Heimskringla


Heimskringla - 14.02.1896, Qupperneq 1

Heimskringla - 14.02.1896, Qupperneq 1
X. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 14. FEBRtJAR 1896. NR. 7. Fylkisþingið, hiö niunda, var sett 6. Febr., að við- stöddum fjölcla af fólki. Fylkisstjóri Patterson kom l>ar frain í fyrsta skifti og ílutti stutt en laggott ávarþ. Byrj- aði hann með því að fagna yfir hinni íniklu uppskeru siðastl. sumar.en kvart- aði jafnframt yfir hinu lága verði og yf- ir þyí jafnframt, hve flutningsgjaldið væri hátt og að fagnað mundi öllum til- raunum, er miðuðu til að fá hveitið flútt til markaðar fyrir lægra gjald, en nú væri greitt. I>á gat hann þess, að heppilegt hefði þótt að rjúfa síðasta þing fyrri en ann- ars þurfti, til að gefa almenningi tæki- færi til að láta í ljósi skoðun sína á stefnu stjórnarinnar í skólamálinu. Úr- slit kosningannu sýndu, að stjórnin í þessu máli breytti samkvæmt vilja mik- ils meiri hluta kjósendanna í fylkinu. Svo gat hann þess, að svar stjórnarinn- ar þetta mál áhrærandi yrði innan skamms lagt fyrir þingið. Eftir að hafa lýst yfir, að fylkisreikn- ingarnir yrðu innan skamms lagðir fyr- ir þingið, ásamt áætlun yfir tekjur og gjöld fyrir nýbyrjað fjárhagsár, sagði hann að þingið þyrfti alvarlega að at- huga ástæðurnar að því er fjárhaginn snerti, að tekjurnar væru minni en svo, að stjórnin gæti framkvæmt það sem þyrfti til umbóta, nema með því að eyða meír en tekjunum. Þá sagði hann að fyrir þingið yrðu lögð frumvörp til laga áhrærandi : verzlun (sales of goods), um breytingar á vínsölulögunum, um breytingar á lög- um áhrærandi ábyrgðar-agenta, og um breytingar á lögum áhrærandi yfirrétt- ar (Queen’s Bench) lögin. Þá mintist hann á útlend mál Breta og fullvissaði stjórn Breta um þegnhylli manna í Manitoba. Og að síðust.u lét hann söknuð í Ijósi yfir fráfalli prinzins af Battenberg. Þingið sat ekki nema stutta stund; var frestað til þriðjudags 11. Febr. kl. 8. FRÉTTIR. dagbók. FÖSTUDAG, 7. FEBR. Cushman K. Davis, þjóðþings sen- ator frá Minnesota, vill ná útvalningu á útnefningarþingi repúblíka í sumar er kemur, sem forsetaefni Bandaríkja. Fyrir mánuði síðan auglýsti Banda ríkjastjórn að hún vildi selja SiOO milj. virði af gull-skuldabréfum, gegn á- kveðnu uppsettu verði. Boðin í þessi skuldabréf voru opnuð i Washington 5. þ. m. og voru þau talsins 4,640 og upp- hæðin, sem fram var boðin, var samtals S558J mill. Þykir þetta sönnun fyrir því, að þjóðin sé samdóma Cleveland að því er peningasláttu snertir, en vilji ekkert hafa með frísláttu silfurs, sem barist er við að lögleiða á þjóðþinginu og sem búið er að samþykkja í efri deild. Skuldabréf þessi eru innleysan- leg að 30 árum liðnnm frá 1. Febrúar. Dominien-aukakosningar fóru fram í New Brunswick 5. þ. m., og unnu conservatives með 449atkv. mun. Hungursneyð er sögð hræðilega mikilísumum héruðum í Nýfundna- landi. Stafar hún einkum af því, að síldarveiði brást aðheita mátti alger- lega. Canadastjórn hefir framselt yfir- völdunum í Leipzig á Þýzkalandi þýzk- an mann, er þaðan strauk fyrir skömmu, Er það í fyrsta skifti að Þjóðverjar hafa fengið mann framseld- an frá Canada, LAUGARDAG, 8. FEBR. Rannsókn í máli 'útlendinganna’ i Transvaal, sem voru viðriðnir herferð Dr. Jamesons, var hafin i Pretoria (stjórnarsetri lýðríkisins) 6. þ. m. í flokki Jamesons er sagt að Canadamenn og Astralíamenn hafi verið mann-fiestir Uppreistarmenn þessir allir eru i fang- nlsi síðan, að eins einn (Bandaríkjamað- ur) verið látin laus, gegn 850,000 ábyrgð en samt eru njósnarmenn Boara-stjórn: arinnar alt af á hælum hans. — í sam- bandi við þessa ‘útlendinga’-þrætu sendi útríkjastjóri Breta skeyti til go- vernorsins yfir ‘Höfða'-héraðinu 4. þ. m., þarsem hann segir, að þó Bretar viðurkenni lýðveldiö óháð í ðllu er þess sérstöku mál snertir, viðurkenni hann það ekki að því er snerti utanhéraðsmál í þeim málum öllum sóu þeir háðir Bretum. I skeytinu stingur hann upp á, að ‘útlendingunum’ sé gefin nokkurs konar ‘home rule’ í þeim héruðum, er þeir aðallega skipa, en þó bannaö að sitj.a á þingi rikisins. Mundi það full- vissa Bóarana um, að ekki væri fyrir- hugað að hrinda þeim úr völdum eða breyta stjórnarfyrirkomulaginu. Brezkir menn og Bandaríkjamenn í félagi hafa tekizt í fang að byggja járn- braut fyrir Kínastjórn ;frá Peking suð- ur til Hankow, — um 500 mílur á lengd. Jafnvel Frakkar eru farnir að tala um það á þingi hve æskilegt væri að á kæmist allsherjar sáttaréttur til að úr- skurða öll þræturaál þjóðanna. í til- efni af því reit ráðherra Frakka á Eng- landi bréf til eins þingmannsins, þar sem hann kveðst því máli innilega hlynt ur, en álítur heppilegra að fara fram á sérstakanefnd til aðdæma i málum sem upp kunna að koma í það og það skift- ið. Heldur að sú uppástunga hafi betri byr, en uppástunga urn fastákveðinn rétt til að dæma í öllum málum. Bandaríkjastjórn ráðgerir að verja $45,000 til hreindýra kaupa til upppeldis á Alaska-skaga. MÁNUDAG, 10. FEBR. Spánverjar ráðgera að fara batn- andi dag frá degi að því er snertir hern- aðaraðferð alla á Cuba. Hinn nýi her stjóri, Weyler, hefir að sögn skipun um að tilkynna almenningi, að framvegis verði engin ódæðis eða hryðjuverk leyfð spænskum hermönnum, nema ef upp- reistarmenn byrji á þeim. í því tilfelli vill hann ekki ábyrgjast hermenn Spán- verja. Svo daufar voru undirtektirnar um auka-fjárveiting til heiskipagerðar á Þýzkalandi, aö keisarinn sá vænst að hætta við það mál í bráð. Umboðsmaður fylkisstjórnarinnar í British Columbia hefir sjálfviljugur meðgengið að hann hafi dregið undir sig 87,500 af fé fylkisins, Það gengur tregt að koma sættum á milli Breta og Þjóðverja, en ekki vantar tilraunir til þess, Nefndin, sem Bandarikjastjórn skip- aði til að'gera áætlun um kostnaðinn við að fullgera skipaskurð yfir Nicara- gua-eiðið, hefir nú lokið verki sínu og nefndarálitið verið lagt fyrir þjóðþing. Hún ætlast á að skurðurinn fullgerður kosti um 8130 milj., eða nærri helmingi meira en félagið, sem bað um styrkinu, gerði ráð fyrir. Justin McCarty hefir gefizt upp við að stýra stjórnmálaflokki Ira,enda virð- ist liann ill-viðráðanlegur. Hver eftir- maður hans verður er óvíst enn, en skörpust er orustan milli þeirra Tim. Healy og Thos. Sexton. ÞRIÐJUDAG, 11. FEBR. T mbótalögin fyrir kaþólíka í Mani- toba verða lögð fyrir Ottawa-þingið í dag. Er nú ekki um annað talað en Það, hvort þau muni samþykt, eða hvort stjórnin falli á þessu máli. Sagt er að munkar í klaustri einu skamt frá Montreal hafi fyrir atvinnu að búa til ogselja Whiskey, þó slikt sé vitanlega þvert á móti öllum lögum. Thomas Sexton hefir neitað að taka við stjórn þingmálaflokksins írska. Er nú talað um J. Dillon og Edw. Blake til þess starfa, Allar tekjur C. P. R. félagsins á síð- astliðnu ári voru $18,986,036, en við- halds og vinnukostngður samtals $11. 460,086. Hinn nýji herstjóri Spánverja á Cuba kom til eyjarinnar, til Havana, í gær, á gufuskipinu Alphonse XIII., og var honum mikillega fagnað. Þing Breta kom saman í dag. Á- varp drottningarinnar var venju fremur langt, en ekkert sórstakt í því. Á Ve nezuela-þrætuna er minst þann veg ein- ungis, að vonast er eftir friðsamlegu samkomulagi við Bandaríkin. Húsbruni allmikill átti sér stað í Cypress River, Man., þorpi norður af austurenda Argylebygðar, á þriöjudag- inn var. Brann þar hótel. 3 verzlunar- búðir og eitt íbiiðarhús. MIÐVIKUDAG, 12. FEBR. Fins og til stóð var frumvarpið til umbótalaga fyrir kaþólíka í Manitoba borið upp á dominion-þingi i gær, en ekki var frumv. þá alprentað, og var því ekki útbýtt meðal þingmanna. Að- al-innihaldið ler, að kaþólíkum eru veittir sérskyldir skólar með sérstakri mentamálastjórn (9 manna nefnd), er fylkisstjórinn kveður til þeirra starfa. Ársskýrsla innanrikisstjórans í Ca- nada var lögð fy-rir þingið f gær, Átta menn eru nú þegar komnir fram, sem eru til með að sækja um for- setastöðu Bandaríkja undir merkjum repúblíka. Og þeir láta ekki sitt eftir- liggja að útvega sór fyln á fundinum stóraí St. Louis í sumar. Þezsir menn eru: Reed (fra Maine), Morton (New York), McKinley- (Ohio), Cullom (Illino- is), Állison (Iowa), Bradley (Kentucky). Davis (Minnesota) og Quay (Pennsyl- vania). Havai-stjórn hélt 17. Jan. siðaStl. hátíðlegan í minningu þess, að þá var lýðveldið ársgamalt. Ríkisþingið kem- ur saman 19. þ, m. Forseti Transvaal-lýðveldisins hefir þegið boð Breta um að heimsækja þá með þar til kjörinni nefnd rnanna með sér, til þess að ræða um og útkljá ef unt erþrætumálin. FIMTUDAG, 13. FEBR. Atkvæði féllu gegn stjóru Frakka í gær i járnbrauta-skandal-máli. Efri deildin átti að lýsa trausti sinu á stjórn inni, en neitaði því með 158gegn 85 at- kvæðum. Ráðaneytið befir samt ekki sagt af sér enn. Vonar að umhverfa þessum atkv. i neðri deild. Fyrir sínar $100 milj. i skuldabréf- um fær Bandaríkjastjórn $111^ milj. í gulli. en svo borgar hún nær $100 mílj. í vöxtu á 30 árunum. Cubamenn biðu ósigur í mörgum smáorustum við Spánverja í gær. Frá löndum. LUNDAR P.O., 1. Febr. 1896. Nú um kosningaleytið hefir veriðnóg af samkomum í þessari bygð. Greenway- ingar hafa haldið 2, aðrá á undan og aðra á eftir kosningunum. Sú fyrri var kvöldið fyrir kosningadaginn. Sátu menn þar við fría kvöldmáltíð í minn- ingu Greewa-stjórnarinnar. Enskur maður stýrði samkomunni. Mr. Jack- son frá Stonewall hélt pólitiska ræðu. og annar enskur maður til sem hér býr í nágrenninu, Mr. Th. Milligan, Campbellsmenn engir voru viðstadd- ir, að séð yerði, enda sá hængur á, að fáir munu hafa skilið sér til gagns rreð- ur fluttar á ensku. Ræðumenri voru að vonast eftir Mr. M. Paulson, en sú von brástþeim. Hann kom ekki. Tóku þá landar að halda sjálfir ræður. Þeir sem töluðu voru : H. Halldórsson, H. G. Julius. J. Þarbergsson, S. Oddson, P. Árnason og A. Jónsson. Efni úr ræð- um þeirra er óþarft að birta að kosning- unum afstöönum. En með hverri hlið. inni setn menn annars eru, lifa allir með óþreyjufullri eftirvænting þess.aö Ilud- sonsflóabrautin verði bygð hér í gegn, og ef hún ekki kemur mjög bráðlega, þarf Greenwaystjórnin ekki að búast við að hún sigli háum seglum um þessi pláss við næstu kosningar, svo framar- lega sem hún á kost á en liirðir ekki um að styrkja það fyrintæki. Siðari samkoman hafði ekkert Pro- gram. svo ég til viti, annað en að borða “supper” stjórnarinnar og dansa alla nóttina út. Skemt.isamkoma hefir síðan verið haldin í samkomuhúsi bygðarinnar, sem liafði það fram yfir aðrar, að þar var fylgt. prógraini. Meðal þeirra er skemtu voru : Ástráður Jórisson, Jón Wcstman, Magnús Jónsson, H. G. Julius, Jóhann Halldórsson, Þorsteinn Guðlaugsson. Nokkrir enskir menn sungu einnig. Þar var og sögu-upplastur og var dansað á milli. Ræða Júlíusar þótti svo hörð bannfæring yfir dansi, að fólkið skiftist 1 flokka með og móti henni. Er von til að ræðan verði gerð að kappræðuefni á næsta málfundi, og búast menn við snarpri sókn og vöru. 11. Ofnrlítil athugascmd. Mér dettur í hug að gera ofurlitla athugasemd við grein frá Lundar, sem birtist í Lögb. 16. Jan. síðastl. Grein- arhöf. segir, að 2 monn “renni” fyrir ir “afturhaldsflokkinn,” ogað það muni vera alt það fylgi, sem sá flokkur hafi í þessu bygðarlagi. Svo fagnar hann yfir <(?> _ . •> Crcak öp a Co!d in liino k pYBY-PÍT&RíiL TIx« Oulí k C'uro for COUGHS, lf COLDS, CUOto, ClIiriS, IXOARSENJCSS, otc. Mkr. Josfpj: Nohwick, of GS Soi aui en Ave., Toronto, writes: •• rytiY-'.’octoral hns nevor fnllod to curo my (hlldrcn of cp'upnru r a few dosos. It < ii.cd mym-If of n -stamling cough aft«*r ••*vt*ral othor r*>nn*nl s had failod. It has rls t )«rov«>tl an ox> •■llont coupli curo for nty f iml y. I j.«r«M- it to nnr oth«r medicino lui- cuughs, ciuup or hoarsoness." II. O. ItAEBOUR, of Lictle Rocher, N B., writes : “As n cur.ð for C'Miplis Pvny-Poctoral in tho ls*«t scHln-/ incdií ine I liuvo; my cus- tomc-ia wlll havo nu other." Largc Ðottle, 25 Cts. DAVIS & LAVVKENCE CO., Ltd. Ptoprietors, Montrem. því, að menn hyrji riýárið skynsamlega, er þeir svo eindregið fylgi “frjálslynda” flokkuum, og sem só svo áríðandi fyrir velferð manna í þessu fylki. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir öll þau “frjálslyndis”-wedó7 sem höfð voru við hendina og alt það "frjálslynd- isins"-nald, sem beitt var, þá sýndi það sig á kosningadegi, að fleiri en 2 íslend- ingar lögðust á sveilina með andstæð- ingum stjórnarinnar. Menn smá iæra að lita i kring um sig og þekkja virki- legt frjálslyndi frá meiningarlausu frjálslyndis-nafni. Þess er þörf og þess er óskandi, að þegar greinarhöfundurinn næst finnur köllun hjá sér til að segja almenningi frá “frjálslyndi” sínu, sanni liann tilveru þess eiginleika með því að láta nágrann- ana njóta sannmælis. Kjósandi að Lundar. Jónatan Þorsteinsson. F. 8. Apríl 1852. D. 81. Ágúst 1894. Hann fæddist í afdal við firnindi og fjöll hvar fátækt var andans af gróða, því þ»r ríktu umliðnu tímanna tröll mjög trylt meðal fávísra þjóða. Og þarna hann ólzt upp við þrefið og þjark, en þungt honum virtist það kífið;[lcjark en þetra samtveitti’ honum kraftana og þó kaldsamt og strangt væri lítið. Ogsvofór hann mönnum að beina á braut, að burt þyrfti vaninn að flýja: [þraut og sagði þeim lioimskunnar sorglegu og sýndi þeim lífsskoðun nýja, Hann talaði biturt, en tal hans bar vott um tilfinning, þrek og um vilja, og mönnúnum vildi hann gera alt gott, þeir gátu ei, né vildu’, hann skilja. Að liræsna og ljúga mest haturs fanst vert, og lireinleikinn burt væri máður; [bert, en inöniianutn sannieiKann sagði hann og svívirtur var því og smáður. En hvar er nú lietjan, er stríddi um stund, svo sterk, undir framsóknar merki ? Æ, hreytíst nú ekki þess haggerfamund og hvar er nú andinn sá sterki? Og hvar eru kvæðin, er kvað liann svo oft? æ, kallað mér heyris nú, eða [loft: mér finst, eins og þunglega þjóti um ‘’hinn þjáði er hættur að kveða”. Já, þreyttur oft var hann á þungfærri leiö, margt þrautasárt reyndi hann kífið; en þó að hann kendi þá nöprustu neyð, hann naut samt og elskaði lífið. Og æ vildi ransókn hans sifjörga sál, en sárleiddist húmrökkrið svarta; [tál, hann hataði kreddtir, lianri trúöi ekki á hann trúði á guð sinn af bjarta. Hann vildi gagn áanna ástkæru fold, hann elskaöi in göfugu hjörtu. Nú horfið er lífið, og hulið er hold í heldjúpi köldu og svörtu, Og þú ert nú horfinn burt heimsins frá nið, og hermanna laus ert við kífið, þér gröfin nú veitir þá fullsælu og frið, sem fæst ei út gjörvalla lífið. Þó þekkingu framar ei getir þú glætt, ei gleyma skal minningu þinni.i; Minn hjartkæri vinur, sofðu nú sætt í svellköldu hvílunni þinni. H. Þ. Viturleg ræda! Klerkr eiim í borginni talar um viðhald lík- amans. Paines Celery Corapound vekur mikla eftirtekt innan safnaðar eins í Montreal. iVlörg hundrud sem lækn- arnir voru ordnir uppgefn- ir med, komust til heilsu. Hið eina racðal sem klerk- um af öllum trúflokkum kem- ur saman um að álíta eftir- sóknarvert. Hinn mikli ovinur sjuk- doma. Almennings Iyf. Agætar Premiur >aa 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ^ Kaupið og borgið Heimskringlu ! 4 4 _____ 4 Nyir kaupendur 4 4 4 4 f 4 4 4 \ 4 4 Tilboð sem þið gctið ekki gengið framhjá ! ^ fá Heimskrixglu Og ÖLDINA þetta ár, 1896—1897, ásamt Öld- inni frá byrjun (þrjá árganga, 480 stórar blaðsiður), sem inniheldur allar sögur herlæknisins, eftir Zakarias Topelius, ásamt mörgum fróðlegum ritgerðum, fyrir að eins S>íí,’5'5 fyrirfram borgað. J ------------------- j Allir kaupendur, “Peoples Atlas,” landakort með allskonar fróðleik um löndin, 124 bls. 20 c. “Pictures of all Countries,”með skýringum yfir hverja mynd, 256 bls. 20 c. “United States History,” með myndum 607 bls. 15 c. “Standard Cook Book,” 320 bls............. )0c. “Gems of Poets,” 200 bls..................15 c. “Ladies Home Companion,” mánaðarblað, 24 gríðarstórar bls. í hvert skifti, 50 c. um árið. Allar þessar bækur eru þess vel virði, að þær séu á hverju heimili, og verðið er sett svo lágt ftð engan munar — að eins fj-rir buröar- gjald og fyrirhöfn. Sérstaklega er Peoples Atlas nauðsynleg bók, og Pictures of all Countries er einkar skemtileg bók. Ladies Home Companion er mjög vandað og stórt mánaðarblað, 24 bls hvert hefti vanaverð $1.00 um árið. Það er ómissandi blað fyrir alt kvenfólk sem vill fylgja með timanum í öllu sem til heimilis og klæðnaðar heyrir. — Allar þessar bækur eru til sýnis á skrifstofu blaðsins. Þcir scm borga nú eða hafa þegar borgað þennan nýbyrjaða (10.) árgang Heims- kringlu,—eða þeir sem borga upp gamlar skuldir sínar og fyrirfram fyrir þennan árgang, — eða þeir sem gerast nýir kaupendur og borga fyrirfram, fá allir hinar ofangreindu bækur með þeim skil- yrðum, sem sagt hefir verið, og að auki endurgjaldslaust söguna Mikaeí Strogoff, innfesta í kápu, þegar hi’ui er komin út, sem verður um miðjan Febrúar. Saga þessi, sem er að koma út i dálkum Heimskringlu, er eins og mörgum er kunnugt, eftir hinn alkunna skáldsagnahöf- und Jules Verne, og er ein af þeim beztu sögum, sem í islenzku blaði hefir birtst. Bókin verður um liálft fjórða hundrað hlaósíðvr að stærð, og verður send til allra, sem hafa Aunnið sér tilkall til hennar, þegar hún er komin út, þeira að kostnaðarlausu. 1896, eða senda oss minst $2.00 upp í gamlar skuldir, ef stærri eru, geta fengið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hér eru taldar, með því að senda oss, auk borgunar fyrir blaðið, uppliæð þá, sem stend- ur aftan við þá bók eða bækur, sem þcir velja sér : \ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 f 1 Tilboð þetta steridur meðan upplag sögunnar endist, þó ekki lengur en til 81. Marz næstkomandi. Auglýst verður í blaðinu ef upplagiö þrýtur fyrir þann tíma. Sendið gjöld yðar og pantanir sem fyrst, áður en upplagið af sögunni er Yitgengið. Vór höldum lista yfir alla, sem borga og ávinna sér tilkall til sögnnnar, og verða pantanir afgreiddar í þeirri röð, sem þær koina fyrir á listanum. Ensku bækurnar fá kaupendur 2—3 vikum eftir að þeir liafa sent borgunina. 4 4 ;; 4 4 4 4 ^I 1 j /C//7M rj C Engin blöð af þessum árgangi verða ^ ^ * send til íslands, nema kaupendur þeirra borgi allar eldri skuldir og fvrirfram fyrir þennan árgang. Borg- anir þurfa að vera komnar til vor fyrir 15. Febrúar, frá öllum þeim sem ætlast til að blaðið verði sent heim með næstu ferð. Verð blaðsins lieimsent er$1.00fyrirþásemeinnigkaupa blaðið sjálfir, en $1.50 fyrir þá, sem að eins kaup það til heimsend- iugar. The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. í f 4 4 HLUTiR Margir sjúklingar í St. Annes sókn- inni í Montreal hafa margt og mikiö gott að segja af Paines Celery Com- pound. Prestur Sr . Anne’s safnaðarins veit um þetta og viðurkennir það líka. Hann dregur engar dulur á að hann hafi Alit á þessu meðali. Rev. P. Rioux, sem var einn af hinum merkustu prest- um þess safnaðar, sem sjáifur liafði brúkað þetta meðal, segir : “Eg er full- viss um, bæði af eigin reynslu, ogaf frá- sögn meðlima safnnðar míns, að hið nierka meðal Paines Celery Compound, T veiðskuldar alment lof. Ég styð þvi þá r vitnisburði sem þegar hafa komiö fram •»« um ágæti þessa meðals.” sem eru í sjálfu sér vandaðir og- aldi-ei breytast nema til batnaðar, verða óhjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af B. EDDY’S Eldspytum.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.