Heimskringla - 02.07.1896, Page 4

Heimskringla - 02.07.1896, Page 4
HEHÍSKRINGLA 2. JÚLÍ 1896. Winnipeg. Hra J. S. Bergman, kaupmaður að Gardar, N. Dak., var hér 4 ferð í bæn- um í vikunni sem leið. Hr. Gisli Jónsson í Glenboro, kom til bæjarins i vikunni er leið. Hra B. L. Baldwinson brá sér til Nýja íslands fyrir síðustu helgi. Er hann væntanlegur heim aftur nú þessa dagana. Samkvæmt síðustu nafnatalsskýrsl- um eru nú 1400 íbúar í Morden, Man., 714 í Boissevain, 615 i Manitou, 400 í Pilot Mound, 312 í Melita. Mr. og Mrs. Jos. Anderson, frá Se- attle, fóru suður í Dakota-nýlendu ís- lendinga á fimtudaginn var í kynnisför til Jóhanns Jóhannssonar, Hallson P.O. og dvelja þar um óákveðinn tíma. Hra Þorleifur Jónsson.bóndi í Lög- bergs-nýlendunni í Assiniboia, kom til bæjarins í vikunni er leið, þá sunnan úr Dakota. Hafði dvalið þar síðan um miðjan Maí. En er nú á heimleið. Tólf ára gamall drengur drukknaði í Rauðá hér í bænum fyrra þriðjudags- kvöld. Hafði verið með mörgum öðrum drengjum að baða sig í ánni og eins og þeim er títt, verið fremur ógætinn. Dr. Oronhyatekha, hinn nafntogaði formaður óháðu Eorrester-reglunnar, verður hér i bænum á ársþingi High Courts reglunnar í Manitoba, senj sett verður á þriðjudaginn 21. Júh', Sendibréf á skrifstofu Hkr. eiga : Miss Vilborg Árnadóttir; Mr. Teitur Ingimundarson ; Mr. Jón Jónsson (end- ursent ritaranum frá dauðrabréfaskrif- stofunni í Ottawa); Mr. Jón Kr. Reyk- dal; O. P. Anderson; Sigurður Vil- hjálmsson. Hra J. P. Sólmundsson á Gimli, kom til bæjarins í vikunni er leið. Veg- leysið og vetviðrin m. fl., hefir til þessa gert ómögulegt að byrja á smérgerð á Gimli, en undir eins og vegirnir verða slarkfærir verður byrjað. Hann fór heimleiðis aftur um helgina. Hra. Jóhannes Sigurðsson, sem fór heim til Islands fyrir nærri tveimur ár- um, og sem síðan hefir verið í Laxár- dalnum i Þingeyjarsýslu, er nú fluttur að Akureyri. Vinir hans hér, sem skrif ast á við hann, eru þvi beðnir að gæta þess, að addressa hans framvegis er: Jóhannes Sigurðsson, c/o Frb. Steins- son, Akureyri, Iceland. Þjóðhátíð Bandarikja (4. Júlí)halda Dakota-íslendingar í sumar að Garðar. Forstöðunefndin er : E. H. Bergman, John Johnson, B. J. Brandsson, Geo. Peterson, Chr. Johnson. Ritari Jónas Hall; forseti dagsins E. H. Bergman. Ræðumenn eru : Major J. G. Hamil- ton (frá Grand Forks), Rev. F. J. Berg- man, B. G. Sxúlason, B. A., M. Brynj- ólfssog, o. fl. D. J. Laxdal les réttar- skrá lýðveldisforingjanna (Declaration of Independence). Skemtanir verða næg- ar allan daginn, svo sem söngur og hljóð- færasláttur, dans, íþróttaleikir allskon- ar, veðreiðar o. s. frv., o. s. frv. Klúðurslegar aðfarir eru uppvisar orðnar í sambandi við sýningabygginga smiðið hér í bænum. Meðal þeirra sem tekið höfðu að sér hússmíð nokkra, var Chamberlain atkvæðafalsari, og fórst honum smíðið eins og alt annað — svik- samlega. Hafði keypt gamlan trjávið og alt aðra tegund, en ákveðið var i skilmálunum og að sama skapi var alt smíðið. Yfirumsjónarmaður var þar fyrir hönd bæjarins og sýningarstjórn- arinnar, en ekkert af þessu sá hann fyr en aðrir voru húnir að koma upp svik- unum. Eini vegurinn er, að rifa niður alt smíði CkamberJains og byggja á ný. Mál þetta er ekki útkljáð enn. Rev. Mr. T. B. Forbush, Unitara- prestur í Chicago, er væntanlegur til bæjarinsfyrir helgina. Hann prédikar i Únitarakyrkjunni á sunnudagskvöld- ið kemur. Haglél og á eftir fádæma steypi- regn dundi á hér í bænum og grendinni seint á föstudagskveldið 26. Júní. Fylgdi því ofsaveður af norðvestri. Haglið gerði skaða mikinn í kálgörðum í útjöðrum bæjarins. Hra J, B. Tyrrell, frá Hamilton, Ont., jarðfræðingur í þjónustu sam- bandsstjórnarinnar, kom til bæjarins um síðustu helgi og er á ferðinni til Winnipeg-vatns, til að halda áfram mælingum sínum og rannsóknum á ströndum þess. Iðnaðarsýningin venjulega, hér í bænum, verður opnuð á mánudaginn 20, þ. m. (Júlí) og heldur áfram til viku- loka, Auk sýningarinnar sjálfrar verða skemtanir meiri miklu og margbreytt- ari en nokkru sinni áður. Helmings af- sláttur á fargjaldi frá öllum stöðum í fylkinu. Hra N. Th. Snædal, bóndií Grunna- vatnsnýlendunni, kom til bæjarins fyrir helgina. Líðan manna segir hann góða en fádæma bleytu, það svo, að útlit fyrir heyskap er hið ískyggilegasta. Enn kvað ekki verið byrjað á skurða- gerðinni sem íslendingum var lofað svo rækilega í fylkis-kosninga sókninni i vetur er leið. Yfirréttardómarar fylkisins hafa dæmd ógild lögin, sem bæjarstjórnin fyrir nokkru samþykti og sem knúðu verzlunarmenn til að !oka búðum sín- um kl. 7 á kvöldin. Dómararnir sögðu lögin ffl, af því þau miðuðu til að tak- marka verzlun. Það varfranskur verzl- unarmaður hér í bænum, Cloutier að nafni, sem klagaði, eftir að bæjarstjórn in hafði oftar en einusinni leikið hann illa fyrir óhlýðni við lögin. Hér með auglýsist að á laugardaginn kemur, (4. Júlí) kl. 8 e. h., verður fundur haldinn í North West Hall til að ræða um fs- lendingadagshald í sumar og kjósa nefnd til að standa fyrir því. Skor- að er á sem flesta íslendinga að sækja fundinn. NEFNDIN. Dáin Að heimilu sínu, 118 Lydia Street Winnipeg að kvöldi þess 24. Júní 1896. Ingibjörg G. Johannesdóttir kona Mr. Wm. Andersons. Ingibjörg heitin var fædd á Vatnsnesinu í Húnavatns- sýslu á Islandi, og uppólzt þar, hjá móður sinni Kristinu Johannesdóttir. Árið 1874 fluttist hún til Canada með móður sinni er nú er til heimilis í Nýja íslandi og árið 1880 giftist húa manni sinum. Þeim varð 6 barna auðið og af þeim eru 4 á lífi. 1882 fluttu þau hjón til Norður Dakota og settust þar að á landi. Þar bjuggu þau til þess áríð 1888 að þau fluttu afur til Winnipeg og hafa verið þar siðan. Ingibjörg heitin var góð kona og ástkær móðir, gestrisin og góðlynd og unnu henni því allir er til hennar þektu. BATNAÐI Á 6 KLUKKUSTTJND- um. — Vondir nýrna og blöðrusjúk- dómar læknast á 6 klukkustundum með South American Kidney Cure. Þetta nýja meðal er svo aðdáanlegt þar eð það læknar á svo skömmum tima kval- ir í blöðrunni, nýrunum og í öllum þvaggöngum karla og kvenna, Það losar um þvagið undir eins og leiðir það kvala laust niður. Ef þér viljið fá skjóta lækning þá er þetta hið rétta meðal. Pen i nga=sparnadur. Fyrir kvenfolk Fallegir Tan Juliet skór, búnir til af J. D. King, Toronto. Þessir skór eru mjög fallegir, með stórum hnöppum ; hafa verið seldir $3.50 ; fást nú fyrir $2.95. Handsaumaðir Ox- ford skór $1.00. Góðir reimaðir ylskór á 75 cents. Fyrir karlmenn. Góðir, sterkir verkaskór á 90c. “Black Butcher”-skór á $1.00 og fínir skór með lágu verði. Skoðið hjá oss hin svokölluðu Cnicago-stigvél á $2.50. Fyrir Drengi. Hér gefur á að líta : Drengjastígvél, stærðin 1—5, $1.00, og 11—13, fyrir 90 cents. Bamaskór, stærðin 2—7, 25 cts. og 8—10, 40cents. E.Knight & Co. 351 Hain Str. Andspænis Portage Ave. G0LD , Yirgina Flake Cut: Reyktobak W. S. KIMBALL & CO. • Rochester, N.Y., U.S.A. 17 Hæstu verðlaun. • Til kaupenda Heimskringlu. Þær premíu pantanir, sem safnast hafa saman um noákurn undanfarinn tíma, verða nú afgreiddar innan skamms. Til bréfaskifta vinanna Ó, hvað gengur að yður, eruð þér nú alveg hættir að skrifa mér? Er ég ei verður að eyða á mig línu? Er alt nú svo lélegt í fari mínu? Skrifaði ég yður svo ómerkt hjal? Er þar nein perla, sem meta skal? Fyrst eitt sinn ég verður var að þér virtuð mig tals og skrifuðuð mér, ja, því þá ei enn?Eg ereins og forðum; á enn þá til mikið af hlýjum orðum. Því hjartað slær alt eins heitt og þá; eins heitt eins og yðar, giska ég á. En svo á ég til fáein sannleiks orð, (sem sýnast að stundum sé vinskaps morð), og hreinskilni og djörfung á heiminn yrða þó hafi ég tungu fremur stirða. En smjaður eg kann ei, og kann ske af því ég komist svo seintáfram heiminumi. Ef kostar það hræsni að komast af, að kaupa hvað náttúran öllum gaf, með tvöfeldnisbrosi og bljúgum svörum með blikandi lýgi á hræsnis yörum. Hve gjörsnauður er ég þá glöggt ég skil— gjaldmiðil hef ég engan til. Samt reyni ég lifa eins lengi og ég get því lífið ég stundum nokkurs met. Hvert viðkvæmnis bros, já hver vin- samleg lína, , er veglegur geisli á lífsbraut mina. Því vinátta annara lengir mitt líf og linar—já strykar burt sorg og kíf. Æ, skrifið mér, vinir, eitt einasta orð, því endalaus þögn er mér sálar morð. En ef ég er vinur ekki lengur og enginn mig kannast við mær né drengur, þá látið mig einann um harma og hel mitt hinsta orð, til yðar—farið vel. S. B. Benedictson. Islands-fréttir. Frá Akureyri er oss ritað 17. Maí síðastl., að vonað sé að Þorsteinn Erlingsson flytji þangað í sumar og taki við ritstjórn “Stefnis.” Er því við bætt, að verði af því muni Þingeyingar og Eyfirðingar hafa í hug að styðja svo það blaðfyrirtæki, að hann geti lifað af tekjum fyrir blaðið. , Um tíðarfarið o. fl. segir ritarinn þetta : “Tíðarfar hér hefir verið hið in- dælasta allan veturinn og vortíðin hin bezta. Tún eru farin að gróa. Þó er íshroði fyrir norðurlandi, en hann grandar ekki skipum og geta þau þess vegna farið ferða sinna.” “Heilsufar gott manna á meðal.” “Menn eru farnir að hugsa um að komaupp íshúsum, ef fjársölubannið á Englandi kemst á.” “Dagskrá,” hið nýja blað, sem Eingr Benediktsson ætlar að fara að gefa út í Reykjavík, kemur ekki eins snemma eins og til hafði verið ætlast. samkvæmt auglýs- ingum stofnandans í Rvíkurblöðunum. Kennir hann það því, að “ Vesta” hindr- aðist í ferðum sínum, en hún átti að flytja prentáhöld o. s. frv. til Rvíkur. stj. Jón Þórðarson). Hákarlaskipin hafa afiað mætavel, mest á 4. hundrað tunn- ur lifrar (“Geir”, skipstj, Sig. Símonar- son. 22. Maí. Sœmundur Eyjólfsson, cand. theol., andaðist hér í bænum úr lungnatæringu 18. þ. m., rúmlega hálffertugur að aldri. Hann var fæddur í Sveinatungu í Norð- urárdal 10. Jan. 1861, en þar bjó þá fað- ir hans Eyjólfur, nú bóndi í Hvammi í Hvítársíðu son Jóhannesar Lund snikk- ara í Gullbringum, Jóhannesar, Gests- sonar, Árnasonar lögréttumans á Myr- arlóni við Eyjafjörð. Kona Eyjólfs og ‘ móðir Sæmundar er Helga Guðmunds- dóttir frá Sámstöðum, Guðmundssonar á Háafelli, Hjálmssonar i Norðtungu, Guðmundssonar á Hafþórsstöðum, Hjálmssonar á Skarðshömrum, Guð- mundssonar, Kolbeinssonar bartskerara Hjálmssonar. Er þessi Hjálmsætt mjög fjölmenn, einkum um Borgarfjörð^ og margir mikilhæfir menn í þvi kyni.— Um tvitugsaldur gekk Sæmundur á búnaðarskólann i Ólafsdal og lauk þa fc námi meðbezta vitnisburði, en aflöngV un til frekari menntunar og fyrir áeggj- an og tilstuðlan ýmsra góðkunningja sinna tók hann að læra undir skóla, og settist í 3. bekk lærðaskólans 1885, þá á 25. aldursári, og var útskrifaður þaðan 1889 með 1, einkunn, en af prestaskól- anum 1891 einnig með 1. eink. Meðan hann var í skóla og jafnan síðan var hann ávallt í þjónustu búnaðarfélags Suðuramtsins á sumrum, ogersú starf- semi hans mörgum kunn, enda hefir hann ritað mjög marg búnað áhrærandi í tímarit og dagblöð...Hann kvænt- ist næstliðið vor (1. Júní) merkiskon- unni Elínu Eggertsdóttir Briem for- stöðukonu kvennaskólans á Ytriey, systur Eiriks Briem prestaskólakennara og þeirra góðfrægu systkina. Sambúð þeirra varð þvi ekki fullt ár. Sigurður Jónsson, kaupmaður á Vestdalseyri, bróðis Kristjáns yfirdóm- ara og þeirra systkina, andaðist 17. þ. m. úr blóðspýju, eftir þriggja daga legu tæplega fimtugur að aldri. Var hann fæddur og uppahnn á Gautlöndum, en flutti til Seyðisijarðar 1873; tók þá við Gránufélagsverzlan á Vestdalseyri, og veitti henni forstöðu til 1886. Gufuskipið “Otra” kom hingað vest- an um land 19. þ. m.* Varð að snúa aftur á austurleið móts við Grímsey, því að þar var fyrir samföst hafíshella. Á leiðinni hingað aftur slapp það með naumindum fyrir Horn sakir hafíss, er þá var þar meiri en í austurleið skips- ins. Það lagði af stað héðan aftur sunn- an um land til Austfjarða (lengst til Vopnafjarðar) í fyrra dag, og með því fjöldi farþegja héðan úr sjáfarsveitun- um við flóann til að leita sér atvinnu eystra. Er “Otra” væntanleg hingað aptur undir mánaðamótin. . Settur sýslumaður i Vestmanneyj- um frá 1. þ. m. er Magnús Jónsson cand. jur„ en hann hefir enn ekki sakir veikinda getað farið til eyjanna, og gegnir Þorsteinn Jónsson héraðslæknir sýslumannsembættinu á meðan. Veitt prestaköll: Bergstaðirí Húna- vatnssýslu eru veittir séra Ásmundi Gíslasyni aðstoðarpresti í brauðinu, og Eyvindarhólar veittir Jes Gíslasyni cand. theól. (frá Vestmanneyjum),hyort- tveggja samkvæmt kosningu safnað- anna. Strandferðaskipið Thyra kom hing- að í gær austan um land. Hafði orðið að snúa aftur við Sléttu sakir íss. Fór héðan þegar aftur í gærkveldi vestur um land, og ætlar sér að komast á norðurhafnirnar þeim megin. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, úthrotum, bólgu- sárum, frostbóígu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist borgunar. Vér ábjrrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin'hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. MICA ROOFING- Hr. W. G. Fonseca. í haust er leið var eitt ár liðið síðan ég þakti heflimyln- una mina með Mica-þófa, sem þér hafið til sölu, og tjargadi ég það ekki fyr en nærri sex mánuðum eftir að það var lagt. en þrátt fyrir þaðþó rigningasamt væri bar ekkert á leka og ekkert hafði þekjan skemst við tjöruleysið. Þetta þak þolir bæði hita og kulda. R. D. Patehson. Þetta Mica á ekkert skylt við hið svokallaða Metal Brand Ready Roofing. W. G. Fonseca. Viltudrekka? Allar tegundir af óáfengum svala- drykkjum eru ætíð á reiðum höndum hjá Mr. Hall, 405 Ross Ave. Auk svaladrykkjanna hefir hann og birgðir miklar af allskonar aldinum og ávöxtum, hnetum, brjóstsykri af ótal tegundum, sætabrauði af ýmsum teg- undum; allskonar vindlum, reyktóbaki og reykpípum ; barnaglingri allskonar o. fl., o. fl. Og verðið er hvergi lægra í allri borginni. ICE CREAM er til á hverjum degi, ágætt og hvergi ódýrara en hjá John Hall, 405 Ross Ave. S. Anderson, 651 Bannatyne Ave. (Corner of Nena Str.) hefir fengið inn miklar byrgðir af Veggja-pappír sem hann selur með langtum lægra verð en nokkur annar pappírssali í þessum bæ. Hann hefar 125 mismunandi teg- undir, sem hann selur frá 5c. upp í 30c. rúlluna. Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & OO. 56« JMain Str. horninu á Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, og útbúin eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. Buxur! Buxur! Buxur! handa öllum. Bezta búðin í Winnipeg er Merki: Bia Stjarna 434 Main St, ALT ÓDYRT! Það gleður oss að geta tilkynt almenn- ingi og þó sérstaklega viðskiftavinum vorum, að Mr. N. Chevrier er nýkom- inn austan úr fylkjum og hefir þar tek- ist að kaupa afarmikið af tilbúnum föt- um fyrir svo lítið dollars virðið, að The Blue Store getur nú sélt rneð lægra verði en nokk- ur önnur verzlun- hér. Drengjabuxur vorar eru frá 25c. upp í 40c., 50c., 75c. og 81.00. Karlmanna- buxur frá $1.00 upp i $1.25, $1.50. $1.75 og $2.00. Þú hefir enga hugmynd um þessi kostaboð nema þú komir og kaupir af oss. Meðan erindsreki vor stóð við í Ottawa, lukkaðist honum að ná í 200 alfatnaði úr skosku vaðmáli hjá hinum nafnkunna skraddara Chabot & Co., Nr 124 Rideau St., Ottawa. Þessi föt hafa öll verið gerð með mestu nærgætni af P. C. Chabot, sem gerir langmest áf fötum þeim, sem stjórnin lætur búa til Munið eftir því að öll þessi föt eru búin til eftir máli. Þau eru $26.00 til $28.00 virði, en vér seljum þau nú á $15.50, Þú verður að koma og skoða þessi föt til þess að sannfærast. Alt annað í búðinni selt á sama verði að tiltölu. 500 drengja alfatnaðir á 75c. og yfir. Hattar ! Hattar! fyrir hálfvirði. Gleymið ekki The BLUE STORE, MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STR. A. Chevrier. Hugsið um ykkur sjálfa. Og skoðið varninginn sem vér höfum nú á boðstólum. Hér gefst tækifæri sem menn ættu ekki að láta ónotað. Búð vor er vel full af vel völdum, nýjum og vönduðum varningi,sem fullnægir kröf- um tízkunnar og kröfum tímanna. Hjá oss er staðurinn til að fá hina beztu og ódýrustu fatnaði, skyrtur, skó, mat- vöru o. s. frv. Allir eru ánægðir með varning vorn, enda fæst enginn honum betri. Verðið er ekki til fyrirstöðu, — það er hvergi lægra. Verið vissir um að þið fáið fullgildi þeninga ykkar. Vér verðskuldum að þér verzlið við oss, því vér gefum ykkur hina beztu kosti. Vér borgum hæsta verð fyrir ull. Munið eftir staðnum. The Cavalier, N. Dak. Blair’s Fountain Pen Eitt af því nauðsynlegasta sem þú getur haft í fórum þínum ér BLAIR’S SECURITY FOUNTAIN PEN. Þú hefir þá penna ætíð við hendina. Og þú sparar þér margt ómak með Því að þú skrifar jafnara og betur, og þeir kosta þig minna með tímanum holdur en vanalegir stálpennar og ritblý. Penninn geymir sjálfur blekið í ser. Þessir pennar eru úr.14 karat gulli og endast mannsaldur. Þið getið fengið að reyna þá í 30 daga án þess það kosti nokkuð. Ef þeir reynast ekki góðir, þá sendið þá til baka og vér sendum yður peningana aftur. Verðlisti : No. 1 gullpenni með fínum snáp......$1.75 No. 2 gulipenni með fínum eða stýfðum snáp $2,00 No- 3 gullpenni með fínum eða stifðum snáp $2.50 No. 4 gullpenni með fínum eða stýfðum snáp $3.00 Með sérlega vðnduðu skafti 75 cts. auk áðurgreinds verðs. Blair’s Fountain Pen Company, 141 Brodway-----------New York, Eftir “Þjódólfi”. Rvík 15. Maí. AUabrögð. Vetrarvertíðin hér við Faxaflóa hefir yfirleitt verið einhver hin bágbornasta, er menn muna. Hér á Innnesjum engir hlutir, að kalla má, þetta frá 30—100 hjá almenningi af rey t- ingsfiski, og hjá sárfáum 200 eða þar yfir. Langbeztur afli hér við Flóann hefur verið { Keflavík og Njarðvikum, hæsti á 4. hundrað, en miklu minna að jafnaði í Garði og Leiru. Á Stokkseyri og Eyrarbakka hefir einnig aflazt sár- lítið, en hins vegar mjög vel í Þorláks- höfn. Hæstur hlutur þar um 800, í Herdísarvík um 700, í Höfnum og á Miðnesi tæp 600. En mestur afli hér syðra hefir verið í Grindavík. Er sagt, að þar sé hæstur hlutur eitthvað á 10. hundrað. Þilskip, er gengið hafa til fiskjar hér við Flóann, hafa aflað vel yflrleitt. Mun hæstur afli á þeim vera 19,000 (“Margrét”, skipstj. Finnur Finnsson), en þar næst um 16,500 ("Stjernen”,skip- MURRAY & LANMAN’S FLORIDA water áLL DRUCGISTS, PEBFUMERS AND GENERAL DEALERS. j>ið fáið 5% afslátt á pennum þessum, ef þið minnist þess í pðntuninni, að þið hafið séð þessa auglýsing í Heimskringlu. Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár Hammar Paints eru þétt í sér. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru endingargóð og fást með öllum lituin. Þú gerir málið þitt hreint, end- ingargott og fallegt með því að hræra saman við það nýja Linseed olíu. Eugin önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Hammars) máli og 4 pott- ar af hreinni Linseed olíu gera 8 potta af bezta máli, sem kostar að eins §1.10 fyrir hverja 4 potta. O., DALBY selur alls konar húsgögn, veggjapappir, málolín og gler etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi í einu og spara þannig við- skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.