Heimskringla - 28.02.1896, Síða 1

Heimskringla - 28.02.1896, Síða 1
X. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 28. FEBRÚAR 1896. NR. 9. Fylkisþingið Á miðvikadaginn (19. Febrúar) var loks hætt að ræða um ávarp fylkisstiór- ans og var það eins og lög gera ráð fyr- ir samþykkt að senda honum þakklæt fyrir. Fylkisroikningarnir fyrir síðastl. ár voru þá framlagðir og sýna þeir, að tekjurnar voru $703,171,56, en gjöldin samtals $704,946,38. Tekjuliðirnir stærstu eru : Árstillag sambandsstjórn- arinnar, 80 cents á nef hvert í Manitoba $181,995,20, þar af $29,995.20 tilheyraudi fyrra ári; árstillag sambandsstjórnar- innar til stjórnarþarfaí fylkinu, $50,000; árstillag í stað landeignar, $100,000; afgjald af stofnfé fylkisins, $165,595.74 ; afgjald af skólalandssióði, $18,636.15, Alls frá sambandsstjórn $516,227.09. Að auki borgaði sambandsstjórn $26,927.13 fyrir hirðingu og hjúkrun á vitskertum mönnum, svo að alls evu frá sambands- stjórn $543,154.22. Fyrir bókun á fast- eignasölu komu inn á árinu $40,107.94; vextir af skuldabréfum sveita og skóla- héraða, er fylkið hefir keypt voru sam- tals $35,913.61; fyrir vínsöluleyfi komu inn á árinu $25,135.50. Þetta eru stærstu tekjuliðirnir. Á fimtudagjnn bar Roblin fram upp ástungu sina um, að laun þingmanna yrðu færð niður í $100, en svo var sú tillaga feld. Greenway sagði hana ó- samkvæma þingsköpum, það gerði svo þingsforseti, er til hans kasta kom, og þá var búið. — Þá flutti Grœnway frumvarp sitt um aðábyrgjast 4% vöxtu á ári í 30 ár af skuldabréfum Lake Mani toba Ry. & Canal Co., er svaraði $8000 á hverja mílu af brautinni, sem yrði í mestu lagi 125 mílur á lengd. Frumv. mætti mótbárum þegar í upphafi, en betur þó síðar, að vændum. Það sem meðal annarser fundið að er það, að bi aut þessi á að liggja samhliða Man. & North VVestern brautinni á 25—30 mílna sviði. Á föstudaginn gerðist ekkert mark- vert. Meðal bæna sem þá voru fram- bornar var ein frá Jónasi Stefánssyni °g fieirum áhrærandi brúargerð yfir Willow-4na i Nyja íslandi. Á mánudaginn flutti Sifton langa ályktunartillögu áhrærandi skólamálið. Er það mótmælayfirlýsing yfir aðgerð- um sambandsstjórnarinnar í því máli. En sé orðskrúðinu öllu flettaf meining- unni, þykir sem hún só í þessa átt : að fylkið :viðurkenni lagaheimild sam- bandsstjórnarinnar til að lögleiða um- bótalög, en ef hún vildi hætta við þau skyldi fylkisstjórnin sjálf gera nauðsyn- legar umbætur. Samtímis bar Sifton fram frumvarp, er styttir skólaárið um 4 daga og ákveður skólatimann á degi hverum frá 9J til 12 f. h. og frá 1J til 4 e. h. Á þriðjudaginn (25. Febr.) gerði Roblin nýja tilraun að fá lækkuð laun þingmanna, þingforseta og ráðherra. Kom þá með tiUögu þess efnis, að nauð- synlegt væri að rýra útgjöldin og að það sé hvorttveggja, að fylkið þoli ekki enda óþarft að gjalda ráðherrum, þingforseta og þingmönnum þau laun, sem nú eru goldin, og þess vegna ætti að færa þau laun niður. Útaf þessu spunnust all- miklar umræður og var þeim ekki lokið um daginn.—Þá varð og rimma nokkur út af kærum um ólögmæta aðferð kjör- stjóra eins, í síðustu sókn. Var ákveðið að rannsaka það rnál og tilkynna svo þinginu árangurinn. Fisher fluttiþessa kæru, sem var þess efnis, að kjörseðl- arnir hefðu verið svo þunnir, að kjör- merkið hefði sézt gegn um þá, er þeiin var brugðið fyrír gluggann og það hefði kjörstjóri þessi ávalt átt að gera. Þing- nefndin, sem þetta á að rannsaka á að opna kjörseðla kassann, skoða kjörseðl- ana, og gefa svo álit sitt. FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG, 21. FEBR. C. P. R, fólagið kvað vilja að Ca- nadastjórn kaupi að sér 12 milj. ekrur af landi, á $2 ekruna, og það er sagt ekki óhugsandi að stjórnin gangi að samningum það mál áhrærandi. Bandaríkja þingmenn segjast held- ur vilja gjöreyðalöllum selum í Berings- sundi og hafinu í grend við það, heldur en liða Canadamönnum að veiða nokk- urn þeirra. Cubamenn verða nú undir í einni viðureigninni við Spánverja á fætur annari, Bandarikjastjórnin bíður með óþol- inmæði eftir svari frá Bretum upp á spurninguna hvort þeir vilja taka jafn- an þátt í að útkljá Venezuela-þrætuna. Frumvarp til laga er fyrir þingi Breta, sem ákveður að skipuð skuli nefnd manna, er hafi vald til að útkljá öll þrætumál, sem fyrir kunna að koma milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda. LAUGARDAG, 22. FEBR. Samkvæmt ósk Tyrkja hafa öll stórveldin viðurkent Ferdinand prinz, sem lögmætan ríkisstjóra í Búlgaríu. Látinn er í Toronto Hart A. Massey, höfundur Massey-Harris-fólagsins og einn stærsti hluthafi í því, 73 ára gam- all. Hann var stórríkur maður og gaf líka mikið af eignum sínum. Meðal annars gaf hann $20.000 til Wesley Col- lege-byggingarinnar hér í Winnipeg. Toronto-bæ gaf hann Consert-sal mik- inn, er hefir sæti fyrir 4000 manns, og kostaði um $150,000. Gamlir uppdrættir af Venezuela og Guiana, þeir elztu frá 1722, hafa fund- izt í skjalasafni í Ottawa, og verður tekin atskrift af þeim og þeir sendir stjórn Breta. Robert Fitzimmons og Peter Mather börðust í gær i Mexico um beltið mikla, er tilheyrir mesta hnefaleikara í heimi. Fitzimmons vann eftir lj mínútu viður- eign. MÁNUDAG, 24. FEBR. Hinn nafnkunni kýmnis-rithöfund- “Bill” Nye (Edgar Wm. Nye) léztað heimili sinu i North Carolina á laugar- daginn, 46 ára gamall. Demókratar í -Massachusets vilja fá dómsmálastjóra Bandaríkja, Richard Olney, fyrir forsetaefni. Halastjarna er á ferð til jarðar og breyti hún ekki stefnunní er búizt við að hún reki sig á jörð vora um 11. Marz næstkomandi. Ferð hennar er sem svarar 1,600,000 mílur á sólarhring. Jameson læknir, sá er herjaði á Bó- ara-lýðrikið í Afríka fyrir skömmu, kom til Englands í gær og með honum 250 af hermönnum hans. Það er enn ósýnt hvernig lyktar þrætan á Frakklandi milli ráðaneytis- ins og efri deildarinnar. “Figaro” seg- ir ástæðurnar hafi ekki verið eins í- skyggilegar síðan 1871. Gladstone-sinnar unnu tvær auka- kosningar á laugardaginn. Annar þeirra er vann var Hon. John Morley; vann með 1993 atkv. mun. ÞRIÐJUDAG, 25. FEBR. Stríðið á Cuba og viðurkenning upp- reistarmanna var aðal-umræðuefnið í efri deild Washington-þingsins !í gær. Efri deildar þingmeunirnirt'vilja fá upp- reistina viðurkenda sem lögmæta sókn gegn harðstjóra. Á þjóðþingi Bandaríkja var í gær samþykt með 93 atkv. gegn 64, að veíta ekki fó til lndíána-mentuuar, ef þær mentastofnanir væru háðar nokkru sér- stöku kyrkjufélagi. fyrra. Þó er gert ráð fyrir að til út- flutninga verði um 10 milj. bushels. Uppreist í Nicaragua. Er það ein þessi daglega uppreist þar syðra og hefir enga sérlega þýðingu. Dr. Jameson, sem hóf ferðina á hendur Boerunum, var kærður fyrir að herja á vingjarnlega þjóð, fyrir rétti í Lundúnum í gær. Cuba-uppreistin var aftur aðal-mál í efrideild Bandaríkja f gær. Morgan frá Alabama var aðal-framsögumaður fyrir hönd Cuba-manna. Hann sýndi að stjórn uppreistarmanna er hin mynd- arlegasta og væri vel takandi til greina. Á meðan Campos hefði verið á eyunni hefði verið von til að eyjarmenn fengju stjórnarbætur, en nú væri auðsætt að Weyler hefði einveldi að öllu leyti, taka menn af lífi og hvað annað sem honum sýndist. FIMTUDAG, 27. FEBR. Erfðaskrá Masseys í Toronto var tekin til athugunar í gær og sýnir hún að meðal annars gefur hann Wesley College í Winnipeg $100,000. Eignir hans eru áætlaðar $2 milj. Þeir eru saupsáttir orðnir gamli Wm. Booth, yfirforingi sáluhjálparhers- ins, og sonur hans, Ballington Booth, foringi Bandarikjadeil-darinnar. Er endírinn sá, að Ballington hefir sagt sig úr hernum. Grafreitur hafsins (Kafara-saga). Eftir David Weckster. M. T. þýddi. Um klukkan 3 fór ég útbyrðis í ann að sinn, en talsvert lengra suður, en í fyrra skiftið. Litlu eftir að ég kom til botns varð ég var við nokkuð, sem vakti eftirtekt mina; það var járnás, auðsjáanlega brotinn úr skipi, er farizt hafðilíklega rétt nýlega. Éghélt áfram, en stanzaði svo. En hvers vegna stóð ég kyrr? Ég gat sjálfur varla gert grein fyrir því. Ég hafði ímyndunar- tilfinning ura, að ég væri nálægt ein- hverri ófyrirsjáanlegri hættu. Ég hélt svo varlega af stað, en stanzaði svo í annað sinn. Með einkennilegri hræðslu tilfinning, er lagði um mig, varð ég var við undarlegt ásigkomulag, sem ég gat ekki áttað mig á hvað væri. í kringum mig var sem skjálfti i vatninu líkt og titringur sem maður verður var við í loftinu eftir þrumugný í fjar- lægð. Einu sinni eða tvisvar held ég að liafi hálf-liðið yfir mig þarna á hafs- botninum. Það leið nokkur tími áður en ég gat komið mér til að halda af stað aftur. Fyrst gekk ég áfram, ýmist til vinstri eða hægri handar, og loks kom ég að þeim stað, sem ég hóf gönguna frá. Ég uppgötvaði ekkert frekar. Stundum var þessi hristingur á botn- inum stöðugt, en oftast þó svo hægur, að hann varð tæplega greindur nema í byrjun hverrar hviðu. Ég var ráð- þroti um þetta altsaman og áleit því bezt að fara upp og sjá hvert kapteinn Georg gæti ekki skýrt þennan uudar- lega atburð. “Þér hafið verið rétt í grend við klettinn”, sagði hann, er hann hafði heyrt sögu mína. “Nú í næsta sinn, sem þér farið niður, þá roynið að setja á yður úr hvaða átt þessi titringur kemur og reynið svo að láta það vísa yðurleið að takmarkinu. Næsta morg- un fór ég enn af stað. Ég var nú al- veg fastráðinn -í ,að gera gangskör að leitinni, jafnvei hvaðahætta semkynni að liggja á vegi mínum. Ég hafði sett björgunardufl á þann stað, sem ég fór niður á, og sagt mönnum að andæfa með hægð suður á við moðan ég var í sjó niðri, þvi ég hafði afráðið að halda í suðurátt. Ég varð strax er niður kom var við þonnan sama einkenni- lega skjálfta, og það var eins og óg vendist honum og gckk rösklega áfram, en eftir því sem ég geltk lengra óx þessi Á miðvikudaginn (26. Febr.) var skólamálið eina umræðuefnið á fylkis- þinginu, þ. e,, mótmæla yfirlýsingin ytír væntanlegum umbótalögum sam- bandsstjórnar: Sást þá greinilega hvað mikið er að marka fréttadálka blað- anna fjær og nær, sem sagt liafa að Greenway mundi liafa í hyggju að bjóða miðlun. Miðlunin sem boðin er, cr sú sama og áður, að þoka ekki um hársbreidd, en að halda málinu á lofti meðankostur er. Fisher og ltoblin báru fram breytingar uppástungu og var hún feld með 30 atku. gegn 7 — eftir að málið hafði verið rætt frá 3 til 6 e.m. og frá 8,20 e, h. til kl. 1.80 á fimtudags- nóttina. Stjórnar-uppástungan var þá borin upp og hún samþykt með 31 gegn 7 atkv. Sir Donald A. Smith kom austur aftur til Ottawa í gærmorgun og fór þegar til fundar við stjórnarformann- inn. Hvaða ástæða sem til þess er, er það í allra munni eystra, að Sir Don- ald hafi samið við Greenway um skóla- málið og að fylkisstjórnin í Manitoba muni nú finna milliveg, svo að ekki komi til umbótalaganna, sem nú liggja fyrir sambandsþinginu. Stjórnin á Ítalíu er um það að senda nýjan liðsafla til Abyssiniu. ít,- alir eru farnir aðviðurkenna að nýlendu tilraunir þeirra í Afríku ætli að verða æði kostbærar og svari líklega ekki til- gangi. MIÐVIKUDAG, 26. FEBR. Hveiti-uppskera í Argentínu er um það afstaðin og sögð minni miklu en í VKiTT 'IÆSTU VKRDEAUN a ukimssvningunn *S5®L* BAKING mm IÐ BEZT TILBÚNA óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu. ókyrrleiki. Sjávarbotninn virtist kipp- ast fram og aftur og var að finna eins og öldugangur ætti sér stað undír fót- um inínum. Einu sinni eða tvisvar kom mér til hugar að snúa aftur—ég var ekki nema rétt svona vel hraustur. Ég mundi eftir því að ég átti fjölskyldu heima, er ég þurfti að sjá fyrir, og mér fanst eins og það væri að freista for- sjónarinnar að halda lengra. En ég beit á jaxl, herti hugann og hélt áfram. Rétt i þessu varð ég var við að sjávar- botninn hallaði undan fæti; ókyrrleiki var hér svo mikill, að ég gat varla stað- ið. Ég var i nánd við hinn óttalega stað. Ég var alls óhræddur og æðrað- ist hvergi. Ef ég að eins yrði svo hepp- inn að finna þennan klett, hvaða ó- metanlegt gagn mundi ég með því gera heiminum. Um leið og ég kom niður í nokkurskonar lægð kom ég auga á eitt- hvað dökkleitt framundan mér. í fyrstu hélt ég að þetta væri nú kletturinn, en, nei, þetta var langt, lágt og reglulegt í lögun til að sjá. Ég nálgaðist það og saupum leið hvelju innaní höfuðbrynju minni. Ja, hvaða skelfing ! Þetta var skip—stórt gufuskip í tilbót! Það var voðasjón, þar sem það lá á hliðinni, ým ist rísandi upp eða fallandi niður með sama hætti og sjávarbotninn er það hyíldi á. Möstrin og yfirbyggingin voru alveg horfin, þilfarið brotið og framstafninn hnyktur inn að fram- mastri, I kringum skipskrokkinn var staður ógurlegra afdrifa er sýndi bæði ýmislegt er skipið hafði verið hlaðið tneð og eins bein liinna rösku háseta. Ég hugsaði með mér að vita hvað skip þotta hefði heitið og mjakaði mér því hægt og hægt aftur að stýrinu, héit upp lampa mínum og las: “Ontnrio frá Li- verpool”. Ég hafði varla yfirgefið skipskrokk- inn með öllum þess leifum og haldið ögn lengra áfram í lautinni, þegar annar skipskrokkur varð fyrir mér. Það var seglskip. Og eftir þetta mátti svo segja að við hver fáein fet yrði fyrir mér fleiri sokkin skip. Þau höfðu tvistrast i allar áttir og lágu allavega, sum að eins leifar einar, aftur sum að eins að byrja að liðast sundur og nokkur sem auðséð var að á floti höfðu verið fyrir einu eða tveimur árum stðan. Hinir brotnu stafnar þessara skipa sögðu allir sömu söguna—ógurlegu afdrifin ! Hér voru skip af öllum stærðum og hér um bil frá öllum löndum veraldarinnar sam an hrúguð að mér virtist í þessum ótta- lega dauðansdal. Hér voru leifar af gömlu þriggja þilfara skipi ‘og við hlið þéss lá lítið seglskip. Ég sneri mér undan og þóttist hafa séð nóg. Hinu- megin, eða þeim megin sem ég hafði stefnt að, varð ég var við að botninn hækkaði, svo að ég afréð að halda upp úr lautinni og þangað. Eftir fárra min útna gang var botninn orðinn allbratt- ur. Eg komst því seint áfram og var oftar en einusinni nærri dottinn aftur á bak niður í lægðina. Ég sá að þetta mundi varla duga, fór því ofan í laut- ina og tók þur járnslá all haganlega úr einum skipsræflinum oghafði lianafyrir staf, svo lagði ég aftur af stað og studdi mig við slána, sem kom mér að góðu liði. Ég þorði ekki að stanza, því við mátti búast að ég hrapaði þá niður aftur, þvi straumurinn var svo stríður, sem kom að ofan frá og lagðist á mig, Loksins komst ég á dálitla sillu og þar stanzaði ég og skimaði upp fyrir mig. F.yrir ofan mig reis mikil gnæfandi út- skotin samsteypa af hörðum kletti. Ég man varla hvernig ég komst upp til bátsins aftur, því égvar líka sárþreytt- ur með svima yfir höfðinu. Þegar ég fyrst kom upp á þilfar skipsins settist égniður í fyrsta sæti sem ég náði í. Ég hefi hlotið að vera bæði fölur og útlits- ljótur, því kapteinn Georg flýtti sór til mín og sagði : “Hvað gengur að Law- rensen, þér lítið út rétt eins og þór sé- uð ný sloppnir undan jöxlum á sjó- skrímsli?”. “Ég er rétt sloppinn undan jöxlum dauðans sjálfs”, sagði ég. “Funduð þér klettinn?” “Já, það gerði ég”. Hann sneri sér fljótlega við og skip- aðieinumnf mönnum sínum að færa sér glas og ilö.-Au nf b>-pnnivíui. “l’ak- ið þér þetta inn”, sagði hann, og rétti mér vænt staup. “Ég get vel ímyndað mér”, sagði hann, * að það sem þér sá- uð hafi verið nóg til að gera manni dá- lítinn skelk”. Eftir hádegið varð ég að segja hon- um alla ferðasöguna þá ummorguninn. Hann hlustaði á með gaumgæfni og tók ekki einusinni fram í fyrir mór. “Rétt eins og ég hugsaði”, sagði hann, þegar ég hafði lokið sögu minni. Hann stóðsvo upp oggekk fram og aft- ur þegjandi, eins og hann væri mjög djúpt hugsandi umþaðsem hann hafði heyrt, “Vitið þér Lawrenson”, sagði hann svoloksins og stanzaði snöggvast fyrir framan mig, “að mér þætti gam- an að fara niður og horfa sjálfur á heim kynni þessi”. “Gerið þér það ekki”, svaraði ég fljótlega. (Niðurlag á 4. bls.) Agoetar Premiur! Kaupið og borgið Heimskringlu ! Tilboð sem þið getið ekki gengið framhjá ! A/u/r bnu sh/r fá Heimskringlu og Öldina i vyir zauptnaur þetta Ar 1896_1897) ásamt öid- inni frá byrjun (þrjá árganga, 480 stórar blaðsiður), sem inniheldur allar sögur herlæknisins, eftir Zakarias Topelius, ásamt mörgum fróðlegum ritgerðum, fyrir að eins 75 fyrirfram borgað. \ .--------------- $ Allir Kaupendur \ * 4 4 sem hafa borgað blaðið eða borga það nú upp að 1. Jan. 1896, eða senda oss minst $2.00 upp í gamlar skuldir, ef stærri eru, geta fengið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hér eru taldar, með því að senda oss, auk borgunar fyrir blaðið, upphæð þá, sem stend- ur aftan við þá bók eða bækur, sem þeir velja sér : “Peoples Atlas,” landakort með allskonar fróðleik um löndin, 124 bls. 20 c. “Pictures of all Countries,” með skýringum yfir hverja mynd, 256 bls. 20 c. “United States History,” með myndum 607 bls. 15 c. “Standard Cook Book,” 320 bls............. )0c. “Gems of Poets,” 200 bls..................15 c. “Ladies Home Companion,” mánaðarblað, 24 gríðarstórar bls. í hvert skifti, 50 c. um árið. Allar þessar bækur eru þess vel virði, að þær séu á hverju hsimili, og verðið er sett svo lágt að engan munar — að eins fyrir burðar- gjald og fyrirhöfn. Sérstaklega er Peoples Atlas nauðsynleg bók, og Pictures of all Countries er cinkar skemtileg bók. Ladies Home Companion er mjög vandað og stórt mánaðarblað, 24 bls hvert hefti vanaverð 81.00 um árið. Það er ómissandi blað fyrir alt kvenfólk sem vill fylgja með tímanum í öllu sem til heiinilis og klæðnaðar heyrir. — Allar þessar bækur eru til sýnis á skrifstofu blaðsins. 4 ------ 4 J Þeir sem borga nú 4 ) eða hafa þegar borgað þennan nýbyrjaða (10.) árgang Heims- kringlu,—eða þeir sem borga upp gamlar skuldir sínar og fyrirfram fyrir þennan árgang, — eða þeir sem gerast nýir kaupendur og borga fyrirfram, fá allir hinar ofangreindu bækur með þeim skil- yrðum, sem sagt liefir verið, og að auki endurgjaldslauat söguna Mikae! Strogoff, \ 4 innfesta í kápu, þegar hún er komin út, sem verður um miðjan Febrúar. Saga þessi, sem er að koma út í dálkum Heimskringlu, er eins og mörgum er kunnugt, eftir hinn alkunna skáldsagnahöf- und Jules Vernb, og er ein af þeim beztu sögum, sem 1 íslenzku blaði hefir birtst. Bókin verður um hdlft fjórðu hundrað blaðiiður að stærð, og verður send til allra, sem hafa áunnið sér tilkall til hennar, þegar hún er komin út, þeim að kostnaðarlausu. Tilboð þetta stendur meðan upplag sögunnar endist, þó ekki lengur en til 81. Marz næstkomandi. Auglýst verður í blaðinu ef upplagið þrýtur fyrir þann tíma. Sendið gjöld yðar og pantanir sem fyrst, áður en upplagið af sögunni er útgengið. Vér höldum lista yfir alla, sem borga og ávinna sér tilkall til sögnnnar, og verða pantanir afgreiddar í þeirri röð, sem þær koma fyrir á listanum. Ensku bækurnar fá kaupendur 2—3 vikum eftir að þeir hafa sent borgunina. Til Islands. Engin blöð af þessum árgangi verða send til Islands, nema kaupendur þeirra borgi allar eldri skuldir og fyrirfram fyrir þennan árgang. Borg- anir þurfa að vera komnar til vor fyrir 15. Febrúar, frá öllum þeim sem ætlast til að blaðið verði sent heim með næstu ferð. Verð blaðsins heimsent er $1.00 fyrir þá sem einnig kaupa blaðið sjálfir, en $1.50 fyrir þá, sem að eins kaup það til heimsend- ingar. The Heimskringia Prtg. & Publ. Co. HLUTIR sem eni í sjálíu sér vandaðir og aldrei breytast nema til batnaðar, verða óhjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.