Heimskringla - 10.01.1896, Page 1

Heimskringla - 10.01.1896, Page 1
x. ÁR. WINNIPEG, MAN., 10. JANÚAR 1896. NR. 2. Avarp til kjosenda i 5t. Andrews. Herrar MÍNIR : — Ég hefi meðtekið ritáiar áskor- anir með undirrituðum nöfnum ná- lega 300 kjósenda í St. Andrews, þar sem ég er beðinn að gefa kost á mór sem fylkisþingmannsefni. Eftir al- varlega yfirvegun þessa máls hefi ég afráðið að láta að orðum kjósend- anna og þiggja útnefning ur.dir merkjura Liberal-Conservative flokksins. Það er líkast til að mér verði ó- mögulegx að hitta yður alla á opin- berum fundum, af því tíminn er svo stuttur frá þessum degi til kosninga- dags. Þessvegna gríp ég þetta tæki- fæi'i til að kunngera yður skoðanir mínar, í aðalatriðunum, á nokkrum helztu málunum, er fyrir liggja og sem fylkisþingið er líklegt til að höndla með. 1. — Skólamálið. Ég er hlynt- ur því, að út séu strykuð úr núgild- andi skólalögum öll ákvæði um guð- fræðiskenslu í skólunum á venjuleg- um skólatíma, eða einhverjum sams- konar breytingum, er mundu þókn- anlegar öllum stéttum og trúflokkum en sem ekki rýrðu þjóðlegt gildi lag- anna. 2. — Hudsonsflóa-brautin. Það er skoðun mín, að fylkisstjórninni beri að stuðla til þess og veita allan þann styrk, sem henni er unt, til þess að fá jámbraut bygða norður að Iludsonsfióa, og til járnbrauta, er tengja fylkið við Superior-vatn, í því skyni, að bændurnir í Manitoba geti sent.afurð búa sinna til útmarkaða gegn sem allra lægstu fiutnings- gjaldi. 3. — Innflutningsmál. Ég er hlyntur því, að tekin sé sú stefna, er vonlegt er að færi fylkinu mestan fjölda af nýtum innflytjendum, og henni framfylgt að svo miklu leyti, sem efni fylkisins leyfa. 4. — Það er skoðun mín, að fylkisstjórninni beri að styrkja félög til að byggja landnámsjárnbrautir í þessum hluta fylkisins. 5. — Það er skoðun mín, að hin- um ýmsu sveitum beri að fá tiltölu- legíin skerf af tekjum fylkisins, eins og fyrrum var viðurkent, þegar $60,- 000 á ári var skift á milli þeirra. 6. — Það er skoðun mín, að St. Andrews kjördæminu beri að fá til- tiilulegan skerf sinn til opinberra starfa í kjördæminu. 7. — Það er skoðun mín, að kjör- skrár fylkisins ætti að semja undir umsjón sveitastjórnanna. Vonandi að þetta ofanritaða nái áliti yðar og samþykki, bið ég yður hér með vii'ðingarfylst um yðar ein- dregið fylgi, vinnu og atkvæði til að tryggja kosning inína 15. þ. m. Með virðingu yðar. B. L. Baldwinson. Selkirk, 4. Jan 1896. Fundarboð. Ársfundur hluthafa allra í Thf. Heimskringla Printing & Publ- hising Company verður haldinn á skrifstofu félagsins, Cor. Ross Ave. & Nena Str., í Winnipeg, Már.udaginn 13. Janúar 1896, kl. 8 e. h. .1. W. Finney, forseti. Winnipeg, 13. Des. 1895. Fundinum frestað. Ársfundi prentfélags Heims- kringlu er hér með frestað til mánu- dag-> 20. Januar luestk., á suna stað og tíma og að ofan er skráð. J. W. FINNEY, Forseti. Luxton. — Taylor. í Suður-Winnipeg sækir W. F. Luxton gegn J. D. Cameron fylkisrit- ara Greenway’s, og í Norður-Winnipeg sækir T. W. Taylor, fyrrverandi bæjar- ráðsformaður, móti P. C. Mclntyre. Að Luxton er kominn af stað sem umsækjandi er engum ððrum að þakka en Alex. McDonald fyrrverandi mayor, sem er andvígur Greenway í einu og öllu, að undanteknu máske skólamál- inu, en sem hann segistekki viðurkenna að hafi nokkra þýðingu í þessari sók'n. Það mál sé um það útkljáð og Mani- tobastjórn geti héðan af engin áhrif haft á það. Það séu alt önnur mál, sem eigi að ráða úrslitum í þessari sókn, en þau mál dragi Greenway í felur af því hann viti hve illa hann standi. Mr. McDonald heflr tekið það fram ótví- ræðilega, að þó hann sé viðbúinn að andæfa Greenway með öllu afli, þá hafi hann í engu skift um skoðun hvað al- menn stjórnmál snertir, eins og ljóst muni verða þegar til dominion-kosn- inga komi. En Greenway segir hann í alla staði óverðugan til að hafa stjórn- taumana lengur í Manitoba. Fyrir þá skuld kveðst hann hafa fengið vin sinn W. F. Luxton til að sækja gegn Camer- on og kveðst ekki trúa að hann beri ekki sigur úr býtum og með miklura atkv. mun. En hann kveðst líka vita að öllum mögulegum meðölum verði beitt til þess að ófrægja sig og þá sem með Luxton standa ekki síður en Lux- ton sjálfan. Conservative-félagið í bænum afréði þegar, er Luxton var nefndur að hugsa ekki um neinn mann í sínum flokki til sóknar í S. Winnipeg, en í þess stað, að vinna í einingu með þeim “liberölum,” sem undir forustu McDonalds standa með Luxton. W. F. Luxton er svo vel kunnur, að oss dettur ekki í hug að mæla með honum. Það er helzt enginn íslendmg- ur liér vestra, sem ekki þokkir hann af aispurn, þó ekki sé nema síðan um árið að C. P. R. félagið og Greenway sam- eiginlega tóku af honum aleigu hans í Free Press-prentfélaginu og skildu hann eftir allslausann. Vér bætum því einu við, sem Mr. McDonald sagði á laugar- dagskvöldið, að ef það færi eins og "Tri- bune” hefði sagt að andstæðingar Greenways á næsta þingi yrðu ekki nema 3, þá væri lífsspursmál að hafa Luxton í þeim flokki, að hann einn væri betri en allir andvigismennirnir til samans, að Fisher undanteknum, á sið- asta þingi, því, að hann mundi ekki hleypa málum fram hjá umræðulaust. Luxton undir öllum kringumstæðum er nauðsynlegur á fylkisþingi og sé nokk- ur maður í Winnipeg sem á skilið að fá atkvæði fjöldans, þá er það W. F. Lux- ton. T. W. Taylor sækir undir merkjum conservativa og eru allar líkur til að hann beri sigur úr býtum. Hvað hæfi- leika snertir er hann fullkominn jafnoki Mclntyres, og minna en liann gætihann enganveginn gert fyrir kjördæmi sitt á fylkisþingi, Það kann að vera að Mc- Intyre hafl alþýðuhylli, en Taylor hefir hana ekki síður, er ef til vill sézt bezt á þvi, að hann er eini bæjarráðsformaður- inn í Winnipeg til þessa tíma, sem Ivis- var hefir verið kjörinn bæjarráðsfor- maður gagnsóknarlaust. Það sem eink- um gefur von um frægan sigur fyrir Taylor er það, að fjöldi af fylgjendum Mclntyres um árið eru honum nú and- vígir og vilja ekki nýta hann, vegna að- gerðaleysis hans og af þvi hann heflr tekið ráðin af Winnipeg-mönnum sem fylgismaður Greenways. Það sem Winnipeg-menn meðal ann- ars hafa á móti Greenwaystjórninni er þetta : Hún heflr bannað þeim að útkljá mál- ið um sunnudagavagna-gang; hún hefir undanþegið Transfer-járn- brautarfélagið skattgjaldi, þvert á móti vilja bæjarstjórnarinnar og þannig svift bæinn tekjum svo nemur þúsundum dollars á ári; Hún hehr leyft bæjarstjórninni að taka til láns $25,000 eða meir til brúar- gerðar yfir C. P. R. sporaklasann, þvert á móti vilja bæjarmanna; hún hefir leyft bæjarstjórninni taka lán til brúargerðar yfir Assiniboine, þvert á móti vilja bæjarmanna. Haldi Greenway þannig áfram, er það eins og Mr. McDonald sagði á laugardagskvöldið, að hann mætti þá eins vel taka við stjórn bæjarins alger- lega og láta bæjarmenn sjálfa engu ráða—fara með þá eins og ómyndug börn, eins og hann hefir gert í þessum málum. K o sni nga-sj óðurin n. Trúar og þjóðflokka-stríðið, sem Greenway hefir hleypt af stað sér til festu í stólm.im og Laurier til hjálpar eystra, vegur mikið en ekki er það ein- hlýtt. Hann þarf hosningasjóð eftir sem áður og hvaðan á hann að koma ? Guðsgjöfin frá þeim Ryan og Haney, er uppétin — var þursleikt og meira til fyrir lok Júlimán. 1892. Um Rocka- feller og stóru brautina frá Duluth norðvestur í Saskatchewan-dal er ekki að gera — í svipinn. Það gat ekki orð- ið af samningum síðastl. vor og ekki á- litlegt að bindast samningi við það félag undir haustið, þegar ekkert var hægt að gera. C. P. R. félagið hefði þá snúist á móti og það hefði reynst meiri skaði en áhati. Fyrst og fremst veldur C. P. R. félagið fjölda mörgum atkvæðum i fylk- inu, og að auki hefir það ráð á góðu fréttablaði i Winnipeg (Free Press) sem þá hefði snúist á móti, en sem nú, eins og Danir, er með “hvorugum,” en klúk- ir upp á girðingunni, tilbúið að koma niðui þeim megin, sem félagið heldur að verði happadrýgra siðarmeir. — Úr hvorugri þessari átt var því von um inn- legg. En kosningasjóð varð að hafa saman, þrátt fyrir hið ginnandi skóla- mál. Og úr því engum utanhéraðs- mönnum var til að dreifa, þá var næst að treysta á sjálfa sig og einhvern mann eða félag í fylkinu. Stjórnin varð að gera eitthvað sjálf til að afla sér fjár i kosningasjóð, og hún þurfti að gera það áður en vetur kæmi, því ekki var að vita nær nauðsynlegt yrði að skella kosningunum á. Það hafði um mörg ár verið talað um þörf á framskurði St. Andrews fló- ans, er liggur suður um Rockwood og St. Andrews sveitir. Meðan John Nor- quay lifði og var stjórnarformaður, hafði hann látið gera áætlun um kostn- að við framskurð flóans og fylgdi þvi á þingi, að flóinn væri þurkaður. Áætl- aður kostnaður við það var $15,000, en Greenway, sem þá sat á þingi, andæfði þessai-i tillögu svo freklega, að ekkert var að gert. Sagði kostnaðinn hóflaus- ann og augsýnilegt, að stjórnin ætlaði á þennan veg að afla sér mútupeninga. En svo hefir nú hinn æruverði Mr. Greenway augsýnilega gleymt þessum ummælum sínum þá, því þegar hann í sumar lét verkfræðing sinn gera áætlun um kostnaðinn við að skera fram flóann varð honum ekkert bumbult, þegar hann heyrði farið fram á $80,000. Honum ofbauð heldur ekkert þegar lægsta boð- ið í verkið kom fram og var @511,7tlO Þetta er skoðanabreyting að gagni! Fyrir nokkrum árum, þegar öll vinna var dýrari en nú, og þegar skurðgerðarvél- ar voru ekki til líkt því eins góðar og nú,— fyrir fáum árum þótti Greenway hóflaust að verja $15,000 til að skera fram St. Andrewsflóann. Nú þykir þessum sama Thomas Greenway sann- gjarnt að verja til þess $91,700 ! Álit hans á kostnaðinum hefir tekið breyt- ingum svo nemur meir en $76,000 á fáum árum ! Það er með öðrum orðum Ý76.000 skoðanabreyting þetta! Ef $15,000 goldin fyrir þetta verK fyrir nokkrum árum áttu að gefa af sér svo og svo mikinn mútusjóð og það var álit Greenways, hvað mikinn mútusjóð geta þá þessi $91,700, goldin fyrir sama verk, gefið af sér? Það má segja að verkið eigi að vera helmingi betur gert nú, en þá var gert ráð fyrir, og er það hugsanlegt. En þó ætti það engan vegin að kosta helmingi meira nú en þá, þegar kaup var hærra og vinnu- vélar ófullkomnari, eða 30,000 dollars, og þá, eftir reikningi Greenways, ætti sú upphæð að fela í sér ríflegan mútu- bitling. En nú eru þrjátíu þúsundin ekki nema þriðjungur þeirrar upphæð- ar, sem Greenway nú hefir gefið fyrir verkið, og það að þinginu fornspurðu og að auki rétt undir veturinn, þegar ekkert er hægt að gera. Þegar litið er á framkomu Green- ways í þessu máli fyrir nokkrum árum, þá er ekki undarlegt þó menn hér þykist sjá uppsprettu kosningasjóðsins. Ef hans eigin orðum er að trúa, þá er hér fenginn mútusjóður meiri og stærri en sá, er þeir Ryan og Haney lögðu til fyr- ir seinustu kosningar. Á þetta mikla fyrirtæki minnist Greenway ekkert í ávarpi sínu til al- mennings, því almenningi er það ætlað. þó hann láti sem hann ávarpi kjósendur sína eina. Ilonum máske finst að hann hafi verið svo “liberal” í viðskiftum sín- um Charles Whitehead & Co. i Brandon í þessu máli, að ekki sé ráðlegt að guma af því. Það vildu þá máske aðrir kom- ast að jafn-“liberal” • samningum, en stjórnin vitanlega stendur ekki við að vera svona “liberal” nema rétt fyrir kosningar, og þá ekki í stórum stíl nema við þagmælskar skepnur. -------1 ^ | • • Meira atkvæða rán. I síðasta blaði nafngreindum vér 6 Islendinga í Suður-Winnipeg, sem gle.ymt var að cotja á kjörskrána. Síðan höf- um vér athugað þá kjörskrá betur og sjá um að þar vanta einnig nöfn þessara manna: Séra Magnús J. Skaptason (við Notre Dame Ave. að sunnau) Magnús Markússon (Fort Rouge). Á Winnipeg Centre-kjörskrána hef- ir og gieymst að setja nafn hr. Einars Ólafssonar, ráðsmanns Hkr. Mr. Brown, kjörskrárritarinn í þeirri kjör- deild hefir fullvissað oss um að það nafn hafi verið í handritinu, sem haun af- henti prenturunum. Kjörskráin var prentuð í prentsmiðju “Lögbergs.” Hvað mikið fleiri nöfn Islendinga í Winnipeg hafa þannig gleymst er ó- víst-, en ólíklegt að þau 8 sem vér höfum talið, séu þau einu. ‘•Liberal” Ný-íslendingur. “Hvernig tekur það sig út fyrir oss Ný-I'.'endinga. sem fiestir erum frjáls- lyndir í trúmálum, að fara nú að hjálpa kaþólsku kyrkjunni til • að auka vald sitt ?” segir Ný-íslendingurinn í síðasta Lögbergsblaði, og það á nú svo sem að ganga til hjartans, en áður en menn verða alveg gagnteknir af þessari her- hvöt, væri gaman að spyrja : Hvernig skyldi það taka sig út fyrir Ný-Islend- inga, sem eru flestir frjálslyndir í trú- málum, að hjálpa til að ásælast ka- Jólska fyrir það að þeir eru kaþólskir. eða með öðrum orðum : hvernig skyldi það taka sig út fyrir frjálslyndan mann að vera ófrjálslyndur ? Skyldi greinar- höfundurinn virkilega hafa þá skoöun á Ný-íslendingum, að frjálslyndi þeirra i trúmálum nái ekki lengra en til trúar- atriðanna sjálfra, og að þeir geti ekki liðið þá sem hafa aðrar trúarskoðanir ? Ef svo er, þá er vonandi að sú skoðun sé röng. Það væri hreinasti glæpur, að koma mönnum til að hugsa, að slikt væri trúarlegt frjálslyndi, því það mundi ala menn upp með algerlega falskri hugraynd um, hvað frjálslyndi i trúmálum er. Trúarbragða frelsi er i því innifalið að öllum jafnt sé gefið tækifæri til að útbreiða og viðhalda sinni trúarskoðun. án tillits t.il þess hver hún er. Maður verður að viðurkenna að aðrir hafi rétt til að halda fram og viöhalda, fyrir sína persónu enda þeirri trúarskoðun sem mað ur sjálfur hyggur ranga, og krefst rétt- inda til að segja og sýna að sé röng. Það verður enginn maður frjálslyndur í trúarefnum fyrir það, þó hann neiti öll- um viðteknum trúarskoðunum,ef hann vill útrýma þeim með ofbeldi en hefir ekkert umburðarlyndi. Ný-Islendir.orar lxafa aldrei verið og verða aldrei beðnir að bjúipa til að auka vald kaþólsku kyrkjunnar, en þeir eru beðnir að vera réttsýnir og senda á þing þann mann sem þeir vita að muni konia fram með allri sanngirni í skólamálinu skyldi það koma fyrir á þingi sem þó allar likur eru til að verði ekki þur cð Manitoba-stjórnin er þegar búin að þver taka fyrir að hliðra nokkuð til i því máli. Afleiðingin af því er auðvit- að sú að skólalögin annaðlivort statida óbreytt, eða þá að sambandsþingið ger- ir við þau breytingar, sem Manitoba- þingið getur ekki samkvæmt stjórnar- skrá landsins afmáð. Sá eini vegur til að þetta mál komi á ný fyrir á þingi í Manitoba er sá, að sambandsstjórnin biðji Manitobastjórnina enn (ifjórða sinn) að taka það til íhugunar. Þá batnar nú okki heldur mikið fyr- ir þeim sem hrópa: “Dýrðin, dýrðin og skólamálið !” við það, að Laurier leið- togi ‘liberala’ á Ottawa-þinginu hefir nú komið fram opinheriega með það. að ef hann kæmist til valda, þá ætii hann einnig að gera breyting við skólalög Manitoba. Má. Greenway þannig eiga það nokkurnveginn víst, að þessum uppáhaldslöguin hans, sern honum hefir tekizt svo dásamh'ga að flækja almenn- ing i, verður brey i livor flokkurinu sem ofan á verður i Ottawa, úr þvi hann neitar að geru nokkurt samkonm- lag. Þannig er því skólamál þetta orð- íð að tómri beiuagrind i höndum Green ways og förunautu lians. en alt uni það er þvi enn haldið á lofti, og brúkað sem grýla af klíku sem hefir ekkert annað augnamið en að halda sér við völdin, jafnvcl með hinum allra sóðalegustu meðölum, þeim: að koma inn hjá al- menningi fordóm gegn kaþólskum borg- urum þessa lands vegna trúar þeirra. Þaðhefir þeim tekizt, og því prógrammi fylgirSigtr. Jónasson dyggilega eins og leigunautar hans. Nú er tækifæri fyrir Ný-íslendinga að sýna sig. Hvort vilja þeir heldur hlutdrægni eða sann- girni? Hvort vilja þeir heldur Bald- winson eða Sigtrygg? * * * \ * * * * * * Agætar Premiur f Katipið og' borjTÍð Heimskringlu ! riilboð sem þið getið ekki gengið framhjá ! J Nyir haupendur fá Heimskringlu og Öldina þetta ár, 1896—1897, ásamt Öld- inni frá byrjun (þrjá árganga, 480 stóvar blaðsíður), sem inniheldur allar sögur herlæknisins, eftir Zakarins ’L'opelius, ásamt möt gum fróðlegum ritgerðum, fyrir að eius >*á,75 fyrirfram borgað. \ /Jljiy h/1 u foptl/1 U'V sem hafa borgað blaðið eða KUlijJCriUUr ? borgaþaðnúuppaðl.Jan. * * * * * 4 i \ * \ i * t \ * * * * \ * * é * t t \ \ \ 1891), eða senda oss minst $2.00 upp i gamlar skuldir, ef stærri eru, geta fengið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hér eru taldar, með því að senda oss, auk borgunav fyrir blaðið, upphæð þá, sem stend- ur aftan við þá lúk oða. biokur, sem þeir velja sér : “Feoples Atlas." landakort með allskonar fróðleik um löndin, 124 bls. 20 c. “l’icturesof all Oountries,” með skýringum yíir liverja mynd, 256 bls. 20 c. “ITnited States History,” með myndum 607 bls. 15 c. “Standard Cook Book,” 320 bls................I0c. “Gems of l’oets,” 200 bls. -................15 c. “Ladies Hoine Companion,” mánaðarblað, á 24 gríðarstórar bls. í hvert skifti, 50 c. um árið. $ v\llar þe.ssar bækur eru þess. vel virði, að þær séu á hverju heimili, og verðið er sett svo lágt að engan munar — að eins fyrir burðar- gjiikl og fyrirhöfn. Sérstaklega er Peoples Atlas nauðsynleg bók, og Pictures of all Countries er einkar skemtileg bók. Ladies Home Companion er mjög vandað og stórt mánaðarblað, 24 blshvert hefti vanaverð $1.00 um árið. Það er ómissandi blað fyrir alt kvenfólk som vill f.vlgin meö cimanum í öllu sem til heimilis og klæðnaðar hej rir. — Aliar þessar lrækur eru til sýnis á skrifstofu blaðsins. Loir iSeni borsa nú eða hafa þegar borgað þennan nýbyrjaöa (10.) árgang Heims- kringlu,—eða þeir sem borga upp gamlar skuldir sínar og fyrirfram fyrir þennan árgaug. *- eða þeir sem gerast nýir kaupendur og borga fyrirfram, fá allir íiinar ofangreindu bækur með þeim skil- yrðum, sem sagt liefir verið, og að auki endurgjaldxlaust söguna Mikael Strogoff, innfesta i kájiu, þegar hún er komin út, sem verður um miðjan Febríiar. Saga þessi, sem er að koma út í dálkum Heimskringlu, er eins og mörgum er kunnugt, eftir hinn alkunna skáldsagnahöf- und Ji.les Vbrne, og er ein af þeim beztu sögum, sem í íslenzku btaði hefir birtst. Bókin verður um hdlft fjórða hundrað hlaðsíður aö stærð, og verður send til allra, sem hafa áunnið sér tilka.ll til hennar, þegar hún er komin út, þeim að kostnaðarlausu. Tilboð hctta stendur meðan upplag sögunnar endist, þó ekki Auglýst verður í blaðinu ef lengur en tíl 31. Mavz næstkomandi. upplagið þrýtur fyrir þann tíma. Sendið gjöld yðar og panranir sem f.yrst, áður en upplagið af sðgunni er útgengið. Vér höldum lista yfir alla, sem borga og ávinna sór tilkall til sögnnnar, og verða pantanir afgreiddar í þeirri röð, sem þær koma fyrir á listanum. Ensku bækurnar fá kaupendur 2—3 vikum eftir að þeir hafa sent horgunina. 7// /í'//y>; /j f Engin hlöð af þessum árgangi verða “ * send til íslands, nema kaupendur þeirra horgi allar eldri skuldir og fyrirfram fyrir þennan árgang. Borg- anír þurfa að veia komnar til vor fyrir 15. Febrúar, frá öllum þeim sem ætlast til að blaðið verði sent heim með næstu ferð. Yerð blaðsins boimsent er ?1.00fjTÍrþásemeinnigkaupa hlaðið sjálfir, en $1.50 fyrir þá, sem að eins kaup það til heimsend- ingar. The Heimskring/ct Prtg. & Publ. Co.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.