Heimskringla - 02.07.1896, Page 2

Heimskringla - 02.07.1896, Page 2
HEIMSKRINGLA 2. JÚLÍ 1896. Heimskringla PUBLISHBD BY The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order'. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. O. Itox 305. Kosningarnar. Á síðasta Dominionþingi sátu í neðri deild 215 þingmenn. Á næsta þingi verða þeir ekki nema 213 í neðri deildinni. Samkvæmt lögum um það efni getur fjöldi þingmanna minkaðeða aukist í hvert skifti sem manntal er tek- ið,—nema í Quebec og Ontario. Þar stendur þingmannafjöldinn altaf í stað, til þess öðru vísi er ákveðið með lögum. Afleiðingin af þessum lögum er sú, að eftir aö manntalsskýrslurnar frá 1891 komu út, hlutu sambandsþingmenn að fækka sem hér segir : í Prince Ed- wards eyju 1 ; í Nova Scotia 1; í New Brunswick 2. í Manitoba íjölguðu þeir aftur um 2, en ekki annars staðar, þó ekki vantaði nema örfá þúsund íbúa til íyrir ári sí^an, að Alberta fengi tvo þingmenn í staðinn fyrir einn. Af þessu leiðir að þingmenu eru nú 2 færrií neðri deild, þangað til manntalsskýrslurnar næstu koma út,—árið 1901. Að afstöðnum síðustu þingkosning- um (5. Marz 1891) var flokkaskifting á þingi sem hér segir : Con. “Lib.” Prince Edward Island..... 2 4 Nova Scotia.............. 16 5 New Brunswick........... 13 3 Quebec................... 30 35 Ontario.................. 48 44 Manitoba .................. 4 1 Norðvesturhéruðin.......... 4 0 British Columbia........... 3 0 Alls 123 92 Fleirtala conservativa 31. Aukakosningar margar áttu sér stað á ýmsum tímum á kjörtímabilina og græddu þar ýmsir. En er þing var rofið 23. Apríl 1896, mun sem næst að flokkarnir hafi staðið þannig : Con.‘ Lib.’ Óháðir, Prince Edw. Isl. 2 4 0 Nova Scotia .. 15 6 0 New Brunswick 15 i 0 Quebec .. 31 34 0 Ontario 33 3 Manitoba .. 4 1 0 Norðv.héruðin... ... 4 0 0 British Columbia 6 0 0 AIls 134 79 3 Fleírtala conservativa þá á þingi 53, séu hinir 3 óháðu látnir fylla flokk ‘liberala.’ í þessum siðustu kosningum (23. Júní 1896) urðu breytingar á, og standa flokkarnir nú sem hér segir, að því er framast verður séð : Lib. Con. Óháðir. Prince Edw. Isl. 3 . 2 0 Nova Scotia.. .. . 10 10 0 New Brunswick 4 9 1 Quebec 18 2 Ontario . 10* 45 6 Manitoba . 2 4 1 Norðv-.héruðin ... . 2 1 1 British Columbia 4 2 0 Alls 110 91 11 Séu ‘liberölum’ gefnir allir þessir 11 einstæðingar, McCarthy-ítar,patrón- ar og óháðir. verður fleirtala þeirra á næsta þingi 29, en sé einstæðingunum skift þannig, að 6 fylgi stjórninni, en 5 conservativum, og það er liklega nokkru nær ætlað, verður fleirtala hennar 19., þ. e., hún hefir þá 19 atkv. um fram alla aðrafiokka á þingi. Þann ig stendur það, að kosningunum lokn- um í öflura nema einu kjördæmi. *) Eftir að kjósa í einu kjördæmi —Algoma, eða réttara sagt, fréttir það- an ekki komnar nákvæmar. Ætli maður ‘liberölum’ annan mann og það líklega er óhætt að gera, þá hef- ir stjórnin að minsta kosti 29 atkv. um- fram öll önnur atkv. á þingi. Það má gera ráð fyrir að þessar tölur taki breytingum áður en langt um líður því ef eftir vanda lætur, verða fleiri eða færri af þeim feldir, sem nú eru kjörn ir, og þar af leiðandi svo og svo marg- ar aukakosningar væntanlegar. Hér má geta þess, að þegar þetta er ritað, er óvíst að McDonell sé kjörinn í Selkirk, þó vér ætlum honum sætið í skýrslunni. Sama er um Saskatchewan kjördæmið vestra, að það er engin vissa fyrir að Laurier hafi náð kostningu þar. Dragi maður alla einstaklingana, 11 talsins, frá, sýnir skýrsla þessi hverjir það eiginlega eru sem ráða þess- ari byltingu og sem þar af leiðandi ráða ríki í næstu 4—5 ár. Athugi maður skýrsluna sér maður að protestanta- fylkin til samans hafa gefið conserva- tívum 6atkv. umfram ‘liberals’, sé gert ráð fyrir að ‘liberalar’ vinni sigur í Al- goma. Það eru þess vegna ekki þau sem ráða byltingunni. Það er Quebec, hið fransk-kaþólska fylki, sem gerir strykið í reikninginn. Þegar síðasta þing var rofið voru Quebec-fylgjendur Louriers 3 fleiri en fylgjendur conserva- tíva. Að þessum kosningum liðnum eru þeir orðnir 29 fleiri en eru fylgjend- ur conservatíva. Það er þetta fylki eitt sem nú ræður öllu Canadaríki. Það væri sannarlega fróðlegt að vita hið eiginlega álit þeirra Dalton McCarthys og N. Clark Wallace’sá kosningaúrslit- unum. Þó hvor fyrir sig rói á sínum sérstaka ‘dalli’ berjast þó báðir fyrir að komast að einu og sama takmarki—að draga sem mest vald úr höndum kaþ- ólskra og franskra manna og svifta þá öllum álirifum sem unt er og enda jafn- rétti, eins og t. d. í Manitoba. I því skyni svo, að hjálpa því málefni áfram lögðust þeir á eitt með að koma con- servatívum á kné, af því þeir höfðu á- kveðið að rétta hluta kaþólíka í Mani- toba. Sú fyrirhugaða réttarbót var nú ekki meiri en svo, að meginþorri kaþ- ólskra manna á þingi sagði nei við henni, vildu ekki nýta svo lélega réttar bót. Samt snerust þeir McCarthy og Wallace og margir aðrir góðir coserva- tívar á móti flokki sínum og afleiðingin af því er nú sú, að það sem þeir af al- efli hafa barizt á móti er nú fram kom- ið. Þeir gátu ekki vitað fransk-kaþ- ólska menn í völdum. Nú eru einmitt þeir alvaldir í ríkisstjórninni. Það má segja um þessa tvo menn og annars alla þeirra fylgismenn, eins og Hall- grímur heitinn Pétursson sagði um Pílatus : ‘‘Þetta sem helzt að varast vann, varð þó að koma yfir hann”. Þetta er nú þegar svo auðsætt,að enda ‘liberalar’ sjálfir, þeir sem protestantar eru, eru ekki neitt sérlega ‘upp með sér’ af þessu ástandi. Þeim þykir eins og prestinum í þjóðsögunni “passleg pilsa bezt”. Laurier er góður út af fyr- ir sig, en að hafa hann stjórnarformann eingöngu af því franskir menn og kaþ- ólskir halda honum uppi, það þykir þeim ekkert gleðiefui, ekki til að stæra sig af; Undir niðri eru þeir hræddir um að þetta ástand kunni að hafa mið- ur æskileg áhrif á skólamálið, en þó eru sumir þeirra að reyna að telja sér ogöðrum trú um, að þessi sigur Lau- riers í Quebec sé því til sönnunar, að ekki verði hugsað til tvískiftra skóla í Manitoba! Það er með öðrum orðum þeirra röksemkafærsla, að af því Lau- rier og allir hans fylgismenn í Quebec lofuðu fullkoinnari réttarbót en Sir Charles bauð, af því öll þeirra blöð heimtuðu hið sama, og af því klerkalýð- urinn skoraði á kjósendurna að greiða þeim einum atkvæði, sem einlæglega og eindregið lofuðu Manitoba-kaþólík- um ærlegri réttarbót, og af því svo að alt þettasveigði 2 af hverjum 3 kjósend- um af stefnu sinni og inn í hjörð Lau- riers,—af því eiga menn að ráða að Lau rier-stjórnin geri ekkert í skólamálinu, veiti trúbræðrum sínum engar réttar- bætur ! Það er ólíklegt að nokkur mað ur trúi öðru eins, því þeir sem bera það fram geta auðvitað ekki trúað því. En svo gerir það lítið til hvort nokkur trú- ir því eða enginn. Það smá nálgast sá tími, að Laurier verður að sýna hvort hann svíkur öll sín Quebec-loforö eða ekki, eða hvort hann sannar , sig sekan í að hafa dregið menn í prote- stanta-fylkjunum á tálar og látið laut- enanta sína gera það, þar sem hann kom því ekki við sjálfur. I millitíð- inni geta menn staðið við að bíða róleg ir og ef mönnum sýnist gert sér gott af að trúa því, að Quebec-menn sem nú eru einráðir í Canada, muni ekki líta víð að rétta hlut meðbræðra sinna Manitoba. Þessi afstaðna sókn er Mauitoba- mönnum i heild sinni til heiðurs. Ur- slitin sýna að þeir voru farnir að skilja skólamálið, skílja og viðurkenna að einhver réttarbót var og er nauðsynleg. Svo sýndu þeir þá jafnframt að þeir vildu heldur trúa protestöntum en kaþ- ólíkum fyTÍr að gera þá réttarbót. Það er líka sannast, að það hljóta að vera blindir menn af flokksofstæki. sem ekki sjá að kaþólskur stjórnarformaður með kaþólskan meirihluta á þingi að baki sínu og kaþólskan meirihluta einungis, er líklegur til að vera djarftækari þeg- ar til réttarbóta kemur, heldur en stjórnarformaður út flokki protestanta með protestanta meirihluta að baki sér. Þetta hafa Manitobamenn séð og skilið og sýnt það með úrslitunum undireins og þeir með atkv. sínum sýndu, að þeir væru ekki andvígir sæmilegri eða sann- gjarnri réttarbót. Úrslitin í Manitoba eru sem sé sem fylgir, ogtákna tölurn ar á eftir nöfnunum atkv. fjöldann um fram gagnsækjandann : « Kjördæmi Lib. Cons. Winnipeg.............Macdonald 126 Provencher........... LaRiviere 666 Macdonald............ Boyd yfir 400 Marquette............ dr.Roach 60-70 Selkirk....(óvíst)................. Lisgar Richardson 66?.............. Brandon McCarthy 372?.............. Þó McCarthy sé hér tallinn ‘liber- al’, þá er langt frá því víst að hann geti talizt með þeim. Að minsta kosti er ekki auðsætt hvar hann getur verið, ef til umbótalaga kemur. En svo eru horfur á, að hann segi af sér í Brandon nú þegar og gefi Laurier það eftir handa Sifton, hinum væntanlega (?) innanríkis- stjóra Lauriers, og sem þá mundi að sjálfsögðu vinna sigur, ef til aukakosn- inga kemur. Þegar á það er litið að þegar síðasta þing var rofið voru á þingi frá Manitcba 4 conservatívar og 1 ‘liberal’, því kjördæmin tvö: Macdon ald og Brandon, eru ný kjördæmi, þá verður bezt séð hve fast Manitobamenn stóðu fyrir, þrátt fyrir skólamáls-ósköp in. Norðvesturhéruðin gerðu ekki eins vel. Þaðan voru allir (4) þingmennirn- ir conservativar, er þing var rofið, en nú sendu þau ekki svo víst sé nema 1 conservatíva austur—gamla N. F. Da- vin í Regina, þó útlit sé fyrir ab J. F. McKay í Prince Albert sé kjörinn, en ekki Laurier. En sem sagt, eru úrslit- in í því kjördæmi ekki kunn enn og verða líklega ekki fyrri en í næstu viku, af því kjördæmið er svo óendanlega víð áttumikið. í austur-Assiniboia vann Mr. Douglass, sem telur sig patión, og þau úrslit eru ekki nema eðlileg, því gagnsækjandi hans, Mr. McDonald brúkaði skólamálið sem aðal-vopn og mælti eindregið með umbótalögunum sem seinasta þing var að burðast með. Afleiðingin varð sú, að Douglass náði kjöri með yflrllOO atkv. umfram gagn- sækjandasinn, en Davin gamli fékk að eins 2 atkv, fleira, en patróninn Mc- InneS, er sótti á móti honum. I Al- berta eru og úrslitin eðliles. ‘Liberal- sinninn, Frank Oliver, ri> jóri blaðs- ins ‘Bulletin’ í Edmonto’ héraði áþekt álit alþýðu i Macdonald hefir i Wiuni|i. sækjandi hans, Mr. Cochi. ur alþýðu. Að minsta !.<■ ekki eins alþýðlegur maður 'iefi" i sínu lugh John En gagn- lítt kunn ■■i; or bann u ' Oiiver. Það réði úrslitunum í Alberta öldungis eins og það réðiþeim í Winnipeg, miklu fremur en skólamálið, eða nokkurt at- riði í stefnuskrá stjórnmálaflokkanna. Oliver fékk 835 atkv. um fram Coch- Afskifti klerkanna. Á meðan nýafstaðin kosningasókn stóð yfir kvörtuðu ‘liberal’-blöðin og kveinuðu í sífellu yfir afskiftum bysk- upanna og klerkanna í Quebec af stjórn málum. Ef það hefði verið einlægur vilji þeirra, aðklerkar sleptu stjórnmál- um, en héldu við sína eigin sérstöku kenningu, sem þeir hafa helgað líf sitt, þá hefði vel verið. En í því ópi þeirra var engin einlægni, ekki snefill meiri af einlægni en er í öllum öðrum ópum þeirra. Aö svo sé virkilega sér maður af framkomu klerkanna allstaðar ann- arfstaðar, — protestanta-klerkanna. Til sönnunar því þarf ekki annað en benda á hamfarirnar þeirra Presbyteriana og Metodista. Þeirklerkar allir æptu eins alvarlega að kaþólskum skyldi ekki veitt umbeðið jafnrétti, eins og kaþ- ólsku klerkarnir æptu að þeim skyldi veitt það. Út á þau afskifti klerkanna hér vestra 'höfðu ‘líberl’-blöðin ekkert að setja. Þvert á móti var þeim hrós- að fyrir að gera það sama, sem kaþ- ólsku Jklerkarnir voru ávítaðir fyrir. Þetta sýnir hve mikil er alvaran í þessu máli hjá þeim ‘liberölu’. Að spana þennan upp til að gera það og gera þaö sem mest þeir geti, af því sem þeir i sömu andránni fordæma annan fyrir að gera ! Það er bernaðaraðferð ‘liber- ala’. Nú þegar sóknin er á enda og alt gekk þsim að óskum—í Quebec, hafa þau auðvitað furðanlega litið um af- skifti klerkanna að segja. En eitthvað v.erða þau að láta það heita—til mála- mynda. Það liti illa út að leggja niður rófuna svona undir eins, enda þótt þau sjái að nú fyrst eru þau komin í klip- una, — nauðug, viljug orðín að leigu- tólum kaþólsku klerkanna í Quebec, er nú ráða stjórnmálum Canada-sambands ins. Það sem þau nú hafa að segja um afskifti klerkanna, er broslegt fremur þegar lítið er á úrslitin. Þau segja sem sé að úrslitin í Quebec bendi á að enda alþýða þar láti ekki klerkana ráða fyrir sér lengur. Þegar litið er á afskifti klerkanna í Quebec og í Mani- toba og þegar svo er litið á úrslitin í þeim fylkjum, þá væri ekki fjarri sanni að segja að lýðurinn í Manit. léti eíkki froðufellandi Methodista, Presbyteri- ana, eða aðra klerka hræða eða véla frá sér skynsemina eða sjálfstæði. En að segja það urn Quebec, það er sannar- lega skoplegt undir kringumstæðunum. Það sem fram var tekið í skipun bysk- upanna, og það er hún sem var orsök í öllum klögunum eins og að venju, var það, að enga skyldi kjósa til sambands- þingsins nema þá, sem ótvíræðilega lof- uðu og skuldbundu sig til að hjálpa til að rétta hluta trúbræðra sinna í Mani- toba. Og úrslitin sýna hvort þessu boði byskupanna var fullnægt eða ekki. Laurier og þar fyrir neðan allir ‘liberal- ar’ færðu það greinilega og við öll tæki- færi sem ástæðu sína til að andæfa um- bótafrumvarpi Sir Charles Tuppers, að það næði á engan hátt tiiganginum. 1 þess stað lofuðu þeir svo fullnaðar-rétt- arbótf ef þeirra kaþólsku bræður vildu bara gefa þeim tækifæri til þess. Af- leiðingin af þessu bandalagi Lauriers og byskupanna er nú auðsæ, þar sem Laurier nú hefir 45 eða 46 fylgismenn frá Quebec á móti 34, er þing var rofið, en Sir Charles 17 eða 18 á mótí 31, er þing var rofið. Þessi bylting sýnir hvorum Quehec-íngar hafa trúað betur til að útvega trúbræðrunum í Mani- taba fullnaðarréttindi: Laurier og ka- þólíkum eða Si r Charles og protestönt- um. Afsklfti klerkanna i stjórnmálum ættu ekki að líðast, þegar þeir eru í stólnum eða [í embættisskrúða sínum. Utan stólsins og klæddir úr hempunni hafa þeir auðvitað sama rétt og aðrir til að vaslast í pólitiskum málum, ef þeir svo vilja. En þá er líka hægt að svara þeim eins og öðrum, en sem ekki er mögulegt á meðan þeim er leyft að brúka stólinn fyrir skálkaskjól. En á meðan protestanta klerkarnir fara að eins og þeir í Manitoba og víðar í síð- ustu sókn, situr ekki á protestöntum í heild sinni að fordæma kaþólska presta, ef þeir gera slíkt hið sama. Og i þess- ari sókn gengu þeir ekki lengra en pró- testanta klerkarnir, þó safnaðarlimir þeirra sýndu nú eins og áður, að þeir t>i i 'cici t.amari j en protestantar og hi, i bctur boðskap kyrkju sinnar. Ao .-.<• e<. er nokkuð seni ‘liberalar’ nú mega þakka fyrir. 54. þjóðþingið. Eins og getið var um fyrir skömmu hér í blaðinu, fær þetta þing, eða fyrri liður þess, ekki hrós hjá Bandaríkja- þjóðinni. Til þess að þingmenn gætu tekið þátt í liinum pólitisku vígaferlum í St. Louis, var þinginu frestað ll. Júni og kemur svo að vændum ekki saman aftur fyrri en 7. Des. í vetur. Það er eitt, og eitt einungis, sem þessu þingi er talið til ágætis, og það er, að það sat venju fremur stutta stund. Stórvirkt var það og, það er sannast að segja, á þeim stutta tíma, en stórvirki þessi eru ekki metin, að minsta kosti ekki nærri öll, nema þá af litlum hluta þjóðarinn- ar. Þegar lagasafnið sem eftir það ligg- ur er athugað, þykir mönnum það ekki hafa verið stórvirkt. Fyrir þingið komu alls 12,780 lagafrumyörp, að þingsályktunum ineðtöldum, og áttu 9,500 þeirra upptök í neðri deild, en 3250 iþeirriefri. Af öllum þessum frum- varpafjölda samþykti þingið tæplega 250, eða eitt af hverjum 51, sem fram voru borin í báðum deildum. í þessu efni var það því ekki mikilvirkt. En það vann það upp í öðrum greinum. Það samþykti meðal annars f járveiting- ar svo nemur rétt um 600 milj. dollárs, en það er yflr 200 milj. meira en nokk- urt undanfarandi þing hefir veitt á sam- svarandi tímahili, að undanteknu 51. þjóðþinginu. Að meðtöldum væntan- legum tekjuhalla á yfirstandandi fjár- hagsári. er þessi upphæð öll sem næst $170 milj. meiri en væntanlegar tekjur á næsta fjárhagsári. Þetta er eitt af þrekvirkjum Jiingsins, sem þjóðin met- ur ekki. Það virðist sem sé að eins einn vegur til að auka tekjurnar svo að þær geti mætt þessum vaxandi gjöldum, og það er að auka tollinn á aðfluttum varn- ingi, með öðrum orðum lögleiða Mc- Kinley-lögin á ný, eða önnur samskon- ar tolllög. Verði McKinley forseti frá 4. Marz næstk. og nái repúblíkar völd- unum aftur í liaust, þá er líka öll von til að vel gangi að fá tollinn aukinn. Er það s’zt tilhlökkunarefni, því tollurinn sem nú er, 41% að meðaltali á tolluðum aðfluttum vörum, er sæmilega hár, eða svo mundi þykja hér í Canada, þar sem ekki þykir lifandi af því tollurinn er 28 til 29%. Ef tollurinn hækkar enn meira er líka auðsætt hve aðdáunarvert verð- ur ástand Canadamanna, eftir að “lib- eral ”- stjórnvitringarnir svifta burtu Canada-tollinum, eins og þeir að sjálf- sögðu gera, ef þeir vilja að sannist, að viðtekin stefna þeirra sé eitthvað meira en agn til að draga þá á tálar með, sem ekki hugsa um annað en að bannfæra tollinn. Af því hér eru nú orðin stjórn- arskifti og að af þeim leiðir að sjálfsögðu stórkostleg lækkun, ef ekki algert af- nám Canadatollsins, eru þessar horfur i Bandaríkjunum sannarlega þess verðar að Canadamenn gefi þeim gaum og at- hugi hvar þeir sjálfir standa þegar þeirra tiltölulega lági varnargarður er burtu numinn. Og að þetta séu horf- urnar, að það sé tilgangur repúblíka að auka tollinn, það er nokkuð sem þeir munu ekki bera á móti, þó það mál liggi að miklu leyti í láginni nú, vegna hins risavaxna gjaldeyrismáls, sem gnæfir hátt yfir öll önnur mál á dagskrá Bandarikja. Meðal annara þrekvirkja þingsins, en sem tiltölulega fáir meta öðru vísi en þeir meta þessar hóflitlu fjárveitingar, má telja einkum tvö mál, er bæði heyra undir gjaldeyrismálið. Hvorugt þeirra er meira en hálfbakað enn, og er það komið undir úrslitum kosninganna í haust, hvort þau nokkurn tíma komast lengra. En þrekvirki þj'kir að þau kom- ust svona langt áleiðis á einu þingi, — í efri deild. Annað þeirra er um frisláttu silfurs með lögboðnu verði silfursins, 16 únsur móti einni af gulli. Var þess efn- is þingsályktun samþykt 1. Febr. síð- astl. með 42 gegn 35 atkv. Það er hið annað þrekvirkið, og sem enginn metur að undanteknum silfur-ítum. Þriðja þrekvirkið er það, er efrideild samþykti með 32 gegn 25 atkv., að banna stjórn- inni að gefa út rentuberandi skuldabréf án samþykkis þjóðþingsins. Með öðr- um orðum er stjórninni gersamlega bannað að taka fé til láns, hvað sem á liggur, fyrri en báðar deildir þingsins hafa leyft það, en á því leyfi getur staðið svo mánuðum skifti. Og á þeim tíma getur gullsjóðurinn þorrið algerlega, en sem lögin á aðra hönd heimta að standi í 100 milj. dollars að minsta kosti. Nái þessi lög gildi, getur svo farið, að stjórn in verði neydd til að hætta að borga lög- mætar ávísanir á gullið i fjárliirzlunni, annað tveggja af því, að gullið alt er út- gengið, eða stjórnin framfylgir lögun- um stranglega, sem ákveða 100 milj. gnllsjóð. Þetta þykir óþolandi. Það sé sama sem að auglýsa fyrir heiminum að framvegis neiti Bandaríkin að borga lögmætar skuldakröfur. Þeir sern þessi lög afsaka benda aftur á, að jafnóþob- andi sé að stjórnin geti í leyfisleysi þings og þjóðar tekið alt það lán sem hún vill og eytt því eins og henni sýn- ist. Vilja sinn í þessu efni á þjóðin að sýna i haust. Innanríkisstjóri Lauri- ers. Hver verður hann ? Þeirri spurn- ingu er ekki búið að svara enn. Það eitt er víst að hann verður vestmaður, i. e. búsettur hér vestra, samkvæmt viðtekinni venju. Aðalstarfsvið innan- ríkisstjórans er vestan stórvatnanna og stærsta héraðið og öflugasta í þeim hluta landsins er Manitoba. Það fylki á þess vegna heimting á að leggja til innanríkisstjórann, eins og verið hefir undanfarin ár. Það má ganga út frá því sem sjálfsögðu að Laurier vjður- kenni þann rétt Manitobamanna alveg umllugsunarlaust og breyti samkvæmt því. Hver hlýtur þá hnossið ? Það er gátan. Það má virðast að Joseph Mar- tin standi næstur, en það er ekki alt sem sýnist. Það er óséð að Laurier langi eftir honum á sambandsþing, hvað þá í ráðaneytið, að minsta kosti benda blaðafregnir á, að flokksmenn Lauriers eystra séu ósköp ánægðir með úrslitin í Winnipeg. Sifton dómsmála- stjóri fylkisins hefir verið nefndur í sambandi við innanríkisstjórnina og er það ef til vill ekki ólíkleg tilgáta. Það má þó heldur hemja hann í samvinnu en Martin. í þetta skifti hefir sá mað- ur ekki verið nefndur f þessu sambandi, þó það hafi verið gert áður, sem allra manna í flokki Lauriers er bezt vaxinn þeirri stöðu. Það er Thomas Greenway sjálfur. Vestan stórvatnanna á Lauri- er engan hans jafningja til að skipa þá stöðu og það er hæpið að hann gæti gert Manitobamönnum þægra verk, en að veita honum embættið. Greenway er bóndi og hefir að auki 8 ára reynslu sem stjórnarformaður og formaður stjórnar- deildar, sem í aðalatriðunum er eitt og hið sama sem innanrikisstjórnin í Ott- awa. Þegar hugsað er um Martin eða enda Sifton i sæti innanríkisstjórans, þá verður Thomas Greenway sem ljóssins engill við samanhurðinn. Þess vegna ætti hann að hreppa þá stöðu. en þeir Hrapparnir að skja heima. Komst lijá uppskurði. Merkisfrétt frá Smith’s Falls. Heimakoma í andlitinu varð að opnu sári. Læknarnir sögðu að uppskurður væri það eina sem gæti hjálpað. Meðal sem gerði uppskurð ónauðsynlegan. Tekið eftir Smith’s Falls Record. Frægur þýzkur læknir sagði einu sinni, að heimurinn væri fullur af fólki sem væri veikt af vantrausti. Sannind- in sem í þessu eru fólgin hafa aldrei komið beturíljós heldur en nú. Það eru til ótal margir menn og konur, sem heldur vildu taka út óbærilegar kvalir, lieldur en að taka meðul sem ekki eru fyrirskrifuð af uppáhaldslæknum þeirra Fólk af þessu tagi kynni að geta lært ýmislegt af sögu Mr. Thos. E. Philips frá Smitlis Falls. Sagan er þannig sögð af Mr. Philips og tekin niður af fregn- rita blaðsins Record : Fyrir nokkrum árum fór ég að leggja af, varð lystarlaus og fékk heima komu í andlitið, og loks fékk ég opið sár á hálsinn sem olli miklum óþægind- um. Eg leitaði til þriggja lækna og þeir sögðu allir að það þyrfti að taka part af andlitsbeininu. Allan þennan tíma gat ég ekkert verk gert, og leið óþolandi kvalir á sál og likama, þar til ég af tilviljun rakst á grein, um Dr. Villiams Pink Pills i blaðinu “Record” og afréði að reyna þær, vitandi að þær mundu í það minnsta ekkert illt gera mér. Ég hafði ekki brúkað úr einum öskjum þegar ég fanntilbata. Eg hélt áfram, og eftir að hafa brúkað úr átta öskjum, greri sárið á kinninni á mér svo algerlega, að skurður sá sem læknunum hafði komið saman um að þyrfti að gera var með öllu ónauðsynlegur. Eg náði þyngd minni aftur, og hefi dú fengið mína fyrri matarlyst. í stuttu máli, svo stórkostleg var breytingin, að ég var orðin að nýjum manni. Við álítum Pink Pills nú, sem hverja aðra heimilis nauðsyn. Mr. Phillips var heiðvirður efnabóndi, í Valford héraðinu, þar til; 8Íðastliðið vor, að hann seldi bú sitt og lifír nú hægu lifi í Smith Falls. Hann er hér um bil fimmtugur að aldri, þó' hann sýnist unglegri, og er hann lifandi vottur um hinn undraverða lækninga- kraft, sem Dr. Villiams Pink Pills inni- halda. Þessi lyfjafræðislega uppfind- iné hefir náð sínu háa áliti, fyrir sina eigin verðleika-. Séu þær teknar í tíma gera þær hinn heilsuveika hraustann, fölar kinnar fá hinn fagra roða aftur. Tapað hugrekki endurnýjast, og þeir sem líða, frelsast frá þraujtum sínum. Ef matvörusali sá, er þér skiftið við, hefir gkki Pink Pills í búð sinni, getið þér fengið einar öskjur sendur til yðar með pósti, fyrir 50 cent eða 6 öskjur fyrir $2,50 með því að skrifa fé- laginu til Brockvill, Ont., eða Schenec- tady, N. Y. Munið að Dr. Williams Pink Pills lækua, þegar önnur meðöl reynast ónýt, og látið ekki telja yður á að brúka neinar eftirlíkingar. Tveimur bjargað. Mrs. Phoebe Thomas, íJunction City, 111., var sact af lækninum, sem stundaði hana, að hún hefði tæringu, og að það væri engin lifsvon fyrir hana, en t vö glös ;if I)r. Kings New Discovery læknaði haria, og bjargaði lifi hennar. Mr. Thomas Eggers, 139 Florida Str. San Francisco, leið af vondu kvefi, sem leit út fyrir að mundi verða að tæringu, liann reyndi ýms meðul. enekkert dugði fyr en hanu fékk Dr. lý'ngs New Dis- covery, sein læknaði hann á tvoimur vikuin Svona löguð sjúkdómstilfelli oru það sem sanna hversu óyggjandi þetta meðal er við kvefi og hósta. Ein fiaska til reynslu ókeyp.is, Yana stærð 50c. og $1.00.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.