja vik- una. Mr. Sigurðsson færði þær frétt- ir, að bryggju-“contraktarinn” væri nú í bráð búinn að “kveðja kong og prest’’ og kominn austur til Ontario, en á eftir að borga verkamönnum sinum um $1200. Bryggjan er ekki fullgerð enn, en svo’gott þó. Eftir að þilja hana á parti og leggja langtrén á bryggju- jaðrana. Sem flestir ættu að kosta kapps um að láta börn sin verða læs á móðurmál sitt, og tilsögn í að stafa íslenzku geta menn nú um tíma fengið handa þeim hjá vel hæfum kennara. Sami maður er einnigreiðubúinn til þess að veita full- orðnum byrjendum tilsögn i lestri og bókmentum enskrar og íslenzkrar tungu. Alt gegn mjög vægu endur- gjaldi. Lysthafendur gefi sig sem fyrst fram við ráðsmann Hkr., sem gefur nánari upplýsingar. Hra. Björn Blöudal, frá Mountain, N. Dak., kom til bæjarins í vikunni er leið, ásamt konu og börnum, í kynnis- för til bróður síns J. A. Blöndals fótó- grafa. Á miðvikudaginn fór hann suð- ur aftur, áleiðis til Sheridau í Oregon með Northern Pacific brautinni, og er alfluttur. Ferðin var hafin í gær (fimtudag) frá Grafton, N, Dak., og eru eitthvað um 20 manns í förinní. Auk Mr. Blöndals voru þessir fjölskyldufeð- ur í ferðinni, að Mr. Blöndal vænti, Sigiús Sigfússon Bergman, Árni Hall- grímsson. Jón Hallgrímsson, Pétur Finnsson, — allir úr Garðarbygð og allir alfluttir. Skifta-vinum vorum öllum þökkum vér fyrir viðskiftin undanfarna daga og leyfum oss jafnframt að benda þeim og almenningi á þessa prísa : Barnayfirskór á 75 cts. Barna flókaskór á 20 cts. Yfirskór unglingsstúlkna á $1.00 Yfirskór kvenna á $1.00 Stofuskór kvenna á 25 cts, Flókaskór karla á $1.50 Kvöldskór karla á 40 cts. Gódir “Rubbers” fyrir karla á 50 cts. Moccasins fyrir karla á 50c. Moccasins fyrir börn á 35cts. Komið og skoðið vörurnar og spyrjið um prísana. ----o§o------ Gleymið ekki staðnum E. Knight & Co., 351 Main Street - - - Andspænis Portage Ave. Athugið merkið : Itaflýst nafnspjald á hverju kveldi. Á miðvikudaginn var lézt hériibæn- um úr heilabólgu Anwi Elín, 8 ára gömul dóttir þeirra hjóna Mr. og Mrs. Oli V. Olson á Elgin Ave. Hr. A. S. Bardal biður oss að láta þess getið að það sé miskilningur að hann hafi ient i viðureign við stráka aðfaranótt 1, Nóv. Þeir áreittu hann alls ekkert. Samkvæmt samþykt Tjaldbúðar- safnaðar seint í f. m. verður guðsþjón- ustugjörð í Tjaldhúðinni næsta fimtu- dagskvöld (kl. 7J) 21. þ. m. (Thanksgiv- ing Day). Tjaldbúðin verður skreytt með blómum og ávöxtum eftir beztu föngum. Mr. Jón Jónasson (sonur Jónasar organista Helgasonar í Reykjavík) spil- ar íslenzku sálmalögin við þessa guðs- þjónustu, En Mr. Karl Jónsson spilar ensku lögin. sem verða sungin, Meðan á samskotum steudur, fer fram marg- brejttur söngur. Þetta er í fyrsta sinni að íslendingar halda guðsþjónustu á Thanksgiving Day, og verður alt vand- að til hennar á allan hátt, bæði að því er söng og blómskreyting Tjaldbúar - innar snertir. Nokkrar staðhæfingar: 1. Að ég hefi nú meiri birgðir af öll- um tegundum af skóm fyrir unga og gamla, konur og karla, heldur en nokk- ur íslendingur hefir nokkurntíma haft hér í N. Dakota. 2. IA> allur þessi skófatnaður er keyptur af eins vandvirkum skóverk- smiðjum eins og til eru i Bandaríkjum. 3. Að verðið á þeim er frá 25 cents til $3 parið og er eins lágt eins og sams- konar skótau er selt fyrir í nokkurri annari búð í Pembina County. 4. Að allar aðrar vörur -eru seldar hér fyrir jafn-tiltölulega sanngjarnt verð á móti peningum út í hönd, 5. Að ég tek hveiti fyrst um sinn í vöruskiftum og borga frá 1—3 cents fyrir bush. yfir markaðsverð á næstu jámbrautarstöð — í Cavalier. 6. Að ég kaupi allar tegundir af húð- um og borga frá \ til 1 cts. yfir mark- aðsverð fyrir pd. , 7. Að ég ætla að borga hverjum þeim $10, sem sannar að þetta er ekki eins og að ofan er sagt. Með vinsemd. T. Thorwalason. Akra. N. Dakota. Athugasemd. íritgerð eftir W. H. Paulson um lífsábyrgð er kafli, sem byrjar svo: “Til eru enn ábyrgðarfélög” o. s. frv. Segir þar meðal annars : “vanalega vex gjaldið eftir því sem menn verða eldri”, og “ábyrgð er þar ætíð vafasöm, af því enginn sjóður liggur fyrir, en meðlimir allir geta náttúrlega hætt að borga”. Hvað fyrra atriðinu viðvíkur vil ég Mr. Paulson og lesendum hans til fróðleiks skýra fiá, að það er að minsta kosti eitt félag, sem þessi dómur á sér ekki stað um, nefnil.: “The Ancient Order of TJnited Workmen”, eins og meðfylgjandi skýrsla sýnir, er nær yflr Suður- og Norður-Dakota um síðustu 6 ár ár lífsábyrgð sjúkra- auka- til fyrir 2000 gjald styrkr samans 1890 $15,00 $3;00 $2.15 $18,15 1891 13,00 3.00 1,70 17.70 1892 12,00 8,00 1,65 16,65 1893 11,00 3,00 1,00 15,00 1894 12,00 3,00 1,00 16,00 1895 8,00 3,00 1.00 12,00 Félag þetta er bræðrafélag með ýmsum hlunnindum og fögrum reglum, og eru öll gjöld hér talin. Félagið er hið elzta og sterkasta, þ. e. fjölmennast af öllum slíkum félögum. Síðara atriðið er gamall málsháttur lífsábyrgðarfélaga agenta, eða réttara grýla. Auðvitað “geta allir hætt”, að borga, allir geta dáið, heimsendir getur komið o. s. frv., en við störfum allir í von um framhald lifs. Hvort eru líkur til að maður, sem hefir að eins $1 að borga, eða minna, um mánuðinn og ýmsar ytri hvatir að auki, “hætti” fremur að borga tillög sin, heldur en hinn sem borgar þrefalt eða meir fyrir sömu upphæð? En hvað sem þessu : “AUir geta” líður, þá er hið sanna, að The Ancient Order of United Workmen eykst um 8 til 10 þús. á ári, borgar yfir 7 milj. árlega til ekkna og föðurlausra, og telur nú þrjú hundruð fjörutíu og þrjár þúsundir, fjögurhundruð tuttugu og fjóra með- limi. J. V. Leipur. Glasston, N. Dak. aqd ^iugcular Paing yaiq V/ny rjol 7fíJB& jr7rll«S«L.|T» \ fiícntijol Plaglcr. vV \ í mj wife_go( mt V St -s | one, ifcurcd like magic. For a Ioiijí tinic I suffered with Rheunmtism in tiie Back so severely thnt I could not even sit straiitht. My wjfe advised a D. & L. Menthoí Plaster. 1 tried it and wos soon going about al) ripht. Ö. C. Hu.htir, Sweet’s Coruwrs. Pt iuo 25c. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B ✓ iYitnadii— med heildsölu verdi! Aðkominn frá Montreal, og að auki stórt upplag af Mahogany. er hið nýjasta og bezta. .allskonar grávöru. Gáið að því að T. & B. tinmerk sé á plötunni. Tilbúið ap- The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd, HAMILTON, ONT. Tæring læknuð. KONA EIN Á P. E.-EYNNI FEKK HEILSUNA AFTUR. Kvalinn stöðugt af hósta, lystarleysi of þreytu.Læknuð með Pink Pills, eftir að læknarnir gátu ekk ert að gert. Tekið eftir Charlottetown Patriot. Margsinnis höfum við lesið vitnis- burði um það, hversu undursamlega menn hafa orðið læknaðir með Pink Pills, en flesteru þau tilfelli sem vitnis- burðir þessir geta um, utan þessa fylk- is. En nú höfum við rétt við hendina eina slíka viðurkenningu frá guð- hræddri heiðurskonu, Mrs. Strickland, í Charlottetown, sem lifað hefir mörg ár í farsælu hjónabandi og er margra barna móðir. Jafnvel þó hún sé ekki hraustbygð. hefir hún oftast verið við allgóða heilsu, þar til fyrir hér um bil ári síðan. Um það leytí varð hún las- in, blóðið þynntist og þreytublær lagð- ist yfir hana andlega og líkainlega. Skyldfólk hennar óttaðist þennan sjúk- leik, sem heldur á gerðist, og þegar þar bættist hósti ofan á, sem stöðugt fór versnandi, einkum um nætur, var leit- að læknis og alt það gert sem mögu- legt var með meðulum og nákvæmri spauguðust að matarlys: hennar. aðhlynningu, til aðbjarga lifi ástúðlegr- ar eiginkonu og móður. En dagar hennar sýndust vera taldir. Hún varð nærri lystarlaus og fann ekki bragð að fæðunni þegar hún borðaði, gat einnig ekki unmð enda léttustu húsverk. Hún veslaðis upp og varð ætíð að brúka æs- andi meðöl þó hún borðaði ljúffengasta mat. Meðan þetta mótlætis rökkur hvíldi yfir þessu heimili og ekki var annað sýnilegt, en að hver dagurinn væri hennar síðasti og hún einnngis ætti eftir að kveðja familíuna, ráðlagði vinur hennar að reyna Dr, Williams Pink Pills. Jafnvel þó hún væri reik- andi í ráði og hefði óbeit á meðulum lét hún leiðast að vinar ráði, fremur en nokkurri trú á meðulum. Eftir að hafa brúkað pillurnar stuttan tíma vaknaði aftur lifslöngunin hjá henni, og var svo haidið áfram að brúka pillurnar. Allt gekk að óskum ; henni batnaði dag frá degi, og áður hún hafði brúkað úr mörgum öskjum höfðu börnin i spaugi matarlyst móður sinnar, hóstan, sem var að batna, og hræðsluna sem hún hafði orsakað þeim. Um nokkurn tíma enn var haldið áfram með pillurnar, og hreifingar hennar og hið hraustiega út- lit nú, gæti komið þér til að trúa, að þetta væri ekki sama konan, sem ný- lega var hrifin úr greipum dauðans. Hún hefir aldrei verið heilsuhetri en nú er ; og hvað sem aðrir segja, þá er það hennar óhrekjandi skoðun, að Pink Pills megi hún þakka að hún kom til lífs og heilsu aftur. Dr. Williams Pink Pills lækna alla sjúkdóma, sem koma af óhreinu blóði og taugabilun, og, ef reglulega brúkað- ar, bregðast aldrei að lækna sjúkdóma sem eru sömu tegundar og hinir ofan- nefndu. Þær fást hjá öllum lyfsölum. askjan seld 50 cents eða 6 öskjur fyrir $2,50. eða beint frá Dr. Williams Medi- cine Co., Brockville, Ont., eða Shenec- tady, N, Y. Gætið að merki félagsins, sem er á hverjum böggli. Wlth a cough, cold or sore throat. Use a reinedy that relieves from the start, soothes and heals the inflamed tissues of the larynx or bronchial tubes. PYNY-PECTORAL Í8 a certain remedy based on a clear know- ledge of the diseases it was created to cure. LARGE BOTTLE 25 CENTS. Blue Merki: Blá stjarna. Store, Lægst verð. 434 Main 5tr. Þetta nýkomna upplag frá Montreal samanstendur af 1500 alklæðnuðum, 2000 buxum, hundruðum af yfirhöfnum fyrir karlmenn og drengi á öllum aldri. Loðkápur, kápur fóðraðar með grávöru, karlmannahúfur úr allskonar grávöru Kvennjakkar úr grávöru, kvennkragar úr grávöru, kvennhúfur úr grávöru. Hanskar og vetlingarúr grávöru fyrir karla og konur. Endalaus ósköp, sem ekki er unt að teija, með öllum litum og á öllu verðstigi. Alt þetta upplag keyptum vér með óvanalega lágn verði, en svo er raunin sú, að vér höfum meira en helmingi meira upplag en vér getum ráðið við. Og þess vegna erum vér knúðir að selja þetta upplag án nokkurs tillits til venjulegs verðs. Hugsið um verðið á síðartöldum sýnishornum og munuð þér sannfærast um, að í BLUE STORE fáið þér þær vörur á 65 cts., sem aðrir fatasalar í bænum heimta dollar fyrir : Karlmanna vaðmálsföt $7.50 virði,.......seld á $4.50. Fín karlmannaföt fyrir hversdags brúk $10.00 virði, seld á $6.50. Fín karlmannaföt $13.50 virði,..........seld á $7.50. Mjög vönduð föt $16.50 virði,...........seld á $9.50. Ljómandi frakkafatnaður, með nýjasta sniði, með vandaðasta frágangi (ódýr á $25.00) seld á $14.50. Buxur í þúsundavís ! Karlmanna, unglinga og drengja- fatnaðir ! Alt með gjafverði í Tlí BLIIE STORE. Merki: Blá stjarna. 434 Main St A. Chevrier. DÆMALAU5 KJORKAUP! i BOSTON HOUSE i West=Selkirk. -----••---- Þar er nú á boðstólum annar stór vöruslattur frá gjaldþrota verzlunarfélagi og verður alt selt með frábærlega lágu verði. Einhneft nærföt - - 50c. Alullarnærföt - - - $1.25 Yfirskyrtur 50, 75 og 90 cts. og $1.00 ^ OV OAi jffc * 50 cts. I 4) verða borguð fyrir þennan (£ miða hverjum þeim, sem kaup- jrt ir í einu upp á $5,00, i THE t 2 BOSTON CLOTHINGSTORE t J Selkirk, Man. Gildirtil30.Nóv. ! Utanhafnar-buxur - $1.00 Ullarbuxur - - - - $1.25 Mjög vandaðar buxur $1.50 $2.00 og yfir. ATH.: Ef viðskiftamenn vorir frá Selkirk eða grendinni koma til Winni- peg, þætti oss vænt um að sjá þá í Big Boston-búðinni, 5IO .Tlliiin Str. Sú búð er alkunn fyrir kjörkaup á öll- um klæðnaði og öliu því, er tilheyrir húningi karlmanna. W. Finkelstein 510 Main Street - - - Winnipeg. Fruit Store. Munið eftir aldinabúðinni 405 R05S AVE. Þar fáið þið nú. eins og áður, ALLSKONAR ALDINI, KALDA DRYKKI, KAFFI, SÚKKULAÐI, VINDLA, TÓBAK, SKÓLABÆKUR, RITFÆRI, LEIKFÖNG og ýmislegt fleira. Vörur vandaðar og með vægu verði. Shorthand Institute. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERIÍLUNAR-LÖGUM BREFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN. TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Fleminq G. W. Donald President. Secretary. Föstudaginn 29. Nóvember heldur hið íslenzka kvennfélag í Argyle hlutareltu í húsi rétt hjá Argylekyrkju Munirnir ailir eru góðir. * EKKERT NÚLL. Drátturinn kostar 25 cents. Skemtanir verða : söngur og ræðu- höld, er fara fram í kyrkjunni. — Kaffi verður selt 10 cts. bollinn með brauði. Tombolan byrjar kl. 2 síðdegis, föstudaginn 29. Nóvember. F0R8 TOÐ UNEFNDIN. Allir á siglingn til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE Sc CX). 506 jVliiin Str. horninu á Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, og útbúin eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. '

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.