Heimskringla


Heimskringla - 16.04.1896, Qupperneq 1

Heimskringla - 16.04.1896, Qupperneq 1
X. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 16. APRÍL 1896. NR. 16. Dáinn í Montcre.y, Mexico, 13. April 1896 Sir John Christian Schultz K. C. H. B., fyrverandi fylkisstjóri í Manitoba, á 55. aldursári. Ekkja hans er á leiðinni að sunnan með líkið 02 er það væntan- legt hingað 18. þ. m. Sir Johns verður nánar getið í næsta blaði. FRÉTTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG, 9. APRÍL. í Ottawa stendur baráttan um skólamálið yfir í þinginu dag og nótt. Þingmenn af báðum flokkum skifta sér niður í flokka til þess að láta þingsal- inn aldrei verða mannlausan og svo gengur sama steypan látlaust dag og nótt, því að hvorugir vilja undan láta. Sló þeim Sir Charles Tupper og Laurier saman sem oftar þann 8. og hamaðist þar hvor að öðrum, en hvorki rekur né gengur og ekkert getur þingið fjallað nm önnur nauðsynleg málefni fyrir þrá lyndi þessu. A Cuba gengur á því sama. Upp- reistin heldur einlægt áfram og eru smáskærur milli flokkanna, en mest gengur stríðið þó út á að spilla, brenna og eyðileggja hvor fyrir öðrum, en stór- orustur engar. I Remedios brendu uppreistarmenn nýlega 3 nýbygðir og 9.400 tons af sykurreir. Yið San Pelepe brendu þeir verkvélarnar og 55,000 tons af sykurreir. Mörg og Ijót eru hryðju- verkin unnin í striði þessu af báðum flokkum. Er ætlan manna að upp- reistarmenn muni verða ofan á að iokum. PÖSTUDAG, 10. APRÍL. Klukkan 3. e, m, í gær voru þing- menn í Ottawa búnir að sitja samfleytt 1 72 tírna á fundi, og er það sá lengsti fundur sem menn þekkja á því þingi, Kl. 3 um morguninn á miðvikudaginn var gerð uppástuuga um að slíta fundi, «n um þá uppástungu eina var var búið að rseða kl. 3 e. m. í gær í 36 klukku- stundir. En heldur fundur áfram, er morg- unblaðið kom í dag og gongur eiginlega ekkert áfram. Á Cuba vinna foringjar uppreistar- manna hverja feorgina á fætur annari. Maces tók Pinar del Rio herskildi og lagði í ösku. Gomez hefir 6 eða 7 sinn- um veríð sagður dauður, en nú virðist hann með fullu lífi, því nýlega vann hann borgina Santa Clara, höfuð- staðinn í fylkínu einu, er einnig heitir Santa Clara. Maður nokkur Morran að nafm heflr verið tekinn fastur fyrir að hafa verið vitapdi um eða sekur í morði stúlkunnar Hatton, er myrt var í Hol- land nýlega, Sannanir þó ekki fram- komnar enn, Dylgjur eru um það að þeir Mac- kenzie og Mann hafi gert samning í vik- unni sem leið um byggingu Dauphin- brautarinnar, Fylgir það sögunni að hyrjað skuli frá Gladstone og bygðar 150 milur á þessu sumri. Fregnin er tekin úr blaðinu “The Portage la Prai- rie Review”. LAUGARDAG, 11, APRÍL. Alt til þessa hafa menn ekki leitt rafurafl lengri leið en 100 mílur, en nú er áformað að leiða það frá Niagara- fossinum alla leið til New York. Hefir rafmagnsfræðingurinn Nicola Tesla sagt að leiða megi aflið svo langt sem vera vill og á nú að prófa það. Korea. Dylgjur miklar meðRúss- um og Japanbúum í Koreu. Eru morð °g manndráp þar daglegir atburðir. Kússar hafa Koreu konung enn í Varðvoizlu sinni síðan hann flúði undir verndarvæng þeirra. Vilja þeir gjarn- an hafa tögl og hagldir á stjórninni, en Japanbúar kunna því illa. Hafa þeir uú sent bryndreka sina til ýmsra staða í Koreu. Loks hefir forseti Bandaríkjanna orðið við tillögum þingsins, og hefir lmnn nú skrifað Spánarstjórn og látið í ljósi að hann viðurkendi að Cuba hefði rétt til að halda uppi herskildi og um feið látið í ijósi óskir sínar, að málum þeirra Spánverja og Cubamanna yrði sem fljótast ráðið tillyktaásemlieppileg astann hátt. Við þetta vænkast ráð Cubamanna stórum, "TT I Afríku berjast Englendingar og Italir við svertingja og nú eru Mata- helar í Suður-Afríku komnir á stað og farnir að drepa og myrða. Verða þeir illir viðfangs þegar þeir bætast í lið með Boers, sem kunna illa yfirgangi Breta. I Ottawa gengur á þvi sama íyrir þinginu. Fiokkarnir berjast án afláts, hefir fundur staðið síðan kl. 3 á mánu- daginn, nótt og dag, en ekkert gengur. Sagt var í kvöldblaðinu i gærkveldi, að í dag myndi stjórnarflokkurinn láta skólalagafrumvarpið falla i bráð, taka það út af þingí, því að nú er tími orð- inn svo stuttur, að augsýnilegt er að ómöguiegt er að koma því í gegn. Verð ur það þá kveikjuefni fyrir næstu kosn- ingar, Líklega hefir fundi verið slitið í kvöid, því að svo eru þingmenn trú- ræknir að ekki vilja þeir sitja um sjálf- an drottinsdaginn. Heldur aukast líkurnar á Morran, er sakaður var um að hafa myrt stúlk- una frá Holland. Er nú sagt að hún hafi verið með barni af hans völdum og hafi þau verið búin að mæla mót með sér þetta kvöld er hún var myrt. Ætla menn hann hafi viljað verða laus við hana og svo tekið til þessa. Er það ó- fögur saga. MÁNUBAG, 13. APRÍL. Skólalagafrumvarpinu, sem stjórn Breta lagði fyrir þingið nýlega, er ekki tekið meðneinum fögnuði. Allsherjar- skólakennarafélagið er andvígt því og svo er ‘Frikyrkjumentamálafélagið, að- al málgagn kardínálans á EDglandi (Waughari’s) o. fl. 129 klukkustundir sat samþandsþing Canada samfleytt í vikunni sem leið, frá kl. 3 e. h. á mánudag til kl. 12 á mið- nætti á laugardagskvöld. Er það ætl- uð lengst seta á þingi sem menn hafa sögur af. Afköstin voru samt ekki að sama skapi. Stundum svaf forsetinn og hraut svo hátt, að ræðnmenn hættu að tala þangað til búið var að vekja hann. Annan sprettinn rauk einn eða aunar þingraaður ,til og sþitaði á munn- hörpu sem mest hann mátti. Það var skólamálið sem olli þessum gaui’agangi. Stjórn Breta hefir að sögn samþykt að senda3 fiskifræðinga til Alaska, til þess í félagi með sendimönnum Bandaríkjastjórnar, að rannsaka til hlýtar hvert hætta sé á að eyðist sel- irnir í Bæringsundi og grendinni. Landsstjórinn í Canada hefir synjað staðfestingar löguni frá Manitoba-þingi í fyrra, þess efnis, að félög, einkum á- byrgðar og lánsfélög, sem liafi fengið lagalega tilveru annarstaðar en í Mani- toba, þurfi að kaupa leyfi hjá Mani- toba-stjórn áður en þau fá leyfi til að starfa í fylkinu. Dagblað eitt í Philadelphia, “The North American”, er byrjað að gefa út í dálkum sínutn æfisögu H. Holmes, marg-morðingjans, sem þar situr i fangelsi. Handritið á að vera eftir Holmes sjálfan. í þessari æfisögu kveðst Holmes liafa drepið 27 manns. Olympisku leikjunum í Aþenuborg er haldið áfram enn, að viðstödd- um 50—70 þúsund áhorfendum á hverjum degi. Á föstudaginn fór fram kapphlaup frá Maraþon-völlum til Aþenu, um 33 mílur vegar og vann Grikki hlaupið. Hefir það komið fram við þessa leiki, að Grikkir eru úthalds- góðir, en ónýtir alveg á stuttum spretti. Nú þykir víst orðið hvernig freguin um Nansení vetur varð til. Veiðimsnn rússneskir höfðu verið á Nýju-Síberíu- eyjunum, höfðu séð skip í isnum með það sem þeir álitu Norðurálfumönnum á, heldu svo til lands og heimleiðis án þess að grenslast eftir livaða skip þetta var. Úr þessu var svo gerð sagan um að þar væri Nansen kominn og búinn að finna norðurheimskautið. ÞRIÐJDAG 14. APRÍL. Níhilistar á Rússlandi eru að sögn að hugsa um að ryðja Nikulási keisara III. úr vegi. Soldán Tyrkja hefir afturkallað lagaboð sitt, sem bannaði kristniboðum að starfa í Armeníu. Stórveldin hafa tekið á karli í það skiftið. Maður einn í Cliicago, er stundar rafmagnslækningar, kveðst hafa fundið upp ráð til að drepa alt sóttfræ í líkama manns, eða bakteríúr, með X-geislun- um, sem Röntgen uppgötvaði. Reyndi hann við kóleru-bakteríur og þær þoldu ekki mátið. Heldur hann því nú fram að landsfarsóttir allar séu með þessari uppfinding yfirstignar. Maður einn í Toledo, Ohio, kveðst hafa fundið hina löngu týndu list forn- Egyfta, að þurka svo líkami manna, að þeir verði óskemdirnm þúsundir ára. Lady Mount-Stephen, kona Sir George Stephen (síðar Lord Mount- Stephen), fyrsta forseta C. P. R, félags- ins, lézt á Englandi hinn 9. þ. m, Barna-morð eru upp komin í Lond- on og er sagt að fjórða hverju barni í borginni sé vísvitandi styttur aldur. MÁNUDAG, 15. APRÍL, Aðfaranótt sunnudagsius 12. þ. m. og allan sunnudaginn fenti svo mikið í Colorado og nærliggjandi héruðum, að lestagangur á járnbrautum teptist. Veð urhæðin var svo mikil að skaði varðaf á mörgum stíöðum. Á sunnudaginn var lagði fyrsti gufubátur út á Superiorvatn frá Duluth. Fór áleiðis til Port Arthur. Málið um stjórnarstyrk til hafþráð- arlagningar til Havaieyja kom til um- ræðu hjá þar til kjörinni þingnefnd í Washington í gær. Af því hve vel var tekið í það mál er talið líklegt, að á þessu þdngi verði veitt íé til þess fyrir- tækis og þráðurinn lagður innan skammss. Flóð mikið í Laurence-fljótí og part- ur af Montreal í hættu, þrátt fyrir tíóð- garðinn mikla. I haust er leið skipaði Canadastjórn verkfiseðing, J. L. P. O’Hanley að nafni, til aðathugahvaða ábrif Chicago. skurðurinn mikli mundi liafa á stór- vötniíi. í skýrslu sinni segir hann nú að ómögalegt sé að gera nokkra gagn- lega áætlun um það, nema fyrst sé mælt vatnsmagnið sem fellur um De- troit-ána og aðra ála á því svæði. Fáein orð um Islend- ingadagshald. Blöðin hafa talsvert rætt um sam- komuhátíð Islendinga hér í landi, eða hinn svo kallaða íslendingadag. En af því þó nokkur ágreiningur hefir verið um ýmislegt honum viðvíkjandi, og ég veit ekki til að hann sé jafnaður enn, þá ætlaég í fám orðurn að lýsa yfir áliti mínu á því 'máli. Ágreiningurinn liefir verið um nafn hátíöardagsins og um það, á hverjum tíma hann sltyidi haldinn. Hvað fyrra atriðinu viðvikur, þá þarf fyrst að vera ákveðiö í hvers mitm ingu vór höidum þennan hátíöisdag, og mér finst það lika hafa komið vel fram í minnum þeim, eem mælt hefir verið fyrir á undanförnum íslendingadögum, Minst hefir verið Islendinga og íslands lilýlega, innilega og með söknuði, að sjá ekki iengur liess fögru náttúru o. s, frv. Minst hefir verið landa sem hing- að eru fluttir, framfara þeirra og fram- kvæmda; minst hefirverið laudsins sem við búum í, frelsi þess og hinnar frjó- sömu jarðar o. s. frv. Hugmyndin og tilraunin hefir því verið sú, að minnast alls hins bezta, sem minti oss á föður- landið, og jafnframt að tengja Islend- inga scm hér eru sem traustustum vin- áttuböndum, bæði innbyrðis og við hina, sem heima eru á ættjörðinni og einnig ættu þessir samfundir að stuðla að því, að geyma það sem bezt er í þjóðerni voru. Mór finst því að vér höfum ekki annað tilhlýðilegra nafn handa þessum hátíðisdegi, en nafnið ísletidingadagur, eða að minsta kosti held ég að það só bezt viðeigandinafn, af þeim setn nefnd hafa verið. Leifsdagur eða Vínlands- dagur likar mór ekki, því vér erum ekki að minnast fundar Ameríku, nema ef það væri auka-atriði. Biblíu- dagur er ekki hentugri, því ekki er ver- ið að minnast á trúmál á þeim sam- komum. Mér líkar því vel þetta vana- lega nafn á hátíðisdeginum. Hitt atriðið—á hvaða tíma þessi hátið (Islendingadagurinn) skyldi hald- ast framvegis—er annað atriðið. Ég er á þeirra máli sem álíta 2. Ágúst ekki heppilegan dag, en ekki er það vegna þess, að ég álíti það neitt “særandi” fyrir landa heima þó við minnumst þeirra þann dag. Stjórnar- skrá þeirra, sem þeir fengu 2. Ágúst, er auðvitað mjög ófullkomin,en með henni fengu þeir þó forræði fjár síns, og það eitt var stórt atriði til hagsmuna þeim. Nei, það er vegna þess, að mér lík- ar ekki sá dagur, að þá eru miklar ann- ir í nýlendunum svo bændur tefjast tals vert frá nauðsynjaverkum sínum. hvort sem menn halda Islendingadag heimafnýl. sinni, eða þá ekki síður, ef menn ferðast til hins almenna liátíðar- halds í Winnipeg. En þá er að finna annan dag, og helzt þann dag.sem geti mint oss á gleði eða framfaradag heima, en að sá dagur sé þó ekki óþarílega óþægilegur fyrir bændur hér vestra, því ég hofði óskað að sem flestir úr nýlendunuin hefði tækifæri til að koma á hátíðisdaginn. Mér hefði þótt að mörgu leyti vel til fallinn sumardagurinn fyrsti, því það er gleði dagur heima, og von um að náttúran fari þá að hlýja fósturjörð- inni. En af því að hér or ekki ætíð á þeim tíma komið svo mikið sumar, að gott sé að skemta sór undir beru lofti, þá býzt ég við að ekki sé hægt að fast- setja liann. Sá dagur, sem mór því finst bezt til fallin, er 1. JÚLÍ (setning- ardagur alþingis), þvi það er dagur, að mér sýnist, sem vel á við að minnast á bræðurna heima. Þaðan (frá þinginu) hafa þeir fengið mörg ákvæði til fram- fara, og þangað rennir þjóðin augum sínum til nýrra og nýrra ákvæða til frelsis og framfara. Þangað eru líka valdir beztu menn þjóðarinnar. En þó að að þeir séu ekki gallalausir, né ^þeirra verk, þáerþað ekki til vonar. Sú þjóð sem á að framleiða gallalausa þingmenn, verður sjálf að vera galla- laus. Annað, sem að mínu áliti, mælir mjög með þeim degi er, að þá eru annir bænda með minsta móti, Útií nýlendum álit ég að bezt væri að Islendingadagurinn væri haldinn nokkru fyrri á einhvern merkisdag fyr- ir þá eða þá nýlendu, þó það væri sinn daginn í hverri. Með þvi móti gæti þeir sem vildu farið á Islendingadaginn í Winnipeg, án þess að nýlendan misti af þeim frá sinu hátíðarhaldi. Líka væri það skemtilegt og til uppörfunar í listum, aö þeir sem sköruðu fram úr á hátíðisdeginum í nýlendunum, t. a. m. í glimum, stökki, lilaupum, sundi, og enda ræðuhaldi o. fl., gæti komið á hinn almenna Islendingadag í Winni- peg og reynt sig þar. Ekki get ég hugs að inór að Islendingar heima muni fara að lialda árlegau hátíðisdag til samlætis við oss hér, ættu þeir að minnast þess með söknuði að þeir hefði mist okkur? Eða ættu þeir að fagna yfir því að los- ast við okkur ? Ég sem sagt álít ekki til neins að reyna að fá þá til að liafa hátíðarhald sama dag og vér, endur- minningarnar yrða miðaðar við alt ann að en vorar. Komi það fyrir nokkurntima að föðurlanii voru skíni eitthvað mikið gott af þeim parti þjóðflokks vors, sem verður hér «'estan hafs, munu þeir minnast þess á þann hátt, sem þeim geðjast bezt. V. S. / Islands-fréttir. Eftir Fjallkonunni. Dáirin Febr. Hdldór Jónsson, hreppstjóri í Þormóðsdal í Mosfellssveit. Og ennfremur dáin fyrir sköimnu Jó- hann Jónsson bóndi í Ilöfn í Siglufirði og húsfrú Ingunn Eyjólfsdóttir, kona séra Brynjólfs Jónssonar á Olafsvöllum. Og enn fremur dáiri 4. Febr. húsfreyja Guðrún Jórisdóttir í Elliðakoti, kona merkisbóndans Guðmundar Magnússon- ar, sem þar býr. Skerndir á brúm. I leysingum í byrjun Marzmán. kom svo mikið flóð í Hvítá, að það skemdi nokkuö brúna á henni,en þó ekki svo að liún sé ekki fær. Kring um mánaðamótin Jan. og Febr. hljóp syo mikið flóð í Skjálfanda- fljót, að engir þóttust muna annað eins og er svo skrifað um það þar úr grend- inni: “Mest var flóðið laugard. 1. Febr. og gekk það syo hátt.að það nam brúna braut, eitthvað af slám. reif vírnetið sem strerigt er beggja megin við gangpallinn kastaði klakahrönn upp á hana og rót- aði henni eitthvað til að vestanverðu á stöplinum. Klakafleka rúmlega álnar þykka hafði flóðið skilið eftir ofan á vestari brúarstöplinum. Að öðru leyti er mór eigi kunnugt, hve miklar skemd- irnar eru. Þetta er haft eftir skilríkum mönnum, sem um brúna fóru daginn eftir flóðið. Það er ætlun sumra manna að flóð þetta hafi komið sumpart fram- an úr jökli og ætti það þá að hafa stafað af eldsumbrotuni. I flóði þessu sópaði öllum ís af Skjálfandafljóti langt fram fyrir bygð og út fyrir Þingey, og voru sumir jakarnir alt að því mannhæð á þykt’. Tíðarfar hefir verið stirt mjög síðan Marz byrjaði, ýmist útsynningsrok eða á norðan, og hefir snjóað talsvert. — Vegna þessarar ótíðar hefir ekki gefið á sjó alllangan tíma, en eftir síðustu frétt um var vel fiskvart orðið á Miðnesi og VJEITT ItaOSTU VBHöUattn a iibimssvninounn DR BMING POHDfR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of . Tartar ðowder. Ekkert álún, ainmonia eða Pnnur óholl efni. 40 ára *«ynslu. Dollars-gildi er um þessar mundir æði stórt hjá....... W A L S H Margfalt við jiað sem framast fæst hjá öðrum í bænum. Ástæðurnar eru, að það er allra veðra von hjá oss f verzlnnarlegu tilliti. Vér höfum sem sé ekki samið um leigu á búð nema til 1. Maí. Rótt til sýnis setjum vér fylgjandi upptalning. Ef þór lítið yfir hana munuð þér viðurkenna, að vér gefum miklu meira en venjulegt er fyrir dollar. Karhnanna-yflrhafnir fyrir vorið, á $4.85, $5.50 og $6.50 Karlmanna-alklæðnaðir á $3.15, $4.00, $5.00 og $6.00. Drengjaklæðnaðir á $1.00, $1.50, $2.00 og $2,50. Hattar af öllran tegundum og með nýjustu tísku. $1.00 hattar fyrir 25c., $2 hattar á 50c., $3 hattar á 75c. Það er þýðingarlaust að telja upp fleira í þetta sinn. Ef yður van- hagar um eitthvað, þá spyrjið oss nm það. Hér er hvorttveggja varningurinn og verðið við hæfi fjöldans. Vorfatnaður allskonar í haugum og hlöðum og er sem næst að hann fáist fyrir hvað sem boðið er. Skyrtur, kragar, sokkar, Axlabönd, Etc., Etc. — Leigusamningur vor úti 1. Maí. Mr. Hjörtur Lindal vinnur í búðinni. ooœc®©sso©»eeaoa 515 og 517 Ma/n St. Gegnt City HaH. Höfnum, og sömuleiðis í Þorlákshöfn (20 i hlut). Dáinn í Jan. einn af merkustu bændum Norður-Þingeyinga Jón Björnsson í Laxárdal í Þistilfirði, sem bjó þar allan sinn aldur fyrirmyndar- legu búi. Ljódmœli Jóns ólafsaonar ritstjóra munu nú vera fullprentuð í 3. útgáfu hér í Rvík. 2. útgáfa kom út í Winni- peg; on upplagið brann að mestu. Þessi 3. útgáfa mun enn vera nokkuð aukin aönýjum kvæðum. Norsk-ísl. fiskifélag. !l ‘Annonce Tidende’ (frá Björgvin) stendur 4. Des. þ. á.: ‘í Redenæs er nú verið að stofna hlutafélag—hver hlutur 25 kr.,—til þess að kaupa fiskiskip til að stunda fiski við strendur íslands og innfjaröa, með aðsetursstað í landinu, nauðsynlegum húsabyggingum og þerrisvæði fyrir fiskinn, svo hann verði íluttur beina lcið á markaðinn. Forsprakkar þessa fyrirtækis eru Islendingurinu Pótur M. Bjarnason frá ísafiröi og skipstjórinn A. Jörgensen, Gjæsöen við Tvedestrand. Skipstjórinn á að stýra félaginu og vera umboðsmaður þess í Noregi, og að alskrifstofa þess á að vera í Tvede- strand. Af lilutaupphæðinni, sein er ætlazt til að nemi kr. 50.000, er þegar búið að fá áskrifendur fyrir kr. 25,000. Nafn félagsins er ‘Gjæsöeus Fisk- eri-Aktieselskab’. Með þvi að siglingar hór eru í stöð- ugri afturför, er þetta gleðilegt fyrir- tæki. Ætti ekki að efast um, að land vort (Noregur) sem á svo marga djarfa sjómenn og fiskimenn, og liggur svo vel við fiskiveiðum, gæti orðið keppinautur, að því er haffiskiveidarnar snertir. Að dæma eftir afskriftinni af reikningi fiskiskipsins ‘Procyors’, sem fylgdi boðs bréfinu, lítur út fyrir, að íslenzku fiski- veiðarnar svari vel kostnaði. Sáreikn- ingur ber með sér 4365 kr. i hreinan á- góða (?)’ Aflabrögð. Vegna óveðra hefir nú varla gefið á sjó lengi, enda haldið að fiskilaust muni vera hór um slóðir. — Frönsk fiskiskúta, sem kom hér inn á laugardaginn, hafðiaflað uin 6000 aust- ur með landi. A Stokkseyri, Eyrar- bakka og Þorlákshöfn hefir verið afli nokkur, þegar gefið hefir að róa, eirik- um isa, mest 20 í hlut. — Y&r afli þar heldur að glæðast síðast. Brunar. I Febr. hrann eldhús hjá Guðm. bónda í Iðu í Byskupstungna- hreppi. Brann þar mest öll búslóð lians, því hann liafði rutt skemmu sína til að gefa þar lömbum, og flutt mun- ina í eldhúsið, sem var vænt hús og rúmgott. Litlu eða engu varð bjargað. Hann er fátækur fjölskyldumaður, mun þvi án efa bágstaddur eftir. -— Fyr í vetur brann eldliús á Minnibæ í Gríms- nesi. — Nú í byrjun Marz brann enn eldhús í Beinateig í Stokkseyrarhverfi hjá Jóni bónda Þorsteinssyni. Brann þar mestalt bjargræði lians, skinuklæði o. fi. Notið það. Því að nú er óvanalega gott tæki- færi, bæði fyrir konur og karla (ladies and gentlemen), til að fá sér vandaðan og ódýran klæðnað fyrir vorið. Meimsækuð Mr. og Mrs. S. SWAN- SON að 164 Kate Str. og segið þeim hvað yður vantar, og verið viss utn, að þau gera alt, sem hægt er að gera, til að fullnægja óskum yðar. Þau sauma alt, sem yðurvantar, leysa þaðfljótt og vel af hendi, og gera það mjög ódýrt. Þar er einmitt tækifærið. Notið tækifærið. S. Anderson, 651 Bannatyne Ave. (Corner of Nena Str.) hefir fengið inn miklar byrgöir af Veg-gja-pappír sem hann selur með langtum lægra verð en nokkur annar pappírssali í þessum bæ. Hann hehr 125 mismunandi teg- undir, sem hann selur frá 5c. upp í 30c. rúlluna. Til sölu. Tvær lóðir nálægt C.'.P. R. braut- arstöðinnií West Selkirk með húsi, á stærð 12X16, alt fyrir $250, en er $350 virði. Húsið *er vel bygt og hentugt fyrir litla familiu. Lysthafendur snúi sér til Chas. Popham P. O. Box 113 - - - West Selkirk* Allii’ á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & CO. 506 Jlain !Str. horninu ú Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, 0g útbúin eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.