Heimskringla - 13.12.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.12.1895, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 13. DESEMBER 1895. íSvar til ritdómarans um “Verkfall kvenna”. í Hkr. 29. Nóv. þ. á. hefir einhver komið fram með ritdóm um “Verkfall kvenna”, er nýl. hefir verið gefið út af G. M. Thompson. Mér h'st öðruvísi á málið en ritdómaranum og ætla því að svara honum nokkrum orðum. Það er þá fyrst ýmisleg, sem venju- legt er að ritdómari taki tillit til, til efnisins í bókinni hvort það er bætandi mannfélagið eða ekki, til meðferðarinn- ar, hvort hún er hugsunarrétt eða ekki, til persónanna sem fram eru látin koma í bókinni, hvart þær eru sjálfum sér samkvæmar eða ekki og gerðir þeirra eðlilegar; til skáldskapar í bundnum stýl, hverníg hann sé af hendi leystur ; tilbúnings alls á sögunni og sérstaklega til málfæris á henni. En í ritdómi þessum virðist ritdóm- arinn hlaupa fram hjá öllu þessu.Hann tileypur þar á móti i smáatriði eitt. sem honum verður þó að fótakefli Hann stekkur í það, að spyrja, hvaðan sögu- maðurinn hafi komið, og sníst svo um það á hæl og hnakka, kom hann austan yfir haf eða vestan? Eins og það skifti nokkru hvaðan hann hafi komið. Mér kemur til hugar saga um Ólaf ofvita, fá bjána einn og matmann mikinn. Hann kemur einu sinni svangur heim og sér steikt kálfskjöt á borðinu. Verður hann glaður við, sezt niður og snæðir hressi- lega, en alt í einu kemur vandræða svipur á hann, hann hættir að borða, stendur upp tyggjandi og spyr: “En hvaðan kom hann, kálfurinn ?” Menn hlægja að honum og segja, að hann hafi komið úr fjósinu. Hann starir á þá um stund, sezt svo aftur niður og borð- ar nú hálfu hraustlegar en áður, en er þó einlægt að tauta þetta fyrir munni sér: “hvaðan kom hann?” Svo stendur hann upp, strýkur kviðinn ánægjulega, en þá dökknar yfir honum alt í einu; hann þýtur frá einum til annars og ápyr: “En hvaðan kom hann?” Við og við fær hann þessi flog um kvöldið, og þegar hann er að sofna heyrist umla í honum : “En hvað—an kom hann, kálf- urinn?” Hann var búinn að éta hann, fann svo ofur vel til hans, en gat þó ekki slitið sig frá þessari umhugsun. Honum gat ekki hugsast það, að kálfur inn hefði komið úr kú, Ritdómarinn hefir ekki heldur skilið það, að sagan er framsett, sem draumur. En hvað sem því líður, þá hirða böfundar ekkert um það, hvaðan þeir taka persónur sínar, og ef að ritdómarinn hefir lesið skáld- sögur merkra höfunda ætti hann að hafa séð það. Þessi ritdómari er svo fjarri því, að gæta þess, sem ritdómara ber, að það er full ástæða til þess, að spyrja hann sjálfan, hvaðan hann hafi komið, hvort hann hafi hrapað úr tunglinu eða hon- um hafi rignt niðurúr skýjunum. Hann getur ekki um eitt einasta atriði í sög- unni, sem hann er að dæma um. Hann hefir ekki tekið eftir hinni voðalegu ,lýsingu söguhöfundarins “Verkfalli kvenna” á kúgun þeirri, er kvennfólk verður fyrir af hendi karlæ. Það *r eins og hann hafi ekki þekt hfið, hafi ekki hugmynd um hinar svefnlausu nætur, þegar konan legst þreytt í rúm- ið, vakir fyrst fram yfir miðnætti yfir barni sinu ungu, verður svo að vakna kanské á hverjum klukkutíma, róa með barnið grátandi heila og hálfa klukku- stund í einu, svo kemur morguninn og þá byrja stritstörf hennar að nýju. Hún fær ef til vih ekki nema fáeinna nátta rólegan svefn árum saman. Hún þolir ekki þetta, taugarnar slekjast, hún verð ur hjartveik og veikluð, hún verður hor uð og skinin. Hún verður deyfðarleg og fjörlaus aumingja garmur . sem ekk- ert má bjóða. Hún verður að vera á hlaupum og þönum fyrir manninn, fyr- ir krakkana. Hún er undirlægja ahra þeirra og svo veslast hún upp og deyr fyrir tímann. Hún hefir verið ambátt mannsins, sem hann hefir haft til þess að svala fýsnum sínum. AUir, sem nokkuð þekkja til mannhfsins vita það, að ákaflega mikiU fjöldi kvenna verður við þetta að búa. Það er þessi kúgun kvenna og or- sök hennar, þau hróplegu rangindi, er konan oft verður að sæta, að vera ekki ráðandi yfir eigin likama sínum, hvað barneignir snertir, sem bókin “Verk- fall kvenna” aðaUega gengur út á. Þetta er svo þýðingarmikið mál, að það gnæfír langt yfir alt, sem á nokkurn hátt getur snert frelsi kvenna. AUar umbætur á hag kvenna, öll baráttan fyrir atkvæðisrétti þeirra er htilsvirði í samanburði við þetta eina; ef að þær halda áfram að vera ánauðugar í þessu tilliti, þá eru hinar umbæturnar að miklu leyti kvalræði eitt. Siðgæðis- hugmyndin í þessu tilhti er gjörsamlega rangsnúin, réttlætishugmynd, hvað þetta snertir, þekkist ekki, kvennfólk- ið sjálft órar varla fyrir þessu. Bókin “VerkfaU kvenna” sýnir fram á það, en á þetta ákaflega þýðingarmikla atriði minnist ritdómarinn ekki fremur en annað. Ekki talar hann heldur með einu orði um hið voðalega ranglæti sem beitt er við konur þær, er “hrasa” eins og sagt er. Karlar mega gera hvaða ó- skunda, sem þeim lýst, þeir “táldraga’ stúlkur hverja á eftir annari, en engum kemur til hugar að gefa þeim það að sök. Það eru stúlkurnar, sem eru brennimerktar fyrir það. I þessu tiUiti er siðgæðishugmyndin alveg öfug, rétt- lætishugmyndin er þannig, að alraenn- ingsálitið leyfir körlum að ósekju að fremja hið grimmasta ranglæti á kon- um. Þessi hlið málsins er og sýnd i “Verkfalli kvenna”. En annaðhvort er það, að ritdómarinn hefir ekki tekið eft- ir þessu, eða hann hyggur, að konan sé sköpuð handa karlmanninum, en ekki sjálfri sér. Ritd. minnist ekkert á kaflann í bókinni : “Koma Timoteusar”, sem er snildarlega framsett. Timmi þessi er 10. barnið bláfátækra hjóna, óþekkur. hortugur, grimmlyndur og illa innrætt- ur drengur, hann þreytir móður sína, stríðir og særir systkini sín, kvelur og pínir aUar skepnur, sem hann nær til. Hann vexupp rángjarn og si soltinn og verður svo afhrak mannfélagsins. Allir hafa ýmlgust á honum, móðir haus syst kini hans, þorpsbúar allir vildu hafa óskað, að Tommi ihefði aldiei fæðst. Hann er hataður, ofsóktur, hneptur i fangelsi að lokum. En því í ósköpun- um var hann þá að koma í heiminn? Þá er ræða Holworthys og kaflinn sáer reglulegt meistarastykki. Það er klerkur einn sem leggur út af orðum Páls: “kærleikurinn gerir náunganum ekki mein”. Hann tyggur þetta upp aftur og aftur. Hann þenur sig um lönd og álfur, hann skríður inn í afkiraa heimsins til þess að sanna það, að kær- leikurinn geri náunganum ekki mein. Hann er svo undur luákulegur með sjálfan sig, svo hrifiun af þessum kær- leika, svo digur af ræðu sinni, að það tekur ekki tali, en undir ræðunni situr konan hans innan um krakka-hópinn, horuð og skinin, útslitin og taugaveikl- uð. Fyrir sjónnm hennar rennur upp alt undangengið líf hennar, að hún ekki hefir elskað þenna þóttafuila gikk, sem elskaði ekkert annað, en sjálfan sig. sem hafði gert hana að ambátt sinni til þess, að geta svalað fýsnum sínum, og á end anum, þegar prestur ætlar að fara að ljúka ræðu sinni, þá hnígur hún niður andvana lík. Þessi b'king er svo meistaraleg, að hún líkist helzt sem væri hún eftir Gest sál. Pálsson. Háðið er svo bítandi og og skerandi, heitnskan og guðhræðslan. hræsnin og sjálfbyrgingsskapurinn hjá klerki er svo auðsjáanlega framsettur, afleiðingin af varmensku hans er svo vægðarlaust látin koma í ljós, að það hlýtur að vekja eftirtekt og aððáun. það eru verkin, sam hér eru látin hanga hvort á öðru. í Alhyrnu Aleis- ton er tign kvenna og djörfung látin koma fram, í lista veglyndi karla. Þá er gauga kvennfólksins í 12. kap, fyrir- tak, og hver sem hugsar út í það, hlýt- ur að finna til þess, að i mannfélagi voru er ekki alt eins og það á að vera.. Hin vonda meðferð k/enna er þar svo ljóslega sýnd á einum tveimur blaðsíð- um eða svo. að tæplega hefði það tekist betur, þó að um það hefði hefði heil bók verið skrifuð. Af kvæðunum í bókinni þykir mér kvæðið á bls. 68 og 69 ljómandi fallegt. Annars er frágangurinn á öllum kvæð- unum góður. Kvæðið að framan er skðrugleg hvðt til kvenna að risa upp og leita réttar síns. Á kveðskapinn minnist ritdómarinn ekkert, eins og hann hefði aldrei lesið hann. En að fara að rita ritdóm og látast ekki þekkja Jietta spursmál, sem er eitt af hinum allra stærstu spursmálum mannfélagsins, það er hálfskrítið. Rit- dómarinn hefir aldrei heyrt ópið frá þeim hundruðum þúsunda í stórbæjun- um, sem er þar ofaukið, sem ala aldur' sinn í fátækt og eymd, í smán og sví- virðingu, og þetta óp kveður þó allstað- ar við. Það eru fátæklingarnir, hinir kúguðu og undirokuðu, þeir sem eru hungraðir og naktir og hrópa til auð- valdsins : gef oss bita brauðs ! Þetta óp fer einlægt vaxandi; það breiðist óð- fluga út um löndin, eitt fjallið bergmál- ar það af öðru. Ritdómarinn hefir al- drei séð svipinn á hinum hrasaða hluta kvenfólksins, þennan sálarlausa, von- lausa, örvæntingarfulla svip, sem svo glögglega lýsir sviknum vonum, eyddu lífi, hann hefir ekki tekið eftir hinum grátbólgnu augum, eða það hefir engin áhrif haft á hann. Það er þetta atriði, ásamt kúgun kvenna, sem er grundvallarhugsunin í bókinni. A íslenzku hefir enginn skrif- að neitt verulega f þá átt nema Jón Ól- afsson, og hingað til hefir fátt þótt markleysa sem Jón hefir ritað. Þegar ritdómarinn fer að dylgja yfir því, að bókin só ekki sérlega holl andans fæða, þá finst méi hann fara að koma raeð gamla biblíumóralinn úr Móeses- bókunum. Hann skilur hvað ég meina, vona ég. En þar sem hann fer að tala um, að þýða heldur úr Bulwor eða Scott, þá er þess að gæta, að ef að þýðandinn hefði viljað þýða eitthvað í þessa stefnu, þá hefir Scott ekkert skrifað í þá átt og Bulwer ekki heldur. Hitt er annað, að ritdómarinn hefir ekki getið galla þeirra sem á bókinni eru. En helztu gallarnir eru þeir, að hún er á undan tímanum. Menn eru ekki alment svo vitibornir eða komnir svo hátt á stigi mentunarinnar, að þeir skilji hana, og þá ekki hvað siðgæði eða réttlæti snertir. En eftir því sem neyð- in vex og verður átakanlegri, eftir því sem ranglætið verður meira og meira himinhrópandi. eftir þvi færist nær og nær því, að menn verða að leysa þessa spurningu, neyðin knýr menn til þess hvort þeir vilja eða ekki. Eg verð nú líklega að fara að hætta og hefi ég þó ekki sagt einn tíunda hluta af því, sem ég vildi segja, en ég vildi óska. að sem flestir hugsuðu út f þessi málefni. Það yrði þá kannske margt hjónabandið farsælla, en nú á sér stað. Þegar maður lítur á það, hve örð- ugt er að gefa út bækur hér á íslenzku sökum fámennisins, þá getur maður ekki annað sagt, en að Mr. Thompson eigi þakkir skilið fyrir áræði sitt að gefa út þessa bók. Það hefði mátt tína til heila hópa af blaðavottorðum, og það frá merkum mönnum, frá tfma þeim, er bókin kom fyrst út, er gefa henni hið mesta hrós. Fjöldi hinna merku kvenna, er nú berj- ast fyrir rétti kvenfólksins, eru þegar farnar að halda fram þessari hlið máls þeirra. Kvennfrelsismnðiir. [I næsta blaði gerum vér athuga- semd við þessa grein. Ritstj.] Athugasemd. í Lögb. dags. 17. Okt. þ. á nr. 42, stendur grein með fyrirsögninni: ‘ ‘Hol- mes og trú hans”, sem sannleikans vegna er þess verð að henni sé svarað. Hún á að vera mikill sigur fyrir hina kristnu trú, og Lögb. flýtir sér að gera hana að eign sinni og flokksmanna sinna, sjálfsagt f þeirri trú, að allir múni gleypa útleggingu blaðsins “The Midland” trúarjátnig þessa Holmes, þar sem það segir: “Þar eð það er nú engin ósam- kvæmni á milli trúarjátningar hans og glæpa hans, þá eru engar stórar fyr- irsagnir settar fyrir ofan greinarnar, sem skýra frá trúbragðaskoðunum hans. Það, að trúa ekki að guð sé til, óttast enga hegningu i komanda lffi (eftir dauðann), fyrirlitning fyrir öll- um kenningum um andlega og eilífa hagsmuni, og neitun þess að nokkuð vald sé til sem stjórni” o. s. frv. Eftir kenningu blaðsins á þetta að vera kenn ing ogtrú Paines. Höf. skákar víst i skjóli því, að almenningur sé svo hræddur við bannfæringar presta sinna að hann viti eins lítið um trú Paine’s eins og hann sjálfur og glæpamaður- inn Holmes vita. Annars væri það meir en meðal ósvífni að bera slíkt á borð fyrir lesendur sina. En til þess að þeir sem lesið hafa bull þetta í Lögb. og sem kunna að lesa Hkr. lfka geti séð hvað ofannefnd grein er fjarri þvf að vera sönn útskýr- ing á trú og kenningu Paines, set ég hér orðrétfti trúarjátning hans sjálfs : “I believe in one God and no more, and I hope for happeness byond this life. I believe in equality of men, and I believe that religious duties consist in doing justice, loving mercy, and endeaworing to make our fellow creatures happy”. Ég trúi á einn guð og enga fleiri. Og ég vona eftir sælu eftir þetta líf. Ég trúi á jafnrétti allra manna, og ég trúi því að vorar trúarbragðaskyldur samanstandi af því að fremja réttvísi. ást, miskunnsemi, og af fremsta megni leitast viðað gera meðbræður vora far- sæla. Til frekari útskýringar sjá “Age of Reason”. Það er því ljóst að þessi Holmes hefir ekki getað trúað á kenningar þeirra P. og I., af þeirri einföldu á- stæðu, að hann hefir ekki vitað hverjar þær voru. Það gefur lfka hverjum heilvita manni að skilja að enginn get- ur verið undireins Infidel og'Únítari. En jafnvaldaðar og sannleiksrfkar út- skýringar á kenningum þeirra er engin nýung að sjá af fáfróðum og óvönduð- um baknögurum. En þar eð óbersti I. er enn lifandi má vera að hann svari hinum ensku- talandi heimi, ef honum þykir þess þörf. En mikið er hvað nöðrukynið end- ist lengi til að naga kuml Th. P., því heiður hans er bygður á traustari grundvelli en svo, að þeir geti grandað honum, því rit hans “The Age of Rea- son” er óraskanlegur minnisvarði sann- leikshetjunnar, sem allir Unítarar og allir sannleiksleitendur um allan heim viðurkenna og heiðra. Og rit hans “The Rights of Man”, eitt af hinum kraftmestu ritum, sem enn hefir sést á prenti, og sem vakti þá undrun, ótta og aðdáun, sem ekki eru lfkur til að gleym ist meðan frelsisást og mannúð hrifa hjörtu manna. Frelsishetjunnar, sem á sinn ódauðlega part í frelsisbaráttu Frakka, sem skelfdi kúgunarvaldið á Englandi, sem Ameríka skuldar svo mikið fyrirsín meistaralegu rit: “Com- mon sense” og “The Crisis”, og sem ekki var fyrir neðan vináttu G. Was- hingtons, Th. Jeffersons, Dr. B. Frank- lins o. fl. hinna beztu manna í frelsis- stríði Bandaríkjanna, og sem kunnu að meta hann og verk hans betur en blaða- snápar þeir, sem álíta sér það heiður að “naga rotnaðann náinn”. M. J. Benedictson. fttórbreyting á munntóbaki. TUCHETT'S T & B Mahog’any. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. A B. tinmerk sé á plötunni. Tilbúid ap The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. I Winnipeg er ekki nema Ein Islenzk fiull- og Gimsteina Verslun. Það er gull- og silfur-smíða verzlun Q. Thomas, ú norðvestur horninu á Main Str. og Portage Avenue. Það er hvorttvegg'ja, að ég hefl leitast við að selja ódýrar en aðrir Jewellers í borginni og vinna ódýrar en aðrir gullsmiðir, enda hefl ég ástæðu til að þakka löndum mínum fyrir góð og furðumikil viðskifti. íslendingar eru yflr höfuð vöruvandir menn og þeim til sóma skal það sagt, að þeir meta vel og rækilega hvort verð hlutarins er sanngjamt eða ekki og láta ekki ginnast til að kaupa einn hlut eða annan fyrir hóflaust verð. Þetta er viðurkenning sem þeir eiga skilið og það er á þessum hæflleikum þeirra, AÐ KUNNA AÐ META VÖRU OG VERÐ, að ég vil byggja von mína um FRAMHALDANDI OG VAXANDI VIÐ. SKIFTI ÞEIRRA. Ég vil ekki, eins og sumir, byggja von mína um viðskittí þeirra á því eingöngu, að ég er íslendingur eins og þeir. Jólahátíðin og nýjárið er í nánd ! Og þá eru allir að reyna að kljúfa þrítugann hamarinn til að gleðja sig og sína og er það fagur siður. Eink- um hugsa menn um ungdóminn, en menn þurfa einnig, og ekki síður, að hugsa um ástvini sína á fullorðinsár- unum. Hvar er það heimili sem ekki yrði mun skemtilegra, ef þessi hluturinn eða hinn væri fenginn til við- bótar við það sem fyrir er ? Það játa'allir að slíkt heimili er ekki til. En svo ofbýður mörgum kostnaðurinn við að kaupa hluti, sem geta heitið húsprýði. Það er rétt, og það er ekki rétt — alt eftir kringumstæðum. Með sérstöku tilliti til jóla og nýjárs kaupanna hefl ég nú búið svo um, að ég get boðið löndum mínum HIN MESTU KJÖRKAUP Á GULL- OG SILFUR-SMlÐUM sem nokkru sinni hafa verið boðin í Winnipeg. Þetta þykir máske mikið sagt, en “raunin er ólýgnust,” Reynsla mín hefir sýnt að landar kunna að mcta vöru og verð, og eí ÞEIR VILJA KOMA NÚNA og skoða vörur mínar, efa ég ekki að þeir geti borið um hvort ég segi of mikið. Þeirra er að bjóða, mitt að hlýða. Lítist þeim á að kaupa, þá kaupa þeir, annars ekki, og við erum jafngóðir vinir fyrir því. Ég nenni ekki að telja upp vörutegundimar allar, sem ég hefl á boðstólum og þarf þess heldur ekki. Flestir af löndum mínum vita hverjar þær eru. Ef einhverjir eru því ókunnugir þá verður þeim fagnað. ef þeir líta inn, hvort sem þeir kaupa eða ekki. Vér höfurn alt sem heiinilið má prýða hvað borðbúnað snertir, o. s. frv. Glcðjið konuna yðar með því að færa henni fyrir jólin, þó ekki sé nema HÁLFT DÚSÍN AF SILFUR TESKEIÐUM. Þær kosta furðulítið þegar I’FNINriAR ERU í AÐRA IIÖND. IIEFIR ÞÚ FALLEGA SLAG-KLUKKU í HÚSINU ? Ef ekki, því ekki ? Þær eru ódýrar núna. Komið og skoðið þær. Ef að vanda lætur vilja margir fá EITTHVAÐ SÉRSTAKT SMÍÐAÐ fyrir jólin. Sé svo er ÁRÍÐANDI AÐ KOMA TAFARLAUST, því ég hefi þegar fengið rnargar pantanir frá hérlendum viðskifta- mönnum. ÞEIR, SEM FYRST KOMA, SITJA VITANLEGA FYRIR. Gleymið ekki þvi, að pantanir verða ekki afgreiddar undireins. Mér og viðskiftamönnunum til mestu armæðu hefl ég stundum fengið pantanir. sein þurft hefir að afgreiða samdægui's. í þetta skifti verður það ómögulegt vegna anna. Til 1. Janúar næstk. verður búðin opin framundir miðnætti á hverju kvöldi. Q. Thomas, NORDVESTUR HORH MAIN STREET & PORTAGE AVE. Manufacturing: Jeweller.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.