Heimskringla - 13.12.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.12.1895, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 13. DESEMBER 1895. j Heimskringla • PUBLISHED BY • Thc Heimskriogla l’rtg. & PubL Co. o# •• J Verð blaðsins í Canda og Bandar.: • $2 uui árið [fyrirfram bor(?að] • Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. 2 •••• 5 Uppsögn ófjild að lö«urn nema • kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• • Peningar sendist. í P. O. Money • Order. Reiiistered Letter eða Ex- • press Money Order. Bankaávis- • anir á aðra banka en í Winnipeg • að eins teknar með afföllum. • •• •• • EGGERTJOHANNSSON e EDITOR. J EINAR OLAFSSON • BUSINESS MANAUER. J ea •• • Office : J Comer Ross Ave & Nena Str. P O. Stox :»05. Þingsetningar-ræða Clevelands Hún er alt of löng til þess að gefa af henni nokkurnveginn heildlegt ágrip í því rúmi sem Hkr. getur veitt. Eu af því margir íslendingar og kaupendur blaðsins í Bandaríkjum hafa tœplega full not ræðunnar á frummálinu. þá er skyldugt að vér sýnum lit á að þýða þá katia ræðunnar, sem beinlínis og sér- staklega snerta þjÓðarinnar umfangs- mesta mál í augnablikinu — gjaldeyris- málið, og fjárhagsruál þjóðarinnar yfir höfuð. Hvað sem verður, þá búazt all- ir við, enda bendir alt til þess nú, að við íorsetakosningar að hausti verði gjald- eyrismálið aðal ágreiningsmálið. Af ræðu forsetans er líka að ráða að hann viðurkenni það þjóðarinnar mikilfeng- legasta mál nú sem stendur. Því ræða haus er adal-lega um tvö mál einungis —utanríkisstjórnina og gjaldeyrismálið. Það eru tiltölulega aðeins örfá orö, sem hann ver til að ræða um önnur mál og eru hin helztu þeirra áhrærandi erind- reka þjóðarinnar í útlöndum og konsúla hennar. Þegar hann fer að ræða um fjárhag- inn byrjar hann á því að líta yfir að- gerðir þingsins í því máli, frá því í inn- anríkisstríðinu, er út voru gefnir bráða- byrgðar seðil-peningarnir, er síðan bera nafnið '•Greenbacks.” Hann sýnir að upphaflega hafi verið ætlast til að þessir peningar yrðu innleystir undireins og striðinu væri lokið og þeir eyðilagðir. I árslos 1874 voru $381,999,073 af þessum bráðabyrgðarpeniugum í veltu. Þá (í Jan. 1875) var með lögum boðið að inn- leysa þá,en 1878 aftur var bannað að inn- leysa þá, en þvert á móti skipað. ef þeir bærust stjórninni í hendur, að setja þá tafarlaustí veltu aftur.Að öllu samtöldu segir hann að stjórn Bandaríkja hafi goldið nærri $327 milj. í gulli til inn- lausnar þessum peningum, en sem allir, dollar fyrir dollar, séu í veltu eftir sem áður og halda jafnharðan áfram að draga gull úr greipum stjórnarinnar. Sama segir hann sé um seðilpeningana, sem út hafa vei ið gefnir samkvæmt fyr- irmælum silfurkaupalaganna (Sherman- laganna 1890). Þó þeir seðlar væru gefnir út í þeim eina tilgangi að kaupa óslegið silfur, var svo ákveðið að þeir væru innleysanlegir i gufii hvenær og hvar sem handhafi krefðist Af þeim á- kvæðum liefir það leitt, að fyrir þessa silfurkaupa-seðla hefir stjórnin nú þeg- ar mátt greiða um 76 milj. dollars í gulli en tala þeirra er óskert eftir sem áður og eins og “greenbacks’- halda þeir stöð- ugt áfram að tæma gull-sjóðinn. Verð þessara tveggja tegunda af seðilpening- um sem útistandandi eru, í veltu meðal alþýðu, segir hann samtals um 500 milj. dollars. Þessum peningum kennir for- setinn gullþurðina í fjárhirzlunni og segir því afdráttarlausc, að eina ráðið til að stemrna útstraum gullsins sé að innleysa þessa seðilpeninga alla. Þeirri uppástungu sirmi til sönnunar sýnir hann fram á, að á síðastl. 6 árum hafi stjórnin virkilega innleyst sem næst 9 af hvorum 10 þessum seðlum, og þó eigi hún þá alla óinnleysta enn. Fyrir $155 milj. virði af óslegnu silfri hefir hún nú goldið $231 milj. — í gulli $76 og í seðl- um $155 milj-og, að undanteknum $16 milj. af seðlum, er stjórnin hefir inn- leyst með silfri eftir ósk handhafa seðl- anna, eru allir þessir seðlar í veltu enn og halda áfram að draga milj. eftir milj. af gulli úr sjóðnum. Til þess ennbetur að sýna hve alvarlegt þetta ástand er, getur hann þess, að i því skyni að koma upp gullsjóði til innlausnar þessum pen- ingum, sem innleystir eru, en sem jafn- harðan er slegið lausum til innlausnar á ný, — i því skyni að koma upp gull- sjóðnum hafi stjórnin tekið til láns $95J milj. í gulli gegn skuldabréfum, og á ýinsum tímuin síðan tekið til láns $162,- 315,400, til þess að reyna að viðhalda sjóðnum, eða 8231,815,400 alls. Árlegir vextir af þessuin gull-skuldum nema$ll mdj. og allar líkur til að áfram verði haldið að auka skuldina og árlegt gjald í vöxtu. Að halda þannig áfram telur nann jafnviturlegt og að ætla sér að sigla á skipi með stóru gati á botninum. Eina og einhlýta meinabótin segir bann að sé innlausn og eyðilegging þess- ara seðla og til að fá því framgengt á- lítur hann heppilegast að gefa út ný skuldabréf, í svo smáum upphæðum að öllum gefist kostur á að kaupa þau; að árlegir vextir af þvTí skuldafé skuli lágir en að skuldabréfin skuli ekki innleys- anleg fyrri en eftir mörg ár, svo að þau re.ynist útgengileg og eigulegir hlutir, þó vextirnir á hverju einu ári séu lágir. Fyrir guUið sem þannig innheimtist vill hann svo að seðlarnir séu innleystir og jafnharðan eyðilagðir. Ennfremur vill bann að þjóðbönkunum sé leyft að gefa út seðilpeninga dollar fyrir dollar. þar sem þeir nú fá ekki að gefa út raeir en 90 cents á móti hverjum dollar í skuldabréfum, er þeir afhenda stjórn- inni, sem tryggingu. Jafnframt vill hann að skatturinn, sem lagður er á banka-seðlana í veltu sé færður úr 1 oenti í i úr centi á hverjum dollar í veltu. Með þessu móti segir hann að mergð bankaseðlanna í veltu mundi aukast svo, að þess gætti ekki þó “greenbacks” og silfurkaupaseðlarnir hyrfu. Til sönnunar þvi bendir hann á að ekki séu í veltu nema $190 milj. í bankaseðlum, en samkvæmt höfuðstól bankanna nú, gæti upphæð þeirra f veltu numið $664 milj og sú upphæð álítur hann að kæmist í veltu innan skamms, ef bankalögunum væri breytt eins og að ofan er frá sagt. Að endingu fer forsetinn allmörg- um orðum um frisláttu silfurs. Jafn- framt því sem hann kveðst þannig hafa bent á það semhann álíti örugga meina- bót, kveðst hann einnig hafa hugfast.að fjölmargir af samþegnum sínum hafi þá skoðun. að alt böl væri bætt, ef fríslátta silfurs væri fyrirskipuð, ef slegnir væru tvens konar peningar, gulldollarar 100 centa virði hver, og silfurdollarar 50 centa virði hver, en sem báðir hafi sama nafnverð— 100 cents. Áhrærandi þessa ráðagerð segir hann meðal annars : ‘•Engin stjórn, engar mannlegar laga- umbúðir, hafa nokkru sinni megnað að halda þessum tveimur tegundum málm- peninga, þar sem fríslátta er lögboðin, í öðrum verðgildishlutföUum, en þeim, sem ákveðin eru á heimsmarkaðinum eða ekki svo muni.” Þá bendir hann á, að þetta einnig sé reynsla Bandaríkja- marma sjálfra, þar eð tvær slíkar til- raunir hafi verið gerðar á undanförnum árum og þó að fyrir tilviljun ákveðið verð silfurpeninganna hefði ekki munað meir en svarar 3% frá markaðsverði silf- ursins, þá hafi hvorug tilraunin tekist. A 12 ára timabilinu frá 1878 til 1890 var stjórninni fyrirskipað að kaupa á hverju ári $24 milj. virði af óslegnu silfri, og með Shermanlögunum (1890) voru kaup- in aukin svo, að keypt var $54 milj, virði af silfrinu á ári hverju, eða sem næst allri silfurframleiðslu Bandaríkja. Þrátt fyrir þessar tilraunir hríðféll silfr- ið í verði. Spádómar og vonir þeirra, er samþyktu Sherman-lögin, um það, að með þessum lagaákvæðum væri skakk- aður leikurinn og jafngildi peninganna fengið, segir forsetinn að sé nokkuð,sem öllura sé minnisstætt enn. Þegar at- huguð séu þau vonbrigði öll, þykir for- setanum ekki ljóst hvernig congress geti hugsað sér að yfirbuga þann mikla mis- mun, sem nú sé á verði gulls og silfurs. Né heldur þykir honum trúlegt, að Bandarikin, sem hafa að geyma minna en einn sjöunda af öllum silfurpeningum heimsins, geti með löggjöf sinni lyft silfurpeningunum hvervetna upp á sama verðstig og gullið skipar. Þvert á móti álítur hann, að fríslátta silfurs hrekti úr landi burt hinn síðasta örmul af gulli, er hefði í för með sér peningaþröng og verðhrun silfurpeninganna. Eftir að hafa lýst afleiðingunum í fám orðum, bæði að þvf er snertir einstaklinginn og verzlunarviðskifti öll, og að ofan á alt það bættist svo meðvitundin um, að þetta væru sjálfskaparvíti, segir hann : l,Eg vil ekki trúa því, að Bandaríkja- þjóðin láti tilleiðast, eftir alvarlega um- hugsun, að stofna þannig í liáska áhrif- um og valdi þjóðarinnar, með því að hvetja til, að viðhöfð sé fínans-kynjalyf, og ekki heldur að þeir gugni fyrir freist- ingunni að viðtaka ódýra peninga, I*g ar þeir gera sér grein fyrir að afleiðingin verður að veikja tiltrúna á ráðvendni vora og róttlæti i fínansmálum, sem til þessa í sögu vorri hefir svo rækilega verið vernduð sem eitt einkenni sannra Ameríkumanna.” Þetta er í stuttu máli aðalinníhald ræðunnar, að þvi er snertir stjórnmál Bandaríkja, að undanteknum þeim, er snertautanrikisstjórnardeildina eina.Út í þau mál sjáum vér þýðingarlítiðað fara en þess má að eins geta, að hvað Cuba- stríðið snertir, segir Cleveland forseti, að fyi sta og æðsta skylda Bandaríkja- manna sé, að hlýða alþjóðalögum og standa afskiftalausir, án tillits til þess. hverjar tilfinningar eins eða annars eru. Er þar kollvarpað þeirri von margi'a, að hann í ræðu sinni mundi mæla með viðurkenningu uppreistarmanna. Það þarf meira en stóryrði og ofsa til að ræða um póli- tisk mál. Það þarf einnig sína ögnina af hverju, viti, sanngirni og sannsögli, ef vel á að fara. En um hvað sem mætti brígsla Lögbergi þá verður því ekki brígslað um það í seinni tíð, að það stígi í sitt pólitiska vit. Ekki heldur verður því brigslað um að það sé ofhlaðið af sann- girni eða sannleika. Blaðið sem út kom 28. Nóv. er óræk sötinun fyrir því, að enginn af þessum eiginleikum, ofþyngir þvi 4 vandræða göngu sinni á þessum “seinustu og verstu dögum.” Hvað pólitiskt vit snertir, þá sann- ar eftirfylgjandi spurning þess, hvernig ástæður þess eru í því éfni: “Hkr. hefir tekið mikið upp í sig út af því að ekki var stofnað til kosninga í Lans- downe-kjördæminu hér í fylkinu. Því rífst blaðið ekki útaf þessum sex?” Þessi 6 kjördæmi, sem Lögberg hér er að burðast með. eru dominion-kjördæmi á ýmsum stöðum eystra, er laus hafa orðið úð ’Ti seinaxta dominionþi"gi tar xlitið. Nú er það vitanlegt öllum, sem nokkuð vita um stjórnarskipun hér, að þá fyrst er ein stjórn áfellisverð, er hún heldur áfram þingi dag eftir dag, en hefir eitt eða fleiri kjördæmi fulltrúa- laus. Þossvegna er dominion-stjórnin ekki áfellisvcrð fyrr en næsta þing er sett, ef þá er eftir að kjósa í einu kjör- dæmi eða fleirum. Að atyrða hana fyr. ir það nú, að kosningar eru ekki um garð gengnar, er jafn sanngjarnt og að atyrða hana fyrir, að hafa ekki um- hverft tunglinu í ost, eða þá brennivíns- kvartél og sent það til Winnipeg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, vitandi að þar verður margur þyrstur, en brenni- vínið dýrt! “Hkr.” tók ekkert “upp í sig” áhrærandi Lansdowne-kjördæmið fyrr en eftir að fylkisþing var sett og því haldið áfram yiku eftir viku án þess efnt væri til kosniuga í því kjördæmi. Þar braut Greenway öll lög og allar reglur og þessvegna ekki nema sann- gjarnt þó Hkr. hefði sagt miklu meira um það en hún gerði. Ef Greenway væri íslenzku-læs mundi hann Lögbergi trauðlega þakklátur fyrir þetta tiltæki sitt — að minna menn þannig á skömm sína og lagabrot að ástæðulausu. Nei. Lögberg reiðir ekki pólitiská vitið sitt í þverpoka um þessar mundir. Því næg- ir smærra hylki en það. Sanngirni sína sýnir það með því, að flytja langa ádeilu-ræðu úr ‘Witness’ um dominion-stjórnina, nokkuð sem ekki er nein nýung í því blaði. Hefði það viljað vera sanngjarnt að sama skapi og Hkr. var sanngjörn í ummæl- um sínum um fjárglæframenn beggja flokka, þá hefði það einnig sýnt, þó ekki væri nema lítinn útdrátt úr þeirri grein í “Witness,” sem sýnir álit þess á þingmannsefni “liberal”-flokksins í 'Montreal Centre, einu kjördæminu af þessum 6, sem Lögberg er að vandræð- ast með. Það væri þó í sinni röð eins fróðlegt að sjá álit blaðsins á James McShane (“Peoples Jimmy,”) sem í því kjördæmi á að sækja undir merkjum Lauriers, og sem hefir hans beztu með mæli. Þýðing af þeirri grein er ekKi enn komin í Lögbergi, og af því ráðum vér að það eigi tiltölulega jafnmiklð af hvorttveggja : pólitisku viti og póli- tiskri sanngirni. Sannsögli sína viðrar blaðið enn einusinni, er það gefur í skyn að Hkr. hafi sagt að “Witness” kendi “liberal”- flokknum um fjárglæfrabrögð i Mont- real. Það er hvergi vikið orði í þá átt í Hkr. Vér sögðum það, sem er al- kunnur sannleiki, að þeir menn í Mont- real, sem að dómi “Witness” eru vel á veg Lomnir að steypa borginni í gjnld- þrot, eru flestir ötulir fylgismenn Laur- iers, en vér sögðum h/ergiað “Witness” segði það. Heiðarlegt og gott blað eins og “Witness” er, setur það sig ekki út til að segja alla skálka fiokksbræður sína, sem í raun og sannleika eru það En svo sanngjarnt er það samt, að væri það afdráttarlaust spurt hvaða pólitisk- uin flokki þessir bæjarstjórnar-brallarar sem það svo lengi hefir átt í höggi við, og aldrei betur en síðan “peoples Jimmy” var höfðingi þess flokks (var mayor f Montreal), — væri það spurt hvaða flokki þessir menn tilheyra, þá mundi það senda spyrjanda satt og rétt svar. Þetta, að leggja Hkr. orð í munn, sem hún aldrei hefir sagt, það sýnir hve inikið Lögberg á af pólitiskri sannsögli. Eins og vér sögðum í upphafi á það tiltölulega jafnmikið til af hvoru : póli- tisku viti sánntirni og sannsögli. Og þessar eiguir þess eru ekki meiri en svo, að það er óþarfi fyrir nokkurn heiðvirð- an marm að öfunda það af þeim. Gimli-sveitar kosn- ingarnar. Um þær talar Lögherg i síðast út- komnu blaði og kemur þar fram gamla, þrautseiga kenningin, sem “liberal”- hugsandi menn hafa piédikaðsvo ræki lega í Nýja Islandi. ef ekki víðar, þessi: Gerðu eins og ég segi, ella skaltu sjálfan þig fyrir hitta ! Með öðrum orðum er það kenníngin, að vilji sveitarmenn njóta nokkurshluta af því fé úr fylkis- sjóði, sem þeim undir öUum kringum- stæðum ber, megi þeir til með að kjósa þá menn eina, sem enginn efi er á að fylgi Greenway gegnum þykt og þunt. Ef aðrir menn bjóða sig fram, þá er það “afturhalds”-mönnum að kenna—því engum manni dettur í hug að sækja um sveitarráðsstöðu nema hann sé knúður til þess ? ! Og nái sá maður kjöri, sem ekki hefir svarið Greenwayingum æfi- langa hollustu og hlýðni, þá er öll sann- girni hjá Greenway á þrotum. Hann sér þá enga ástæðu til að athuga hvað rétt er — ekki einusinni til að vinna þau verk, sem hann hefir tekist í fang að vinna og sem hann mundi keppa við að afljúka sem fyrst, ef hann vildi þó ekki væri nema sýnast meta hag þess héraðs, sem hann er að vinna i. Það er langt síðan hann hefir tekið að sér að gera alfæran þjóðveg um nýlenduna. Þessvegna er sú brautargerð nú engu síðir fylkis en sveitarstarf, og ef hann vildi verjast þeirri kæru að öllu fénu sem í þá braut er komið, hafi veriðsnar- að út sem kosninga-beitu, þá ætti sú brautargerð að vera miklu lengra á veg komin nú en hún er. En eins og stend- ur getur hann ekki varist þeirri kæru. Þrátt fyrir öll loforðin við seinustu fylkiskosningar hefir hann ekkert gert — nema ofurlítið gagnslítið kák undir umsjón úrvals liðsmanna sinna rétt áður en sveitarstjórnarkosningar fara fram. Með þessu móti sannar hann það sem Lögberg nú afdráttarlaust viður- kennir, að því aðeins fái Ný-íslendingar nokkuð af þvf, sem þeim ber, að þeir kjósi eintóma Greenwayinga í sveitar- stjórnina. Þó er ekki sýnt og því síður sannað, að Greenway þyki heppilegt að gera þannig lagaða játningu opinber- lega. Það má vera að nokkrir Ný-íslend, ingar gugni fyrir hótununum, sem gægjast fram á milli línanna í þessari grein, en óðum fara þeir fækkandi, sem svo eru ósjálfstæðir. Þeir lærðu mikið af fylkis-kosningunum síðustu og verða færri sem í annað skifti láta hrœða sig til að kjósa ákveðinn mann, með hótun- um um að þeir annars verði sviptir atkv., eða með öðrum slíkum brellum. Það einkennilega við þessa hótana- grein í síðasta bl. Lögbergs er það, að jafnframt og Ný-ísl. er sýnt sverðið, sem hangi ytír höfði þeirra, ef þeir ekki kjósi vissa menn, — jafnframt er kvart- að yfir því að pólitiskur flokkadráttur ráði kjöri og sýnt fram á að úr þeirri fiækju þurfi að greiða. í einu orðinu er harmað yfir flokkadrættinum og menn ámintir um að greiða úr þeirri flækju, en í hinu orðinu eiu menn hræddir með því, að geri þeir ekki svo og svo, hafi þeir ekkert! Þetta er samkvæmni(!) sem menn að vændum taka eftir, því hún sýnir hve mikil alvara fylgir máli Jiegar kvartað er um flokkadrátt. HardvarA! Lesið fylfrjandi upptalningu og notið svo tækifærið til að spara peninga yðar: Ullarkambar. venjuleg stærð. á 35 cts. Ullarkambar stórir á... .45 cts. Bezta exin í húðinni á...85 cts. Góð exi á ..........75 cts. Blikkfötur 40 centa virði, 4... .30 cts. Hamrar 35 centa virði, á 25 cts. 25 centa olíukönnur á....20 ots. 5 gal. olíukönnur með Hitunar-stór á....$4 85 og $6 00. pumpu, á.......... 81.65, Og allar aðrar varningstegundir að sama skapi. . Komið og lítið á varniriginn. Yöur verða sýndar vörurnar með ánægju, hvert sem þér kaupið eða ekki. C. Indriðason vinnur í búðinni og fýsir að spjalla við “landa” þegar þeir eru á ferðinni. John E. Truemner, Main Str., næstu dyr við Town Ilall. Cavalier, North Dakota. Um þennan pólitiska flokkadrátt í sveitarkosninguiium er “aftmhalds”- mönnum auðvitað kent! Þegar litið er á hve iðnir conservatívar (!) hafa verið að senda vígkæna menn til Nýja-ís- lands rétt fyrir sveitarstjórnarkosiiiiig arnar, með vasana fulla af loforðum og öðru góðgæti, þá er það ekki ónáttú leg kæra !! Það vita allir að það eru þessir heiðruðu umfarendur, sem valdii eru að pólitiskum flokkadrætti í sveita kosningunum, og þnð vita líka allir Ný ísleudingar hvaða menn það eru og hvaða pólitiskum flokki þeir tilheyi a. Fyrirlestur um Vestur-íslendinga flutti Einai ritstj. Hjörleifsson í Reykjavík 2. Nóv. síðastl er síðan hefir verið gefinn út á prenti. Hefir höf. heiðrað oss með því að senda oss eitt eintak af fyrirléstrinum, og kunnum vér honuiri þökk fyrir. Fyrirlesturinn er að miklu leyti hinn sami og höf. fiutti hér vestra síðastl.vor þ. e. aðalefnið er það sama, þó bún- ingurinn sé víða breyttur og aukið við efnið hér og þar. Flestum sem þá heyrðu fyrirlesturinn korn sainan uin, að lýsingin á högum manna ogháttum hér væri í heild sinni sanngjörn og létt og þarf því ekki að taka frani, að sú lýs- ing er rétt og sanngjörn enn, enda þótt andvígismenn Ameriku og vesturflutn- inga augsælega álíti, að myndin sem hann diegur sé alt of glæsileg. Þeir menn munu enda vera til hér vestra, sem segja slíkt hið s<,ma, en það gera I eir hinir fáu, sem tekið hafa i sig að horfa ekki á annað, sjá ekki annað og hugsa ekki um annað í þjóðlifinu eða í lífl frumbýlingsins, eins og eins út af fyrir sig, en það sem er óþægilegt, þreyt andi og 4 einn eða annan veg öðruví.-i en bezt gæti verið. Og það vitanlega er margt sem má tína til til að fylla flokk ókostanna. Þfir aftur á móti sem at- huga björtu hliðina samhliða hiuni dimmu, og það munu flestir gera, þeir ajlir eru hr. E. H. samdóma i flestum ef ekki öllum aðalatriðunuin og álíta fyiir- lestur hans gersamlega lausann viðöfg- ar. Það er bæði gagnlegt og skemtilegt fyrir Vestur-íslendinga að lesa fyriilest- urinn og má því vænta að hann seljist, vel. I því skyni að sýna. að þeir meti hvað vel höf. flytur mál þeirra 4 •Fróni’ ættu Vestur-íslendmgar líka að láta sér sérlega ant um að seiu flestir fáist kaup- endur að bæklingnuin. Um meðferð efnisii.s er óþarfi aðtala Vestur-íslendingar allir [ækkja höfunil- inn og vita, að hatin býður alinenningi ekkert hroðasmíð. Meira og rneira Ijós ! Sannleiksljósið skín skært og fagurt í síðasta blaði Lögbergs (nr. 49), enda engin ný bóla. í þessu ofangreinda blaði er það borið fram, að B. L. Bald- winson “hafi alt af verið að biðja menn um atkvæði síðan kosiiingar fóru fram síðast”, og "ó “þó hatt haiin enga bæn- arskrá þurft”, með öði uin orðum að haim hafi þá bvOrki fengið áskornn nm aðsækja, né heldur hafi hnnn k . it sig um hana. Þetta er rneiningin í þessar grein, sem erlátin heifa fregi f frá Selkirk. En hvort heldursern höfundi urinn á heima í Sel! i. k eðn, ekbi. j á er hann fáfróðari en ti úl ' er ef hann í- myndar sér að hann ,-egir sntt í þessari nrein. Hvað stöðugar bænir uin atkv. snertir, þá vitum vér ekki um hvað hæft er í þeirri kæru, en margt er það sem bendir á að hún sé, gersamlega rúin öllum sannleika. Fyrst er það, að vér minnumst ekki að Mr. Baldwinson hafi farið um kjördæmið, ekki einusinni um þann Jiluta þess, sem nefnterNýja ís- land, nema eina snögga ferð í fyrra sumar. í þeirri ferð fór hann svo hratt yfir, að þo hann hefði allur verið af vilja gerður, þá hafði hann ekki tíma tíl að biðja um atkv. Það má vera að Mr. B. hiifi komið til Selkirk oftar en einusinni á þessu timabili; um það skul- nm vér ekkert segja. En getur þessi höfundur nú fóðrað grein sína með því að nefria þó ekki sé nema einn einasta mann í þeim eina bæ, sem Mr. Bald- winson liefir beðið um atkv. síðan fylk- ishosningarnar fóru fram síðast? Annað það, sem bendir á að höf. fari með ósannindi, eru þau ummæli hans, að Mr. B. hafi ekki þurft (þ. e. ekki fengið) neina bænarskrá síðast. Það eru óefað margir menn til einmitt í Selhirk, bæði hérlendir og íslenzkir, sem ekki mundu hika við að segja að nöfn þeirra standi á annaðtveggja bænarskrá frá Islendingum bæði í Nýja íslandi og Selkirk, eða á bænarskrá frá hérlendum mönnuin i Selkirk, St. Clements, St. Peters og Clandeboye, þar sem Mr Bald- winson var beðinn að gefa kost á sér til að sækja um þingmennsku gegn F. W. Colcleugh. Af þessum tveimur ástæðum ráð- urn vér, að höf. segi ekki satt, og meira að segja, viti að hann segír ekki satt, en vilji gjarnan leggja fram sinn litla skörf til þess þetta einkennilega sann- leiksljós í Lögbergi skíni sem skærast— þetta ljós, sem á að leiða sem flesta ís- lendinga niður í fenið Greenwayska. Thomaa A. Johns. Algengur sjúkdómur. Læknast til fulls með AYER’S Sn i,wn- l>;> ri I ln. SAGA ÖKUMANNSINS. Ég þjáðist í átta ár af útbrotum. Á þeim tíma reyndi ég mörg meðöl sem höfðu fengið orð á sig, en mér batnaði ekkert við þau. Að lokum var mér ráð- lagt að reyna Ayer’s Sarsaparilla, og var rnér sagt að ég þyrfti að minsta kosti sex flöskur og að ég yrði að brúka meðalið samkvæmt forskriftum. Ég lét undan, keypti sex flöskur og brúkaði úr þrernur þeirra án þess að ég findi til bata. Aður en ég var búinn úr fjórðu flöskunni, voru hendurnar á mér orðnar útbrotalausar eins og þær voru áður. Vinna mín, sem er keyrsla. útheimtir oft að ég sé úti í kulda og vosi vetlingalaus, en samt. hefir sjúkdómurinn ekkert gert vart við sig af nýju.— Thomas A. Jones, Stratford, Ont. >r VIÐRKEND Á HEIMSSÝNIGUNNI. Ayers Pills hreinsa innyflin .

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.