Heimskringla - 21.05.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.05.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 21 MAÍ. 1896. Heimskringla PUBLISHED BY Tho Heimskringla Prt?. 4'Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [íyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum fcl. hér] $1. •••• IJppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS mAnager. •• •• Oi’FICE : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Kox 305. sem bezt buðu á niðurboðsþingi, þar sem ö'dum var frjálst að bjóða Það fyrirkomulag þótti “liberölum ’ ekki liagkvæmt. Þessvegna leið ekki langt til þess ráðgjafinn sem þeirri stjórnar- deild stýrði lét skrifara sinn senda verk fræðingnum, sem fyrir skurðgerðinni stóð, bréf þess efnis, að framvegis sLyldi Þannig hófst hið makalausa spar semis tímabil “liberala”,'— með því, að borga 570 þúsund dollars meira fyrir sama verk en conservativuin var boðið að vinna það fyrir, og 349 þúsund doll meira, en lægstu boðin hljóðuðu uppá sem “liberölum” sjálfum voru send Þarna er “liberal” sparsemi — og alveg alt járn seny til skurðgerðarinnar þyrfti sama tóbakið og sú hin Greenwayska Pólitiskt skírlílfi “liberala”. Það er ein kæran “liberala” á hend- ur conservativa. að þeirra stjórnar að- ferð sé svo óhrein. aðþeir þessvegna séu ólíðandi stjórnendur í ærukæru bygðar- lagi. Ef óvandaður maður hefir tekizt í fang að vinna eitthvert opinbert verk fyrir stjórnina o? heíir í þeirri stöðu haftíframmi svik og fjárdrátt, þá er það skuld stjórnarinnar. Sama er um það, hafi einhver af þingmönnunum sem fyltu fiokk hennar heitið þessurn eða hinum fylgi sínu fyrir ákveðna upp- hæð í peningum, eða hafieinhver þeirra á óærlegan hátt aflað sér fjár hjá pri- vat mönnum, eins og til dæmis lauten- ant LaurierS: Tarte, sem fyrir þau brögð sín var að lyktum gerður rækur úr flokki conservativa. Væri stjórnin alskygn, þá væri auðvitað sanngjarnt að skella skuldinni allri á hana. En nú er hún ekkí alskygn og því engin sann- gimi í að að ásaka hana um annað en það sem hún sjálf er völd að. í mótsetningu við þetta er*u "liber- alar”, að þeirra eigin dómi auðvitað, dyggðin sjálf! Þeirra stjórnmálasaga er gersamlega hrein og óflekkuð! Þetta er þeirra dómur um sjálfa sig, Svo sannar þeirra stjórnmálasaga þá sjálf- sagt þetta vottorð þeirm. Það er fróð- legt að renna augum yfir einstöku atriði í sögu þeirra og sjá á hvaða grunivelli þessi vottorð þeirra eru byggð. Hún er ekki lélegur vottur um pólitiskar dyggðir stjórnarsaga Greenway’s í Manitoba,—þátturinn, til dæmis, um Northern Pacific samninginn, sem hans ótrauðustu fylgéndur (þar á meðal nú verandi fjármálastjóri) þótti soralegri en svo, að þeir gættu greitt atkvæði með stjórninni í þvi máli. Þá er hún ekki síður skírlífislég stjórnarsaga Mer- ciers í Quebec! Til að sanna það þarf ekki annað en minna á að nú fyrir fáum dögum hefir einn bezti bardagamaður Lauriers í Quebec, Ernest Pacaud, ver- ið dæmdur til að endurborga Quebec- fylki 8100.000, af eitthvað milj. dollars sem hann og félagar hans ‘útveguðu’ sér úr fylkissjóði fyrir sambandskosning- arnar 1891. Hreinar eru hendur þeirra manna! En svo þykir máske ekki við- eigandi að tala um þessa menn og þeirra breytni i sambandi við sambandskosn- ingar. en af því Quebec menn, þeir sem hér er um að ræða: Tarte, Lange- lier, Pacaud, McShane og fleiri, eru hátt standandi menn í flokki Lauriers og sumir þeirra sjálfsagðir ráðgjafar hans ef hann nær meirihluta þingsins nú eða síðar, þá er ekki nema sann- gjarnt að minst sé á framkomu þeirra í Quebec^fyiki. Því eins og þeir koma fram þar, eins munu þeir koma fram í sambandsStjórn, ef þeim gæfi-st tæki- færi. Eu svo nægir auðvitað hin stutta sambandsstjórnarsaga “liberala” til að sýna hvaða rétt þeir hafa til að bera conservativum á brýn að þeir fari óráð- vandlega með fé alþýðu. Rétt sem sýnishorn af braski þessara makalausu. manna dyggðaftíku stjórnenda, þau 4- ö ár semþeirhöfðu stjórntaumana, drögum vér fram þessi dæmi: Þegar þeir tóku við var unnið af kappi að skipaskurðagerð fram með St Lawence-íljoti. Alt efni sem til þeirra verka þurfti hafði verið keypt hj V eða félögum keyþt að þeim Frothingham og Work man. En annar þessa manna, sem þaíinig var gefið tækifæri að sclja stjóminni járnvarning allan með upp- sprengdu verði, sat á þinginu í flokki stjórnarinnar. í 17 árin sem conserva- tivar hafa haft stjórnina á hendi hafa þeir ekki gert neitt það, er komist í hálfkvisti við þetta. Stuttu síðar gáfu 1 þossir ráðvöndu herrar og dygðariku stjórnarprentun alla í hendur annars fylgjanda síns á þingi, án þess nokkrum væri getið tækifæri að bjóða í verkið, og fyrir þriðjungi hærra verð, en aðrir prentarar hefðu gert sig ánægða með. Þegar svo kosning hans var gerð ónýt vcgníi þess hann hafði tekið þessa con- tract, lögðust þeir á eitt og fengu hann endurkosinn og settu svo í þingforseta- stólinn.'Þannig héldu þeiraðminstakosti tvoimur mönnum ólöglcga á þingi, auk þess sem þeir seldu að minsta kosti tveimur mönnum verk í hendur á ólög' legan hátt.—Einusinni þurftu þeir að kaupa land í þarfir hins opinbera og það land gátu þeir fengið fyrir 875 ekruna. En það var enginn hagur að því fyrir neina hlutaðeigendur. Gáfu þeir þá vini sínum einum á þingi bendingu um hvað í ráði var og hann fékk þvi komið svo fyrir, að landið fékkst ekki fyrir minna en $500,00 ekran. í sambandi við þessi jarðakaup borgaði ríkið 100 þúsunddollars umfram þaðsem rétt var. Hér eru þrjú rétt lagleg sýnisborn af pófitisku skírlífi þessara “liberal gæðinga. Þau sýna, þó ekki væri um annað að gera, að það erekki að ástæðu- lausu að þessir menn státa af ráðyendni sinni, jafnframt og þeir fuma um óráð- vendni allra annara ! En svo er ekki alt talið enn og ekk- ert líkt því. Vér höfum ekki fyrir hendi nauðsynlegar skýrlur til að gegn- um ganga allar þeirra gerðir,enda gerir það lítið til. Sannist það á einn mann aðhann sé tilbúinn að taka til sin 25 cents, en sem honum ekki ber, þá er á- stæða til að ætla að hann mundi ckki síður taka þannig dollarinn þegar lion- um gæfist tækifæri til þess. Þess eins má geta, að á sinum stutta stjórnar- tíma seldu þeir mönnum opinber verk í hendur upp á $3,604,800, án þess að gefa aimenningi tækifæri að bjóða i verkið. Og 82 sinnum neituðn þeir á sama tíma að Þyggja lægsta boð í opin- ber verk, en seldu verkið í hendur vin- um sínum, sem hærra buðu í það. Mismunurinn á þeim boðum sem þeir tóku og þeim lægstu, sem þeir neituðu, var samtals $1,887,494. Og í eitthvað 60 af þessum 82 tilfefium gat stjórnin einusinni ekki fengið nokkra ástæðu sér til afsökunar, fyrir að hafa neitað lægsta boði. Með öðrum orðum: Þar var engin ástæða til, sem staðist gæti rann- sókn, ef til kæmi. Um sumarið 1873 auglýsti conserva- tive-stjórnin, að til ákveðins tíina um haustið yrði tekið á móti tilboðum um að gera ákveðna kafla af Welland-skipa- skurðinum, yfir skagann milli Ontario og Erie vatna. Áður en þau tilboð voru opnuð um haustið var conservative- stjórnin vikin frá.og hin dygðaríka sparsama(!) “liberal”-stjórn tekin við. Henni hefir sjálfsagt ofboðið hvað hátt var boðið í verkið hjá hinni óalandi con- servative-stjórn og hefir henni því virst að hér væri óviðjafnanlegt tækifæri til að sýna sína frábæru snild í að spara fé alþýðu. Að minsta kosti gerði hún þessi boð öU ónýt, en bauð verkið upp á ný. Á sínum tíma komu boðin í verkið og að þeim boðum gekk hún. Og rétt sem sýnishorn af “liberal”-sparsemi, “liberal”-ráðvendni, setjum vér eftir- fylgjandi tölur, er sýna hvað lægst var boðið í verkiö og fyrir hvað það var selt ákveðnum mönnum í hendur. Fyrstii tölu-dálkurinn sýnir lægstu boð í hina ýmsu kafla af Welland-skurðinum, er send voru conservative-stjórninni, en sem “liberal”-stjórnin ekki vildi nýta. Annar tölu-dálkurinn (sá í miðið) sýnir lægsta boð í sama verk, er sent var “liberal”-stjórninni. Þriðji (aftasti) tölu-dálkuriun sýnir fyrír hvaða upp sparsomin í Manitoba, sú hin Mercier iska í Quebec o. s. frv. Og þessir ménn lofa því allir hátt og lijartanlega, sambandsþingi og utan þings, að þeir séu tilbúnir að viðhafa alvegsömu spar semina, ef alþýða bara gefi sér tæki færi. Þaðerlíka nokkuð sem enginn efast um. Bitarnir frá Mercier eru þegar uppétnir og svo eiga þeir nú af þeirri upphæð að endurborga $100 þús- undir. Það fé þarf að koma einhver- staðar frá, og hvaðan líklegar en úr sambandssjóði, ef tækifæri gæfist að ná í það. Þegar þessir náungar, þessir at- kvæðamiklu Quebec lautenantar Laur iers, neituðu um veturinn að mæta fyrir rannsóknarrétti í Oltawa, af því sambandsstjórn hefði ekki heimild til að rannsaka fylkismál, sagði Toronto “Olobe” að þessir menn hefðu framið glæpi og verðsknlduðu fangelsi. Það er engin sýnileg ástæða til að ímynda sér að þessir menn hafi umskapast síðan og þessvegna heldnr ekki ástæða að efa að úr sambandsjóði, óbeinfinis auðvitað, ætli þeir að taka þær $100 þús. sem þeir hafa verið dæmdir til að endurborga Quelæc-fylki af hinu stolna fé,— ef þeir ná haldi á fjárhirzlunni nú. Góö ráð dýr. Liberalir sjálfir, með blaðið ‘Globe’ í Toronto fremst í flokki, bera gamla Sir Oliver Mowat það við hvert tæki- færi, að hann sé manna forsjálastur og manna heppnastur, Nú sem stendur stæra ‘liberalir’ sig ekkert af þeim um- mælum sínum og ber það til þess, að þegar Laurier um daginn bað karl að koma nú og bjarga sér. að segja af sór fylkisstjórnarformennskunni, en sækja undir sínum merkjum í einhverju sam- bandskjördæminu, þá neitaði karl. Hann lofaði því einu að hjálpa Laurier með því skilyrði að hann yrði kjörinn efri deildar þingmaður, — ef Lauriei' yrði yfirsterkari í sókninni. I millitíð- inni ætlaði hann að halda dauðahaldi í stöðu sína. Til samanburðar erbentá að Taillon stjórnarformaður í Quebec fór öðruvísi að. Hann fór eins og vík- ingarnir, er þeir brendu skip sín um leið og þeir gengu á land, þar sem þeir ætluðu að herja. Með öðrum orðum, hann sagði af sór tafarfaust til að sækja um þingmensku undir merkjum con- servatíva. Af þessu er auðgert að draga þá ályktun, að Sir Oliver hefir litla hugmynd um sigur ‘liberala’ í þetta skifti. Það vilja nú ‘liberalir’ ekki heyra, en eiga bágt með að ganga á bak sinna eigin orða, er þeir svo oft hafa sagt hann annan Njál livað fram- sýni snertir. Hið eina sem þe' ófrægja Sir Charles s lognar fréttjr uin })•■ sem hann er í það og 1 • von að draga athygli j nú geta er að < mest og senda dg gangi þar ’ skiftið,í þeirri utuna frá hélf- Ámóta vandræðalegar eru árásir ‘liberala’ á tollinn, grýluna sem þeir ætíð hafa handbæra ,til að ógna hug deigum kjósendum með. Sem sýnis- horn má geta þess, að hiim 9. þ. m flutti Isaac Campbell, bæjarlögmaður ræðu og sagði meðal annars þessa sögu: “Fyrir fáum dögum keypti kaupmaður nokkrar tunnur af sýrópi utan Canada. Til samans kostuðu þær $240,51, en í toll mátti hann greiða $312 34, að maður ekki tali um tollinn lunnunum sjálfum, er samtals gerði $6 til. Nú er tollur lagður á síróp eftir gæðastigi, lægstur á hreinasta og bezta síróp, en hæstur á það sem óhreinast er og óhollast, í því skyni að útbola því en knýja menn til að vanda sem mest vöruna. Á fertugasta gæðastigi er toll urinn 1] cents á gallónu. Á 35. gæða- stigi er hann einnig l'£ cents. en að auki 1 cent á gallónu eða parti af gall- ónu, eg svo er um 'stigin milli 35 og 40 Gori maður þá ráð fyrir að sírópið sem kaupmaðurinn keypti hali kostað 40 cents gallónan, og það er líka ekki fjarri lagi, hefir hann fengið 6011 gall fyrir sína $240,51. í stað þess er Isaac Campbell segir verður þá toll-reikning- urinn, ef maður gerir ráð fyrir að hann hafi keypt gott og hreint sýróp, þ. e., á 40. gæðastigi, eða þar fyrir ofan, þessi 601 \ gal. +1| conts = $10.52|. Geri maður ráð fyrir að hann haíi keypt lökustu sírópstegundina, þá á 35 gæðastigi, og ekki borgað nema 30 cts, fyrir gallónuna, hefir liann fyrir sína $240.51 fengið sem næst 1,002 gallónur I því tilfelli verður toll-reikningurinn þessi: 1.002 gal. +13 + 1 cts, = $27,55J. Umbúðirnar (tunnurnar ets.) eru undir öllum kringumstæðum toll-fríar, I stað þess þá sem Mr. Campbell sagði tollinn, í þessari sýróps-ræðu sinni, til samans $318,34, er hann í virkileikanum í allra mesta lagi $27, 55J, og eins víst enda líklegra (hafi sír ópið náð 40. gæðastigi) ekki nema $10 52|. I dálítilli grein um þessa síróps- sögu málafærslumannsins segir ‘Nor’- Wester’, að sé hann eins sleipur í hval sögum eins og sýrópssögum, þá skuli engann undra, þó liann snúi Jónasar hvalsögunni þannig við, að það hafi verið: Ekki hvalurinn sem gleypti Jón- as, heldur að það hafi verið Jónas sem gleypti hvalinn ! Síðan Nor’-Wester sýndi fram vitleysuna. sem hnoðað er í þessa sýr- óps-sögu, hefir “Tribune” komið með þá skýringu, að sýrópið hafi ekki verið sýróp, heldur hafi það verið Olucose, sæt- kent efni ur mais og öðrum efnum sem brúkað er til að svíkja vörur svo sem sætabrauð, brjóstsykur, sýróp, o. s. fry gera hana ódýrari og verri, en selja hana eins og væri hún hrein og óbland- in. Með þeirri skýringu, sé hún rétt, getur upphæð tollsins staðist, en samt breytist ekki sá sannleiki að sýróps- sagan er ósönn, og auk þess fylgir sá dilkur skýringunni, að kaupmaðurinn er upp-vís að tilraunum til vörusvika. Altaf sama sagan. hæð verkið var selt i hendur ákveðinná Lægsta boð Lægsta boð Gjald ‘liberla’ conservativa. “liberala". fyrirverkið. [eim verzlunarmönnum $321.000... 266,000.. . 292,000.... 302,000.. . 257.000.. . 270,000.. . $396,000.. 312,000.. 292,000.. 327,000.. 283,000.. 313,000.. $1,702,000 $1,923,000 . $396,000 . 352,000 321,000 551,000 . 327,000 . 325,000 82,272,000 i velgju og hugleysi Sir Olivers. Eitt sýnishornið af þessu starfi hinna ‘frjáls lyndu’(!) er það, að um daginn þegar Sir Charles var hér, voru 7 menn íengn- ir til að senda lognar fréttir um mót- töku hans hér, til ‘Globe’ í Toronto. Voru þær fróttii þess efnis, að ekki hefði verið uærri eins mikið (um dýrðir eins og þegar Laurier kom, og enda ekki eins mikið um dýrðir eins og þeg- ar Martin kom. Það voru þeir látnir segja, sem ekki eru tiltakanlega vandir að virðingu sinni, syo sem S. J. Jónas- son og W. E. Perdue. Um fundinn sagði Joseph Martin það, að meir en helmingur áheyrenda hefði verið sínir menn. Mayor Jameson sagði að ekki meira en svo sem 100 manus hefðu hrópað ‘húrra’, þegar Sir (Charles kom og það hefðu verið fundarmennirnir á conservatíva fundinum. Síðan hefir Jameson auðvitað borið á móti að hann nokkurn tima hafi sent það skeyti sem honum er eignað. Til samanburðar má geta þess, að þó auglýsingar væru bornar um allan hæinn að skora á menn að koma og fagna Joseph Mar- tin, fengust ekki floiri en svo aðSelkirk salurinn, sem í mesta lagi hefir sæti fyrir 1000 manns, var ekki nærri fullur, þó flestir færn þangað inn, sem farið höfðu að mæta honum á vagnstöðinni. Það eru vandræðaleg tilþrif þessi frétta-smölun og aunað eins, en eitt- hvað verður að rcyna, þegar lítið er urn gagnleg ráð/ “Eini fulltrúi vesturlandsins” (sem ’udæfði flestum málum vesturlandinu lii gau'Ug), á sambandsþingi, með öðr- um orðum Joseph Martin, er kominn í kröggur. Síðan hann fór að biðja menn um fylgi og atkvæði á ný, hefir hann komizt að raun um að framkoma hans í Hudsonsflóa-brautar-málinu og Huds- onsflóa-tenal-málinu, er samasem mylnu steinn um háls honum. Þess vegua er hann nú byrjaður að éta ofan i sig og ljúga, eftirþvísem á stendur og eftir því við hverja hann á. Þegar hann á ný er orðinn þess vís, að almenningur hér gerir kröfur eftir þeirri braut með sama áhuganum eins og um árið þegar hann barðist fyrir því máli með öllu sínu afli og viti, og þegar hann sér að almenningur er ekki tilbúinn að afsaka framkomu hans i þessu máli, þá eru þau helztu úrræði hans nú, að halda því frara, að hann hafi aldrei unnið á mótti fyrirtækinu sjálfu. heldur mönn- unum sem fyrir því standa. Væri það satt, þá væri alt vel, en því er ver að þau ummæli hans eru bara “liberal”- sannleiki. með öðrum orðum “vöflur” og ósannindi. Það vill svo vel til fyrir almenning, en illa fyrir hann sjálfan, að hún er til á prenti, orðrétt eins og hann talaði hana, ræðan hans mikla (3 kl.tíma ræða) á móti því fyrirtæki, erhann flútti 30, Marz 1806, á sam- bandsþingi. í það skifiið átti hann að tala aðeins um það hvert skyldi leyft eða lej ft ekki að gera óilitinn vatnaveg, með skipaskurðum, á milli Huðsonflóa og Winnipeg-vatns. En hann hagnýtti tækifærið til að herja á Hudsonsflóa járnbrautina fyrirhuguðu og sýna fram á eins rækflega og hann gat hvað mikið ráðleysi væri að bygga þá braut. Hann sagði auðvitað í byrjun og endir þeirrar löngu ræðu, að hann væri ekki að and æfa fyrirtækinu. Hann fullvissaði þingið um það, að það væri misskiln # • ingur. Og svo í næstu setningu hjó hann og lagði nær hjarta fyrirtækisins en hann hafði áður gert, til þess að sanna, ef sannana þyrfti með, hvað merkilegur maður hann er og hve alger lega undanþeginn allri tilfinningu um skömm og heiður. Hann viðurkendi að menn alment hér vestra hefðu mikinn áhuga fyrir þvi að fengist verzlunarvegur að Hudsons flóa. að sá áhugi hefði verið vaknaðnr áður en hann kom hingað vestur fyrst og hefði haldist altaf síðan. En svo fór hann að minna á alt mögulegt, sem ein hverjir hefðu einhverntíma sagt til stuðnings því, að skipaleiðum flóann og sundin væri ómöguleg nema á örstutt um tíma ársin, svo stuttan tíma að járnbraut þangað, eða skipaskurður gæti aldrei borgað sig,enda mundu engir fást til að leggja fé í svo óvíst fyrirtæki Þá minti hann og á það voðaspil, að þó nú sigling um flóann væri mögulcg svo lengi, að næðist upp viðhaldskostnaður brautar eða skurðar, þá væri ómögu legt að koma hveitinu til Evrópumark aða þá leið fyrr en nærri ársgömlu, að það sem upp væri skorið 1895 kæmist ekki út fyrr en sumarið 1896. Af því leiddi að kornið yrði að liggja í hlöðum annaðtveggja við flóann eða suður i Manitoba. Af því leiddi einnig að hveitikaupmenn mundu ekki vilja kaupa liveiti til flutnings um HudSonsflóa, því þeim væri ómögulegt að gera áætlun um verð þess svo mörgum mánuðum síðar. Hann viðurkendi auðvitað að “talsvert” (í raun réttri ríklega um 80%) af hveiti Manitoba-manna færi ekki úr landi burt fyrri en nærri ári eftir að það er uppskorið, en það var alt öðru máli að gegna svo lengi sem það lá vetrar langt í hlöðum, til flutnings um Mont- realeða New York. Eins og þessi ræðu rolla hans um þessi tvö atriði og fleiri í þvi sambandi væri þessum verzlunar- vcgi ekki nægilega til ófrægðar, sagði hann að eins og æfinlega hefði verið beut á, gæti Hudsonsflóa-brautin ekki keppt við C. P. R. eða Northern Pacific um hveitiflutninginn, nema hún yrði lögð svo að segja heim að dyrum hvers einasta bónda, eins og aðrar brautir væru lagðar nú”! “Vér verðum að gæta þess”, sagðihann, “að það er um 700 mílur frá Winnipeg að Hudsonsflóa, og eftir fyrstu 200 mílurnar, er ekki um neinn innsveita-flutning (local traffic) að gera og verður aldrei. Það má vera að mér hafi ekki verið sagt rótt frá landinu, en af því sem ég hefi lesið og heyrt af því, ræð ég að norður og vest- ur af takmörkum Manitoba sé landið hrjóstugt og gróðurlaust,—forarflóar og klettar á milli. Ef nú járnbraut ekki hefir neinn innsveitis-flutning hvernig getur þá flutningsgjaldið orðið lágt á vörum sem fara langar leiðir. Þetta er mikilvæg spurning. Geta þeir (eigend- ur brautarinnar) tekið vörurnar fyrir þaðgjald, að viðlögðu verðinu fráflóan- um til Liverpool, að gjaldið verði lægra en það er nú hjá Canadian Pacifíc-fél. til Fort William, þaðan með skipum tii Buffalo og þáðan með skipaskurði eða járnbraut til New York”? Þetta eru lftil sýnishorn af þriggja kl.tíma ræðunnihans á móti bæði skipa- skurði og járnbraut norður að Hudsons- flóa. Og það er segin saga, að allir ‘liberalar” á þinginu, sem nokkuð sögðu um þetta mál við þetta tækifæri, voru Martin samdóma og meira en það! Eins oft og sá makalausi (!) “stjórn- mála”-flokkur hefir skift um •toðun og stefnu að því er snertir verzlunar og toll-mál, þá er það sannast, að hann hefir enn ekki skift um skoðun á vestur- landinu, eða stefnu í málum sem það snerta sérstaklega. Iíann hehr sömu stefnuna nú eins og í upphafi, að það sé engu kostandi uj>p á vesturlandið. Það er skoðun flokksins í heild sinni vitan- lega, sem svo oft hefir komið fram hjá aðal-blaði flokksins, “Globe” í Toronto, að vesturlandið sé orðið austurfylkjun- um alt of dýrt eíns og er, og þess vegna óðs manns æði að sökkva þar fleiri miljónum af fé austanmanna. Þetta er skoðun “liberal”-flokksins á vesturland- inu og samkvæm henni vitanlega hefir verið og er stefna hans að því er snertir öll vor þýðingarmiklu mál.Þ að er altaf sama sagan. Að austanmenn séu þann- ig er afsakandi, en að Martin skuli svo rækilega fylla flokk þeirra, það er ó- fyrirgefanlegt. Að hann hafi gengiðoí langt 1 þessu máli, það viðurkennir hann nú, er hann reynit að telja mönn- um tru um, að það sé ekki fyrirtækið sem hann andæfir, heldur fonnenn þess. Vandræðin eru að ræðan er til á prenti. Hun er til (1 þingtiðinunum — Hansard) á(skrifstofu Hkr. og eru allir sem bera vilja brigð á ofanritaðan útdrátt, vel- komnir hvcrn virkan dag, að koma inn og lesa ræðuna í heild sinni. I þessu sambandi og til að taka af öU tvímæli, skulum vér geta þess, að tölurnar sem í Hkr. haía staöið og sem hið ísl. málgagn “Hberala” hefir sagt lognar, eru til á skrifstofu Hkr., i stjórnar-skýrslum samþyktum á þingi. Lögbergs-fíflið. Alt sem Hkr. segir er lýgi og allir reikningar, sem hún flytur, vitlausir! Svo segir Lygbelgur (alias Lögberg) hinn “Hberali”. Það er ekki ný bóla. í þvi fyrirmyndarblaði (!) íslenzks frjálslyndis og stjórnvizku! cr aldrei um aðrar sannanir að gera en: Það er lýgi! Það er vitléysa!! Það eru mis- sýningar !!! Þessum og þvilíkum vitn- isburði er Hkr. orðin svo vön hjá Lyg- belgnum, að hun kippir sér ekki upp við það, þó þær hreður haldi áfram, og lætur sér heldur ekki detta í hug að elta ólar við þessar og þvílíkar sannan- I þetta skifti viljum vér að eins benda á eitt málsatriði, som þetta ís- lenzka frjálslyndis” málgagn segir lýgi í síðustu útgáfunni, og sem það flytur all-langt mál um. Það er upp- hæð Abyrgðarinnar, sem Greenway- stjornin hefir tekizt á hendur fyrir Dauphinbrautarfélagið. Það segirhauga lýgi að sú úpphæð sé $2 milj,, og það er ekki fjær snualeikanum að bera það frarn, heldur en margt annað sem í því stendur. Hvað þá upphæð snertir, þá er fyrirhafnarlitið að sýnahvað sannleikur inn er. Það var samþykt að ábyrgjast höfuðstól félagsins er svaraði $8,000 á hverja míluál25 mílna svæði í mesta lagi. Það var enn fremnr samþykt að ábyrgjast vöxtu af þeim höfuðstól í 30 ár og ákveðíð að vextirnir væru 4% á hverju ári. Þar eð félaginu er geflð tækifæri til að byggja 125 mílur upp á þessa skil- mála, þá má ganga að því sem nokkurn veginn vísu, að það hagnýti það tæki- færi. Það er of feitur biti til að sleppa nokkru af honum svona aðástæðulausu Er þá reikningurinn þannig : 125 mílur á 8000 dollara hver, gerir 81,000,000. Afgjald 4% á 81 milj. í 30 ár gerir $1,200,000. Ábyrgðin þá alls $2,200,000. eða 200 Þús. meiri en vér höfðum áður sagt í Hkr. Auðvitað verður upphæðintsamlögð ekki nema $l,i60,000, ef maður gerir ráð fyrir að félagið verði svo miskunn- samt að byggja ekhi nema 100 mílur. En við þeirri náð og miskunsemi er ekki að búast, nema félagið sé alls ólíkt öllum öðrum járnbrauiarfélögum, (en verði nú félagið svo miskunsamt, þá höfum vér vitanlega sagt skuldar-upp- hæðina nokkuð meiri en rétt væri í því tilfelli. Se miðað við 100 mílur höfum'vér þannig sagt upphæðina $240 þús. meiri en rétt er, en sé miðað við 125 mílur höfum vér sagt hana $200,000 minni en rétt er. Tíminn sannar hvort ekki tognar svo úr brautinni fram yfir 100 milur, að náist upphæðin, sem vér nefndum—$2 miljónir. Það mæHr alt með þvi óneitanlega, að félagið geri brautina nær 125 en 100 mílum á lengd. og hver er þá lýgin ? Sem sagt sannarX tíminil það. ' OKUÐUM TILBOÐUM um bv'írír- mgu á dómhúsi í Prince Albert! N W. T. verður veitt móttaka á þessari skrifstofu þangað til 19. Júní 1896. Bæði A og nndir tilboðin verður að vera skrifað: “Tender for CourtHouse”. Uppdrættir og upplýsingar verkinu við vikjandi fást á Department of Public Works, Ottawa.og á Dominion Public Works skrifstofunni í Winnipeg og i Dominion skrifstofv í Prince Albert nftir laugardaginn 16. Maí. Engin til- boð verða tekin til greina rena þau séu gerð á til þess ætluð e.vðublöð og undir- skrifuð af þeim sem t.ilboðið gerir. Viðurkend’ir víxill borganlegur til Minister of Public Works fyrir upphæð er svarar 5% af upþhæð t,ilb0ðsins i-erð- ur að fylgja hverju tilboði. Upphæð vexilsíns tapar út.gefandi, ef hann, eftir að haf verið veitt verkið, fullgerir það ekki samkvæmt skilmálum. Víxlar or fylgja þeim tilboðum. sem ekki verða tekin. verða endursend útgefanda. Enga skyldu ber’til að viðtaka lægsta boð eða nokkurtannað tilboð. Samkvæmt fyrirskipun. E. F. E. ROY, Departmcnt or Public Works \ tHr' Ottawa, 6. Maí 1896. j

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.