Heimskringla


Heimskringla - 25.06.1896, Qupperneq 2

Heimskringla - 25.06.1896, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 25. JÚNÍ 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Ileiraskringla Prtg. & Publ. Co. 99 99 Verd blaðsina í Canila og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. «••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. 9999 Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSISESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Forseta-kosmngarnar. Eins og getið var ti] hér í blaðinu fyrir fullum mánuði síðan, er það ijú komið á daginn, að William McKinley er formlega kvaddur til sóknar sem for- setaefni Bandaríkja. Það er oftar en hitt, þegar verið er að kjósa forsetaefni, fyrir hvern flokkinn sem er, að þeir sem í boði eru, eru svo jafnir að því er at- kvæðamagn snertir, að fleiri daga jag og þrjár, fjórar eða fleiri atkvæðagreiðsl- ur útlieimtast, áður en afráðið er hver hnossið hlýtur. í þetta skifti var ekki að berjast við nein slík vandræði. Mc- Kinley átti visa fulla § fundarmanna, löngu fyrirfram og það kom líka fram við atkvæðagreiðsluna. A fundinum sátu 924 fulltrúar kjósendanna og af þeim voru 631 eindregnir fylgismenn McKinley’s. Það er ekki sagt að hann sé orðinn forseti Bandaríkja eða nái því sæti þó hann gengi svona sigri hrósandi af þess- um hólmi. Og það er óskandi og von- andi, að minsta kosti fvrir Canadamenn að hann nái ekki forsetavöldunum. En því miðar eru helzt til miklar líkur á að hann einmitt verði næsti forseti Banda- ríkja. Vitaskuld stendur það honum ef til vill fyrir þrifum, að nokkruleyti, að fundurinn viðtók uppástunguna um að gullið eitt skyldi verðmiðill Banda- ríkja framvegis. Það vitanlega dregur frá honum meiri eða minni fjölda at- kvæða. En hins ber að gæta, og það er aðalstyrkur McKinleys, að eftir sögn eru demókratar í tveimur jöfnum flokk- um að því er verðraiðiismálið snertir. Það er enda sagt, að silfurítar séu, eða verði, mannsterkari á útnefningafundi demókrata, heldur en fylgismenn gull- verðmiðils. Séu flokkarnir jafnir alveg er ósýnt hvernig fer, en samt klofnar þá flokkurinn. Verði silfurverðmiðils- menn í meiri hluta, velja þeir þann mann fyrir forsetaefni, sem því máli fylgir, svo framarlega sem þeir með ein- hverjum ráðum geta náð m'eiri hluta allra atkvæða á fundinum. Einnig itnd- ir þeim kriffgumstæðum skiftist flokk- urinn. Þeir sem eru eindregnir fylgis- menn Clevelands í því að viðhalda gull- verðmiðli, ganga þá af fundi eins og silfurítar gerðu á fundi repúblíka. Undir þeim kringumstæðum er bágt að segja hvað ofan á verður. En ekki er það óhugsandi, þar sem einmitt gjaldeyrismálið sýnist vera aðal-þrætu- málið, að gull-verðmiðilsmenn allir slái sér saman, dn tillits til þess hvort þeir eru repúblíkar eða demókratar, til þess að yfirbuga silfurítana, sem þá mundu einnig slá sér saman á móti hinum. Það eru engar sýnilegar ásræður til að ætla, að silfurítarnir sem gengu af fundi repúblíka, sættist við flokksbræð- ur sína á meðan sóknin stendur yfir. En aftur er miklu meiri ástæða til að ætla, að þeir snúist í lið með silfurítum demókrata, sérstaklega ef þeir í raun réttri verða yfirsterkari á fundinum í Chicago. Reynist það svo, að gull- verðmiðilsmenn demokrata verði alveg undir á þeim fundi, þá er það engan vegin ósennilegt, að þeir geri slíkt hið sama,—gangi í lið með repúblíkum rétt til að hefna sín. Færi svo, yrði forseta kosningasóknin háð,—ekki undir merkj- um hinna gömlu demókrata og repú- blíkaflokka, heldur undir merkjum silf- ur og gull-verðmiðilsmanna. Eins og nú stendur er þess vegna alt útlit fyrir að hátollapostulinn maka- lausi verði næsti forseti Bandaríkja. Eini hugsanlegi vegurinn t'il þess að demókratar vinni sigurinn er sá, að fundurinn viðtaki uppástungu um að hafa jafnræði beggja málma, samkvæmt ósk repúblíka-leiðtogans John Sher- man, sem kveðst sannfærður um að stórþjóðirnar í Evrópu mundu.tafar- laust gaoga að allsherjar samningi þess efnis. Þó er því að eins mögulegt að viðtaka þá uppástungu, að silfurítarnir taki niður seglin, — að þeir ekki heimti' fastákveðið verðgildi silfursins KÞúnzur móti einni af gulli. Á meðan þau á- kvæði fylgja öllum slíkum uppástung- um, er ekki tilhugsandi að samþykkja þær. Til að sjá hve ógerlegt það er, þarf ekki annað en athuga, að markaðs- verð silfursins er sem næst helmingi minna. Með öðrum orðum : Að heimta verðgildi silfursins metið 10 á móti 1, er sama sem að biðja um dollarsvirði í vörum eða gulli fyrir þetta 52 til 60 cts. virði í silfri — eftir því sem silfrið htil- lega stígur eða fellur á heimsmarkaðin- um. Verði algert jafnvægi gulls og silfur- verðmiðilsmanna á fyrirhuguðum út- nefningarfundi demókrata í Chicago, er ekki óhugsandi að fengist samþykt npp- ástunga um jafnræði málmanna sem verðmiðils. En verði silfurítar þar virhilega í meiri hluta, eins og blaða- fregnir allar virðast benda á, þá verður líklega ekki um neitt slíkt samkomulag að gera. Og þá, sem sagt, verður held- ur ekki betur séð, en að William Mc- Kinley sé nú þegar svo gott sem kjör- inn forseti Bandaríkja uin 4 ár frá 4. Marz næstkomandi. Fyrir Canadamenn eru það ekki vænlegar horfur. Það er þeim hagur, ef að Bandaríkjamenn vildu lækka toll- múr sinn svo að þeir sjálfir gætu “verið með” í því efni. En það eru sannarlega litlar likur til að McKinley sem forseti mundi með góðu geði staðfesta nokkurt lagasafn sem höndlaði um að afnema eða lækka tollinn. Að minsta kosti verður það ekki séð af reynslunni og “raunin er ólýgnust.” Hag-skýrla. Uppskeru-áætiun fylkisstjórnarinn- ar hin fyrsta í ár er út komin og sýnir hún, að hveiti hefir verið sáð í 58,316 ekrur færra nú, en í fyrra, hafrar í 40, 213 ekrum færra, bygg í 25,954 ekrum færra, flax í 42.343 ekrum færra. Á þessum 4 korntegundum er mismunur- inn því til samans 166,826 ekrur. Það er mikill munur, en þó miklu minni en ástæða var til að ætla, þegar litið er á hin dæmafáu votviðri alt vorið. Eftir alt saman er þó ekratal þetta í vor sem næst 100 þús. ekrum meira en það sem sáð var í vorið 1894. Fylgjandi skýrsla sýnir ekra-talið, sem sáð hefir verið í hvert árið : 1894 1895 '1896 Hveiti 1,010,181 1,140,276 1*081,960 Hafrar 413.686 482,658 442,445 Bygg 129,528 153,839 128,885 Flax 30,500 82,668 20,325 Kartöflur 13,300 16,716 12,260 Rótaávextir 7,880 6,685 6,715 Rúgur “ “ 3,130 Ertur “ ti 1,103 Mais “ ii 760 Alls var þessum ýmsu tegundum sáð í 1,887,796 ekrur i fyrra, en í vor í ekki nema 1,695,583. Rýrnunin fyrir votviðrin er þess vegna alls 191,213 ekrur, eða nokkuð meira en 10%. Skýrsla þessi telur 25 smjörgerðar- hús í fylkinu, en ótalið er það á Gimli, ef það er ftpp komið. Ostagerðarhúsin í Manitoba eru nú talin að vera 49, og er eitt þeirra innan íslendingabygða, — það að Baldur í Argylenýlendu. Kornsáning allri var víða ekki lok- ið fyrri en 10. þ. m. (Júní). En vöxtur er almennt talinn ágætur og uppskeru- horfur hinar beztu. VEITT flÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN DKt’ BAKINfi POWDER IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vinberja Cream of Tartar <Jowder. Ekkert álún, ammonia eða 9nnur óhoU efni. 40 ára '•eynslu. Norðurför Svía. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, eru þeir Svíarnir 3 : Formaður- inn S. A. Andrée, N. Ekholm ogJ. Strindberg, komnir af stað í ferð sína að norðurheimskautinu. Lögðu þeir af stað frá Tromsö f Noregi 15. þ. m. á gufuskipi sem flytur þá til Spitzbergen. Þar er fyrihugað að þeir nemi staðar um hríð og geri nokkrar vísindalegar rannsóknir. En þaðan er samt ætlast til að þeir fari um miðjan Júlímánuð næstkomandi í loftfari sínu hinu mikla, er sérstaklega var gert fyrir þessa ferð. Um ferð þessa er tiltölulega lítið talað í hérlendum blöðum, eníEvrópu er ekki um annað fremur talað. I loft- bátnum verða 3 menn og flytur það fæði handa þeim til nærri [5 mánaða og svo mikið af gasefni, að farið getur flotið í loftinu í 900 dægur. í hægum byr er ætlast til að farið geti farið á 6 sólarhringumfrá Spítzbergen til Ame- ríkustranda norðanverðra — einhvers- staðar milli Bæringssunds og Hudson- flóa, en svo gerir Andrée ráð fyrir að verða eftir til vill 30 daga á þeirri sigl- i ngu. Á Spitzbergen vonast hann eftir að ná í sunnanvind er beri sig á fáum dögum norður á heimskaut, og eftir að hafa skoðað sig þar um býzt hann við vindi úr einhverri af hinum fjórum átt- um, er beri sig viðstöðulaust til ein- hverra af þessum stöðum : Til Ame- ríkustranda vestur af Hudsonsflóa, til Alaska uorðvestast, til Yanaósa i Síbe- ríu austarlega, til Obi-ósa í Sibenu vestarlega, eðaöllu heldur til Síberiu- stranda einhversstaðar á milli Obi-ósa og Úralfjalla. Á loftsigling sinni ætlar Andrée helzt aldrei að rísa hærra en 800 fet yfir yfírborð jarðar, en atkerisfestar hans eru 1500 íeta langar. Karfan sem að venju er tengsluð við gasbelginn og sem þénar sem íbúðarhús mannanna, er þannig gerð, að komi hún niður í sj ó eða vatn, flytur hún, en sekkur ekki. í henni er svefnherbergi fyrir tvo menn, enda verður einn þeirra æfin- lega að standa við stýrið. Lýsingar á loftfari þessu og mönn- Unum hafa fyrir löngu síðan verið ritað- ar á tungumálum allra þeirra mann- tiokka, er ferðamennirnir kunna að hitta á suðurferð sinni aftur. Eru menn þeir (Indíánar og Eskimóar t. d.) aðvaraðir um að verða ekki hræddir, þó þeir sjái dreka mikinn svífa um loftið, en skorað á þá að leggja sig fram að hjálpa þeim mönnum sem þar séu á ferð, ef þeir eigi kostá. Undir öllum kringumstæðum skuli þeir tafarlaust senda boðskap til næstu verzlunarstaða, sjái þeir til ferða loftskipsins, og muna þá að tilgreina stað og stund, hvaða dag viku og mán- aðar, ef þeir kunna, hvaða tíma dags, og hver vindstaða var, þegar þeir sáu farið. Gefist þeim kostur á að hjálpa loftförunum, eiga þeir ekkert að spara, en koma þeim til næstu verzlunarstöðva svo fljótt sem kostur er á. *Jes»u líkan boðskap hefir Hudsons ] • vei zlunar- félagið í Canada sent öll veizlunar- stjórum sínum mcðírani ðurströnd- um Ameríku og samsko. boðskapur hefir verið sendur til * lands og austur um Síberíu norðan \ c.o.,. Hud- sons Bay-félagið vonar og óskar að Andrée gangi alt að óskum og hann nái ströndum Ameríku á suðurleið ein- hversstaðar á starfsviði félagsins. Það er þá tilbúið að fagna honum og þeim félögum og koma þeim á stuftri stund til mannabygða við járnbrautarstöðvar. Athugasemd. Þeir hafa tekið upp á nýrri sannana aðferð kyrkjumennirnir núna og er hún merkileg, nefnilega sú, að samsinna alt það sem mótstöðumaður þeirra seg- ir, sem þeir ætla hrekja. Dæmi upp á það má sjá í grein öldungsins, Þorl. J., út af hvalnum, í Lögb. með fyrirsögn- inni: “Stendur í séra M. J. Skaptason”. Já, vissulega er það svo, að ég hef ekki getað kyngt honum, spámannstetr- inu, óköruðum ‘eins og hann er, og brælugum úr hvalnum. Einhver and- blástur skynseminnar hefir varnað því að hann hafi runnið niður. Eg er glaður yfir því, að kyrkju- maðurinn er samþykkur og viðurkenn- ir örðugleikana og ómöguleikana á að trúa sögu þessari bókstaflega. því að það gerir hann svo greinilega og þakkar mér meira að segja fyrir það. sem ég hefi skrifað um hana. Það er ekkert meira um það að segja. En svo farast honum nokkuð ófimlega orð og hugsan- ir, þegaí- hann ætlar að snúa blaðinu við, því að þá verður honum að kasta vitinu fyrir borð. Ég sat í strætisvagni í gær hjá ein- hverjum hinum menntaðasta manni í bænum, enskum, ég hygg ákaflega kristnum. Líkt þessu barst í tal og viðurkenndi hann undir eins og hik- laust, að ómögulegt væri að trú vit- leysu (absurdity). Enda sér það hver maður, að til þess að geta trúað vitleysu þarf maðurinn. sem trúir, að vera sjálf- ur vitlaus hvað þetta snertir. Hann getur haft einhverja skímu um annað, en hvað þetta snertir, þá er hann vit- laus, (without reason). Ekki gengur blessuðum karlinum betur, er hann fer að tala um það, að mig hafi ekki einu sinni dreymt um það, að “guðs miskunsemi væri til”. Ég skal að eins leggja fram þá spurningu: Hvor er líklegri að trúa á guðs miskun- semi, maður, sem trúir samkvæmt bibl- íubókstafnum, samkvæmt Augsborgar- trúarjátningunni, samkvæmt lúterskri kermingu, að meginhluti manna fari í eilífar vítiskvalir, því að allir óskírðir, allir óendurfæddir, allir, sem neita bók- stafnum,allir, sem neita guðdómi Krists, eiga eftir þessum kenningum að vera fordæmdir. Guð þarf að hefna sín á þeim fyrir trúleysi þeirra. Og meira, maður, sem trúir, að guð hafi boðið Gyðingum að drepa og myrða, að ræna og stela. Hvor, segi ég, er nú liklegri til að trúa á guðs miskunsemi, maður, sem eins og Þorlákur gamli, trúir öllu þessu, eða máður, sem eins og ég og Unitarar, neitar djöfli og víti, sem segir, að grimdarsögurnar um guð i gamla testa- mentinu, sóu ósannar? Þessu læt ég menn svara sjálfa. Sumt er það í greinum mínum, sem gamli maðurinn virðis ekki hafa skilið, svo sem spurningarnar um það, hver þessi guð hafi verið, sem þeir hafi dýrk- aðJónasog Ninivebúar. Hann hefir ekkert átt við það og var það þó einn aðalpunkturinn, ekki heldur hefir hann neitt átt við það, hvernig sagan sé t’l komin, og fer ég því ekki út í það að sinni. En eitthvað vona ég að þeir komi með betra.kyrkjuinennirnir, til að bjarga Kristi sínum, sem trúði þessu bókstaflega, sjá Matt. 12, 40. Nú er kyrkjuþing fyrir höndum og geta þeir þá ráðgast urn það. Magnús J. Skaptason. IJm Yestur-Islendinga Athugasemdir við fyhirlestur Einars Hjörleifssonar. Eftir S. B. Jónsson. I. Þessi fyrirlestur er — eins og við mátti búast — prýðisvel og gætilega saminn, og í flestum tilfellum ómót- mælanlegur að því er mér virðist. Þó eru fáein atriði í fyrirlestrinum, sem ég vil leyfa mór að gera við nokkrar at- hugasemdir. Það er fyrst á 8. blaðsíðunni, að mér virðist höfundinum ekki hafa tekizt að framsetja skoðun sína svo Ijóslega og blátt áfram, sem óskandi hefði verið, um hin “ytri menningareinkenni” Vest- ur-íslendinga. Ég get ekki stilt mig um að benda á þetta atriði með nokkrum orðum, af því að mér er kunnugt um, að menn hér hefir greint á um skoðun höf. hér að lútandi. Höf. segir nfl., að Vestur-íslending- ar séu mannborlegri menn en líklegt sé að þeir hefðu orðið með því að vera kyrrir heima. “Ég bið yður að gæta þess”, heldur svo höf. áfram, “að ég er ekki beinlínis að bera Vestur-íslendinga í þessu efni saman við fólk hér á landi. j : r að bera þá saman við það, sem 1 i iin eru til að þeir hefðu orðið yfir- le :: »-f J oir hofðn o!;ki farið vestur“. Hér i or íólgiu sú ályktan höf., að Vest- ur-íslendingar séu ekki “beinlínis mann- borlegri” en fólk á íslandi er “yfileitt” nú, en að þeir séú þó mannborlegri, en “líkindi eru til, að þeir hefðu orðið ‘yfirleitt’, ef þeir hefðu ekki farið vest- ur“. Það er með öðrum orðum: að Vestur-ísl. yfirleitt séu ómyndarlegustu mennirnir af Islandi, sem engar líkur eru til að hefðu staðið samlöndum sínum þar heima jafnfætis í því tilliti. ef þeir hefðu ekki farið vestur — séu úrkastið úr íslenzku þjóðinni, — en sem fyrir að hafa farið vestur séu nú orðnir mynd- arlegri, en þeir hefðu getað orðið með því að sitja heima. Til sönnunar því, að þetta sé ekki misskilningur minn um að í hér tilfærðum atriðum felist sú skoðun höfundarins (þótt hún sé óljós- lega framsett í fyrirl.), sem áður hefir verið framsett af þeim sumum, sem barizt hafa móti vesturflutningum fólks frá Islandi, sú skoðun, að Vestur-ísl. séu ruslið, úrkastið úr hinni íslenzku þjóð, þá skal ég setja hér útskýring höf. í því efni. Hann segir: “En samt er mór óhætt að fullyrða, að meginþorri vesturflutta fólksins mundi hafa verið talinn hér (á íslandi) lakara miðlungs- fólk, og tiltölulega mikill fjöldi þess hreinir og beinir ræflar”. En svo tek- ur höf. það jafnframt fram, að Vestur- Isl. séu nú orðnir jafningjar þeirra á Islandi í þessu efni yfirleitt, að þvi er ytri framkomu þeirra snertir — hafi, fyrir að fara vestur, tekið meiri fram- förum í þessu tilliti' en ella mundi hafa átt sér stað. Ég ætla ekki að fara að mótmæla þessari skoðun höf. En mér getur ekki dulist, að hún sé af ásetningi höf. fram- sett svona dult,—svona “lært”, ein- mitt til þess, að Vestur-ísl. ‘yfirleitt’ geti tekið hana sór til inntekta — og höf. til vegsemdar um leið — eins og hún er framsett sem sönnun fyrir því, au vesturferðirnar hafi “lánazt” að því leyti, að gera menn úr þessu “rusli”, sem vestur hafi.flutt,umleið og þaðer þó ljóst, aðhann ætlar áheyrendum sínum heima að skilja það, að hann áhti þá nú jafningja bræðranna hér vestra, sem notið hafa svo mikilla menningar áhrifa í frelsis- og frískóla-landinu mikla. II. Hið annað atriði, sem mig langar til að gera athugasemdir við, er á bls. 11.— Þar heldur höf. því fram, að húsa- kynni “á ekki svo fáum heldri heimil- um á íslandi séu svo aum, að engum fátækling meðal Vestur-ísl. dytti í hug að hafast þar við”. Þetta er mjög yfir- drifið. Að visu er ég nú ekki kunnur þeim “heldri heimilum” á íslandi, sem höf, á hér við, en eftir því sem ég þekki til svo kallaðra heldri heimila á Islandi, fyrir tíu árum siðan, og eftir því sem ég nú þekki til hór meöal íslendinga, þá er þetta algerlega rangt. Það er að sönnu satt, að “loggahúsin” úti á land- inu “geta verið hrein”, eða ættu að geta verið hrein, en það er ákaflega langt frá því, að þau séu það alstaðar. Að halda því fram, að Minnesote- bændurnir, sem hafa tvo eða fleiri kjöt- rétti til hverrar máltíðar, séu eiginlega fólkið, sem O. Wathne ætli (eða hafi ætlað) að gera það “miskunnarverk” á, að flytja til Islands, sjá allir, að er bara sagt út í hött. Þetta o. fl. atriði fyrirl. virðast að sýng frámunalega vanþekk- ing höf. á lífskjörum og efnahag alls þorra Islendinga hér vestra. Að Syo sé, er líka, að því er mér virðist, mjög eðlilegt og enda sjálfsagt. Því, eins og kunnug er, hafði höf. fyrirl. sára litlar samgöngur eða samneyti við annað fólk hér vestra, en það, sem á einhverra kostnað (sinn eða annara) lifir ríkmann- legar en fólkflest, svo sem presta, kap- teina, lækna, verzlunarmenn og þess- háttar ‘gentlemenn’, sem skipa sem kallað er, æðri sætin, svo og safnaðar- fulltrúa, kyrkjuþingsmenn og rikustu bændur. Hinir íslenzku bændur í Minnesota eru alment álitnir að vera komnir einna lengst á veg í efnalegu tilliti af íslenzkum bændum hér vestra. Ög þó kemur rétt núna sú fregn þaðan, “að almenningur þar sé nauðbeygður til að selja hveiti sitt fyrir 40—46c. bush. vegna aðþrengjaúdi skulda”, og að í hveitinu sé — einmitt nú, í einhverju lángbezta uppskeruári þessa lands — “lítil skuldalúkning" (Lögb. 19. des. f. á.), en þó eru þeir sem sagt, einna bezt stadðir í efnalegu tilliti af íslendingum hér. Þetta sannar ekki auðvitað að þessir Minnesota-bændur kunni ekki að hafa gnægð matar á borðum til hverrar máltíðar. En sagan um kjötréítina í fyrirl. sannar þá ekki heldur það, að Vestur-íslendingar séu svo stöndugir menn, (þótt þeir, sem efnaðastir eru af þeim, hafi fínt og gott fæði — kannske í aðþrengjandi skuldum), — að það sé þess vegna hlægilegt, að útvega mönn- um, sem heim vilja flytja héðan til ætt- jarðarinnar, hvort heldur til lengri eða skemmri tíma, svo ódýrt far, £em kost- ur getur verið á. III. Hvað snertir húsakynnin okkar hér þá held ég að þau séu mjög almennt þannig, að lítil ástæða sé til að stæra sig af því, þótt þau kunni að vera skárri og þægilegri, en almennt er heima enn en sem komið er, og hjá ein- stöku mönnum langtum betri. En þá er líka þess að gæta, að margir þeirra, sem hafa ráðizt i að ánafna sér dýr og þægileg hús, með “samstæðum hús' gögnum” og “þykkum dúkum útí hvert horn” o. s. frv., t. d. í Winnipeg og víðar, helzt í bæjum hér—og meðal þeirra var hinn heiðraði höf. sjálfur, — að margir þeirra, segi ég, eru ekki lík- legir til að geta klofið að borga þær ‘eignir sínar’ út í þessu lífi. Um það er hinum heiðraða höf, mjög vel kunn- ugt. Ég hygg auk heldur, að höf sé kunnug einhver dæmi til þess hér, að menn með 60—75 doll. mánaðarlaunum í fleiri ár, vetur og sumar, hafa ýkki getað borgað nema renturnar af pening- um þeim sem þeir hafa orðið að taka að láni til að koma upp slíkum heimil- um, eða lítið meira. Og sé svo, þá hlýt- ur honum að vera það skiljanlegt, að menn með engin föst laun (en álíka þungar fjölskyldur), og meira og minna óstöðuga daglaunavinnu, með 50 c. til $1,50 dagkaupi muni veita örðugt með aðeignast slík húsakynni, sem þau, er hér er um að ræða. Eg geng að því sem vísu, að Vest- ur-íslendingar liafi alment tekið ser fram í ýmsu, eftir að hingað kom vest ur, svo sem t. d. í háttprýði og hrein- læti o. fl. — þvi dettur mérekki í hug að mótmæla— en þó er það engu að síð- ur svo, að einmitt fyrir fátæktar sakir býr ótölulegur f jöldi íslendinga hór við köld, rúmlítil og alt annað en hrein liúsakynni, sem ekki taka mikið íram (að því er ég hygg, ‘ heldri heimiluin’ á íslandi. Hér eru auðvitað torfhýsi ekki algeng, nó ‘moldarrjáfur', en þó er það einnig til hér, og þykir alt að því eins viðunanlegt og ‘loggahúsin . En það er satt, að þaðer ekki títt, að hús leki hér. Þar sem höf. talar um á 15. bls., að öll tilsögn sé ókeypis í alþýðuskólun- um hér, þá er það eins og hann veit, ekki nákvæmlega rétt. Sú kennsla er nfl. kostuð af almenníngsfé, evo i bæj- um sem í sveitum úti. En það almenn ingsfé er mestmegnis afgjald (skattur) sem tekið er af fasteignum almennings árlega, án tillits til þess, hvort sá,. sem eignin tilheyrir, á nokkuð eða ekki neitt í henni, og þess, hvort sá hinn sami greiðir háar rentur af öllu því fé, sem fasteignin kostar, eða hann á hana skuldlausa. IV. A bls. 22 heldur höf. því fram, að Vestur-Islendingar séu 'piHncipa'-menn. En að þeir séu í því efni langt á undan bræðrum sínum á gamla landinu, held ég að só mjög vafasamt. Og það hygg ég víst, að tilfæra mætti hóðan viðlíka sögur, og þá sem liöf. íramseturá þess- ari sömu blaðsíðu af kjörfundum heima, að því ef til vill undanskildu, að menn hér kunni að nefna nöfn þðirra. sem í kjöri eru, af því að hór er svo miklum fjármunum kostað til þess við 'allar kosningar, að kenna mönnum að nefna nöfn umsækjenda, eða til að kynna mönnum kosti annara og ókoati hins, sem svo stundum veldur því, að menn ‘slást’ fyrir hugmyndum sínum eða flokksmanna sinna, af óútreiknanlega margslags hvötum, undir morkjum hinna ‘lærðu', sem í nafni þjóðarinnar hafa ákveðið að ‘fórna sór’ í þjónustu föðurlandsins, eða eigin hagsmuna og virðingu. Með allri mögulegei virðingu fyrir hluttöku landa minna hér vestra í flokksmálum, þá get ég ekki betur sóð, en að sú hluttaka hafi verið mjög al- mennt af ofmiklu handahófi. Og mér getur ekki dulizt, að eins viti borinn maður og hinn heiðraði höf. .óneitan- lega er, hljóti að vita það mjög vel, að allan þorra fólks—nál. hvar sem er— skortir svo að segja öll skilyrði fyrir því, að geta haft grundvallaðar skoðan- ir í þeim málum, sem helzt er slegizt um hér; svo sem stjórnmálum, hagfræð ’ is- og viðskiptamálum, trúmálum o. fl., jafnframtog þaðer einnig alt of títt, að þeir, sem vitið hafa meira, hagnýta sér fáfræði fólksins, til þess að trylla það upp í að slást fyrir þeirra hagsmunum, í nafni ‘frelsis’ og ‘framfara’ m. fl‘ Að hinn heiðraði höf. beri í sann- leika ‘virðingu fyrir allri þeirri við- leitni’, sem komið hefir fram hór af hálfu prestanna og þeirra nánustu, í sambandi við kyrkjumál þeirra (eins og hann gerir á bls. 25), getur vel verið að sé satt, enégvona, að hann fyrirgefi mér, þó að ég eflfet dálítið um það, ef hann minnist þess, að hann hefir haldið því fram gegn ofstækinni hér vestra : ‘að það væri betra fyrir fólkið að efast svolitið meira en það gerir’. Um það, að prestarnir hérna ‘leit- ist við að fá sig til að elska alla menn, og að virða alt gott og virtingarvert hjá öllum mönnum’, skal óg ekki segja margt. En só þessu þannig varið, þá er það auðvitað, eins og það á að vera. En ég held að fólk hór só mjög almennt vantrúað á þá kenning. Höf. heldur því fram á bls. 32. að ‘íslenzk alþýða í Vesturlieimi hafi eign- azt hugsjónir, lært að elska þær, og legga í sölurnar fyrir þær af frjálsum vilja o. s. frv. Ég fellst á það hjartan- legja með höf., að þetta sé ‘fólksins á- gætasti gróði’ í þessu landi, þegar hon- um er samfara það, som höf. tekur fram á bls. 33, að mönnum hér sé að ‘lærast betur og betur’, nfl. það, að vfrða sannfæring annara manna, og það, að menn elski hverannan. Það sem höf. á bls. 34 talar um ‘skólamálið’ okkar hérna sem fyrirtæki þjóðflokksiús í heild sinni, þá er það, eins og hann sjálfur veit mjög vel að því leyti “out of order”, að í stað þess að vera þjóðflokksins fyrirtæki, þá er það að eins kyrkjufélagsins fyrirtæki, eða öll.u heldur tiltölulega fárra manna í því, fyrirtæki, sem allur þorri íslend- inga hér skoðar sér óviðkomandi, nema sem kyrkjufélagsins sérstaka presta- stofnun, en sem ennþá er naumast meira en mislukkuð tilraun til presta- skólastofnunar. Ég hefi gert þessar athugasemdir af því, að mér fannst það við eiga. En svo játa óg fúslega: sem sagt, að fyrir- lesturinn er í heild sinni prýðisvel og gætilega saminn. eins og ástæða var til að vonast eftir af þeim manni. To Cure RHEUMATISM Bristol’s SARS APARILLA IT IS PROMPT RELI ABLE AND NEVER FAILS. IT WILL MAKE YOU WELL Ask your Druggist or Dealer for it BRISTOL’S SARSAPARILLA. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. /

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.