Heimskringla - 05.03.1896, Blaðsíða 1
X. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 5. MARX 189G.
NR. 10.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
PÖSTUDAG 28. FEBR.
Þessa dagana sendir herstjóri Spán-
verja á Cuba út þann bobskap, að up.p-
reistarmönnum í tveimur fylkjum verði
gefin upp sök, ef þeir biðja afsökunar
innan 15 daga. Þeir sem gera það ekki
verða í-éttlausir og eignir þeirra gorðar
upptækar.
Rússar eru í þann veginn að byrja
é skipakvíagerð í Sebastopol og sv®
Btórar, að þar megi smiða brynskip.
Þykir það benda á að samningur sé
miili þeirra og Tyrkja um greiðann
gang um Hellu sund.
Fregnir koina frá Armeníu, er segja
að þar hafi 8000 menn verið myrtir nú
nýlega.
Dunravon lávarður var í gær gerður
rækur úr New York Yacht-félaginu,—
hafði verið heiðurs meðlimur þess. Þeg-
ar á alt er litið eru þau úrslit engan
veginn óeðlileg.
Samuel Edison, faðir völundarins
Thos. A. Edison, lézt í gær að heimili
sínu í2íorfolk, Ohio, 91 árs gamall.
LAUGARDAG 29. FEBR.
I efrideild Bandaríkja var í gær
samþykt með iU gegn 0 atkv. að viður-
kenna uppreistina á Cuba semlögmæta-
sókn gegn ofríki. Eftir tali manna í
neðri deildinni að dæma, eru líkur til að
samskonar tillaga verði samþykt þar,
Samkvæmt tillögunni á Cleveland
forseti að somja um frið og sjálfræði
Cuba-manna við Spánverja.
I erfðaskrú sinni gaf H. A, Massey
iTerontoglJ milj. til gustuKa-stofnanna
og kjrrkjufélaga.
Lög hafa verið samþykt ú New
Brunswick-þingi, er ákveðaað 2 konur
skuliveiaí stjórn hvers einasta skóla
héraðs í fylkind*
. Ráðherra Bandaríkja í Tyrklandí
kvartar yfir umræðum íblöðumí Banda-
rikjum og á Englandi um ódæðisverk
Tyrkja í Armeníu. Gegir að það umlal
ftlt geri sér ómögúlegt að vernda hið
vesala fólk, ekki einu,-sinni kristniboð-
ana.
Skarn nia-drifan oystra á Sir Charles
Tupper hefir lyktað með þvi, að karl
hefir hafið meiðyrðamál gegn ritstj,
blaðsins “Chroniclé” í Hafifax. Það átti
°g að gera ritstj. blaðsins “Herald" í
Montreal, en ritstj, bað þá afsökunar í
blaðinu,
MÁNUDAG, 2. MARZ.
Spánverjar eru fokvondir yfir til-
lögunni, sem efri deild Bandaríkja-þjóð-
Þingsinssamþykkti á föstudaginn. Af
ræðum og ritum að dæma mætti ætla,
að Spánverja dauðlangi til að herja á
Bandarikin.
Með 198 gegn 38 atkv. samþykkti
neðri deild þjóðþíngsins á Iaugardaginn
frumvarp til laga. er forsetinn hafði
synjað staðfestingar. Lög gau veita
Arizona-stjórn leyfi til að leigja skóla-
land sem beitiland.
Ofriðlegar horfur í Egyftaiandi. Er
ástæðan sú, að Tyrkja soldán vill helzt
hræða Breta á burt þaðan, en fá rótt
sinn til aðal-stjórnar viðurkendann.
Mörg slys áttu sér stað á New Yrork
höfn á laugardaginn. Eitt skip sökk,
eitt rak npp á land og eitt brotnaði.
Alt þetta stafaði af niðmyrkuvs-þoku.
Skipið sem hljóp á land var ‘New York’
stórskipið eitt og ferðmikla, tilhej-randi
‘American Line”.
Sagt er að Japanítar séu að semja
Við stjórn Rússa um sameiginlega stjórn
beirra á Koreu. — Konungurinn í Kor-
eu situr enn hjá erindsrcka Rússa, —
Þorir ekki heim til hallar sinnar.
VKITT
3ÆSTU VKROLAUN A HBIMSSÝNINGUNN
DR
BMIN6
POHMR
IÐ BEZT TILBÚNA
Oblönduð vinberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
Önnur óholl efni,
40 ára reynslu.
ÞRIDJUDAG 3. MARZ.
105 milj. dollars þurfa Bretar til
viðhalds sjóflotanum og til að auka
hann á komandi ári. Viðaukin er: 5
brynskip, 7 njósnarskip. 28 torpedo-
.eyðendur; alls 40 skip. Mönnum í sjó-
liðinu á að f jölga sem svarar 5,400.
Það er sagt ekki ómögulegt að
Frakkar leggist á syeifina með Spán-
verjum í Cuba-málinu, ef Bandaríkja-
stjórn fer að skifta sér af því.
Stór rigningar og flóðí ám ogvötn-
um í austur Bandaríkjum hafa ollað
etórkostlegu eignatjóni. Járnbrauta-
umferð er sumstaðar bönnuð, Jafnmikil
iflóð fivo snemma á árinu eru sjaldgæf.
Það gengur hvorki né rekur með
skólamálið enn. Miðlunarsaennirnir
fara nú fram á að Greenway sé boðaður
til 'Ottawa ásamt erki byskupnum í
Manitoba og þar gerð tilraun að jafna
leikinn, svoihættamegi viðumbótalögin
iLlu. «
MIÐVIKUDAG, 4. MAHZ.
Eftir alÞlangt hlé kom skólamálið
ti! uœrœðu á dominionþingi í gær. Sir
Chas. Tupjaer flutti nppástungn um að
umhótalaga-frumvarpið yrði yfirfarið í
annað sinn og flutti við það tækifæri
langa ræðu. Lautier talaði og lengi og
andæfði rækilega frnmvörpinh og stefnu
stjórnarinnar. Að llyktum flutti hann
þá tillðgu að frumvarpið sé lagt til síðu
um 6 mánuði. Ræður um þetta er bú-
izt við ad haldi áfram hálfsmánaðar-
tíma.
Nú eru sagðax líkur til að Rússar
og Japauítar leiði saman hesta sína og
berjist út af Koreu-skaganum. Báðir
vilja hafa öli meginráð á -skaganum í
sinni hendi og Hklega iitlar vonír um
samkomulag þekra.
ítalir hafa nýlega beðið mannfail
mikið í Abyssinia og er óáuæsijii yfir
því svo megn á Italíu, að búizt er við
að ráðaneytið segi af sér.
Meginhluti stórveldanna í Evrópu
ef ekki öll, eru andvíg Bandaríkjastjórn
inni að því ersneftir Cuba-inálið. Þau
eru alveg hissa á þessari nýju stefnu
Bandaríkja að skifta sér þannig af einu
Norðurálfumálinu á fætur öðru. Er
þess tll getið, að ef Spáuverjar vilja
herja á Bandaríkin, muni :þá ekki
skorta fylgismenn, ekki af því að Norð-
urálfuþjöðir séu ánægðar með aðferð
inni á Cuba, heldur af því að Spánverj-
ar hafl lagalegan rétt til að eyða upp-
reistinni eins og bezt þeir mega.
íslancls-blöð
eru komin alt til 7, Febr. þ. á. Merkis
inenn látnir eru: Jón Péturssor., liúyflr-
dómari, rétt 84 ára gamall (fæddur lfi
•Tan. 1812, dáinn 16. Jan. 1896), Var al -
bróðir Péturs heitins byskups Péturs-
souar. 14. Jan. lézt í Rvík Egill Egiis-
sen kaupmaður, bróðir Benedikts Grön-
dals, 67 ára gamall. 11. Jau. lézt í
Rvik frú Jóhanna ÞorleiLdóttir (pró-
fasts og r. iJ dbr. í Hvammi), ekkja Ilá
konar kaupmanns Bjarnasonar á Bíldu-
dal, er úti varð á Mýrdalssandi 1877. —
18. Des. lézt að Bergstöðum í
Svartárdal séra Guðmundur Helga-
son, 33 ára gamall. 23. Des. by.t
í Rvík frú Katrín Þorvaldsdóttir, ekkja
Jóns Árnasou r bókavarðar, 67 ára. 14
s. m. lézt í Rvík Sol\eig Þorkelsdóttii',
tengdamóðir Einars ’ Hjörleifssonar.—
Dáinn er ]í Tjarnarkoti í Njnrðvíkum
Arnbjörn Ólafsson, rúmlega 60 ára að
aldri. Diíinn er og merkur bóndi í
Þingeyjarsýslu, Björn Gunnlaugsson í
Skógum í Axarfirði.—Dáinn er og flæk-
ingurinn nafnkunni Sölvi Helgason,
hálf-áttræður.
Tíðin á Suðurlandi er sögð hörð frá
því laust fyrir midjan .Tan. og hnrðæri
er á suðurlandi, cf dæmt cr af ritgerð
um það efni í “Fjallk.” — 21. Des.
bfunnu um 300 liestar af lieyi og 2 hús
í Stokkhólma í Skagafirði, en sagt að
að eignndinn sé heybyrgur samt “Fjall-
konan” segir Svo : “Hra. Fr. (B.)ALd-
erson hefir nú um nokkur ár feiigi-t við
rannsóknir á rafsegulaíli, einkanlega í
sambandi við þyngdarlögiriálið. Hann
hefir komizt að þeirri niðursröðu, að
rafsegulaílið sé hreyfanlegnr straumur,
sem fer í Vissa átt, og að hvar sem seg-
ulafl er, þar sé rafstraumur umhverfls.
Hann heflr búið til áhnld t il að sýna
þetta. Enn fremur álítur hann að nota
megi segulafl jarðarinnar sein vinnuafl.
Hefir hann góðar vonir um, að honum
;akist uð fulikomna þassa fundningu
sina”.
Jarðskjálftar liöfðu verið í Rvík í
Desem ber.
Ræða
Flutt á skemmtisamkomu í Hóla-skóla-
húsi, Alberta, 4. Febr., 1896.
Eftir Jónas J. Húnford,
Heiðruðu landar ! Mér finnst það
ófyrirsynju, að ég skuli vera staddur
upp á ræðupallinum .á þessu skemmti-
kvöldi. F>yrir stuttu hafði ég heldux
ekki ætlað mér að 'eyða tíma samkom-
unnar til ræðuhalds, af þeirri einföldu
ástæðu, að mér fanst að ég ekki hefði
það umtalsefni fram að bjóða áheyrend-
unum, sem væri nokiurs um vert, því
síður að það svari tilganginum, nefnil.,
að skemta, En vegna þess að ég var
beðinn að koma hér og taka til máls,
þá vildi ég verða við þeim tilmælum,
án þess óg hefði minstu hugmynd um,
hvað ég gæti sagt. Þér megið þess
vegna taka á umburöarlyndi og þolin-
mæði, ekki siðui en vant er. Ég ætla
mér nú að þessu sinni að leggja fram
spursmál, sem ég fleirum sinnum hefi
lagt fyrir sjálfan mig, og fara um það
nokkrum orðum. Spursmálið er Jietta :
“Hæfir það Vestur-íslendingum að týna
íslenzku þjóðerni, móðurmáli sinu og
bókmentum ? Er það nokkurt verulegt
skilyrði fyrir því, að þeir geti betur not-
ið sin í þessu landi ?”
Því er miður að rekja mun mega
spor til þess, að eigi allfáir af þjóð
vorri vestan hafs, einkum af yngri kyn-
slóðinni, hafi þann villandi hugsunar-
hátt, að alt íslenzkt sé sem þyrnir á veg
þeirra í þessum nýja heimi, og það
stundum strax áður en þeir þekkja
minsta deili á honum. Þeir eru svo ást
fangnir í sjálfum sér ; sjálfsþóttinn og
hégómaskapurinn hefir auöveldlega
stungið þeim fleyg í höfuð þeim; þetta
gengur enda svo langt, aðdæmi fínnast
þess, að sumum þykir skömm að kann-
ast við sjálfa sig, sem Islendinga, og er
þá auðráðin gáta, hve mikla ást og
virðingu slíkir menn heri fyrir móður-
máli sínu og bókmentum þjóðar sinnar.
I staðinn fyrir að leggja rækt við
þjóðerni og móðurmál sitt, þá er það
því miður ekki svo sjaldgæft, að Islend-
ingav þegar þeir koma til þessa lands,
kasti þeir skírnarnafni sínu og taki sér
hérlent nafn, jafnvel áður en þeir vita
hvernig eigi að stafsetja eða bera það
fram, svoernú sjálfsagt að reyna aö
tala saman á ensku, þegar þeir hitta
landa sína, meira að segja, ég liefi orð-
ið þess var, að stöku persónum þykir
smátt til koma, ef þeim er heilsað á is-
lenzkri tungu. Að lítilsvirða þannig
þjóöerni sitt og móðurmál er háskalega
villandi hugsunarháttur, og ætla með
því að slá um sig í augum hérlendra
manna, þeir lítilsvirða engann fyrir
þjóðerni hans, langt frá, því allur slíkur
hógómaskapur og óstaðfesta er athlægi
í augurn þeirra. Þettaer ekki tilfellið
um okkar mentuðustu og fjölfróðustu
rnenn hér vestan hafs. Þeir elska og
virða tungumál og bókmentir þjóðar
sinnar, þeir áminna landa sína í ræðum
og ritum, að geyma vel þjóðerniog bók-
mentir vorar. Flestir þjóðflokkar, sem
flutzt hafa til Ameríku austan um liaf'
viðhalda, að svo miklu leyti sem unter,
móðurmáli sínu og hókmontuin. að
minsta ko.sti er þetta tilfellið með Skan-
dinava. Eun liafa þeir eklci viljað
týna móðurmáli sínu og hókmentum.
Séu þeir nú svo þjóðiæknir, svo hrifnir
af viröingu fyrir .tungu og bókinentum
feðra sinna, að vilja leggja tíma og fé i
sölurnar til að geyma og vemda ])að,
hversu miklu fremur mættum vér, Vest
ur-Islendingar, finna oss ljúft og skylt
að vilja þetta, oss, sem höfum svo mikl-
um mun fullkomnara og fegurra mál
en þær þjóðir. Þegar vér gætum þess,
að nálega ekkert af hinum lifandi tungu
málum evrópisku þjóðanna komst í
nokkurn samjöfnuð að fegurð og full-
komnun við hina íslenzku tungu, þá
ætti oss sannarlega ekki að vera mjög
ant um að kasta henni í gleymskunnar-
djúp. Þegar vér enn fremur gerum oss
grein fyrir því, hvo mikla andlega auð-
legð íslenzkar bókmentir hafi að geyma,
þá er ekki liklegt aðoss langi til að glata
þessum* vornm dýrmæta arfi, sem
geymdur hefir verið með ærnum orvið-
ismunum og baráttu vorra mestu þjóð-
snillinga og mentamannn.
Hvaða mál Norðnrálfnnnar skyldi
það nú t. d. vera, sem eins eða beíur
Iiefir geymt sögu þjóðar sinnar um þús-
und ár, en íslenzkau. Sagnfræði þessa
litla afskekta lands, þessarar fúmcnnu,
fátæku[og kúguðu þjóðnr, hefir svo
inilcið til síns ágætis, að saga liinna
roldugu stóru ríkia liefir ekkert þvílíkt
íi.ð bjóða. sé tekinn óvilhallur siutan-
liurður, þrátt fyrir það þótt margt hafi
glatast og margt liafi glevmzt, eigum
vér þó í sagnafræöi vorri þá iunstæðu.
sem er gulli og gimsteinum fegurri. Til
læss að færa oss haim sannirm um þetta
til þess að ganga úr skugga um ágæti
. agnfræði vorrar, þurfum vér að eins
ð lesa vandlega Verk hinna islenzku
-agnaritara, svo sem Snorra Sturluson-
ir, Ara prests Þorgifssonar, Bjarnar frá
ijkarðsá, Jóns Esþólíns, Guðbrandar,
Gísla Konráðssonar ogýmsra fleiri, sem
mest og bezt hafa staríað að lienni og
sem með ritum sínnm hafa áunnið ætt-
jörðu sinni ómetanlegt gagn og heíður,
en sjálfum sér þann orðstýr. sem seint
fyrnist. Eða skyldum vér gleyma skáld-
fræðinni, skyldi það geta dulist nokkr-
um manni, að í þeirri bókmenntagrein
eiga Islendingar sannarlega mörg fögur
og merkileg verk ú móðurmáli sínu,
bæði frumsamin ogþýdd, verk, sem ís-
leudingar ef til vill eiga meira upp að
ynna, en nokkrum öörum bókmentum.
Hver sem vandlega les skáld vor, alt í
frá Eggert Ólafsson til nálægs tíma.
hlýtur virkilega að sjá og kannast við,
hvílík auðlegð, hvílíkur lærdómur og
andans unaður sé fólginn í hinum ís-
lenzka kveðskap. Þrátt fyrir það þótt
skáld vor hafi átt við bág kjör að húa,
þrátt fyrir það þótt vér íslendingar
hvorki höfum haft vit, vilja né 'þrek til
að sæma skáid vor neitt í þú líkingu,
sem viðtekið er núlega um allan hinn
mentaða heim, hafa þau þó með verk-
uin sínum áunnið þjóð sinni meira gagn
en almennt hefir verið viðurkent. Það
eru þau—að hyggju vorri—sem meira
en nokkuð annáð hafa vakið þjóð sína
af doða-dúr miðaldanna. Það eru þau,
einungis þau, eem hafa vakið þjóðina
til meðvitundar um sjálfa sig og ústand
sitt. Það eru skáld vor, sem hafa opn-
að augu þjóðarinnar og komið henni til
að sjá meinsemdir sínar og lcvatt hana
til að brjóta hlekki þá, er kúgun og á-
þján óstjórnar, höfðu lagt á hana. kom-
ið henni í skilninginn um hvers hún
þarfnaðist. Það eru skáld vor, sem
mest og bezt hafa endurlífgað og glætt
sjálfstæðis löngun og framsóknaranda
hinnar íslenzku þjóðar. Það eru skáld
vor. sem björguðu móðurmáli voru frá
eyðileggingu þeirri. er vofði yfir því um
og eftir síðustu aldamót. Úr skálda
flokknum voru þeir, sem öndverðlega á
þessari öld réðust i að hreinsa það og
lagfæra, Eða hvað er það nú eínkan-
lega, sem hefir vakið eftirtekt hinna
voldugu þjóða á liinni litlu ísfölduðu
eyju, eru það auðæfi, gullnámar og silf-
ur? eða er það háreysti styrjalda og
stjórnbyltinga ? Nei, langt frá. Það
er málið og sagan, og þó einkanlega
skáld vor, sem erlendis hafa gert garð-
inn frægann. Það eru þau sérstaklega,
sem hafa leitt athygii, jafnvel hinna
mestu vísindamanna heimsins, að þjóð-
vorri og bókmenntum. Að skáld og
rithöfundar hinna menntuðustu þjóða
gefi Ijókmontiim Islendingft heiðarlega
viðurkenningu, sést bæði af því. sem
þeir hafa nú þegar ritað um þær, og því
eigi síður af hinu, hve kappsamlega þeir
viuna að þýðingu á ýinsum íslenzkum
rithöfundum.
Ilið unaðssamlega móðurmál vort,
hinn fagri sögustýll, sagan um fjall-
konuna fríðu, sem ól oss í skauti sínu.
Sagan, sem minnir oss á forna frægð
og frelsisdagur forfeðra vorra. Sagan,
sem enn andar að oss hinum fornnor-
ræna hetjuanda, og verk vorra mestu
manna, skáldanna. Þetta þrent, er ná-
lega hið einá, sem vér—fjöldinn af oss
—fluttum með oss handan um hafið.
Þetta er trygðapantur og minningar-
merki það, sem vort “kæra feðra-frón”
gaf oss hörnum sinumaðskilnaði. Hæf-
ir oss nú að týna þessum dýrgrip, þessu
hnossi þjóðar vorrar, þessari andlegu
auðlegð. sem hefir gert hina fátæku og
fámennu þjóð að mikilli þjóð í augum
hins menntaða heims. Erum vér Vest-
uríslendingar þáekki svo miklir menn,
að vér treystum oss til að vernda þjóð-
erni og móðurmál vort? Kg er viss um
að allir vorir beztu menn svara liik-
laust, jú, sannarlega, ef vér að einshöf-
um einbeittann vilja, og það hæfir oss
betur.
Því er miður, að mjög munu skoð-
atiir Vestur-íslendinga dreifðar og mis-
munandi þegar ræða er um viðhald ís-
lenzkrar tungu og þjóðernis. Nökkrir
lialda því fram, að fslenzkau seinki fyr-
ir enskunámi Islendinga, tálmi framfar-
ir þeirra og þýðingar í þessu landi og
geri þá of fráskilda liinu ameríska þjóð-
lífi. Vér þurfum, segja þeir, aö segja
skilið við alt íslenzkt, cf Atnerikanar
eiga að geta meðtekið oss, setn með-
bræður sína, og gefið oss þá viðurkenn-
ingu, sem yér æskjum eftir. Þesus til
sönnunar hi'6r t. d. ekki löngu síðan
veriðborið lyrir, nð þo’: landar vorir,
sem mest liefðu fjarlrogt sig íslenzkum
félagsskap, sent mest, hefðu samið sig
að dæmi innlendvar þjóðar, væru ein-
mitt mennirnir, sem lengst væru á veg
komnir. sem mestri viðurkenningu
liefðu náð. Vel má vera að þeir hafi
nokkuð til síns máls, þar um skulum
vér ekki þrátta, en að þetta sé aðal-til-
fellið, því neitum vér algerloga, Vér
vitum fullvel, að fjöldinn af þeim Vest-
ur-íslendingum. sem lengst eru komnir
ú vegi enskrar mentunar og framfara,
sem stærsta viðurkenningu hafa fengið,
hafa ekki unnið það með því löðttr-
mannlega tiltæki, að kasta móðunnáli
sínu og bókmentum þjóðar sinnar. Nei,
þvert á móti. Þeir unna þjóðerni sínu
og bókmentum og tala og rita fslenzka
tungu svo vel sæmi. .Tá, það sem meira
er, stöku ungir menn, sem fóru hörn af
Islandi, hera gott skyn á bókmentir vor
ar og tala og rita góða íslenzku. Þess-
ttm þroska hafa þeir náð, ekki moð því
(Niöuilag á 4. bls.)
Kennari
getur fengið stöðu við Thingvalla skóla
fyrir 6 mánuði; kennslan byrjar 1. Apr.
næstkomandi. Umsækjandi verður að
hafa staðist próf, og fú “certeficate” sitt
samþýkt af kenslumálastjórninni í Re-
gina. Gott kaup borgað kennara sem
heldur 1. eða 2. class certificate. Send-
ið tilboð yðar strax. Öllum umsóknum
svarað fijótt.
Churchbridge, Assa, 29. Eebr. 1896.
G. Narfason.
TAKIÐ EFTIR!
Ég hefi nýlega sett upp búð ú horn-
inu á Nellie Ave. og Ness Str., og von-
ast eftir að geta selt eins ódýrt og aðrir,
og múské ódýrar. Komið og sjáið áður
en þið leitið annarsstaðar.
Ég útvega stúlkum vistir, og geta
þær sem vanta vistir vitjað min.
Búðin er á horninu ú NELLIE-
AVE. & NESS STR.
Guðbjörg Þorbergsdóttir.
0
0
0
0
0
0
0
0
0
Agœtar
Premiur!
Kaupið og borgið Heimskringlu !
Tilboð sem þið getið ekki gengið framhjá !
0 Nyir kaupendur
^ ínní fri htrfinn íhvii q r o-q r> rra áftfl «
\
í
fá HeIMSKRINGLI! Og ÖLDINA
þetta ár, 1896—1897, ásamt Öld-
inni frá byrjun (þrjá árganga, 480 stórar blaðsíður), sem inniheldur
allar sögur herlæknisins,
eftir Zakarias Topelius, ásamt mörgum fróðlegum ritgerðum, fyrir
að eins #JÍ,'J'5 fyrirfram borgað.
\
0
0
0
0
*
f
0
f
0
0
0
$ Allir Kaupendur
sem hafa borgað hlaðið eða
borga það nú upp að 1. Jan.
1896, eða senda oss minst $2.00 upp í gamlar skuldir, ef stærri eru,
geta fengið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hér eru taldar, með
því að senda oss, auk borgunar fyrir blaðið, upphæð þá, sem stend-
ur aftan við þá bók eða bækur, sem þeir velja sér :
“Peoples Atlas,” landakort með allskouar .
fróðleik.um löndin, 12| hls. .20 c.
“Picturesofall Countries, ” með skýringrm
yfir hverja mynd, 256 hls. 20 c.
“United States History,” með myndum
607 bls. 15 c,
“Standard Cook Book,” 320 bls...............10 c.
“Gems of Poets,” 200 bls....................15 c.
“Ladies Home Companion,” mánaðarblað,
24 gríðarstórar bls. í hvert skifti, 50 c. um árið.
Allar þessar bækur eru þess vel virði, að þær séu á hverju hsimili,
og verðið er sett svo lágt að engan munar — að eins fyrir buröar-
gjald og fyrirhöfn. Sérstaklega er Peoples Atlas nauðsynleg bók,
og Pictures of all Countries er einkar skemtileg bók. Ladies Home
Companion er mjög vandað og stórt mánaðarblað, 24 bls hvert hefti
vanaverð $1.00 um árið. Það er ómissandi blað fyrir alt kvenfólk
sem vill fylgja með tímanum í öllu sem til heimilis og klæðnaðar
heyrir. — Allar þessar bækur eru til sýnis á skrifstofu hlaðsins.
kringlu,—eða þeir sem borga upp gamlar skuldir sinar og fyrirfram
fyrir þennan árgang, — eða þeir sem gerast nýir kaupendur og
borga fyrirfram, fá allir hinar ofangreindu bækur með þeim skil-
yrðum, sem sagt hefir verið, og að auki endurgjahhlaust söguna
Mikael Strogoff,
0
\
0
0
The Heimskring/a
Prtg. & Pubi. Co.
0
0
0
0
\
--------------- I
0
Tjpir Sfom hnrtra llll eðahafa þegar horgað þennan a
1 úlL öCIII UUIgd, ÍIU nýbyrjaða (10.) árgang Heims-
0
0
0
0
0
innfesta í kápu, þegar hún er komin út, sem verður um miðjan
Fehrúar. Saga þessi, som er að koma út í dálkum Heimskringlu,
er eins og mörgum er kunnugt, eftir hinn alkunna skáldsagnahöf-
uud JöLES Verne, og er ein af þeim beztu sögum, sem í islenzku
blrtði hefir birtst. Bókin veröur um hdlft fjórðn hvndrnð blaðsíðvr
að stærð, og verður send til allra, sem hafa áunnið sér tilkall til
hennar, ]>egar hún er komin út, þeim aö kostnaðarlausu.
Tilboð jiettíl stendur meðan upplag sögunnar endist, þó ekki
lengur en til 31. Marz næstkomandi. Auglýst verður í blaðinu ef
upplagið þrýtur fyrir þann tíma.
Se.ndið gjöld yðar og pantanir sem fyrst, áður en upplagið af
sögunni er útgengið. Vér höldum lista yfir alla, sem borga og
ávinna sér tilka.ll til sögnnnar, og verða pantanir afgreiddar í
þeirri röð, sem þær koma fyrir á listanum.
Ensku bækurnar fá kaupendur 2—3 vikum eftir að þeir hafa
sent borgunina.
#// /r / /7/7//r Engin hlöö at þessum árgangi verða
1 l l' J l'Lll LA- J. gend til íslands, nema kaupendur þeirra
horgi allar eldri skuldir og fvrirfrnm fyrir þennan árgang. Borp-
anir þurfa að vera komnar til vor fyrir 15. Febrúar, frá öllum þeim
sem ætlast til að blaðið verði sent heim með næstu ferð.
Vei’ð blaðsins heimsent er $1.00 fyrir þá sem einnig kaupa
blaðið sjálfir, en $1.50 fyrir þá, sein að eins kanp það til heimsend-
0
0
0
0
0
0
\
\
0
0
0
0
0
0
1