Heimskringla - 31.01.1896, Side 1
X. ÁR.
NR, 5.
Heimskringla.
WINNIPEG, MAN., 31. JANÚAR 1896.
• .
Til
Prófessors Rasmus B. Anderson,
á fimtugasta afmælisdcgi hans
12. Janúar 1896.
Það er fagurt stórvirki’ að byggja brú,
brú milli vorra’ og horfinna daga ;
og það skráir glöð á gullspjald Saga,
að þvílíku stórvirki starfaðir þú.
Það er fagurt stórvirki’ að byggja brú,
brú milli heimsins fjaflægu þjóða,
svo hver miðli annari’ af andans gróða;
að þvílíku stórvirki starfaðir þú.
Það er fagurt vinnáttu’ að byggja brú,
brú miili sín og hvers göfugs anda,
er nær manni’ á lífsins leið kann standa,
og ótal af brúm þeim bygðir þú.
í íslenzkum stefjum þér óska’ ég nú,
að unaðarsöm megi verða þín ganga
um ófarna æfibraut ljósa og langa
unz Drottinn til annars heims byggir þér brú.
Jón Ólafsson.
Madison, Wis.,12. Jan. ‘96
ísland og fólk þess
heitir grein eftir Eutii Sch arí'N i.u 1
mánaðarhiaðinu “Chautauquan,” sem
gefið er út í Meadvilte í Pennsylvania. í
þessari grein er íslendingum mikillega
hrósað og landinu sjálfu ekki síður fyr-
ir fegurðarsakir. Greinin endar á þessa
teið : “Ekkert getur verið yndiSlegra
•en að ferðast átta hundruð eða þúsund
mílur á h.est’baki umísland. Ferðamað-
urinn sér þá þúsundir fjailatoppa Shulda
eilífum snjó, og sem meiri eru að fegurð
og mikilleik en nokkurn tíma Alpafjöll-
in. Hann sér þar óteljandi grúa af
hverum og heitum uppsprettum; f jölda
af fossum, einn þeirra — Gull-foss—sem
neest gengur Níagarafossi að stserð og
íegurð; krystaltæra læki og straum-
harðar ár; eidhraunaklasa í öilum mynd-
um og þakta i mosa, sem á sólríkum
Jogi lítur út -etes og fro'ít til að sjá.
Dýrðarkóróna alls þessa er svo loftið
sjálft, svo tært, aðfjöll í 80 mílna fjar-
lægð sýnast fá skref frá manni. Eg hefi
hvergi séð skýrari skifting ijóss og
skugga en þar, og iitskiftingin er rétt
yfirgengiteg. Út úr dimmu djúpinu um-
hverfis teygir berghyrna eða fjallsrönd
sig út í sólskinið og glóir eins og gulL,
en efst skín á snjó- og ístypta krúnuna
umkringda af fagurtærum liiminbiám-
anum.”
I greininni er öllu mögulegu haug-
að saman, lýsing landsog veðráttu, eða
árstíðanna, húsaskipun, mentamálum
og bókmentum, stjórnmálum, sögu Is-
lands og frumbygðar, fundi Grænlands
og Ameríku m. m. í heild sinni, sem
sagt, er hvorttveggja hrósað, landi og
þjóð, og yfir höfuð er fráSögnin nokkuð
nærri lagi. Það fer heldur að slá út í
þegar til stjórnmálanna kemur. Sem
vott um það skal þess eins getið, að sam-
kvæmtgreininni á landshöfðingi aðstað-
festa öll lög frá alþ. nema þau er breyta
stjórnarskránni að einhverju leyti, eða
nema úr gildi einhver ákvæði hennar.
Þau lög ein segir höfundurinn að séu
send konungi til staðfestingar.
Hanghermi e,ins og þetta eru auðsjá-
anlega ekki vísvitandi gerð. en eru því
að kenna, að túlkar útlendra ferða-
manna eru ekki eins fróðir og skyldi.
Þetta sýnir þörf á einhverri stofnun í
Reykjavík, þar sem útlendir ferðamenn
gætu fengið rétta lýsing af pólitiska á-
standinu ekki síður en öðru. Það má
virðast að litlu skifti þó vitlaust sé sagt
frá öðru eins og þessu, en því að eins
geta þó íslendingar fengið sympathy
annara þjóða í stjórnarbaráttu sínni, að
ástandið $é kunnugteins og það er. Vit-
leysa eins og þetta ijafn merku riti og
“Chautauquan” er, getur verið skaðleg.
M 8 # 0 8 ÍS ® O <3'0*1
I havo prpsrribctl Menlhol Plaster in a ntimher
ofcaxesuf numalgic aud rhounmlic pains,«and
am vcry ntuch pleased with tho elfects nnd
pleasautness of its application.—W, 11. Carpkx-
TKR, M.D., Hotel Oxford, Boston.
I havo used Menthol Plasters in several cnfies
of muscular rheumatism, and fiinl in cvery cnsa
thatitgavealmostinstantand permanent relief.
—J. 15. AÍOORE M.D., Washlngton, D.C.
It Cures Sciatica, liumbatfo, Neu-
raltfia, Puiiis in l>ack or Sicle, or
any Muscular Pains.
Price>I Davis & Lawrenco Co., Ltd,
25c. I Sole Proprietors, Montkeal.
Yggdrasill Óðins-
liestur.
Þessi fyrirlestur um ofangreint efni.
eftir Eirík Magnússon, M. A., í Cam-
bridge á Englandi, er nú útkominn á ís-
lenzku, aukinn og breyttur eftir höfund-
inn sjálfan. Vór höfum áður (í Öldinni
III.,‘-8., hls. 126) minst á þessa ritgerð.
og sleppum því að minnast á hana nú
Því í aðalatriðunum er hún sú sama og
á enskunni, og víða bókstaflega hin
eama. Vér látum því nægja að eegja
frá tildrögunum til þess.að ritgerð þessi
er til orðin, með höf. eigin orðumífor-
málanum f.yrir íslenzku útgáfunni:
“Hitgerð sú, er hérbirtist á ístenzku,
er til oíðin á þann hátt sem nú skal
greina. í fyrirlestrum mínum yfir
Völuspá lét ég uppi þá skoðun mína
fyr-st, vorið 1894, að Yggdrasill mundi
merkja þáð, pem ég hér leiði rök að, að
það muni tákna. Þetta þótti nýlnnda,
að það orð, er allir sem nokkur kynni
höfðu af norrænum goðfræðum ætluðu
að vtera nafn á liinum heilaga aski norr-
ænnar heiðni, skildi, eftir alt sanian,
vera nafn á hesti Oðins, Sleipni = Vind-
inum. Þetta var gert að umtalsefni, og
voru menn, eins og við mátti búast, í efa
hverja þeir skildu trúa, með því, að rök-
semdir mínar fyrir þeirri skoðun er ég
hafði lýst yfir að eins munnlega,
•urðu ekki notaðar sannfæringunni til
neíns lárerðanlegs leiðarvísis, meðan þær
fóru að eins munn frá munni, Ég dró
því atihugasemdir mínir um þetta efni
saman í ritgerð, er ég las fyrir málfrteð-
ingafélaginn í Cambridge 24. Janúar þ.
á...........En hin enska útgáfa fór
stutt yfir málið. Síðan hún fór til
prentunar hefi ég hugleit tumtalsefni
hennar á nýja leik, og gengið enn ná-
kvæmar frá rökleiðslunni á miðkafla
ritgerðarinnar sér í lagi og á athuga-
semdinni um Mima-meið aftan við hana
Er þessi íslenzka útgáfa ritlingsins því
aukin og breytt.”
Það er í hæzta máta fróðlegt rit
þetta og sannarlega þess virði, að allir
Vestur-íslendingar, sem á annað borð
þekkja til norrænnar goðafræði, og það
að vændum eru flestir, leggi stund á að
eignast það og lesa. ðérstaklega er þessi
ritgerð ánægjuleg aflestrar og umhugs-
unar fyrir þá, sem kunnugastir eru Edd-
unum og unna þeim, sem einu mesta
meistaraverki forfeðranna. Guðahug-
mynd forn-Norðmanna er mikilfengleg
og fögur eins og hún er alment skilin,
en fagrari miklu og tilkomumeiri verð-
ur hún þó hjá hverjum einum eftir að
hann les þessa ritgerð. Og það er hverj-
um einum hei.nilt að halda tilgátur og
röksemdafærslur höfundarins réttar
þangað til einhver kemur fram og hrek-
ur þær.
-------—-------------—
Um kynblendingana
í St. Androws og atkvæði þeirra í kosn
ingunum er Lögberg að tala í síðasta
blaði, Vér ætlum ekki að elta ólar um
það atriði, því það hefir ofur litla þýð-
ingu, Að eins vildum vér benda á, að
Lögbergi gleymdist að telja St. Peters,
sem kynblendingastöð, sem þó mun ó-
hætt ekki síður en Clandehoye. Það
vita allir, sem nokkuð þekkja til í St.
Andrews. En svo eru þeir í St. Peters
máskó gáfaðri menn en hinir, enda eru
þeir góðnm mun nær v(h)isku brunnin-
um í Selkirk, og 48 þeirra greiddu líka
atkv. með Jónasson, á móti 26, er voru
með Baldwinson. Að ekkert sé af kyn-
blendingum í West Selkirk eru sannar-
leg nýmæli, og mundi margur íslend-
ingur, sem þar býr, einlæglega óska að
þau nýmæli væri sönn, en það er neyð-
in, að þau eru ekki sannari en sumt af
því er ritarinn sagði í Nýja Islandi.
Hvað snertir atkvæðaskiftinguna i
East Selkirk, þá er kunnugra en frá
þurfi að segja, að tii hennar eru alveg
sérstakar kdngumstæður og eingöngu
að kenna aðal-umboðsmanni Baldwin-
sonsmeðal enskutaiandi kjósenda.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
FÖSTUDAG 24. JANÚAR.
Þær fréttir koma nú frá Konstant-
inópel, að Rússar og Tyrkir séu gengnir
í sóknar og varnarsamband, —með öðr-
um orðum, að Tyrkir séu gengnir á
hönd Rússum og orðnir skjólstæðingar
þeirra. Sagt er og að Frakkar muni
vera með í þessum félagsskap. Samn-
ingur um þetta á að vera staðfestur og
í honum ákveðið, eins og auðvitaö er,
að Tyrkir skuli frá þessum tíma banna
herskipum öllum, öðrum en sinum og
Rússa, umferð um Hellusund. Enm er
ekki alveg víst að fregnin sé sönn og þvi
ekki augJjóst hvaða ráð Bretar og aðrir
taka tii að ónýta þennan samning.
Póstmálaskýrsla Canadastjórnar
var lögð fyrir þingið í dag. Eftir henni
að dæma eru nú í Canada 8,832 pósthús,
— 168 fleiri en í fyrra. Á árinu tóku
þessi pósthús til samatis á móti ÍIOJ
milj sendibréfa, 241 milj. póstspjalda og
23 milj. fréttablaða og bóka-böggla.
Tekjur póstmáladeiklarinnar voru á ár-
inu $2.792,782, en gjöldin $3,S93,$47.
Tekjuhalli því $790,865.
Venezueiamenn bíða með óþreyju
eftir tækifæri að herjaá Breta. Þeir
telja sér vísan sigurinn sérstaklega ef
Bainkiríkixi stauda að haki þeirra.
Framfcaldandi fregnir um ósigur
upreistarmanua á Cuha, en mögulegt
þykir að þær freguir flestar séu tilbúu-
ingur Spánverja.
LAUGARDAG 25. JAN.
Canadastjórn hefir leyft útflutning
nautgripa úr vesturríkjum Bandaríkj-
anna um St. Joihu’s í New Brunswick.
Þykir það benda á að stjórnin hafi enga
von með að fá afnumið nautpenings-
innflutningsbannið á Englandi.
Ilálfan daginn í gær ræddu efrideild-
arþingmenn Bandaríkja um Armeníu-
málið, útaf tillögu um að skora á stór-
veldin að tefja ekki lengur, en hjálpa
hinu nauðstadda fólki strax.
Tyrkjastjórn bannar hjálparfélag-
inu alkunna, er nefnir sig “rauða kross-
inn,” að vinna meðal Armeníumanna
og útbýta gjafafé. En sem einstakling-
um verður foringja félagsins, Miss Bar-
ton, og þeim er hún kýs sér tilaðstoðar,
leyft að fara um landið og útbýta gjöf-
um. I Armeníu er sagt að séu um 1
milj. manna.erekkihafaannaðen gjafa-
fó á að lifa yfir veturinn og er nú verið
að safna gjöfum hvervetna. í Canada
er eitt blaöfélag (The Witness í Mont-
real) nýbyrjað að safna gjöfum ; hefir á
vikutíma safnað rúmlega $1600.00.
Á þjóðþingi Bandaríkja er talað um
að verja fjórðungi verðsins, er fæst fyr-
ir námaland, til að stofnsetja og við-
halda námaskólum.
Kol eru sögð fundin í Minnesotaríki
norðarlega,—suður af skógavalni, inn-
an landeignar Great Northern félagsins.
MANIJDAG, 26. JAN.
Hveitiverðið heldur áfram að þok-
ast upp á við í Chicago og hvervetua
eystra.
Laust fyrir helgina æddi hræðileg
stórhríð yfir Nýfundnaland, hin .versta
er þar hefir komið i 25 á". Viðskifti öll
oru bönnuð vegna snjóþyngsla og tele-
,;rafþræðir slitnir. Á járnbrautunum
/oru sumstaðar 20 feta þykkir skaflar
og að sama skapi annarsstaðar.
Unglingsmaður fráWinnipeg, John
McCullough, liljóp á langardagskvöld-
ið á skautum 10 mílur á 33 mínútum og
> sekúndum í kapphlaupi í Aíinneapolis.
Er það mesta ferð á skautum sem menn
þekkja á svo langri leið,
Lord Leighton, nafnkunnur mál-
ari í Lundúnum og forseti Royal Aca-
demísins, lézt í Lundúnum á laugar-
dí’ginn, 65 ára g".mall.
Stjórn Breta hefir samþykt að
leggja í gerð skaðabótamál Canada-
manna og brezkra selaveiðamanna i
Beringssundi fyrir atvinnurán af hálfu
Bandaríkjastjórnar. Það var Banda-
ríkjastjórn, sem stakk upp á þessari
meðferð málsins og eru því öll vand-
ræði liklega yfirstigin í þvi efni. Banda-
ríkjastjórn kýs einn nefndarmanninn,
Bretar annan og þeir tveir sameigin-
lega þann þriðja.
Keisari Þýzkalands lætur sér nú
um stundir um engnn hlut eins ant eins
og að fá |komið upp stórum sjóflota.
Viil nú fá $75 milj. veittar til þess, auk
þeirrar upphæðar. sem fjármálastjórinn
hefir ákveðið.
ÞRIÐJUDAG, 28. JAN.
Gjsldaáætlun Canádastjórnar fyrir
næsta fjárhagsár (1. Júlí 1996tilfi0.
Júní 1897) var lögð fyrir Dominionþing-
ið í gær. Sýnir hún að alls yfir þarf
stjórnin $11,230,681.37, en það er $170,
242 minna en í fyrra var áætlað alls yf‘
ir fyrir yfirstandandi fjárhagsár.
'fillagan um að skora á stórveldin
að hjálpa Armeníumönnum og sem veit
ir Cteveland forseta takmarkalitla heim-
iid til að hjáipa stórveldunum í því efni,
var í gær samþykt f neðri deild þjóð-
þings með 113 gegn 26 atkvæðum. í
Evrópu að minsta kosti þykja nú líkur
til að Bandaríkjamenn og Bretar sam
eini sig, en hvort af því getur orðið, ef
sönner fregnúi um samning Rússa og
Tyrkja, er efasamiara, þegar athugað er
v'nfengi á yfirbordinu milli þeirra
RúsSa og Bandaríkjamanna.
Það er enn ekki víst hvort sönn er
fregnin um samning Rússa og Tyrkja,
en ekki þykir ósennilegt að iiún sé sönn
En nú er fullyrt að enginn skriflegur
samningur eigi sér stað, en að eins
munnlegur. er háðar stjórnirnar muni
gera sér að skyldu að halda leyndum á
meðan kostur er.
Ðominionþings-aukskosningar fóru
fram í Charlevoix-kjördæmi í Quebec-
fylki í gær og unnu ‘Liberals’ Jmeð eitt-
hvað um 200 atkv. mun. Úrslitin eru
lík og við síðustu almennar kosningar.
Héraðsmenn kusu ‘Liberal’ þá. en svo
sveik hann þá stuttu síðar og gekk í lið
stj'órnarsinna.
56 menn bíðu bana við kolanámu-
slys í Wales á Englandi í gær.
MIÐVIKUDAG, 29. JAN.
Skip lagði út frá New York með
raenn og vopn til hjálpar Cubamönnum
á sunnndagskvöldiö var, en strandaði
skamt fyrir utan höfnina og drukkn-
uðu þar 10 menn.
Sagt er að Cubamenn hafi orðið
undir aftur í orustu á mánudaginn; að
margt hafi fallið af mönnum þeirra og
þeir tapað all-miklu af vopnum.
Einu sinnl enn er fullyrt að Duluth
Winnipeg-járnbrautin verði bygð alla
leið á komandi sumri. Það eru góðar
fréttir, en þó er sá galli á, að C. P. R.
félagið verður eigandinn.
Sir Joseph Barnbý, nafnfrægt tón-
skáld, lézt í Lundúnum í gær, 58 ára
gamall.
FIMTUDAG, 30. JAN.
Bandaríkjastjórn hefir í huga að
láta smíða 6 brynskip til, er hvert kosti
um eða yfir $3 milj.
Það er sagt að Rússar einir hafi
leyfi til að stilla til friðar í Armeníu,
samkvæmt samningi Rússa og Tyrkja.
Só svo er Armenia gengin úr greipum
Tyrkja, eða svo gott.
Neyð mikil er sagt að eigi sér stað
á Nýfundnalandi, sem harðviðri óvana-
leg auka enn meir.
IilNN DEYJANDI UXI.
[Eins og mörgum er kunnugt, eru
uxar margir notaðir tilfiskidi áttar norð-
an af Winnippgw.tm til Selkirk á vetr-
um. Margir, hklega tiestir, fara vel
með skepnurnar í þeim ertiðu ferðura,
en þó slæðast þeir ííieð sem ekki virð-
ast hafaallra minstu tilfinningu fyrir
þreytu og þjáningum skepnanna, en
píska þær áfram þangað til þær faila.
Eftirfylgjandi erindi eru ort í tilefni af
einu slíku tilfelli.]
Hví daprast mér sjónin' ég sé þig nú ei,
Sálarlaus húsbóndi minn ?
Hér örmagna ligg ég unz loks að ég dey
Því lífskraftinn þverra ég finn.
Með blóðstorknum augum, ég bað þig
urn vægð;
Þú barðir mig ákafast, þá.
Þínu fólskunnar æði og fúlmensku
gnægð,
Þú freklega kenna munt á.
Heldur þú mig vera stálharðan stein,
Sem stöðvast ei meitillinn á ?
Nei, ég er lifandi vera með blóð, hold og
bein,
Sem hugast og fell svo í dá.
A, J. Sk.'-GI’eld,
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
$
\
\
#
#
\
\
#
#
\
#
Agætar
Premiur!
\
#
Kaupið og borgið Heimskringlu !
Tilboð sem þið getið ekki gengið framhjá !
Nyir kaupendur
fá HeIMSKRIXOLU Og ÖLDINA
þetta ár, 1896—1897, ásamt Öld-
inni frá byrjun (þrjá árganga, 480 stórar blaðsíður), sem inniheldur
allar sögur herlæknisins,
eftir Zakarias Topelius, ásamt mörgum fróðlegum ritgerðum, fyrir
að eins fj’rirfram borgað.
#
#
#
#
Allir kaupendur,
sem hafa borgað blaðið eða
borga það nú upp að 1. Jan.
1896, eða senda oss minst $2.00 upþ f gamlar skuldir, ef stærri eru,
geta fengið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hór eru taldar, með
því að senda oss, auk horgunar fyrir blaðið, upphæð þá, sem stend-
ur aftan við þá bók eða bækur, sem þeir velja sér :
“Peoples Atlas,” landakort með allskonar
fróðleik um löndin, 124 bls. 20 c.
“Pictures ofall Countries,” með skýringum
yfir hverja mynd, 256 bls. 20 c.
“United States History,” með myndum
607 bls. 15 c.
“Standard Cook Book,” 320 bls..............)0c.
“Gems. of Poets,” 200 bls..................15 c.
“Ladies Home Companion,” mánaðarblað,
24 gríðarstórar bls. í hvert skifti, 50 c. um árið..
Allar þessar bækqr eru [iess vel virði, að þær séu á hverju heimili,
og verðið er sett svo lágt að engan munar — að eins fyrir burðar-
gjald og fyrirhöfn. Sérstaklega er Peoples Atlas nauðsynleg bók,
og Pictures of all Countries er einkar skenuileg bók. Ladies Home
Companion er mjög vandað og stórt mánaðarblað, 24 blshvert hefti
vanaverð $1.00 um árið Það er ómissandi hlað fyrir aJt kvenfólk
sem vill fj'lgja með timanum í öllu sem til heimilis og klæðnaðar
heyrir. — Allar þessar baskur eru til sýnis á skrifstofu blaðsins.
Tíoiu com Lnrrra n vi eða hafa þegar borgað þennan
l-'Cli oCIli UUIgít IIU nýbyrjaða (10.) árgang Heims-
kringlu,—eða þeir sem borga upp gamlar skuldir sinar og fyrirfram
fyrir þennan árgang. — eða þeir sem gerast nýir kaupendur og
horga fyrirfram, fá allir hinar ofangreindu bækur með þeim skil-
yrðum, sem sagt hefir verið, og að auki endurgjaldslaust söguna
Mikctel Strogoff,
innfesta í kápu, þegar hún er komin út, sem verður um miðjan
Febrúar. Saga þessi, sem er að koma út í dálkum Heimskringlu,
er eins og mörgum er kunnugt, eftir hinn alkunna skáldsagnahöf-
und Jules Verne, og er ein af þeim beztu sögum, sem í íslenzku
blaði hefir birtst. Bókin verður um hdlft fjórða hundrað Maðsíður
að stærð, og verður send til allra, sem hafa áunnið sór tilkall til
hennar, þegar hún er komin út, þeim að kostnaðarlausu.
Tílboð þettil stendur meðan upplag sögunnar endist, þó ekki
lengur en til 31. Marz næstkomandi. Auglýst verður í blaðinu ef
upplagið þrýtur fyrir þann tíma.
Sendið gjöld yðar og pantanir sem fyrst, áður en upplagið af
sögunni er útgengið. Vér höldum lista yfir alla, sein borga og
ávinna sér tilkall til sögnnnar, og verða pantanir afgreiddar í
þeirri röð, sem þær koma fyrir á listanum.
Ensku bækurnar fá kaupendur 2—3 vikum eftir að þeir liafa
sent borgunina.
c/ i / / r//IM /Jr Engin blöð af þessum árgangi verða
• s«nd til íslands, nema kaupendur þeirra
borgi allar eldri skuldir og fvrirfrain fyrir þennan árgang. Borg:-
anir þurfa að vera komnar til vor fyrir 15. Febrúar, frá öllum þeim
Sem ætlast til að blaðið verði sent lieim með næstu ferð.
Verð blaðsins heimsent er $1.00 fyrir þá sem einnig kaupa
blaðið sjálfir, en $1.50 fyrir þá, sem að eins kaup það til heimsend-
ingar.
The Heimskringia
Prtg. & Publ. Co.
#
#
#
#
#
\
\
#
#
#
#
\
#
#
HLUTIR
sem ern í sjálfu sér vandaðir
og aldrei breytast nema til
batnaðar, verða óbjákvæmilega
viðurkendir að lokum.
Þetta er ástæðan fyrir að
selst svo mikið af
E. B. EBÖY’S Eldspytum.