Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1896næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Heimskringla - 03.01.1896, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.01.1896, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. JANÚAR 1896. Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin Eftir Jules Ferne. Um 60 yerst suðaustur þaðan, sem þau voru nú, var kauptúnið Kimilteiskoe. ofurlítið þovp örskamt frá ánni Dinka. og Strogoff kveið fyrir að komast yfir það vatnsfall. Hann þekti það frá fornu fari, að hún gat verið ill viðureign ar. og nú var engin von um bát, eða nokkurt flak, sem nota mætti til að hvilast á. á sundinu. Jafnframt fagnaði hann yfir þvi, að þegar yfir um þessa á væri k mið, væri yfir enga á að fara fyrr en Angara-fljótið, er fellur vestanmegin borgarmúranna í Irkutsk, Eftir þriggja daga ferð mundu þau komin á bakka Din- ka-árinnar. Nadiaherti upp hugann og dróg sig svo ein- hvernveginn áfram. En hughreysti hennar var ekki einhlýt. Strogoff vissi og viðurkendi, að líkamskraftar hennar voru óðum að þvorra. Ilefð' hann ekki verið blindur, þá hefði líka Nadía sagt eitthvað á þessa leið við hann: “Far þú, Strogoff! Skildu mig eftir í einhverjum kofa! Ná þú til Irkutsk og ljúk er- indi þínu! Leitaðu svo föður minn uppi og seigðu honum hvaréger! Seg honum að ég biði eftir honum og þér, og þú veizt hvar á að finna mig. Á stað með þig undireins! Eg er alveg óhrædd ! Ég skal fela mig vandlega fyrir Tört- urunum! Ég skal verja mig með dugnaði, hans vegna og þín vegna! Far þú nú. Mikael! Ég kemst ekki feti lengra!’ —En Strogoff var sjónlaus og hún mátti ekki tala þannig. Svo þreytt var Nadíaorðin að hún neyddist oft til að nema staðar. í hvert skifti sem það kom fyrir tók Strogoff liana í fang sér og bar hana um stund. Og þá stundina gekk hann miklu harðara en endranær, því þá þurfti hann ekki að hugsa um hennar þreyttu fætur, en hans fætur þoldu hvað sem hann bauð þeim. Klukkan 10 að kvöldi hins 18. September höfðu þau far- ið sextíu verst og voru nú komin til Kimilteiskoe. Eftir þjóðvegiuum voru nú 260 verst til Irkutsk. Frá hæðinni hjá bænum sá Nadía framundan eins og dimrobláa, langa h'nu. Það var áin Dinka. í fjarska sáust einstöku leifturflug í lofti, er spegluðu sig í vatni áriunar. Þessu leiftri fylgdu engar þrumur, var bara góðviðris leiftur á sumarkveldi. Megin hluti þorpsins var í ösku, sem nú var orðin köld. Um þetta eyðilega býli leiddi Nadía félagsbróður sinn. Það var auðsætt að liðnir voru fimm eða sex dagar síðan Tartar- arnir fóru þar um. Þegar þau komu í útjaðar þorpsins hneig Nadía niðurá steinþrep eitt. “Eigum við aðstanza?” spurði Strogoff. “Það er komin nótt, Mikael”, svaraði Nadía. “Viltu ekki hvíla þig nokkrar klukkustundir ?” “Fyrst, hefði mig langað til að komast yfir ána”, svar- aði Strogoff. “Ég hefði gjarnan viljað gera úr henni stund- ar-vörð á milli mín og Tartaranna, sem þá og þegar eru væntanlegir frá Tomsk. En þú getur varla dregið þig á- fram. veslings Nadía !” "Ivondu. Mikael!” var hið eina svar hennar og hún tók um hönd hans og hélt af stað.' Það var tveggja eða þriggja versta leið niður að ánni, og Nadia, þó hún helzt ekki gæti hreyft sig, vildi gjarnan gera sitt sárasta á þessari litlu seinustu skorpu, til þess að þókn- ast vini síuum—Strogoff. Leifturglamparnir á ánni lýstu veginn eða róttara sagt sýndu Nadíu styztu leið að ánni. Dví nú voru þau á ný stödd á nakinni hásléttu, þar sem ekkert afdrep var, ekkert vegamerki svo langt sem augað eygði. Það var blæja-logn, eaki allra minsti vindblær, svo að hvað lítið þrusk sem var, hve lágt sem var talað, heyrðist það uudra langa leið k þessari marflötu sléttu. Alt í einu námu þau staðar, bæði jafnsnemma, rétt eins °g fætur þeirra hefðu samtímis orðið fastir í gildru eða dýra- boga. Þau höfðú bæði heyrt hund gelta. “Heyrðir þú nokkuð?” spurði Nadía. Áður eu hún hafði lokið orðinu barst grátlegt neyðaróp á bárum kvöldloftsins að eyrum þeirra, — stingandi, sker- andi óp, eins og væri það síðasta áskorun um hjálp frá deyj- andi manni. “Þetta er hann Nikulás !” sagði Nadía og komst við og fór ósjalfrátt um hana kvíðahrollur, Strogoff, sem einnig var aðhlusta. hristi höfuðið. “Við skulum flýta okkur, Mikael”, sagði Nadía, og hún sem til þessa var svo máttfarin, að hún tæplega gat dregið sig áfrarn, gekk nú fullkominn gang. Þessu getur áköf og óvænt blóðshreyfing kotnið til leiðar. “Við erum komin út af brautinni!” sagði Strogoff, sem nú fann að hann gekk á sléttu grasi, en ekki harðri og sléttri mold. “Já ! ....Við megum til......Það var úr þessari átt frá hægri hönd, sem hljóðið kom”, sagði Nadía. Inuan fárra mínútná voru þau komin ofan undir ána, svo að ekki var meira en hálf verst eftir. Þau heyrðu geltið í annað sinn, ekki eins hátt, en aftur auðheyrt að það var miklu nær. Nadía nam staðar augnablik. “Já !” sagði Strogoff. “Það er Serkó að gelta Hann hefir f.vlgt eftir herra sínum !” “Nikulás !” hrópa^ði Nadía, en hún fékk ekkert svar. I þessu sá Nadia hræfugla hóp sveima í loftinu—fljúga í hring og ýmist fara niður að jörð eða rísa hátt í loft upp. Strogoff hlustaði og Nadía brúkaði ekki síður augun en eyrun. Eu þó leiftrið á stundum lýsti upp völlinn sá hún ekkert. í þessu heyrðu þau samt kallað : “Mikael!” í veiklegri, sorgþruuginni rödd. Og rétt á eftir stökk alblóðugur rakki upp að Nadíu með fagnaðarlátum. ÞaðvarSerkó. Nikulás gat ekki verið langt burtu. Hann hlaut það að hafa verið, sem nefndi nafn Strogoffs, og enginn annar. En hvar var hann ? Nadía hafði ekki þrek til að kalla aftur. Slrogoff fór nú á hnén og þreifaði kringum sig með hönduuum. Alt í einu fór Serkó að gelta aftur og hljóp að stórum hræfugli, sem rendi sér til jarðar. Þegar Serkó kom gelt- andi lyfti fuglinn sér hærra, en kom óðara aftur og réðist á rakkann. Serkó tók á móti, en í því kom hræfuglinn höggi miklumeðnefinu í höfuð hundinum, og reið það hon- Um að fuilu, Vesalings Serkó féll dauður á grundina ! I sömu andránni rak Nadía upp neyðaróp, sem lýsti því, að hanahrylti við einhverju. “Þarna!------þarna!” var alt sem hún gat sagt. Manns- höfuð gægðist upp úr balanum og hafði hún rekið sig á það! Hún kastaði sér þegar á kné hjá höfðinu. Það er ein aftöku aðferð Tartaranna þetta, að grafa menn lifandi, en láta höfuðið eitt vera ofanjarðar! Þannig fóru þeir með Nikulés vesalinginn. Þarna átti hann annað- tveggja aðdej'ja úr hungri og þorsta oða verða hræfuglum eða vörgum að bráð! Hvilíkur þó hörmunga dauðdagi! Að standa þarna eins og bundinn við vegg og geta ekki hrært legg eða lið hið allra minsta, en þungi jarðarinnar þrýsti jafnt að á alla vegu. Það voru óumræðilegar kvalir! Dauðinn kom seint. óbærilega seint fyrir þann, sem þannig var grafinn, er enga björg gat veitt sjálfum sér, og langaði ekki eftir öðru meira en dauðanum til að binda enda á þjáningarnar. Þarna hafði Nikulás verið grafinn fyrir þremur sólar- hringum síðan! í þrjá sólarhrinna hafði hann beðið eftir hjálpinni, sem nú var komin en sem kom of seint! Fyrir mörgum klukkustundum síðan höfðu hræfuglarnir komið auga á höfuðið á vellinum og sóttu þar að með sí-vax- andi frekju. En hundurinn tryggi, hann Serkó, hafði varið herra sinn dásamlega fyrir grimdarvörgum þessum, til þess hann sjálfur hneig, en þá var hjálpin lika viðhendina. Stragoff beið ekki boðanna, en tók veiðimannahnífinn, sem Nadía hafði fundið, og risti meðhonum jörðina og reif burt frá vini sínum. Þegar hann var nýbyrjaður opnuðust augu Nikulásar, sem til þessa höfðu verið lukt. Hann þekti þau Strogoff og Nadíu, og sagði ofurlágt, en svo að skildist: “Far vel, vinir mínir ! Það var gleðilegt að sjá ykkur einu sinni til. Biðjið fyrir mér!” Þetta voru hans síðustu orð. Strogoff hélt áfram að grafa, en það var seinlegt, því moldin hafði verið troðin og var glerhörð. Þó náði hann 1 íkamanum upp um síðir. Hann laut ofan að vini sínum og hlustaði eftir hjartaslögum, en ekkert var að heyra. Hjart- að var hætt að slá. Þó tíminn væri naumur vildi hann ekki skilja hk Niku- lásar eftir ofanjarðar, til þess það yrðí hrædýrum að bráð. Hann vildi jarða það. og það gerði hann með því að stækka gröfina, sem Tartararnir tóku og lögðu Nikulás í með fullu fjöri. Nú var hann lagður í hana—dauður. Og hinn tryggi hundur hans, Serkó, var lagður i sömu gröfina. I þessari andránni heyrðist skurk nokkurt á þjóðvegin- um í á að geta hálfrar verstar fjarlægð. Strogoff hlustaði. Það voru óneitanlega ríðandi menn á ferð eftir veginum og það var engu síður víst, að þeir stefndu til árinnar Dinka. “Nadía! Nadía ! sagði hann í hálfum hljóðum. Nadia, sem legið hafði á bæn hjá gröfinni, stóð nú á fætur. » Líttu eftir umfarendunum ! sagði hann. Hún leit í áttina til þjóðvegarins og sagði svo ofur lágt, að þar færu Tartarar. * Það voru undanreiðarmenn emírsins, sem þar voru komnir og fóru nú geyst áleiðis til Irkutsk. “Þeir skulu samt ekki hindra mig frá að grafa vin minn!” sagði Strogoff og hélt svo áfram verki sínu. Og innan stundar var Nikulás lagður i gröfina með hendur vís- lagðar á brjóstinu. Svo krupu þau á kné bæði, St.rogoff og Nadía, og beiddu fyrir sínum saklausa, góðlynda félagsbróð- sem látið hafði lífið fyrir að hjálpa þeim. “Nú ná úlfarnir ekki til hans !” sagði Strogoff, er hann lauk við að moka moldinni ofan í gröfina. Svo lyfti hann upp heudiuni og hristi hnefann í 'áttina til tartaranna, sem voru að fara fram hjá. “Áfram nú, Nadía!” sagði hann svo og sneri sér til meyjarinnar. En Nadía gat ekki orðið við tilmælum hans. Hún g; t ekki hreyft sig, eftir svona langa hvíld. En hún hafði augu og gat séð fyrir hann. Hann tók hana því í faðm sinn og gekk af stað og stefndi til suðvesturs. Nú var honum ekki iengur unt að halda við veginn. Tartara-straumurinn eftir honum var hafinn. Hann hlaut að fara vegleysur yfir slétturnar og fjöllin, sem framundan voru. En með þessum krók fylgdi það, að hanu þnrfti ekki að vandræðast yfir Dinka. Hann þurfti ekki að fara yfir hana nú. Það voru enn eftir meir en 200 verst til írkutsk. Hveru- ig gat Strogoff gengið þá leið alla ? Mundi ekki bæði nanu og Nadía gefast upp alveg og bníga í valinn á þeirri göngu ? Á hveiju áttu þau að lifa, einsömul í óbygðunum? Hvern- ig í ósköpunum gátu þau búízt við að yfirstíga Sayanskfjöll- in, sem framundan voru ? Engum þessum spnrningum gátu þau Strogoff og Nadía svarað. Þó var það tólf dögum síðar, klukkan sex að kvöldi hins 2. Október, að stórt og spegilgljátt stöðuvatn lá við fætnr Strogoffs. Það var Baikal-vatnið. 10. KAPÍTULI. Ovæntur vinafundur. Baikalvatnið liggur um 1500 fetum hærra en yfiiborð sjávar. Lengd þess er um 500 enskar mílur, en ekki er það nema um 60 mílur á breidd. Dýpi þess veit enginn. Madame de Bourlioulon hefir þuð eftir bátsmönnum á vatninu, að í dag- legu tali sé það ætíð kvennkent, kallað ‘frúarsjór’. Það heíir hún eftir þeim enn fi emur, að sé vatnið neínt herravatn’, verði það á augnablikinu fokvont. Þó er þ.-.ð sögð almenn trú Síberíumanna, að^í því drukkni aldrei rússneskur mað ur. I þetta mikla vatn falla meir en liundrað ár og urr.hverf is það á allar síður rísa hú osí fögur eldfjalla b^lti. Úr vatu- inu rennur ekki nema ein einasta á, stóríljótið Angara, er fellur fram hjáborgarveg ’junum á Irkutsk og sameinast síð- ar-leneseifljótinu, skamt fyrir ofan þorpið Jeneseisk. Þessi fjöll umhverfis Baikal tilheyra To gonz s-fjallgarðimim. en eru í rauninni útskagar hins mikilf -nglega Alteifjalla- bálks. Jafnvel nú f Október byrjun varkuldinn farinti að gera vart við sig. Loftslagið í þpssurn hluta heimsins er ein- kennilegt þannig, að haustið eins og hverfur í hinn aðdáan- lega efnilega vetur. Sólin gekk undir klukkan 5 síðdegis, og á hinni löngu nótt kólnaði loftið svo, að frostið naði zero- marki að morgni. Fyrsti snjórinn, sem ekki þiðn iði fyrr en sumarið el'tir, var þegar búinn að krýna kringliggjandi fjallatoppa. Á vetrum verður ísinn margra feta þykkurá þessu stóra vatni og er það þá þjóðvegur fyrir sendimenn og ferðafólk Annaðli vort uf því að fólkið er ófyrirleitið að kalla Bai - kal ‘herravatn’, eða af því einhverjar veðurfiæði-il gar astæð ur eru til þess, er storma- og byljasamt á v.,tninu. í ofveði i eru öldur þess, eins og á öllum stöðuvöti um, hræðilegar í augum allra skipstjóra og ferjumanna, sem um það fara á sumrum. Það var suðvesturb jtn vatnsins, sem Stro/off kom að með Nadíu í fanginu, sem nú var svo aðfram kominn, að þaðlítiðsem hún átti eftir aflífsafii virtist samandregið í augnm hennar. Og við hverju gátu þessir tv ir ves dingar búizt í þessum öræfabálki, ef ekki því að deyj. úr hun :ri og þreytu ? En hvað var þá mikið eftir ófarið of sex þú und verstunum, sem sendiboði keisarans tókzt í fang að faa? Það voru einar sextíu verst eft.ir vatninu að upp ökum Ang arafljótsins og eftir því undan strnumi 8n verst til Irkutsk ! Þetta var alt sem eftir var, einar 140 verst alls, eða þriggja daga gangur fyrir heilan og hraustan mann Hafði Mikael Strogoff svo mikið þrek enn, að hann gæti náð takmarkinu. Framhald Engin önnur merking heíir fengið aðra ems útbreiðslu á jafn stuttum tíma. Hann W. Blackaclar, ?e,ur f^rir TTT út í hönd aiis .......... . ................... konar jarðneskt gripa og mann- . . eldi. Einnig eldivið af mörgu l.il ^ti*. tagi, þurran sem sprek og harðan ...........sem grjót, alt fyrir neðan sann- gjarnt verð. Gott viðmót. Árciðanleg vigt. Flutt þangað sem óskað er og sett þar sem um er beðið. — Gunnar Sveinsson vinnur í búðinni. HLUTIR sem eru í sjálfu sér vandaðir og' aldrei breytast nema til batnaðar, verða óhjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrh' að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum. IIÚSBÚNADUR O. DALBY, Ediu». hefir á boðstólum upplág mikið af ln'isbúnaði, rúmfatnaði, máloliu, gluggagleri, líkkistum o. s. frv., sem hnnn selur nú með þriðjungs afslætti til 1. Jan. 1896. Hann hefir meðal annars spegilgljáandi stofuborð á $1.50. Al-eikar kommóður með sniðskornum þýzkum spegli, á $13,00. Al-eikarskápar, fet á hæð, á$6.75 og alt eftir þessu. Einmitt núna er besta tækifæri til að hugsa fyrir jólunum. Þá þurfið þér að minnast uppskeruársins góða með því að gleðja ástvini yðar. Minnist þess, að hvað sem aðrir segja f auglýsingum, þá fáiðþér hvergieins mikið fyrir peninga yðar, eins og lijá Dominion of Canada. ■200,000,000 ekra í hvetiog beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypisfyrir jandnema. Djúpr og frába-rlegafrjósamr jarðvegr, nægð af Vatni og skógi, og meginblutinn nálægt járnbrantum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bnsbel, ef vel er umbúið. j I inu frjósama belti í Ranðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnnm og umhverfis- liggjandi sléttleudi eru feikna-miklir liákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—inn víðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmnámala nd. Gnll, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi-.eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnbraut frá hafi til liafs. Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbrautfrá öllum hafnstöðum við Atlanzhafí Ca- nada til Kyrraliafs. Sú brautliggrum miðhlut frjósama beltisins effir því endi- lönguognm Iiinahrfkalegu, tiguariegv fjallaklasa, norðr og ver n og nm in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. H e i! n tem t htftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar. vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sam handsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfirlS áragömlum og hveijum kvennmanni, sem heflr fiyrr familíu að sjá, 16 0 ekrur af Inndi g ókeypis. Hinir einu skilmálar ern, að landnemi búi á landinu ogyrk . A þaim liatt gefst bverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis ðar og sjálfstæðr í efnalegu tilliti. tslevskar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðv estrlandinu eru nú þegar stofnaðar i 6 stöð m Þeirra stœrst er NÝ.TA tSLANI), liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. N'eatr, trá Nýja íslandi, í 30—25 mílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg: ÞING- VÁI.LA-NÝLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’A PPKLLE-NÝ- LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendn, og ÁLBERTA-NÝLEND- AN nm 70 mílur norðr frá Calgarv, en nm 000 mílnr vestr frá Winnipeg. í síðast töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi. Frekari uppiýsingar í þessn efni getr hver sem vill fengið með því. að skrifa um það: ( iJiiiiiiissioncv of Doniinion I.andM. Ftða B. Ij. Baldwinson, isl. nmboðsm. Winnipeg - - - - Canada. Bjór og Porter BASS & COY’S HVÍTÖL GUINESS STOUi1 SCHLITZ ÖL PABST ÖL DAVIFS TORONTO ÖL LABATT LONDON OL DREWRY’S ÖL Fljót afgreiðsla bjá H. L. CHABOT Gegnt City HaU--513 Main Str. Telephone ‘241. Gullrent úr íyrh' $7.50 Viltu fá góð kaup ? Viltu fá hið besta úr sem fæst fyrir þetta verð? Hik- aðu ekki við að segja já. Sendu okkur þessa aug- lýsingu með nafni þínu og utanáskr- ift, og íáttu okkur vita hvort þú vilt kvenmanns eða karlmanns, open eða hunting Case- úr, og viðskulum senda þér hið besta úr sem hægt er að fá fyrir þetta lága verð. — Úrin eru gullrend með 14 k. guUi, og verkið gott American Nickel verk,, sem ver ábyrgj- umst að endist 20 ár. Úrið gengur regiu- lega og vel og lítur út eins og $50 00 úr. Þú skoðar úrið hjá Express Agentinum og ef það er eins og því er lýst og þú á- lítur það kaupandi, þá borgar þú hon- um $7 50 (heildsöluverð), og burðargjald. á því.—Er þér lýzt ekki á það, þá taktu það ekki. Við viljum selja fljótt og mik- ið með litlum gróða á hverju fyrir sig. Við seljum að eins góð úr. Þegar þú biður um úr, þfi strykaðn út það sem þú vilt ekki hafa af því sem á eftir kemur : Send me—Hunting—OpenFace—Oents —Ladies—Watch. — Ef þú vilt fá $3.50 festi með úrinu fyrir 50c. þá láttu þess getið. — Sendið til The Universal Watch k Jewelery Manuf. Co. Depot 68—508 Schiller Theatre. [Verðlisti frí.] Chicago, IU. orthern Paciíic RAILROAD TiME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. North B’und STATION8. Soouth Bund Freight JNo. ] 153. Daily h‘Á W'S 750 3 ■- al o Ph w © • K X ~ Þ3-S p£ £2 © í'3 'E 25 rH 1.20p| 3.15p .. Winnipeg.. 12.16þ 5.80a l.Oðp 3.03p *Portage J unc 12.27p 5.47« 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07a 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52£ 6.25« U.54a 2.22p *.St. Agathe.. l.lOp 6.51« 11 31a 2 18p *Union Point. 1.17p 7.02a 11.07a 2.02p *Silver Plains 1.28p 7.19« 10.31a 1 40p .. .Morris.... 1.45p 7.45« 10.03a l.i2p .. .St. Jean... 1.58p 8.25« 9.23a 12.59p . .Letellier ... 2.17p 9.18« 8 00« 12.30p .. Emerson .. 2.35P 10.15« 7.00a 12.20p . .Pemhina. .. 2.50p 11.15» ll.Oöp 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.25p 1.80p 4.55ai .Wpg. Junc.. lO.lOp 1.25p 3.45p Duluth 7.25a 8.40p Minneapolis 6 30a 8.01 ip ...St. l’aul... 7.10 I0.30p ... Chicago .. 9.35p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound STATION8. W. Bound. § (£ cc . S c CQ •Ö u bi 0 *7 Æ >■ <& i.20p|3.15p[ 7-ðUp 1.30p •53p 1.07p ,49p 12.42p ,23p 12.32p •39p 12.14p •58p 11.59a o-Hp 11.38a |-aip ll.27a f.25p U.09a 1.17p )0.55a 1.19p 10.40a 2.57p l0 30a 12.27P lO.lða * 1.57a lOOOa ll.l2a 9 38a 0.37a 9.21a 0.13a 9 05a 9.49a 8.58a 9.39a 8 49a 9 05a 8 35a 8.28a 8.18a 7.50a 8.00a Winnipeg .. .. .Morris .... * Lowe Farm *... Myrtle... ...Roland. . * Rosebank.. ... Miami.... * Deerwood.. * Altamont.. . .Somerset... *Swan Lake.. * Ind. Springs ♦Mariapolis .. * Greenway .. ... Baldur.... . .Belmout.... *.. Hilton.... *. Ashdown.. Wawanesa.. * Elliotts Ronnthwaite *Martinville.. .. Brandon... |12.J5p 1.50p 2.15p 2.4 Ip 2.53p 3.10p 3.251 3.48p 4.01p 4.20p 4^6p 4.51p ö.02p 5.18p 5.34p 5.57p 6.17p 6.34p 6 42p 6.58p 7.05p 7.25p 7.45p 5.3Clp 8.00« 8.44a 9.81a 9.50a 10.28a 10.64a 11.44a 12.10p 12.61p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.26p 4 15p 4.53p 5.23p 5.47p 6.04p ð.37p 7.18p 8.00p West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. POR TAGELA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Exc.pt Sunday. STATION8. F.ast Bound Mixed No. 144 Every Day Except Sunday. 5 45 p.m. . Winnipeg.. 12.10p. m. 5.58 p.m ♦Port.i unctioi . 1 55 a.m. 6.14 p.m. *St. Charies.. 11.29 a.m. 6.19 p.m. * Headingly.. 11.21 a.m. 6 42 p.m. * White Plains 10.57 a.m. 7.06p.m. *Gr Pit Sj'ur 10 32a.m. 7.13p.m. *LnS»lie Tank 10.24 a.m. 7.25 p m *. Eustace.. 10.11 a.m. 7.47 a m. *. Oakville.. 9.48 a.m. 8.00».m. *. . .Csrtis. . . 9.34 a.m. 8.30 a.m. Port 1» Prairie 9.15 a.m. Stations marked —*— have no ageut Freight inust be prepaid. Numbers 107 and 108 have through Puilman Vestibulefi Drawinp Roem Sleep ine Cars between Winnipeg, St. Paul and Minneapolis. Also Palace DinÍDg Cars Close connection at Chieago with eastern llnes. Connection at Winnipep Junction with train« to and from the Pacific coats For rates and full information con- cerninv connection with other lines, etc., apply to any aeent of the company, or CHA8.S. FEE, H. SWINFÖRD, G.P.&.T.A., St.P> ul. G n Agt. Wpg CITY OFFICE 486 Main Str., Winnipeg,

x

Heimskringla

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1181-3679
Sprog:
Årgange:
73
Eksemplarer:
3834
Udgivet:
1886-1958
Tilgængelig indtil :
29.07.1959
Udgivelsessted:
Redaktør:
Jón Ólafsson (1892-1894)
Eggert Jóhannsson (1894-1897)
Einar Ólafsson (1897-1898)
Baldvin Lárus Baldvinsson (1900-1913)
Gunnlaugur Tryggvi Jónsson (1913-1913)
Rögnvaldur Pétursson (1914-1914)
Magnús J. Skaftason (1914-1917)
O.T. Johnson (1917-1919)
Gunnlaugur Tryggvi Jónsson (1919-1921)
Björn Pétursson (1921-1923)
Stefán Einarsson (1921-1924)
Sigfús Halldórsson (1924-1930)
Stefán Einarsson (1931-1959)
Ansvarshavende person:
Frímann B. Arngrímsson (F.B. Anderson) (1886-1886)
Udgiver:
Prentfélag Heimskringlu (1887-1897)
Walter, Swanson & Co. (1897-1898)
B.F. Walters (1898-1898)
Baldvin Lárus Baldvinsson (1898-1900)
The Heimskringla News & Publishing Co. (1900-1913)
The Viking Press, Ltd. (1914-1959)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Almennt vestur-íslenskt fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (03.01.1896)
https://timarit.is/issue/151491

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (03.01.1896)

Aðgerðir: