Heimskringla


Heimskringla - 18.06.1896, Qupperneq 3

Heimskringla - 18.06.1896, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 13. JÚNÍ. 1896. Kotungurinn, - - - eða - - - Fall Bastílarinnar. Eftir ALEXANDER DUMAS. að djúpum og breiðum dýkjum. Voru þai' einnig lausabrýr og að auki hermannaskáli og járnvarin renniloka. til að hleypa f yrir hliðið, ef þörf þótti. Samskonar rennilokur voru auðvitað fyrir y*ta hliðinu á kastalanum. Við það hliðið var Billet bön nuð framganga, þangað til bann sýndi meðmselis- bréf Flesselesar. Athugaði Billet i'á að Pitou var á hælum honum og ætlaði augsýnilega að fylgja honum í það óend- anlega. Sneri hann sér þá að honum og sagði honum að bíði sín úti fyrir. “Efég skyldi ekki koma aftur”, sagði hann, “er ekkert á móti að einhver sé á vaðbergi til að minna fólki ð á að ég virkilega hafi farið inn hingað”. “Það er rétt”, svaraði Pitou. “En hvað lengi á ég að bíða ?” Billet sneri sér við og sá mann í lörfum, en ærið svaka- legann. Hann var holdþunnur mjög og fólur, en augun tinnuhörð og kvikleg og glóðu eins og stjörnur í augnatóít- unum. “Aí því að það er ofboðslegt að ætla sér að taka þessa ógna klöpp með bolmagni einu”, svaraði Billet upp áspurn- inguna. "Afliðeitt er ekki einhlýtt við að vinna Bastilina”, svar- aði sá í lörfunum. “Það þarf trú til þess ekki siður. Haf- irðu trú á stærð við mustarðskorn, getur þú bylt um fjalli. Trúðu að hægt sé að vinna fyrirsett verk og—Bastílin ér ekki meir!” “Bíddu svolítið!” sagði Billet og leitaði i vösum sínum eftir miðanum frá Marat. “Bíddu!” tók sá í lörfunum upp, því hann misskildi bónda. “Já, ég getskilið í því þú ert til með að bíða. Þú ert bóndi og.hefir æfinlega haft meir en nóg af því sem út- heimtist til að gera mann feitan. En líttu á fylgismenn mína, — skinin beinin með dauðasvip á enni. Þú getur tal- ið beinin í likama þeirra úr fjarlægð og séð live æðar þeirra eru uppþornaðar, tæmdur lífsaflinu, Spurðu þá hvort þe'r viti hvað þýðir að bíða og vera þolinmóður”. “Hann er nógu málliðugur þessi maður, en óg hræðist hann 1” tók Pitou fram í. “Ég hræðist hann ekki ögn”, sagði Billet, sneri sér svo að þeim í 'lörfunum og hélt áfram: “Ég sagði þolinmæði af því að eftir flórðung stundar verður afráðið hvað við ger- um”. “Ja, það kallaég ekki langa stund”, svaraði sá í lörfun- um brosandi. “En að hverju leyti ætli við verðum betur búnir þá?” ■ “Að því leytinu, að þá verð ég búinn að koma inn í Bast- ilina”, svaraði bóndi. Ég veit þá hvað mannmargt setuliðið er og hvað Launay yfirfangavörður ætlar að gera. I stuttu máli hefi ég þá greinilegri hugmynd um hvernig við eigum að ganga til verks”! ‘JÞað or vænlegt ráð, — bara þú sjáir veg til að komast út aftur”, sagði sá í lörfunum. “Ja, hvað það snertir”, svaraði bóndi, þá er það að 8egja, að komi ég ekki, veit ég af manni sem sækir mig!” “Hver erhaun !” “Gonchon, talsmaður lýðsins og ræðuskörungurinn— Mirabeau lýðsins !” “Þú þekkir þú ekki þann mann”. sagði sá í lörfunum og var sem eldur brynni í augum hans. “Hvernig ætlarðu að fara að því?” “Ég ætla mór að kynnast honum. Mér var sagt að fyrsti maðurinn í borginni, sem ég hefði tal af, gæti sýnt mér hann. Nú, þú ert hér. Segðu mér hvar hann er?” “Hvað viltu gera með hann ?” “Færa honum bréf frá Marat lækni, sem ég skildi við rétt áðan við bæjarráðhúsið. Hann var þá að fara af stað með tuttugu þúsundir manna yfir að hermannaspítalanum, til að útvega þeim byssur. “Jæja, íáðu mér þá blaðið. Eg er Gonchon! “Vinir! hélt hann áfram og kallaði hátt: “Hér er maður sem ekki þekkir mig og vill vita fyrir víst að nafn mitt sé Gonchon”. Það ráku allir upp skellihlátur, eins og það væri yfir- gengilegt alveg að til væri maður sem ekki þekti Gonclion. Og á næsta auknabliki æptu allir: “Lengi lifi Gonchon !” “Þarna er þá miðiun”, sagði Billet og rétti liann fram. “Félagar !” hrópaði Gonchon og sló hendinni á herðar bónda, “hér er félagsbróðir sem Marat mælir með. Ykkur þess vegna er óhætt að treysta honum. Hvað heitir þú, fé- iagi ?” spurði hann svo. “Billet”, svaraði böndi. “Og ég heiti Exi—sérðu !” sagði þá Gonchon. “Til sam- ans vona ég að við látum einhvern fá rispu !” Þeir sem umhverfis voru lilógu dátt að þessum orðaleik út af nöfnunum. “Já”, sögðu menn, “það fær einhver rispu áreiðanlega! En hvernig eigum við að gauga til verks?” “Við bara förum þarna inn !” svaraði Gonchon og benti á bygginga-tröllið. “Þetta líkar mér að heyra”, sagði bóndi. “En hvað ttarga menn hefir þú Gonchon ?” “Og eitthvað um þrjátíu beinagrindur !” ■‘Einmitt það!” svaraði bóndi. “Þrjátíu þúsundir með Þér, tíu þúsundir hér á torginu og tuttugu þúsundir hér á leiðinni frá hermannaspítalanum. Það er meir en nóg til að ®Í8ra, ef okkur á að auðnast að sigra”. “Víð skulum sigra!” svaraði könungurinn í lörfunum— Gonchon. “Því trúi ég lika”, svaraði Billet. “Safna þú þinum ínönnum saman a meðan ég fer inn og skora á Launay greifa aðgefast upp! Geri hann það, er alt auðveldara. Þá er ekki lengur um blóðsúthelling að gera. Ef ekki, hvílir blöð- skuldiná honum, og það er ójiappamerkí um þessar mundir. Sþyrjið þið þýzku dragónana um það, sem við bjuggum nið- «r í nótt er leið”. “Hvað lengi verður þú inni hjá greifanum ?” “Ég tef eins lengi og mér er unt, til þess að geta athug- að allan umbúnað sem bezt. Ef mögulegt er, þyrftu þið að Vera tilbúnir að byrja undireins og ég kem út aftur”. “Það er ágætt”, svaraði Gonchon. “Þú ber, vona ég, fullkomið trapst til mín”, sagði Billet °8 rétti bæjar-larfinum síua stóru og sterku hönd. “Að ég treysti þér?!’ svaraði Gonchon og tók miklu þétt- ara i hönd bónda, en Billethafði gert sér hugmynd um að hann gæti. “Hvers vegna skyldi ég vantreysta þér ? Ég sem hefi það vald á mönnunum umhverfis. að gefi ég þeim lítils- káttar bendingu, slíta þeir þig lið frá lið og mala þig sundur lnjölinu smærra, — það þó þú værir falin bak við þessa stóru turna framundan. Þó hermennirnir þarna uppi hefðu hring utan um þig, — hermenn sem innan skamms verða okkar herfang, eða við þeirra ! Nei, nei! Haltu leiðar þinnar og treystu Gonchon eins og hann treystir þér !” Anægður með þetta svar gekk bóndi gegnum mannþröng tna og upp að liliðinu á kastalanum. Samtímis gekk Gon- ehon í aðra átt—til liliðarhúsanua til að safna liði, og fylgdi honum þrefalt húrra fyrir ‘Mirabeaulýðsins!’ “Ég sá aldrei hinn eldri Mirabeau”, sagði Pitou við Billet, “«n sannast er það, að pessi Mirabeau okkar er ekki fríður!” Borgar rnegin, þeim megin sem Billet og Pitou gengu að kastalanum, voru á honum tveir miklir turnar sambliða. En hinar tvær aðal-hliðarnar vissu þangað sem nvi er skipaskurð nrinn. Aðal-innganginn í kastalann vöxðu tvær raðir af yarðmönnum með nokkx;u millibili. Að auki voru tvö dýki Þeivri leið, með lausabrúm yfir, sem taka mátti af og setja á eftir vild. Eftir að komið var inn fyrir þennan margfalda varðhring om maður í húsagarð nokkurn, — ‘stjórnargarðinn’ svo aallaða. Það var íbúðarhús yfirfaugavarðarins. Érá þessum garði voru tvær leiðir að velja um lengra inn- e tir byggingaklasanum, en bíðaV leiddu að sama takmarki— “Klukkustund, ef þarf’. “ En hvað um kassann hans dr. Gilberts?” “Ef ég kem ekki út aftur”, svaraði Billet; ef Gonchon tekur ekki Bastílina, eða ef að því loknu, að ég finst ekki. skaltu segja dr. Gilbert, sem ef til vill finst, að menn frá Par- is hafi stolið kassanum, sem hann fól mér að geyma fyrir 5 árum síðan; að ég hafi frétt um hann í Bastílinni undireins og ég kom til borgarinnar og að ég hafi gert mitt til að ná honum út þaðan, en hafi látið húð mína eftir innan veggja kastalans, og sem hans vegna hafi verið velkomið!” “Þaðer vel sagt ‘faðir Billet’, sagði Pitou. ‘ En það er nokkuð langt til að muna”. “Ég skal endurtaka það!” sagði Billet. “Betra er að skrifa skilaboðin”, sagði einhver rétt hjá þeim. “Ég kann ekki að skrifa”, sagði Billet. ‘Eg kann það”, sagði hinn ókunni. “Ég er ritarinn við Chatelet-fangahúsið. ,Nafn mitt er Maillard”. Maðurinn var á að geta hálf-fimtugur, hár og grannur og alvarlegur.Haun var í kolsvörtum búningi einsog líka sæmdi manni í hans stöðu. Án nokkurra orðalenginga dró hann ritáhöld upp úr vasa sínum. “Hann er skollans líkur líkbúningsmauni, þessi maður’, varð Pitou að orði. “Þú segir”, sagði ’Maillard um leið og hann ritaði “að menn frá Paris hafi stolið kistli úr íbiiðarhúsi þinu, sem dr. Gilbert fól þér að geyma. Til pess að byrja með er þar framin glcepur!” •‘Þeir tilheyrðu lögreglunni f Paris”, sagði Billet. “Svívirðilegur þjófnaður!” sagði Maillard og hélt áfram: “Hérna er þá blaðið, ungi maður, með skilaboðunum á”. og fékk það Pitou. “Falli hann”, sagði hann svo við Billet, “skal ég koma þeim til doktorsins, en svo vona ég að engin okkar falli”. “Eg þakka þér fyrir”, sagði Billet og rétti ritaranum hönd sína, sem tók fastar í hana en ætla mátti af vaxtarlagi hans og holdleysi að dæma. “Ég má þá treysta þér?” sagði bóndi að síðustu. “Eins og þeim Marat og Gonchón”, sagði Maillard. “Slíkir þriburar sjást þó ekki á hverjum degi!” hugsaði Pitou msð sjálfum sér, en upphátt sagði hann: “Vertu nú varkár,faðir Billet. “Já, en gleymdu ekki því, að á stundum er varkárnin á Frakklandi, hugdirfskan sjálf’, svaraði bóndi, með þess- ari makalausu orðheppni og mælsku, svo undraverðri í jafn óslípuðum gimsteini eins og Billet bóndi var. Billet gekk svo rakleiðis inn fyrir útvarðagarðinn og inn að brúnniyfir dýkið, sem þegar var hleypt niður, en járn- hurðin undin upp, er hann hafði sýnt vegabréf sitt. Fyrir handan hleypiloku þessa hina miklu stóð yfirfangavörður- inn. í þessum innra garði var leikvöllur fanganna. Var hann umgirturmeð háum gluggalausum múrum með átta háum turnum með vígskórðum. Það var því líkast að menn væru hér niðri í brunni. Sól náði aldrei að skína hingað og jörðin var rök eins og eftir ný fallið regn. í þessum garði var klukka mikil og einkennileg. Upp- standarinn sem hélt skífunní var haglega gerð líking af her- teknum mönnum í járnviðjum. Taldi hún sekúndurnar ekki síður en mínútur, og var svo umbúið að liver se- kúnda hrundi og hvarf um leið og hún var liðin, en önnur kom í Ijós. Var það líkastþví er raki í húsi dregst saman í drop x og hnígur svo til jarðar. Niðri á botni í þessum stein hlaðna brunni voru fangarnir ákveðinn tíma á hverjnm degi. Þaðau mœndu þeir vonar-augum upp yfir hinn fjall- háa grjótbálk, fengu svo hroll og beiddu um' leyfi til að hverfa inn aftur í sin dimmu liólf. Launay greifi var maður á fimtugsaldri. Þegar Billet gekk fyrir hann var hann í gráum fötum úr einhverjum ull- arblendingi, en utan um hann og yfir aðra öxlina gekk hinn rauði borði, einkenni þess, að maðurinn var riddari afSt. Louis-orðunui. í hendinui bar hann göngustaf, sem í raun réttri var hulstur utan um lítið sverð' Greifinn var vondur maður. Að minsta kosti hafði honum veriðþannlg !yst í ný útkominni bók. Það var líka sannast að alþýðan hataði hann engu siður en fangelsið sem hann stýrði og sem faðir hans hafði stjórnað á undan honum. Samningar lians um vinnulaun undirforingja sinna voru þannig gerðir, að allir gerðu sitt til að snuða fé út úr föng- unum og vinum þeirra, ef fangarnir sjálfir höfðu ekki pen- ingaráð. Árstillag Laúnays úr ríkissjóði var 60 þúsundir franka, en þá upphæð tvöfaldaði liann á ári hverju með því að rýja fangana. ísmá líðilegheitum var Launay greifi mikln fremri en fyrirrennarar hans. Það getur verið að hann hafi í fyrstu þurft að borga meira til að ná stöðunni, en peir faðir hans og aðrir, og að hann þess vegna hsfi þurft að þrýsta betur að skrúfunum en þeir, til aðná upp útgjöldum sínum i fyrstu. Ef svo var, þá gerði hann það líka svikalaust. Hann stal frá föngunum öllum vistaforða sem hann þurfti til framfærslu fjölskyldu sinni, og haun tók einnig af þeirra skerf alt sem mátti afeldsneytl, en samtímis hækkaði hann um lielming gjaldið sem hver fangi mátti greiða fyrir lánið á húsgögnum þeim sem hann þarfnaðist. Alt var eftir þessu. Ef til vill var greifinn framsýnn og sá að hann mundi ekki verða elli- dauður í stöðunni. Meðal annara hlunninda var greifan- um leyft að flytja til borgarinnar 100 ámur af suðrænu víni á ári hverju, án þess að borga nokkurn toll af því. Var það vín ætlað iöngunum og þeim sem i kastalanum bjuggu. En vín þetla alt seldi greifinu, að undanteknu því, er til lians eigin hxíss þurfti, vinsölumanni einum í borginni, en fékk víndreggjar blandnar ediki fyrir lítið eða ekkert handa föngunnm. Á einum stað uppi á virkisveggjunum var blómreitur lít- jl, þar sem ræktuð voru grös og blóm á kostnað hins opin- bera. Var sá reitur lielgaður föngunum, svo að þeir ein- stöku sinnum á æfinni fengju aðlíta gtös og blóm og heið- an himininn og sól. Það var þeirra eina unun, eina viðkynn- ingin við náttúruna. Launay greifi áleit þetta óþarft alveg og svifti svo fangana þessum litla reit. Hann .leigði jarð- yrkjumanni reitihn, sem umhverfði honum i kálgarð, og fyr- ir það fékk graifinn 50 livra (10 dollars) á ári. Fyrir þessa lít- ilfjörlegu u]pphæð rændi hann vesalings faugana þeirra einu ánægju. Þannig var Launay innrættur, en samtímis var hann allra manuu eftirgefanlegastur við rikismenn sem fangar voru. Þeim leyfði haun að búa herbergi sín eins og þeir sjálfir æsktu, leyfði vinum þeirra að lxeimsækja þá að vild og yfir höfuð lét alt eftir þeim. Það borgaði sig fyrir hinn góð- gjarna greifa og það vHr það seui hanu var aðhugsa um. Þráttfyrir alt þetta var Launay hugdjarfur xnaður og knár. Hann varnokkuð fölur, en rólegur, Jþó hann hefði staðið mitt í ofsagangi og æði lýðsins frá því kvöldinu áður. Hann var þess meðvitandi, aö það sem í fyrstu var bara uppþot, Þeir vilja ekki reykja neitt annað.meðan þeir geta fengið Old Chum, jafnvel þó þeir þurfi að fá það til láns, því þeir fá ekkert tóbak sem þeim fellur eins vel, og sem gefur eins kaldan og mildan reyk. I>. Ritchie & <Jo Mannfactnrers MONTBEAL. The American Tobacco Co’y of Canada, Ltd. Successors. þetta þori ég að hengja mig upp á að er RÚG BRAUÐ Já, og hvar hefir þú fengið mjölið ? — Ég fétk það hjá 131 Higglns Str. Það er ódýrt og gott eins og alt annað í þeirri búð. =5 Pappírinn sem þetta ^ er prentað á er ^ búinn til af The E. B. EDDY Co. | Limited, Hull, Canada. ^ Sem búa til allan pappír ^ fyrir þetta blað. ftumiumuimuimuimuimuimuimiumiumittmR Islendingar i Selkirk! Það vinnur enginn íslendingur sem stendur f búð þeirra fólaga Moody og Sutherland, en það þarf ekki að attra neinum, því Mr. Moody talar íslenzku reiprennandí. Finnið hann að máli þegar þið þurfið að kaupa eitthyað af járn eða blikkvarn ingi. — Hann selur hinar nafnfrægu Grrand Jewel Stove’s og að sjálfsögðu hitunarofna á allri stærð, Upplag inikið af líkkistum á allri stærð og alt sem þeim til heyrir Mjöl- og fóður- verzlun Stórt upplag af Lake of theWoods kveitimjöli æfinlega fyrirliggjandi. MOODY 5 SUTHERLAND HARÐVÖRUSALAR. Evaline Street. — — — — West Selkirk. SJERSTOK KJORKAUP. Ef þið viljið fá góða og ódýra skó, þá gáið að því sem . hér segir: Karlmanna vinnuskór með þykkvum sóla................ 80 90 Karlmanna vinnuskór með þunnum sóla................. i,00 Karlmanna skór fínir................................ x 00 Kvennmans “Strap Slippers”.......................... q 75 Kvennmans “Oxfords Kid”-skór.....................j 25 Kvennmans skór, þunnir og þægilegir á fæti.....;.... j^oo Drengjaskór, vel útlitandi með þykkum sóla.......... 1.00 Drengjaskór, góðir og sterkir og vel tilbúnir....... o,90 Einnig höfum við ýmsar tegundir af barnaskóm frá 25 cts og upp E. KNKaJHT&eO. 351 Main — Street. (Andspænis Portage Ave.). Kostá minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár Hammar Paints eru þetti ser. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki eru endingargóð og fást með ölium litum. Þú gerir málið þitr.lhrehit end- íngargott og fallegt með því að hræra saman við það nýja Linseed olíu. Engin önnur olia dugar. 4 pottar af þykku (Hammars) máli og 4 pott- ar af hreinni Linseed olm gera 8 potta af bezta máli, sem kostar að eins »1.10 fynr hverja 4 potta. .---• . -T —V , •, maioiin og gier etc. Kg kaupi heil vagnhloss af varningi 1 einu og spara þannitr \ið- skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak. ^amþteCanL Northern PACIPIC R, R. Farseðlar til sölu fyrir Járnbrautir^ stöðu- vatna og hafskipalínur til Austur-Canada, '! British Columbia, Bandarí kj anna, Bretlands, Frakklands, ;" þýzkalands. Ítalíu, Indlandi, . .« Kína, ■ Japan Afríku, H Australíu. Farþegjalestir daglega. Góður útbúnað- ur. Margar leiðir að velja um. Fáið ferseðla og upplýsingar á farseðla- stofunni, 486 Main St., Winnipeg, eða á vagnstöðvunum, eða skrifið til H. SWINFORD, General Agent, Winnipeg. CAVKAT8, _ trade marks, Desiqn patents, _ . . - COPVRIOHT8, eto. Information and freo Handbook wríte to MUNN & CO.j 361 Broadway, Nrw York. Oldest bureau for sectirinff pntents in Amerlca. Every natent taken out by us ls brought before the publlo by a notico given freo of charge in tho ffkutifií Largest circulation of any sclentiflc paper ln,t..w world. Splendidly illustrated. No iutelllgent man should be without it. Weekly, $3.00 a vear; $1.50 slx months. Address, MUVV Sc CO„ ublishers, 361 Broadway, New York City, N orthern Paciíic RAILROAD TIME CARD.—Takinv "ffect Sundav April 12 1896. MAIN LINE. North B’und bo . •gs W'3 i9 cð o Ph 1.20p| 2.45p 1.05p 12.42p 12.22p 11.54a 11 31a 11.07a 10.31a 10.03a 9.23a 8.00a 7.00a 11.05p 1.30p !.34p 2.23p 2.12p 1.56p 1.45p 1.31p l.lOp 12.52p 12.28p 12.00p 11.50a 8.15a 4 35a 7,30a 8-30a 8.OO11 10.30a Soouth Bund STATION8. .. Winnipeg.. *Portage Junc * St.Norbert.. *.. Cartier.... . St. Agatlie.. *Union Point. *Sil\er Plains .. .Morris... .. .St. Jean.. . .Letellier.. .. Emerson . . .Pembina. . Grand Forks. .Wpg. Junc. Duluth Minneapolis .. .St. Paul.. . . ('hii-ag.. . MORRIS-BRANDON BRANCH Bounp H-a ♦5 6 uj »-< rH 1.0.‘>pl 1.16p 1.28p 1.39p 1.56p 2.04p 2.17p 2.35p 2.48p 3.06p 3.25p 3.35p 7.20p ll.OOp 8.00a 6 40a 7.10« 9.35p 5.30i 5.47i 6.07i 6.251 6.51i 7.02i 7.19i 7.45i 8.251 9.18i 10.151 11.151 8.25] 1.25] East rH Ö3 4/ H 3 STATION8. 1.20p( 2.45 W. Bouna œ Ofe ^ B H® 7.50p 6.53p 5.49p 5.23p 4.39p 3.58p 3.14p 2.51p 2.15p 1.47p 1.19p 12.57p I2.27p 11.57a ll.l^fi I0.37a 10.13a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a Í2.55p 12.34p 12.09p U.59a 11.42a 11.20a U.08a 10.57a 10.40a 10.26a 10.13a l0.03a 9.48a 9.35a 9.4 la 8.57a 8 42a 8.35a 8.27a 8 13a 7.57a 7.40a Number 127 stop Winnlpeg .. .. .Morris.... * Lowe Farm *•.. Myrtle... ...Roland. . * Rosebank.. ... Miaml.... * Deerwood.. * Altamont.. . .Somerset... *Swan Lake.. * Ind. Springs ♦Mariapolls .. * Greenway.. ... Baldur.... . .Belmont.... *.. Hllton.... * . Ashdown.. Wawanesa.. * Elliotts Ronnthwaite ♦Martinville.. .. Brandon... at Baldur o 1.05p 2.40p 3.02p 3.26p 3.36p 3.53p 4.06p 4.26p 4.37p 4.54p 5.07p 5.21 p 5.31p 5.45p 5.58p 6.19p 6.36p 6.52p 6.58p 7.08p 7.19p 7.36a 7.55p for 5 30| 8.00* 8.44* 9.31* 9.50« 10.23» 10.64» 11.44» 12.101 12.51p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.26p 4 Í5p 4.53p 5.23p 5.47p 6.04p 6.37p 7.18p 8.00p meals PORTAGELA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Exc-ept Sunday. STATI0N8. East Bound Mixed No. 144 Every Day Exeept Sunday. 5.45 p.m. 5.58 p.m 6.14 p.m. 6.19 p.m. 6.42 p.m. 7.06p.m. 7.13p.m. 7.25 p.m. 7.47 a.m. 8.00a.m. 8.30 a.m. .. WinDÍpeg.. *Port Junction *St. Charles.. * Headingly.. * White Plains *Gr Pit Spur *LaSalIe Tank *.. Eustace'... *.. Oakville.. *.. .Curtis. .. Port.la Prairie * Fl«<r S'xf'ons 12.25:p.m. 2. lOp.m, 11.44 p.m. 11.36 p.m. 11.12p.m. 10.47 p.ir, 10.39 p.in, 10.26 a.m. 10 03 p.m. 9.49 p.m. P.SOp.m. Stations marked—*—tiavfe uo ace í re ght must b« piepaid N unibers 107 and 108 have thror Pullman VrstibuledDrawingRoom Sl( ln" CHis'between Winnlpejr, St. Paul s Minneupolis. Also Palace Dining Cí Close com.ectlon at Chicago with east< lines. Connection at Winnipeg Junct w<th trains to and from the Pacific coi For rates and full information c< eernlntr connection with other lines, e apply to any agent of the company. or CMA8. S. FEE. H. SWINFORB G.P.&.T.A., St.Píul. G11 Agt. W

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.