Heimskringla - 02.07.1896, Side 1
X. ÁR. WTNNIPEGr, MAN., 2. JÚLÍ 1896. NR. 27
Tvískiftir skólar.
EftirfylgjanAi greinarkorn stóð í
ritstjórnardálkum bláðsins ‘Free Press’
A mánudaginn 29. Júní:
“Það sýndi sig ljóslega fyrir tveim-
ur dögum siðan hér í bænum hve skóla-
ópið var meiningarlaust. þegar um það
mál var talað við ‘liber’-sinna einn
‘hátt upp hafinn’, sem vann meðdugn-
aði fyrir Laurier-sinna í ný afstaðinni
sókn. Þegar honum var sagt að hinn
franski meirihluti Lauriers á þinginu
mundi ganga ríkt eftir að minnihlutinn
í Manitoba fengi sína skóla aftur, sagði
hann að nú, þegar ‘liberalar’ hefðu náð
völdunum, væri sér sama þó sérstakir
skólar væru stofnaðir á hverjum fer-
hyrningsmilu fjórðungi í Manitoba!
‘Free Press’ var með einlægni að reyna
að sannfæra kjÓ6endurna um, að skóla-
málið væri notað bara sem partisk
veiðivéi, og ihér er nú einn aðal-maður-
inn við það svikatafl feúinn að viður-
kenna í aliri einlægni að svo hafi viiki-
lega verið”.
Þetta er, eins og ‘iFree Press’ segir,
sönnun fyrir því hve einlægir; ‘liberalar’
eru, þegar þeir með ‘andaktar-
svipinn’ standa frammi fyrir almenn-
ingi og segja að nú sé áríðandi að vera
einlægur og segja satt! Enda ‘Tri-
bune’ segir ekki nema sanngjarnt að
skelt sé tviskiftum skólutn á Manitoba,
af því Manitobamenn afllir greiddu ekki
atkv. á sama hátt og þeir kaþólsku í
Quebec ! Það verður gaman að athuga
hverju megin liiehardsen verður, ef til
kemur að greiða atkv. með og móti upi
bótalögum á sambandsþingi.
Dominion-kosniugar.
Síðan fylkjasambandið myndaðist,
hafa sambandsþings-kosningar farið
fram 8 sinnum, að meðtaldri þessari
síðustu sókn. Fylkjasambandið gekk i
gildi 1. Júli 1867 og fóru fyrstu :Domin-
ion kosningar fram í September um
haustið. Fylkjasamfeand eða ifylkjar
samband ekki, var þá aðal-málið á dagT
skrá. í sambándið voru þá gengin að
nafninu síðartalin fylki. Úrslit þessara
fyrstu kosninga urðu þessi, í hinum
ýmsu fylkjum:
Fylkin. Stjórnarsinnar. Andstæðingar
Ontario....... 47 ..........36
Quebec ....... 45 .........20
New Brunswick 7 _______... 8
Nova Scotia.... 3 __________15
102 80
Hinar aðrar Dominion kosningar;
fóru fram 20. Júlí 1872. Var þá komin
á greinileg flokkaskifting og tvö ný
fylki komin i sambandið: Manitoba og
British Columbia. Úrslit þeirra kosn-
inga urðu þau að conservativar höfðu
103 fylgismenn, en liberalir 97.
Hinar 3. kosningar fóru fram 14.
• Janúar 1874 og var þá eitt fylki enn
gengið í sambandið: Prince Edwards-
•eyjan. Úrslit þeirra kosninga urðu þau,
að liberalir höfðu 133 fylgendur, en con-
servativar 73.
Hinar 4. kosningar fóru frana 10.
September 1878 og urðu úrslitin þau, að
conservativar höfðu 137 fylgjendur, en
fiberaiir 69.
Hinar 5. kosningar fóru fram 20.
■Júní 1882 og urðu úrslitin þau, að con-
®ervativar höfðu 139 fylgjendur, en libe-
raJir ,71.
Hinar 6. kosningar fóru fram 22.
Ffebrúar 1887 og var þá búið að veita
Norðveetur héruðunum hluttöku í þing-;
málum, þannig, að tilvonandi fylkin 3,
Alberta, As^iniboia, Saskatchewan,;
kusu tii eamans 4 fulltrúa á sambands-
þing, þáeins og nú. Úrslit þeirra kosn-
inga urðu þau, að conservativar höfðu
122 fylgjendur, en liberalir 93.
VEITT
hæstu verðlaun a heimssýninqunn
DR
BáKIMG
P0WDIR
IÐ BEZT TILBÚNA
Oblönduð vínberja Cream of Tartar
dowder. Ekkert álún, ammonia eða
Snnur óholl efni.
40 ára reynslu.
Hinar 7. kosningar fóru fram 5.
Marz 1891 og urðu úrslitin þau, að con-
servativar fengu kjörna 122 fýlgjendur,
en liberalir 92.
Hinar 8. dominion kosningar fóru
fram 23. Júní 1896 og urðu úrslitin þau,
að liberalir fengu kjörna 111, conserva-
tivar 91. Smáflokkar aðrir, patrónar,
McCarty-ítar, o. s. frv., fenguþá kjörna
alls 11 menn.
Lengra verðurkosninga-sagan ekki
rakin í þetta skifti.
Yeglyndi Greenways.
Ef maður nenti að tína til öll dæmi!
sem gefast til að sýna hve “frjálslynd-
ir” þeir eru í raun og veru, eða hitt þó
heldur, “frjálslyndu” garparair, sem ís-
lendingum er lagt svo rikt á hjarta að
dýrka “að trúa og treysta” umfram alla
hluti, þá mætti framsetja æðimörg þau
dæmi, að enda ofstækisfullirflokksmenn
gætu ekki auðveldlega afsakað þá sem
valdir eru að þessu eða hinu. En það
er ekki tími til að telja upp slík dæmi,
enda sannast, að það er óþarft. íslend-
ingar eru óðum farnir að sjá, að það er
"ekki allt gull sem glóir”, ekki allt
frjálslyndi, sem gengur undir því nafni.
En hér er eitt dæmi, sem rangt væri
að ganga framhjá. Það sýnir svo
greinilega, hve lágt Greenway og hans
“frjálslyndu”! gæðingar geta lotið, þeg-
ar þeim ræður svo við að horfa, þegar
þeir hugsa að eitthvað megi vinna með
því að banna rit eða ræðu-frelsi.
Um undanfarin 14 ár hefir nafn-
kunnur maður hér í bænum, hra Joseph
Wolf, verið friðdómari og í 11 af þeim
14 árum, hefir hann einnig haft vald til
að gegna lögreglu-dómara-störfum, og
, hefir ekki ósjaldan verið gripið til hans
til að dæma í málum fyrir pólití-rétti
bæjarins. í öll þessi ár hefir ekki svo
kunnugt sé, komið fram kæra á hendur
,honum þess efnis, að hann í einu eða
öðru tilfelli hafi verið hlutdrægur dóm-
ari. Það var þess vegna ekki að á-
stæðulausð að hann vonaði, eftir að hafa
haldið þessari stöðu svona lengi, að
hann fengi að hafa þessi völd framveg-
is, —i.æfina út, ef hann sjálfur ekki
krefðist lausnar. En hafi liann vonað
það, . varð sú von hans tál-von ein.
Wolf. er conservative og dregur ekki
'dulur á skoðanir sínar, þegar svo stend-
ur á, en “frjálslynd” ! stjórfi ríkir í
Manitoba og hefir þar af leiðandi lykla-
völd lífs og dauða, að því er snertir
þessa stöðu og aðrar slikar. Og það var
.ekki samLvæmt hennar ‘frjálslyndis-
legú’ kokkabók, að láta mann hafa
nokkur völd, sem annars heflr aðrar
skoðaniriá-stjórnmálum en hún. Þess
vegna hafði hann fim bara tvo kosti að
veija : llialda sér saman, eða vera rúinn
dómaravaldinu.
A'ð morgni hins 22. Júní, daginn
fyrir kosningarnar, fékk Mr. Wolf tvö
bréf, hljóðandi á þessa leið :
“'Winnipeg, 16. Júní 1896.
Josetpíh Wolf, Esq.,
Winnipeg.
Herra:—
Eg h-efi þann heiður að tilkynna yð-
ur, að samkvæmt ráðaneytisskipun nr.
5,445, dags. 13..Júní 1896, er köllun yð-
ar sem friðdómara úr gildi numin.
Ég hefi þann ’heiður að vera, herra,
Yðar auðsveipur þjónn.
(Undirritað) David Philip,
skrif8tofu»tjóri.
Hitt bréfið er dagsett sama dag, —
16. Júní, og hefiröll hin sömu ummerki
og þetta, að undanteknu því, að inni-
hald þess er á þessa ieið :
“Ég hefi þann heiður að tilkynna
yður, að samkvæmt ráðaneytisskpun
nr. 5,446, dags. 13. Júní 1896, er köllun
yðar sem lögregludómara úr gildi num-
in”.
Þar með var karl sviftur dómara-
valdinu, í hefndarskyni fyrir það. að
hann skyldi ljá Hon. Hugh J, Macdon-
ald lið sitt i kosningasókninni. Lægra
en þetta sýnist ekki auðgert að lúta,
enda virðist svo, að hin ‘frjálslýnda (!)
stjórn hafi í þetta skifti skammast sín
svo fyrir þennan sinn einkennilega
‘frjálslyndis’-vott, að hún hafi æskt að
sem fæstir vissu um hann. En hvað
sem er um það, þá er það eitt víst, að
hin löghlýðnastjórn braut hér lög. Þess
ber sem sé að gæta, að engar ráðaneyt-
isskipanir hafa lagagildi fyrr en fylkis-
stjóri hefir staðfest þær, eins og hver
önnur lög. Herra Wolf kom þetta á ó-
vart, og af því engin kæra, engin sök,
eða ástæða var gefin í bréfunum, leit-
aði hann þegar eftir nánari upplýsing -
um hjá fylkisstjóra. Sem svar upp á
það bréf sitt fékk hann samdægurs bréf
frá ritara fylkisstjórans, sem er á þessa
leið :
“Herra :
Fylkisstjórinn biður mig að endur-
senda yður tvö innlögð bréf, dags. 16.
Júní, sem þér senduð honum í dag, á-
hrærandi það að köllun yðar sem lög-
regludómari og friðdómari hefir verið
úr gildi numin. Fylkisstjórinn æskir
að égsegi aðhann hafi ekki skrifað und
ir neina slíka ráðaneytisskipun, og að
tilkynning þessi, sem yður hefir verið
send, sé óundirbúin, að maður ekki
segi meirá”.
'Yðar trúverðugur,
(Undirritað) Charles Patterson,
prival ritari.
Eftir þessu að dæma var Mr. Wolf
góður og gildur lögregludómari enn, en
þó fyrirbauð lögreglustjórinn honum að
rannsaka og dæma nokkurt mál fyrir
lögregluréttinum degi Isíðar, þegar Mr.
Wolf ætlaði að mæta þar. í hvers nafni
og umboði hann tók sér það vald er
enn ekki víst, en líkur þykja til að eftir
því verði grafist og alt þetta mál gaum-
gæfilega rannsakað, því fremur sem
lögreglustjórinn nú kveðst hafa fengið
tilkynningu frá dómsmálastjóra fylkis-
ins þess efnis, að Mr. Wolf haldi sínum
völdum enn.
Sem sagt sýnir þessi aðferð öll hve
lágt hinir ‘frjálslyndu’(!) geta kropið
þegar þeir hugsa að hagur sé i ódreng-
skap. En hér kom ódrengskapurinn
ekki aðhaidi, nema ef vera skyldi í því,
að auka óvinafjölda Greenways enn
meir. Því enda flokksmenns hans, að
undanteknum þeim ofsafylstu, væmir
við þessum og öðrum eins smá-líðileg-
heitum, það þrí fremur sem þau eru
leyst af hendi eins frámunalega klaufa-
lega eins og í þetta skifti. Það er sann
arlega ekki tignarlegt né lögfræðingum
sæmandi að ganga þannig til verks:
1. Að svifta manninn sínum tak-
mörkuðu völdum að ósekju;
2. Að fá fyrir það tiltæki þá aug-
lýsingu frá governornum, að sú skipun
stjórnarinnar sé ólögmæt;
3. Að láta leigutól sín í millitíðinni
skipa lögreglustjóranum að banna Mr.
Wolf að mæta fyrir rétti sem lögreglu
dómari; og
4. að fá að öllu loknu þann úrskurð
dómsmálastjórans, að Mr. Wolf haldi
sínum völdum enn.
Það sýnist óneitanlega að stjórnar-
formennirnir, (sem þetta aðhafast, viti
ekki hvað þeir eru að gera. Þeir hafa
að virðist ekki hugsað lengraen það, að
svala sér á Mr. Wolf. Um afleiðingarn
ar af smásálarskap sínum og stráks-
legri óart hafa þeir ekki hugsað þá.
Þeir eru máské farnir að hugsa um þær
nú, þegar þeir eru flæktir orðnir.
Eftir að hafa þannig komið upp um
stjórnina, sagði Mr. Wolf af sér 26. Júní.
ÆÐAHNÚTAR LÆKNAÐIR Á
3— 6 nóttum. — Dr. Agnews Ointment
læknar æðahnúta frá 3—6 nóttum.
Menn fá linun undireins og menn hafa
borið það á. Ekkert meðal getur jafn-
ast við það. Það læknar einnig hring-
orma og alls konar útbrot: Salt Rheum.
Eczema, Barbers Itch o. s. frv. 35 cent.
TÍU CENTS LÆKNA HÆGÐA-
leysi og lifrarsjúkdóma. — Dr. Agnews
Liver Pills, eru ágætari en nokkrar
aðrar piliur. Þær lækna svo undrun
gegnir: höfuðverk, liægðaleysi, gall-
sýki, meltingarleysi og lifrarsjúkdóma.
Kostar 10 cents glasið — 40 inntökur.
HAY FEVER OG KVEF LÆKN-
ast á 10—60 mínútura. — Menn þurfa
að eins einu sinni að draga að sér and-
ann um blástnrspiþuna úr flösku með
Dr- Agnews Catarrhal Powder, þá dreif
ist duft þetta um slímhúðina í öllum
nasaholunum. Það veldur engum sárs-
auka, en er mjög þægilegt. Það linar
veikina undir eins, og læknar að fulln
og öllu kvef. Hay Fever, köldu, liöftið-
veiki, sárindi í hálsinum, sárindi í tung-
urótunum og heyrnarleysi.
HJARTVEIKI LÆKNUÐ Á 30
mínútum. — Dr. Agnewshjartveikislyf
lækna i öllum tilfellum hjartyeiki á 30
minútum svo að sjúklingurinn fær al-
gjörðan bata. Það er óviðjafnanlegt
moðal við hjartslætti. andarteppu og
andarteppuflogum, við sting í vinstri
síðunni og öllum einkennum að hjartað
sé sjúkt. Ein inntaka mun sannfæra
yður.
GIGT LÆKNUÐ Á EINUM
degi. — South American Rheumatic
Cure læknar gigt og fluggigt á 1—3
dögum. Áhrif lyfs þessa á líkamann er
dularfalt og mjög inerkilegt. Á skömm-
um tíma eyðir það orsökum sjúkdóms-
ins svo að hann hverfur undir eins.
Hin fyrsta inntaka gjörir stóran bata.
75 cents.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
ÞRIÐJUDAG 23. JÚNÍ.
Það voru 30,000 manns sem biðu
bana af jarðskjálftunum og flóðöldunum
í Japan um daginn, en ekki að eins 1000
eins og í fyrstu var sagt.
Hiti ægilegur i New York í gær.
varð 2 mönnum að bana.
. Stjórn Breta hefir hætt við menta-
málafrumvarp sitt í bráð. Verður ekki
hreyft við því framar á þessu þingi.
Ejtkjufrú fyrverandi Kína-kejsara
og móðir hins núverandi keisara Kína,
lézt í Peking 19. . þ. m. 62 ára gömul.
Nafn hennar var Tsou Hsi.
Þjóðverjar hafa nú tvo nafntogaða
austræna heiðursgesti í Berlín og eru
hálfráðalausir með þá, því gestir þessir
eru engir vinir. Þeir eru Li Hung
Chang, stjórnfræðingur Kínverja og
Yamagata, stórmarskálkur og yfirher-
stjóri Japaníta.
Venezuélastjórnhefir látið taka fast-
an og setja í fangelsi brezkan mann sem
stóð fyrir brautargerð í þrætulandinu.
Venezuelamenn létu reka starfsmennina
burtu, en tóku verkstjórann fastan, þó
engin sérstök ástæða væri til. Bretar
hafa heimtað lausn hans og skaðabætur
í þokkabætur.
MIÐVIKUDAG 24. JÚNÍ.
Demokratar í Ulinois heimta ótak-
markaða frísláttu silfurs og ótakmark-
aða frísláttu gulls ; að báðar málmteg-
undir hafi jafnræði sem verðmiðill, og
að verðgildi silfurs sé metið og með lög-
um ákveðið 16 móti 1. Þessu eiga full-
trúarnir á stórþingi demókrata að halda
fram.
Eftir margra ára sókn samþykti
lávarðadeildin á þingi Breta í gær, með
142, gegn 113 atkv., lögin sem leyfa
manni að kvongast systur fyrri konu
sinnar. Meðal þeirra sem greiddu atkv.
með lögunum voru : prinzinn af Wales,
sonur hans hertoginn af York, hertog-
inn af Fife, tengdasonur prinzins af
Wales og Roseberry jarl. Meðal þeirra
sem á móti vorn, var Salisbury jarl,
stjórnarformaður Breta.
Dáinn er í Chicago nafnkunnur
blaðamaður, Joseph K. Forrest að nafni
er stofnaði blaðið Chicago “Tribune.”
Hann var 76 ára gamall.
Læknir einn í Kansas, Dolphin að
nafni, kveðst hafa uppgötvað meðal til
að lækna holdsveiki.
Cleveland forseti sýnir að sögn
meiri áhuga fyrir pólitiskum málum nú
en um mörg undanfarin ár. Er það
gull og silfurþrætan sem veldur því.
En þrátt fyrir kapp hans nú, er álitið að
silfurmenn verði ekki yfirbugaðir á til-
vonandi demókrata*-fundi í Chicago.
FIMTUDAG 25. JÚNÍ.
. Bandaríkjamenn yfir höfuð fagna
yfir kosningaúrslitunum í Canada, eftir
fregnum í blöðunum að dæma.
I gær voru haldnir kjörfundir í 4
ríkjum Bandaríkja, til að kjósa fulltrúa
á útnefningafund demókrata í Chicago.
Á þreraur þessum fundum höfðu silfur-
ítar tögl og hagldir, í Ohio, Indiana og
Texas. Fjórði kjörfundurinn var i
New York og þar réðu silfurítar litlu.
Kólera er að réna í Kairo og Alex-
andríu, en að aukast hvervetna annar-
staðar í Egyftalandi. I öllu Egyfta-
landi varð hún 181 manni að bana í gær.
Eftir framkomu stjórnmálamann-
anna sumra á Spáni að dæma, þykja
horfur á að þeir séu að búa sig til stríðs
við Bandaríkin. Á þingi Spánverja hef-
ir verið talað um að nema úr gildi við-
skiftasamninginn við Bandaríkin. Og
fyrir þingið hefir verið lagt frumvarp
til laga, er levfir stjórninni að selja og
hagnýta h vernig og hvar sem lienni sýn-
ist allar opinberar eignir á Spáni og
Cuba, svo framarlega sem þess þvirfi
herkostnaðar vegna. Samtímis hefir
verið borið frain frumvarp um að hætta
viðskifta eða tollstriðinu, sem Spánverj-
ar hafa lialdið uppi gegn Þjóðverjum.
Alt þetta þykir benda á að Spánverjar
ætli að reyna sig við Bandaríkin. Það
sagði líka einn ræðumaðurinn, í sam-
bandi við þessi mál, að það stríð kæmi
af sjálfu sér eftir 4. Marz næstkomandi,
þegar McKinley vreri orðinn forseti
Bandaríkja og tæki alvarlega í streng
með uppreistarinönnum á Cuba.
FÖSTUDAG 26. JÚNÍ.
Einn af “feðrum” Canada-sambands-
ins, Sir Leonard Tilley, lézt í gær að
heimili sínu í Sti Jolin, New Bruns-
wick, fullra 78 ára garnall (fæddur 8.
Maí 1818). Hann var stjórnmálamað-
ur mikill og við opinber mál riðinn mcg-
inhlut æfinnar.
Hnefaleiksmaðurinn nafntogaði,
James J.Córbett, fékk sig fullreyndaun
í fyrrakvöld í San Francisco. Átti við
réttan og sléttan sjómann. Börðust
þeir 12 mínútur og var þá Corbett út-
taugaður, og tóku lögregluþjónarnir
hann þá burtu. Sjómaðurinn, Thomas
Sliarkey, skoraði ótæpt á Corbett að
berjast fyrir heimsbeltinu, en til einskis.
Corbett var mátaður.
Illa fór að tarna! “Guð” Matabela-
manna er fallinn. Féll fyrir byssu kúlu
núna í vikunni. Yar það svertingi einn,
Mlimo að nafni, sem Matabelamenn
dýrkuðu sem guð, og sem hafðist við í
hellieinum. Voru svertingjar margir
umhverfis hann að færa honum fórnir
þegar kúlan stytti honum aldur.
Skýstrokkur olli stórmiklu eigna-
tjóni í Ohio í gær.
Sambandsstjórnin, sem undir varð
í kosningunum,hefír afráðið, að sagt er.
að leggja niður völdin nú þegar, þó ekki
sé hún skyldug til þess, fyrri en eftir að
þingið er kornið saman (16. Júli).
LAUGARDAG 27. JÚNÍ.
Gull-náma-æðið í British Columbia
fer vaxandi dag frá degi. Umboðsmenn
manna i Evrópu kaupa hvað sem býðst
og sem hefir gull-námu-heiti.
Forseta-kosningar í Chili í Suður-
Ameríku eru rétt afstaðnar, en ekki víst
orðið um úrslitin.
Spánarstjórn hefir ákveðið að gefa
út $12 milj. í seðilpeningum, innleysan-
legum í gulli, til aðlétta peningaeklunni
á Cuba.
Nú er sagt að Henri Villard, fyrrum
forseti Northern Pacifíc-fqlagsins, sé að
ná haldi á þvi félagi, ennfremurábraut-
unum Chicago & Great Western og
Baltimore & Ohio, er innan skamms
verður seld við opinbert uppboð. Sé það
satt, fær Villard bráðum óslitna braut
frá hafi til hafs innan Bandaríkja.
Peningar hafa ekki í manna minn-
um verið eins ódýrir, hvað afgjald snert-
ir, eins og þeir eru nú í London. Þar
má að sögn fá peninga lánaða fyrir af-
gjald er svari minna en nemur 2% yfir
árið, með öðrum orðum má þar fá $5000
gegn 25 centa afgjaldi yfir sólarhring-
inn. Englandsbanki einn hefir 250 milj.
doll. meira innlegg nú en fyrir 9 mán-
uðum síðan.
Formenn brezka Suður-Afríkufé-
lagsins, Rhods,Bait ogHarris.hafa sagt
af sér og hefir uppsögn þeirra verið tek-
in gild.
MÁNUDAG 29. JÚNÍ.
í lok Ágúst næstk. leggja 37,558
hermenn af stað frá Spáni til Cuba, f
einum hóp — á 20 gufuskipum.
“Free trade”-sinnar á Englandi —
Cobdenítar — héldu hátíðlegt hið 50. af-
mæli “free trade”-laganna á Englandi á
laugardaginn og fögnuðu þeir yfir sigri
“liberala” i Canada. Samtimis ávítuðu
þeir og sögðu ómögulega hina umtöluðu
tolleining hins brezka veldis.
Horfur þjTkja á að Allan-“línan”
hreppi umtalaðau stjórnarstyrk fyrir að
koma upp hraðskreiðum gufuskipum
milli Canada og Englands. Fél. býðst
til að gera það fyrir tillag er nemi
$lj milj. á ári í 10 ár, og er það $100
þús. meira en stjórnin ætlaðist til. Það
er haldið að Laurier taki vel í það mál
nú, þó hann tæki því dauflega í fyrstu.
Stjórn Frakka hefir hafið máls á að
Bretar víki fyrir fullt og alt úr Egyfta-
landi, — verði burt þaðan með alt sitt
að 2 árum liðnum. Hugmynd Frakka
er að halda því máli til þrauta og sjá
hvernig fer.
Kolanánm lirundi saman í Pennsyl-
vania aðfara nótt hins 28. og voru þá
90 menn að vinna þar niðri. Það er ótt-
ast að þeir láti allir lífið áður en hjálp
kemur.
ÞRIÐJUDAG, 30. JÚNÍ.
Englendingar athuga með nákvæmni
hverja hreyfingu í sambandi við fyrir-
hugaðan útnefningafund demódrata i
Bandaríkjum. Er það gjaldeyrismálið
sem vekur áhugann. Ef fundurinn við
tekur ályktun um aðvinna að jafnræði
gulls 'og silfurs og getur varist ákveðnu
verðgildi silfurs, verður þeirri úrlausn
þrætunnar almont vel tekið á Englandi
Tízkusnið á Windsor-kastala. Vic-
toria drottning hefir látið tengja skrif-
stofu sína í Windsor kastalanum við
ýmsa staði í Lofidon og grendinni með
telefón. Getui hún nú talað við Salis-
bury, við son sinn prinzinn af Wafisí
Marborough-House og við fleiri í Lon-
don, án þess að víkja úr stól sínum, eða
ómaka þá á sinn fund. Innan fárra
daga verða herbergi hennar í kastalan-
um tengd söngleikahúsum, leikhúsum
o. s. frv. í ;London með hljóðberavír
(Electrophone) og getur hún þá heima
hjá sér hlýtt á ræður, söng o. s. frv. i
London.
Það þykir margt benda á að hin nú-
verandi stjórn á Englandi eigi skamt
eftir ólifað. Ástæðan fyrir þessu áliti
er sú, að ekkert gengur né rekur í að
ljúka málum á þingi, og það, að eftir
alt saman varð stjórnin' að leggja
menntamála-lög sín á hilluna vegna
andróðurs.
Stórþing irskra þjóðvina verður sett
í Dublin 1. Sept. næstk. Mæta þar full-
trúar svo hundruðum skiftir frá Banda-
ríkjum og Canada.
Tilraun hefir verið gerð að ráða hinn
unga Persa-konung af dögum. Morð-
inginn var höndlaður.
Fregn frá Selkirk segir að Angus
McKay, umboðsmaður Indíána við Be-
rens River við Winnipeg-vatn, hafi
hvolft fari sínu við Willow-tanga (fram
af Gimli) aðfaranótt laugardagsins, en
að hann og allir á bátnum, hafi komist
á kjöl og fest sig þar með böndum.
Þannig hröktust þeir svo alla nóttina,
en um morgunin sáu íslendingar þá og
björguðu þeim.
Félag í Montreal hefir tekist í fang
að framleiða þar í grendinni 32 þúsund
hestöfl af vatnsafli til notkunar þar í
borginni, eftir að þvi er umhverft í raf-
urmagn. Að koma þessu í kring kost-
ar 3£ milj. dollars.
Skógareldar ollu tjóni miklu á Ný-
fundnalandi. Yfir 50 bændabýli eru
brunnin í skóginum.
LEIÐRÉTTING
á fréttagrein tekinni eftir “Free Press”,
og sem stóð í Hkr. 21. Maí.
Greinin er algerlega öfug frá sann-
leikanum. Vil ég því biðja yður, herra
ritstjóri, að taka eftifylgjandi leiðrétt-
ingu í yðar heiðraða blað.
Fyrir rúmum 2 árum síðan, þókn-
aðist Mrs. Breiðfjörð, einhverra hluta
vegna, að hlaupa frá mér, þá í Winni-
peg, suður til Mountain, N. D., og hefir
neitað að lifa saman við mig síðan.
Fékk ég því lögmann M. Brynjólfsson
til að sækja skilnaðarmál fyrir mína
hönd. Og þann 16. Maí mætti ég í
Grafton, N. D., og fékk lögskilnað við
Mrs. Breiðfjörd, semvarekki “sýnilega
nálæg”, og stóð ég allan af málinu leið-
andi kostnað.
Þessu til sönnunar hef ég skilnaðar-
bréfið í minni geymslu ef einhver
kynni að óska frekari upplýsinga.
Mér þykir enginn heiður að skilnaði
þessum, og hefði ekki látið hans getið
ef “Free Press” hefði ekki verið notað
til að útbreiða þessa öfugu píslarsögu,
líklega af einhverjum miðurvönduðum
fréttaritara og máske kunningja Mrs.
Svanborgar Pétursdóttir, sem sýnist
vilja hafa allan heiðurinn af skilnað-
inum.
Mountain, 30. Maí, 1896.
Jón J. Breiðfjörd.
if OOODWAN & T7ERGESEN,
hafa til sölu hinar ágætu og billegu
GRAND JEWEL MATREIÐSLUSTÓR.
Ennfremur allar tegundir af
EIR, BLUCK OG GRANIT VÖRUM, VATNSPUMPUR,
ÞVOTTAVÍNDUR og fleira.
Setja inn kjallaraofna (Fnrnaces.)
Goodman & Tœrgesen,
CORNER YOUNG & NOTRE DAME AVE.