Heimskringla - 05.03.1896, Side 2
HEIMSKKINGLA 5. MAKZ 1896.
Heimskringla
PUBLISIIED BY
Tlic íleimskringla Frtg. & Publ. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $1.
••••
TJppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist í P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• B ••
Office :
Corner Ross Ave & Nena Str.
1* O. Box 305.
•••••••••••••••••••••«
vSvína-pólitíkinni
í síðasta bl. Lögbergs dettur oss ekki í
hug að gera athugasemdir við, að und-
anteknum tveimur atr.; 1. því, aðjþrátt
fyrir allar sannanir til hins gagnstæða
á höfundur svina pólitíkurinnar að hafa
fengið meiri hluta íslenzku atkvæðanna
í St. Andrews. í>að er auðsætt hvar
skórinn kreppir að. Höf, sv. p. hefir
lengi gumað af því við Greenwayinga,
að hann hefði alla íslendinga í vasa sín-
um og þar af leiðaudi að hann réði atkv.
|>eirra. Kosninga úrslitin í St. An-
drews sýndu Greenway eins og öðrum
að alt það gum var vindur og ekkert
annað. Sannanirnar sem vér höfum
fyrir því, að Baldwinson hafi haft fylgi
meirihluta hinna íslenzku kjósenda eru
Jíessar: Prá Nýja-íslandi fékk hann
áskorun um að sækja frá 195 kjösendum,
og í Nýja-íslandifékkliannl90 atkvæði.
Er það 5 atkv. færra, en voru nöfnin
undir áskoruninni, en svo er þess að
gæta, að norður á vatni voru að minnsta
kosti 8 af fylgendum Baldwinsons og
nokkrir í flutningum og gátu ekki kom-
íð á kjörþing. Þetta sýnir að hann
hafði fylgi allra þeirra er buðu honum
fylgi sitt og attvæði, Nú, í Selkirk eru
um eða lítið yfir 90 íslenzkir kjósendur
og af þeim skrifuðu 68 undir áskorunina
til Mr. Baldwinsons. Hefir höf. sv. p.
uokkra ástæðu til að ætla að þessum
íslendingum í Selkirk megi síður treysta
en þeim í Nýja-íslandi? Ef svo, hver er
hún ? A meðan höf. svina pólitíkarinn-
ar ekki sannar, að einhverjir af þessum
68 hafi brugðist oghvaðmargir, höldum
vér við það, að Baldwinson hafi fengið
fleirihiuta íslenzku atkvæðanna í kjör-
dæminu. Vér vitum sem sé enga
ástæðu til að íslendingar í Selkirk séu
óorðheldnari en þeir í Nýja-íslandi.
Hitt atriðið, sem vér vildum minnast á
með fáum orðum, er tuggan gamla um
langan undirbúningstima Mr. Baldwin-
sons. Þegar athugað er að um þvert og
endilangt Nýja-ísland, ef ekki annar-
staðar í St. Andrews, var það gefið í
skyn og það afdráttarlaust, í sókninn;
1892, að Sigtr. Jónasson en ekki Col-
cieugh yrði á boðstólum næst, þá er
skrítið að bera þetta fyrir sem ástæðu.
Að unnið hafi verið fyrir Jónasson á
tímabilinu í Nýja-íslandi er enda auð-
sætt af því, að í sveitastjórnarkosning-
um í Fljótsbygð haustið 1893 var það
borið fyrir, að menn mættu til með að
kjósa þennan manninn, en ekki hinn, til
Jæss að halda flokknum saman, sem
ynni að kosning Mr. Jónassons sem
fylkisþingmanns, þegarnæst færufram
kosningar. Að þetta sé rétt, er nokkuð
sem fjölda margir menn í Fljótsbygð
geta borið um. Það voru heldur ekki
all fáir menn hérlendir, sem sögðu Mr.
Baldwinsou nei, afþvíþeir íyrir mörgv.m
mánuðum hefðu heitið Mr. Jónasson fylgi
aínu og atkv. 'Meðal þeirra má nefna
Hugh Black við Nettly Creek. Hvað
undirbúningstíma snertir, er þess vegna
-óhætt að segja, að Mr. Jónasson hafi
staðið alt eins vel að vigi og Mr. Bald-
winson.
Að öðru leyti má “svína pólitík”
Lögbergs eiga sig. Hún á heima og
sómir sér vel — í Lögbergi.
íslcndingar uí bók“
Af fylkisreikningunum fyrir 1895
að dæma, hafa íslendingar ekki fengið
eins mikinn skerf af féfylkisinseins og í
fyrra. Þeir fengu þá um $10,000 alt
talið, en á síðastl. ári ekki nema nokkuð
á 7. þúsund; dollars, er augsýnilega
stafar af því, að fylkisstjórnin þá hafði
engan agentheima á Islandi. En auð-
sætt er það, að ekki er fylkisstjórnin
enn laus við kostnaðinn, sem stafar af
íslenzku fargjöldunum, sem lánuð voru
um árið. Fyrir innheimtu þeirra á
síðastl. ári hefir hún sem só borgað
$206.12 (til S. Christopherson $56.12, og
til M. Paulson $150), og að auki í ferða-
kostnað til M. Paulson $225 og má að
líkum sumt af því fó teljast til kostnað-
arins viðfargjaldainnheimtuna. Stærsti
gjaldliðurinn í þessum Islendinga reikn-
ingsbálki, er sá er Lögbergi viðkemur.
Sýnir hann (gjaldliður 910) að Lögbergs-
félagið hefir á árinu fengið $1,808,33
fyrir blaðakaup og auglýsingar. Tii
brautagerðar í íslendinga bygðum hefir
á árinu verið varið samtals $2,293.15.
Þar af gengu til Baldur-brautarinnar
(í Argyle-nýlendu) $543, og til Kinosota-
brautarinnar $408,50, en til Gimlýbraut-
arinnar $1.313.20. En þar af má þó
draga eitthvað af gjaldlið 2760, þar sem
segir að Braden gamli í Selkirk hafi
fengið $71.55 fyrir að keyra “um Gimli
og Fort Alexander-brautina” (þó var
karl í haust er leið og alt fram undir
kosningar að hóta að yfigefa Greeway
af því hann gæfi sér aldrei neina ærlega
atvinnu !). Til Gimli-brautarinnar hafa
þessvegna íraun réttri ekki gengið nema
$1,241.65 og skiftist sú upphæð þannig
meöal þeirra, er stóðu fyrir verkinu :
K. Benjamínsson og aðrir.....$112 50
J. Bergman, fyrir að yfirlíta verk
á Gimli brautinni ........ 27 70
St. Friðbjörnsson, fyrir vinnu á
brautinni á Mikley ....... 102 50
Jón Júlíus og aðrir ......... 74 50
Magnús Jónsson og aðrir ..... 216 05
Jónas Jónasson og aðrir....... 111 50
Jóhannes Magnússon og aðrir.. 315 25
Th. Mjófjörð og aðrir ....... 77 60
S. Sigurbjörnsson og aðrir... 64 05
J. ThiöriksSon og aðrir ...... 140 00
Samtals....................$1,241 55
Ef til vill eiga og $98.65 að teljast
til þjóðvegagerðar í Nýja jíslandi. Það
segir svo í gjaldlið 2799, að Gunnsteinn
Eyjólfsson og aðrir hafi unnið fyrir
þeirri upphæð í township 27, range 4,
east. En af því tilgreint township er
meginlega, ef ekki alt í vatni norður á
Humbug-flóa, má líklega gera ráð fyrir
að hér sé um prentvillu að ræða, því
fremur sem prentvillnr hafa verið í
fylkisreikningunum áður, þó ekki vserj
nema í fyrra þar sem $31,00 var um-
hverft í $310.00. Telji maður þessa
$98.65 sem veitt til vegagerðar í Nýja-
Islandi, verður upphæðin öll sem til þess
verks hefir verið veitt á árinu $1,340.30.
í gjaldadálknum er tilfært lán til
Gimli-sveitar, er nemur $203.25.—í
tekjudáiknum eru tilfærðir samtals
$58.76, frá íslendingum, þar af $18.26
frá skóla-héruðum í Islendinga byggð-
um, til afborgunar láni til skólanna.
Eftir því sem fylkisreikningarnir
bera með sér, eru í fylkinu 7 launaðir
lögregludómarar. Eru laun þeirra
samtals $1443.20. Þessir eru lögreglu-
dómarnir, laun þeirra og tekjur stjórn-
arinnar fráþeim:
Laun. Tekjur.
Adam Peebles, Wpg .. .$600 00 $543 00
E. H.G.G. Hay, PlaP. 200 00 885 20
Kenneth Campbell,
Brandon........... 195 70 10 00
John C. Todd, Brandon , 4 30
Guðni Thorsteinson,
Gimli .......,.... 200 00
J. E. Cyr, St. Boniface. 150 00 05 00
Colin McCorquodale,
Morden............ 112 50
Hvimleið þingdeild,
Efrideild þingsins er víða í ónáð í
seinnitíð, enda eigi ósjaldan talað um
ýmist að umsteypa henni, eða láta hana
hverfa úr sögunni algerlega, sem útlif-
aðan hlut, sem ekki hafi nokkra þýðingu
lengur. Tilgangurinn með hana í fyrst-
unni var hvervetna sá sami, að halda
í á móti neðri deildinni og hindra gálaus-
leg lög frá að ná staðfestingu. Núer
alment talaðum, aðþó þetta hafi máske
verið þarflegt fyrrum, þá sé það ekki
lengur svo; að neðri deildirnar hafi hvað
eftir annað sýnt og sannað, að þær séu
engir eftirbátar efrideildanna í gætni.
Sem stendur er það almenna álitið, í
fjórum ríkjum að minsta kosti: Banda-
ríkjum, Canada, Englandi og Fíakk-
landi, að efri-deildirnar séu lítt viðráð-
anleg torfæra á löggjafarvegi þjóðanna.
í Canada þykir sú deild þarfiaus
alveg og ekki til nokkursskapaðs hlutar
annars en eyða féþjóðarinnar, enda eigi
ósjaldan nefnd “kerlinga ”-deild. I
Bandaríkjum er álitið á efrideildinni
lítið meira. Ef til vill er henni þar ekki
svo mjög brugðið um ónytjungsskap, en
miklu fremur um það, að hún sé mein-
veitti, að hún sé algerlega “miljónera-
samkunda” og hagi löggjöf allri að því
leyti sem hún getur við ráðið samkvæmt
þvi. A Englandi er efrideildinni fundið
margt til foráttu, þó sérstaklega svíði
mönnum erfðarétturinn. Á Frakklandi
er það einnig margt sem haft er á móti
efrideildinni, en ekkert eitt sérstakt,
I þetta skifti er hún að reyna að hefta
rannsókn á fjárglæpa málum og vill
kúga ráðaneytið til þess, annaðtveggja
að hlýða sér eða segja af sér að öðrum
kosti.
Það var jarnbrautar-“skandala”
mál sem feldi Ribots-stjórnina. Þegar
Bourgeois tók við ásetti liann sér að
rannsaka alt það mál, en við það eru
bendlaðir margir efrideildar þingmenn-
irnir og þeir vilja síður að við því máli
sé hróflað, af því að það í mörgum grein-
um er sagt svo áþekt Panama-málinu
um árið. Ein tilraun til rannsóknar
var gerð og voru hinir kærðu sýknaðir.
Neðrideildin krafðist þegar að sama
máiið væri tekið fyrir aftur fyrir öðrum
prófdómara og félst ráðaneytið á það.
Þessu reiddist efrideildin og samþykti
þegar tillögu þess efnis, að ráðaneytið
hefði fyrirgert tiltrú sinni. Samkvæmt
venjunni átti þá ráðaneytið að segja af
sér. en það gerði Bourgeois ekki, af því
hann hafði neðrideildina að baki sér.
Gerði hann þá ráð fyrir að stýra rík-
inu án tilits til efrideildarinnar og það
gerði hann líka í raun og vera nokkra
daga, þangað til efrideildin sá vænlegast
að taka niður seglin.
Þar, eins og annarsstaðar, á efri-
deildin að vera ^arnargarður milli upp-
stökks þings og þjóðarinnar, en þar eins
og annarsstaðar þykir hún nú orðin
sem mylnusteinn um hálsinn á þinginu.
Og í þetta skifti ber meira á því en oft-
ast nær áður af því sósíalistar hafa
meira hald á ráðaneytinu, en nokkru
sinni áður.
Þetta ráðaneyti sérstaklega berst
fyrir að lögleiða ýmsar breytingar að
því er skattaálögur snertir og jafnframt
því vill ráðaneytið meðal annars gera
algerðan skilnað ríkisog kyrkju. Þess-
um fyrirhuguðu breytingum, flestum,
ef ekki öllum, andæfir efrideildin og eru
það þær miklu fremur en féglæfra mál-
ið í sambandí við járnbrautirnar, sem
valdar eru að tilrauninni að fella
stjórnina.
í efrideild Frakka sitja 300 menn,
og sitja 75 af þeim æfilangt, eru kjörnir
til þess í efrideildinni sjálfri. Hinireru
kjörnir til 9 ára setu, þannig, að þriðj-
ungur þeirra gengur úr á hverjum
þremur árum. í neðrideildinni sitja
581 þingraennkjörnir til 4 ára þingsetu.
Hnausa-bryggj an #
Ef alt hefur farið með feldu er hún
nú fullgerð nú, átti að vera fúllgerð á
laugardaginn var (29. Febr.). Er það 5
mánuðum seinna en ákveðið var í samn-
ingnum við McVeigh, en gerir lítið til,
hvað gagn af henni snertir, úr því hún
eftir alt saman verður fullgerð orðin áð-
ur en is leysir af vatninu. Hvað Mr.
McVeigh snertir, þá á hann
lítinn heiður skilið fyrir sína frammi-
stóðu. Það er sannarlega ekki honum
að þakka, að bryggjan er nú albúin og
því síður er það honum að þakka, þó
allir sem hann skuldaði séu nú búnir að
fá sitt, að undanteknum 2 eða 3 mönn-
um og þeim Sigurðson bræðrum. Það
vantar mikið á að þeir séu búnir að fá
sína peninga, en þeir eru ekki hræddir
um að þeir fái þá ekki með tíð og tima
og þurfa að vændum ekki að vera það.
Eins óhultir mega þessir 2 eða 3, sem
enn eiga eftir eitthvað af vinnulaunum
sínum, vitanlega vera. Úr því stjórnin
þegar hefir borgað meir en helming af
skuldum McVeighs, er auðsætt að hún
hlýtur að borga það sem eftir er og gerir
það líklega áður en langt líður, eftir að
bryggan er viðurkend fullgerð sam-
kvæmt samningi.
Vér óskum Ný-íslendingum til
hamingju með þessa fyrstu bryggju
sína og vonum að þeir sýni að þörf hafi
verið á henni með því, að hagnýta hana
nú vel, að þeir láti hana sem sjaldnast
ónotaða. Þessi bryggja er fyrsta stór-
virkið sem unniðernýlendunni til hags-
muna, en vér vonum að það líði ekki
langt þangað til annað samskonar stór-
verki vérðurunnið sunnarí nýlendunni.
Vér vonum fastlega að 6,500 dollararnir
sem standa í áætlunarskrá sambands-
stjórnar fyrir næsta ár, og sem ætlaðir
eru til bryggjugerðar við Winnipeg-
vatn, séu ætlaðir til bryggju á Gimli.
Þetta, sem sagt, er von vor, en engin
vissa, og það mælir altmeð, að til þeirr-
ar bryggju séu þessir peningar veittir,
því í bráðina sýnist ekki vera nein sér-
leg þörf á bryggju annarsstaðar við
vatnið,
Allur norðurhelmingur Nýja ísl.
getur haft gagn af þessari bryggju, en
hvað mikið það gagn verður, er undir
héraðsmönnum sjálfum komið. Þeir
hafa nú tækifæri til að sýna að þeir séu
betur settir, en þeir í suðurhlutanum,
sem enn hafa enga bryggju og það geta
þeir sýnt með þvít að taka sig nú til og
ganga á undan í einhverjum fram-
kvæmdum byggð sinni til gagns og
sóma. Geri þeir það ekki, skari þeir í
°ngu fram úr hinum, sem ver eru settir
i þessu efni. þá verður tilganginum með
bryggjuna ekki náð. Vér vonum þess
vegna og óskum að þeir geri nú rögg á
sig í framfara áttína í einhverju atriði
og sanni þannig að bryggjufénu hafi
ekki verið kastað á glæður.
Um Blaðaílutning
ókeypis meðpósti var meðal annars
rætt á allsherjarfundi blaðamanna fél. i
Can. er nýlega var haldinn i Ottawa.
Af því alt sem fréttablöð heita eru flutt
ókeypis um alla Ameriku, er það orðin
tízka að senda út auglýsingar allskonar
og láta þær heita blaða nöfnum og búa
að öllu leyti sem líkastalmennum frétta
blöðum. Þetta vill blaðamannafélagið
ekki liða og á fundinum var tilnefnd
þriggja manna nefnd til að hafa þetta
mál með höndum ef þörf þætti, að ræða
um það við póstmálastjórann. Þessi
nefnd á að vinna að því: aö nöfn allra
blaða sem út eru gefin í ríkinu séu bók-
uð hjá póststjórninni eins og gert er á
Englandi og|í Bandarikjum ; að engin
blöð séu bókuð sem frétta eða fræðiblöð,
sem send eru almenningi ókeypis, bein-
línis eða óbeinlínis; og, að eftir ákveð-
inn tíma skuli allir sem byr ja á útgáfu
blaða borga eittlivert oforlítið burðar-
gjald fyrir þau árlangt, en að þá skuli
alt burðargjaldið endurgoldið, ef líkur
séu til að blaðið haldi áfram að koma út
á ákveðnum tíma.
Aður en umræðum um þetta var
lokið kom bréf frá aðstoöarmanni þóst-
málastjórans, þar sem hann fullvissaði
félagið um að þetta mál yrði tekið til
alvarlegrar athugunar innan skamms.
En svo iét sá góði herra ekki þar við
sitja. Það var á bréfi lians að skilja, að
miklu meira yrði fáanlegt en það, sem
félagið fór fram á. Það var sagt ekki
óliklegt að farið yrði fram á að taka
burðargjald er svaraöi 4 centum undir
hvert pund af fréttablöðum og krafist
að nafn blaðsins skuli prentað áumbúða-
pappírinn. Þetta var nokkuð sem blaða-
mönnum kom á óvart og vcru þeir
ekki viðbúnir þá i bráð að ræða málið
frekar. Þeir létu það ekki ótvíræðilega
í ijósi, að ekki mætti leggja nokkra auka
byrði á nokkur virkileg fréttablöð. Það
væri líka makalaustalveg, ef tekið væri
upp á þvi nú, að leggja önnur eins höft
á fréttablöð. Það væri full hart að
þurfa að hafa nafn blaðsins á hverri
einustu pappírs ræmu, sem utanum þau
er vafin, en þókynnu menn nú einhvern
veginn að bjargast fram úr því. En að
borga 4 cents undir hvert pund, eða
$4 fyrir hundrað pundin, það yrði rot-
högg ekki svo fárra blaða. Það er
vonandi að þessi uppástunga tilheyri
vara manninum einum og að hún verði
aldrei annaðen uppástungu hans.
PAIN-KILLER
THE GREAT
Family Medicine of the Age.
Taken Internally, ItCures
Diarrhœa, Cramp, and Pain in the
Stomach, Sore Throat, Sudden Colds,
Coughs, etc., etc.
Used Externally, ItCures
Cuts, Bruises, Burns, Scalds, Sprains,
Toothache, Pain in the Face, Neuralyia,
Bheumatism, Frosted Feet.
No artlcle erer attalned to »ucb unbounded popular-
lty. —Salem Obærvfr.
W® can tiear teutimony to the efflcacy of the Paln-
Klller. Wehave seen it* maglc eíTeets in *oothintf the
»evere»t pain, and know *t to be a good article.—Cincin-
nati Dispatch.
Nothing has yet »urp»»sed the Pain-Killer, which 1»
the rnost vaiuable family medicine now in ust.—Tennestee
Organ.
It has real merit; as a means of removing pain.no
medicine has acquired a reputation equal to Porry Davis*
Pain-Killer.—Newport News.
Beware of lmitations. Buy only the genuine “PEKBY
DAVxa.” öold everywhere; large botties, 2óc.
Bréf mitt
Til Argyle-safnaða*
hefir vakið nokkrar athugasemdir í Lög-
bergi, sem ég neyðist til að svara nokkr-
um orðum.
Málið er þannig vaxið. Frelsissöfn-
uður í Argylebygð samþykti á almenn-
um fundi 31. Janúar, að rita mér fyrir-
spurn um, hvort ég mundi “fáanlegur
til að vera í vali við í hönd farandi prest-
Rosningu safnaðanna” (Frelsis og Frí-
kyrkjusafnaða). — Fríkyrkjusöfnuður
heldur ársfund sinn í Marzmánuði, og
þess vegna gat hann eigi tekið prest-
kosningamálið fyrir á sama tíma og
Frelsissöfnuður, sem heldur ársfund
sinn í Janúarmán. En með því að Ar-
gylemenn ætluðust til “að tafarlaust
yrði farið að vinna að því að fá prest.”
þá mætti forseti Fríkyrkjusafnaðar, Mr.
S. Arason, á þessum almenna fundi
Frelsissafnaðar, til þess sameiginlega að
ræða prestkosningamál safnaðanna.
Eftir þennan fund skrifar Mr. Arason,
forseti Fríkyrkjusafnaðar, mér embætt-
isbréf í nafni safnaðanna ogspyr migað
því, hvort ég mundi “fáanlegur til að
vera i vali við í hönd farandi prestkosn-
ingusafnaðanna.” Þetta bréf er dag-
sett 3. Fetjrúar og er prentað í Heims-
kringlu 14. s. m. Bréfið ber sjáift vott
um, að Mr. Arason. forseti Fríkyrkju-
sofnaðar. talar þar í embættisnafni og
flytur fram mál beggja safnaðanna.
Hann segir. að sér hafi verið “falið að
tilkynna” mér samþykt fundarins.
Hann talarog um prestkosningu safnað-
anna" (Frelsis- og Fríkyrkju-safnaða).
Enn fremur getur hann þess, að ‘öðr-
um manni sé ritað sama efnis.” Þann-
ig hefir mér og “öðrum manni” verið
rituð formleg fyrirspurn um, hvort við
mundum yera fáanlegir tii að vera í vali
við pi-estkosningu Argyle-safnaða. Ég
svaraði tafarlaust þessari fyrirspurn til
mín á þann hátt, að mér væri þvi miður
ómögulegt að verða við tilmælum Ar-
gyle-safnaða. Þetta svar sendi ég Mr.
Arason. Og er það bréf mitt prentað i
Heimskringlu 14. f. m.
I Lögþergi 27. f. m. er annað bréf
til mín frá Mr. Arason. Það erdagsett
15. febrúar. Bréf þetta varð að dvelja
viku eða meira i Winnipeg, áður en það
yrði prentað. Forseti kyrkjuféiagsins
fékk þannig nægan tíma til að semja
eftirmála við bréf þetta. Eftirmáli þessi
er svo prentaður í sama nr. Lögbergs og
bréfið sjálft. Bréf þetta er nokkuð ólíkt
hinu fyrra brefi frá Mr. Arason til min.
Og skil ég vel, hvernig því víkur við.
Eins og Lögberg hefur getið um, þá fór
sór Fr. J. Bergmann vestur til Argyle
um þessar mundir. Og vera hans í
Argyle er einmitt á tímabilinu milli
þessara tveggja bréfa frá Mr. Arason.
í bréfi mínu til Argylcsa'naða stendur :
“Forseti og varaforseti kyrkjufélagsins
vilja ráða þvi, hvern þér (Argylemenn)
kjósið fyrir prest yðar. Þeir hafa boðið
ykkur prestefni, Og séra Fr. J. Berg-
man fór vestur til yðar í þeim erinda-
gjörðurn.” Mr. Arason mótmælir því
ekki, að erindi séra Friðriks hafi verið
þetta. En hann virðist álíta óvarlegt
að hafa það í hámælum, að forseti og
varaforseti kyrkjufélagsins hafi boðið
Argylemönnum prestsefni, og þess
vegna neitar hann því. Og samt segir
Mr. Arason í fyrra bréfi sínu til min, að
‘ öðrum manni” hafi verið rituð sams-
konar fyrirspurn og mér. Þessi “ annar
maður” er boðinn Argylesöfnuðum, og
séra Friðrik fór vestur til Argylo í því
skyni að styðja að kosningu hans, Þessi
koma séra Friðriks hefur að minnsta
kosti haft áhrif á Mr. Arason. Þau
áhrif koma glögglega fram í seinna bréf-
inu frá Mr. Arason til mín.
í bréfi mínu til Argylesafnaða
stendur: “Yður (Argylemönnum) stóð
þá (1893) og tilboðamjögefnílegtprests-
efni, Mr. Björn B. Jónsson. . . .
Ég benti yður á hann. En forseti og
varaforseti kyrkjufélagsins unnu á móti
kosningu hans. Þeir vildu láta yður
kjósa séra Steingrím Þorlákson, þótt
hann hefði ekkert fylgi í söfnuðum yðar.”
Þessu hefur verið harðlega mótmælt af
forseta kyrkjufélagsins í Lögbergi. Og
þess vegna neyðist ég til að fara nokkr-
um orðum um þetta atriði.
I febrúarm. 1893 sagði ég Argyle-
söfnuðum upp prestsþjónustu minni.
Söfnuðirnir héldu svo fundi 20. og 21.
marz til þess að ræða um prestkosning-
armál sitt. Fundaskýrsla um þetta
efni stendur i Lögbergi 29. marz, 1893.
Þar stendur: “Séra Hafsteinn og nokk-
rir menn aðrir mæltu fram með því að
kalla prest þegar í stað.” En það varð
að samþykktum á báðum fundunum, að
“fresta framkvæmdum” í prestkosning-
armálum “þar til síðar” eða "fyrst um
sinn-”. 12. og 13. Júní tóku Argylesöfn-
uðir aftur málið fyrir. Um það er
fundaskýrsla í Lögbergi 17. Júní, 1893.
Þar stendur : “ Á báðum þessum safn-
aðarfundum var rættprestkosningarmál
Argylesafnaða og var samþykt að hafa
sameiginlegan kjörfund fyrir báða söfn-
uðina eftir kyrkjuþing. í vali verða
cand. theol. Björn B. Jónsson og séra
Steingrímur Þorlákson og auk þeirra
þrír prestar heima á íslandi.” Ef prest-
kosningin hefði farið fram fyrir kyikju-
þing 1893, eins og ég og vinir séra
Björns vildum, þá hefði hann að öllum
líkindum verið kosinn prestur í Argyle.
En fyrir áhrif frá forseta og varaforseta
kyrkjufélagsins var málinu frestað fram
yfir kyrkjuþing. Og það sást. þegar á
þing var komið, að þessi frestun var
*) Bréf þetta er prentað í Hoims-
kringlu 14. f. m. Þar er ein prentvilla,
þar sem minst er á sunnudagaskóla-
skýrslu Garðarsafnaðar. Þar stendur :
“flest á skólanum 50,” en á að vera :
flest á skólanum 60,
sjörð tilgangslaust. í ársskýrslu
forseta frá þessu kyrkjuþingi stendur
þar sem talað er um kandidat Björn B.
Jónsson : “Það er tillaga mín (o : for-
seti), svo framarlega sem hann ekki enn
(eins og égekki veit til) hefur þegið köll-
un frá einhverjum hinna prestlausu
safnaða, að þetta kyrkjuþing gefi út
köllun til hans sem trúboða í bráðina
fvrir kyrkjufélagið í heild sinni á þeim
plássum, þar sem mest er þörf á slíku
starfi. Og taki hann þeirri köllun, eins
og ég tel nærri því víst, að hann muni
gjöra, þá mundi hanneinnig taka prest-
vígslu á kyrkjuþingi þessu.” Vegna
veikinda mætti forseti eigi á kyrkjuþingi
þessu. Varaforseti bar fram ársskýrslu
hans og fylgdi þcssari tillögu lians fast
fram í viðræðum sínum við kyrkju-
þingsmenn. Varaforseti vildi helzt, að
sera Björn yrði prestur í Nýja íslandi
og Selkirk, enda vann hann nokkrum
mánuðum seinna hart að því máli. Alt
þetta gjörði forseti og varaforseti kyrkju-
félagsins til þess að vinna á móti kosn-
ingu séra Björns í Argyle vorið 1893.
Þeir vildu að séra Steingrímur yrði
piestnr i Argyle en séra Björn í Nýja
Islandi og Selkirk. Við þessi afskifti
þeirra er átt í bréfi mínu tli Argyle-
safnaða.
Saga su, sem forseti kyrkjufélagsins
hefir samið og sett í Lögberg 27. f. m., á
ekkert skylt við þetta mál. Hún fer
fram meira en ári seinna, haustið 1894.
Þá er sóra Steingrimur búinn að missa *
söfnuði sína í Minnesota og séra Björn
orðinn prestur þeirra í hansstað. Séra
Björn er eigi lengur í vali við prostkosn-
ingar Argyle-manna. En með því að
frásaga forsetans er eigi samkvæm sann-
leikanum, þá neyðist ég til að leiðrétta
hana með nokkrum orðum. Sögu þessa
máls er allri snúið við. Iiaustið 1894
átti ég ferð fyrir höndum vestur í Ar-
gyle. Sera Jon frétti um för mína.
Hann kom svo til mín og bað mig að
reyna um leið að komast eftir því, hvort
Argylesöfnuðirnir mundu eigi vilja kalla
séra Steingrím fyrir prest. Hann væri
nú alfarinn frá Minnesota, og Argyle-
söfnuðir væru orðnir prestlausir, með
því að séra Árni gæti eigi komið vestur.
Eg liafði litla von um árangurinn af
þeirri tiiraun, en séra Jón fylgdi því
mali fram með sínum gamla brennandi
áhuga. Eg vildi að bann færi sjálfur
vestur í þessum erindagerðitm, með því
að hann var sjálfur ‘uppástungumaður’
að þessari tilraun. Hann kvaðst eigi
geta farið sjálfur fyrir lasleika. Að síð-
ustu lofaði eg honum að bera bréf hans-
um þetta efni vestur til Argyle og láta
lesa það upp fyrir fulltrúum safnaðanna
Það gerði ég, en árangurinn af þessari
tilraun forsetans var enginn. Eg álít
mjög eðlilegt, að forseti gerði þessa til—
raun. Argylesöfnuðir voru prestlausir,.
og séra Steingrímur er góður prestur og
hafði þá enga söfnuði til að þjóna. Séra
Jon segir, að óg sé upphafsmaður að
þessari tilraun. Ég á ekki þann heiður
skilið. Forseti kyrkjufélagsins á sjálf-
ur þann heiður með öllum réttí. Hann
sjalfur var upphafsmaður þessarar til-
raunar, og ritaði hann Argylemönnum
langt bref þessu máli sínu til stuðnings.
Eg að eins bar bréfið vestur og lofaði að
útskýra munnlega meining forsetans, ef
eitthvað væri óljóst eða ónákvæmt í
bréfinn. Það gerði ég á fundi safnaðar-
fulltruanna í Glenboro. Meira átti ég
ekki að gera og gat ekki gert.
Hafsteinn Pétursson.
A. Leflar•
Afleiðing kvefs sem
ekki var lœknað.
VEIK LUNGU.
læknarnir gátu ekkert að gert.
Læknaði mig með
AYER’S
Cherry Pectora!
“Eg fekk vont, kvef, sem lagðist í
lungun á mér og mér fanst eins og
mörgum öðrum í samskonar tilfellum,
að ég hirti ekkert um það, en hugði það
mundi hatna af sjálfu sér, eneftir lítinn
t*ma fór ég að finna til þróttleysis og
verkjar, er óg þurfti að reyna' á mig.
Þá fyrst
fór ég til læknis,
ætn komst að þeirri niðurstöðu, að efri
hluti vinstna lungans var mjög orðinn
skemdur. Hann lét mig hafa meðal, er
ég brúkaði eftir fyrirsögn hans, en sem
þó gerði mór ekkert gagn. Til hamingu
hafði ég lesið í Ayer’s Almanaki um
þau góðu áhrif sem Ayer’s Chorry Pec-
toral hafði haft á ýmsa aðra og afréð
því að reyna það. Eftir að hafa tekið
>að nokkrum sinnum fór mér að hatna,
og áður en ég var búinn úr flöskunni
var ég albata”. — A. Leflar, Watch-
maker, Orangeville, Ont.
Ayers Chery Pectora/
hæstu verölaun á heimssýningnnui.
Ayers Pills bæta meltinguna.