Heimskringla - 29.11.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.11.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 29. NÓVEMBER 1895. Heimskringla PUBLISHBD BY The Heimskriogla Prtg. & Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. bér] $ 1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með aSöllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P «. Uox 305. Kosningarnar. Það eru allar likur til, að þaer verði sóttar með kappi í þetta skifti, þar sem tveir aðkvæðamenn sækja um hið tign- aða sæti ma.vorsins, og þar sem kröfur nm breytingar á stjórnarfyrirkomulag- inu eru almennari nú en nokkurntíma áður. íslenzku atkvæðin í bænum eru mörg, enda eru sækjundirnir búnir að sýna, að þeir muna eftir íslenzku at- kvæðunum, Sumir þeirra ganga á það lagið, að kunngera mönnum, að þeir til þessa hafi haft fylgi íslendinga og og láta svo íljósi þá von, að þeir hafi það óskert enn. Ef til vill glæpast sum- ir þá á að lofa fylgi sínu þannig, án þess nákvæmlega að athuga málefnið, sem þessi eða hinn fylgir. En það má ekki. Málefnið verður að sitja fyrir manninum eða persónulegri velvild. Það ætti að vera áhugamál íslendinga ekki siður en annara, að bænum só vel stjórnað og ráðvandlega farið með allar eignir bæjarins. Fjöldi íslendinga í bænum ætti að vera trygging fyrir þeim áhuga—sívaxandi áhuga. Umbætur eru öllum kærar—í orði kveðnu að minsta kosti, en svo er ekki sagt að allar uppástungur um brey ting- ar séu umbætur. Það er nokkurnveg- inn auðséð, að það eru ekki umbætur að fá einum manni öll yfirráð í hendur, eins og “umbótanefndin” hér í bænum vill fákomið á. Sú nefnd varð til í þeim tilgangi að sjá ráð til að meðhöndla fé bæjarins ráðvandlega, og fá gjöldin rýrð, ef unt væri. Og eitt aðal-um- bótaatriðið hennar er svo það, að skip- aður sé einveldisherra með $5000 laun- um til að ráða örlögum bæjarins. I stað þess að skýra frá ráðum til að rýra gjöldin. skýrir hún frá ráðum til að aukaþau um $5000 á ári, Eins og nú er þykir Engineer bæjarins viðunanlega mikill einvaldur, og þó er hann verk- færi bæjarráðsins. Þessum nýja ein- valdi, sem upp á er stungið, virðistaftur á móti ætluð þeim mun meiri völdin, að bæjarráðið í raun og veru verði verkfæri hans. Þessar umbætur eru þess vegna á sama grundvelli bygðar og skattjöfnunar umbæturnar um ár- Ið. er verkuðu það, að sérstakur skatt- ur, miðaður við rúmmál allra búða og verkstæða, var lagður á smásala alla, en stórkaupmenn allir voru undanþegn- ir þeim skatti. Það eru sömu fingra- förin á þessari uppástungu um einvalds herrann, enda ekki óeðliiegt þegar at- hugað er að höfundar hvorttveggja eru tílheyrandi «»ma félfl<r«skapnum—stór- kaup.n.oina .eiagu.’ii ,Sú tilla ;a aítur á móti er góð, enda ekkert nýrnæli. aðfyrir bæjarstjórnmni ráði fastákveðnir ráðherrar, með full- kominni ábyrgð fyrir gerðum sínum. Eins og nú er, er bæjarstjórniu svo gott sem ábyrgðarlaus. Það er helzt ómögulegt fyrir nokkurn mann að sýna hvar ábyrgðin fyrir þessu eða hinu hvílir. Það hrindir einn af sér á annan og annar af sér á þann þriðja, þangað til flækjan er orðin óviðráðan- leg. Þessari tillögu fylgir auðvitað kostnaður. Ráðgjafarnir geta ekki unnið launalaust, en svo ættu þeir þá líka í sameiningu að geta unnið öll þau verk, sem einvaldsheiranuin eru ætluð. Formaður fjármálanefndarinnar ætti að vera einfær um öll fjármál bæjarins og sama er um formann verkanefndar- innar, að hann ætti að vera einfær ineð hjálp Engineersins, að annast um öll verk, ráðning verkamanna o. þvl. Yfir þeim báðum væri svo að sjálfsögðu mayorinn, sem aðal-umsjónarmaður. Á þessum mönnum þremur hvíldi öll á- byrgðin. Þessi tillaga, hvernig sem hún er skoðuð, er góð, og ættu allir að styðja að því að hún verði meira en til- laga, undireins og allir ættu að stuðla til þess, að feld verði tillagan um ein- valdsherrann. Það er nóg af þeim eins og er. En svo er ekki nóg að einblína á þessar fyrirhuguðu breytingar. Það þarf að hafa gætur á gerðum þeirra, sem hafa verið í bæjarráðinu og sem bjóða sig fram á ný, hvortheldur sem alder- men eða mayor. Einveldis-tímabil gas- gerðar og raflýsinga félagsins annars er að renna út, og þá ríður á að í bæjar- stjórninni séu menn, sem hafa vit og vilja til að hugsa um hag kjósendanna, þegar kemur til tals að endurnýja samn ingana. Menn þurfa að hafa það hug- fast að sannað er, að það kostar ekki meira en 60—65 cents að framleiða hver þúsund fet af gasi, að meðtöldum kostn aðinum v;ð að leiða það um bæinn. Þetta verð á við bæi eystra, þar sem kol eru ódýrari en hér. Hvað mikið meira tilbúningurinn kostar hér, er ó- sýnt, en undir engum kringumstæðum ætti kostnaðurinn við framleiðslu þús- und feta af gasi hér í bænum að vera meira en 90 cents til $1. Þó hefir þeg- ar komið fram uppástunga á bæjar- stjórnarfundi um að endurnýja leyfi fé- lagsins með þeim skilmálum, að það framvegis selji gasið á $2,05 þúsund fet- in—fái nýtt einkaleyfi til að selja gas með meir en helmings ágóða ! Annað áríðandi málefni er það um vatnsveitingar, — að leiða neyzlu- vatn um bæinn. Einkaleyfi félagsins, sem það hefir á hendi nú, er útrunnið að 5 árum liðnum, enda félagið nú þeg- ar farið að hugsa um endurnýjun leyf- isins. Ef leitað er í gerðabókum bæj- arráðsins má þar einnig finna meðmæl- endur endurnýjunar, þrátt fyrir 'al- menna óánægju með félagið og kröfur um að bærinn kaupi eignirnar og standi fyrir öUum vatnsveitingum. Vatn fé- lagsins er illt og h'tið, en selt við meir en helmingi hærra verði en þyrfti væri því veitt i fleiri hús en gert er. Eftir öH þessi ár á félagið ekki meir en 23 mílur af vatnsveitingapípum eftir stræt unum, að undanteknum kvíslunum ut- an af strætunum inn undir húsin, en uppbygð stræti í bænum yfir 100 milur. Félagið hagnýtir þannig minna en J aHra strætanna, en af því það hefir einkaleyfi er ékkert að óttast, Það er sjálfrátt hvort það gerir nokkuð eða ekkert, því svo er samuingurinn útbú- inn. að jafnvel bærinn sjálfur má ekki veita vatni í sin eigin ræsi, nema hann kaupi það að félaginu. Eins og stend- ur getur enginn nema fyrir tilviljun notið bæjar þæginda, þó hann búi í miðjum bænum og geti hann fyrir til- viljun orðið þeirra aðnjótandi, þá því að eins að hann borgi 2 eða 3 dollara fyrir 1, með öðrum orðum. það sem vatnsveitingaeinveldinu vel líkar að setja upp. Þetta tvennt J gas- og raflýsinga- verksmiðjurnar og vatnsveitinga útbún- aðinn ætti bærinn sjálfur að eiga. Með því móti sparaði bærinn sér gjöid svo skifti mörgum þúsundum dollars á ári, og með því móti gæfist ibúum bæjarins kostur á að njóta bæjar-þæginda fyrir sanngjarnt verð. Ef vel væri ætti bær- inn einnig að eiga alla strætasporveg- ina, en um það atriði er ekki til neins að tala í þetta skifti, af því einkaleyfl brautarfélagsins er ný til komið. Þess má hér að eins geta, að í ýmsum stór- um bæjum á Englandi, þar sem stræta- sporvegir. ljós og vatn er eign bæjarins, þar gefa þessar eignir af sér meginhlut þess fjár, er þarf til að framfleyta bæj- ’ .-r.j ri.iuni ■. in-ia pið sem viiju.i þarf í bænu n. Við þvílíku er ekki aA búazt hér, þar sem alt er óunnið, s sru búið er að vinna í gömlum bæjuin, en þaðer eflaust að stórmikið fé má spara bæjarstjórninni á ári hverju og undir- eins gera bæjarmönnum flestum mögu- legt að njóta almennra bæjarþæginda, ef bærinn sjálfur ætti Ijósgerðar- og vatnsveitinga-áhöldin. Að öllu sjálfráðu liggur það fyrir næsta árs bæjarráði að úrskurða eitt- hvað um ljósgerðina og ef til viU uin vatnsveitingar. I [xstta skifti er þoss vegna Hfsspursmál að góðir menn og forsjálir séu kjörnir í bæjarstjórnina. Þegar þeir menn biðja um atkvatði, hvort heldur fyrir mayor eða aldermeri, s jm úður hafa setið í bæjarstjórninui, þurfa menn, áður en þeirlofa atkvæð- inu, að kyDua sér framkomu sækjand- ans í þessum tveimur málum á undan- förnum tíma, en ekki láta ginnast af fagurgala þeirra nú. Þeir menn eru nú þegar dregnir fram á völlin, sem áður hafa verið vinveittir ljósa- og vatns- veitinga einveldi, en gala nú allra hana hæst um umbætur. Þeir eru viðsjálir, í þetta skifti þurfa menn einnig að gefa skólakosningunum gaum. Það mál sem skólastjórnin hefir á prjónun- um, að losa einstaklinginn við skóla- bókakaup, veldur ef til vill, og líklega sjálfsagt, all-miklu kappi og flokka- drætti. Efnamennirnir líklega óttast að komist sú breyting á og verði bóka- verðinu jafnað niður á alla gjaldendur eins og sköttum er jafnað niður, þá verði þeir að borga meira en sinn skerf Það bólar enda ótvíræðilega á þeirri skoðun nú þegar innan skólastjórnar- innar sjálfrar, þar sem einn nefndar- maðurinn, James Porter, stakk upp á að fátækbngarnir hættu að brúka tóbak ef þeir ættu örðugt með að kaupa skóla- bækur handa börnum sínum ! O’Dono- hue, sem í fyrra komst í nefndina fyrir fylgi verkalýðsins, er hann kvaðst vera svo vinveittur, tók lítið betur í þetta mál, en var þeim mun vitrari en Porter, að hann kvaðst óttast sjúkdóma, sem kynnu að hyljast í skólabókum, sem gengu frá einu barni til annars. Þetta er vottur þess að mótspyrna er vís, ef til kemur og er þá áríðandi að þeir sem eru hlyntir því, að skálastjórnin annist um bókakaupin, séu viðbúnir að mæta þeirri væntanlegu mótspyrnu og verða yfirsterkari. Ástæðurnar sem hin sérstaka nefnd skólastjórnarinnar — nefndin sem skip- uð var til að athuga þetta mál/— færði fram til stuðnings fyrirhugaðri breyt- ingu, voru á þessa leið : 1. — Að það standi aldrei á bókunum, ef skólastjórnin standi fyrir kaupunum, en eins og nú er, standi sífelt á þeim, en það tefji mjög tíma nemendauna ; 2. — Að það sé peningasparnaður. Þegar mikið sé keypt af bókunum í einu kosti þær miklu minna en ella, og auk þess, af því bækurnar þá eru eign skólanna, gangi þær altaf frá einu barni til annars, þar sem þær annað tveggja verða ónýtar eða er kastað, eftir fárra mánaða brúkun, þegar eínstaklingurinn kaupir þær. Af því bækurnar séu eign skólanna. séu þær í ábyrgð kennaranna er þá láta sér ant um að vel sé farið með þær. 3. — Að skattur hvers eins aukist ekki svo að þess gæti. en létti þó að mun gjöld fátæklinga, sem oft eigi í striði með að útvega öllum börnum sín- um bækurnar. Af því leiddi þá, að skólarnir yrðu miklu betur sóttir, ef skólastjórnin keypti bækurnar. 4. — Að í Winnipeg sé kostnaðurinn í ár, að meðtöldu nákvæmlega áætluðu verði þeirra bóka, sem enn er eftir að kaupa, $1.10 fyrir hvert barn að meðal- tali. Meðal-kostnaðurinn fyrir hvern nem- anda er þannig áætlaður : í 1. bekk..................... 28 2. “ ......................... 35 “3. “ ........... ........ 84 “ 4. “ $1.33 5. “ $1.63 “ 6. “ $2.32 “ 7. “ ..............,..... $3.01 “ 8. “ $4.13 5. — Að í bæjum þar sem skólastjórn- in kaupir bækurnar, sé meðal-kostnað- urinn miklu minni, og er sýnishorn af þeim mismunandi kostnaði sem fylgir : í Philadelphia..........80 cts. til $1.00 I New Ark, N. J.....................45 í Hartford, Conn....................75 í Springfield, Mass............. .88 í Boston (ár 1885)...............$1.23 “ “ (ár 1886).....................90 “ “ (ár 1886 — nýrri skýrsla ekki til)...............70 í Toronto, (ár 1894)................35 Af þessari skýrsla nefndarinnar er auðsætt »ð mikið má rýra kostnaðinn. et skóLstjóriiii kaopiv bu ki.i t ár 'i’ak inaður Toionto til sanftnburðai og T u - onto-skólar mr standa ekki á baki nokkr- mn alþýðuskólum í allri Ameríku, sér rnaður af skýrslunni aö munurinn or mikiU. Bér kaupir einstaklingurinn bækumar hæzta verði, eina og eina í senn, og er þá moðal kostnaðurinn fyrir árið $1.10. Þar kaupir skólastjóruin allar bækut nar í einu að útgefendunum sjálfuta og af því lc-iðír að nieðnl kostn- iiðurinn er aðe ns 35 cents fyrir hvert barn. Við svo miklum mun á kostnaði verður ekkí húizt þó skólrstjórnin keypti þær, af þvi brokurnar fii star eru prentaðar í Toroi.to, en engm hér, að uridanteknuM máskobó tur uni tveimur, som höndla um gr.-saf •æð: jarðyrkju. Enþaðerfyr viðananlog ii;ðú.færsla, en hún nemur t.veim þriðj ■ blu i i alls verðsms. HardvarA! ----- Allskonar harðvara fyrir alla. Stærsta og bezta upplag af harðvöru og olíu í Cavalier, selt við mjög vægu verði. Vér höfum vörur sem allir þarfnast, og yfir höfuð allar þær vörur, sem mönnum getur dottið í hug að spyrja um, og sem tilheyra harðvöruverzlun, ásamt steinolíu, Etc. Heimsækið oss og skoðið vörurnar. Landi yðar, Mr. Chr. Indriðason, vinnur í búðinni. Gangið ekki framhjá. Gáið að yðar eigin hag. John E. Truemner, Cavalier, North Dakota. Það má af líkum ráða að íslending- ingar flestir, ef ekki allir, séu þessari breytingu hlyntir. Sé svo, þurfa þeir þá líka í þetta skifti að athuga með gaumgæfni alla þá menn, sem bjóðast til að sitja í skólastjórninni á næstk. ári, og greiða þeim einum atkvæði, sem nokkurnveginn er víst aðframfylgi vilja og þörfum fjöldans. J Nýjar bækur. Arbók hins íslemka fornleifafélags 1895. Ileykj *ÍÆ, Isafoldar prentsmiðju. í þessari bók er lýsing á sögustöð- um í vesturhluta Húnavatnssýslu, er höfundurinn, hra. Brynjúltur Jónsson, rannsakaði sumarið 1894. Fylgja upp- drættir nokkrir af rústum eða tófturn á þeim sögustöðum erhann rannsakaði. Tvær aðrar ritgerðir í bókinni eru eftir hra. Br. J.: “Flosatraðir” og þingfar- •arvegur Þjórsdæla” og “Bær Þórodds goða”. Er hin síðartalda ritgerð lang- merkastagreinin eftir Br. J. í þessari árbók. í bókinni er og fróðleg’ritgerð um “Forn leiði fyrir ofan Búland í Skaptafellssýslu, þar sem þeir Kári börðust við brennumennina”, eftir Pdlma Pálsson. Er þar sagt frá 4 leiðum nýfundnum, og leidd rök að því, að þar sé að ræða um leifar manna þeirra er féUu fyrir Kára Sölmundar- syni og Birni (að baki Kára !) sumarið 1013 í fyrirsátinni fyrir Grana Gunnars syni og þeim 8 mönnum sem með hon- um voru. í bókinni eru og fjórar vel gerðar myndir af gripum í forngripa- safninu: “Skrúðgöngu-merki”. “Á- breiða”, “Líkneski” (af Maríu mey með sveininn Jesúm, og af Elisabet), ‘Tveir hanskar”, og fylgja skýringargreinar eftir Pálma Pálsson. — Að síðustft er skýrt frá aðalfundi félagsins (12. Okt. síðastl.), reikningar þess sýndir og nöfn félagsmanna talin. EftHvill kemur einhverjum “fé- lagsmönnum” hér í landi einkennilega fyrir, að þeir fá ekki árbók félagsins í þetta skifti. Hvernig á því stendur sjá þeir af fylgjandi setningum í fundar- skýrslunni: “Enn fremur var sam- þykkt. að nema úr félagstölu nokkra menn, sem eigi hafa gjört félaginu nein skil í langan tima ; flestir þeirra aru í útlöndum (Ameríku) og ókunnugt um verustað þeirra”. Sökin er hjá þeim sjálfum, sem vilja fá bækur félagsins, en fá þær ekki nú. En bregði þeir nú við og borgi skuld sína, geta þeir sjálf- sagt íengið nöfn sín innrituð í félagið á ný. Drengilega væri það gert, enda ekkert meira en siðferðisleg skylda, ef aUir menn hér í landi, sem skulda félag inu, vildu nú í árgæzkunni senda því upphæðina, sem þeir skulda, og segja sig svo hreinlega úr því, ef þeir ekki hafa ánægju af að tilheyra því og lesa rit þess lengur. Það er ekkert réttlæti við útgefendur blaða eða hóka, að látast vera fyrirtækinu blyntur, en hagnýta sér svo bústað sinn í landi, þar sem áskriftargjaldið verður ekki heimt- að með lögum, til þees að borga ekki árgjald sitt fyrr en seint og síðarmeir eða alls ekki. Því síður er það þá drengilegt, að breyta þannig, En svo er nú líklega sannast að vanskil þessi öll séu sprottin af hugsunarleysi, en þá er líka að sýna það nú og senda það sem menn skulda. Peningana má senda (í póstávisun bezt) séra í>órhalli Bjarnar- syni í Reykjavík. því nú að sögumaðurinn frétti ekkert um þessi aUsherjar samtök fyrri en hann göngumóður og þreyttur kom til þessa ákveðna bæjar, þá hlaut hann að hafa gengið austan eða vestan yfir haf! og fengið svo fréttir þessar í hafnstaðnum sem hann bar að. Það er lika lítið ólík- legra að hann hafi gengið yfir hafið eða frá einhverri jarðstjörnu, heldur en sumt annað í sögunni, það t. d., að þessi ónáttúrlegu og ómögulegu samtök kvenna hafi gerst á 19. öldinni. Á sama stigi er margt fleira í þessari sögu, þar sem lýst er búskap karlmannanna konu- lausra. Alt slíkt er hlægilega vitlaus samsetningur, eða “sorglega” vitlaus, alt eftir því hvernig á það er litið. Það er ekki auðgert að sjá hvert sagan á að vera háð frá upphafi til enda, eða hún á að vera gerð í góðri meiningu — í þvi skyni að styrkja málstað kvenna í rétt- arkröfum sínum. Hvortheldur sem er, þá hefir höfundinum stórlega misheppn- ast. Skaðleg getur sagan ekki heitið. Þó hún máske kunni að hneyksla suma, sannar það ekkert—þar þarf svo lítíð til. Hinsvegar er ekki hægt að segja hana neitt sérlega hoHa andansfæðu og undir öllum kringumstæðum er hún ó- þörf, hvort heldur er á frummálinu eða í þýðingum. Það eru til miklu betri sögur en þessi í hérlendri eða enskri "literature”. Því ekki að leita þær uppi og þýða þær fremur en ófimlega framsettar ráðgátur eins og þessi saga er? Þær seldust ekkert síður en ruslið, ef þær væru til og þær ekkert þyngri að þýða, að undanteknum einstökum nafnfrægum höfundum* svo sem E. Bulwer Lytton (Lytton lávarður) og Sir Walter Scott. Það er ekki allra með- færi að þýða þeirra sögur svo vel fari, en það eru fleiri höfuuda um að relja. sem rita góðar og uppbyggilegar sögur. Frá löndum. WEST SELKIRK, 18. NÓV. 1895. Herra ritstj. Það var glatt á hjalla meðal landa hér í bæ á föstudagskvöldið 15. þ ru- Kvennfélagið íslenzka hélt þá nefnilega stóreflis samkomu á Lisgar Hall hér í bænum. Samkoman var aðallega hald- in til styrktar ísl. lút. kyrkjunni, sem á að flytja um þessar muudir á sína nýju lóð á horninu á Jemima Str. og Clandehoye Ave. Verður kyrkjan þar mun betur sett og eflaust betur sótt, en hún var á sínum afkáralega stað. Samkoman var fremur vel sótt aí löndum og innlendum. Var þar skemt með upplestri, ræðum o. fl., einnig Bm Social, þar sem ungum mönnum gafzt færi á að kaupa skrautbúna kassa af ýmsri gerð og lögun fulla aí allskonar sælgæti, er boðnir voru upp og slegnH hæstbjóðanda fyfir 25 cents alt upp að $3. En jafnvel þó kassar þessir v»rU margir hverjir hreinustu snildarverk og innihald þeirra gómsætt og girni' legt til fróðleiks, þá mun þó ekki minnst hafa vakað fyrir kaupendunun1 að komast í nánari kunningsskap við kvenn-völunda þá er útbúið höfðu alla þessa prýði, er bæði útlieimti hugvit og handlægni, og sem samkvæmt gömluna vana voru sjálfsanðar að fylgja hver sinum smíðisgrip. En er öU þessi kassa verzlun var um garð gengin, var tekið til fótanna og dansað langt fram á nótt. —Alls mun hafa komið inn á samkom' unni um $30. Þeir herrar, D. J. Laxdal, mála' færslumaður frá Cavalier, N. Dakota, og John Anderson ketsali frá Winni' peg, eru hér þessa dagana að heimssekja kunningjana. Á laugardagskvöldið 16. þ. m. vorU^ hér í bænum gefin saman í hjónaband af Rev. C. R. Littler Mr. Helgi Stur' laugsson, Selkirk, og Miss Ingunn María Jóhannesdóttir frá Gimli. Und- irritaðar óskar hinum ungu hjónum til lukku. S. J. Scheving. AUDLEGD B0NDANS. Samanstendur ekki eingöngu af breiðum ekrum og hörðum peningum. Verkfall Icrenna, eftir Qeorge N. Mill- er. Gvnili, Man. Prentsmiðja Q. M. Thompsons 1895. 108 bls. Kostar 25 cents. Ef til vill hefði réttasta nafnið á þessari skáldsögu verið : Fjórtán föstu- hugvekjur útaf Malthusarkenningunni! Það er margt í þessati litlu sögtt sem neiid ■ i ,»<«'•' r.ðii.. u utíiiiiu só aunaö- i.vcj tje viðvimiiig u , eða trigixm snill ing'.if. Sag.in for Irura i ákveðuum bæ i Ameríku. Maðurmn, sem segír haua, keinur þangað fótganpandi, hvert held- ur austan eða vestan yfir haf, eða frá einhverri jarðstjörnunni, segir ekki. Eu ef dæmt er af þvíhve ófróður hann er um ástæðurnar í öllu landinu á und- ariförnum 3 mánuðum, þá gat hann ekki hafa átt heimili neinstaðar á bygðu bóli í Ameríku, né gengið daglangt um nokkurn hluta landsins, án þess að fregna eitthvað um stórtíðindin, þau.að kvermfólk alt, ungt og gamalt, gott og ilt, væri komið í allsherjar “systrafélng” og burt frá bústöðum karlmanna í því skyni að kúga þá, sem þær og gerðu, td að sambykkja hina "miklu skrá,” uieð öðrum oiðum, aö létta af þeim um ald u' og ti-fi okirtu því, að ala börn! Af Heilsan er auðlegð. Paines Celery Compound færir manni liana aftur, ef hún jrlatast. Breiðar ekrur og þrifleg hankahók ■ ru el:K• !*.■'i .*, t.i • : ■; etu til bændui i h.i.uid,' .11 -u i. oss sem eiga guægö ds •••: 1, d- C'gft samt ekkt hinn s« u,i> i • >. • » 'G■ ágirnast—heilsuna. KarliQciii kft jiviht og hraustur armleggui, etu bf-ztu gjáfit' íorsjónarinnar, fyrir allj tnenn. Það er sorglegur sannleiki. að karl- ar og konur í sveitum úti, er auda að sér hinu hreinasta lofti og teiga hiðtær. asta uppsprettuvatn, — guðadi ykkinn sjálfan—er engin sóttfræ fá tækifæri að saurga — það er sorglegur sannleiki að þetta fólk er háð sörnu sjúkdomuuuin, er dynja í sífellu á íhúum borganna. Hin háleitu lög náttúrunnar eru hvervetna brotin á hverri stundu. Af því leiðir, að sjálfsögðu að sjúkdóninrn- ir sækja menn heím, sjúkdómar í öllutn myndum. Vér sjáum hvervetna tauga- slekju, gigt, fluggigt, nýtna og lifrar- vciki, hjartveiki, meltingarleysi og alls konar hiæð.lega blóösjúkdóma. Þegar sjúkdómnrnir genga í garð og stings. nienn og sajra nteð eituryddum skeitum, þá letta bændurnir uppi lækn isdóminn sama og moðborgarar þeit ra í bæjunum V'ðurkenna örugga meinabót. I’að er Paines Ceiery Comj'Ound. sem hér orum að ra-.öa og baö er nú orðinn hinn sannnefndi lieilsu og lifgjafi 1> «nd- anrta. • FeriU þoss ei glöggur og gl si legur hvervetna í hinum béttbvp-ðu ' - ...................... ■ • i'M ' - ’f N' .i m n pi iöíi^ið aó r líi 'ííí!-, ekJii hila .ið p, •yin^ ©,Jl' tlórtko ebj tJeu-j b«ra til yara. Pn ri >’s Celery Oompotind hofir bjar aðlífifleiri manna, en öll önnur lyf ? samnns. Það hefir bjargað margra u i að læknum frágengnum ; fært mörguf heilsu eftir margra ára tilraun við konar önnur lyf. Mr. Samuel Hanþl. góðkunnur bóndi að Manvers, Onta>'i‘ segir frá sinni reynslu á Paine’s Ce'el- Compound sem fylgir : “Eftir langvarandi heilsuleysi, til kynni ég fagnandi að Paine’s CeJefj Compound bætti mér að fuUu. A.ð n? á faítur með fullri heilsu inuan tvegP vikna eftir langan lasleik og rúinl'Tj, það er sannarlega yfirgengilegt og ert aúnað meðal en Paine’s Celery CoP’ pound hefði getað afrekað sbkt. Eftir að hai'a brúkað úrhálfrifiuSu af I’aine’s Coleiv Compound, gat. j i grafið póst-holur fyrir meiren lOOfutf* langa girð.'ngu og hjálpað til að bypffi hana. Aður en ég byrjaði ftð hrtt Pame’s Celery Compound gat ég sofið og hafði enga mat.irlyst. ei1' nýt ég hvorttveggja. P.iine’s CeJ Compound er gullgildi fyrir allft j þjást. Það er heimsins bezta lyf•

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.