Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1896næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Heimskringla - 03.01.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.01.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 3. JANTJAR 1896. 2 Heimskringla PUBLISHED by The Heimskringla l’rtg. 4 Pabl. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda ojj Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. litír] S1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Reiristered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOH. EINAR OLAFSSON business masagur. •• •• Officf, : Comer Ross Ave & Nena Str. P O. Box 30S. Avarp Greenways hefir lítinn fróðleik að færa að undan- teknu skólamálinu. Pað hefir margur útskagasveitarfonuaður gert betri skil fyrir gerðum sínum á kjörtimabilinu og greinilegar skýrt fra stefnu sinni fram- vegis, ef bann næði endurkosning, beld- ur en stjórnarforrnaður fylkisins nú ger- ir fyrir sinum gerðum og sinni stefnu. Hann pjakkar altaf í sama farið, stag- ast á ofríki sambandsstjórnarinnar í sambandi við skólamálið, kvartar .yfir skipun hennar og hropar a almenning að duga sér nú og sýna, að engin breyt- ing verði gerð á þeirn lögum, sem enda höfundur þeirra, Joseph Martin, nú við- urkennir að séu “rank Tyranny. þ. e.. römmustu harðstjórnarlög. Martin gaf Greenway einu siuni þann vitnisburð, að hann vœri "colossal liar” (erkilygari) og Greenway sýnir það í þessu ávarpi sínu, að sá eiginlegleiki loðir við hann enn. Að minsta kosti er hér um 'tvexrt að velja og tvent einungis, fyrir almenu- ing og fyigismenn Greenways sérstak- lega. Þeir verða að viðurkenna, að annarhvor lýgur, Laurier eða Green- way, því Greenway segir að stjórpin hafi skipað ser að euduneisa hið tvöfalda. skólafyrirkomulay með öllum þess gólUim, en í ræðu á siðasta Dominionþingi sagði Laurier, að sambandsstjórnin hefði “að eins afhent Manitdb i úrskurð leyndarrdðs- ins." Það sér hver maður, að hér fer annarhvor með ósatt. Og þó báðir séu jafnsekir í að beita þessu máli sem kosn- ingaagni, og halda þvi á lofti eingöngu i því skyni að hafa peningalegan hagn- að af, þá hlýtur það að verða Greeways eins að fara með ber ósannindi í þessu máli. Því hvað sem um skólamálið má segja, þá verður því ekki neitað, að sambandsstjórnin hefir farið svo lipur- lega i þetta mál og brúkað svo rnikla eftirgangsmuni, sem framast varð búizt við. Þegar boðskapurinn var sendur, var hann auðvitað í skipunarformi, en ekki var nú orðið, sem skipunina fol i sér. strangara en það, að þetta væri . required (æskilegt). Að auki hafa Green- way verið send þrjú bréf, þar sem hann hehr verið beðinn, að útkljá þetta mál sjálfur, að bjóða einhverja breytingu, svo að ekki kæmi til þess, að dominion- stjórnin þyrfti að takast í fang að skakka leikinn og með því binda Mani- tobamönnum þann lagabagga, sem ekki verður af þeim létt, nema máske með sérstökum lögum á þingi Breta. Nú að lyktum er greinilegt hvernig á því hefir staðið, að Greenway hefir svarað öllum þessum bréfuiu með þveru neii. Hann var seldur Laurier með því skilyrði, að Laurier hjálpaði honum að ná endur. kosningu með skólamálinu. Laurier skyldi með öðrum orðum leyfa Green- wayað bera olíu í eldinn fyrir fylkis- kosningar, en í mifiitiðinni skyldu báðii flækja málið svo utan um sambands Stjórnina, að hún uin síðir féili og Laur- ier kæmist að völdum. Að þetta er gangurinn sést af því: að fyrsta bréfinu frá sambandsstjórninni (ritað í Júlí 1894) svaraði Greenway ekki fyr en eftir að Laurier hafði fund með honum í Win nipeg; öðru bréfiuu (því í Marz 1895) svaraði Greenway ekki fyr en eftir að hann hafði setið á fundi með Laurier í Ottawa. og þribjtí bréfinu (ritað í Júlí 1895), svaraði hann ekki fyrri en eftir að Sifton hafði fundinn góða með Laur- ier í Montreal. Þarna er ferill málsins í seinnitíð svo greinilegur, að allir hljóta aðsjá hann. Þarna sést hvort það er Greenways höndire ein. sem heldur um niálið, eöa livart liaun er ekki íremur leppur lteirra Lauriers og kaþólika i Quebec. Þaðer þýðingarlaust fyrir Green- wayinga að æpa og segja Jietta hæfu- lausa lygi. Ferillinn sem hér hefir ver- id bent á, er of glöggur til þess. O: Laurier er ekki neinn viðvaningur. Hann vissi. hvernig samningar stóðu eftir fund þeirra Siftons, vissi að hann þá hafði keypt Greenway-ráðaneytið eins og svo margar kýr og kálfa og að þá fyrst var honum óhætt að koma fram ákveðinn og lofa umbótum f.vrir Manitoba kaþólíka með hjálp og sam- vinnu protestanta. Þessu inátti hann ekki síðar lofa. Fyrir það vann hann sigur bæði í Mon'treal Centre kjördæm- inu og Jacgues Cartier. Við öðru var ekki að búast af hin- um “frjálslyndu” Greenwayingum. Skólamálið endar eins og það varð til— ísmán. Það varð til í því skyni, að breiða yfir ódæðisverk og féglæfrabrögð Greenwaysí sambandi við Northern- Pacific samninginu o. fi. Það á enn að leiða atliygli manna burt frá öflum sviknum loforðum lians, fra Siftonsveit- ar-hneikslinu, frá fylkisskuldinni, sem hann hefir hlaðið upp síðan óhamingja fylkisins hreykti honum upp í stjórnar- formannssæt.ið, m. fi. Og svo að lykt- um, komist Laurier að völdum, vor eða sumar komandi, á það að hverfa af leik- sviðinu fyrir aðgerðir Greenways sjalfs. Þá er hann tilbúinn að éta alt ofaD í sig sem hann til þessa hefir sagt með ofsa og frekju. Það má bjóða Manitobamönnum flest og þeim enda tiest fullboðlegt, ef þeir kjósa Greenway og satnsærismenu hans til að stjórna sér lengur og ala ó- sæmilegt 'trúarstríð. Þó er það vitan- lega afsakandi, þó margur maður átti sjg ekki á þessu, trui ekki þó hann sjái, hve fádæma falskur maðurinn er, fyren í ótíma er komið. Það er lika Green- ways eina vonin. Með því að veita svona stuttan tíma til umhugsunar, vonar hann að menn mitt í kosninga- hitareum taki ekki eftir og gefi sér ekki tíma til að rannsaka, hvort satt er, að hann sé þannig búinn að selja sig og þá, en að þeir af vananum renui á agnið og veiti sér á ný 4 ára stöðu með $4,600 launumáári. Fy'rir vönina um þessa upphæð, fyrir væntanleg 1 ára laun, er samtals nema $18,400, selur hami próte- stanta í Manitoba, ef dæmt er eftir fundahöldum þeirra Lauriers og Green ways og Siftons og Lauriers, og eftir því, sem gcrðist rétt eftir soinasta fund inn í Montreal. Um sparsemi sírea hrópar Greenway við öll möguieg tækifæri og státar allra manna mest af því, hve vel hann fari með opinbera fjármuni alla í fylkinu — þangað tii nu í ávarpi sínu. Þar hefir hann svo lítið að segja um þessi mál, að það er helzt einskisvirði. Hann hefir eflaust búizt við að óþægilegar athugasemdir kæmu fram ef hann leiddi athygli kjósendanna að jafnvel þeim gerðum slnum, sem hann státar mest af. Skólamálið, með öllum áskorununum um að standa nú fast — þangað til hans tími kemur að kútvenda — á að vera- ábreiðan, sern hylur öll ufbrot fylkisstjórnarinnar. En svo kemst hann að því smámsitman. að á þessurn fáu dögtnn til 15. Janúar verður tjaldinu lyft, ef ekki til fullnustu þá samt hór og þar, svo að menn fái of- urlitla hugmynd um sumt af því sem gerst hefir, en sem nú þykir svo áríð- andi að só hulið undir trúarstríðs-voð- inni. John Norijuay þótti eyðslusamur og var það líka. Það er nokkuð, sem engum dettur í hug að bera á móti. En það viðurkcnna allir að á “boom”- árunum liafi sú eyðslusemi verið afsak- anleg. Það er engin þurð á mönnum, gætnum möiinum og venjulega spar- sömum, sem viðurkenna að í “boom”-ára æðinu hafi þeir svo gleymt sjálfuin sér og réttu verðgihli yfir höfuð að lala, að jjeir hafi ekki horft meira í dollar þá, en 25 cents nú. Þegar á þetta er litið er ekki ónáttúrlegt þó fylkisstjórnin fengi snert af þessu sama, almenna æði. En með allri sinni eyðslu skildi Norquay þó þannig við stjórnina, að öll skuld fylk- isins nam ekki nema $1.943,259,95. Alt það fó liafði verið veitt til að styrkja járnbrautarfélög. Nú eru liðin 7i ár síðan Greenway tók við stjórninni. Hann kom til ráða fyrir ótvíræð loforð um sparsemi í einu og öllu og síðan li.-fir áráð þannig að allir hafa viðhaft sparsemi. Á síðastl. fi eða 7 arum hafa allir, háir og lágir verið tiltöluiega eins sparsamir og þeir fyrrum voru eyðslu- samir. Það var þvi öll ástæða fyrir Greenway að fylgja sparsemis-straumn- um eins nákvæmlega og Norquay fyrr- um fylgdi eyðslu-straumnum. En í stað þess að gera það, hefir hann látið sér nægja að bera sínar gerðir saman við samskonar gerðir Norquay-stjórn- arinnar. Gæti hann sýnt að þetta kost- aði einum dohar og annað fimtíu centum tninna en samskonar hlutir eða sams- kouar verk höfðu kostaðá “boom”-arun- um hjá Norquay-stjórninni, hefir við- kvæðið æfinlega verið, að meira hafi þetta kostað hjá Norquay! Það er eini mælikvarðinn sem Greenway þekkir, eða öllu heldur, sem hann vill þekkja. Þegar Greenway tók við voru allar skuldir fylkisins, sem sagt, $1.943,259,95 og öllu því fé hafði verið varið til járn- brautagerðar. Samkvæmt síðustu fjár- málaskýrslu Greenway’s þeirri í Febrúar 1895, voru allar veðskuldir fylkisins þá $4,439,859,98. Á hálfu sjöunda ári hefir Greenway þannig aukið veðskuldir fylk- isins sem nemur $2,496,599,99, eða meir en $384,000 á hverju ári að meðaltali. Af þessu fé hefir hann veitt til járn- brauta eitthvað um $.] milj. og eftir \ oru í sjóði í lok ársins 1894 $608.929,84. Þannig verður þá sýnt hvar $1 360,000, eða um það bil, eru niðurkomnar, en eftir er að sýna hvað orðið er af $1,135,- t'00. Það má geta á að af þeirri upp- bæð liafi fullar $60,000 farið í hótelsýn- inguna í Chicago, en þá er samt eftir meir en milj. dollars, sem Greenway veit hvað orðið er af, en almenningur ekki. Þetta er sýnishorn af sparsemi Greenway’s! Á 14 stjórnarárum s'inum batt hinn eyðslusami John Norquay fylkinu skqjdabagga er nemur $1,943,- 259,95. Á 7 stjórnarárum sínum bind- ur hinn sparsami og lýðholli Greenway fylkinu skuldabyrði er nemur $2,496,- 599,99 ! Sem sagt viðhefur Greenway ekki annan mælikvarða en liina eyðslusömu Norquay stjórn. Honum kemur ekki í hug, eða kærir sig ekki um, að líta i kringum sig og athuga hvað samtíða stjórnarformenn borga fyrir samskonar Störf og hann hefir að launa. Hann liefir lækkað laun þeirra lítillega, sem minstar höfðu tekjurnar, en ekki um einn eyri latin þeirra, sem mest hafa. Laun ráðherranna, þingforsetans og þingmannanna standa i stað og eftir þvi er frain kom á siðasta þingi. er hann ekki hlyntur því, að þau laun séu lækkuð. Þó er sýnilegt að i fólksfleiri fylkjum kemst alt af og gengur vel, þó launin séu lægri. Til samanburðar setjum vér hér þessa launa-upphæð í Nova Scotia og New Brunswick. í Nova Scotia (íbúatal 1891 : 450,- 523) eru ráðherralaunin samlögð $10,400; þingforsetalaunin eru $800; þingmanna- laun $5(X). Tekjur fylkisins $822,461,82. í New Brunswick (íbúatala 1891 : 321 294) eru ráðherralaunin samtals $8,800; þingforseta-launin $400 ; þing- mannalaunin $300. Tekjur fylklsins $686,912.73. í Munitoba (íbúatala nú um 200:000) eru ráðherralaunin alls 16,000; þingfor- setalaunin $1,000; þingmannalaunin $000. Tekjur fylkisins $630,000. Með öðrum orðum : Af meir en $820 þús. tekjum fá ráðherrar og þing- menn í Nova Scotia samtals $30,200 fyr- ir ársvinnu ; af nærri 700 þús. dollara tekjum fá ráðherrar og þingmenn í New Brunswick $21,500; en af 630 þús. doll. tekjum fá ráðherrar og þingmenn í Manitoba #41,000 fyrir ársvinnuna. Af þvi að einhverjum kann að virð- ast að vér seilumst of langt og á hinn bóginn að nánasarlegt só að meta að jöfnu Manitobamenn og lognhattana austur í sjávarsíðufylkjum — af því setjurn vór hér einnig til samanburðar launin í þvi riki 'Bandaríkja, sem næst liggur Manitoba, og sem hvað lands' kosti og atvinnugreinar og auðlegð snertir, er ekki öllu ólíkara Manitoba, en er eitt kornið öðru á einu og sama axi, — þ. e. Norður-Dakota (íbúar 1890 : 182,719). Þaðer alment álit að Banda- ríkjamenn viðurkenrii verkamanninn verðan launa sinna engu siður en ann- ara þjóða menn, og Norður-Dakota- menn eru líklega engin undantekning. Og þó gera þeir sig ánægða með að borga hverjum ráðherra sínum eíllþús und dollars minni laun um árið, en Mani- toba ráðherrunum er borgað. Og þing- rnönnum sínum borga N.-Dakotamenn að eins $5.00 fyrir hvern dag sem þeir sitja á þingi, og þar eð lögin banna að þing sitji lengur en 60 daga og ákveðið að það komi saman annaðhvort ár, þá verða þinglaunin aldrei meiri en $300 fyrir hvern einn, sama sem $l50áári. Þingforseta sínum borga þeir að eins tveirnur dollars meira á dag, en hinum öðrum þingmönnum. Þannig sést þá, að ráðherralaunin eru þriðjungi hærri, þingmannalaunin fjórfalt hærri og þing- forseta-launin nœrri sautjdnfalt hærri í Manitoba, heldur en í N.-Dakota. Og þó gumar N. Dakota stjórnin sízt meira af sinni sparsemi, en Manitoba-stjórnin núverandi, gumar af sinni óviðjafnan- legu sparsemi og sem þannig kemur út þegar hún er borin saman við eitthvað annað, en “boom”-ára stjórn Norquays. Ef tími væri til að leita, mætti margt finna þessu líkt, sem vott um hina makalausu sparsemi Greenways! En Greenway sá við lekanum og setti undir hann. Hann gaf mönnum ekki tíma til að leita að veikum blettum á brynju sinni, og þess vegna er ekki til hugsandi að leggja í leit. Menn verða að geia sér að góðu að grípa eitt og eitt vottorð á stangli, enda er það nóg þeim sem nokkuð hugsa. Þannig sér maður af síðustu fylkisreikningum, að gjöld dómsmálastjórans fyrir lögsóknir o. s. frv., stigu úr $25,117 árið 1891, upp i $39,571 árið 1894, og þó verður ekki séð, að venju fremur stór glæpa-alda hafi gengið yfir fylkið á því tímabili.—höfðu á einu ári aukist um $10,000 ! Seinasta árið sem Joseph Martin var dómsmála- stjóri voru þessi gjöld samtals $23,121, en undir eins á sínu fyrsta ári, færði Clifford Sifton þau upp í $25,117, og hef- ír þannig haldið áfram að auka þau ár frá ári síðan. Á meðan Martin skipaði sæti til vinstri handar við þingforseta, var það yndi hans að kasta hnútum að Norquay fyrir lögreglukostnaðinn, sem á Norquays seinasta stjórnarári var $3,164,50. Þegar Martin svo tók við umsjón þeirrar deildar, færði hann þann kostnað niður í $1.499,75, en þegar Sif- ton tók við, þokaði hann honum upp, þangað til lögi eglukostnaðurinn á síð- astl. ári var kominn upp í $4.282.21 ! Það er sparsemi að tarna ! Tekjur stjórnarinnar fyrir vínveitingaleyfi voru litlu sem engu meiri 1891 en árið 1891, en kostnaðurinn var sem næst þriðjungi meiri ! Frá 1891 til 1894 hafði kostnað- urinn við "Land Titles”-skrifstofuna í Brandon avkist um $1.467, en á sama tima höfðu tekjurnar á þeirri skrifstofu rýrnað svo nam 15% ! Vel er á haldið þar, enda á Sifton heimili í Brandon ! Hinn vígkæni ráðherra opinberra starfa, Robert Watson, sem hefir lykla- vald lifs og dauða fyrir allar útsveitir, hvað snertir brúargerð yfir læki og keldur, vegagerð, skurðagerð o. s. frv. og sem manna bezt, lag hefir á að fram- setja umbóta loforð með hátíðlegum al- vörusvip á andlitinu, — þegar kosning- ar eiu i nánd, er einn sparsemis-postul- inn, enda hefir liann ekki aukið skrif- stofukostnað sinn nema sem svarar $650 síðan haun tók við. Eins og vinnu- menn hans er hann víðförull um fylkið, til að lita eftir hvar mestur fengur sé i að lofa skurði, eða brú yfir keldur. Og slunginn er hann eins og Indíáni að felaíörsín, og í því skyni hefir hann búið sér til nýja gjaldliði í bókum sín- um, sem, eins og aðrir liðir í bókunum, vaxa ár frá ári, en ganga ekki saman. Þessa gjaldliði nefnirhann : “mælinga- kostnað”, og “ófyrirsjáanlegan og ým- islegan” kostnað, Á þeim tveimur ár- um, sem þessir gjaldliðir hafa verið til. hafa þeir dregið til sín alls $10,968,65! Vér segjum ekki að þetta alt sé beinn sparnaður, en látum hvern einn geta til eins og honnm þykir líklegast. Aftur á móti er þaðbeinn Sparnaður, er hann hefir svift sveitarstjórnirnar $60,000 árs- tillagi úr fylkissjóði, síðan hann tók við ráðsmennsku opinberra verka. Það sér hver maður að þetta ér beinn sparnað- ur fyrir fylkisstjórnina. En að fátæk- ar sveitir, sem alt hafa til að vinna, en fáa og smáa gjaldendur, er naumast rísa undir skattaálögum—að þær sveitir meti þennan sparnað, það er efasam- ara. En það þarf eitthvað í skurðinn að ganga. “Mælingakostnaðurinn” og þetta “ófyrirsjáanlega ýmislega”, Etc., þarf einhvernveginn að hafast saman. Ráðherrann á marga knnningja, sem ekki ei* þægilegt að segja nei, ef þeir þurfa að fá styrk til að höggva heybraut eða “stássa” upp kjördeild í sveit fyrir kosningadag, með því að rífa hrís úr lækjardragi eða þvílíkt. Alt þetta kostar peninga, og hvað þá annað sann- gjarnara, en að svifta Sveitirnar þessu sextíu þúsund dollara árstillagi? Þær fá sinn skerf hvort sem er—einhvern- veginn. Þannig er allri sparsemi Greenways varið. Hún er ekkert annað en hræsn- isdula, glitmikil, en vita-efnislaus og svo þunn að hver maður sem vill getur séð í gegnum hana. Til að sannfærast um það, þarf enda ekki annað en benda á ein tvö atriði: Skulda-aukning svo nemur hálfri þriðju miljón dollars á 7 árum og skurðgerðina um St. Andrews- flóaun fyrir $91,700, en sem Greenway sjálfur fyrir fáum árum sagði hófleysis- lega dýra á $15,000! Þessi tvö atriði sýna eins nægilega og þarf hvernig mað urinn og stjórnflokkur hans er. Atkvæða-rán. Það hefir verið prédikað seint og snemma fyrir íslendingum, að Greenwaystjórnin sé frjálslynd. að hún só all-vænlegur hluti af hinum makalausa ‘frjálslynda’ stjórnmála- flokki í Canada, og af þvi að hún sé •frjálslynd’ sé sjálfsagt fyrir íslend- inga að fylgja henni að vígum án nokkurs tillits til þess hvort hún á trjálslyndisnafnið skilið eða ekki. Flokkurinn sem hún telur sig til- heyra, er kallaður ‘frjálslyndur og svo kallar hún sig þá auðvitað ‘frjáls lyndu’ stjórnina, Það á að nægja íslendingum, enda ekki séð nema flnna mætti dæmi þar sem atkvæða- smali Greenways hefir fengið loforð um atkvæði fyrir þá einu skýringu, að hann væri að vinna fyrir ‘frjftls- lyndan’ mann, en engan “helvítis” afturhalds-þorpara ! Það er heldur enginn efi á að hér fyrrum glæptust sumir menn á þessum nöfnum. En menn eru óðum farnir að skilja að það er ekki nóg að kallast þetta eða hitt, en að öll framkoma, öll störf flokks eða stjórnar h’jóta að vera nafninu samkvæm, ef nafnið á að hafa nokkurt gildi, sem kosninga- beita. Það er engum efa bundið að eitt aðal-skilyrðið fyrir því, að ein stjórn geti heitið -frjálslynd' er það, að hún sjái um að a 11 i r menn inn- an síns umdæmis, sem atkvæðisrétt eiga, ffti tækifæri að sýna vilja sinn, þegar almenn kjörþing eru háð. Það er helgasta skylda réttvísrar stjórn- ar, hvað þá þeirrar stjórnar sem gerir ‘frjálslyndi’ að einkunnarorði sínu, að veita þennan rétt og það or heldur enginn hlutur auðveldari. Til þess útheimtist að eins að sann- gjarnir menn og réttlátir semji kjör- skrárnar. Þegar Greenway tók við stjóminni var það hlutverk sveitar- ritara að sjá um það verk, en hann breytti þeim lögum óðara og setti síðan til þess ‘sína útvöldu’, Það leyndi sér ekki árið 1892 að alls- konar mögulegir klækir voru í frammi til að ræna alla andvígis- menn stjórnarinnar atkv. En fyrir öflugar tilraunir conservatíva tókzt það ekki í eins stórum stíl og Green- way hinn ‘frjálslyndi’ vonaði. í þetta skifti heflr betur tekizt. Con- servatívar gerðu lítið sem ekkert— vildu gjaman sjá. í eitt skifti fyrir öll, hvað langt Greenway gengi í at- kvæða-stuldinum í nafni frjálslyndis og drengskapar ! Það vinst ekki tímí til, né held- ur er þarflegt að nafngreina öll héruð sem flestum atkvæðum hafa verið rænd. Þær kvartanir koma úr öll- um áttum og er óvinnandi að telja þær allar upp. En sem sýnishorn getum vér þess,að þar sem Greenway- ingar 1892 létu sér nægja að svipta atkv. 180 franska bændur í Morris- kjördæmi, þá nægir það ekki nú. A. F. Martin komst að þá, þrátt fyrir atkv. þjófnaðinn og því var ekki um annað að gera nú en taka dýpra í árinni og svifta þá prótestanta atkv. er víst var að mundu fylgja Martin á ný. Ilvað margir af þessum fylgj- endum hans voru útstrikaðir nú, er ekki víst, en meðal þuirra eru nafn- greindir 55 góðir og gildir bændur, er sumir hverjir hafa búið yfir 20 ár á sömu bújörðinni og sem vitanlega eru á öllum kjörlistum, sem eftir er farið. Þarna er eitt dæmið. Annað stórfeldasta dæmið er það, er eitt fylgishlað Greemvays, “Hamiota Hustler,” f Saskatchewan- kjördæminu skýrir frá og finnur að. Ritstjórinn kveðst hafa hlaupið yfir nafnskrána í þremur townships að- eins. í þeim townships segir blaðið 161 búanda alls, en af þeim, eru 41 útstrikaðir, cða fjórði hver maðitr I í Brandon var verzlunarmaður einn, sem þar heflr verið í mörg ár og öllum kunnur, strikaður út, en verzlunarþjónn hjá honum, sem kom austan úr Ontario í Sept. *var settur á listann, þrátt fyrir að lögin heimta eins árs heimili í fylleinu! Annar maður engu síður kunnur flestum bæjarbúum var einnig strikaður út, en í hans stað settur á listann maður sem fyrir minna en mánuði var kom- inn frá Winnipeg, þrátt fyrir að lög- in heimta 3 tnánaða heimilí í lcjör- dæminu ! Einn maður enu og nafn- kunnur í bænum var stiúkaður út, en í hans stað settur “Commercial Traveler,” sem ekki á heimili í Brandon, en var þann daginn stadd- ur þar! Þetta er nóg til að sýna að- terðina, scm allstaðar er viðhöfð, í smærri eða stærri stíl. Lengra en Jetta verður naumast gengið og þó er það að vissu leyti gert í einu kjör- dæminu enn — í Woodlands. Þar getur maður að nafni J. F. Larry )ess, að þó hann í tæka tíð afhenti kjörskrár-ritara nafn sitt komst það ekki á skrána. í þeim tilgangi að líta eftir bæði sínu nafni og annara, fór liann 10 mílur frá heimili sínu til að vera viðstaddur yflrskoðun kjör- skránna. Þegar þar kom og hann fann ekki nafn sitt á skránni, spurði hann kjörskrárritarann hvernig stæði á iið hann hcfði ekki uppfylt loforð sitt. Og svo ósvífinn var kjörskrárrit- arinn, að hann í viðurvist yfirskoð- unardómarans kvaðst hafa gert þ.að í eigingjömum tilgangi! Af því kjörskrárritarinn þannig sveik loforð sitt og engin umbeiðni kom fram í tæka tíð komst nafn mannsins ekki á kjörskrána. Fleiri dæmi áþekk þessum mætti flnna, en þess gerist ekki þörf. Þessi sem að framan er getið um sýna svo Ijóslega 3em auðið er, hvað mikla heimild Greenwayog fiokkurinn,sem hann telur sig tilheyra, heflr til að kalla sig ‘frjálslyndann’. Til þessa heflr þessum fantaskap ekki verið beitt við íslendinga. Að minsta kosti hefir Greenway ætíð látist vilja fá nöfn þeirra allra á skrána, enda gumað mikið af tilraun um sínum til þess, og þá ekki sparað að ljúga og láta Ijúgaupp á conserva- tíva-flokkinn í því sambandi. í liaust er leið lét hann einu ^sinni auglýsa um þveran og endilangan Winnipcg- bæ, að út væru gerðir tveir góðir og gildir Islendingar—Magnús Paulson <>g Jóhann Gunnarsson (Joseph Pol- son) til að annast um að allir Islend- ingar, sem atkv.rétt hefðu, kæmust á kjörskrá. Svo vel hafa þeir s(;aðið í stöðu sinni, að á litlum bletti í Fort Rouge hafa verið útstrykaðir: Sölvi Thorarinson, William* Thoraiánson (sonur Sölva Þórarinssonar). William Thorarinson (sonur Sigfús- ar Þórarinssonar), Halldór Ilalldórsson, Jón Bergsson. 011 þessi nöfn voru á gömlu fylk iskjörskránni og einnig 4 seinustu Dominion-kjörskrá. J. T. Huggard lögmaður hér í bænum hefir þegar sýnt fram á, að kjörskrárritarinn fyr- ir Suður-Winnipeg, Alex. Moffat, er útmeta skálkur, en þó er ekki sann- gjarnt að skellaþessari skuld á hann. Hann hcfði naumatt felt þessi nöfn af skránni fyrir þekkingu sína á því, að þessir menn væri líklegir til að vera á móti Greenway. Skuldin hér hlýt ur að skella á fslendingunum, sem settir voru til að líta eftir nöfnum ís- lendinga. Á hinn bóginn er afsak- andi, þó þeir í þessu sem öðru vilji levsa skylduverk sín svo vel af hendi sem þeir kunna. Það er þeirra lífs- viðurhald. Neiti þeir að hlýða boð- um húsbændanna er atvinnu þeirra lokið, og af fyrrgreindum atkvæða- stuldi í Morris, Saskatchewan, Bran- don og Woodlands, er auðsætt að skipunin heflr í þetta skifti verið: að stela atkvæði allra hugsanlegra aud- vígismanna, svo framarlega sem noklcur von væri til að það liepnaðist. Það er Greenway og Greenways fylgjendur í heild sinni. en ekki ein- stakir þjónar þeirra, sem sekir eru. Og á þeirn á befndin að koma niður, sú réttláta hefnd, að vinna á móti þeim og grpiða atkvæði á móti þeim. Þeir setn sviftir eru atkv. eru ekki sviftir tækifæri til að vinna á móti Greenway og þeir sem hafa atkvæð- isréttinn eru siðferðislega skyldugir til að hefna landa sinna, sem þannig helir verið farið með, mcð því að standa nú fast og greiða atkvæði á móti öllum hans útsendurum í öllum kjördæmum, sem Islendingar eiga at- kvæði í. Það er bókstaflega oini vegurinn til að kenna ‘frjálslyndis’- níðingnum Greenway að þetta ofsa- lega atkvæða-rán verðtir undir eng- um kringumstæðum liðið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (03.01.1896)
https://timarit.is/issue/151491

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (03.01.1896)

Aðgerðir: